Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.12.1963, Blaðsíða 1
44. árg. Desember 1963 12. tbl. ÉG SÁ EICHMANN DEYJA Eftir Williom L. Hull. Þegar ríkisstjórn ísraels setti mig sem andlegan ráð- gjafa Adólfs Eichmanns, var dauðadómur þegar upp kveð- inn yfir þessum Nazistaleiðtoga. Þótt hann hefði skotið máli sínu til hæstaréttar ísraels, þá var naumast nokkur von um vægð. Enda fór svo, að hæstaréttardómurinn varð þyngri en fyrri dómur hans. Við byrjuðum vitnisburð okkar fyrir Eichmanni með því að hafa yfir 4. og 5. vers í 12. kafla guðspjalls Lúkas- ar: „En ég segi yður, vinir mínir: Hræðizt ekki þá, sem líkamann deyða, og geta ekki að því búnu meira gert. En ég skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast; hræðizt hann, sem eftir að hann hefir líflátið, hefir vald til að kasta í helvíti; já, ég segi yður: hræðizt hann“. Við bentum honum á, að dómur manna hefði þegar gengið yfir hann. Þeir hefðu gert allt, sem þeir gátu: dæmt hann til dauða. En þetta væru ekki endalokin. „Það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja, en eftir það er dómurinn“. Við minntum Eichmann á, að sá, sem þyrfti að óttast, væri ekki maðurinn á dómarastólnum, heldur Guð sjálfur, sem mundi dæma hann; ekki eingöngu fyrir verkin, sein hann hefði unnið með líkama sínum, heldur einnig fyrir að hafna Drottni Jesú Kristi. Ef hann veitti ekki Kristi viðtöku sem frelsara sínum, yrði dómur hans eilíf dvöl í helvíti. Svar Eichmanns við stöðugum vitnisburði okkar var það, að helvíti væri ekki til og að afneita þörf sinni á frelsara. Frá þessari afstöðu veik hann aldrei eitt andar- tak. 011 saga Eichmanns er sorgarsaga frá upphafi til enda. Hann var fæddur á kristnu heimili. Faðir hans var öld- Ungur í evangelisku kirkjunni. Biblían var lesin á heim- ilinu, og hann bjó heima, unz hann var 26 ára gamall. Síðar meir var tengdamóðir hans vön að rífa miðann af 'lagatalinu og lesa hinn tiltekna biblíukafla fyrir þann dag. Síðan var bæn á eftir. Adólf tilheyrði kirkjunni, unz hann var 31 árs gamall. En þegar maður að lokum ofurselur sig Satan, þá eru engin takmörk fyrir því, hve djúpt hann getur sokkið. Alveg eins og það eru engin takmörk fyrir því, hvað Guð getur notað þann mann, sem algerlega helgar sig honum, á sama hátt eru engin takmörk fyrir því, hvað Satan get- ur framkvæmt með sama manni, ef hann ofurselur sig hon- um. Þannig fór um Adólf Eichmann. Hann las mikið bæk- ur um heimspeki, og vafalaust leiddu þær hann afvega. Þessi Nazistaleiðtogi hafði sjáanlega aldrei þekkt Drott- in sem eigin frelsara sinn, en hann hafði verið líkur fjölda annarra manna, sem kalla sjálfa sig kristna. Hann kvænt- ist þremur árum eftir að hann gekk í flokkinn. Kona hans var þá rómversk-kaþólsk, enda þótt þau væru gefin sam- an í kirkju mótmælenda. Flokkurinn var mjög andvígur því, aðjiann yrði kyrr í kirkjunni. Frá því í apríl 1945 og þangað til árið 1952, þegar kona hans kom til Argen- tínu, sá hann hana ekki. Þá var hún orðin mikið breytt. Áður, útskýrði hann, hafði samlíf þeirra verið mjög náið og hugarfar þeirra hið sama. Nú var hún alltaf að lesa í biblíunni. Þau komust í rökræður, og tvisvar þreif hann biblíuna úr höndum hennar og reif hana í tætlur. Bækur um þróunarkenninguna og heimspeki virtust hafa gereytt sérhverju sáðkorni trúarinnar, sem kann að hafa fallið í sálu hans. Af illvirkri táldrægni Satans varð Eichmann sá maður, sem ábyrgð bar á tortímingu Gyðinga, og um sex milljón- ir þeirra mættu dauða sínum á hryllilegasta hátt. Þetta var framkvæmt á nokkrum árum, ekki rétt á andartaki. Slíkur maður hlýtur að hafa verið algerlega á tálar dreginn í huga sínum og hjarta. Aðeins Satan gat táldregið mann- inn svo, að hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að framkvæma slíka stórglæpi. Það er ef til vill einkennilegt, en ég held ekki, að Eich- mann hafi verið Gyðingahatari. Hann bar ekki sterkt hat- ur eða andúð til Gyðingafólksins sem slíks. Hann eyddi því ekki Gyðingum af persónulegri andúð á þeim, heldur vegna þess, að það var stefna Nazista, að Gyðingum skyldi útrýmt. Hefði það verið stefna Nazista að beita sér gegn öðrum hópi manna eða kynþætti, þá hefði hann verið eins ákafur að ofsækja og tortíma því fólki.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.