Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.01.1963, Blaðsíða 1
LEIT MINNI ER LOKIÐ Eftir Gilbert van Dongen, endurskoðanda. Hefir þú nokkru sinni gleymt, hvar þú hefir lagt dýr- mætan hlut eða týnt honum, svo sem gullúr eða demant? Er þú hefir leitað hans dögum, vikum eða mánuðum saman, finnur þú hann skyndilega. Hve þú gleðst af þessu. Verður ekki gleðin því meiri, sem þú hefir leitað lengur og hluturinn verið dýrmætari? Mér geðjast vel að dæmisögunni af kaupmanninum, sem feitaði að fögrum perlum. Þegar hann hafði fundið eina dýra perlu, fór hann og seldi allt, sem hann átti og keypti hana. Þetta minnir mig svo mjög á eigin reynslu, sem ég vil gjarnan segja ykkur frá. Líkt og kaupmaðurinn eyddi ég ævinni í að leita að fö grum perlum. Eg hefi leitað þeirra á mörgum ólíkum stöðum. Eg hefi leitað í margs konar atvinnu, í auðlegð og í fátækt, í ferðalögum og á meðal vina, í fjölskyldu- lífi, í söfnuði mínum, í siðferðisgóðu líferni og, það játa ég með blygðun, í göturæsum borgarinnar. Hverjar voru sumar þessar perlur, sem ég var að leita að? Sumar án vafa hinar sömu, sem þú hefir leitað að: Kærleikur, gleði, friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trú, hógværð og sjálfstjórn. Skrýtið var það, en ekki fann ég neina af þessum perlum á neinum af þeim stöðum, sem ég taldi upp. Eg hélt á stundum, að ég hefði fundið sumar þeirra, en það fór einhvern veginn þannig, að þegar ég reyndi þær, brotnuðu þær og splundruðust, eins og gerviperlur gera. Þær voru aðeins eftirlíkingar. Þótt ég væri fæddur og alinn upp af kristnum for- eldrum, skírður og gengi í barnaskóla kirkjunnar, lærði fræðin á þremur tungumálum, játaði trúna, starfaði sem öldungur og djákni og forstöðumaður sunnudaga- skóla í mörg ár, þá hafði ég aldrei fundið hina „einu, dýru perlu.“ Það var ekki fyrr en í maí 1959, þegar Jesús var kynntur mér á þann hátt, sem aldrei hafði verið gert áður, að ég heyrði rödd segja: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.“ (Opinb. 3. 20.) Þá varð mér ljóst, að það var háð ákvörðun, vali, hvort dyrnar væru opnaðar og tekið á móti honum, eða þær hafðar áfram lokaðar og honum úthýst. Meðan ég var að athuga málið, heyrði ég aftur röddina: „En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, sem trúa á nafn hans.“ (Jóh. 1. 12.) „Sá, sem hafnar mér og veitir ekki orðum mín- um viðtöku, hefir þann, sem dæmir hann; orðið, sem ég hefi talað, það mun dæma hann á efsta degi.“ (Jóh. 12. 48.) Þetta kvöld fór ég heim til mín og tók þessa ákvörðun. Ég féll á kné og bað: „Kæri Guð, ég veit, að þú hefir talað til mín í kvöld, og Drottinn Jesús, ég vil, að þú komir inn í hjarta mitt og frelsir mig einmitt núna. Ó, Guð, fyrirgefðu mér allar syndir mínar og hjálpaðu mér til að lifa kristilegu lífi. Ég hefi reynt að stjórna lífi mínu á minn hátt, og það hefir alveg mistekizt. Drottihn Jesús, ég vil, að þú komir inn og stjórnir lífi mínu fyrir mig.“ Ég blátt áfram úthellti hjarta mínu og sál fyrir honum. Ég „lauk upp dyrunum,“ og hann kom inn, alveg eins og hann sagði, að hann mundi gera. Þegar í stað vissi ég, að ég hafði fundið „eina, dýra perlu. Ég hafði „selt allt, sem ég átti og keypt hana.“ Ég hafði algerlega gefið Drottni hjarta mitt og líf. Hvílík gleði, friður og kærleikur fylltu hjarta mitt, er ég vissi án minnsta vafa, að syndir mínar hefðu verið fyrirgefnar og að ég væri nú á leið til himins. Mér hafði aldrei áður orðið ljóst, að Kristur brýtur sér aldrei leið inn í hjarta mannsins. Það verður að bjóða honum inn. Það verður að taka á móti honum. Það verður að veita honum viðtöku. „Ef einhver lýkur upp dyrunum, mun ég fara inn.“ Mér kemur til hugar, að það geti verið einhver, sem er að leita, eins og ég hafði gert í svo mörg ár, að hinni „einu, dýru perlu.“ Að þeim friði, „sem æðri er öllum skilningi.“ Ég bið, að Guð vilji nota vitnisburð mínn, ' C k Á^h'' l'í- 248688 ÍSLANOS LAl'l

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.