Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1963, Qupperneq 7

Norðurljósið - 01.03.1963, Qupperneq 7
NORÐURLJÓSIÐ 23 því að vera drukkinn á gagnstæðan hátt — guðdómleg ölvun og djöfulleg ölvun. Eins og drykkjumaðurinn sleppir sjálfum sér, líkama og sál, og verður þræll sterkra drykkja, þannig eigum vér að afhenda heilögum Anda ævi vora, gefa oss á vald hans og verða þrælar hans. Vilt þú, hljóð- lega og með lotningu, í nærveru hans gera þetta að helg- unarheitbinding þinni? Líf mitt tak, og lóttu mig lifa, Drottinn, fyrir þig. Viljann tak, hann verði þinn, verði' hann eigi framar minn. Hjartað tak, það eign þin er, og þinn hástóll sé það hér. Tak mig alla(n); ævin mín upp frá þessu verði þín. Þetta er ekki athöfn, framkVæmd í eitt skipti fyrir öll, sem svo verði varanleg. Hún er byrjun á nýrri afstöðu (lil Drottins), sem verður að viðhalda á kostnað óendanlegrar árvekni. Förin yfir Jórdan og gangan inn í fyrirheitna landið var ekki endirinn heldur upphafið á orrustum Israels. Þannig er þessu farið með trúaðan mann, fylltan heilögum Anda. Efes. 6. kafli sýnir oss, að það eru þeir, sem lifa „í himinhæðum“ (á himnesku sviðunum), sem þarfnast al- væpnis Guðs, af því að þeir eru orðnir sérstakt skotmark óvinarins, einmitt af þeirri ástæðu, að þeir eru orðnir gagnlegir Guði. Því segir þar í 14. versi, að vér þörfnumst „sannleika“ og „réttlætis“; í 15. v. „fagnaðarerindis frið- arins“; í 16. v. „trúar“; í 17. v. er það „orð Guðs“; í 18. v. „bæn.“ í Róm. 6. 4. og Gal. 5. 15. er oss sagt, að það (Guði helgaða lífið) sé ganga í Andanum, og þannig er það för, en Guði sé þökk, að það er líka framför, af því að það er ganga, sem Andinn stjórnar. Oss er sagt í Gal. 5. 22., að það (Guði helgaða lífið) beri Guði ávexti. Þess vegna er það vöxtur í þeim efnum, sem Andanum heyra til. Það er því þörf á að vökva það með Orði Guðs og rækta það í andrúmslofti bænarinnar. Guðsbarnið, sem vanrækir annaðhvort af þessu, gerir það sér til skaða, því að enginn er sá, sem verið geti fullur af Anda Guðs án þess að vera hlýðinn Orðinu, sem Andinn befir ritað, og í nánu bænarsamfélagi við hinn Eina, sem Andinn er kominn til að gera dýrlegan. Viðbót ritstj.: Ofanskráð rit er birt hér með leyfi höf- unar, sem veitti það mjög fúslega. Eins og lesendur sjá, stiklar hann nokkuð á stóru, en með íhugun og bæn munu þeir geta fylgt honum eftir og haft mikla blessun af því. Aðalatriðið er, að allir þeir, sem trúað hafa á Drottin Jesúm Krist sér til hjálpræðis, fyllist heilögum Anda og trú. Þá munu gerast miklir hlutir á landi hér — og víðar. Orð eða setningar, nema tilvitnanir innan sviga, setti þýð. til skýringar. Biblíuskýringar. Jesaja. (Framhald). [Af athugaleysi kom ekkert um þennan kafla, 7. kap. í síðasta tbl.] 7. kap. 14. v. Meyjarfœðing Immanáels. Akas konungur var eins vantrúaður og faðir hans og afi höfðu verið trú- aðir. Er ófriður hófst gegn honum, leitaði hann eigi Drott- ins svo sem afi hans hafði gert. Þá sendi Drottinn honum hughreystingarorð, en sagði honum um leið: „Ef þér trúið eigi, munuð þér eigi fá staðizt.“ Til að örva trú hans bauð Drottinn honum tákn, hvort sem hann vildi heldur beiðast þess neðan úr undirheimum eða ofan frá hæðum. En Akas sagði: „Eg vil einskis biðja og eigi freista Drott- ins.“ Drottinn sagði þá, að hann mundi gefa honum tákn sjálfur. Það var þetta: „Sjá yngismær (meyjan) verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel.“ (Guð með oss.) Spádómur þessi er svo í Matt. l.( 22., 23. heimfærður til Drottins Jesú Krists. Menn, sem neita tdlveru spádóma og guðdómleik Drottins vors, þýða því textann þannig: „Sjá, ung kona verður þunguð og fæðir son.“ Þeir gleyma að segja oss, hvaða tákn er fólgið í því, að ung eiginkona verði þunguð! Það er gangur lífsins, og þótt það sé stór- kostlegt í sjálfu sér, hvað er það þó á móti því tákni, sem Guð hefir gefið vantrúuðum heimi, er hann lét son sinn fæðast hér í heim án mannlegs föður? Slíkt tákn er almátt- ugum Guði samboðið að gefa. Biblíufróðir menn hafa sagt, að notkun eða merking orðs, þegar það sé notað í fyrsta sinn í biblíunni, sýni, í hvaða merkingu það er notað síðar meir. Hebreska orðið almah, sem notað er hér í Jes. 7. 14., kemur fyrir fyrst í II. Mós. 2. 8.: „En mœrin fór og sótti móður sveinsins.“ Hér táknar orðið áreiðanlega ekki gifta konu. Sama orð er þýtt yngismeyjar í Sálm. 68. 26.. Neðanmáls þýðing þess í Jes. 7. 14. er sjáanlega gerð til að læða inn efasemd um meyjarfæðingu frelsara vors og Drottins. 24.—27. kap. Spádómarnir í þessum kafla bókar Jesaja eiga enn eftir að rætast. Fyrst virðist vera lýsing á kjarn- orkustyrjöld, síðan komu Drottins Jesú til þessarar jarðar, stofnun þúsundáraríkis hans í Jerúsalem og samsöfnun Israels heim í land sitt. 27. 1. Levíatan, hinn flughraði dreki, táknar Assýriu; Levíatan, hinn bugðótti dreki, táknar Babel. Sjóskrímslið (Rahab) táknar Egiptaland. Þessi þrjú óvinaríki ísraels bíða ósigur fyrir sterku sverði Drottins. Vald þeirra líður undir lok, er hann kemur aftur. 36.—39. kap. I þessum sagnfræðiköflum er sagt frá þremur kraftaverkum: frelsun Jerúsalem, lækningu Hiskía og lengingu dagsins um 10 stig eða 40 mínútur. — Hiskía hugsaði sér að ganga í auðmýkt fyrir Drottni alla daga sína upp frá þessu. Eigi að síður varð hann hreykinn af auðæfum sínum og breytti mjög fávíslega, er hann sýndi Babelmönnum allt, sem var í ríki hans. I þessu hugar- ástandi virðist hann hafa verið, er hann gat Manasse,, soninn, sem setti sig svo mjög upp á móti Guði. (Framhald.)

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.