Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1963, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.01.1963, Blaðsíða 4
4 NORÐURLJÓSIÐ ETHEL EKKERT Sagan af trúarlífi Ethel Burkhardt. Eftir Hope Evangeline. Um höfundinn. Hope Evangeline er dóttir dr. Oswald J. Smith. Hún hefir erft það frá föður sínum að vera bæði rithöfundur og skáld. Andleg ljóð hennar eru eftirsótt og hafa birzt í mörgum trúmálatímaritum vestanhafs, segir hann. Athugasemd höfundar. Þegar ég spurði Ethel Burkhardt á dánarbeði, hvað hún héldi, að væri viðeigandi nafn á ævisögu hennar, stakk hún upp á heitinu: „Ethel Ekkert.“ „Ég er ekkert,“ sagði hún. „Sérhvað, sem hefir verið framkvæmt á minni ævi, hefir verið framkvæmt af Guði. Ég var einungis tómt ker, hagfellt Herranum íil notkun- ar.“ „Þá ákvað ég að kalla bókina „Ethel Ekkert“. Tileinkun. Ég vil tileinka bók þessa móður minni, frú Oswald J. Smith. Ævi hennar hefir verið mér mikið tilefni inn- blásturs og uppörvunar. Söfnuður hennar. Ethel Burkhardt hélt sér trúlega í „Söfnuði þjóð- anna“, (The Peoples Church) Toronto, alia sína kristnu ævi. 1. kafli. Fyrsta biaðsölustúlka í Toronto. Á horni tveggja fjölfarinna gatna í utanverðri Toronto stóð hin átakanlega, litla skjálfandi mynd, Ethel Newman. Þetta var tveimur vikum fyrir jól. Ethel, sem var aðeins átta ára, kepptist við að reyna að selja blöðin sín til að hjálpa móður sinni að sjá fyrir henni og sex hræðrum hennar og systrum. Ethel hélt blautum ullarvettlingnum fyrir andlitinu til að hlífa því frá frjósandi snjónum, sem hvirfiaðist umhverfis hana í þykkum gusum. Fæturnir hennar litlu, sem nú voru dofnir af kulda, voru aumir og verkjandi af því að standa á sama stað frá því snemma um morg- uninn. Ethei var fyrsta blaðsölutelpan í Toronto. Þó að hún væri orðin átta ára, var hún svo smá vexti, að hún sýndist jafnvel yngri. Ullartrefill var bundinn um höfuð henni. Hún var svarthærð og síðhærð. Litlu skórnir á fótum hennar sýndust vera í hættu að detta af henni í djúpan snjóinn. Það voru engar reimar í þeim til að halda þeim saman. Ástæðan var, að móðir hennar varð að kaupa öll föt hennar á ruslsölum og var þakklát fyrir að fá þau, hvort sem þau voru við hæfi eða ekki. Nú var komið fast að hádegi, og Ethel var farin að verða mjög svöng. Hún fór ofan í ræfilslegan vasa sinn og náði sér í eina brauðloku með sultu á milli sneið- anna og hafði til hádegisverðar. Er hún hafði lokið þessu, var hún ekki orðin södd. En hún vissi, að hún yrði að bíða, unz kvöldverðartíminn kæmi. Fyrr en hún færi heim, fengi hún ekkert að eta. Raunar var hungri hennar aldrei svalað, af því að það voru sex önnur börn heima, sem varð að metta og varla nógir peningar til að kaupa mat fyrir handa þeim. Með dagblaðabunkann undir handleggnum var hún að dást að öllum jólaskreytingunum í glugga stórrar verzlunar, sem var hinum megin við götuna, þar sem hún stóð. Hún heyrði sungna jólasöngva gegnum skaf- kófið, „Friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á!“ Vesalings litla Ethel þekkti ekki mikinn frið í hjarta sér eða í vansælu heimili sínu. Faðir hennar kom heim kvöld eftir kvöld út úr drukk- inn og bakaði sífellt meiri eymd stritandi konu sinni og ungum börnum. Það voru tvær peningapyngjur á heimili Ethelar. I annarri þeirra geymdi móðir hennar peninga til að kaupa föt og fæði handa fjölskyldunni. í hinni geymdi faðir hennar peninga til að kaupa viskí. Degi tók að halla. Ethel var orðin mjög þreytt. Rétt um þær mundir kom ríkmannlegur kaupsýslumaður til hennar og spurði, mjög hrærður af bænasvipnum á litla andlitinu: „Hvað þarftu að selja mörg blöð enn, áður en þú ferð heim?“ „Fimmtíu, herra minn,“ svaraði Ethel. Jæja, taktu við þessum dal (dollar), geymdu blöðin og hlauptu heim. Það er langt of kalt fyrir þig að standa héi úti.“ Ethel þakkaði honum og var þakklát fyrir dalinn. En hún var ekki ánægð að fara fyrr en blöðin væru öll seld. Hún faldi sig bak við póstkassann, sem stóð á strætis- horninu, unz maðurinn var horfinn úr augsýn. Þá kom hún úr felustað sínum til að vita, hvort hún gæti ekki fengið fáeina fleiri dali, áður en hún hætti þann daginn. Nokkrar góðar manneskjur, sem báru sannan jóla-anda í brjósti sér, gáfu henni dali. Áður en langt leið, voru öll blöðin hennar seld. Þreytuleg í spori og nærri því kalin á höndum og fótum og með dýrmætu dalina sína vandlega geymda neðst niðri í vettlingnum, rölti Ethel af stað heim í mjúkum, hvítum snjónum til litla hússins, sem var talsvert langt í burtu. 2. kafli. Heimili Ethelar. Ethel fæddist 5. febrúar 1889 í Collingwood í Ontario, en þessi litli kofi í úthverfi Toronto var fyrsta heimilið, sem hún mundi eftir. Er hún gekk upp klökug þrepin og opnaði dyrnar til að ganga inn, þá snarkaði enginn eldur á arninum til að bjóða hana velkomna inn úr kuldanum. Ekki hafði matur verið borinn á borð. Mjög var heimilið illa búið húsgögnum. Gluggatjöld voru engin fyrir glugg- um. Ekki huldu gólfábreiður trégólfin hrjúfu. Þar voru engir þægilegir stólar til að hvílast á. Þar voru eingöngu húsgögn, sem móðir hennar hirti úr því, sem fólk fleygði út, eða hún keypti á ruslsölum. Allt í einu heyrði Ethel harðlega rödd föður síns kalla:

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.