Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1963, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.03.1963, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 19 réttlátrar reiði Guðs yfir syndum vor mannanna lék um hann, unz réttlætinu var fullnægt og fyrirgefning fengin handa hverjum þeim, sem veitir Jesú viðtöku sem frelsara sínum. Enginn maður þekkir tölu þeirra sálna, sem öðlazt hafa fyrirgefning syndanna og eilíft líf, af því að Drottinn Jesús dó fyrir þá á krossinum á Golgata, alveg eins og hrúturinn dó fyrir Isak. Sæll er sá eða sú, sem hneykslast ekki á djúp- um og víðfeðmum ráðstöfunum Guðs, sem birtar voru í myndum gamla testamentisins, en raunverulega fram- kvæmdar með Kristi, komu hans, dauða og upprisu. „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ S. G .]. -------x-------- BARNAÞÁTTUR: Sögur Gísla smala. Jósef í þrældómi. Við heyrðum síðast, að Jósef, sá sonur, sem Jakob elskaði mest, var seldur af bræðrum sínum til Egiptalands. Ríkur maður, sem Pótífar hét, keypti hann. Þar með var Jósef orðinn þræll hans. Það var ekki og er ekki gaman að vera þræll. Þrællinn getur ekki ráðið sér sjálfur. Hann verður alltaf að gera það, sem húsbóndi hans vill. Þannig var ástatt með Jósef. En Jósef átti góðan vin, sem var með honum í Egiptalandi. Sá vinur var Drottinn, Konungurinn mikli. Jósef var einn af vinum hans, þótt hann væri ungur, þó að hann væri þræll. Drottinn hjálpaði Jósef, svo að allt, sem hann gerði, gekk svo ljómandi vel. Húsbóndi Jósefs tók eftir þessu, gerði hann að ráðsmanni sínum og setti hann yfir allt, sem hann átti. Jósef var nú orðinn fulltíða maður, vel vaxinn og fríður sýnum. Sjálfsagt hefir ungu stúlkunum lit- izt vel á hann, og víst er um það, að konu Pótífars fór að lítast vel á Jósef. Þetta var ekki fallegt af henni. Það var fjarska rangt. Jósef vissi, að Guð vill, að konan sé manni sínum trú og líka, að maður- inn sé konunni sinni trúr. Konan á ekki að hugsa um aðra karlmenn en manninn sinn, og maðurinn ekki Um aðrar stúlkur en konuna sína. Þegar svo konan sá, að Jósef fékkst ekki til að gera neitt, sem var rangt, sem var synd, þá varð hún reið og sagði bæði manni sínum og öðrum eitthvað um Jósef, sem hún skrökvaði upp. Hún bætti þeirri synd við að ljúga á saklausan mann. Nú varð húsbóndi Jósefs reiður og kastaði Jósef í fangelsi. Þar voru settir fjötrar á fætur honum, líklega úr járni, svo að hann gæti ekki hlaupið burt. Þá leið Jósef illa sem vænta mátti. En Drottinn var með Jósef, líka í þessu fangelsi. Fangarnir voru látnir vinna. Forstjórinn, sem stjórn- aði þarna, gerði brátt Jósef að verkstjóra og lét hann alveg sjá um það, hvað fangarnir gerðu. Allt bless- aðist, sem Jósef gerði, því að Drottinn var með honum. „Drottinn er með yður, ef þér eruð með honum. Ef þér leitið hans, mun hann gefa yður kost á að finna sig.“ Þessi orð biblíunnar — og mörg önnur — ætti sérhvert barn að læra. Hvernig leita menn Drottins? Með því að tala við hann, biðja hann að vera með sér, hjálpa sér. Þetta hefir Jósef sjálfsagt gert. En hann forðaðist líka það, sem hann vissi, að var rangt í augum Drottins. Gerðu þetta, barnið mitt, leitaðu Drottins og forð- astu það, sem er illt og rangt. Drottinn er með þér, ef þú ert með honum. (Framhald.) -------x-------- „STUNDA ÞETTA" Kristur, sem er fyrirmynd vor og fordæmi, er einnig orðinn oss „höfundur eilífs hjálpræðis," ekki aðeins sem utanaðkomandi upp- spretta þess, heldur sem líf, er býr í oss, ■— lifandi orsök umbreyt- ingar vorrar. Þetta verður hann öllum þeim, sem „hlýða honum.“ Af þessu lærum vér það, að til þess að verða heilagir, verðum vér að eiga „hinn Heilaga." Það verður að vera Kristur í oss. Þó að Kristur sé vor, -— vér eigum hann nú sem vora eign, verðum vér að halda áfram að læra að þekkja hann til meiri fullnustu. Hann verður að vera keppikefli vort á hverjum degi. „Stundið .... helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið.“ Þetta felur í sér athafnasemi, alvöru, iðni, áhuga. Að stunda eitthvað er að hafa það ætíð fyrir augum sér, missa aldrei sjónar af því. Það dvelur í huga þínum, verður hluti af sjálfum þér; það verður samofið athöfnum þínum, setur merki sitt á eðlisfar þitt. Það hefur um- skapandi áhrif á líf þitt. Evan H. Hophins. (Þýtt). FYRIRMYND EÐA FRELSARI Prédikari nokkur, dr. Sterns, tók að þjóna nýjum söfn- uði í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Starfsmaður úr þess- um söfnuði kom að máli við hann og sagði: „Doktor, ég óska, að þér viljið hætta að prédika svo mikið urn frið- þægingu Krists. Ef þér vilduð prédika yfir okkur um hið fagra líferni hans, mundum við leitast við að feta í fótspor hans.“ Dr. Sterns svaraði: „Viljið þér feta í fótspor hans, ef ég prédika líferni hans? Það er ógætt. Orð Guðs segir: „Hann drýgði ekki synd.“ „Getið þér fetað í það spor?“ „Nei, það get ég ekki,“ sagði andmælandinn. „Jæja“, svaraði dr. Sterns, „þá er það ekki fyrirmynd, sem þér þarfnist, heldur frelsun frá synd.“ -— (Þýtt.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.