Heimskringla - 08.11.1888, Page 1

Heimskringla - 08.11.1888, Page 1
ar Winnipeg, Man. 8. November 1888 Nr. 44. • > Benjamin Harrison er kjörinn forseti Bandaríkja, sogja siðustu fregnir. New York snerist gegn Oleveland og rjeði úrslitunuin. ALHEliNÁR FRJETTIR. FIlX ÚTLÖNDUM. ENGLAND. Bannsóknarrjett urinn í Parnellsmálinu var settur aiitur 30. f. iii., og var p>á fyrsta verk Websters að heimta að sjer og að- stoðarmönnum síimm væru sýndar bankabækur Landfjelagsins írska. Bjóst hann við að Parnell-sinnar hefðu á móti [yví, en Russell stóð strax upp og kvað sjálfsagt að pær fengjust, hvenær sem Webster vildi Hinn 1. p- m. gerðist pað, er ekki hjálpar Times mikið áfram. Svo bar tii, að maður skaut á annan á hóteli. Sá sem særður var klagaði I>egar, og ljet handtaka hinn seka. Heitir sá Joseph Cavanagh, og f> r- ir lögreglurjettinum daginn eptir, bar hann f>að frarn, aö hann væri af 7'imes-eigendum keyptur til að sitja í London, til að bera vitni I Parnells-málinu, hvenær sem hann yrði kallaður, og svo var um f>ann, er hann veitti banatilræðið. En á- stæðan til banatilræðisins var sú, að Cox (sá er skotinn var) liafði kvöld- inu áður gert ráð fyrir að segja alt annað fyrir rjettinum en hann gerði í samræðum í hótelinu. Auk pess kom það fram hjá Cavanagh, að 7'í'mes-eigendurnir hafa leigðan heil- an hóp af verkamönnum og götu- skríl, er peir gjalda £‘6 ($30) um vikuna til að sitja í London og bera vitni í málinu. Margir af pessum mönnum eru pannig, að væri lífsfer- ill peirra almenningi kunnur mundi enginn trúa fran.burði peirra, pó peir stæðu eiðsvarnir frammi fyrir dómaranum. Og Þeir & mnrgfalt meiri laun fyrir að sitja aðgerðalausir en peir nokkurn tíma a æfi sinni hafa áður fengið fyrir örðugustu vinnu, pá eru lítil lík- indi til að peir skirrist við að tala eins og peirra greiðasami húsbóndi býður. Parnells-sinna-blaðið Star kemur líka við Titnes síðan petta komst upp, og flytur nú hverja grein- ina á fætur annari, með fyrirsögn- inni: Walterism and Crime, í stað- pess að Times hafði áður: Parnell- ism and Crime fyrir sínum greinum og sem valdar eru að rannsókn peirri, sem nú er byrjuð, og meið- yrðamáli Parnells gegn blaðinu. En pvl nefnir Star greinar sínar Wal- terism and Crime, að yfirritstjóri Times heitir Walter. Salisbury lávarður hefur kjörið Michael Henry Herbert fyrir bráða- byrgðarráðherra í Washington. Sam- dægurs kemur og sú fregn frá ut- anríkisdeild Bretastjórnar, aðá peim skrifstofum viti enginn til að talað hafi verið um að gera Sir Charles Tupper að eptirmanni Westsí Was- hington, enda sagt ómögulegt sam- kvæmt almennum stjórnarreglum í p/í tilliti, Manitoba-hveiti á undan. Þetta hveiti er nú í lang-hæsta verði á Londonmarkaðinum. í vikunni er leið voru boðnir 9 shillings og 3 pence Og 9 sli. 6 d. ($2,31—2,37) fyrir 100 pund. Næst pví er metið að gæð- um California-hveitið, og bezta rúss- neskt hveiti hið 3. í röðinni, en pær hveititegundir hver um sig eru 25 til 40 cents ódýrari. ÞÝZKALAND. Vilhjálmur keisari heldur áfram að ferðast. Síð- asta ferð hans var til Hamborgar; var hann par hinn 29. f. m. á af- mælishátíð borgarinnar, sem haldin er á hverju ári á peim degi, er bæj- armönnum til forna var veitt frelsi til að ráða lögum og lofum, snert— andi borgina. Var honum fagnað mjög og gamla Molkte ekki síður, er var i föruneyti keisarans. » Stuttu eptir að keisarinn kom úr ítalluferð sinni um daginn var honum fært alpýðlegt ávarp frá Ber- línar-búum. Því svajaði hann með langri ræðu, og sem pótti svo ónota leg fyrir alldrjúgar ávítanir, að bæj- arstjórnin skömmu síðar krafðist skýringar á ræðunni. Hefur nú keisarinn gefið hana og er hún í pá átt, að hann æski eptir að dagblöð borgarinnar tali ekki framvegis eins mikið um sitt heimilislíf, nje heldur að pau hafi nafn föður síns sál. á lopti eins opt og i ýmsu sambandi, eins og að undanförnu, pegar hann sje í Berlin, kveðst hann vilja að í pessu tilliti sje sjer gert jafnt undir höfði og öðrum Berlínar-búum, en segir að enginn prívat-mhður mundi líða annað eins umtal um sig og sitt heimili eins og hann hefur haft að venjast frá pví hann tók við stjórn- inni. Mælt er að stjórn Þý/.kalands hafi lofað að ganga röggsamlega til verks með Englandsstjórn að vinna að algerðu afnámi prælaver/lunar i Afríku. RÚSSLAND. Þar vildi til stórkostlegt járnbrautarslys , að morgni hins 30. f. m. Keisarinn og keisarafrúin voru á heimleið suð- austan frá Kákasusfjöllum með geysimikilli vagnlest með 2 gufu- vögnum fyrir, pegar fremri gufu- vagninn hljóp af sporinu. Ferðin á lestinni var fjarskamikil, svo apt- ari vagninn hratt hinum áfram og molbraut hann, en fólksvagnarnir rákust, hver á annan og brotnuðu meira og minna. Ljetu par lífið um 20 manns og 40 meiddust.— Þegar slysið vildi til sátd p*u keisarahjón- in að morgunverði í aptasta vagnin- um, og pó pak lians brotnaði og fjelli inn og nokkrir af föruneyti peirra meiddust, pá sköðuðust pau ekki nema hann lítið eitt á öðrum fæti, en hún á annari hendinni. A meðan keisarinn dvaldi í Se- bastabol gaf hann út boðskap, sem hefur vakið eptirtekt um alla Evr- ópu. Þetta bóð var nokkurskonar áskorun, að sjóliðið á hinum ný— gerða Svartahafsflota stæði með sjer og föðurlandinu, ef svo færi, sem ekki væri óhugsandi, að hann neydd ist til að taka til vopna. Natalie drottning hefur sent formlega klögun til allra yfirmanna grísk-kapólsku kirkjunnar yfir gjör- ræði manns síns, Milans konungs, í að láta biskup peirrar kirkju í Ser- biu segja pau í sundur án hennar sapipykkis. Á Frakklandi biðu 80 menn bana í kolanámu 3. p. m. Hafði kviknað í kolagasi. AFRÍKA, Þýzkur landskoðari, Teleki greifi, er nýkominn til Zanzi- bar ofan úr óbyggðum, og kveðst par hafa fundið nýtt stöðuvatn um 150 mílna langt, liggjandi í austur frá Victoria Nyanza- vatni, og á milli 2. og 5. stigs norður breiddar. Þetta vatn skírði hann Bassanarok. —í pað falla 2 stór vatnsföll, ar.nað úr norðri hitt úr vestri. AfHJcu Stanley. Frá honum eru nú komnar fregnir, en eru rjett árs- gamlar, og nú sem stendur veit enginn hvar hann er. Þessar fregn- ir fluttu arabiskir verzlunarmenn til Zanzibar um slðustu mánaðamót. Þeir höfðu í nóvember í fyrra mætt nokkrum hluta fylgdarmanna hans æðilangt suðrestur frá Albert Nyanza-vatni (er Hvfta Níl fellur úr). Þessi hluti fylgdarmannanna var pá að búa sig til að leggja út í flóa mikla, er myndast höfðu fyrir farvegsbreytingu vatnsfalla, en sjálf- ur var Stanley og nokkur hluti liðs- ins 2 daga göngu á undan pessum hóp. Þessir fylgdarmenn Stanleys fluttu hörmulega sögu um vosbúð og prautir, er Stanley og hans flokk- ur mátti líða. Stundum fóru peir gegnum svo pjettan skóg, að dag- gangan varð með hörkubrögðum 1J enskrar mflu, auuan sprettinn fóru peir um kviksyndisflóa, svo daunilla að fjöldi manna sýktist og dó, en aðrir sukku í fenin og sáust ekki aptur. í einu drukknuðu 40 menn; er peir voru að fara yfir breitt og djúpt fljót; einn hvítur maður hafði upp til pess tíma látist. Sult hafði og leiðangurinn liðið og fyrir kom pað að Stanley mátti leggja til or- ustu við villimannahöfðingja og yfirvinna pá, áður en hann fengi keyptar vistir fyrir lið sitt.—Uin petta leyti haíði liðstyrkur Stanleys | verið 250 allt taiið, og er pessi seinni hópur næði Stanley eptir 2 daga göngu, hafði hanu áður ráð- gert að taka stefnuna í hánorður, til að reyna að sneiða fyrir hina fúlu flóa, er sífelt sýktu heila liðið í senn og orsökuðu stundum 2—3 vikna setu í sama stað. Eptir að hann kæinist norður fyrir flóana ætlaði hann að taka strik beint austur og koma pvert vestan að Wadelai. Og ef vel gengi ætlaði hann að vera kominn pangað fyrir lok síðastl. janúarmánaðar. Að hann hefur ekki komizt til Emins fyrir jan. lok sjest af sögu sendimannanna (sjá p. á. uHkr.” nr. 32.), er komu ofan úr landi til Zanzibar og sem sögðu að í aprfl hefði hann verið ókominn til Wadelai, en sem hjeldu pví fram að hann og enginn annar væri uhvíti höfð- inginn”, er pá átti að vera með fiokk manna suðvestast í Súdan- hjeraðinu. Þetla er hin síðasta greinilega fregn er menn liafa af Stanley, og er pað ljóst að hann er í hættu staddur, ef hann er lifandi enn. Að baki hans er hjálparliðið undir stjórn Bartellots fallið, að norðan hefur hann hótanir um áhlaup af uspá- manninum” í Kartúm, en á milli hans og Emins Bey bggja vatnsföll og flóar, er Emin hefur talið alger- lega ófæra yfirferðar. FlíÁ AMERIKU. BANDARÍKIN. Um síðastl. viku og allt til pessa dags er varla um annað talað —að undanskildum forsetakosning- unum—f öllum Bandarfkjum, en um ráðherramálið brezka. Til að byrja með tóku flokkarnir pað að sjer, repúblíkar til að sýna samband demókrata og Breta, en demókratar til að sýna, að ráðherrann hafi ritað petta brjef með peim einlæga ásetn- ingi að hjálpa repúblíkum. Thur- man talaði pannig á fundi um fyrri helgi; sagði augsýnilegt að pað hefði verið ritað til pess að snúa öllum hinum írsku kjósendum á móti Cleveland, pað sæist bezt á pvf, að brjefið hefði verið opinberað fáum dögum áður en Blaine flutti eina stóru ræðuna á allsherjarfundi íra í New York.—Hvað stjórnina sjálfa áhrærir, pá gerði hún ekki lft- ið úr pessu glappaskoti. Ráðaneyti Clevelands hafði fundi hvern eptir annan til að ræða um málið og urðu endalokin pau að hinn 30. f. m. kunngerði forsetinn ráðherranum formlega, að vistarvera lians í höfuð- staðnum væri stjórninni mjög ógeð- feld og að hún skoðaði hann ekki lengur sem ráðherra Bretastjórnar. Stjórnin sá ekki annað vænna en taka petta fyrir undir eins, af pvf Salisbury flýtti sjer ekki sýnilega að biðja ráðherrann að segja af sjer, en ófært pótti að líða pann mann lengur, sem sýndi jafnmikla a'skipta- semi og West (nú orðinn Saokville lávarður) gerði. Útaf pessu máli eru spunnar miklar og margvíslegar ræður bæði í Bandaríkjum, í Canada og á Eug- landi. Skella einir skuldinni á Salisbury fyrir seinlæti sitt, en aðrir á Cleveland og hans ráðaneyti. Þvkir honum hafafarist petta óvenju klaufalega jafnframt að hann hafi sýnt bæði il’gimi og heimsku, að pað sje nokkuð ógætilegt að svf- virða hið brezka veldi, eins og hann nú hefur gert, fyrir pá einu litlu á- stæðu, að ráðherrann svaraði prlvat- brjefi. Segja sum ensku blöðin að pó hann leyfi sjer að svívirða Breta pannig, í peirri von að ávinna sjer fáein írsk atkvæði, pá hefði hann aldrei porað að gera Þjóðverj— um eða Rússum annað eins.—1 sambandi við petta má og geta pess, að blaðið New York Herald pykist vita með vissu, að forsetinn ætli sjer að ganga lengra, að hann ætli sjer að lögleiða lögin áhrærandi við- skipta afnám við Canada, eptir að hafa aðvarað Canadastjórn um pað. Cleveland forseti hefur auglýst að almennur pakkadagur skuli hald- inn á fimtudaginn 29. p. m. í síðastl. októbermán. var rík- isskuld Bandaríkja minnkuð svo nam $4,586,619. Adam Badeau hersköfðingi, sem bjó æfisögu Grants hershöfð- ingja undir prentum og sem heimt- aði $10,000 fyrir verkið, hefur nii hætt við málsóknina, eptir að hafa haldið henni áfram meir en helming árs. í Bandaríkjum er verið að safna gjöfuin til að forða fólki í Mead County f Kansas frá hungurs- neyð. Alger uppskerubrestur er orsök neyðarinnar. Á eyjunni Hayti eru horfurnar svo ófriðlegar að Bandaríkjastjórn hefur sent pangað herskip, til vernd- unar ameríkönskum borgurum, sem par eru búsettir. Bandaríkjastjórn hefur Verið kunngert að 10—12 hvala og sela- veiðaskip frá Bandaríkjum sitji föst f ís norður f íshafi; hefur hún lagt drög fyrir að reynt verði að bjarga mönnunum. Ilayti-stjórn hefur höndlað og heldur nú föstu skipi frá Banda- ríkjum, er var að reyna að svíkjast að landi og Iiafði meðferðis liðsafla fyrir uppreistarmenn, skotfæri og önnur vopn. Er búist við að Bandaríkjastjórn megi nú verða af með all-ríflega fjárupphæð í skaða bætur. í New York-ríki höfðu kjósend- ur fjölgað svo nam 50,000 á síðastl. 4 árum. Það sýndu kjörskrárnar er samdar voru fyrir pessar sfðustu kosningar. Canada. Hjer megin línunnar er engu minna talað um ráðherramáli'8 en í Washington, pó einkum í austur- fylkjunum. í samkvæmi i Toronto hinn 31. f. m. flutti Col. Denison, lffvarðarforingi landstjóra, ræðu par sem hann sagði að Canadamenn mættu búast við öllu af hálfu Banda- ríkja, einn viðburður í pessa átt fylgdi nú svo fast á eptir öðrum, að pað væri fullkomin ástæða fyrir her- menn að búast við að kallið komi til peirra, að verja föðurlandið. Hann endaði ræðuna með pvf að segja að Cleveland forseti væri að reyna að koma Canada og Englandi á stað í strfð og bað hermennina að vera viðbúna.—Samdægurs flutti Erastus Wiman, verzlunareiningar- postulinn, ræðu í Huntsville, Ont., par sem hann fullvissaði áheyrendur sína að Cleveland væri alvara með að lögleiða viðskiptaafnámslögin, sagði pað eins víst eins og pað að sólin skini, og að pað gerði engan mismun hvert hann yrði endurkosinn forseti eða ekki.—Blöðin öll flytji og greinar um petta mál, bæði uia ráðherramálið og viðskiptaafnáms- málið. En eins og líka ætti að vera, eru pau ekki eins ógætin og einstaklingarnir í almennu samtali eru, en allflest áfella pau Cleveland; pykir hann hafa gert nokkuð lítið úr sjer, par sem hann láti löngun- ina eptir etidurkosningu ráða svo algerlega fyrir sjer, að hann horfi ekkí í að baka pjóð sinni óvild annara pjóða, einungis ef hann heldur að hann með pví afli sjer nokkurra atkvaeða. Þó eru sum blöðin æði heit fyrir málefninu, og sein dæmi upp á hve eindregin pau eru má geta pess í tilefni af yfir- vofandi viðskiptaafnámi, segir blaðið Toronto Globe, hið öflugasta and vígisblað núverandi sambandsstjórn- ar, hinn 1. p. m.: uMeð pvf að grípa til pessarar yfirgangsstefnu sinnar getur forset- inn máske meitt Canada, en ekki svívirt. Enginn sannur Canada- maður mun segja að vor stjórn ætti að skríða í duptinu f peirri von að geta afstýrt högginu. Undir öðrum kringumstæðum gæti Canada máske, án pess að skerða heiður sinn, hliðr- að dálítið meira til, til að viðhalda nábúum sæmandi vinfengi, en eins og nú stendur yrði pað í hæsta máta ógöfug mynd, að sjá veldi vort hlaupa til og gefast upp fyrir ótta sakir við hótanir frá Washington”. Þessu líkur er andinn í flestum blöðunum hvorum flokkinum sem pau tilheyra. Þau sleppa ílokka- práttunum pegar um svona stór ntál er að ræða. í porpinu Sherbrook í Quebec- fylki var í vikunni er leið haldinn allsherjar conservatíva-fundur til heiðurs J. H. Pope, járnbrautastjóra sambandsstjórnarinnar. Yar fund- ur pessi mjög fjölsóttur og voru par samankomnir allir stærstu menn flokksins. Sir John A. flutti ræðti bæði á fundinum og f hinu almenna samsæti um kvöldið. í hvortveggja skiptið lutu ræður hans að viðskipt- um Bandaríkja og Canada, en ekki minntist hann beinlínis á hið síðasta deiluefnið. Ræður hans lutu að pvf, að viðskiptin ættu að haldast eins og pau hefðu verið, að hann vildi ekki heyra uppástungur um verzlunareining og pví síður um pólitiska eining Bandaríkja og Canada. T austurfylkjunum eru sem sje flokkar, er halda pví fram að pólitisk eining sje hið eina nauð- synlega til að fyrirbyggja úlfúð og Óvináttu, og pað sje einnig óhjá- kvæmilegt, ríkin hljóti fyrr eða síðar að sameinast. Þessu svaraði Sir John A. með pví að bera saman nærri hverja einstaka grein í grund- vallarlögum beggja rfkjanna, og sannaði, að áheyrendunum pótti, að umskiptin væru ekki eptirsóknar verð. Hann lauk ræðu sinni um kvöldið með pvf að fullvissa menn um að stefna sín hefði verið, væri og yrði pessi: uCanada fyrir Canada- menn, og tollverndun fyrir innlend- an iðnað”. Um sfðastl. helgi var lokið við að dýpka Lawrence-fljótið á milli Quebec og Montreal, svo pað er nú 27^ fet á dýpt f skipafarveginum. Og í gærdag (hinn 7. nóv.) átti að flytja burtu allar vinnuvjelarnar og að pví leyti formlega að opna skipa- leiðina. Nýdáinn er í Montreal Samuel Cornwallis Monk, 75 ára gamall. Hann var vfðfrægur lögfræðingur og dómari; hafði verið yfirjeitar- dómari nú í 20 ár.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.