Heimskringla - 28.04.1887, Side 3
Þó við værum nú búnir að fá
land fyrir okkur sjálfa, langaði okk-
ur til að fara lengra, og hjeldum
Því norður í tp. 21 R. 4. En þar
eð vegurinn var hvorki glöggur nje
greiður, pegar par kom, pá viltuinst
við af rjettri leið og urðum að snúa
aptur eptir nokkura stunda ferð.
Og kom okkur pá ásamt, að hefja
ekki nýja ferð, einkum af pví landið
var ómælt (townshipa mæling ein er
búin) par norður af, og snerum pví
beina leið heim.
í fyrstu var ferðinni lieitið að
svo nefndri Lily-Bay við Manitoba-
vatn. En par eð fylgdar magur
okkar var par alkunnugur, rjeði
hann okkur frá að fara pangað. Sagði
allt bezta landið upptekið, enn-
fremur, að fólk hefði mátt flýja hús
sín fyrir flóð í vatninu. Yfir höfuð
sagði hann, að ónumið laiuÞ f>ar
væri vaxið stórum skógi, svo okkur
leizt ekki á að fara pangað, heldur
snerum heimleiðis, eptir alfaraveg-
inum, sem var hinn ágætasti; kom-
um við aptur til Winnipeg á há-
degi lúnn 25. p. m.
Vjer vonum að landar, sem
hafa í hyggju að taka land, á yfir-
standanda ári, liugsi sig nú ekki
lengi um, heldur noti tækifærið, par
eð aðrir pjóðflokkar renna inn í
Undið eins og árstraumur.
Hinrik Johnson.
Árni Magnússon.
BR.JEF FRÁ ÍSLANDI.
Akureyri 20. febrúar 1887.
Til ritstj. Heimskringlu.
Om leið og jeg ritavinum og vanda
uiönnum minum i Winnipeg, flnnst mjer
ekki ótilhlýðilegt að gefa blaði yðar
nokkrar upplýsingar um ástandið á ís-
landi, eins og pað nú kemur mjer fyrir
sjónir á ferð minni um landi'S.
Eptir 32 daga ferð frá Winnipeg
kom jeg ásamt konu minni til Reykja-
víkur 19. nóv siðastl.; var pá trSarfar
Þar hið bezta og litill kuldi, og svo hef-
ur alla jafnan verið þann tima, er jeg
hef fer'Sazt hjer um land, ’allt norður á
Akureyri.
1 það heila tekið, er allt fram á
l>ennan tima, vetur talinn i mildara lagi
ú íslandi, enda ;hefur bændum komið
Það mjög vel að hafa ljettir fyrir fjen-
að sinn, eptir hið auma sumar 1886, er
iandar vorir þar vestra hafa fengið frjett
>r af, og sem í rauninni mátti fremur
heita vetur en sumar. En hverjar af-
leiðingar verða af pessum vetri með
skepnuhöld bænda hjer, er allt undir
Því komitS, hvernig sá hluti vetrarins
verður, sem nú er eptir, en vorið er
komið undir því, iivort hafís kemur til
norðurlands eða < kki. En þetta er allt
óráðin gáta, og p" N er einmitt |>að, sem
?erir landbúnað á íslanki svo örðugann
<>g óvissann, að tíðarfar íslands er svo
óstöíugt og óreglubundið, að ekki er
ntögulegt að „reikna það út”.
Hvað aflabrögðum viðvíkur, þá má
svo heita, að hin síðasta haustvertíð hafl
verið nokkru betri en á tveimur undan-
förnum árum, og fram á pennan dag
hefur víða kring um landiS verið reyt-
‘ngs afli. Síldarveiði hefur og veritS
Qokkur á Eyjafirði í vetur, en pó er svo
talið af þeim, sem hlut eiga atS máli,
að sildarveiðafjelögin í Eyjafjaröar- og
Þingeyjarsýslum hafl tapað um 120,000
kr. á síðastl. 3 árum. Þess utan hefur
fjöidi duglegra manna farizt í sjó á ári
hverju, en þó sjerstaklega á þessum vetri,
°g hafa margir þeirra látitS eptir sig
Rkkjur og munaðarlaus börn, svo naum-
ast er hægt að segja, þegar á allt er lit-
a‘S sjávarútvegur ísiands sje til ann-
ars en sökkva landsmönnum í skuldir
°g eyðileggja líf og heilsu þeirrn, sem
hann stunda. Þessu valda 2 ástæður,
fyrst, að landsmenn hafa ekkl fátæktar
vegna nægilega traustan útbúnað, hvorki
Wskip nje veiðarfoeri til atS veiða á þeim
stötSum, sem porskurog heilagfiski helzt
gengur, svo a$ gagni verði, svo sem
^ rakkar og aðrir, er reka árlega vei'öi
kring um strendur íslands. í öðru lagi
er ver1S á fiski Svo lágt, að það litla, er
reytist, nægir ekki til að borga nauðsyn-
legasta kostnað við veiöina. Að þetta
sje rjett skoðað, sannast með þvi, að i
kring um Faxaflóa á suðurlandi og í
Ólafsfirði og sumum hjeruðum norðan-
lands, þar sem menn lifa að mestu
leyti af sjávar útveg sínum, er nú ástand
manna hið aumasta, er flnnst i landinu.
Þannig erþaði Vatnsleysustrandarhreppi
í Gullbringusýslu, þar sem eru á annað
huudratS búendur og tómtliúsmenn, sem
stunda ats mestu veiðiskap, að aðeins
3—4 bændur eru sjálfstæðir; liinir allir
eru á hreppnum, og það svo mjög, að i
fyrra neyddist lireppsnefndin þar til a!S
taka hallærislán úr landsjóði, sem nam
að upphæð 10,000 kr., aö meðtöldum
leyfum af gjafafjenu frá 1882, sem
þeir fengu styrk af í fyrra. Þetta er fyr
ir utan hreppsútsvörin, sem á sama ári
námu 4000 kr., svo að í allt átu hrepps-
búar út 14,000 kr. á árinu, og engir þótt-
ust of vel mettir. Þessa sögu hefi jeg
frá tveimur málsmetandi bændum í
lireppnum, sem báðir töpuðu stórlega á
sjávarútveg sínum þá; likar sögur mætti
segja og sanna úr fleiri sveitum lands-
ins, en þetta nægir til að sýna ástandið
eins og það var þá, og eins og það er nú,
nema hvað allt af versnar með tímanum,
og svo hefur nú það þrengt að fólkinu,
aö í vetur hafa menn með fram allri
Vatnsleysuströndinni neyðzt til að út-
rýnia öllum utaulijeraðsmönnum frá að
reka veiðiskap fyrir löndum sínum, til
þess sjálflr aS getaveitt sjer björg, þegar
afli er og á sjó gefur.
Ekki ætla jeg frekar að minnast á
liallærislán íslendinga; )>au sýna ljósast
hvernig hagur landsmanna stendur nú,
þar þau fara æ-vaxandi, en ekki bætist
úr nema bráðustu neyðinni. Og þegar
nú hjer vlð bætíst, samkvœmt almennings
trú þjóðarinnar, að viðhaldast munu
harðindis ár aö mestu eða öllu fram yfir
aldamót, þá get jeg ekki skilið, hvernig
al)>ýða á aö bjargast, það er: hafa nóg
til lieimilisþarfa, borga hin áföllnu hall-
ærislán með rentum, borga bankanum
leigur af fje sínu, er þeir hafa fengið
úr honum me* því atf veðsetja jarðir
sínar, og um leið að útleysa úr honum
veðin á titteknum tíma, sem í mörgum
tilfellum hafa verið gefin til þess að
bændur gætu bjargast og borgað kaup-
mönnum skuldir sínar að parti eða að
öllu. En setjum nú svo, að tíðarfar og
aflabrögð hjerfari batnandi um nokkur
ár, þá fæ jeg samt ekki sjeð, að alþýða
geti losast við þær skuldir, sem hún nú
er komin í, og þess síður að á nokkrum
í hönd-farandi árum geti þjóðiu náð
nokkrum verulegum framförum. Öllu
heldur eru líkindi til, eptir öllu útliti
nú, að innan fárra ára verði nálega allt
landið orðið eign landssjóðs og bank-
ans, þessa íslenzka þjóöbanka, sem í
anda og sannleika er ekkert annað en
einn lítill dilkur undir landsjóði.
Um landbúnað íslendinga hefi jeg
það eitt að segja, að hann er hjer nú á
injög lágu stigi, og allvíða ekki nema
nafnið tómt; hann hefur verið í aptur-
förum um nokkur ár undanfarin, og má
alls ekki verri verða en hann er nú, ef
bændur eiga að bjargast, svo þeir ekki
svelti. Þessu veldur að miklu leyti hið
umgetna sumar 1886, sífeldir snjóar og
frost, svo hey náðust víða norðanlands
ekki fyrr en í sept., og þá bæði lítil og
hrakin, svo þau ern ill-hæf til fóðurs,
nema þeim fylgi önnur kraptbetri fæða;
af þessu Ieiddi að bændururðu almennt
á norðurlandi ýmist að selja eða skera
niður fje sitt, og sumstaðar jafnvel mik-
ið af nautpeningi sinum; en kjöt og
önnur innlend vara er nú ,S því lægsta
verði, sem hún hefur komizt i um sið-
astl 20 ár. 8amt neyddust bændur Jil
að reyta i kaupmenn allt það, sem þelr
máttu inissa af afurð lands síns, bæði til
að minnka skuldir og til að geta fengið
nokkra björg til vetrarins.
Um verzlan hjer veit jeg það eitt,
að hún er nú sem stendur landsmönn-
um fremur gagnslítil; factorar, sem von
er til, ganga mjög hart eptir útistand-
andi skuldum, og hafa að mestu leyti
aftekið hin takmarkalausu lán, sem að
undanförnu hafa steypt landsmönnum i
svo mikla ógæfu, (sjá Fjallktman nr. 19
1886, ,um útlit og horfur”.—8ú grein er
þess virði, að hún sje prentuí í lleims-
krínglu)-, og með því að aftaka lánin, og
ganga um leið mjög liart eptir skuldun-
um, hefur verzlunin mjög þjak;ið lands-
mönnum. Að sönnu er bændum enn
þá gert mögulegt að fá láu hjá
kaupmönnum, en sum9taðar a8 eins með
þvi, annaðhvort að veðsetja þeim eignir
sínar, eða að öðrum kosti, að lofa skrif-
lega allri sinni verzlun við þá sömu
kaupmenn á komanda sumri; blöðin
segja, að sú nýbrygði hafi jafnvel verið
við höfð í einni verzlun á norðurlandi,
að neita um vörur fyrir peninga út í
hönd, og það er ætlan manna að þessar
veðsetningar og vöruloforí til kaupmanna
eigi að miða til þess a* eyðileggja hin
svokölluðu pöntunarfíelög, sem á síðustu
árum hafa myndast lijer norðaniands, og
eru hið eina meðal til að afstýra eða ali
minnsta kosti að vega á móti liinni óeðli-
legu verzlunaraðferð kaupmanna, að
leggja allan verzlunarkostnað á útlendu
vöruna og jafnvel svo mikið, að þeir
geta staðið við að taka innlendu vöruna
fyrir meira verð en þeir i útlöndum fá
fyrir hana. Af þessu leiðir að mestu
leyti liið mikla peniugaleysi í landinu,
því kaupmenn vilja ekki kaupa innlendu
vöruna fyrir peninga, heldur að eins
taka liaua i vöruskiptuur
Nú skal þess getið aí þar sem jeg
hef ferðast um land í vetur hefur
mjer livervetna verið vel tekið og al-
staöar hefl jeg fundið mikinn áhuga
hjá fólki á Vesturheimsferðum svo
fljótt sem mögulegt verður at! koma
fjenaði og ötSrum eignum þess í vertS;
en um slíkt er ekki að tala í ár, sök-
um hinna miklu báginda alþýiiunnar.
Þó hef jeg ætlað á að 700 manns muni
flytja af íslandi í sumar, ef voriti verSur
þolanlegt.
Það sem sjerstaklega hvetur íslend-
inga til vesturheimsfer-Sa, er ekki það
að þeir hafi neina greinilega hugmynd
um mismun á gæðum landanna íslands
og Ameríku, þótt flestir játi hann að
nokkru leyti; heldur eru þaS bágind-
ln blönduð með óánægju meti allt
stjórnarfyrirkomulagið, sem þeir enn
fá enga bót á; lireppþingslin eru það
sem mjög margan góöan bónda hefur
að undanförnu komiS til ati flýja fóst-
urjörð sína; þessi hreppsþingsli eru
nú óðum að vaxa, sem vonlegt er, þar
sem með uúverandi stjórnarfyrirkomu-
lagi, má heita að leti og ómennska
sje verðlaunuð, en atorka og ráðdeild
kúguð.
Jeg skal geta þess að á íslaudi
finnast nú nálega engir óviidarmenu
Testurlseimsflutrilnga, nS umjateknum
einstöku eldgömlum embættlingum, og
þá að eins hjá þeim allra grunnhyggn-
ustu, og svo hjá stöku sjálfseignar eða
svo kölluðum ríkisbændum, sem lifa
fremur af leigum jarða sinna en af eigin
atorku e‘5a dugnaði.
Það hindrar annars marga frá vest-
urheimsferð að þeir hafa engar frjettir
af fólki sínu, sem á undan er komiö
vestur, og má það heita sjerleg óart í
miklum fjölda af íslendingum, að þeir
annaðhvert nenna ekki að skrifa ætt-
ingjum sínum, eða að þeir tima ekki
að greiða hið nauðsynlega póstgjald,
sem þó ekki nemur meira undir meðal
brjef, en menn almennt borga fyrir
hálft glas af öli í Winnipeg, nefnil. 5
cents. Því ekki ætla jeg íslendiuga þá
ódrengi, að þeir ekki vilji láta vinl
og vandamenn sina á gamla landinu vita
hvar í Ameríku þeir eru niðurkomnir,
nema ef ske mætti að þeir hefðu feng-
ið hjá þeim lán til ferðarinnar.
Ekki er jeg fær um að dæma um
menntunarástand isl. alþýðu; þó hefi
jeg heyrt þá skoðun almennasta, að
það sje mjög í framför siðan menntun
barna var lögákveðin hjer. En aptur á
móti flnna margir fátæklingar til þess
að barnaskólar eru þeir einu, þar sem
kennsla er seld; þó skal þess geti'5
aö þau ungmenni sem uppalast á sveit-
inni fá kennslu ókeypis.
Mörgum þykja búnaðarskólar hjer
vera jafn gagnslitlir, sem þeir eru
kostnaðarsamir, enda er það sannast>
að þar sem jeg hefl farið urn ísland,
hefi jeg orðið var við meiri jarða-
bætur hjá duglegum, • verkhyggnum
bændum, og það jafnvel lijá einvirkj-
um heldur en þar sem hinir svo nefndu
búfræðingar hafa búið.—Kvennaskólarnir
munu almennt hafa borið góðan ávöxt,
og það er máske ekki ofsagt að þeir
sjeu þeir einu skólar á landinu,
sem virkilega verða að tilætluðum
notum.
Fjelagsskap ísl. er jeg lítt kunn-
ugur, en það veit jeg að bindindisfje-
lögin, sem nú eru orðinn almenn um
landið, bera að minnstakosti hundrað-
faldan ávört, þvi á ferðum mínum um
ísl. á þessu og síðasta ári get jeg
naumast sagt að jeg hafl orðið var við
ofdrykkju. Óskandi er að öll heiðar-
leg áform þjóðarinnar megi framvegis
verða eins blessunarrík í framkvæmdum
og bindindisfjelögin hafa verið allt ati
þessurn tíma.
B. L. Baldvinsson.
F r e g n i r
Úr hinum Lslenzku nýlendum.
MINNEOTA, MINN., 20. apríl 1887.
í dag er liiminn heiðríkur og
sunnan vindur, 40 stig hiti í for-
sælu. Kornsáning er hjer um pláz
langt komin, og bfiin hjá sumum;
urðu pó töluverðar tafir síðastliðna
viku, sökum rigninga.
Um síðir erum vjer pó búnir
að fá loforð fyrir presti. Frá N. S.
Þorlákssyni kom hingað brjef, hjer
um daginn, par sem hann lofast til
að gerast prestur pessara nýlendu-
búa, og að koma vestur á næsta
sumri. Eru því líkur til, að illmæli
pað falli niður, sem sagt hefur ver-
ið um pessa nýlendubúa: að peir
hugsuðu uin ekkert nema Mammon.
Eiríkur Jónsson frá Rángá er
á förum hjeðan til og ætlar til Wat
ertown. Hann seldi Birni Bjarnar-
syni bújörð pá, er hann átti hjer.
Ný járnbraut híngað ! ,,7’hfl
Meics Messenger” segir, að Willmar
Sioux Falls járnbrautin verði full-
gerð fyrir næsta septembermánuð
gegn um Granite Falls, Marshall og
Pipestone; og að fjelagið mælist að
eins til að fá, sem póknun frá Ly-
on County fyrir að koma brautinni
hingað, 30,000 dollars. Og að eng-
um íbúa Lyon Counties komi annað
til hugar, en að pað sje svo sem
sjálfsagt, að petta tiltekna sje greitt
af hendi, pví að hverjar 160 ekrur
í Lyon County, innan 15 mílna frá
brautinni, græði í pað minnsta
300 doll. við pessa brautarlagning.
En blaðið gleymdi að gera áætlun
um, á hvað löngunþ tíma pessir 300
doll. yrðu græddir, hvort pað yrði á
fyrsta ári eptir að brautin kæmi hjer
gegn, eða við lok tuttugustu aldar!!
SAMTÍNINGUR.
Mabur sem kunni «ð feriSast. Feitur
maður, meí spánnýjan pípuhatt, stóti í
vagnstölfvahúsi Norðvestur brautarinn-
ar hjerna um daginn, segir Chicago
Herald, og hló þangað til hann ætlatíi
a1S springa. Þegar hann gat komiti upp
orði fyrir hlátri sagði hann. (1Ef þetta
er ekki sú bezta braut, á milli Chicago
og Milwaukee, þ veit ekki jeg hver er.
Jeg þurfti ati skjótast til bæjarins, en
átti ekki eitt rautt cent. En það var
of kalt til að stelast með lestinni, Jog
þurfa þá náttúrlega a‘5 vera úti á palli,
á aptasta vagninum. 8amt lagði jeg af
stat! til vagnstöðvanna, og fór inn í
einn vagninn. Vagninn rauk af stað,
og nú vissi jeg atS lestastjórinn mundi
brátSum koma og heimta farseðlana.
þá datt mjer gott rátS í hug. Jeg opn-
atSi gluggann, stakk höftsinu út, og
vissra orsaka vegna Ijet jeg minn gamla
og slitna hatt liggja lauslega aptan á
liöfðinu. Þannig lá jeg um stund og
drakk í mig hið ferska, ískalda lopt.
Eptir litla stund heyrði jeg rödd lest-
arstjórans, er hann baS um farselSlana;
innan fárra augnablika var hann vitS
mitt sæti og ba1S mig um seðilinn. Jeg
gegndi engu, jeg var niðursokkinn í
að virða fyrir mjer skaflana, svo eptir
litla bið sló liaun hendinni á öxl mína
og það svo fast, að hatturinn hraut af og
niður 1 snjóinn. Jeg dró höfuðitS inn úr
glugganum og leit heiptarlega til mann-
skepnunnar, er stóð hreifingarlaus og
hissa á atS sjá mig svona svipillann.
1(Þjer tókst þatS”, sagSi jeg ine'5 þjósti.
1(Jeg setti ekki af þjer hattinn, eða
hvalS”? spurði lestarstjórinn svo.
1(Jú, víst gerðirtSu það”.
„Farseðillinn hefur þó ekki verið
á honum?”
((Au1Svitað var hann þar.”
((Það er slæmt; en þú mátt til að
borga mjer fargjaldið”.
1(En, Jeg heUJekki meiri peninga
Farbrjefið var á hattinum. Geturðu
ekki stöðvað lestina?”
(1Nei, lestin er komin mílu fram
hjá hattinum. Það er á móti lögunum
en jeg skal sleppa þjer í þetta skipti.
í næsta skipti þegar þú ferðast, skaltu
muna að fara varlega með höfuðfatið.”
((En hvað um hattinn” saglSi jeg og
var liinn versti. 1(Það var þjer að kenna
að hann týndist, og jeg heimta skaða-
bætur.”
„Skaðabætur ! ÞalS er engin iiuttara
búð á lestinni!”
„Það kemur ekki mjer við; þú
verður einungis að láta mig fá hatt.”
((Og ekki lield jeg.”
((Það lield jeg þá.”
(1Og livernig ætlarðu að knýja mig
til þess?”
((Klaga þig fyrir brautarstjóranum”.
((Jeg hefði sagt það. En fartSu nú
að sofa. Jeg skai vekja þig þegar kemur
til Chicago.
Jeg fór að sofa og vaknaði aptur
þegar lestin var a'5 þjóta inn um útjaðra
borgarinnar. Og þá var þessi ljómandi
fallegi hnltur á vanganum á mjer,
Stafirnir inuanundir svitagjörðinni sýna,
að lestarstjórinn hefur átt hann sjálfur,
og ef liann vissi livernig jeg er að lion-
um kominn, þá yrði hann ekki mikill
vinur minn framvegis,
Vegur elskunnar er auðrakinn
í eptirfylgjandi Avörpum i 8 sendi-
brjefum frá stúlku til pilts, sem
lögð voru fyrir rjett í máli er reis
út af heitrofi. Hið fyrstabrjef byrj-
aði ; uKæri herra Smith”, annað,
((Kæri Jónminn”, priðja ((Elskulegi
Jón minn”, fjórða ((Hjartkjæri Jón
minn”fimta.(Kæri Jón minn”, sjötta
(lKæri Jón”, sjöunda ((Kæri herra”,
og hið áttunda(( Herra”. Og með pað
sama var allt úti.
Af 130 mifj. karlmanna á Indlandi,
yfir 20 ára að aldri, eru einar sjö
milj., sem bæði eru lesandi og skrif-
andi.
Þlngsal, er kostar 10 inilj. doll
ars, er verið að bygga í Buenos
Ayran, i Avgentinu lýðveldinu í Suð-.
ur Ameríku. pinghúsið, með tilheyr-
andi byggingum pekur 20 ekrur af
landi, og er rjett i miðparti borgar-
innar.
'Hin fyrsta, protestanta-kirkja
á Spáni, var opnuð á pálmasunudag,
1860, í höfuðborginni Madrid. Nú eru
á Spáni um 60 prótestanta söfnuðir,
og tala safnaðarlima full 14,000.
Hinn næsti allsherjarfundur
allra protestanta krisniboðafjelaga
verður haldin í London á Englandi
á næsta ári.
SJdmamatn hinnar vfðfrægu
söngkonu Mme. Patti er, Adele Juli-
ana Maria.
Ohristina Nelson giptist Mir-
anda greifa af Spáni í febrúar i vet-
ur. Hún segist aldrei framar synga
opinberlega, nema ef vera kynni f
gustukaskyni.
Madame Albany hin Canadiska
söngkona hefur lofað að synga bæði á
Þýzkalandi, Austurríki, Rússlandi og
í öllum Skandinava .ríkjunum, á
pessu yfir standandi ári.
Eptir siöustu fólkstölu skýrslum í
Canada voru f ríkinu 65,072 manns
yfir 70 ára að aldri. Þarafvoru 51,
422 milli 70 og 80 frá; 12,120 milli
80 og SK); 1,389 inilli 90 oa 100, oa
141 yfir 100 ára.
Húsbruni f Bandaríkjum og
Canada f síðastl. marzmán. nema að
verðlagi 10,450,000 dollars, priðj-
ungimeiraen ineðaltjón af eldsvöld-
um f sama mánuði um undanfarandi
10 ára tima.
Skýrslur lagðar fyrir fylkis-
pingið í Ontaria sýna, að prátt fyrir
að Scott-vínsölulegin, sem vfða eru í
gildi f fylkinu, pykja ljeleg, pá
hafa pau fækkað vínsgluhúsum svo
nemur 820 á árinu 1886, og paraf-
leiðandi rýrt tekjur fylkisstjórnar-
innar fyrir vínsöluleyfi svo nemur
117,000 dollars. Tekjur stjómarinn-
ar fyrir pessi leyfi árið 1885 voru
733,(X)0, en f fyrra 616,000 dollars.
Nálega 20,000 doll. voru á árinu
goldin fyrir brot á Scottlögunum.