Heimskringla - 22.09.1887, Blaðsíða 2
„Heimstrinila”
kemur út (aS forfallalausu) á hverjum
flmmtudegi.
Skrifstofa og prentsmiðja:
16 James St. W.........Winnipeg, Man.
Útgefendur: Prentfjelag Heimskringlu.
BlaöitS kostar: einn árgangur $2,00;
hálfur árgang r $1.25; og um 3 mánu'íú
75 cents. Borgist fyrirfram.
Smá auglýsingar kosta: fyrir 1 þl.
um 1 mánuö $2,00, um 3 mánuöl $5,00,
um 6 mánuði $9,00, um 12 mánuði
$15,00.
Þakkarávörp, grafminningar og eptir-
mæli kosta 10 cents smáleturslínan.
Auglýsingar, sem standa í blaðinu
skemmri tíma en mánuö, kosta: 10 cents
linan í fyrsta skipti, og 5 cents í annaö
og priöja skipti,
Auglýsingar standa i blaðinu, pang-
að til skipað er að taka pœr burtu,
nema samið sje um vissan- tíma fyrir
fram.
Allar auglýsingar, sem birtast eiga
í nœsta blaði, verða að vera komnar til
ritstjórnarinnar fyrir kl. 4 e. m. á laugar-
dögum.
Skrifstofa blaðsins verður opin alla
virka daga frá kl. 11 til kl. 12 f. h. og
frá kl. 1 til kl. 2 e. h. nema á miðviku-
dögum.
Aðsendum, nafnlausum ritgerðum
verður enginn gaurnur gefinn.
LAGAÁKVARÐANIR VIÐVÍKJANDI
FRJETTABLÖÐUM.
1. Hver maður, sem tekur reglulega
móti blaði frá pósthúsinu, stendur í á-
byrgð fyrir borguninni. hvort sem lians
nafn eða annars er skrifað utan á blaðið,
og hvort sem hann er áskrifandi eða
ekki.
2. Ef einhver segir blaðinu upp,
verður hann að borga allt, sem hann
skuldar fyrir það; annars getur útgef-
andinn haldið áfram að senda honum
blaðið, þangað til hann hefur borgað
allt, og útgefandinn á heimting á borg-
un fyrir allt, sem hann hefur sent, hvort
sem hinn hefur tekið blöðin af pósthús-
inu eða ekki.
3. þegar mál koma upp út af blaða-
kaupunl, má höfða málið á þeim stað,
sem blaðið er gefið út á, hvað langt
burtu sem heimili áskrifandans er.
4. Dómstólarnir hafa úrskurðað, að
það að neita að taka móti frjettablöðum
eða tímaritum frá pósthúsinu, eða flytja
burt og spyrja ekki eptir þeim, meðan
þau eru óborguð, sje tilraun til svika
(primst facie of intentional fraud).
Peniniar! peráiar!
Dá eru nú komnir út £ hlutir
fyrsta árgangs 1(Heimskringlu”.
En ekki mikið framyfir p»riðj -
ungur kaupandanna hefur borgað
fyrir árganginn.
í petta skipti virðum vjer kaup-
endum til vorkunar, \>6 peir ekki
hafi borgað enn pá. Blaðið hætti
að koma út í vetur er leið einmitt
pegar von var á að peningarnir færu
að koma inn. Þegar pað byrjaði
að koma út aptur voru peningar
bænda eðlilega gengnir til annara
parfa. Og síðan hafa peirekki haft
peninga milli handanna, nema til
hversdags parfa. Þetta hijfum vjer
sjeð og pess vegna ekki rekist í
innheiintu málum.
En nú er pessa árs uppskera
afstaðin, mikil og góð uppskera,
svo óvíst er að hún hafi verið jafn-
góð I pessum hluta landsins nokk-
urn tíina fyr, síðan íslendingar tóku
sjer hjer bólfestu. L>að er pví von
vor, að kaupendumir, um leið og
peir gleðja sig yfir sinni góðu upp
skeru, láti- útgefendur Hkr. verða
hluttakendur nægtanna og sendi
andvirði blaðsins við fyrsta tækifæri.
I>að er óparft að endurtaka hjer
paó, sem á ýmsum tímum hefur áður
verið brýnt fyrir mönnum, að pað
sje nauðsynlegt að viðhalda íslenzku
frjettablaði hjer í landi. Dað vita
allir, pað viðurkenna allir. Og pess
meir, sem íslendingar fjölga hjer í
landi, pess brýnni verður pörfin, og
undireins—ætti að vera—meiri lík-
ur til að pað geti prifist. En kaup-
endur verða að gæta pess, að pað
er ekki nóg að gerast áskrifandi
blaðs; pað verður að borgast. E>að
er heldur ekki nóg að hugsa sjer að
borga pað einhvern tíma um eða
eptir lok árgangsins. í vetur er
leið, meðan uppihaldið var, bárust
oss nógar fregnir úr sutnum nýlend-
unum í pá átt, að menn vildu held-
ur borga $4 fyrir árganginn, held-
ur en missa blaðið, og að vjer hefð-
um gert órjett í að hætta pannig
pegjandi pegar peninga praut, par
hefðu verið nógir menn fúsir til að
borga árganginn undireins, ef peir
hefðu vitað um kringumstæðurnar
o. s. frv. Ef menn almennt sýndu
pennan áhuga meðan blaðið kemur
út, pá mundi pað fljótt standa á
traustum grundvelli, en pví er mið-
ur, menn gera pað ekki, meðan
pað kemur út á tilsettum degi.
Vjerkunnumkaupendum pakk-
ir fyrir ánægjuna, er peir alinennt
hafa látið í ljósi yfir blaðinu, og
skal pað verða hvöt fyrir oss til að
gera vort ýtrasta til pess að sama
ánægja verði framhaldandi. En á-
nægja yfir blaðinu og hrós er nokk-
uð ljett í vasa og tryggir pvi ekki
tilveru pess. Það er ekki gert sjer
til dægrastyttingar að gefa út jafn-
stórt blað og Hkr. er. Hversu spar-
lega sem farið er með peningana,
pá kostar hver útgáfa blaðsins
ekki minna en $45-50, er um
árið gerir $2,340-2,600. Af pessu
geta menn ráðið hvað útgefendurn-
ir hafa lagt í sölurnar nú um 9 mán
aða tíma, par sem ekki meira en
^ kaupandanna hefur borgað.
Vjer höfum til pessa ent loforð
ið pað I vor: að láta blaðið koma
út reglulega og uppihaldslaust, og
reynum að halda pví áfram til loka
árgangsins fyrst og fremst. Þess
vegna treystum vjer pví, að áskrif-
endumir einnig standi við loforð *ín
og greiði annvirði blaðsins. Og vjer
vonum líka að peir verði búnir að
pví áður en árgangurinn er uppi.
Með pvl einu móti tryggja peir fr*m
hald blaðsins.
Vtg.
TALAÐ VIÐ ÚTFÖR
SIGFÚSAR STEFÁNSSONAR
af
SJERA JÓNI BJARNASYNI,
WINNIPEG, 9. SEPT.
I. á heimili foreldranna.
Jesús sagði’: „Nú skilur þú ekki
það, sem jeg gjöri, en seinna munt þú
skilja það” (Jóh. 13. 7.).
„Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vina skilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hjer hinn síðsta blund”.
Það var stórt reiðarslag, sem gekk
yftr þetta heimili, þegar skyndifregnin
kom hingað heim um það, að hinn góði
og efnilegi ungi maður, einkasonur for-
eldra sinna, væri ailt í einu kallaður
burt. Það var reiðarslag fyrir oss aila á
þessum stöðvum, sem þekktum hannog
sáum hann vaxa upp hjer vor á meðal
eins og eitthvert fegursta og efnilegasta
blóm hins uppvaxanda æskulýðs vors,
og vita nú með þessari óhaggandi dauða
vissu, að pessu blómi er ’fyrir fullt
og allt kippt burt hjeðan. En þyngst
fjell auðvitað reiðarslagið yfir þennan
blettinn, sem nú stöndum vjer á, og þau
ástvina-hjörtu, sem honum tilheyrðu.
Og nú er hann andvana kominn hingað
heim, til þess að faðir og móðir og
systur og nákomnustu ástvinir hans geti
kvatt hann með tárum sínum og bænum
til drottins að skiinaði. Hún er stutt
þessi seinasta dvöl hans í húsi föður og
móður; hann er nú að flýta sjer grafar.
„Iljeðan skal halda;
heiinili sitt kveður
heimilis prýðin íhinnsta sinn”.
„Síðasta sinni
sárt er að skilja;
en heimvon góð í himininn”.
Já, það er sárt fyriryður, sem elsk-
uðuð hann og áttuð hann, að slíta yður
frá honum, að skilja við haun svona
fljótt. Hjörtun, sena liggur við að bresta
af liarmi, eru freistuð til að spyrja:
(lHví fengum við ekki lengur hjer niðri
að njóta hans? Hví komstu, grimmi
dauði, og rjeðst á hann og ieyfðir okk-
ur ekki einu sinni að horfa á hann með-
an hann var að gefa upp öndina ?”—
Dauðinn er kaldur og þögull og svarar
engu. En Jesús, hinn almáttki lausn-
ari vor, hann, sem er svo máttugur, að
hann hefir einnig dauðann í hendi sinni,
liann stendur, þótt ósýuilegur sje jarS-
neskum augum, hjá oss nú, og eins víst
og íeg trúi orði kristindómsins, eins vist
lieyri jeg í anda mínum hann segja nú
til yðar: uJeg tek upp ó mig ábyrgð-
ina á því, sém dauðinn hefir hjer gjört.
Dauðinn kom ekki til hans fyr en jeg
leyfði honum að koma. Hann var bú-
inn að ljúka sjer af hjer niðri, þótt
hann ungur væri. Jeg átti honum til-
búinn stað uppi í himninum, og svo
leyfði jeg þá dauðanum að koma, en jeg
sjálfur flutti hanu heim. Nú skilur þú,
syrgjanda hjarta föður og móður, ekki
það, sem jeg gjöri, en seinna muntu
skilja það”. Ó, syrgjandi vinir, ó, að
mega nú trúa og geta svo hvílt liuga
sinn við þetta evangelíum drottins.
Eitt skiljið þjer þó nú þegar: það er
tvennt ólíkt, aðdauðinn, þótt kaldur sje,
taki frá oss það, sem hjarta voru er
kærast, og hitt að liinn syndfulli og
afvega leiðandi heimur svifti oss því. Og
það er tvennt ólíkt, að verða að sleppa i
hendur dauðans þeim, sem allir gjörðu
sjer svobjartar framtíðarvonir um, hefði
hann lifað, og sem allir, er þekktu,
syrgja og sakna, ellegar þeim, sem
lítið eða ekkert efni þótti í. Um þann,
sem sýnilega fór vaxandi í öllu góöu,
eftir því, sem æfidagarnir urðu fleiri,
veit maður með fuilkominni vissu, hvar
hann hefir lent í dauðanum. Sárt er að
skilja við hann svona ungan, svona góð-
an, svona efnilegan. En það er ómetan-
leg huggun í því að hann var það, sem
hann var, úrþví endilega verður við hann
að skilja.—„Enginn um hádegisbilið við
býst, að brátt taki að dimma af nótt”.
Og hjer kom nóttin áður en sól hans
æfidags sýndist vera komin í hádegisstað.
„Morgunstund hefir gull í mund”. Bless-
uð sje æfi hanshjer, sem ekki var nema
morgunstund. Hann fór með það, sem
var gulli dýrmætara; hann safnaði sjer
á hinni stuttu æskuæfi þeim fjársjóðum,
sem ekki fölna eða verða að engu, þó
að dauðinn komi. Ileill sje yður, syrgj-
andi foreldrar, sem hugsið um það öllu
fremur, að börnin yðar fái eignazt and-
lega fjársjóðu meðan enn þá er rnorgun
á æfidegi þeirra. 8ú fyrirhyggja er eins
blessunarrík fyrir því, þó að æfin endi
áður en morguninnerltðinn.—Þjer sklij-
ið ekki nú, hvers vegna æfi hins elskaða
sonar endaði með morgninum. „Seinna
muntu skiija það”, segir Jesús. Hve
nær kemur sú stund? Það veit guð einn,
en iangt verður í öllu faiii ekki ekki
hennar að bíða. Ó, þá verður sælt að
lifa og sjá augliti til auglitis. Nú verð-
um vjer að trúa. Seinna fáum vjer að
skilja. Guð gefi yður náð til að þreyja
eins og tilbiðjandi guðs börn þangað til
sú mikla stund upp rennur.
„Ó, blessuð stund, er sjerhver rún
er ráðin,
og raunaspurning, sem mjer duldist hjer,
og jeg sje vel, að vizkan tóm og náðin
því veldur, að ei meira sagt oss er.
Ó, blessuð stund, er hátt í himin
sölum
minn hjartans vin eg aftur fæ að sjá
og við um okkar æfi saman tölum,
sem eins og skuggi þá er liðin hjá”.
Svo sje þá friður guðs með honum
látnum; friður guðs yfir þessu sorgar-
húsi; friður guðs fyrir Jesúm Krist með
oss öllum. Amen.
II. ásamkomustað safnaðarins
og sunnudagaskólans.
„Fagnið með fagnendum og grátið
með grátendum”. Rom. 12, 15.
Á jeg að skoða það sem boðorð af
guðs anda útgefið til kristinna manna
þetta? Á jeg ekki öllu heldur að líta á
það sem evangelíum, sem blessaðan náð-
arboðskap, stýlaðan til lærisveina Jesú
Krists á öllum tímum? Mjer finnst það
miklu fremur leyfi, inndælt og huggun-
arríkt leyfi frá drottni, iieldui* en bjóð-
anda lögmál. Og í öllu falli er það víst,
að ef hjer er um lögmálsboð að ræða, þá
er ekkert boðorð auðveldara að uppfylla
en að gráta hjer með grátendum. Að
gráta yfir þessari líkkistu með foreldrum
og systrum og öðrum nákomnustu ást-
vinum hins unga manns, sem hjeðan er
kallaður burt, það getur þó vist engum,
sem hingað er kominn til að kveðja hann,
veitt örðugt. Tárin koma af sjálfu sjer
við önnur eins tækifæri og þetta, og af
þvíjeg vil helzt iíta á hið guðlega orð:
„Grátið með grátendum” eins og náðar-
boðskap, þá skoða jeg líka tárin sjálf,
sem hjer falla, eins og blessunarríka út-
sendara frá drottni. Eg lít á þau eins og
eins marga engla, sem nú í hinni djúpu
sorg eru á ferðinni hjer hjá oss, um
kringja líkkistu þessa og eru að fylgja
því, sem hún hefir að geyma, til grafar.
Svo þú mátt þá gráta nú, faðir og móðir,
ásamt börnunum ykkar, sem enn lifa
eftir hann látinn, því guð leyfir ykkurað
gráta, og þessi tár eru frá honum; þau
eru af sama tagi eins og tárin, sem Jesús
felldi forðum yfir gröf ástvinar síns
Lazarusar. Og þjer allir hinir, þjer meg-
ið gráta með.—Eg skal ekki aftra nein-
um frá að láta tár falla i dag, því þó jeg
vildi það, þá hefi jeg ekkert leyfi til þess.
Dcottinn guð hefir ætlazt til þess að lijer
væri grátið.
Með tárin í augunum getum vjer
ekki annað en hugsað um það, sem grát-
ið er út af. Ó, grátsefnið er ákaflega
mikið. Þið, faðir og móðir hins fram-
liðna, hið bjartasta ljósið augna yðar er
með dauða hans slökkt svo skyndilega,
áður en ykkur eða nokkurn annau varði.
Eins og þið hafið lifað fyrir öll börnin
ykijar, eins hafið þið ekki s^.t lifað fyrir
liann. Og yltknr fannst víst eins og var,
að það væri vert að lifa fyrir þennan
einkason. Það er ómaksins vert fyrir
alla foreldra að stríða fyrir börnin sín,
þegar þau reynast eins og hann reyndist,
vaxandi að þekking og náð hjá guði og
mönnum um leið og aldurinn óx. Vjer
sjáum lítið fram í ókomna tímann, en
hefði ekki dauðinn komið og tekið hnnn
burt, þá virtist óhætt myndi hafa verið
að segja fyrir: l(IIinn ungi maður, Sig-
fús Stefánsson, hann verður í framtíð-
ínni sómi og gleði og styrk stoð foreldrn
sinna. Hann launar þeim margfaldlega
það, sem þau hafa lagt í sölurnar fyrir
menntunarlegt og kristilegt uppeldi hans’.
En dauðinn kom, svona sorglega og vo-
reiflega og gjörði stryk i reikninginn.
Og þó kemur aldrei stryk í þann reikn-
ing, að þau hafa sóma af honum, þó að
hann yrði ekki eldri, og þau fá laun
hjá drottni fyrir það, að hafa uppaliö
hann til að verða það, sem hann var,
Menn gráta hjer með forqj^irunum yfir
góðum syni og einhverju efnilegasta
ungmenni, sem var í hópi þjóðflokks
vors á þessum stöðvum. En jeg vildi, aö
allir þeir, sem eiga börn, ljeti nú þessi
tár verða sjer heilaga lexíu til þess að
stefna uppeldi sinna barna í þá átt, að
maður gæti með gildum ástæðum gjört
sjer aðrar eins framtíðarvonir um þau
eins og allir þeir, sem bezt þekktu til,
hlutu að gjöra sjer um hinn framliðna.
Þjer, ungu menn, gjörið meira en að
gráta yfir honum. Verið eins ötulir i
því að leita yður menntunar eins og
hann, og þegar þjer menntið yður, ment-
ið yður þá ekki eingöngu og ekki fyrst
og fremst fyrir þetta jarðneska líf. Þjer
sjáið nú svo vel, með hann, að eins á
17. aldurs ári, liggjanda sem liðið lík,
kallaðan burt svo að segja á einu augna-
bliki, að það, sem mest á ríður, er
menntan til eilífs lífs, menntan, sein
dregur mann að drottni sínum, mennt-
an, sem hefir meðferðis ljós í dauðans
myrkrum, kristileg menntan, sem undir-
býr sálina svo, að hún er ferðbúin hjeð-
an úr grátheimi hve nær sem kallic kem-
ur, eins og jeg þykist vera alveg viss
um að þessi ungi framliðni bróðir vor
hafi verið, þegar hann var kallaður.—
Mínir ungu vinir, sem verið hafið skóla-
bræður hans og skólasystur á sunnudags-
skóla vorum hjer, aldrei höfum vjer
fengið aðra eins lexíu fyrir sunnudags-
skóla vorn eins og þessa táralexíu út af
honum látnum, sem guð almáttugur
leggur oss nú upp í hendurnar. Oft
hefir drottinn talað alvarlega til yðar,
börnin góð, hjer(á þessumstað, en aldrei
hefir hann talað eins átakanlega eins og
nú. Ilann hefir tekið burt úr vorum
hópi þann lærisveininn, sem einna bezt
allra hjelt uppi sóma þessa lióps. Hann
elskaði þennan skóla, og af því hann
elskaði hann, þá sótti hann hann svo
fram úr skarandi vel. Það hefir stund-
um verið efazt um nokkurn verulegan
árangur af þessumskóla, og stundum hefi
jeg efastlíka. En eitt er víst: fyrir hinn
framliðna æskumann bar hann sannarleg-
an árangur, og hann ber sama árangurinn
fyrir alla þá unglinga, sem sækja hann
eins kostgæfilega og með sama hug og
hann gjörði. Það er grátsefnið stór-mik
ið fyrir skólann að missa slíka lærisveina,
en það er lika gleðiefni í því að vita,
að maður hefir þó haft þá lærisveina,
sem eins og hann ekki sneru bakinu við
sínum kristindómsskóla um leið og þeir
voru að verða fullorðnir menn. Og nú,
elskuðu ungu vinir, ef þjer grátið liann
í einlægni, sýnið það þá með þvi að
elska og sækja þennan skóla eins sam-
vizkusamlega og hann gjörði, og hverf-
ið ekki burtu af honum fyrir það að
yður finnst þjer sjeuð að verða fuil-
orðnir menn. Hans pláz hjer er nú
autt. Það getur enginn fyllt; en þjer
getið hvert um sig, börnin góð, kapp-
kostað að fylla sem bezt yðar eigið
pláz í skólanum, sem kennir manni að
lifa og deyja eins og guðs barn, og til
þess á þetta sorglega og hátíðlega tæki-
færi að knýja yður. Látum allan skól-
ann gráta við burtför hans, en svo gráti
menn skólann og sjálfa sig um leið úr
helju.
Það er tóm táralexía þetta enn
sem komið er. En það þarf að verða
meira. Jeg tók síðara helminginn af
textanum, þessi orð: „Grátið með grát-
endum ”, en sleppti upphafinu, sem var
þetta:. „Fagnið með fagnendum”. Jeg
vissi, að grátsefnið lá næst með, hann
látinn fyrir augunum. Jeg þorði ekki
að byrja á upphafinu, og svo hefi jeg
það þá fyrir niðurlag. „Fagnið með
fagnendum”. Jeg ætla ekki lieldur að
skoða þessi orð sem lögmálsboð til vor
frá drottni, heldur eins og himneskt
evangelíum, sem leyfir oss öllum með
tárin í augunum að fagna og vera glað-
ir. Menn geta liaft gleði, þó menn
gráti; það geta menn, ef menn gráta
tárum kristilegrar trúar og vonar. En
er l>á nokkur hjer, sem hafi fögnuð, svo
að með honum sje unnt að vera fagn-
andi? Getur yfir höfuð að tala þetta
himneska leyfi, að menu mega fagna
með fagnendum, nokkuð komið oss við
í þeim sorgarsporum, sem vjer nú stönd-
umí? Jú, guði sje lof, þaðkemuross við
einmitt nú. Hinn framliðni er að and-
anum til hjá guð^ sinum. Dauðinn
kom skyndilega að honum, en frelsar-
inn var hjá honum og tók hann heim
til sín; því trúi jeg fastlega. Og þeir,
sem trúa því með mjer, og jeg vona
aö þjer allir trúið því, þeir vita þá, »ð
hann er nú fagnandi í guðs himni.
Þegar þangað er komið, þá fagna allir.
Þar fagna allir með honum. Og nú
kemur vor góði guð til vor í sorg vnrri
út af því að hafa misst hann hjeðan, og
minnir oss með orði sínu á, að oss sje
þá líka óhætt að fagna með honum.
Þjer trúið því, faðir hans og móðir, og
allir hinir, sem grátið hann, að hann sje
í dauðanum inn genginn í fögnuð herra
síns. Ó, grátið þá ekki svo, að þjer
ekki jafnframt fagnið með honum yfir
hans frelsi og himneskri sælu. Þjer
misstuð mikið; vor íslenzki æskulýður
hefir misst mikið; mannfjelagið hjer
hefirmisst mikið; kristindómsskóli safn-
aðarins hefir misst mikið; það er til-
finnanlegt skarð höggvið í framtíðarvon
þjóðflokks vors; en hann hefir ekkert
misst. Hann er með heiðri á ungum
aldri útskrifaður úr skóla hins jaröneska
lífs, og innskrifaður í hóp hinna út-
völdu á himnurn. Þar nær engin mæða,
freisting eða hætta honum framar. Oss
finnst einatt iífið þungt; hjarta vort
titrar af ótta og kvíða fyrir ókomnu
böli. Hann er frelsaður frá því öllu,
og fagnandi yfir sínu frelsi. Ó, fögnum
Þá með honum. Fagnið allir í því þjer
kveðjið liann, þó að fögnuðurinn verði
döggvaður af tárum. Fagnið með hon-
um og yfir honum í Jesú nafni. Amen.
ÍSLANDS-FRJETTIR.
Reykjavík 5. ágúst 1887.
Styrktarsj óður handa alþýðu-
fólki. Frv. um það mál var samþ.
með ýmsum breytingum við 2. umr. í
neðri deild 3. þ. m.; samkvæmt því sem
það er nú orðið skal i hverjum kaup-
stað og hreppi í landinu stofna styrkt-
arsjóð handa heilsubiluðu og ellihrumu
alþýðufólki.
„Sjóði þessa skal stofna á þann
hátt, að allir karlar og konur, sem eru
fullra 20 ára og ekki yfir 60 ára, og
eru hjú, þar á meðal börn lijá for-
eldrum, sömuleiðis þeir, sem leyst
hafa lausamennskubrjef eða að lögum
liafa lausamennskuleyfi og geta stundað
nýtilega atvinnugrein, skulu greiða á
ári hverju karlmaður 1 kr. og kvenn-
maður 30 a. Þó skulu undanþegnir
gjaldi þessu þeir, sem fyrir ómaga eða
ómögum liafa að sjá, sem og þeir, er
fyrir heilsubrest eða af öðrum ástæð-
um eigi geta unnið fyrir kaupi; sömu-