Heimskringla - 22.12.1887, Blaðsíða 2
„Helniskriiila,”
An
Icelandic Newspaper.
PuBI.ISHED
every Thursday, by
TlIB HkIMSKBINOI/A. Printing Compant
AT
16 James St. W.......Winnipeg, Man.
Subscription (postage prepaid)
One year.........................$2,00
6 months......................... 1,25
S months........................... 75
Payable in advanee.
ðample copies mailed frbb t* any
address, on applicatíon.
Kemur út (aK forfallalausu)á hverj-
nm flmmtudegi.
Skrifstofa og prentsmifija:
16 James St. W.........Winnipeg, Man.
Útgefendur: Prentfjelag Heimskringlu.
BlaðitS kostar : einn árgangur $2,00;
hálfur árgang r $1.25; og um 3 mánubi
T6 oenta. Borgist fyrirfram.
GLEÐILEG JÓL
og nægtaríkt komandi ár, óskum
vjer öllum leaendum blaftsins.
Detta útrennanda ár hefur ver-
ið nægtaár fjrir alla íslendinga hjer
megin hafsins. Bændurnir hafa feng-
ið rinnu sína vel launaða og hinir
fátseku landar, er á f>ví hafa flutt til
J»essara stranda, hafa bæði fengið
nóg að vinna og vinnuna vel laun-
aða. Dað geta pví allir verið glað-
ir um komandi hátíðir, og þannig
látið rætast hina almennu ósk í öll-
um kristnum lðndum:
Qlébileg jól! Gléðxlegt nýtt ár!
Tilkaupenda u Heimx/cringl u !"
Vjer undirritaðir kunngerum
hjer með kaupendum blaðsins, að
vjer höfum selt herra Frímanni B.
Anderson eignar og útgáfu rjett
blaðsins uHeimskringlu” frá 27. des-
ember p. á., er heldur blaðinu út
framvegis.
Detta gerum vjer ekki vegna
pess, að vjer sjálfir sjeum ófúsir að
halda pví út, heldur fyrir loforð, er
óbeinlínis var getið um í 15. nr. 1.
árs, Jiar sem herra Anderson kveðst
selja oss blaðið í hendur, Þar til
hann, gcti innleyst Þdb optur.
Vjer kunnum kaupendum og
fslendingum yfir höfuð pakkir fyrir
pann velvilja, er peir hafa sýnt oss
síðan vjer tókum við blaðinu í vor,
og vonum að peir sýni herra Ander-
son hann engu sfður.
Bggcrt Jóhanmton, Þórsteinn Pjetursson,
Jón V. Dalmonn, Eyjblfur Egjólfsson.
TIL ISLENDINGA !
Hjer með tilkynni jeg yður,
að jeg hef endurkeypt prentsmiðju
blaðsins Heimskringlu og er nú
eigandi og ábyrgðarmaður pessa
blaðs.
Jeg efast ekki um að mörgum
landsmanna minna pykir pjóðar-
sómi og pjóðargagn í pessari litlu
prentstofnun, pykir vænt um að
petta litla blað hefur getað prifist á
meðal vor, prátt fyrir fátækt og
nokkra mótspyrnu; en ekki sízt
munu margir gleðjast af pví, að
mjer hefur auðnast að verða aðnjót-
andi pess verks, er jeg um langan
tíma hef erviðað fyrir.
Aptur á móti vil jeg hjer með
láta í ljósi að petta verk er ekki
rnjer einum njeyúnkanlega, að pakka,
heldur öllu fremur samverkamönn-
um mínum, er hafa staðið með mjer
í víginu, vinum, er hafa barizt mjer
við hlið og almenningi, er hefur
stutt fyrirtækið með peninguin sín-
um og hjálp.
Útgefendum blaðsins vil jeg
sjerstaklega pakka fyrir dugnað,
kjark og drenglyndi gegn um alla
örðugleika. Jeg parf ekki að nafn-
greina pá, menn vita hverjir hafa
verið prentarar blaðsins, og hver
verið hefur ritstjóri pess, og menn
pekkja herra Eyjólf Eyjólfsson, sem
höfðinglyndan pjóðarvin. Jeg vil
einnig vötta vinum, útsölumönnuin
og almenningi yfir höfuð mitt bezta
pakklæti.
Blaðinu hefur að vísu verið í
mörgu ábótavant og fáir munu hafa
fundið meira til pess en útgefend-
urnir, en pað hefur verið eins vel
úr garði gert eins og kringumstæð-
urnar hafa leyft, og jeg vonast svo
góðs til manna að peir ekki dæmi
hart, pó byrjunin hafi verið ófull-
komin. Blaðið var byrjað í fátækt
og verkamenn pess hafa vegna efna-
skorts verið allt of fáir til að gera
blaðið líkt Jiví eins gott og pað
ætti að vera, sjálfur hef jeg átt við
mikið annað að starfa og ekki kom-
izt til að rita nema smámsaman.
Auk fátæktar hefur petta fyrir-
tæki átt við aðra örðugleika að
stríða. Það hefur átt sína andstæð-
inga og óvildarmenn, jafnvel meðal
peirra er ættu að vita og vilja betur.
Það ersannfæring mín, að petta
fyrirtæki sje gott, að jeg hafi ekki
gert öðrum rangt til, og að hið góða
sigri. í pessu trausti held jeg á-
fram, vonandi, að pótt prentstofnun
pessi sje enn lítil uiuni hún vaxa og
verða pjóð vorri til uppbyggingar.
Jeg hef pantað nýja stýla I fslenzku
og öðrum málum í viðbót við pá,
er jeg hef, og er nú í útvegum með
að fá mjer nýja hraðpressu. Aform
mitt er, að hafa hjer innan fárra
daga góða og fullkomna prentsmiðju
par sem gefa má út blöð, bækur og
hvað annað, ekki að eins á íslenzku,
heldur einnig öðrum Norðurlanda
málum og ensku. Verður pessi
prentsmiðja hin fyrsta pess konar
prentsmiðja hjer, og tslendingar
hinir fyrstu af útlendum pjóð-
flokkum, er hafa komið J>ess konar
menntastofnun á fót.
Blaðið uHeimskringla” heldur
áfram að minnsta kosti næsta ár.
Stefna pess verður sem hingað til,
að eíla verklega, vlsindalega og sið-
gœðislega menntun/ í einu orði,
ÞjóQmenning. Hjer eptir sem hing-
að til mun blaðið hafa meðferðis
greinar um atvinnumál, fjelagsmál
og menntamál. Góðum velrituð-
um greinum um atvinnu, landnám,
búnað, iðnað, verzlun, bókmenntir,
gagnfræði og vísindi verður ætið
veitt rúm í blaðinu, en engn per-
sónulegu eða ærukreinkjandi, ef
mögulegt er.
Ritgerðir eru ljósmyndir hugs-
ana vorra og hugsanirnar eru geisla-
brot sálarinnar, pví ættu pær að
vera fagrar og góðar. Enn frernur
á meðan að eins er lítið ritað
á meðal vor, ættum vjer almenn-
ings vegna og sjerílagi ungdóms-
ins vegna, að láta allt pað, sem
irentað er, vera frcéfiandi og betr-
andi. Jeg vil , pví biðja góða
menn, ólærða sem lærða, að senda
praktitkar og velritaðar greinar um
atvinnu, búnað, iðnað og verzlun,
leitSbeinandi greinar um fjelagsskap
og stjórn, skemmtandi ritgerðir um
skáldskap og fagrar listir, og frœli-
andi ritgerðir um bókmenntir og
vfsindi.
Enn fremur vil jeg biðja út-
sölumenn, að vinna ötult að út-
breiðslu blaðsins, svo pað sje hvar
sem íslendingar eru, og almenning
bið jeg að kaupa pað og borga,
>ví svo getur pjóðstofnun pessi
bezt prifist.
Að endingu vil jeg votta yður,
landsmönnum mínum, einlæga vel-
vild og virðing, og óska yður heilla
og fagurrar framtlðará pessari nýju
öld frelsis og menntunar.
Yðar einlægur,
SFrimann 73. Anderson.
Fregnir
Úr hinum ísienzku nýlendum.
ÁRNE8 P. O., NÝJA ÍSL. 1. des. 1887.
Fátt er hjeðan að frjetta.
Veðrátta er lík J»ví sem hún er vön
að vera um pennan tíma árs, jörðin
pakin hinni vanalegu hvftu vetrar
blæju sinni, og er hún jafnsnemma
á tíma í pykkara lagi, um 6-8 puml.
Um 20. nóv. klæddist vatnið
hinni köldu vetrar skýlu sinni, var
pað um saina tíma og vant er.
Skörp frost hafa komið, 27. f.
m. var pað 30 stig fyrir neðan zero,
nú aptur mildara veður.
»
25. f, m. brann til ösku hjer í
Árnesbyggð hús peirra bræðra
Gunnlaugs og ísleifs Helgasona.
Ekkert af fólkinu var heima, en
pegar að var komið var húsið allt
innan i einu báli, svo engu varð
bjargað; brann par mikið af alls-
konar fatnaði og matvöru, netum
og netaefni, talsvert af bókum og
einnig peningum og ein stó sem al-
veg varð ónýt, auk fl. Skaði pessi
var pví tilfiinnanlegri sem petta
skeöi undir veturinn.
Almennt hafa Árnesbyggðar-
búar skotið saman til að bæta úr
bráðustu nauðsynjum, einkum fatn-
aði, og er slfkt vel gert.
12. nóv. hjó sig í fót hra. Sig-
urður Sigurbjörnsson f Árnesi
póstafgreiðslumaður, hann er nú
heldur á batavegi.
Þá er nú farið að líða að
unomination” og eru allar líkur til
að útnefndir verði nýir menn í
sveitarstjórnina.
Breyting sú hlýtur að vera af
J»ví, pó pað hafi ekki koinið opinber-
lega fram, að almenningi hefur pótt
nefndin vera lítt starfandi í velferðar-
málum nýlendunnar, en jeg læ* pað
ósagt að J»að álit almennings sje al-
veg óyggjandi, pegar pess er gætt
hversu margt hefur dregið úr fram-
kvæmdum nefndarinnar, eins og lög-
gjöfin sem kom svo seint og fjeleysi
auk fleira.
í byrjun bjóst enginn við fram-
kvæmdum miklum af nefndinni, að
eins undirbúningi fyrir næstu nefnd;
pegar pess er gætt að hún hafði
ekki nema part af árinu til að starfa,
pá gat hún ekki, auk áðurnefnds
hnekkis, mikið gert eða leitt mörg
mál til lykta.
Þess er óskandi að hin nýja
nefnd fái góðar viðtökur, en enginn
má samt búast við uað öll góð og
fullkomin gjöf” komi frá henni
fremur en peirri sem nú er.
Það er vert að benda á pað, að
vjer nýlendumenn purfum að vera
sem bezt samhuga í almennum mál-
um sem varða sveitina. Deir krapt-
ar sem vjer höfum eru litlir, en
tninni verða pó afköstin, ef einn
rífur pað niður sem annar byggir.
Með pií verðuin vjer aldrei tilgagns
í pjóðfjelaginu, allar framfara til-
raunir hætta, og að lokuiti fáum vjer
ekki neinn til að starfa sem starfftð
getur á meðal vor.
ICELANDIC KIVEIt, 7. dos. 1887.
Þar vetur er nú gengin I garð
og haustannir umliðnar, pá mun
einkar vel fallið að gripa penna og
blað og senda >tHeimskringlu”
nokkrar línur.
Uppskera varð hjer I haust all-
góð; hveiti, par sem pví var sáð,
jroskaðist fremur vel. Af jarð-
eplum varð einnig góð uppskera,
»að s*m lifði af votviðrin í sumar,
af garðávöxtum fjekkst nokkuð sum-
staðar. Yfir höfuð er lítil stund
lögð á að rækta pá enn, en von-
andi að pað smá færist í vöxt fram-
vegis.
Kíghósti og skarlatsveiki er að
siinga sjer niður hjer og par. Jón
Bjarnason, sem býr á Fögruvöllum
upp með íslendingafljóti, missti 2
börn á 1. og 4. ári; aðfaranótt hins
6. p. m. andaðist og úr sömu veiki
Sigurveig Jónsdóttir, kona Kijistj-
áns Björnssonar á Breiðumýri í
Breiðuvík.
Upp ineð íslendingafljóti í efri
byggðinni er allt af verið að taka
lönd, landtakendur inunu vera orðnir
15; sem stendur tilheyra peir allir
Breiðavíkursöfnuði, en hafaí hyggju
að koma sjer upp samkomnhúsi hið
bráðasta, sem á aS verða 20 fet á
lengd og 15 á breidd.
Talsvert aflaðist í haust af smá-
fiski með landi fram, en sökum
fiskilaganna má ekki veiða hvítfisk
á haustin, og er J»að æði hart fyrir
nýkomna, bláfátæka innflytjendur,
að mega ekki draga sjer einn hvít-
fisk úr vatninu, nema J»á um leið
að eiga von á að verða fyrir útlát-
um. Hinir eldri bændur geta vel
komist af án pess að vera að eyða
tima við fiskiveiðar á haustin, en
fyrir eignalausa innflytjendur, ný-
komna úr harðindunum á íslandi,
virðist pað að vera hin holzta lífs-
björg. Allir vesturfarar, sem kom-
ið hafa til pessarar nýlendu í sumar,
hafa verið allslausir, enda leikurorð
á, að landar í Winnipeg geri hreint
fyrir sínum dyrum með að vísa öll-
um peim fátækustu hingað, en reyna,
sjálfir að ná 1 pá, sem eitthvað eiga
afgangs ferðakostnaði, pegar pang-
að kemur. Sveitarstjórnin hefur að
sögn beðið sambandsstjórnina um
$1500 til styrktar hinum fátækustu
innflytjöndum I nýlendunni, en hvort
pað fæst er ó\ i. t enn J»á.
Búendur I Mikley hafa enn pá
eiiiu sinni sent bænaskrá til stjórn-
arinnar um að fá hálfsmánaðar póst-
göngu til sín. Landtakendur munu
par vera orðnir um 36 í allt; á
eynni eru eitthvað um 170 manns.
Það virðist nú sje tíini til komin, að
stjórnin allra mildilegast bænheyri
pá og láti J»á fá póstinn.—Sú fregn
hefur og flogið fyrir, að búið sje
að semja og eigi að fara að undir-
rita bænarskrá til stjórnarinnar um
að fá vikupóstgöngu gegn um ný-
lenduna, pegar hin nú» erandi „kon
tract” endar á komaiida sumri. Vjer
óskum til lukku !
Um 30 mílur uorður rneð Win-
nipegvatni eru nú nokkrir menn við
fiskiveiðar á Stóra Kvernssteinsnesi,
um 20 alls. Fiskiveiðarnar kváðu
ganga fremur tregt; hæsti hlutur
uui 200, margir innan við 100. Auk
pessara eru nokkrir við veiðar i Deer
Island og Litla Kvernsteinsnesi.
Þeir sem J»ar eru er aagt að muni
afla bezt.
Samningar eru um pað bil að
komast á milli Árnesbyggðarmanna
og timburverzlunarfjelags eins 1 Sel-
kirk um, að sögunarmylna verði sett
upp á Drunken Point. Þvf miður
eru oss ekki nægilega kunnirsamn-
ingarnir, en aðalatriðið mun vera á
pessa leið: Fjelagið Drake & Co.
lofar að flytja mylnu pá, sem pað
á f Selkirk ofan á Drunken Point
og setja hana par upp á eigin
kostnað og hafa undirbúnað að geta
byrjað að vinna um 1. maí iiæstk.,
og leggja til 2 menn, vjelarstjóra
og sögunarstjóra. Þar á móti
skulda Árriesbyggðarmenn sig til
að taka út í vetur 500,000 fet af
borðvið, J»ar af ganga 200000 fet
til fjelagsins, sem í staðin sagar
300000 fet fyrir Árnesbygðarmenn.
Enn fremur lofa Jieir að leggja til
3-4 menn, sem vinni kauplaust við
mylnuna á meðan sögunarvinnan
stendur yfir.
Landi nokkur frá Winnipeg var
að ferðast gegn um nýlenduna í
haust og keypti nautgripi fyrir Pen-
rose & Rocan fjelagið. Sá maður
hefur tvívegis verið hjer áðurí sömu
erindagerðuni, sem vfst hefur kom-
ið bændum vel. Hann er að flestra
sögn lipur, og virðist að vera skil-
vís og áreiðanlegur maður.
Kvennfjelagið heldur stöðugt
áfram á veginum til upplýsingar,
inenntunar og framfara. Hið síð-
asta er pað gerði, var, að pað hef-
ur ákvarðað að láta leika uÚtilegu-
mennina” enn einu sinni, með frarn
af pví, að allir sem vit höfðu virtust
vera leiknum velviljaðir og hlyntir
í fyrra vetur. Sá leikur mun pvl
að öllu forfallalausu verða leikin
kringum hinn 20. J». m. Þó að fje-
lagið að nafninu til standi fyrir
pessum leikjum, pá liggur f augum
uj>pi aðtöglin og hagldirnar sjeu
algerlega í höndum leikandanna.
pví ef J»eir ekki væru að vinna fyr-
ir fjelagið mundi pað ekki gera svo
mikið, enda mun tilfellið, að J>að
liggur allt í valdi leikendanna, og
er sjálft ekkert annað en ljúfmensk-
an og lítillætið I
Private Board.
að 217 Iíohs St. íslendingum selt
fæíi svo ódýit sem mögulegt er.
Gott hesthús og allt tilheyrandi
þörfum ferðamanna.
Kennsla í ensku ókeypis.
Stefán Stefánsson.
IÍEMSLU í EWSKV
bætSi munnlegri og skriflegri gegn
sanngjarnri borgun geta menn fengi*
hjá
F.inari 8æmnndssoB
4 Iiato Street.
N.B. Mij er helzt að hitta heimft
á kvöldin.
B. S.
Töe Green Ball
Clotliíí House!
Athnga : Um næslu 30 dagn
seljum vjer MEÐ INNKAUP8VERÐI
allan vorn varning, karimanna og drengja
klætSnaö, skyrtur, nærfatnað, kraga.
hálsbönd, hatta o. s. frv.
Komið inn þegar þjer gangið hjá og
skoðið karlmannaalklætinað (dökkan) úr
ullardúk, er vjer seljum á 96,00, d-
klæðnað úr skozkum dúk á 98,50, og
buxur, alullartau, á 91,'S'5.
Munið eptir búðinni! Komið inn !
Jolin Sming.
434............Hain street.
2Sytí
TN O rr ÍCE.
MARGAR skóla-sectionir í Manitoba-
fylki verða í »etur boðnar upp á sölu-
pingi á þeim - tað og tíma, er nú skal
greina:—
Að Manitov. liinn 10. janúar 1888; að
Winnipeg, hinn 17. janúar 1888; að
Portage La Pra.irie, hinn 24. janúar 1888;
aí Drandon, hinn 81. janúar 1888; að
Minnedosa, liinn 7. fetrúar 1888.
Þar sem svo kann að standa á að ný-
byggi hafi búsett sig á einhverjum fjórð-
ungi sectionar, er seld verður, og ef
hanu getnr sannað, sem Dominion Land
umsjónarmanninum þykir þörf, að hann
hafl verið ábýlismaður á landinu hinn 1.
októbermánaðar 1887, með þeim ein-
Imgum ásetningi að eignast það, og hafl
ekki vitað það var skólaland og undan-
þegið heimilisrjettarlögum, þá verSur
kaupandi þessa sectionar fjórðungs, ef
annar en ábýlismaöurinn sjálfur, álitinn
skyldur að borga nefndum ábýlismannl
sanngjarnt verð fyrir umbætur á landinu.
Skrár yfir landið, er selt verður, hið
uppsetta verð stjórnarinnar fyrir þaö,
•öluskilmálar og allar aðrar uppiýsingar,
er tilvonandi kaupendur kynnu að æskja
eptir, fást ef um er beðiö hjá: Innanan-
rókisstjóranum í Ott.aua; Dominion Ixxnd-
umboVsmanninum í Winnipeg, og hjá ÖIÞ
um Dominion Land agentum 1 Manitohm
eða NortSvesturlandinu.
A. M. BuROEsa,
varamaður innanríkisstjórana.
Department of the Interior )
Ottawa, ðth, December 1887. )
Fyrir þessa auglýsingu verður ekki borg
að, nema stjórnin leyfi atS prenta hana.
Caipbell Bros.
Heiðruðu íslendingari Þegar þið
þurfið að kaupa matreiðslu stór og hin
nauðsynlegu áhöld, þá komið til okkar.
Við ábyrgjumst þá beztu prísa, senimögu-
legt er af? gefa sjer a‘5 skaðlausu.
Þeir sem vilja eða þurfa geta átt kaup
sín við íslendinginn, Kr. Olson, semæfin-
lega er fús á aff afgreiða ykkur og tala ía-
lenzka tungu.
TÁtiiS okjcur rvjóta landsmanna ykluvr
þtð skulutS njóla Yeirra í vitSskiplurn.
144áJ Campbcll Bros.
5S0..............Main Si