Norðurljósið - 01.09.1959, Blaðsíða 4
36
NORÐURLJÓSIÐ
Sagan af Billy Graham.
Eftir STANLEY HIGH.
Birt í styttri mynd eins og hún kom í „Reader’s Digest.“
(Framhald.)
Frá þeim tíma, að Billy Graham var í Los Angeles,
hefir starfssvið hans aukizt mikið. Nú er það orðið stór-
mikið fyrirtæki, sem innifelur ekki eingöngu nákvæm-
lega skipulagðar krossferðir hans, heldur einnig útvarp,
kvikmyndir, fréttablaðsdálk og bækur. Nokkra hugmynd
má fá, hve víðtækt það er, af yfirliti þessu frá 1955:
Krossferð, sem stóð í sex vikur, hélt hann í Glasgow,
og aðra, sem stóð í fjórar vikur í Torontó. Trúboðsviku,
sjö kvöld, hafði hann í London og fimm kvöld í París.
Kvöldsamkomur voru haldnar í 12 borgum í sjö löndum
Evrópu auk þess sem hann prédikaði hjá bandarískum
hermönnum þar. Á samkomum þessum hlýddu meira en
fjórar milljónir manna á hann persónulega, og ekki verð-
ur gizkað á, hve margir heyrðu hann í útvarpi. Að
minnsta kosti 146.000 af áheyrendum hans „ákváðu sig
fyrir Krist.“
Utvarpsþáttur hans „The Hour of Decision“ (Ákvörð-
unarstundin) var fluttur í 700 útvarpsstöðvum í Banda-
ríkjunum, 90 í Kanada og 50 í öðrum löndum. Talið er,
að áheyrendur hans hafi verið um 20 milljónir hvern
sunnudag. Hann hafði einnig sjónvarpsþátt í Bretlandi.
f „kvikmyndastarfinu“ hefir Billy Graham framleitt og
útbreitt fimm kvikmyndir, sem boða fagnaðarerindið.
Þær voru sýndar á 150.000 stöðum í Bandaríkjunum.
Fréttablaðsdálkur Billys, „Svar mitt“, var prentaður
fimm daga í viku í 200 blöðum í Bandaríkjunum, sem
hafa 28 milljónir lesenda. Bók hans „Friður við Guð“
hafði við árslok selzt í meira en 500.000 eintökum. Hún
hafði verið þýdd á fimmtán tungur. Önnur bók hans
„Leyndardómur sælunnar" var óðum að ná hinni með
tölu seldra eintaka.
Samanlagt er fé það, sem rennur um greipar Billy
Graham trúboðsfélagsins, meira en tvær milljónir doll-
ara árlega. Félagið hagnýtir nýjustu fésýsluaðferðir. Það
gerir grein fyrir hverjum eyri. Verk sitt vinnur það með
trúarlegri tilfinningu gagnvart starfi sínu, sem ekki er
sjáanlega minni en sú, er sérketonir prédikun Billy
Grahams.
Laun Billys eru 15.000 dollarar árlega. Aukatekjur
hans einar eru þær, sem hann hefir af bókum sínum. Þær
eru lagðar í sjóð, sem standa á straum af námskostnaði
barna hans.
Helzti útgjaldaliður félagsins er að sjálfsögðu útvarps-
þátturinn „Ákvörðunarstundin“. Hann kostar um 30.000
dollara á viku. Svo er lagt mikið fé til kvikmyndanna,
sem hvergi nærri bera sig.
Allt það fé, sem félagið hefir til meðferðar, kemur með
sjálfviljagjöfum. Stærstu gjafir, sem nokkru sinni hafa
borizt, voru 50.000 dollarar frá gjafafélagi og 5.000 doll-
arar frá einum manni. Meðalgjöf er 5 dollarar. Skráin
yfir gefendur geymir nálega milljón nöfn.
Félagið hóf starf sitt árið 1950 í þriggja herbergja
skrifstofu og með einum starfsmanni. Nú notar það hluta
af þremur hæðum í nýtízku fjögurra hæða húsi. Starfs-
menn þess eru 125 og skrifstofuvélakostur svo góður, að
sómi væri að fyrir nýtízkulegasta póstsendingafyrirtæki.
Hundruðum bréfa, sem berast í hverri viku, þar sem
fólk leitar andlegra leiðbeininga, er skjótt og vandlega
svarað. Konurnar sjö, sem lesa þennan „vandamála póst,“
byrja störf dagsins með sérstakri bænastund, þar sem,
eins og ein þeirra skýrði frá, „við biðjum Guð að gefa
okkur skilning og vizku til að skipa þessum bréfum í
flokka og gefa vísbending um, hvemig þeim eigi að
svara.“
Einstöku sinnum koma bréf, sem ekki virðist unnt að
skipa í nokkurn flokk, eins og þetta, t. d.:
„Við, konan mín og ég, munum vafalaust fara til him-
ins. Við höfum verið friðsamlega gift í mörg ár. Við erum
nálega sextug og út af fyrir okkur, bökum aldrei nokkr-
um manni nokkur óþægindi. Vandamál mitt er: Ég get
blátt áfram ekki hugsað til þess að vera um alla eilífð
með konunni minni. Eitt hundrað þúsund ár eða svo, já.
En um eilífð, — jæja, ég skil ekki, hvernig ég gæti stað-
izt það. Er ekki einhver leið til þess, að ég þurfi ekki að
fara til himins, en sleppi þó við að fara til Vítis?“
Sjaldan eða aldrei hefir komið meiri hræring á Stóra-
Bretland, trúarlega séð, heldur en meðan Billy Graham
krossferðin var þar 1954. Það var líka atburður, mikil-
vægur í hæsta lagi, fyrir þjónustu Billy sjálfs. Hún gaf
honum fullþroska, í ræðustóli og utan hans. Hún veitti
honum vöxt á alþjóðlegan mælikvarða. Þá í fyrsta skipti
hrærði prédikun hans heila þjóð.
Sex kvöld í röð í tólf vikur prédikaði hann á Harringay
leikvanginum, það er íþróttahöll, sem rúmar 12.000
manns í sæti, staður, sem eftir því sem félögum Billys var
sagt, var sjaldan fullur, hvaða íþróttaatburður, sem fór
þar fram. Og enginn maður á Bretlandi, nema ef til vill
Churchill, gæti vænzt að fylla tvö kvöld samfleytt. í 72
kvöld, að þremur undanskildum, þegar mikill stormur
var, fyllti prédikun Billy Grahams þessa höll. Hvað eftir
annað þurfti tvær eða þrjár kvöldsamkomur vegna
þeirra, sem ekki komust inn.
Guðsþjónusturnar í Harringay voru sendar símleiðis til
fullra samkomusala og kirkna á 400 stöðum á Englandi,
Skotlandi og Wales. Síðdegis, síðasta dag krossferðarinn-
ar, fylltu 65.000 manna White City (leikvangur); um
kvöldið fylltu 120.000 manns Wembley íþróttasvæðið.
Alls voru það um 2.000.000 Breta, sem hlýddu á Billy
Graham. Fjörutíu þúsund manns ákváðu sig fyrir Krist.
Sumarið 1955 lagði Billy Graham út í það, sem hann
nefndi tvísýnasta fyrirtæki sitt. Það var fjögurra vikna
trúboðsferð til meginlands Evrópu, þar sem hann talaði
með aðstoð túlka. Auk þeirra, sem heyrðu hann í útvarpi,
hlustuðu meira en 500.000 manns á hann. Þessi áhugi,
meiri en nokkru sinni fyrr, og svörun fólksins, staðfesti
þá trú hans, að næstum hið allra almennasta hungur sé
andlegt hungur.
Sex mánuðum síðar lét Billy trú sína ganga undir enn-
þá þyngra próf. Snemma árs 1956 fór hann víðtæka ferð
um Indland og hin fjarlægari Austurlönd. Ferðalag þetta,
sem litið var á með efablendni af sumum stjórnvitring-
um hins frjálsa heims, reyndist hinum frjálsa heimi öll-
um sérstæður sigur. 1 Madras talaði hann þrjú kvöld í
röð á sama íþróttavellinum yfir alls 109.000 manns. í
Kottayam, borg, sem telur aðeins 40.000 íbúa, en er víg-
stöð kristninnar nálægt suðurodda Indlands, prédikaði
hann einnig í þrjú kvöld yfir meira en 250.000 manns. í
Bangkok, Manila, Hong Kong, Seoul og Tokíó hlýddu