Heimskringla - 15.09.1887, Síða 4
riiglingnr,
sem vilja sjer til skemmtunar og frótS-
leiks safna steinum, jurtum og dýrum,
tvennu af hverri tegund, setja á algenga
nafnið (enskt eða ísl.), senda mjer annað
sýnishornið, en geyma hitt, skulu 1 stað
þesafá vísindalega nafnið. þeir, sem safna
100 tegundum (Speciea), hvort heldur
af jurtum, steinum eða dýrum, fá að
verðlaunum lítinn sjónauka $2,50 virði.
—Um þetta verður síðar ritatS.
FTÍmann B. Andemon.
Winnipeg, 6. sept. 1887.
Manitoba.
Það hefur kreppt töluvert að
fylkisstjóminni síðan vjer skrifuð-
um síðast. Sambandsstjórnin hefur
nú sýnt að hún ætlar að vinna móti
pessari braut, suður á landamærin,
af öllum kröptu'm. Um petta sann-
færðust menn fyrst um hádegisbilið
á laugardaginn var, pegar skjöl voru
lögð fyir yfirdómarann við yfirrjett
fylkisins og hannbeðin að fyrirbjóða
John Norquay, æðsta ráðherra, D.
H. Wilson, ráðherra opinbera starfa
fyrir fylkið, og peim Ryan og Haney
og G. S. Strevel að byggja járn-
braut yfir land sambandsstjórnarinn-
ar, liggjandi á vesturbakka Rauð-
ár á ýmsum stöðum á leiðinni suður
frá Winnipeg. Um petta biður John
S. D. Thompson dómsmálastjóri
hins sameinaða ríkis.—Að petta var
tekið til bragðs kemur til af pví, að
pað pótti orðið nokkurn veginn víst
að peir Browning, Sir D. A. Smith
og Jenkins, er áður höfðu heimtað
bannið mundu tapa málinu fyrir yf-
irrjetti. Uannig eru pá stjórnirnar,
sambandsstjórnin og fylkisstjórnin
komnar f hár saman út af pessu máli,
enda hlaut líka svo að fara, úr pví
sambandsstjórnin einusinni byrjaði
að sýna mótpróa. Hvernig petta
mál kann að fara er ekki hægt að
segja, pó nokkurn veginn sje víst
að fylkisstjórnin vinnur pað um síð
ir. En pað getur tekið langan tfma
og sambandsstjórnin verður eðlilega
tvöfalt verri viðureignar heldur en
nokkur einstakur maður.
En pað er ekki petta eitt, sem
að er. t>að er peningaleysið sem
verst er. Hvað svo sem málinu milli
stjómanna líður, pá verður ekkert
uppihald á bygging brautarinnar,
einungis ef peningarnir eru til. Fylk
isstjómin auðvitað hættir ekki að
byggja hana fyr en rjetturinn er bú
in að segja að segja að hún megi
ekki byggjast, og um pað að pað
verður ætti brautin að verða full-
gerð. En paðeru peningamir sem
nú stendur á. Fregn frá Montreal á
laugard.morguninn var segir að peir
Norquay og La Riviere sjeu komnir
frá New York; hafi par ekki getað
fengið peningana, en að peir sjenú
að reyna f Boston. Og pað má eins vel
búast við að peim gangi jafn illa f
Boston, og f rauninni miklu líklegra.
Ef Þeir koma aptur svo búnir, hefur
verið talað um, að Winnipeg bær
hlaupi undir bagga með fylkisstjórn-
inni, gefi út og selji skuldabrjef fyr-
ir 2—300,000 doll., og pað auðvit-
að mætti takast, en pá hefur saint
ekki verið gerð nein áætlun um hvar
hin 5—600,000 eiga að koma frá.
önnur uppástungan er að fylkis-
stjómin gefi út 100,000 skuldabrjef
hvert upp á $100,00, og að hver sem
vill í fylkinu kaupi pau síðan öldung-
is eins og menn inundu kaupa hluta-
brjef í brautinni. Þessi uppástunga
sýnist að mörgu leyti betri, fyrst
og fremst frá sjónarmiði Winnipeg
manna, er pá pyrftu ekki að óttast
aukaskatt til að mæta hinni nýju
skuld. En einkum er hún betri vegna
pess, að pá gefst almenningi kostur
á að sýna hvert hann vill standa með
fylkisstjórninni eða ekki. Það er
líka óefað að pað eru heilir hópar af
mönnum hjer, sem pætti vænt um að
fá petta tækifæri til að hjálpa fyrir-
tækinu áfram. Það er ekki að bú-
ast við að allir sem vildu gætu keypt
eitt skuidabrjef par sem $100 hlytu
að greiðast undir eins, en pá er hægt
að tveir eða fleiri slái sjersaman uin
eitt. Það eru ekki svo fáir menn í
Winnipeg t. d., sem eru tilbúnir að
kaupa skuldabrjef upp á fleiri pús.
doll. hver og borga pau út i hönd,
og sami tilji er óefað almennur.
En þó nú svona gangi afi fá þessa
peninga þá er ekki þar með sagt að
fylkisstjórnin sje peningalaus. Það sást
bezt á laugardaginn var. Þá var hinn
annar gjaiddagur þeirra Ryans og Haney
og hefðu járnin þá verið komin þá
hefði stjórnin þurft að borga þeim
$200,000, en af því ekkert af þeim var
komið þá þurfti hún ekki að borga
nema helming þeirrar upphœðar, og
kl. 12 um daginn voru Haney afhentir
$100,000 í peningum, svo enn sem komitS
er hefur ekki staðið á henni aö gjalda,
en hún hefur auðvitatS oröið að grípa
til fjár, sem ákveðið er til annara
starfa, svo upphæöin sem hún þarf aC
fé er einlægt jafnmikil, 1 milj. doll.—
Sama daginn og þetta gerðist fjekk D.
H, Wilson, ráðherra hinna opinberu
starfa, hraðfrjett frá La Riviere, er
segir honum að þá um daginn hafi
veri-5 leyst út 2,000 tons af járnteinum
í Montreal og þeir sendir af stað vestur
þá um daginn. Eru þetta nóg járn á
25 mílur af brautinni, svo enn þá fyrst
frameptir þarf verkið við brautina ekki
að stö'Svast hið minnsta.
Það var ekki Halldór Björnsson,
eins og sagt var í síCasta blaði, heldur
Magnús Björnsson [(Halldórssonar frá
ÚlfsstöCum í NorSurmúlasýslu), sem
skaðaðist um daginn í St. Thomas, Dak.
Ekki heldur er hann særður til ólífis;
hafði fótbrotnað og skaðast á höfðinu
og augunum af vatninu, sjóðandi, úr
katlinum þegar hann sprakk.
Fregnir úr Norðvesturlandinu segja
að hvítir menn hafi vegið 2 Indíána.
Hinn fyrri var veginn fyrir rúmri viku,
og er vegandinn i haldi, er ber það fram,
að hann hafi unnið verkií í sjálfsvörn.
Það er annars mælt að Indíánar vestur
frá, kringum Calgary, Gleichen og aðra
staði, láti ófriðlega annað slagið, gangi
um og steli, og óttist varðliCið ekki hi5
minnsta. Einn Indíáni stal heil-miklu
af klæðnaði o. fl. frá nýbyggja um dag-
inn og sagði að hver sá skyldi drepinn,
er reyndi að höndia sig. Og þessi Indí-
áni er óhöndlaður enn, og enginn veit
hvar hann er niður komin. En einmitt
þessi linleiki í eptirsókniuni að höndla
þjófa er orsökin til þess að Indíánar stæl-
ast upp og hætta |að óttast varðliðið.
Fregn frá Montreal ,á mánudagskv.
var segir að La Rivíere hafi verið þar
þá og beri fastiega á móti, að illa gangi
að fá peningana; segir að þeir muni
koma jafnótt og þurfi að borga þá út.
Hann ber og á móti að Norquay sje far-
inn úr New York til Boston, segir hann
geti fengið allt það fje, er þurfi, í New
York, og fari ekki þa5an fyr en hann
sje tilbúinn að fara beint heim.
Abnennur fvndur var haidin í húsi
íslendingafjelagsins á mánudagskvöldið
var og undir forgöngu „íslendingafje-
lagsins í Manitoba” til a5 ræða um hall-
ærismálið á norður og vestur íslandi,
samkvæmt áskorun um hjélp, er birtist í
31. nr. Hkr.
Þessi áskorun haf5i verið þýdd ein-
hvern veginn af ókenndum manni og sett
í bla'Si'5 Tribune í Minneapolis, Minn.
fyrir eitthvað 3 vikum síðan. Og jafn-
snart myndaðist nefnd manna þar í borg-
inni til a5 veita gjafafje móttöku, og var
Cyrus Northrop, president of the State
University, forvígismaSur þessarar nefnd
ar. Um þetta mél skrifaði síðan prestur
einn í Minneapolis (Rev. M. W. Mont-
gomory, superintendent meSal Skandi-
nava fyrir hiS ameríkanska Home Mis-
sionary-fjelag) Eggert Jóhannsyni og
sendi honum greinina eins og hún byrt-
ist í Tribunen. Þessu svaraSi E. J. á
þann hátt, að það væri óneitanlegt harð-
æri á íslandi og hefði verið nú um 6-7
undanfarin ár, er orsakast bæði af óvana-
lega illu tíSarfari annað slagið, af gras-
bresti og heyleysi fyrir skepnur og af hin
um viðvarandi lága prís á markaðinum í
útlöndum á öllum útfluttum varningi úr
landinu. Og ofan á þetta hefði svo bæzt,
að í illviðragarðinum á norður og vestur
íslandi frá 17. til 22. maí í vor hefði kvik
fjenaður farist svo tugum þúsunda hefði
skipt. En jafnframt gat hann þess, aS
samkvæmt síðustu fregnum væri árferði
allgott, útlit fyrir góðan heyafla, og að
fiskiafli væri sagður gó5ur hvervetna við
landið. Þessu svaraði presturinn, sem
þó ekki sjáanlega er viíriðin samskota-
nefndina," aptur á þann hátt, að hann
heimtaði beint svar upp á það, hvort
hungur| og dauði |lngi fyrir fólkinu á
komanda vetri eða ekki.| [Þessari spurn-
ing vildi JE. J. ekkijsvara. Fór því og
skaut málinu til „Islendinga fjelagsins S
Manitoba”, til aS svara eins og því þætti
rjettast. Með fram var líka málinu vSs-
að til þess, [af þeirri ástæðu, að ef það
e5a íslendingariheild sinni viðurkenndu
þörf á að safna gjöfum, þá var greinilegt
að það var S verkahring fjelags en ekki
einstaklings að hafa máliS á hendi. Og
um leið og þörfin væri viðurkennd nauð
synlegt aö gera meira að veíkum en að
svara spurningum þessa eina manns eða
gera ráðstafanir fyrir gjafafje úr einni
einustu borg. Það þurfti um leið að búa
sig undir að safna gjöfum svo dragi.
Fjelagið tók málið að sjer tafarlaust
og forseti þess, herra Sigtr. Jónasson,
stefnHi samanfþessum almenna fundi til
þess öllum gæfist kostur á að láta álit sitt
í Ijósi.DFundurinn var all-fjölmennur og
komu fram margar raddir í málinu, og
virtust allar vera samdóma í því, að það
væri óneitanlega þöaf á að hjálpa nauð-
stöddu fólki í norSur og vestur sýslum
íslands, ef kostur væri, því eptir fregn-
um aS heiman úr prívat brjefum og
eptir nýkomnum mönnum, væri árferðiS
illt, óþurkar og jafnvel fanngangur, í
Húnavatnssýslu t. d., síðustu dagana íjúli
og Húnaflói þá fullur af hafíshroða.
í þessu blaði er ekki rúm fyrir út-
drátt úr fundargerningnum, en kemuri
næsta blaSi. Þess skal hjer að eins getið,
að 3 manna nefnd var kosin til þess að
safna saman skýrslum og fá vitnisburð
áreiíanlegra manna um ástandið i hinum
nauðstöddu byggðarlögum. Nefndin á
að kalla saman fund, eptir að hún hefur
fengið allar mögulegar upplýsingar í
þessu efni, og ákveðið var að sá fund-
ur skyldi haldin innan 10 daga frá þess-
um fundardegi. í nefndinni eru Sigtr.
Jónasson, sjera Jón Bjarnason og Einar
Hjörleifsson.
Á þritSjudaginn var, var byrjað á
bygging íslenzku kirkjunnar, ekki bein-
línis á smíðinu, heldur að draga timbrið
frá vagnstöðvunum á lóðina. Grindin
verður efalaust að nokkru leyti komin
upp um lok þessarar viku.
t-W~ Skemmtisamkoma undir stjórn
Kvennfjel. verður haldin í fjel.húsinu
laugard.kv. 24. þ. m. A5g. 15 og 10 cts.
Um leið og vi5 hjer me5 flytjum
vinum okkar og vandamönnum nær og
fjær þá sorgarfrjett, að hinn elskaði
sonur okkar Sigfús, á 17. ári, beið bana
í St. Thomas í Dakota á mánudagsmorgun-
inn 5. þ. m. og var svo greftraður hjer
í Winnipeg föstudaginn hinn 9., finnum
við okkur bæði ljúft og skylt, að votta
okkar hjartanlegt þakklæti öllum þeim
mörgu, sem heiðruðu minnfng hins
látna með því að fylgja honum til graf-
ar, en sjerstaklega þeim, sem stóðu fyr-
ir útförinni og lögðu fram ómak og
kostnað til þess að hún gæti farið veg-
lega fram og orSið að reglulegri sorg
arhátíð fyrir fjölda fólks, sem me5 svo
innilegri hluttekning tók þátt í sorgar-
tilfinningum okkar. Yið nefnum engan
mann sjerstaklega, en við biðjum drott
in a« blessa þá alla, sem reynzt hafa
svo vel í raunum okkar og sem hafa sýnt
svo áþreifanlega, að þeir vildu bera með
okkur birði sorgarinnar.
Winnipeg, 12. sept. 1887.
gttfán Gunnarsson,
Anna Þ. SigfúsdóMir.
-/V tliu j»:a.
Söngfjelagið (lGígja” heldur kjör-
fund sinn í húsi „ íslendingafjelagsins”
137 Jemima St. hinn 26. sept. yfirstandi
kl 8. e. m. og eru allir sem unna söng-
listinni og vilja styðja fjelagið með því
að.gerast fjelagslimir, vinsamlega beínir
a5 sækja þann fund.
í umboði söngfjel.
Erlindur Gíslason.
Winnipeg 11. Sept. 1887
Nii ei* tœkiferi!
Hinn ódýrasti úrsmitSur í Winnipeg
er T, Tliomus. verkstæði á Main St.
626>4. 34567
Hann hreinsar úrin ykkar fyrir að
eins $1,00. Klukkur hreinsar hann fyrir
ekki meira en 50 cts. til $1,00.
Yfir höfuð gerir hann við vasa úr,
klukkur og allskonar gullstáz ódýrar en
nokkur annar úrsmiður í Winnipeg.
Hann dbyrgist aðgerðir sínar árlangt.
MuniHt að einnustofan er d
Main Hlreet OSGJ.
lail Contracts.
INNSIGUÐ BOÐ, send póstmálastjóra
ríkisins, verða meðtekini Ottawa þangað
til á hádegi á föstudaginn 4. nóvember
1887, um að flytja pósttöskuna fram og
aptur á síCartöldum póstleiðum, um fjögra
ára tíma frá fyrsta janúar næstkomandi:
Adelpha og Kii.larney tvisvar í viku;
vegalengd um 20 mílur.
Aikenside og Chater einusinniíviku;
vegalengd um 12)4 úiílur.
Akrow River og Beui.au einusinni í
viku; vegalengd um 22 mílur.
Belleview og Virden einusinni í viku;
vegalengd um 85 mílur.
Birtle og Seeburn einusinni í viku;
vegalengd um 20 mílur.
Boissevain og Desford tvisvar í viku;
vegalengd um 24 mílur (pósleiðin hring-
mynduð).
Boissevain og IIeaslip tvisvar í viku;
vegalengd um 18)4 uiílur.
Boissevain og LANOVAi.Etvisvar í viku;
vegalengd um 21 mílur.
Bradwardine og Logoch einusinni í
viku; vegalengd um 14 mílur.
Brandon og Railway Station tólf-
sinnum 5 viku; vegalengd um )4 mílu.
Carnduff og Sourisford einusinni í
viku; vegalengd um 40 mílur.
Dei.oraine og Sourisford tvisvar í
viku; vegalengd um 28 mílur.
Gladstone og Railway Station tólf-
sinnum i viku; vegalengd um )4 mílu.
Glendale og Sewell einusinni í viku;
vegalengd um 37 milur.
Killarney og RowLANDtvisvar íviku;
vegalengd um 13 mílur.
Lennox og Montefiore einusinni i
viku; vegalengd um 14 milur.
Moosomin og Railway Station tólf-
sinnum í vlku; vegalengd um % mílu.
Nelson og Opawaka einusinni í viku;
vegalengd um 8)4 mílur.
Pheasant Forks og Wolseley einu-
sinni i viku; vegalengd um 39)4 milur.
Rounthwaite og Stratherne tvisvar
í viku; vegalengd un 4 milur.
Westbourne og Railway Station
tólfsinnum í viku; vegalengd um )4 milu.
Frekari upplýsingar skilmálar og eyðu-
blöð fyrir boðin fást á nefndum pósthús-
um, við upphaf og enda hverrar póstleið-
ar, og á þessari skrifstofu.
W. W. McLeod,
Post Office Inspectors Office,
Winnipeg 26th, August 1887.
Tilkynniiisí;.
UndirritaCur býr til og gerir við skó
og stigvjel eins ódýrt og nokkur annar
skósmiðurí bænum, og ábyrgist vandað-
an og verklegan frágang.
Magnús Ó. Sigurðsson
35678 175 Rosw Street.
Hjá undirskrifuðum fást þessar
bækur keyptar:
„ Yfirlit yfir GoðafræCi NorSurlanda”
eptir H. Briem kostar 25 cents.
„ Hugvekjur til húslestra á missira-
mótum, ájólanóttoggamnlárskvöld” eptir
sjera Stefán M. Jónsson kosta 20cents.
149)4 Jemima 8t., Winnipeg.
S. J. Jóhannesson.
Allan-Liifi.
-----o-----
Kommgleg post og gufuskiplina.
Milli
Qnetiec, Halifai, Portland
EVRÓPU.
þessi linaer hin hezln og billegasta
fyrir innflytjendur frá Norfiurálfu til
Canada.
Innflytjenda plássiC á skipum þessarar
línu er betra en á nokkrum annara lina
skipum. FjelagiC lætur sjer annt um, a5
farþegjar hafi rúmgóC herbergi,
mikinn og hollan mat.
KomiC til mín þegar þjer viljiC senda
farbrjef til vina y5ar á íslandi; jeg skal
hjálpa ySur allt hvaS jeg get,
G. H. Campbell.
General western Agent.
471.......Main St. [oá k.)
Winnipeg, Man.
Wm. Paulson. P. S. Ba*dal.
Paulson ifeCo.
Verzla með allskonar nýjan og
gamlan húsbúnað og búsáhöld, sjarstak-
lega viljum við benda löndum okkar á,
að vi5 seljum gamlar og nýjar stór við
lægsta verði, sömuleiðis skiptum nýjum
stóm fyrir gamlar.
NB. Við kaupum gamlan húsbúnað
fyrir hæsta verð. ls
85 Market St. W...Winnipeg.
CaMnet Photos
8í2,()<> íyiniii
-í-
Bests mynda-gallery.
Xo. 1 JlcWilliam St. W.
fyrr Ross, Best & Co.
P. S. Vjer dbyrgjumst góðar myndir
og verklegan frágang.
íslemk tunga töluB í fótógrvf-
stofunni. 30jn.
Redwood Brewery.
Preminm I.nger, F.xtra Porter,
og allskonar tegundir af fli
bæ5i í tunnum og í flöskuin.
Vort egta „Pilsner”-öl atendur
jafnframarlega og hi5 bezta öl á
marka'Snum.
Redwood Brewery (Rau5vi5ar-
bruggaríií) er eitt hið stærsta og full-
komnasta bruggarí í vesturhluta Canada.
Meira en 50,000 dollars hefur nú þegar
veritS kosta'K upp á húsakynnin eingöngu,
og næsta sumar verða þau stækkuð enn
meir.
Vjer ábyrgjumst, að allt öl hjer til
búið, er af beztu tegund einungis, þar
vjer brúkum ekki annað en beztu teg-
undir af bæði malti og humli. þetta
sumar höfum vjer enn stærri ölkjallara
en nokkru sinni áður.
Ecl'vvarcl L. Drewry.
tW Strætisvagnar fara hjá verkstæðinu
með fárra mín. millibili. t. f.
The Green Ball
Clothiiii Hoise!
Athaga : Um ncestu 30 daga
seljum vjer MEÐ INNKAUPSVERÐI
allan vorn varning, karlmanna og drengja
klæðnað, skyrtur, nærfatnað, kraga,
hálsbönd, hatta o. s. frv.
Komið inn þegar þjer gangið hjá og
skoðið karlmannaalklæðnað (dökkan) úr
ullardúk, er vjer seljum á «6.00, al-
klæðnað úr skozkum dúk á $8,50, og
buxur, alullartau, á «1,75.
Munið eptir búðinni I Komið inn !
Jolin Spring.
434............Main street.
28yt<
Irs. II. Perret.
415 Main St. Winnipeg.
Sigurverk af öllum tegundum, franskar
klukkur, gullstáz, gleraugu og allskonar
varningur úr silfri.
Æfðir menn til að gera við úr hvert
heldur ensk, ameríkönsk eðasvissnesk úr.
Munið að búðin er skammt fyrir norðan
Nýja pósthúsiS, 28a20o
Camiiliell Bros.
Heiðruðu íslendingar! Þegar þið
þurfið að kaupa matreiðslu stór og hin
nauðsynlegu áhöld, þá komið til okkar.
Við ábyrgjumst þá beztu prísa, sem mögu-
legt er að gefa sjer að skaðlausu.
Þeir sem vilja eða þurfa geta átt kaup
sín við íslendinginn, Kr. Olson, sem æfin-
lega er fús á að afgreiða ykkur og tala ís-
lenzka tungu.
LátiT) okkur njóta landsmanna ykkar
þtð skuluð njóta þetmt í viðskiptum.
144á) Canipbell Itros.
530.................Main S(.
J'oet Ojffioc IrutpBctur.
NORTH MAIN ST. WINNIPEG, MAN.