Heimskringla - 28.04.1887, Síða 2
kemur út (aS forfallalausu) á hrcrjum
fimmtudegi.
Skrifstofa og prentsmiðja:
16 .James 9t. W........Winnipeg, Man.
Útgrfendur: Prentfjelag Heimskringlu.
BlaöiS kostar : einn árgangur f 2,00 ;
hálfur árgangur $1.25; og um 3 mánuhi
75 cents. Borgist fyrirfram.
3má auglýsingar kosta: fyrir 1 þl.
um 1 mánuð $2,00, um 3 mánuSl $5,00,
«m 6 mánuði $9,00, um 12 raánuSi
$15,00.
Þakkarávörp, grafminningar ogeptir-
mæli kosta 10 cents smáleturslínan.
Auglýsingar, sem standa i blaSinu
skemmri tíma en mánuS, kosta: 10 cents
línan í fyrsta skipti, og 5 cents í annafS
•g priisja sliipti,
Auglýsingar standa í blaðinu, pang-
ai til skipa* er a* taka pœr burtu,
nema sitmiS sje um vissan tíma fyrir
fram.
Allar auglýsingar, sem birtast eiga
í ncesta blatSi, verfia ats vera komnar til
ritstjómarinnar fyrir kl. 4 e. m. á laugar-
dögnm.
Skrifstofa blafSsins verSur opin alla
virka daga frá kl. 11 tll kl. 12 f. h. og
frá kl. 1 til kl. 2 e. h. nema á miiSviku-
dögnm.
ASsendum, nafnlausum ritgeröum
verður enginn gaumur gefinn.
LAGAÁKVAHÐANIR VIÐVÍKJANDI
FRJETTABLÖÐUM.
1. Hver ma'Sur, sem tekur reglulega
móti blaíi frá pósthúsinu, stendur i á-
byrgtS fyrir borguninni. hvort sem hans
nafn etSa annars er skrifaiS utan á bla'Si'S,
og hvort sem hann er áekrifandi etSa
ekki.
2. Ef einhver segir blaiSinu upp,
veríur hann at! borga allt, sem hann
skuldar fyrir þatS; annars getur útgef-
andinu haldltS áfram atS senda honum
blafSitS, þangatS til hann hefur borgatS
allt, og útgefandinn á heimting á borg-
un fyrir allt, sem hann hefur sent, hvort
sem hinn hefur tekitS blötSin af pósthús-
inu etSa ekki.
3. þegar mál koma upp út af blaíSa-
kaupum, má höftSa málitS á þeim statS,
sem blatsits er gefits út á, hvat! langt
burtu sem heimili áskrifandans er.
4. Dómstólamir hafa úrskurSatS, atS
►atS atS neita atS taka móti frjettablötSum
etSa timaritum frá pósthúsinu, etSa flytja
burt og spyrja ekki eptir þeim, metSan
þau eru óborgutS, sje tilraun til svika
(pri*M faeAe of intentional fraud).
KJORSEÐLAKASSINN
FRÁ GIMLI.
Það var í 15. nr. blaðsins getið
um, að á leiðinni frá Gimli til
Stonewall hefði kviknað I seðlunum
í kassanum og þeir allir brunnið.
En hvernig kviknaði í seðlunum í
tilslegnum pjáturkassa, er fluttur
var í opnum sleða um hávetur og
enginn eldur I nánd, nema ef vera
skyldi i reykjarpípum þeirra. er í
sleðanum voru?
Það er svo sem enginn efi á, að
þarna hefur verið unninn glæpur,
hinn stærsti pólitískur glæpur, sem
enn hefur verið unninn í þessu
fylki. En hverjir eru hinir seku?
Dað verður ef til vill örðugt að
xanna. En pó viljum vjer vona, að
hönd rjettlætisins nái til þeirra og
höndli f>á, svo þeir fái sín makleg
málgjöld. Svona glæpir ættu ekki
að sleppa óhegndir undir nokkrum
kringumstæðum. Sleppi glæpa-
mennirnir 1 þetta skipti, pá er auð-
sætt, að eptirleiðis verða einstakir
þorparar óragari að vinna annað
eins verk síðar meir. Dví u óvand-
ari er eptir leikurinn ”.
Dað er fyrir löngu sfðan fengin
sönnun fyrir að Jackson fjekk fleiri-
hluta atkvæðanna á Gimli og var
pessvegna rjettkosinn þingmaður I
Rockwood. Herra Guðni Þorsteins-
son, aðstoðarmaður móttökumanns
atkvæðanna (Poll-Clerk) á Gimli
gaf vottorð sitt undireins eptir
kosningarnar, er var í þá átt, að
Jackson hefði fengið 37 atkv. þar
af voru 7 ónýtt, fyrir ritfeil, og
Hagel 3 atkvæSi. Atkvæða mót-
tökumaöurinn, Charles Sibbald frá
Stonewall, fyllibolti og alveg óáreið-
anlegur, neitaði að kalla upp með
atkv. töluna, eptir að kosningatím-
inn var útrunninn, eins ag lögin þó
skipa, svo allir vigstaddir megi vera
vitni að útfalli kosninganna. Þegar
hann neitaði að gera þetta, þá tók
Colin H. McLean frá Stonewall það
uppá sig (McLean var settur af
Jackson til þess að telja hans atkv.),
og hrópaði upp atkv.töluna, svo
hún varð heyrum kunn. Að þessu
um garð gengnu fór SibbaLd af stað
frá Gimli með kassann, í fjelagi með
Jóni Júlíus, og gekk ferðin vel til
Selkirk. En þegar þar kom, seint
um dag, var Jón Júlíus sendur til
Winnipeg með hestinn og sleðann,
en Sibbald varð eptir með kassann,
leigði annan mann til að flytja sig
beint yfir sljetturnar frá Selkirk til
Stonewall og þafi undireins um
kvöldið i myrkrinu. Ökumaður
lagöi af stað, og voru með honum í
sleðanum : Sibbald, McLean og
bóndi frá Stonewall, Neary að nafni.
Um nóttina villtist ökumaður og
kom að einhverju bóndahúsi undir
morguninn. Þar fóru ferðamenn inn
til að verma sig, en ekki höfðu
þeir lengi setið áður en Sibbald og
Neary gengu út. Stuttu á eptir gekk
ökumaCur einnig út og sá, þó myrkt
væri, hvar 2 menn komu áleiðis til
hússins frá heyfúlgu ; bar annar
þeirra visk af heyi, en annar kassa.
Skammt frá fúlgunni námu þeirstað-
ar, ljetu heyið á snjóinn og kass-
ann ofaná, og slóu svo eldi í heyið.
Þetta er framburður ökumanns-
ins Wilsons, eptir sögu njósnar-
manns hjer í bænum, McKenzies.
En liann kvaðst ekki hafa sjeö, sök-
um myrkurs, hvor þeirra kveikti á
eldspítunni; hann sá einungis að það
voru tveir menn að verkinu. Og nú
síðan þessi framburður hans var op-
inberaður hefur hann snúið um blað-
inu og gefið það vottorð, að
McKenzie, njósnarmaður, fari með
alger ósannindi, að hanu hafi aldrei
borið fram þá sögu, sem honum er
tileinkuð, svo McKenzie hefur á-
kvcgið að höfða mál á móti honum
fyrir rangan eið. Þarna er þá eitt
atriðið, sem bendir til þess, að örð-
ugt verði að sanna hver eða hverjir
brendu seðlana, þó allflestir geti gert
sjer greinilega hugmynd um hverjir
hinir seku eru.
Dað dettur víst engum I hug,
að Hagel hafi á nokkurn hátt stuðlað
til að þessi glæpur varframinn. En
hans nafn er óþægilega blandað inn
I þetta mál, sem er líka rjett nátt-
úrlegt þar hann sótti um embættið
gegn Jackson. Hagel hafði nefnil.
spurt eptir þessum Neary, í Stone-
wall, kosningadagskvöldið. En kvöld-
ið næsta á eptir var Neary I Selkirk
og slóst þaðan 1 förina mefi Sibbald
um nóttina. Og, samkvæmt fram-
burði ökumanns, var að sjá eins og
hann vildi dyljast meðan hann var í
Selkirk.
En þó nú undireins eptir kosn-
ingar fengist sönnun fyrir, að Jack-
son fjekk fleirihluta atkvæðanna á
Gimli, þá ljet hann sjálfur sjer ekki
nægja með það. Hann lagði af stað
seint í marzinán., með herra Jónasi
Bergmann og ferðaðist um nýlend-
una frá enda til enda til að safna
vottorðum frá hinum íslenzku kjós-
endum, er staddir voru á Gimli þeg-
ar hrópað var upp með úrslit kosn-
inganna. Og fjöldi þessara vott-
orða, gefin undir eið, hafa nú verið
byrt I blaðinu Free Prcss.
En þrátt fyrir allar þessar sann-
anir fær Jackson ekki sæti á þing-
inu enn. Þar situr enginn fulltrúi
fýrir Rockwood; hvorugur sækjand-
inn vill láta undan. Hagel fjekk
fleiri atkvæði en Jackson í hjeraðinu,
að undanteknu N. Isl., og segist
þessvegna vera rjettkjörinn. Segir
atkv. íslendinga ómerk þar þau hafi
brunnið áður en þau komust í hendur
aðal-móttökumanns atkv., Ruther-
fords í Stonewall. Jackson aptur á
móti kveðst rjett kjörinn, samkvæmt
öllum vottorðum um útfall kosning-
anna á Gimli. Dað er heldur enginn
efi á því, að hann er hinn rjettkjörni
fulltrúi fyrir hjeraðið. Vottorð ís-
lendinga eru eins góð, ef ekki betri
en vottorð sumra innlendra manna,
sem blindaðir af ílokkakenningum
veigra sjer ekki við, að jeta ofan í
sig í dag allt sem þeir báru fram I
gær, eins og ökumaðurinn t. d.
Við því þarf ekki að búazt af hálfu
íslendinga, og sízt þeirra í Nýja-
íslandi, sem hafa staSið svo langt
fyrir utan allar pólitískar þr&ttanir
allt til þessa.
Að Jackson lireppti ekki sætið
í vetur kom til af því, að kosninga
stjóri hjeraðins, Rutherford, neitaði
að dæma í málinu undir kringum-
stæðunum. Hann skelti þeim vanda
á þingið. Detta mál átti þingið
eiginlega að láta sitja fyrir öllum
öðrum málum. En sem áður er um
getið, þurfti Norquay að brúka
fyrstu dagana til annars, hann þurfti
að búa um sig, svo hann ekki fjelli
við fyrsta högg. En nú er tekiðtil
við málið fyrir alvöru. Og í því
munu þeir Brown og Greenway
ætla sjer að velgja Norquay og
ráði hans, þegar þeim tókzt það
ekki í járnbrautamálinu, fyrir hans
örskjótu sinKÍsbreytingu. Sem við
mátti búast, setti Norquaw nefnd
manna til að gera út um málið. Og
sú nefnd hefur nú sent eptir 4—5
íslendingum í Nýja íslandi, er eiga
að mæta fyrir nefndinni og gefa vott
orð sín. En hvað það hefur að þýða
sjáum vjer ekki. Nefndin hefur
vottorð þeirra fyrir sjer, og getur
ekki búizt við að þeir beri söguna
öðruvísi hjer í þinghúsinu, heldur
en þeir gerðu að heimili slnu í Ný-
íslandi.
Verði nú nefndarálitið andstætt
vottorðunum, verði það álit hennar,
að Hagel sje rjettkjörinn, vegna
þess að kjörseðlamir bmnnu, og þá
náttúrlega svo gott sem segi öll
vottorgin ómerk, þá má búazt við
að róstusamt verði I þingsalnum.
En hvort það verður sú kviða, sem
steypi Norquaystjórninn úr sætunum
það er eptir að vita. Ekki mun
Greenway láta sitt eptir Uggja, og
engir af hans fylgifiskum. t>að
kemur þá til Browns kasta og hans
fáu fylgismanna, að ráða úrslitunum.
JÁRNBRAUTAMÁLlÐ.
Dað þykja miklar líkur til að
Sambandsstjórnin ætli sjer að halda
áfram að fyrirbjóða járnbrautabygg-
ing suður á landamærin frá Win-
nipeg, framvegis eins og að undan-
fömu.
Æðimargir conservatives hjer í
bænum mynduðu I vetur fjelag, er
vinnur að því afjöllu megni að þetta
neitunarvald sje burtnumið. Á
föstudagskv. var fjekk þetta fjelag
hraðfrjett frá Scarth, þingm. fyrir
Wpg. Segir hann þar, ag hann tali
um þetta inál daglega við stjórnina;
hún sje að yfirvega inálið, jafnframt
og hún yfirvegi loforQ sín til járn-
brautarfjelagsins (Kyrrah.fjel.); og
aC það sje gagnslaust að senda menn
austur; stjómin viti þörf Mani-
tobamanna.
Daginn eptir sendi fjel. svolát-
andi hraðfrjett til Scarths, og eru 16
menn undirskrifaðir, þar á meðal 2
þingm., Drewry og Leacock :
„Fjelagið mjög óánægt með hrað-
frjettina; getur ekki polað, að talað
sje um loforð, innan gömlu takmarka
fylkisins, og sjer enga nauðsyn á rann-
sóknum. Vill hafa jd eða nei. Ef
pú heldur að svarið verði nei, þú sendum
við menn austur.”
Dað er mælt að á fundi í fje-
laginu á laugardaginn hafi það verið
ákveðið, að ef svarið yrði nei, þá
skyldi heimtað að Scarth segði af
sjer, eins og hann hafi lofað. Con-
servative blaðið The Call, ber á móti
að hann hafi lofað því. Dað má vel
vera, að hann hafi aldrei förmlega
lofað öðru en að greiða atkvæði
gegn stjórninni. En ef oss mis-
minnir ekki, þá sagði hann sem svo,
á einum fundi, að ef stjórnin neit-
aði Manitobamönnum um þetta, þá
skyldi hann segja af sjer, og þannig
gefa Winnipegbúum tækifæri að
senda annan fulltrúa á sambandsþing.
Margir þingm. austurfylkjanna
gera gys að þessum ákafa manna
hjer. Það kemst ekki inn í þeirra
höfuð, að menn hjer þurfi að losast
við járnbrauta-einveldi, þrátt fyrir
að þeir sjálfir fyrrmeir hafa barist
fyrir alveg sama múlefni. Og við-
vlkjandi þvl, að stjórnin segi ein-
ungis já eða nei, segja þeir, að það
sje heimska ein, Hún geti ekki
gert það, málið þurfi að koma fyrir
þing og útkljázt þar.
Það er þessvegna ekki álitlegt
að svarið fáist bráðlega hvort sem
það verður já eða nei.
LANnLÝSING .
Eptirfylgjandi er stutt lýsihg af tp.
þeim, er vjer skotSuðum fram með Qu’
Appelle-dalnum.
Ranffdl,tp.l8, vesturaf 1 hád.baug.
Þetta township er öldótt, á parti liæðótt,
liggur Qu’Appelle-dalurinn gegn um þall.
í dalnum er nokkur skógur; norður af
honum sljetta með skógarrunnum, engj-
um og smátjörnum hjer og þar. Jarð-
vegur víða ágætur, djúp dökk mold og
sendinn leir undir. Land þetta er vel-
fallið til kvikfjárræktar og akuryrkju.
Hjer er nýlenda Svía.
Township 19 liggur þar norður af,
og er öldótt sljetta skóglaus; jarðvegUr
gó«ur. Þar er Ungverja nýlenda.
It. III, tp. 18. Suðurhlutinn er
Indiánabyggð; í miðju liggur Hringvatn;
tekur þá við mjótt undirlendi, |>á hætiir,
sem liggja norðan a6 dalnum, og svo
sljetta með skógarbeltum hjer og þar,
og smávötnum og engjaflákum. Jarð-
vegur viðast góður.
í vatninu er mikii veiðl, og skógur
nægur til húsa og eldiviðar. Braut ligg-
ur suður að Whitewood, hjer um 15
mílur vagar. Landið er ágætt til ábúð-
ar; þati hefur bætii engj'ar, skóg, og
verður náiægt markaði, því atS líkindum
vertiur N.W . G'entral-brautin lögS þar
vestur um. Fáeinar jarðir eru numdar .
Tp. 19 brot. Öldótt, skógi vaxið,
grösugtog gott land.
— 19. Öldótt sijetta, smá-runnar,
engjar nokkrar, jarðvegur heldur grýtt-
ur; meðallags laud.
11. IV. tp 18. Að elns 2 lota raSir
norðan við dalinn; hæSótt og giljótt,
nægur skógur til eldiviðar og girðing a;
allgott land. Þar hafa enskir numið land.
Tp. 19. brot. Öldótt, skógi vaxið
grösugt og gott, til engja; jarðvegur á-
gætur, ágætt kvikfjár- og jarðyrkjuland.
Tp. 19. Öldótt sljetta, skógiítii, runn
ar sunnan til, engir þegar norSur dreg-
ur; grassljettur og engjaflákar á víxl.
Gott kvikfjár- og jarSyrkjuland.
It. V Tp. 19 brot. Suðvesturhornið
liggur í dalnnm; landslag hæðótt, gilj-
ótt, skógi vaxið, grösugt. JarSvegur
góSur. Braut liggur suSur til þorpsins
Broadview 18 mílur burt.
Tp. 19. Bugavatn (Crooked Lake) ligg-
ur að því sunnanverSu, landslag er hæð-
ótt; suSurhlutinn öldóttur, en sljetta þeg
ar ncrður frá vatninu og dalnum dregur.
Hjer um tvær mílur frá dalnum erskóg
lent og grasflatir engjar og tjamir hjer
og þar. Jarðvegur víSa ágætur. MarkaS
ur 18—20 mílur burt. Tp. þetta er enn
ónumið, er það ágætt jarðyrkju og kvik-
fjárland.
Tp. 20 norður er öldótt sljetta,
því nær skóglaust, en grösugt og frjóf-
samt.
11. VI, tp. 19 liggur aS mestu norð
an við Bugavatn, er áþekkt 19 R. V;
hæSótt með fram vatninu og dalnum,
þá öldótt eða sljett skóglendi og gras-
lendi. í vatninu er sögð gnægð fiskj-
ar. MarkaSur 20—24 mílur burt. Það
er alllíklegt að N.W.Central brautin verSi
lögð all-nálægt þessum townshipum.
Tp. 20. öldótt grassljetta næstum
skóglaus. JarSvegur góSur, allmiklar
engjar.
It. VII tp. 19og20 áþekkt samsvar
andi townshipum í R. VI.
Af þessu sviSi hef jeg útvalið tp.
19, R. V og tp. 19, R. VI sem bezt fyrir
nýlendu.
Til þess að sjá hver bezt eru af
löndum þessum, skulum vjer snöggvast
líta á þau lönd, er vjer skoðuðum á sí#-
astl. sumri. Fyrst Elgshæíir (Moose
Mountain). Sunnan vi« þær er land á-
gætt til akuryrkju, og síður hætt vi*
sumarfrostum, en of þurrlent og engja
líti* og langt frá markaði. Norðan vi*
hæðirnar er votlendara, engjameira, en
verra land til akuryrkju, og 24—30 mílur
frá raarkaði.
Austan vi5 Grunnavatn (Shoal
Lake) eru nógar engjar, ’en helzt tíl
votlent og ónýtt til akuryrkju. Fram
me5 Manitoba-vatni austanverðu er land
ið bæ3i alturyrkjuland og skógland, en
heldur votlent fyrir jarðyrkju. Nægð
af veiði í Manitobavatni; Hudsonflóu-
brautin i vændum.
Qu’Appelle-dalurinn er fegurstur
—hæðir.dældir, sljettur, vötn; skogar og
engjar; jarSvegur góður. Landið er ágætt,
liyort sem er til jarðyrkju eSa kvikfjár-
rsektar; markaðut all-nærri í þorpum
við Kyrrah.brautina; vegalengd , frá
Winnipeg 250—300 mílur. Norðvestur
Central-brautin veröur að líkindum lögð
um þetta svæði.
P. D. Anderson.
LANDALEIT.
Dar eð margir hafa æskt eptir
að vjer í fáum orðutn skýrðum frá
ferð vorri norðvestur i liina fyrirhug-
uðu nýlendu við Manitobavatn, |>á
leyfum vjer oss að lát» pessar línur
koma fyrir almenningssjónir.
Hinn 19. þ. m. liigðum vjer af
stað frá Winnipeg, 5 saman á hesta-
vagni. Fórum vjer sem leið liggur
sunnan vifi Shoal I.ake og norður í
tp. 18, komum par um miðjan dag,
21. {>. m. Dar fengum vjer oss fy]gd
armann, Mr. Ilenry Yardly, sem er
góður og aðgætinn leiðsógumaður,
eins og hinum fyrri landskoðunar-
mönnum (herra F. B. Anderson og
B. S. Líndal, er ferðuðust par uin I
haust er leið) er kunnugt. Eptir að
hafa hvílt og tekið iniðdagsverð,
lögðum vjer af stað norður í tp. 19,
R. 5. En af pví sáum vjer ekki
nema 3—4 sectionir, en landið leizt
oss mjög fagurt. Dað er öldumynd-
að með stórum engjaflákum ogtjörn-
um hjer og þar; sljettir vellir á
milli, og meira og minna plógland
á hverju loti. Skógur er töluverður
allt jpoplarskógar, fremur smár, en
f>ó nokkur ktil húsabyggingar. Yfir
höfuð virtist oss landið vel fallið til
kvikfjárræktar og akuryrkju, og í
pessu tp. tóku tveir af oss sjer land
Svo fórum vjer um tp. 20, R. 4, og
leizt, landið mjögápekkt pví í tp. 19;
engjar yfiriljótanlegar. í tp. 20, R.
3 og 4 virtist oss landið meira öldu-
inyndað, og viða er par nægur húsa-
viður á öldunum. Engi er par einn
ig yfiriljótanlegt, en leit út fyrir
meira votlendi sumstaðar í pessum
tp., en pó var par allstaðar purrt nú,
nema á stöku stað eru djúpar dæld-
ir, er mynda eins og smátjamir.
Vatnið virtist oss gott, og landið leit
út fyrir fyrir að vera nokkurnveginn
frítt við kalkefni (Alkali). í pessu
tp., 20, R. 3, tóku 3 af oss land.