Heimskringla - 16.06.1887, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.06.1887, Blaðsíða 2
„Heimstrinila” kemur út (að forfallalausu) á Iiverjum fimmtudegi. Skrifstofa og prentsmiðja: 16 James St. W.........Winnipeg, Man. Útgefendur: Prentfjelag Heimskringlu. BlaðiS kostar: einn árgangur $2,00 ; kálfur árgangur $1.25 ; og um 3 mánutii 76 cents. Borgist fyrirfram. Smá auglýsingar kosta: fyrir 1 pl. nm 1 mánuð $2,00, um 3 mánutfl $5,00, nm 6 mánuSi $9,00, um 12 mánuði $15,00. Þakkarávörp, grafminningar og eptir- mæli kosta 10 cents smáleturslinan. Auglýsingar, sem standa í blaöinu skemmri tima en mánuð, kosta: 10 cents línan í fyrsta skipti, og 5 cents í annað og priðja skipti, Auglýsingar standa í blaðinu, pang- að til skipað er að taka pœr burtu, nema samið sje urn vissan tíma fyrir fram. Allar auglýsingar, sem birtast eiga í nœsta blaði, verða að vera komnar til ritstjórnarinnar fyrir kl. 4 e. m. á laugar- éögum. Skrifstofa blaðsins verður opin alla virka daga frá kl. 11 til kl. 12 f. h. og frá kl. 1 til kl. 2 e. h. nema á miðviku- íögum. Aðsendum, nafnlausum ritgerðum verður enginn gaumur geflnn. LAGAÁKVARÐANIR VIÐVÍKJANDI FRJETTABLÖÐUM. 1. Hver maður, sem tekur reglulega móti blaði frá pósthúsinu, stendur í á- byrgð fyrir borguninni. hvort sem hans nafn eða annars er skrifað utan á blaðlð, •g hvort sem hann er áskrifandi eða ekki. í. Ef einhver segir blaðinu upp, verður hann að borga allt, sem hann skuldar fyrir það; annars getur útgef- andinn haldið áfram að senda honum blaðlð, þangað til hann hefur borgað allt, og útgefandinn á heimting á borg- u» fyrir allt, sem hann hefur sent, hvort sem hinn hefur tekið blöðin af pósthús- inu eða ekki. 3. pegar mál koraa upp út af blaða- kaupum, má höfða málið á þeim stað, sem blaðið er gefið nt á, hvað langt burtu sem heimili áskrifandans er. 4. Dómstólarnir hafa úrskurðað, að það að neita að taka mótl frjettabiöðum •ða tímaritum frá pósthúsinu, eða flytja burt og spyrja ekki eptir þeim, meðan þau eru óborguð, sje tilraun til svika (prima facie of intentional fraud). VERKAMANNAFJELAG. I. Þess hefur verið æskt að í blað inu væri minnst á verkamannafje- lagsskap, að vjer skýrðum frá áliti voru á Vinnuriddarafjel. (Knights of Labor), og hvað f>að kostaði að fá stofnaða deild af pví. Skoðun vor á fjelagsskap verka manna er hin sama og I haust er leið; hefur ekki breyzt hið minnsta. HvaT sem maður er staddur hjer í landi sjer maður pörf á verka- mannafjelagsskap, sums staðar meiri og sufnsstaðar minni. Pörfin á pess um fjelagsskap myndaðist jafnframt og vinnuvjelarnar, og pess meir, sem pærfjölga og verða margbreytt ari, pess brýnni verður pörfin á fje- lagsskap og samtökum verkamanna. Þetta er auðskilið. Það var ekki nein sjerstök nauðsyn að hafa pann fjelagsskap á meðan pjóðfjelagið var 1 sínum frumbýlingsklæðum, meðan hver einstaklingur gerði sín eigin klæði, kemdi ullina og spann og óf dúkinn, gerði sína eigin sk<5, smlðaði sitt eigið hús og húsgögn o. s. frv. En nú er allt öðrú máli að gegna. Vinnuvjelarnar breyttu pessu svo, að einstaklingurinn nú orðið verður að meir og minna leyti að vera upp á annan komin, frá hin- um lægsta til hins hæsta í pjóðfje- laginu. Þegar maður ferðast, er hann kominn upp á hjálp eiganda gufuskipa eða járnbrauta, og eig- andi peirra aptur er kominn upp á pjónustu og kunnáttu vjelastjór- anna. Þannig er hver upp á ann- ann kominn, pannig hlýtur einn að treysta á annan I hverju sem er, jafnvel til að fá gerðan skópveng. Þessu hafa vinnuvjelarnar komið til leiðar, og pess fjölbreyttari sem pær verða, pess meir sviptist einstakl- ingurinn sjálfræói sinu. Það eru pær, sem hrifið hafa verkið úr hönd- um hans, með pvi að pær vinna pað bæði fljótar og betur og verður ó- dýrara. Fyrir pær komust upp hin geysistóru verkstæði, par sem alltpað er unnið með vjelum, sem áður var gert með handafli. Á pessum verk stæðum vinna auðvitað margir menn, en i stað pess, sem einstaklingur- inn var áður sinn eigin herra, 'pó í smáum stil væri, pá er hann nú pjónn á verkstæði, í rauninni ekk- ert annað en partur af vjel, sem knýst með gufuafli. Þessi verk- stæði stækka árlega, fleiri og fleiri auðmenn slá sjer saman I fjelög til pess verkstæðin verði sem stærst en fæst. Og frá eigandanna sjónar- miði skoðað er pað eðlilegt, pví pað parf tiltölulega færri verkamenn á stóru verkstæði en litlu, en verkið, sem unnið er, aptur á móti tiltölu- lega mikið meira. Afleiðingin af pessum samdrætti er eðlilega sú, að verkalýðurinn, sem ekkert fær að gera, fjölgar ár frá ári. Einstakl- ingurinn er með pessu lagi knúður til að bjóða vinnu sína fyrir svo lág laun sem hann treystir sjer að eins til að lifa af, er knúður til að bjóða gegn öðrum sækjanda jafn kappsam lega og menn bjóða I eigulegan hlut á sölupingi, með pessum eina mismun, að boðið stefnir í öfuga átt. Það gerir enginn að gamni sínu að bjóða pannig gegn öðrum, en einstaklingurinn getur ekki gert að pví. Ef hann ekki býðst til að vinna fyrir einhverja ögn lægri laun en hinn, liggja að eins tveir vegir opnir fyrir honum, en peir eru: að ganga út og stela eða sitja heima og svelta. Um pessa tvo kosti getur hann kosið, og svo framar- lega, sem hann hlýðir náttúrulög- raálinu, að lifa meðan kostur er, kýs hann hinn fyrra. Og er pað ekki pessi neyð, pessi prenging, fremur en bein náttúruhvöt til spill- virkja, sem árlega framleiðir hina stóru hópa af glæpamönnum í stór- borgum og hinum pjettbyggðu hlut- um landsins, sem fylla hin mörgu stóru fangahús og betrunarhús, sem kölluð eru, mánuð eptir mánuð og ár eptir ár? Til sönnunar pví, að petta sje ekki eintómar öfgar, má geta pess, að skýrslur yfir verkalaun I meðalári í rikinu Massachusetts, sem er tiltölulega eptir fólksfjölda hið verkstæðaauðugasta ríki hjer I landi, sýna, að laun karlmanns eru ekki svo mikil að hann geti almenni- lega framfleytt húsi slnu, heldur að hann verði, nauðugur, viljugur að treysta á vinnu konu sinnar og barna. Enda sjást líka hópar af börnum, læði piltar og stúlkur, 10-14 ára gömul, vinna frá morgni til kvölds f nálega hverju verkstæði I austur- hluta landsins. Og pað má ganga að pví vísu, að pau gera pað ekki að gamni sínu, heldur að pað er neyðin sem prengir peim til pess, pörfin á að leggja eitthvað til húss foreldr- anna. En prátt fyrir pessi lágu laun, já er pó æfinlega viðkvæði verk- stæðaeigendanna pegar verzlunin er dauf eða peir fiafa orðið fyrir óvæntum skaða: Launin verða að lækka. Ef verkamaðurinn ekki sam- pykkir pað .undireins, pá er svarið: Þú mátt pá líka fara, við getum fengið fleiri menn en við getum brúkað fyrir pað kaup, sem við viljum gefa. Þannig neyðist pá einstaklingurinn til að lúta, jafn- vel pó hann sjái að hin fyrirhug- uðu laun eru ónóg til lífsframfærslu. Þeir fáu menn, sem á verkstæðinu vinna geta ekki barizt við miljón- eigandann til pess að sigra. Ef I hart fer parf miljóneigandinn ekki annað en loka verkstæðinu um stund. Það gerir honum ekki svo mikið til pó peningar hans standi I stað svo sem mánaðar tíma, en pað gerir verkamanninum mikið til hvert hann á að lifa á keti og brauði eða munnvatni slnu mánaðar- tlma eða meir, og munnvatn sitt verður hann að láta sjer nægja ef hann hefur ekki vinnu og á enga peninga. í veg fyrir petta eiga verka- mannafjelögin að koma, og í veg fyrir petta hafa pau komið. Setjum svo að eigendur járnverkstæðis lækki launin upp úr purru. Vinnumenn- irnir náttúrlega mögla, en pað gagn- ar ekki; ef peir ekki vilja vinnuna mega peir fara. Þegar pannig er komið málinu kemur fjelagið til sögunnar. Geti pað ekki miðlað málum, parf pað ekki annað en stöðva vjelarnar I öllum öðrum samskonar verkstæðum, að banna mönnum að vinna pangað til málið er útkljáð, en borga úr fjelagssjóði fæðispen- inga allra purfandi meðlima. Þegar öll verkstæðin eru stöðvuð líður ekki langt til pess pörf almennings heimtar meiri járnvarning, og fáist hann ekki í landinu verður hann tafarlaust að koma frá útlönduin. Miljóneigandinn neyðist pannig til að láta undan. Hann má til að leigja vinnumenn slna aptur fyrir hið upprunalega kaup og I mörgum tilfellum hækka pað um 10—25 cts. á dag, svo hann geti hleypt vjelum sínum af stað og uppfyllt parfir almennings. Alveg hið sama er að segja um hverja aðra atvinnugrein sem er. En til pess að vinna pannig sigur parf voldugt fjelag, alvarleg samtök og eindreginn vilja. Hjer vestra er auðvitað ekki eins brýn pörf á pessum fjelagsskap enn sem komið er. Verkstæðin eru fá, vinnan við járnbrautir og opin- ber störf mikið meiri, eins og I öll- um nýbyggðum par sem enn er ó- unnið allt, sem fyrir mörgum árum er búið að koma I verk I hinum eldri byggðunum. Verkalaunin eru pess- vegna hærri, og prenging meðal verkalýðsins, eins og að framan er lýst, pekkist alveg ekki, nema I einstaka tilfelli. Það er líka I ný- byggðunum að allur porri verka- manna, sem vinnur á járnbraut t. d., á ekki neitt eginlegt heimili, heldur flytur hingað I dag og hjeðan á morgun, vinnur að pessu verkinu pennan daginn og hinu hinn daginn. Eigi að síður er pörf á fjelagsskapn- um. Stefnan er hjer alveg hin sama og I eldri byggðunum, að smálækka launin. lllinois er ungt riki I sam- anburði við eystri ríkin, og fivergi nærri eins pjett byggt og pau, en )ó sýna launaskýrslur paðan, að 30 af hverjum 100 verkamönnum hafi ekki hærri laun en svo, að peir megi til að treysta á vinnu konunnar jafnframt og sína egin vinnu. Þetta er sönnun fyrir pví að stefnt er að sama takmarki, að peningaaflið, par sem pað nærsjer niðri, beygirvinnu- aflið og hneppir I fjötra, ef mót- staðan er ekki pví öflugri. Líti maður í kringum sig mitt I sjálfum nýbyggðunum, pá sjer mað- ur pennan sama undirbúning. Hvar sem nokkuð stórt porp er komið upp eru æfinlega fleiri verkamenn en vinnu geta fengið og peir fjölga tiltölulega við pað sem porpið vex. Auðvitað koma timabil I nýbyggð- unum, pegar allir geta fengið vinnu sem vilja og geysihá laun. En pað eru aðeins stuttar og snöggar kviður, og peim fylgja æfinlega samsvar- andi hörð tímabil, verzlunardeyfð og atvinnuskortur. Þessir framfara sprettir eru fremur til ills en góðs. Þeir lýsa svo berléga skorti á pen- ingaafli, sýna löngun hins tilvonandi auðmanns að vinna ósköpin öll, en pegar úthaldspróttinn vantar, pá ferst honum eins og afl-litlun manni, sem vill velta pungum steini. Hann er knúður til að gera skorpu, sam- eina til pess alla sína krapta og liggja svo máttvana lengri og skemri tíma á eptir. Á pessum hörðu ár- um stígur kaupið vanalega niður meira en notikur pörf er á, en við pað getur einstaklingurinn ekki fremur ráðið en hann getar ráðið við pað á stóru verkstæði. Þess- vegna, pó byggðin sje ung og verk- stæðin fá eða engin, pá er samt pörf á verkamannafjelagi til pess að við- halda dálitlum jöfnuði á kaupgjald- inu. Það er lika hægra að forðast fjötrana, heldur en að brjóta pá af sjer. Og pað er allt eins mikil pörf á pessum fjelagsskap meðal íslend- inga eins og meðal annara pjóða manna, og pess meir sem peir fjölga I landinu, pess brýnni verður pörfin. (Meira.) NOKKRAR LEIÐBEININGAR FYRIR LANDNÁMSMENN OG VESTURFARA. ATVINNUVEGIR. (Fiamh.) Daglaunarinna. Hjer má innifela ýmsan starfa, sem ekki tilheyrir em- bættisstörfum, iðnaði nje búnaði (svo sem brautavinna, skurðagröptur o. s. frv.). Mikill fjöldi af fólki pví, er kemur hingað til landsins, hefur ekki neina sjerstaka iðn nje neitt víst angnamið; peir hafa hverki stefnu, vilja, nje prek til að taka neitt víst fyrir, en láta stjórnast því nær algerlega af kring- umstæðunum og vinna rjett að pví, sem að hðndum ber og lukkan Ieyfir. Þegar slikir menn koma til landsins fylgja Þeir fyrirliðanum effa agentin- um hugsunarlaust eins og kindur elta forustusauð, og pegar agentinn hefur leitt pá á áfángastaðinn og biður þá vera sæla, þá ráfa peir stefnulausir eða 8etjast aA ráðalausir, þar sem þeir eru komnir. Fæstir þykjast meiga eyða tíma til að læra handverk nje vilja jafnvel ganga I bændavinnu vegna þess að kaupið sje svo lágt og sveita- líflð óskemmtilegt, og láta svo fyrir- berast í borgunum. En vegna þess, að fjelagslíflð og iðnaður er þar lengra á veg komið, þá er samkeppnin meiri, og örðugra að fá góða atvinnu. í hverri iðnaðargrein útheimtast beztu verkmenn, og optast eru margir,, þó duglegir sjeu, sem ekki fá atvinnu. Um lakari vinnumenn er ekki að tala. Það má nærri geta hvað vel þeir standa að vígi, sem eru útlendlngar og þekkja hverki málið, vinnu nje háttu landsins, og eru þar á ofan ekki bráðskarpir að koma sjer á framfæri. VRS þetta bæt- ist útlit innflytjenda, þreyta og móð- leysi á aðra hönd, en á hina sjerdrægni innlendra og vantraust á útleudingum. Agentar, vinir og velviljaðir menn geta stundum hjálpslð þessum vesælingum, en það er því miöur ekki treystandi á það og yrði aðeins I bráð. Af þessu leiðir óumflýjanlega, að þetta vinnufólk veröur að sæta hverju, sem gefst, og það er auðvitað ekki bezta vinnan, heldur það, sem enginn annar vill nýta. Þannig verða þessir vesalingar að ganga að vinnu þeirri, se» er örðugust og verst borguö. Ymis- konar stritvinna, einkum ef óþokkaleg, er það helzta sem þeir fá og gefa sig viö. Það er þessvegna. að I öllum borgum, einkum I stórbæjunum, má sjá fjölda manna, sem annað tveggja ganga vinnulausir eða vinna við púlsvinnu, svo sem grafa skurSi, byggja lokræsi og brautir. Ásumrum vinna þeir við járnbrautir, helzt mokstur, en á vetrum gjöra þelr lítið eða ekki neitt. Áhrifln af þessháttar lífl eru mjög ill. Auk þess sem atvinnan er stopul og menn venjast á iðjuleysi, þá er hún I sjálfu sjer svo elnföld atS hún útheimtir Htið andlegt eða Iíkamlegt atgjörfi og er opt óholl svo hún fremur veikir krapta manns heldur en styrkir þá. Ekki er heldur aö tala um, að þeir, sem gefa sig við þesskonar hlaupavinnu, verði ríkir, þvert á móti venur hið ’óreglu- lega líf menn á svall og eyðslusemi. Þeir eyða á vetrum eða jafnvel á styttri tíma sumar kaupi sínu, og eru að vori ekki feti framar en árinu áöur. En verri eru dhrifin á mentun og hugsun manna. Við þessi störf vinnur úrhrak þjóðarinnar, ekki aðeins Ame- ríkumanna, heldur frá öllum norður- álfuþjóðum. Hinn ómenntaðasti og lægsti flokkur þjóðarinnar gefur sig við starfa þeim, sem er honum bezt sam- boðinn. Þannig myndast með timanum samkynja flokkuf af mönnum með lik- um eiginlegleikum, grófir að ásýnd, lágir I hugsunarhætti, latir, eyðslusatnir og ósvífnir, í einu orði órátSvandir. Þetta er hinn nafntogafii skríll. Ekki er samt svo aö skilja, að Ameríka hafi ill áhrif á menn yfir höfuö eða niðurlægi vinnumanninn. Þvert ð móti, hún betrar þá, sem koma og göfgar stööu verkamannsins. Auðlegð landsins, framfarir þjóðarinnar, hvetja menn til dugnaðar, og hinir margvíslegu atvinnu- vegir, fjelagslegt frelsi og menntun lyptir lýðnum smámsaman á hærra stig. Ýmisleg fjelög hafa þegar verið mynduð I þeim tilgangi, að bæta hag fjelags- manna og útbreiða menntun. Það er hverjum sjálfum að kenna, ef hann ekki kemst vel gfrara eða eySir œfl sinni i versta og lægsta starfi eða sældar lengi saman vi« afhrak þjóöarinnar; það er honum sjálfum að kenna, ef hann e^ðir kröptum sínum eða lifir hugsunarlaust og stefnulaust og svo at! segja engum til gagns, því að hvergi eru fleiri vegir opnir, hvergi meiri fram- farir, hvergi göfugri menn til fyrir- myndar og hvergi fagrari eða mikil- fangari þjóðstefna, en í Ameriku. Hvað íslendinga snertir, þá eru því miður margir, sem hvorki hafa iðn, nje pen- inga til að nema land, og vilja síður fara I vist til bænda eða ganga á verk- stæði fyrir Htið kaup, heldur en að taka daglaunavinnu. Þeir verða þannig opt fyrir verstu vinnu, hafa minni ágóða, heldur en vifi aðra stöðuga vinnu, tapa tíma, sœlda saman við sjer verri menn og nema því meiri reglumenn sjeu, venjast smámsaman á ýmsa óreglu. í fyrstu Hkar þeim lifnaðarmátinn alls ekki, síðarmelr þykir þeim þetta eins gott eins og hvað annati, og að síöustu vertSa þeir því svo innlífaðir, að þeir hvorki vilja, nje jafnvel geta breytt um. Þeir hafa tapað framfara lönguninni og misst menntunarfýsnina og gmekk fyrir því fagra og góða. Skoðun þeirra á Iandinu og þjóðinni er eptir reynzlu þeirra, og ekki mjög glæsileg, því annað þekkja þeir ekki. Þeir hafa stígið á lægstu tröppuna og þar sitja þeir. Þeir hafa látið örðugleikana yflrstíga sig í stað þess að vinna sigur á þeim. Aptur á móti eru þeir margir, sem hafa stiklað á móti straumnum og gert hverja mótbáru að tröppu til að komast hærra, hafa komist vel áfram og náð heiðar- legri stöðu. Daglaunavinna er aðeins notandi þegar ekkert fæst annað betra. Auðvitað er mikill mismunur á við hvað menn vinna, og á sturdum getur vinnumaðurinn safnaö allmiklum pen- ingum og unnið allt árið I kring með þvi að fylgja vinnunni. Við járnbraut- arvinnu eru frá $1,25—$1,75 á dag, og fæði frá $3,50—$4,50 um vikuna. En þótt ekki væri* munur á kaupi, þá er daglaunavinnan aldrei jafn frjálsleg og affaragóð eða betrandi eins og búnaður eða iðnaður. HwtfSa alvinna er tslendingum hentuttf Stí, sem þeir eru vanastir við og kunna ,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.