Norðurljósið


Norðurljósið - 01.12.1963, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.12.1963, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 95 Bréfkafli og hugleiðing Ég fékk í fyrravetur, skömmu fyrir jól, bréf frá bráð- greindri og hugsandi stúlku. Eins og sumir fleiri var hún ekki ánægð með þau skrif, sem Nlj. hafði flutt það ár. 1 bréfinu ritar hún meðal annars: „Jesús er kannske ekki eins viðkværaur fyrir skoðunum og trú — eins og sumir vilja halda. Að minnsta kosti minntist hann ekkert á trúarskoðanir hjá miskunnsama Samverjanum, sem hann þó benti lögvirtingnum á sem fordæmi og fyrirmynd, þegar hann spurði Jesús að því, hvað hann ætti að gera til þess að eignast eilíft líf. Já, voru Samverjar yfirleitt ekki hálf blendnir í trúnni — ekki hreingyðinglega sanntrúaðir — og ekki voru þeir kristnir. En samt áttu þeir -— eða þessi Samverji að geta sýnt mönnum aðferð- ina að eignast eilífa lífiS, eftir því sem Kristur hefir sagt okkur.“ Það hefði verið freistandi að birta lengri kafla úr bréf- inu, eða það jafnvel allt, en í kafla þessum er kjarni máls- ins: Trúarskoðanir skipta ekki miklu máli, jafnvel engu máli. Aðalatriðið er kærleiksrík breytni. Hún veitir mann- num eilíft líf. „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þá öðlast þú eilíft líf. En bréfritarinn gleymdi dálitlu og meira en dálitlu: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum og af öllum huga þínum.“ Þetta boðorð kom á undan boðorðinu um kærleikann til náungans. Bæði, en ekki annað, gátu þau veitt manninum eilíft líf, e/ þau voru haldin og aldrei brotin. (Jak. 2. 10.). Bæði þessi boðorð, um elsku til Guðs og manns, eru í lögmáli Israels. Engum, sem lögmálið les, getur dulizt, að elskan til Guðs átti að birtast í því: að dýrka hann einan og tilbiðja hann. „Þú skalt ekki aðra guði hafa.“ Guð skipti það miklu máli og skiptir enn, að mennirnir trúi á hann einan, en ekki falsguði, sem geta ekki hjálpað þeim. Hann elskar þá og er annt um eilífa velferð þeirra. Drottinn Jesús lét heldur ekki afskiptalaust, á hvað læri- sveinar hans trúðu: „Trúið á Guð og trúið á mig,“ sagði hann. Hann kom til að veita þeim eilíft líf, og: „I því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð, og þann, sem þú sendir, Jesúm Krist.“ Þetta eru orð frels- arans sjálfs, ekki mín. „Hvers vegna benti þá Jesús á Samverjann,“ býst ég við, að bréfritarinn og fleiri munu spyrja, „en ekki á einhvern rétttrúaðan Gyðing?“ Hvers vegna gerði hann það? Var það ekki til að sýna, að miskunnsemi kærleikans teygir sig út fyrir trúarbrögð og þjóðerni? Náungi þinn, lögvitringur, er nauðstaddi niaðurinn, hverrar þjóðar, hvaða tungu og hverrar trúar, sem hann er. Ef Drottinn hefði tekið dæmið af rétttrúuð- um Gyðingi, mundu allir hafa skilið það þannig, að náung- mn væri maðurinn, sem okkur geðjast að, af því að hann er sama litar og sinnis eins og við sjálfir. Eitthvað dýpra en þetta getur þó legið í því, að Kristur valdi Samverjann. Um svipað leyti sem þetta gerðist, Voru Gyðingarnir farnir að segja, að Jesús væri Samverji. (Jóh. 8. 28.) Þeir eru teknir að fyrirlíta hann, ef til vill Jarnir að gera menn samkunduræka, sem viðurkenndu trú sína á hann sem Krist. Með dæmisögunni bendir hann þá á líknarstarf sitt og á sjálfan sig í gervi hins miskunnsama Samverja. Hann sýnir fram á, að lögmálið getur ekki hjálpað þeim, sem fallið hafa í ræningj ahendur syndar- innar. Það gengur fram hjá syndaranum fallna og fyrir- dæmir hann. En hann getur frelsað. Hann hefir með sér þau græðismyrsl, sem græða sár synduga mannsins. Hann lyftir honum upp. Hann elur önn fyrir honum og hjúkrar honum. Hann er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. I I. Jóh. 3. 23. standa þau orð, sem geyma boðskap kristinnar trúar saman dreginn í örfá orð: „Þetta er hans (Guðs) borðorð: að vér skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krists og elska hver annan, samkvæmt því sem hann hefir gefið oss boðorð um.“ Guð býður þér og mér og sérhverjum manni að trúa á nafn sonar hans Jesú Krists. Það er hin rétta trú. Guði er ekki sama, hverju vér trúum. Hin rétta trú er höndin, trúarhöndin sem vér réttum Guði og leggjum í hönd hans. Hin er kærleikshöndin, sem vér réttum að mönnunum, er vér gerum þeim gott eftir því, sem vér höfum færi á. Það, að boða mönnunum trú á Jesúm Krist sem hinn eina frelsara okkar mannanna frá ranglæti, synd og glötun, er því góðverk, fyrst Guði er ekki sama, hverju vér trúum. Eða er sál okkar, sem lifir dauða líkamans, minna virði en hann? Er eilífðin endalaus minna virði en árin hér á jörðu? Auðvitað ekki. Þess vegna skulum við kosta kapps um að halda þetta boðorð Guðs: Að trúa á son hans Jesúm Krist og elska hver annan. Þá getur ekki brugðizt, að við eigum eilífa lífið. „Sá, sem hefir soninn, hefir lífið; sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið.“ (I. Jóh. 5. 12.) Ó, að allir vildu opna hjörtu sín fyrir Drottni Jesú Kristi. Þá mundi hann gerbreyta ævi margra þeirra, sem nú eru naktir og nærri dauðir í ræningjahöndum ranglætis og syndar. Ert þú í þeim sporum? Þá vill Drottinn Jesús bjarga þér, reynast þér hinn miskunnsami Samverji, sem lyftir þér upp, hjúkrar þér og annast þig. Leitaðu hans, leggðu þig á vald hans, reiddu þig á hann eins og særði maðurinn reiddi sig á líknararma Samverjans. S. G. J. ---------x-------- UMSKAPANDI MATTUR Hann (Drottinn Jesús) þarf ekki að gróðursetja okkur á nýjum stað, en einmitt þar, sem við erum, í einmitt þeim kringumstæðum, sem inniloka okkur, lætur hann sól sína skína á okkur og dögg sína falla á okkur og breyta einmitt þeim hlutum, sem áður voru okkur til mestrar hindrunar, í stærstu og blessunarmestu hjálp okkar til að vaxa .... Engir þeir erfiðleikar, sem þú átt við að stríða nú á þessum tímum, engin af mistökum þínum á liðnum árum, engin sýnileg uppþomun í innri uppsprett- um lífs þíns, engin beygja eða aflögun á þroska þínum á liðnum árum, getur á minnsta hátt skemmt hið fullkomna verk, sem hann mun koma til vegar, ef þú aðeins leggur þig sjálfan algerlega í hendur hans og lætur hann ráða yfir þér til fulls. H. W. S. (Þýtt.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.