Heimskringla - 07.07.1887, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.07.1887, Blaðsíða 4
C a n a d a. (Prmhald.) Falskir brjefpeningar eru mjög á gangi í auKturfylkjunum. Eru f>að allt eptirgervingar af Domi- nion oý Canada eins og tveggja doll. seðlum, og eru dagsettir, eins doll. seðlarnir 1. júní 1878 ogl. júlí 1870, og tveggja doll. seðlarnir 1 júní 1878. Yfir 4000 inauna i Bruce County Ontario, hafa skrifað undir bæna- skrá til stjórnarinnar um að ónýta Scott-vínsölulögin. Margir af pess um mönnum eru hinir sömu sem unnu að pví, að pau öðluðust gildi fyrir 3 árum síðan. Hin almenna kvörtun er: að síðan íögin ftðluðust gildi, sje vín í svo að segja hverju húsi, par sem pað sást ekki áður. og pykir sú fyrirmynd ekki fögur fyrir börn og unglinga. Fimm fjölskyldur af Gyðingum frá Gyðingalandi koniu til Quebec í vikunni sem leið á vesturleið til Manitoba. Ilöfðu peir verið rjett 7 vikur á leiðinni jfrá Jerúsalem. Manitoba. l>á er nú byrjaö á brautinni suður, sem á að brjóta einveldis hlekki Kyrrahafsbrautarfjelagsins af Manitobamönnum. Kl. lítið eptir 8 á laugardaginn var velti John Norquay hinni fyrstu torfu úr flagi á hinni tilvonandi Rauðárdalsjárn- braut. Sú athöfn fór fram í skóg- arrjóðri rúmlega 8 mílur fyrir sunn an Aðalstrætisbrúna yfir Assiniboine í viðurvist mesta grúa af kiirlum og konum, sem óku og gengu suður í peirri meiningu að pað væri ekki nema l^ míla frá brúnni; en mörg- um brá í Irrún, er fóru gangandi, pegar hver skógarrunnurinn tók við á fætur öðrum, og einlagt lijelt lest in áfram með hraðri ferð, en hitinn illpolandi ískóginum (yfir 100 stig) Um 15 mlnútur eptir 8 gekk Nor- quay og margir af samvinnumönn- um hans frá áfangastaðnum við pjóðveginn og stefndu vestur skóginn með fram lækjardragi, og er kom inn í skóginn svo sem 100 fet frá brautinni, tók Norquay nýj- ar hjólbörur með jarðexi og reku í og ök fáum föðmum lengra, par til hann kom að staur, sem rekinn var í jörðina deginum áður, par fleygði hann af sjer yfirhöfninni, pvl pá skyldi byrja á járnbrautarvinnu, tók svo rekuna og fór að stinga hnaus Æptu pá allir umhverfis gleðióp mikið, er hann lipti rekunni með stórum hnaus á og steypti I hjól- börumar. Ruddist pá manngarður- inn pjett að honum á allar slður svo bann varð algerlega að hætta vinnu um 2-3 mlnútur, meðan mannskepn urnar skiptu með sjer hnausnum, par til ekki var ögn eptir I börun- um; póttist hver sá mikill maður er gat náð ofurlitlum moldarköggli og stungið í vasa sinn!! Við aðra atrennu tókzt Norquay að ná upp 5 hnausum I börumar, 6k hann peim svo inn á mitt brautarstæðiti og hTolfdi úr börunum, er svo voru bagnýttar fyrir ræðustól. Bæjar- ráðsoddviti, Jones, stóð upp fyrstur ogfæröi Norquay að gjöf brjóstnál úr gulli, setta gimsteinum, og var grafin á hana reka og jarðexi. Nor- quay pakkaði gjöfina og gat pess um leið, að pó stjórnin (fylkisstjórn in) hefði nú pegar mætt ýmsum örðugleikum, pá byggist hann við peim enn meirií framtíðinni,og pess vegna væri nauðsynlegt að menn hjeldu áfram að vera jafn-einhuga I pessu máli sem að undanfi'irnu, par til búið væri að negla hinn stðasta járntein brautarinnar suður við línu. Og pangað kvaðst hann ætla sjer að komast, hvort sem vegurinn yrði beinn eða krókóttur, greiður eða ógreiður.—Margir fleiri hjeldu ræð- ur. Norquay var sannspár, pegar hann gerði ráð fyrir ókomnum örð- ugleikum. Fregn frá Ottawa dags. 3. p. m. segir, að stjómarráðið hafi ónýtt leyfið, sem fylkispingið gaf stjórninni til pess að byggja braut- ina; hafð ráðið komist að pessari nið urstöðu pjóðhátíðardaginn (1. júlí). Ennpá er pessi úrskurður samt ekki löggildur. I.aiidstjóri er niður við sjávarsíðu og hefur pess vegna ekki skrifað undir hann enn. Nú er spurningin, hvort hann gerir pað eða ekki. Nýlendnastjóri Breta hefur rjett nj'lega látið pað álit I ljósi, að landstjóri, I hvaða nýlendu sem er, sje ekki skyldur til að vera verk- færi I höndum stjóriianna í svona tilfellum, að hann purfi ekki að hlýða peim í öllu, heldur fara eptir sínum eigin skoðunum. Dess vegna bíða nú allir eptir svari hans með ópolininæði. Ef hann verður ráð- inu sampykkur og staðfestir bannið, pá tefzt nú uin hríð að byrjað verði á brautarbygginguni, pó allt sje nú tilbúið að bvrja pessa dagana. Að- ur en pað verður löglega gert, verð ur Norquay að kalla saman fylkis pingið og fá frumvarpið sampykt á ný.—Hið heppilegasta yrði að skjóta pessu ináli nú pegar til dómsmálanefndarinnar í leyndarráði Breta til endilegs úrskurðar. Eptir gerðum peirrar nefndar að dæina I sams konar _ prætumálum á umliðn- um tíma, mun hún aldrei lengi hugsa sig um að svipta sambands- stjórnina pessu neitunarvaldi. frá Glasgow á Skotlandi, metS 500 «- lcnzka vesturfara, með Allan-línu skip- inu IV(mcegian. Ef ferðin gengur bæri- lega ættu þeir að koma ti) Winnipeg 18.—20. p. m. Ýmis konar fregnir áhrærandi sölu skuldabrjefa fylkisins fyrir 1 milj. dollars fljúga nú fram og apt- ur meðal manna, og er óinögulegt að vita hvað satt er og hvað logið. J>að er mælt að Morton Rose & Co. I London, er keypt höfðu brjefin fyrir 103 cents hvern dollar, sjeu nú hættir við pað aptur; að sambands- stjórnin hafi hótað að hætta öllum viðskiptum við pað fjelag, ef pað keypti brjefin. Samstundis var pess getið, að annað fjelag hefði keypt pau fyrir 100^ cents hvern dollar. En La Riviere, fjármálastjóri, segir allar pessar fregnir hæfulausar; seg ir að enu sje ekki búið að gefa út skuldabrjefin og pess vegna ómögu- legt að selja pau, að eins liafi verið leitað eptir, Jivað inundi verða boðið 1 pau pegar til kæmi. Hann segir pað sje engin hætta á að pau seljist ekki. Fylkisstjórnin hefur enn ekki fengið skýrteini fyrir að bannað sje að byggja brautina. Enda er pað á stjórnarráðinu að heyra, að pað geri ekkert til, brautiu verði byggð eigi að síður. Segir að stjórnin hafi ekki vald til að fyrirbjóða pað fýrri en hún fái lögin beint frá fylkis- stjórninni hjer og pað hefur hún ekki fengið enn. /triiutarviniam byrjub. Á mánu- dagsmorgunin fóru 100 menn að hreinsa skóginn af’ brautarstæðinu milli Wpg. og St. Norbert. Herra Haney fór af stað til St. Paul á priðjudagsmorgunin og kemur aptur um helgina kemur, og ætlar pá tafar- laust að gefa út verkið I smá skömt- um og byrja. Erindi hans til St. Paul er að semja við fjel. par um flutning á pvl, er til. brautarinnar p'arf, ef Kyrrah-fjel. verður illt viðfangs I pví tilliti. Tíð hefur verið hin bezta um slðastliðin hálfan mánuð. Regnfall lítið slðan um 20. f. m., enda nóg fallið fyrir pann tíma fyrir allan jarðargróða. Meðal hiti á pessu tímabili hefur verið 6b| stig. Winipcg. Söng-samkoma 'vérður í fjel.húsi ísl. hjer í bænum á föstudagskvöldiö kem- ur (8. p. m.). Aðgangur 15 cents, fyrir alla jafnt. Ágóöinn leggst í kirkju- byggingarsjóðinn. Hlutavelta íslandsdætrafjel. á laug- ardagskvöldiB var, var vei sótt og seldust munirnir á stuttum tíma. ÁgótSinn varð um $59,00. 1nlendingo/r d Uibinni. Á sunnudaginn var fjekk G. II. Campbell hraBfrjett frá B. L. Baldvinssyni, dags. 2. júlí. Segist fara af staö pá um daginn(laugard.) Júbilídagur Victoriu drottningar verður haldinn hjer í bænum á föstu- daginn 15. p. n,. Það var í fyrstu ætl- unin að hafa hátíðina á rjettum degi, 21. f. m., en nefndirnar sem mest standa fyrir skemmtunum voru cnganveginn tiltmnar pú og æsktu eptir pessum fresti. Allir hermenn í bænum eiga að koma út pann dag íklæddir sínuin bezta búningi og sýna fimleik sinn, sem bezt peir kunna. Ed. Doidgi, sem er að timburleggja Portage Ave., liefur hlotið verkið við að timburleggja AtSalstrætið frá brúnni til River Ave., River Ave. til Osborne St., og Osborne stræti til Osborne brú- arinnar, í Fort Rouge. Yerkið á atS kosta $10,470, og vera búið 1. sept. í haust. Enn pá er engin vissa fyrir hvar Rauðárdalsbrautin léggst inn í bæinn. Hudson Bay fjel. býtíur 20 ekrur geflns fyrir stöðvarnar á sljettunum við ármótin austan við Aðalstrætið. Annað fjelag býður 10 ekrur fyrir sunnan ána nálægt Osborne brúnni. í kvöld verður Robert Watson, sambandspingmanni, haldin veizla í Trinity Hall, fyrir fræga frammistöðu á sífiasta pingi. Beggjaflokkamenn standa fyrir gildinu. Aðgangur 1 dotlar. Historii'al it- Scientffic-fjelagið hjer i bænum hefur sent Hkr. fróðlega bækl- inga, sem eru nýútkomnirápess kostnað: Yfirlit yflr störf pess og fjárhag á sífi- astl. ári, Fyrirlestur um Chinook-vind- inn, og loptslagið í Norðvesturlandinu, eptir A. Bowerman, -M. A., fyrirlestur um ferfætlingana í Manitoba, eptir E. E. Thompson, fyrirlestur um Souris-sljett- una, Indíána hauga og minnisvarfia m. fl., eptir George Bryce, LL. I)., kostar í kápu 15 cts., fyrirlestur um vetrarfuglana 1 Manitoba, eptir Alex. McArthur, kost- ar í kápu 25 cts., Fyrirlestur um afdrif Tómasar Simpsons, norðurfaraus, eptir Alex. McArthur, kostar i kápu 10 cts., Fyrirlestur um fótspor tímans I Rauðár- dalnum, eptir A. McCharles, fyrirlest- ur um hinn franska kynpátt í NortS- vesturlandi Canada, eptir læwis Drum- mond (jesúíta prest í St. Boníface) kostar í kápu 25 cts., og fyrirlestur um land- nám og fyrstu byggð í Rautiarárdalnum, eptir Chas. N. Bell, F, R. G. S.—Þetta fjelag er 5—6 ára gamalt, og vex óðain. Aðsetursstaður pess og bókasafn er á Portage Ave. í Stobart Bloek, hefur par 3 gólf hvert 65 íeta langt og 30 feta breitt fyrir bókasafn, gripasafn og funda og fyrirlestrasal. Bókasafn pess innibindur nú um 13,000 bindi og aukið kappsamlega á hverju ári; auk pess hefur það mesta grúa af frjettablöðum, tímaritum o. s. frv. Tala fjélagslima var um síðastl. nýár um 260 alls. Þar af voru æfilangir fjelagslimir 5, kjörgengir fjelagar 102 og lestrar-fjelagar um 150. ASgangur í f jelagið kostar: Til pess að gerast meðlimur pess alla æfi $25,00 á ári, til pess atS vera kjörgengur og komast í stjórn pess $5,00 á ári, til pess að vera lestrarfjelagi, eiga frían aðgang að bókasafninu, gripasafninu og öllum fyrirlestrum pess $3,00 á ári. Auk pess geta menn og gerst lestrarf jelagar um 3. mán. tíma og kostar pað $1,25 hverja 3 mán. Lestrarsahirinn og bókhlaðan eru opin livernvirkan dag frá 10til 1, 2-6,30, og 7,30—10 e. m. Þó liði* sje nú langt upp í ár slðan a« áttu sjer stað pær hryggilegu slysfarir sem orsökuðu hina sviplegu burtköllun manns míiis sái. Bjarna Kristjánssonar frá tímanlegum samvist- um okkar, vil jeg pó biðja yður herra ritstjóri Heimskringlu, að ljá rúm í biaði ytSar fáeinum línum sem tilkynni lát hans ættingjuin og vinum nær og fjær, bæSi heima á Fróni og hjer vestra, sem ekki kynnu að hafa heyrt greini- lega af sorgar atburði pessum. Bjarni sál. lagði að heiman frá Minneapolis hinn 3. ágúst sííastl. til pess aí njóta atvinnu út á 8t. Paul, Minnea- polis & Manitoba járnbraut hjer um 40 mílur hjefian, en hinn 5. pess sama mánaðar, um kvölditS á heimleið frá vinnunni vildi slysið til á pann hátt, að Bjarni sál. og fjelagar hans óku á smávagni til aðsetursstöðva sinna, bæjar- ins Montroes. Þegar peir voru komnir heim undir bæinn, er minnst varði, brotn- aði gangsveifin sem er undin af handafli og sem lireifir vagninn. Við mistök pau er á urðu pegar sveifln brotnaði, fjell Bjarni sál. frain af vagninum pvert um annan sporvegs arminn (the rail) með höfuð og lierðar, og áður en að yrði gert geystist vagninn yfir haun. Yar hann pá undireins fluttur heim til bæjarins og tveggja hinna béztu lækna vitjað. Þrátt fyrir allar tilraunir peirra varð ekkert atSgert sökum óstöðvandi blóíS uppgangs, Útvortis var hann ekki sjáanlega skaðaður að öðru leyti en pví, að skáreitis frá vinstri öxlinni ofan á hægra brjóstitS lá rauðmarin rák, par sem vagnhjólitS haftSi farið yfir hann. Eptir 5 kl.stundir andatsist hann með fullri rænu. Jeg ætla ekki að lýsa hjer hve sárt og pungbært mjer er atS sjá á bak jafn ástúðlegum eiginmanni og Bjarni sál. var í öllu tilliti, heldur að eins biðja ættingja og vini hans að fyrirgefa mjer, hve lengi' petta hefur dregizt, en sem pó hefur orsakast, af pví, að íslenzka blaðið hætti að koma út sítSastl. haust og hefur nú ekki alls fyrir löngu, byrjað á ný. Minneapolis 24. júní 1887 Helga liunólfsdóttir. Hinn JyrstÍ mal 1887- Þú imynd guðsdýrðar, ó maí morgunsól! Frá megin-stigin ránar-svölu djúpi; Þjer fagnar öll náttúran fjölbreytt heims um ból, Og fleygir langrar nætur kulda hjúpi. Þú vegsemd guðs pýðir, hans vísdóms fulla ráð ; Þín vegferð öll er lielgur undurljómi. Hans almætti, gæzku, hans gótSu fötSur náð, Þinn geisli flytur einu og hverju blómi. Hið alsærða hjarta, sem andvökunnar nótt Einni trúði fyrir stunum sinum, Lifandi hugsvölun, líf og nýjan prótt Hún les í helgum geislarúnum pínum. Samt dylst pjer ei ástvina missir mjög er sár, Og mannlegt prek svo undur veikt atS stríða; Þú hætSir ei einstæðings heitu sorga tár, Þinn helgidómur skilur hvað pau pýða. Prá háværum giaumi jeg liingatS leita’ að ró; Við heiminn pýðir ekki neittað kvarta, Hjá legstatS hans sit jeg par fundits get jeg fró, Þar finnur hvíld hið trega-mædda hjarta. Jeg fylgdi’ honum hingað, ei lengra leyft var mjer. Ei lætur dauðinn liallað rjetti sínum. O, hjer var patS, ástvinur, hjartkær! fjekk jeg pjer Hinnsta sinni prýst að barmi mínum. Hin litfögru vorblóm á leiði pitt jeg ber, Ei lít jeg neitt sem skarta megi betur, Og vökvn pau tárum sem hjartað helgar fijer, En hátign drottins sjer og talið getur. Hjeðan frá gröf plnni hjálparsnautS og ein, 8vo hrædd og kvítSin lít jegframáveginn. En veit mín pii bítSur pars brosir gleðin hrein Á bak við sorg og tímann hin um megin. Að horfa, yflr pangað er huggjón minni kært, Þars helgi ríkir eilífs vina fundar. 8of pá minn kæri! œ, sof pú rótt og vært. Við sjáumst aptur innan lítil stundar. Htlga Rnnójsdóttir. Híll •Xoliii Ross. I*lio1>ogT,aphei* hefur flutt frá hominu á McWilliam og Main St. til 503 Main Sti’eet i®*gragnvai*t City Ilall Vorir íslenzku skiptavinix gera svo vel að festa petta i minni. 7a 28 Mrs.! Perret. Ula-I IvTX <*» •*- * 415 Main Nt. "Winnípeg. Sigurverk af öllum tegundum, franskar klukkur, gúllstáz, gleraugu og allgkonar varningur úr silfri. Æfðir menn til að gera við úr hvert heldur ensk, ameríkönsk eða svissnesk úr. Mnnið að búðin er skammt fyrir norðan Nf/ja pósthúsib, 28a20o Wm. Pavlson. P. 8. Barial. Panlsoii (feCo. Verzla með allskonar nýjan og gamlan húshúnað. Stefna okkar er að selja ódýri, en selja mikið. NB. Við kaupum gamlan búsbúnað fyrir hæsta verð. ls S5 Market Nt. W.........Winnipeg. Cabinet Photos Í2J)Ö t> Iftin . 1 ■ i : t Bests mynda-gallery. X». 1 McWilliam Ht. W. fyrr lioss, Best & Vo. P. S. Vjer dbyrgjumst gðbar myndir og verklegan frágang. fslenzk tunga töluiS í fótógrof- stofunni. 30/n. Reilwood Brei oiy. Preminm l.ager, Kxtra Porter. og ailskonur tegundir af öli bætsi í tunnum og í flöskum. Vort egta u 1‘ilsner ”-öl stendur jafnframarlega og hi* bezta öl á markatSnum. Bedwood Brewery (RautSviSar- bruggaríilS) er eitt hið stærsta og full- komnasta bruggarí i vesturhluta Canada. Meira en 50,000 dollars hefur nú pegar verið kostatS upp á liúsakynnin eingöngu, og næsta sumar verða fau stækkutS enn meir. Vjer ábyrgjumst, a'S allt öl hjer til búitS, er af beztu tegund einungis, bar vjer brúkum ekki annaS en beztu teg- undir af bæSi malti og humii. petta sumar höfum vjer enn stærri ölkjallara en nokkru sinni áfiur. Eclwarcl L. I )rcvvi\y. NORTH MAIN ST. WINNIPEG, MAN. • • ' t ■ • ÍS í3T“ Strætisvagnar fara hjá verkstæSinu meS fárra mín. millibili. t. f. Tlie Green Ball r la ' i T 3 ; o -ii 7T í7[ ClotiiinE Honsef1 > Ógrymii af vor-og sv® klæðnaði rjett meðtekið. Rjett opnaðir upp kassar, er innihalda alklæðnað fyrir 1,000 karlmenn og drengi, er yjer selj «m mjög ódýrt. Ennfreniur, stórmikið af skyrt- um, kriigum, hálsböndum, klútsrn, o. s. frv., höttum húfum og fl. Svo og töluvert af vábsekkjtmi, er vjer seljum meg lágu verði. Jolin Sprins. öf. (7 434 ........... Main street ■r\ l 7 a 28 Hattvirtu landar! Þégar yður vantar ódýrar vorur, pá minnist aS með pví að kaupa af mjer sparið pjer yður að minnsta kosti 20 cts. af hverjum dollar. Því jeg hef keypt. allar mínar vörur 25 per cent lægra en vanalegt verð. TaJciV »ú eptir! Ljerept 3cts. Yd. og upp, linappar 3 tylftir á 5 ets., nálabrjef tvö á 5 cts., ritblý 3 stengur á 5 cts., Rubberkragar 15 cts. (annarstaðar 25), giptlngafhringir og allskonar gullstáz pribjungi ódjrara en annarsstaðar, og fleira og fleira metS líkum prís. Munið að petta fæst í „ Dnndee Brj Goois Hoose” Á NORÐAUSTURHORNI Itoss og Issbel Ntræta. 7y J. B.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.