Heimskringla - 15.09.1887, Page 3
enga meðgerð með neina af J>eim
vesturfOrum, sem ætla til Bandaríkja
og hafi jeg í nokkru brugðið út af
skipan minni í innflutningamáli ísl.
til Canada, J>4 er pað í því einu, að
jeg hef látið jafnt ganga yfir alla
landa mína, án tillits til þess, til
hvors rikisins peir voru ákvarðaðir.
•
Sje nú svo, að unokkrir landar
í Minnesota” hafi sannfæringu fyr-
pvl, að jeg sje orsiik í ófðrum
peirra Minnesota-manna, sem flutt-
ust til Winnipeg í sumar, eða jafn
vel nokkura af þeim, pá skal jeg
opinberlega lofa peiin og lika enda
dyggilega, pað loforð mitt, að fram
vegis, svo lengi sem jeg hef ein-
hverja meðgerð með íslendinga
innflutnings mál, skal jeg strang-
lega hlýða peirri skipan, að hafa
alls engin afskipti af íslenzkum
Bandaríkja emigrOntum, og par með
koma í veg fyrir alla óánægju af
peim efnum framvegis. En ef svo
skyldi fara að einmitt afskiptaleysi
mitt af Bandaríkja emigröntum yrði
efni til enn meiri óánægju, heldur
en afskipti mín af peim hafa enn
pá orsakað, pá mega líka unokkrir
landar í Minnesota” bera alla á-
byrgð af peirri óánægju, pví peirra
einna verður orsökin.—Máske peir
veiti mjer pá virðing, að tjá mjer
skoðun sína í pessu efni. Svo er
óskandi að 'peir vesturfarar, sem
hjer eptir kunna að flytja að heim-
an frá íslandi til Bandaríkja ekki
taki svo mikið tillit til peninga-
pyiigju Canadastjórnar, að peir
geri sjer túlk hennar (stjórnarinnar)
að notum, og pyggji af henni fæði
og aðra aðhlynning ókeypis. Þá
mun og ekki gerast pörf að launa
túlkinum, eins og nú virðist hafa
verið gert, með rógburði og lygi.
Winnipeg, 4. sept. 1887.
B. L. Baldvinsson.
VOTTORÐ P’RÁ VESTUR-
FÖRUM 1887.
Þegar vjer íslendingar heyrð-
um að Baldvin L. Baldvinsson kæmi
til íslands, til pess að leiðbeina
vesturförum og verða túlkur peirra,
pá urðu allir fegnir komu hans;
brauzt hann pá um haustið með sín-
um vanalega dugnaði, í ófærð og
stórhríðum, en hvervetna streymdu
menntil heyra að ráðleggingu hans
og fá leiðbeiningar hjá honum.
Baldvin hefur heldur ekki brugðist
vonum vorum, pví ötulli og dug-
legri túlk er ekki unnt að fá. Bald-
vin hefur hjálpað öllum, sjeð um
allt, ráðið fram úr öllum vandræð-
um, sem fyrir hafa komið; hann
hefur gert alla ánægða, eptir pví
sem mögulegt var. Víða hefði
hver einstakur komist í vandræði
og orðíð óánægður, ef Baldvin hefði
ekki verið. Á uNorwegian” hefðum
vjer mátt sæta stórum verri kjör-
um, ef Baldvin hefði ekki bætt úr
sem hægt var.
Af eigin reynslu vitum vjer
að vesturfarar af íslandi geta ekki
verið án túlks, en túlkur og túlkur
er sitt hvað. Baldvin einn er betri
en 3 eða 4. Baldvin einn liefur
traust allra íslendinga. Baldvin
einn er fær um að vera túlkur fyr-
ir fleiri hundruð í senn svo vel fari.
Vjer skorum pví fastlega á
Canadastjórn að fá herra Baldvin
L. Baldvinsson aptur til íslands
sem túlk, ef vesturfarir verða meiri,
pvi vjer mælum fastlega með hon-
umi en engum öðrum, við landa
vora heima á íslandi, og pað má
ganga að pví vísu, að orð vor hafa
par mikla pýðingu.
Um borð á skipinu JYorwer/ian,
10. júlí 1887.
(125 nöfn fullorðinna karlinanna).
MINNEOTA, MINN. 31. ágúst 1887.
Jeg sje í Hkr. nr. 33. að landi
vor, P. Magnússon I Minneapolis,
tekur sjer pað nærri, að jeg skyldi
nefna öll byltinga fjelög landsins i
illri merkingu, undantekningarlaust,
í pessari u ályktunargrein ” minni í
nr. 30, sem hann talar um og pótti
athuga verð. Honum finnst að
u Prohibitionists ” og u Knights of
Labor ” hefðu átt að vera undan-
pegnir, par eð slíkur fjelagsskapur
væri ekki, eptir hans áliti, að nokkru
leyti pjóðmein. Hann tekur sjer í
lagi málstað pessara fjelaga, en
virðist pó einnig taka svari Social-
ista, Anarchista og Nihilista, par
sem hann nefnir ályktanir og skoð-
anir andvigismanna peirra, u misk-
unarlausa sljeggjudóma ”, pvi allir
vita hvað svoleiðis orðatiltæki pýða.
Þó jeg sje uú Páli dálítið kunnug-
ur, pá átti jeg ekki von á pví, að
hann væri orðinn meðhaldsmaður
hinna háskalegu byltinga fjelaga.
Hann hlýtur að hafa öðlast pá til-
hneygingu síðan hann kom til
Minneapolis, enda munu par gef-
ast tækifæri til að heyra á hina
einstrengingslegu byltingamála-ber-
serki, hverra harmkvæli ganga mörg-
um til rifja. Samt er jegPáli nógu
kuntiugur til pess að vita, að hann
heldur ekki með neinu öðru en pví
sem hann hefur sannfæringu fyrir
að sje rjett. Jeg efast ekki um að
hanu hafi sannfæringu fyrir, að pessi
fjelög sjeu eðlileg, nauðsynleg, upp-
byggileg og nokkuð sem íslending-
ar skyldu fremur aðhyllast en um-
flýja—annars mundi hann ekki halda
peim fram. Hann veit sem er, að
flestum innflytjenduin er ókunnugt
um stjórnar skipulag, og öll alpýðu-
málefui hjer, fyrst i stað; vita ekki
hvað til síns friðar heyrir, og purfa
upplj'singar og leiðbeiningar við.
Það er pví eðlilegt að hann, sem
trúr og skyldurækinn borgari, finni
hvöt hjá sjer til að taka svari peirra
fjelaga sem um er að ræða, hvenær
sem liann sjer andvígismenn peirra
leitast við að niðra peim fyrir aug-
um alroennings. En pegar mönn-
um kemur ekki saman um kosti og
lesti einhvers lilutar, pá komast
aldrei sættir á með pví að segja,
pað er eða pað er ekki, menn verða
að færa sönnur á mál sitt; segja á
hvaða grundvelli maður byggir
skoðanir sínar, og pað eigum við
Páll enn ógert. Hefði jeg búizt
við að nokkurt mál mundi risa út
af pessari u ályktunargrein ” minni,
pá liefði jeg reynt að að gera ein-
hverjar útskýringar en pað er ekki
um seinan enn. Og áður en jeg fæ
látið af sannfæringu minni, verð jeg
að biðja málspart minn um útskýr-
ingar í sama máta.—Mjer er ekki
nóg að vita tilgang og augnamið
pessara fjelaga heldur parf jeg
einnig að vita hvaða rjett pau hafa
við að styðjast, hvert pau eru lög-
mæt, og hversvegna peirra málefni,
rjett eins og hvað annað um ulands-
ins gagn og nauðsynjar”, ætti og
mætti ekki heyra undir ákvarðanir
og ráð almennings, úr pví allir hafá
atkvæði og jafnrjetti.
Þó mjer yrði pað nú 4, að
nefna Prohibitionist í sömu merkingu
og hin fjelögin, pá fer pó fjarri pví,
að jeg sje pví fjelagi eins mótfall-
inn og hinum. Jeg er pví hlynntur
að pví leyti sem pað má heita eitt
öflugt bindindisfjelag, en er pví
aptur mótfallinn að svo niiklu leyti
sem stefna pess er sú, að afnema
alla víndrykkju, með allri iðju og
verzlun sem af henni leiðir. Yínið
er gott í sjálfu sjer, og er ein af-
leiðing náttúrunnar. Mjer líkar
ekki að mennirnir afnemi víndrykkj-
una og tappi pannig upp æðar
náttúrunnar, í bræði sinni, rjett
vegna pess að peir sjálfir kunna sjer
ekki hóf! Mennirnir elska dyggðir,
en ef allt tilefni til óhófs og ills
væru fyrirbyggð, pá gæfust engin
tilefni til dyggða og hófsemi. Ekki
lieldur hefi jeg nokkra trú á pví
að pað takist að eyða öllum tilefnum
til ills út úr veröldinni, í einu vet-
fangi, með eintómum atkvæðum—
og pað með ljettvægri fleirtölu.—
enda yrði pað pá engin dyggð að
vera góður maður par eptir. Það
pyrfti enga kirkju, engann skóla,
engar áminningar, ef allir væru
fullkomnir og heilagir—og jeg tala
nú ekki um ef engar freistingar
væru til! Ættu menn pá ekki held-
ur að stunda dyggðir og hófsemi,
og hafa drykkjunianninn til viðvör-
unar, heldur en að gefa upp alla
viðleitni og ástundun, sem er pað
dýrmætasta í lífinu—gefa pað upp-
í ráðaleysi, ómennsku og bræði, og
hamast við að kveða niður með
ljettvægri atkvæða fleirtölu, pann
hlut sem er góður i sjálfu sjer, en
að eins undirorpin vorri eigin mis-
brúkun. Bindindis fjelög, eins og
pau nú eiga sjer stað pví nær um
allan heim, eru nauðsynleg, allt svo
lengi sem hver familia ekki stendur
i bindindi út af fyrir sig. Það er
áríðandi að innræta hverjum manni
dyggðir og hófsemi — einkanlega
peim unga, eins og kirkjur, skólar,
góðir foreldrar, blaðamenn og lög-
gefendur gera nú. Og pannig um
síðir mun peísi ófögnuður rjena á
eðlilegan og góðan hátt—verða
yfirstigin með dyggðum. Svo-
leiðis líkar mjer að sje unninn sigur
á uBakkusi ”. Allt svo er jeg
Prohibitionists hlynntur sem hverju
öðru bindindisfjelagi, sem sameinar
krapta sína til góðrar uppbyggingar,
en jeg er ekki með neinum pólitísk-
um fiokkadrætti eða samsæri sem
miðar til pess að stífla upp æðar
náttúrunnar með pvingandi atkvæð-
um og ofstopa, rjett vegna pess, að
mennirnir sjálfir kunna sjer ekki
hóf. Svona lít jeg á eðli pessa máls,
en hamingjan veit hvert jeg skil
pað rjett!
En hvað hitt fjelagið, u Knights
og Labor ” áhrærir, pá upp á stend
jeg að slíkur fjelagsskapur frjálsra
borgara, sje óeðlilegur, ónauðsyn-
legur og pjóðmein. Og jeg byggi
skoðan mína á pessari pekkingu
sem jeg hefi fengið á fyrirkomulagi
stjórnarinnar. Mjer skilst að pjóðin
vera eitt sameiginlegt fjelag bundið
frjálsum og góðum lögum, byggð-
um á liinni háfleygus+u stjórnarskrá
í heimi. Mjer virðist allt vera
sameiginlegt og frjálst, yfirboSarar
undirgefnir, jafnrjetti alpýðunnar
drottnandi. Allir eru í tigninni,
hafa sitt atkvæðið hver, og eru sín-
ir eigin löggefendur. Allir vinna
stjórninni hollnustueið, verða pví
svo að segja, að haldast í hendur,
reiða sig hver á annan, og reynast
trúir hver öðrum. Verkamennirnir
hafa atkvæði eins og aðrir, og peirra
atkvæði vigta rjett eins mikið og
annara. Atvinnumál eru sjerstak-
lega peirra áhugamálefni, en pað- -
eins og hvert annað stjórnmálefni
heyrir undir hinn opinbera verka-
hug almennings. Verkamanna stjett-
in hefur engan rjett—fremur en
nokkur önnur stjett-—að hafa allt
sjer áhrærandi eptir vild sinni, pví
allt er sameiginlegt. Daglaun eru
undirorpin svipuðum lögum og pris-
arnir; pegar hveitið er of mikið i
landinu i samanburði við pörfina, pá
er prisinn lágur; pegar atvinna er
of lítil í samanburði við pörfina pá
launin lág—; petta beygist pannig
eptir gnægð og skorti. Það er pví
jafn heimskulegt að ákveða viss
daglaun með lögum, eins og pað er
ómögulegt að ákveða vissan hveiti-
prís.—Jeg segi svona vegr.a pess
mjer skilst að Knights of Laborsætti
sig ekki við jafnrjetti; peim nægir
ekki minna en ofríki; peirra fje-
lagsskapur miðar til pessa, að gera
hausavíxl á piggjanda og veitanda, og
peirra framkvæmdarafl er ofstopi og
bolmagn. Ef vinnuveitandi geldur
ekki hvað peir setja upp og heimta,
safna peir sjer sanian á skrílslegan
hátt og beita pá valdi sínu—pessu
mektuga bolmagni; stanza verkstæð-
in, reka mennina út, sem sauðir
væru, myrða hvern sem veitir mót-
próa, o. s. frv. Jeg álít enga van-
pörf á f jelagsskap meðal verkamanna,
en látum pað vera góðann og stjórn-
hollann fjelagsskap, en ekki neitt
skrælingja samsæri. Verkamenn
hafa eins mikið frjálsræði og aðrir,
peir, eins og aðrir—eru fjár síns
ráðandi, hafa rjett til að ganga í fje-
lag, sameina eignir sínar, stofna
verkstæði og vera sjálfum sjer og
öðrum til svo mikillar uppbygging-
ar sem auðið er með rjettu og leyfi-
legu móti, peir hafa mikla erfiðleika
við að stríða—svo hafa aðrar stjettir.
Flestir hafa verið verkamenn ein-
hverntíma—pað eru ekki einlægt
hinir sömu. Ef Knights of Labor
eyddu minni tíma til flokkadráttar
og samsæris, eða verðu peim tíma
sjer til menntunar, og ljetu stjórn-
vitra hagfræðinga annast atvinnu-
málefnin; ef peir vildu pannig gæta
skyldu sinnar, og starfa sem nýtir
borgarar, pá held jeg peim myndi
líða betur, og hafa undan minna að
kvarta. Ef pólitiskur flokkadráttur
og samsæri á að vera einkunn frels-
isins, pá er pjóðstjórn lítils virði!
Þá væri mjer jafnkært að hafa setið
kyrr á íslandi, hvar alpýðan hatar
alpýðuna; hvar óhollnusta við stjórn-
ina er talin dyggð, en stjórnhylli
skömm og svívirðing. Með öðrum
orðum: Hvar enginn má vera ukon-
unghollur”, allir verða að vera and-
vígismenn hans.
Kæru landar! Ef vjer yfirgef-
um fósturjörðu vora í von um að
geta par með orðið sjálfum oss og
kynslóð vorri til meiri uppliygging-
ar og blessunar í andlegu og efnalegu
tilliti; ef vjer álítum að vjer sjeum
gæddir æðri hæfilegleikum en peirra
sem verður notið undir rikiskirkju
og valdstjórn; ef ekki er svo rótgró-
inn i karakter ” voru sá kvilli, að
hata yfirvöldin hvort sem vjer erutn
frjálsir eða háðir ef pað eru vorar
innstu hvatir að stunda dyggðir, að
reynast trúir og skylduræknir borg-
arar í frjálsu landi—vorum nj'ju
heimkynnum, pá verðum vjer að
afla oss heilnœmrar upplýsingar og
gerast stjórnhollir. Hjer stjórnast
allt af atkvæðum—-ekki atkvæðum
fárra manna (í Washington) heldur
allra atkvæðisbærra manna. Atkv.
er pvi pað dýrmæti sem enginn má
fara illa með eða glata; pað dugar
ekki að farga pví fyrir nokkra pen-
inga, brennivín, vindla nje fortölur
óhlutvandra manna. Menn purfa að
vanda sig í öllum kosningum og
atkvæðagreiðslu, en hvað á nýkom-
arinn að gera? Vjer öðlumst atkv.-
rjett á undan öllum upplýsingum,
og kunnum svo ekki að verja at-
kvæðunum rjett. Menn koma til
vor úr öllum áttum og biðjast vorrar
liðveizlu; sumir anda að oss pest—-
aðrir heilbrygði, en vjer pekkjum
ekki mismuninn, og hvað eigum
vjer pá að gera? Vjer verðum að
leita til einhverra sem eru upplýstari
en vjer; til peirra sem vjer megum
treysta til að ráða oss til hins rjetta;
til manna sem hafa fylgt sömu var-
úðarreglu og vjer—sem aldrei hafa
smittast af pestinni, og slíka menn
er að finna hvervetna. Það finnast
margir í vorum eigin hóp sem ó-
hætt er að treysta í pessu efni.
Vjer verðum að standa í bróður-
legum fjelagsskap og forðast drep-
sótt flokkadráttarins. Hjer I Minne-
ota hafa íslendingar, ekki ófyrir-
synju, stofnað fjelag sem kallast,
u Borgarafjelag íslendinga í Minne-
ota”. Fjelagsmenn eru repúblic-
sinnar, leggja stund á pólitíska
pekkingu; kynna sjer fyrirkomulag
stjórnarinnar, hvernig kjördæmi eru
niðurskipuð og samtengd, hver
verk-Jiringur allra embættismanna
er, o. s. frv., Forseti gefur fjelags-
mönnum eitthvert ætlunarverk á
hverjum fundi; Einn á að afla sjer
upplýsingar, og semja skýrslur um,
bæjarstjórn; annar um Township-
stjórn, priðji um County-stjórn o. s.
frv., aðrir lialda ræður. Einkan-
lega láta peir sjer annt um fram-
fer'Si allra kosninga innan síns kjör-
dæmis; hvetja almenning til að
sækja sem bezt kjördæmi, sjá til
pess að allir fái að njóta atkvæðis,
styðja síðan hin rjettkjörnu embættis-
mannaefni til kosninga, ogleitast við
að sporna sem mest 4 móti öllu tafli
og undirróðri. 1 stuttu máli er pað
ásetningur fjelagsmanna, að afiasjer
sameiginlegrar upplýsingar, og starfa
eptir peim liætti sem skyldan býður,
og hið repúblícanska stjórnarfyrir-
komulag útheimtir.—Þó verkið sje
ófullkomið, pá er viðleitnin góð.—
Og pað_er allstaðar pörf á svipuð-
um fjelagsskap. Maður má ekki
láta leiða sig í gönur. Það er betra
að halda sínu atkvæði en að planta
pví til ills. Jeg tileinka löndum
mínuin pessi tilætluðu heilræði
peim sem hafa dvalið í Bandaríkj-
unum skennnri tíma, og par fyrir
sjeð enn Pá minna af pest og heil-
næmi pjóðarinnar en jeg.
F. Jt. Johnson.
Gr ipsy 13 lair.
(Þýdd saga.)
(Framhald).
(Peningana’ mælti lögregluþjónninn,
og sló um leið hendinni á brjóst sjer.
(Þeir eru hjer vel geymdir’.
,Þjer tekzt ekki að tæla mig með
neinu slíku. Jeg er farin aS þekkja
brögðin’.
,Svo púætlar pá ekki að sækja fötin’.
(Nei, alls ekki, jeg verð fyrst að
taka á móti peningunum’.
(Þú vilt a* jeg trúi pjer’.
,Þú mátt til með það’.
tJæa, Scranton minn’ sagði Gipsy
um leið og hann stóð á fætur, og greip
all-ómjúklega um hendur Scrantons, er
ekki hafði minnsta ráðrúm til að bera
hönd fyrir höfuð sjer, enda voru hendur
hans læstar sterkum handjárnum á sama
augnabliki.
Scranton spratt á fætur, en settist þó
brálega aptur, þegar hann sá að hinni
gapandi eldgrítSi var haldið að enni hans.
(Vertu rólegur, Scranton’ mælti lög-
regluþjónninn, ,eða jeg skýt þig á auga-
bragði’.
,Þetta eru ráti Bobs’ mælti Scranton,
(en þau skulu honum ekkert duga’.
(HeyrSu nú, vinur minn ! núhef jeg
þig eins og óskaði eptir; en jeg læt þig
vita aiS jeg stend ekki í neinu sambandi
við Bob Marvin. Hann er þvert á móti
sá maður, sem jeg set nú skrúfuna næst
á. Því máttu trúa’.
Jlættu þessu, það dugar þjer ekki
neitt. Gerðu hvað sem þú vilt’.
,Veiztu hver jeg er’.
,Nei, og er jafnglaður, þó jeg viti
það ekki’.
(Jeg hef lengi leitað eptir þjer’.
(Og tókzt að finna mig um síðir’.
(Já, og þú hefur metSgengið að þú
hafir rænt barninu’.
Nú fór skýlan að lyftast frá aug-
um Scrantons. (Vel má vera’, hugsaði
hann, (að þessi maður sje andstæðingur
Bob Marvins’.
(Jeg hef ekkert játatS eða meðkennt’.
(Ójú, kunningi; þú hefur meðgeng-
ið allt’.
Jeg er ekki Scranton’.
(Hvað, ertu nú ekki lengur Scran-
ton f’
(Jeg var rjett að villa þig’.
(Það er öldungis sama; aiS þessu
sinni ertu mjer fullgildandi Scranton.
Þú hefur meðgengitS að hafa flutt Lucyu
Leonard burt, að hafa klætt annað barn
—dautt barn—í klæði Lucyu, að hafa
kastað líki þess barns í tjörn og svarið
falskann eið fyrir dómi!’
(Jeg hef ekki játað neitt af þessu.
Jeg skil ekkert af því sem þú ert að tala
um’.
Lögregluþjónninn var meiS þennann
kunningja sinn í afskekktu herbergi,
en í næsta herbergi voru þeir ídaho
Jack og Brecklee, er heyrðu hvert orð
sem þeir töluðu. Gipsy stóð upp og
laust högg á þilið og í sama vetfangi
var dyrunum hrundið upp, og þessir
tveir áðurnefndu menn komu inn.
(Idaho Jac.k’ mælti lögregluþjónn-
inn, (viltu gera svo vel og hafa upp
orðrjett allt, sem þessi maður hefur
talað hjer inni’. Jack gerði eins og fyr-
ir hann var lagt, og Brecklee játaði að
allt væri rjett hermt eptir.
(Þorið þið báðir að vinna eið að því
að orðrjett sje eptir liaft ?’
«Já’.
(Nú ertu kominn í þröngva gildru,
Scranton, og þaðan frelsar þig hvorki
þrjózka nje hroki’.
(Hver ertu ?’
(Svo þú vilt nú vita hver jeg er’.
(.Já, því skeð getur að við sjáumst
einhvern tíma aptur, og jeg hefði þá
hug á að borga fyrir mig’.
(Þú getur fengið að vita nafn mitt;
jeg er kallaður Gipsy Blair’,
38. KAPÍTULI.
Scranton fölnaði sem fis í vindi, er
hann heyrði nafnið—nafnið, sem allir
sökudólgar óttuðust.—(Úr því þú ert
Gipsy Blair’, mælti hann, þá mun ekki
mikils góðs þurfa að vænta’.
,Ef þú breytir eins og jeg segi þjer
Scranton, þá skal það verða þjer til
góðs’.
■ (Jeg kalla það enga gæfu að verða
settur í fangelsi’.
(Framhald slðar).