Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1935, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.03.1935, Blaðsíða 4
12 NORÐURLJÓSIÐ til okkar, til þess að fá að borða og rúm til að sofa í. Og það er von, að þeir hrópi til Drottins Jesú, eins og blindi maðurinn, sem sat við veg- inn forðum: »Jesú, sonur Davíðs, miskunna þú mjer!« Hvað ætli áfengissali haldi um góða fólkið og stjórnendur borgarinnar? Þeir segja við hann: »Þetta er vond verslun, afskaplega vond verslun. Hún saurgar mannfjelagið, eyðileggur ungdóm vorn, fyllir hegningarhús vor og vitfirringahæli. Já, það er voðalega spilt verslun, þessi áfengis- verslun. Nú, þar sem hún er svona afskapleg, get- um vjer ekki leyft ykkur að reka hana fyrir lítið verð. Þið verðið að gjalda svo og svo mörg hundruð dollara, og þá megið þið selja áfengi allan daginn og alla nóttina, já, og á sunnudögum Iíka!« Svo þessir menn, meðan þeir fyrirlíta hræsn- ina, gjalda hið háa leyfisgjald og ná peningun- um aftur úr vösum aumingjanna, sem lenda í klóm þeirra. En til þess að fá þessa peninga, hafa þeir oft þurft að selja fatnað barna sinna eða veikburða eiginkvenna sinna, já, þeir hafa þurft að selja sína eigin sálu! Vjer eigum því að gera alt, sem í voru valdi stendur, til þess að losna við þetta böl og reyna að leiða drykkjumenn að krossi Drottins Jesú Krists. »Mannsins Sonur er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.« (Framhald). Sumarferð 1934. (Eftir ritstjórann) (Framhald). Næsta dag' fónim við hjónin, ásamt þremur dætrum okkar, upp á Cliftonvellina, fyrir ofan borgina, og höfð- um nesti með okkur. Er það yndislegur staður og rúm- góður, svo að margir geta skemt sjer þar, án þess að verða varir við þrengsli. Um kvöldið áttum við von á því, að sjá vinina, sem við feðgar höfðum hitt daginn áður, á þessum völlum, þar sem þeir ætluðu að halda úti- samkomu. Hópurinn kom á tilætluðum tíma og margt fólk safnaðist saman til að hlusta á. Einn ræðumaður vakti eftirtekt mína mjög, og við töluðum saman á eftir. Hann sagði mjer frá því, hvernig Drottinn hefði frelsað hann, og jeg held, að lesendur mínir hefðu gaman af að heyra hina merkilegu frásögn hans. Hann hafði verið mörg ár í Kína og starfað þar sem verslunarmaður fyrir firma, sem hafði útibú þar í landi. Eins og svo margir aðrir, sem fara úr föður- garði til fjarlægs lands, gleymdi hann Guði og lifði kæru- lausu lífi. Meðan hann var í Kína, braust út »Boxer- uppreisnin«. Um þær mundir voru miklar blóðsúthellingar og hann sá margt hryllilegt. En það var eitt, sem kom fyrir þá, sem gerbreytti lífi hans. Hann var sjónarvott- ur að því, að uppreisnarmennirnir náðu á vald sitt Kín- verja einum, sem hafði tekið kristna trú. Þeir voru reið- ir við hann, af því að hann hafði yfirgefið trú forfeðra sinna og snúið sjer til Guðs útlendra manna. Og þeir gerðu alt, sem þeir gátu, til að koma honum til að af- neita Kristi. Þegar þeim tókst það ekki, ætluðu þeir að kvelja hann, þangað til hann hlýðnaðist þeim. Maðurinn varð að þola ógurlegar kvalir, en hann stóð fastur sera bjarg og vitnaði stöðugt um frelsara sinn og það, sem hann hafði gert fyrir hann. Stuttu áður en líf hans fjar- aði út vegna hinnar grimmúðlegu meðferðar, sem hann varð að þola, byrjaði hann að syng’ja sálminn »Hellu- bjarg og’ borgin mín«, á kínversku, uns rödd hans þagn- aði í dauðanum. Þetta hafði svo mikil áhríf á hinn unga verslunar- mann, sem hafði ekki getað gert neitt til að hjálpa manninum, að hann sneri sjer þá og þegar til Krists og hefir lifað fyrir hann og þjónað honum síðan. Óguðlegir menn tala oft í háði um Rínvei'ja, sem hafa snúið sjer til kristinnar trúar. Þeir kalla þá »hrísgrjóna- kristna« og’ gefa í skyn, að þeir hafi aðeins snúið sjer í þeirri von, að liafa einhvem hagnað af því. Mjer þótti vænt um það, að sjá þenna mann og tala við hann, þar sem hann er lifandi sönnun þess, að trú innfæddra Kín- verja getur jafnvel gert oss Norðurálfumönnum til skammar. Næsta dag var sunnudagur, og var jeg þá önnum kaf- inn, en næsta dag fór jeg á bifhjóli mínu til Weston- super-Mare, þar sem þessir umferðaprjedikarar ætluðu að halda samkomu á söndunum. í þetta sinn hafði jeg eina dóttur mína með mjer, og við tókum þátt með þessum vinum í samkomu þeirra. Um miðjan júnímánuð fór jeg til London á bifhjólinu og hafði eina dóttur mína með mjer. Vegurinn liggur um margar inndælar sveitir, stundum gegn um skóga, stundum eftir fjallshi-ygg, og við skemtum okkur hið besta í góða veðrinu. Alla leið var vegurinn malbikaður og rennisljettur. Við gistum hjá vinum fyrir sunnan London, og fórum næsta dag inn í borgina. Jeg hafði lofað þessari dóttur minni fyi-ir löngu, að fara með henni til London til þess að sjá okkur um. Fyrsta daginn fórum við á sýningu Tussaud’s, þar sem eru vaxlíkneski af öllum mikilmenn- um heimsins, nákvæmlega eins og þeir eru eða voru, eða að minsta kosti eins nálægt því og komist verður. öllu er raðað í sögulega röð, og maður getur sjeð, hvernig allir Englands-konungar og aðrir nafnfrægir menn hafa litið út. Þá eru og nokkrar sýningar af sögulegum við- burðum, svo sem aftöku Maríu Skotadrotningar, dauða Haralds Englandskonungs, dauða Nelsons flotaforingja og mörgu öðru. Því næst heimsóttum við hið mikla verslunarhús Self- ridges. Þar má ganga um úr einum sal í annan í hinu marglyfta húsi og skoða alt, sem þar er falt, án þess að vera beðinn um að kaupa nokkuð. En ef maður vill kaupa, þá gegnir búðarfólkið undir eins. (Á Englandi er það siður, komi maður í búð, að hann kaupi eitthvað, en f þessu verslunarhúsi er undantekning frá þessari reglu.) Hjer má sjá kynstur af alls konar vörum. Á húsþakinus er fallegur blómgarður, og viðskiftamenn mega fara þangað upp í lyftivjel og hvíla sig. Þaðan fær maður út- sýni yfir mikinn hluta af borginni, og eru þar merki, sem sýna manni, hvaða bygging eða turn sjesf í þessari eða hinni átt. Þetta kvöld var jeg gestur dr. Hawkes, sem er pró-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.