Heimskringla - 14.03.1889, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.03.1889, Blaðsíða 2
..Heimstriuela,” An Icelandic Newspaper. Pf'BLISHED eveiy l'nursday, by The Heimskringla Pbinting Co. AT 35 Lombard St.......Winnipeg, Man. Subscription (postage prepaid) One year...........................$2,00 6 months........................... 1,25 3 months............................. 15 Payable in advance. Sample copies mailed free to any address, on application. Kemur út (að forfallalausu) á hverj- um flmmtudegi. Skrifstofa og prentsmiðja: 35 Lombard St.......Winnipeg, Man. BlaðitS kostar : einn árgangur $2,00; hálfur árgangur $1.25 ; og um 3 mánuði 75 cents. Borgist fyrirfram. Upplýsingarum verð á auglýsingum í „Heimskriaglu” fá menn á skrifstofu blaðsins, en hún er opin á hverjum virk um degi frá kl. 9 f. m. til hádegis og frá kl. 1,30 til 6 e. m. (Sp Cndireius og einhverkaupandiblaðs- ins skiptir um bústað er hann beðinn að senda hina breyttu utanáskript á skrif- stofu blaðsins og tilgreina um leið fyrr- verandi utanáskript. Utan á öll brjef til blaðsins skyldi skrifa: The Heimakringla Printing Oo., 35 Lornbard Street, Winnipeg, Man Utan á brjef til blaðsins má og skrifa 1 stað strætisins: O. Box 305. Kaupendur blaðsins geri svo vel að at huga, að peir sem borga 3. árgang blaðs- ins að fullu fyrirSl. yfirstandand marz mdn., fá áraanginn fyrir $1,75. Á aðal-atriði f>essara greina í uHkr., um fttfiutninga og um bæn- arskrána, minntist uLiigb.” ekki, pau atriðin setn sje, að vjer sjeum mót- fallnir þessum ofsagangi með að flæma fólkið vestur um haf, sem nft er að byrja. Af hverju það kemur er óvíst. E>ess er f>ó liklega ekki tilgetandi, að ritst. uLögb.” undir niðri viðurkenni að Uuppblásturinn’ sje orðinn í ineira lagi, og að hann vildí gjarnan að hann hefði aldrei skrifað undii bænarskrána, en sem jafn heitur maður fyrir málefninu og hann er hefur f>Ó sjálfsagt gert? I>að er ástæða til að geta f>ess til. Það er fullkomin ástæða til að skanimast sín, þegar menn eiga að sendast fit til að snapa sam- an gjafafje handa mans eigin f>jóð. Hfin er viðurkennd að standa nokk- uð lágt, f>egar samfjykkt er að f>að sje nauðsyulegt að safna gjöfum handa henni, tvisvarsinnum á sama áratugnurn. t>að er að flestra áliti ekki svo lítil uiðurlæging fólgin í þvl fyrir einstaklinginn, að ganga ftt um götur og torg og biðja bein- inga. Sje nú svo, hversu miklu meiri er þáekki niðurlægingin, þeg- ar hvað eptir annað er beðið að gefa heilli f>jóð? Ef að ekkert lægi fyr- ir fólkinn í heilum sveitum eða sýslum en hungurdauði, og nágrönn- unutn ofvaxið að hjálpa, f>á vitan- lega væri ekki um annað að gera en að biðja erlendar og auðugri pjóðir að gefa eða lána. Og væri ástandið þannig, f>á stöndum vjer við f>að—pó f>að sje Hklega eitt af p\ í, sem aldrei verður lamið inn í hauskúpu uLögb.”—, að aðrar f>jóð- ir eru f>á skyldar að hjálpa án f>ess um hjálp '»ri l eðið. E>að er sið- ferðisleg skyldn, hvort heldur er heillar þjóðar eða einstaklings, að láta. enga deyja ftr hungri, ef í veg fyrir f>að verður komið, hvert held- sá nauðstaddi er ukristinn eða Gyð- ingur, Tyrki eða heiðingi”, eða jafn vel ritst. Lögb.” sjálfur. Að f>etta er af ölluin menntuðum þjóðum viðurkennt v-ita allir, að undantekn- uin ritst. uLögb.”. Hann stendur einn í |>ví, eins og sumu öðru. Vjer höfum viðurkennt f>að áð- ur og viðurkennum f>að enn, að f>að hefur verið og er hart í ári á íslandi, og oss dettur ekki í hug að nokkur íslendingur inuni bera á móti að svo sje. En er ekki hart I ári víðar en á íslandi, alltaf ar.nan sprettinn ? Hefur ekki verið fullkomlega hart í ári á Englandi nfi um nokkur ár, og víðar um Evrópu, í peim löndum, sem auðugri eru talin en ísland? Ef ekki, hvers vegna pá öll verka- tnannaúpphlaupin, fundahöldin og áskoranir til stjórnanna um at- vinnu svo fólkið geti unnið sjer fyrir brauði? Hefurekki verið nokk- urn veginn htirt í ári einmitt hjer á pessum stöðvum, og víðast hvar um pvera og endilanga Ameríku pessi síðustu ár, einmitt sömu árin sem hörðust hafa verið á íslandi, frá pví árið 1882? E>ví neita sjálfsagt fáir, sem hjerhafa verið á pessu tímabili. E>egar heilir hópar af sjálfseignar- bændum, sitjandi á góðum bfijörð- um í auðugum löndum, eru ár eptir ár svo aðprengdir, að nærri liggur að eignir peirra pá og pegar verði seldar við hamarshögg, pá er greini- legt að eitthvað gengur að. E>að parf pess vegna ekki að draga fram Island eitt. Það er hvervetna sama sagan, að pað yrði erfitt að framfleyta lífi sínu, pegar verzlunardeyfð og óáran herjar á, ef ekki væru bankar og aðrar uprívat”-stofnanir, er æfin- lega eru ffisar á að lána peninga gegn veði. íslendingar vitanlega pola pessa harðæriskafla ver, heldur en menn í mörgum öðrum löndum, vegnafá— mennis’og fárra og fátæklegra at- vinnuvega, svo og vegna pess, að peningaverzlun er engin í landinu. Landsjóðurinn er hin eina stofnun, er lánað getur peninga, en peninga lagið í honum er sjaldan ýkja pykkt par sem arðlitlir embættlingar eru æfinlega við hendina, eins og hræ- fuglar um æti, til að tína í sinn sarp hverja ögn er samansafnast. En prátt fyrir pettaeróvíst að fjöld- inn heima bfii við mikið prengri kost svona yfir höfuð að tala, heldur en menn fit um landsbygðir í öðruin löndum. Fæði, klæði og húsnæði bændalýðsins, hvort heldur er í Ameríku eða öðrum löndum eralveg ekki framúrskarandi að gæðum yfir pað heila tekifi. En bændalýfiurinn í fitlöndum, hjer í landi að minnsta kosti, leggur á sig mikið meiri vinnu, en bændur á íslandi almennt gera og framleiðslan 5 hvaða myiid sem hfin er, hlýtur pví að verða tals vertmeiri jafnvel pó bfijarðir beggja væru jafngóðar. Því rneiri hlýtur pá munurinn á efnahagnum að verða, sem meiri er munur á landgæðum, og pví meiri ástæðan fyrir pann, er megurri bfijörð byggir, að vinna að minnsta kosti eins mikið eins og bóndinn á betri bfijörðinni. Að koma slíkum kappgirnisanda inn hjá hinni íslenzku pj ð, að hjálpa leiguliðunum heima, til að ná rjetti sínum, svo að til einhvers sje fyrir pá að vinna, að hjálpa peim til að pokast uáfram og upp á við”, en ekki að draga pá aptur á bak og nið urenn dýpraí vanmættis-foraðið, pað ætti að vera ljfift skylduverk hvers ærlegs manns. Að vinna að pvf er lfka drengilegra heldur en að út- hrópa sína eigin pjóð sem allslausa, ósjálfbjarga auiningja, sem ekki geti haldið lífi nema stórpjóðirnar hlaupi nfi til og gefi fitvöldum óskabörnum uíslendingafjelagsins í Manitoba” atvinnu við að flytja hana af landi burt,. Heiður pjóðarinnar ætti að vera hverjum einasta íslendingi of kær til pess að vilja heyra pau um- mæli, að hfin haldi áfram að vera til, að eins fyrir molana sem hrjóta af allsnægta borði annara pjóða. Ef pessir fyrirhuguðu sendi- mer.n til Evrópu hefðu verið kjörnir til að safna saman fje í pvf augna- iniði að hjálpa áfrarn sjálsforræðis- máli Islendinga, og á pann hátt stuðla að efnalegri framför pjóðar- innar, eins og írar hjer f landi gera fyrir sína pjóð, pá hefðum vjer ekki haft eitt orð að segja á móti fyrir- tækinu, mikíu fremur viljað hjálpa pví áfram. En að senda fit menn til að snapa saman gjafir útumEvr- ópu, kornhári hjer og grjónahnefa par, pað getum vjer ekki samþykkt fyrr en ekki er annars firkostur. Og ef til pess kemur, er pað œtlan vor, að eins miklu fje mætti safna hjer í Ameríku, eins og við er að búast í Evrópu, og pað án pess að eyða svo mikið sem einu púsundi dollars í far- areyrir. Eins ocr nú er komið sýnist O J líka pýðingarlítið fyrir Íslendínga í Manitoba að vera að pessu bramli. Kirkjufjelag vort er bfiið að aug- lýsa pað á tveimur tungumálum, að aðfarir/>?’eFf>yíerí-fm-kirkjuniiar neyði pað til að sporna á móti innttutningi hingað, í pennan liluta landsins. ís- lendingar, sem hjer eru búsettir, mega ekki lengur safna að sínu húsi ættmönnum og vinum af íslandi, pó peir vildu gera pað. Þeir, sem að heiman koma, verða framvegis að gera sjer að góðu að fara pangað, er kirkjufjelagið ákveður. Þettahefur pað fjelag auglýst. Ef peir bræður Jónas, Lárus, próf. Bryce o. fl. sýna sig líklega til að gera framhaldandi áhlaup, ætlar pað fjelag að vera til- bfiið að taka á rás af vígvellinum undir eins og í fjarlægð liillir undir fylkingar fjanduiannanna. Það ætl- ar sjer að eiga fótnrn sínu m fjör að launa. Kirkjufjelagið er lang-stærst og sterkast allta vorra fjelaga hjer vestra, og ftr pví pað einu sinni ákveður að takast útflutninga-agents-stöðu á hendur, pá >ná ganga að pví vísu að eitthvað gengur undan pví. Og par sem pessir grefils presbyterlanar eru eins og mý á mykjuskán um allt Canadaríki, er auðsætt, að ekki verða peir bræður, Jónas og Lárus, um- flfinir, pó farið verði fit fyrir landa- mæri Manitoba að eins. Það liggur pví ekki annað fyrir en flýja til Bandaríkja. Þannig hefur pá kirkju fjelagið kollvarpað pví fyrirtæki, að flytja lslendinga til norðvesturlands ins í Canada. Um hrakyrði uLögb.” skulum vjer ekkl verða fjölorðir. Allir, er hafa aðra skoðun en pað mikla bluð, eru að pess sögti lygarar, og að auki vitleysingjar og varmenni o. íl. p. h. Lögb.” verður aldrei orðfátt, pegar kemur til að hreyta skarnyrð um, um pað geta allir lesendur pess borið. Ritst. pess virðist hafa lagt sig fram til að læra pesskonar orð- myndanir fremur öðrum listum, og ætlar sjer líka að láta lífið verða framhaldaudi skóla, að pví er pá fræðigrein snertir, pað sýna hans vikulegu lexíur. Vjer viðurkenn- um ffislega, að vjer erum langt frá jafnokar hans í peirri grein, nje heldur í pví að rita uwhole- sa/e”-íslenzku. Það hefur enginn kostað upp á oss ærnu fje til að sitja og usigta” á knæpum í Höfn eða annarstaðar, og pess vegna naumast sanngjarnt að krefjast pess, að vjer kunnum að hauga saman heilum dálkum svo, að par sje ekk- ort annað en Wholesale-humbug til uppfyllingur milli hrakyrðanna,— ekkert nema eintómur hljóinur. Hvað snertir pá ákæru uLög- bergs”, að vjer tökum upp eptir pví, og að ritstjórn uHkr.” sje að allra dómi svo fátæk af viti, að hfin sje neydd til að taka pað frá öðrum, ef hún vilji segja eitthvað af viti. Við pvi höfum vjer ekki ann- að að segja en pað, að tíminn leiðir í ljós hvert svo er. En hitt megum vjer fullvissa ritstj. uLög- bergs um, að vjer mundum sízt allra mar.na vilja taka nokkuð upp eptir honum. Vjer álítum líka að pað væri að ganga í geitarhús til að biðja um ull, ef einhver vildi sækja vit í „Lögberg”. Það er annars ekki ný bóla, pó ritst. uLög- bergs” komi með slíka sakargift. Það befur sannarlega komið fyrir, aðheyrst hefur saina veinið, ýmistað aðrir taki upp eptir sjer, eða honum brío-slað um, að hann taki upp eptir öðrum. Að ritst. uLögbergs” hefur sett uHkr.” í sama nfimer og Benedict Gröndal er sannarlega pakklætis- vert. Það er pað fullkomnasta vottorð, sem fengist getur fyrir pví, að uHkr.” sje gott og gagnlegt blað. Þó Gröndal hafi gert glappa- skot, pá dyrfist enginn að kalla hann annað en nýtann og mikinn mann. Jafn háu stigi og Gröndal nær ritst. uLögbergs” aldrei, að minnsta kosti ekki fyrr en geltinn rakki verður viðurkenndur jafn eröfugt dýr og Ijón. FRJETTAKAFliAR ÚR NÝLEN'DUNU.M. MILTON, DAK., 4. marz 1880. Umtalsefni pað, er mjer virðist sti.nda efst á dagskránni hjá flestum, bæði bænduui ogöðrum, er peninga- leysi. Af pví leiðir deyfð í öllum fjelagsskap og viðskiptum. En pröng peninganna er eðlileg afleið- ing af hinni rýru ogskemmdu hveiti- uppskeru hjer í haust er leið hjá öllum fjölda bænda. Vinna er par af leiðandi heldur lítil, og ber einn- ig venju fremur á óskilum, að pví er snertir skuldagreiðslu.—Fáeinir íslendingar hjer í byggðinni hafa brugðið sjer norður yfir landamær- in og gleymt að borga skuldir sín- ar áður en peirfóru.—Nokkrir merk- ir menn eru nú að selja jarðir sínar hjer og hafa við orð að fara eitthvað burtu, til að leita lukkunnar í ein- hverju öðru nýju bygðarlagi, lík- lega Canada-megin landamæranna. —Heilsufar manna er yfir höfuðgott, pó hafa smákvillar verið að stinga sjer niður í stöku stöðum, einkuin mislingar, hálsbólga og hlaupa-bóla, en engir nafnkendir hafa dáið Svo heyrzt hafi.—Skemtifundir hafa ver- ið með fæsta móti í vetur, og flestir peirra er hafðir hafa verið, voru und- ir forgöngu kvennfjelaganna. Renni maður huoanum yfir stærra svæði í Pembina og Cavalier Countíum, heldur en pað, sem ísl. nýlendan liggur í (hún er öll innan takmarka pessara tveggja hjeraða), mun óhætt að fullyrða, að íslending ar standa fullt svo vel að tiltölu sem aðrir íbfiar hjeraðanna. Þetta 10—12 mílna breið belti, með fram og í Pembina-hæðunum, frá Garðar norður og norðaustur, allt til Pem- bina, sýnist að jafnaði eins og bet- ur lagað fyrir margbreyttan, farsæl- ann framtíðarbúnað, ef vel er áhald- ið, heldur en sljetturnar fyrir aust- an og vestan. Þeir, sem stunda margbreyttan bfinað, hafa mörgu að rriiðla peim, er á sljettunum búa, og sem eingöngu stunda hveitirækt, svo sem, heyi, nautgripum og sauðfje, eldivið o. s frv., auk pess, sem peir sjálfir byrgja sín eigin heimili. Að vísu færir petta ekki— sízt hin- um fátækari—bændum jafnmikla peninga upphæð í senn, eins og hveitið gerir, pegar pað lánast vel, en pað verða pó ekki svo litlir pen- ingar, pegar saman keinur. En pessi bfinaðaraðferð gerir lífið á margan hátt pægilegra og bóndann sjálfstæðari. Fleiri mætti hjer telja landplág- ur en frostið síðastl. haust, pó pær sjeu pess eðlis, að engum ætti að vera of vaxið að varast pær, Meðal peirra má telja hestaprangarana frá Minnesota. Þeir fara um byggðina á hverju sumri, eins og logi yfir ak- ur, og selja hesta, sem ekki eru all- ir eins góðir og peir eru sagðir, fyr- ir afarhátt verð—frá $400—500 hesta-parið—, með mörgum fagur- yrðum um umlíðun á borguninni, pó pví að eins, að peir fái marg. faldan pant og hátt afgjald. Geti menn einhverra hluta vegna ekki staðið í skilum á ákveðnum gjald- degi kveður við annan tón hjá hestakaupmanninum. Allt, sem í panti stendur, er pá selt hæstbjóð- anda, sem optast er hestaprangarinn sjálfur, eða hans agentar, og setn optast fá eignirnar fyrir hálfvirði eða minna. Eigandinn stendur pá eptir allslaus og neyðist til að byrja á nýjan leik. Það er ótrfilegt hvað margir hafa orðið til að renna á petta svikaagn, prátt fyrir fjölda af ápreifanlegum dæmum, deginum ljósari, til hvers pað leiðir, ef eitt- hvað ber fit af. Það er heldur ekki fitlit fyrir að petta (Ó)lukkuspil sje á enda hjer. Það munu hafa verið nær 80 en 20 pörum hesta, er ísl. einir, og á litlu sviði bygðarinnar, keyptu upp á pessa skilmála síðast- liðið vor. Œtluðu peir að borga mikið í peim í haust er leið með hveiti sínu, en dæmið kom öðruvísi út um haustið, heldur en pað var reiknað uin vorið. E>að pykir mik- ið sagt, en er ekki að síður satt, að ótímabær hestakaup hafa fremur öllu öðru staðið mörgum fyrir prif- um i bfiskapnum í pessu byggðar- lagi. önnur landplágan og átumein- iðeru bankarnir, sem ekki eiga skil- ið að heita svo virðulegu nafni, heldur okurbæli, er sjúga blóð og merg úr öllum, sem neyðast til að taka lán hjá peim. Formenn pess- ara okurstofnana fara í kring og fót- troða daglega gildandi lög, (er hóta sektum, ef pau eru brotin), með pví, ofan á lagarentuna, sem er afar-há (12 af hndr.), að taka 12—25 af hverjum $100, pegur lánsfjeð er af- hent, en skrifa pó í skuldabrjefið með fullum stöfum hundraðið og lagarentuna. Tökurn dæmi: Maður kaupir eitt par hesta fyrir $400, fer svo á banka og tekur par peninga til láns til að borga hestana. Til pess að fá pessa $400 verður hann (auk pess að setja margfaldan pant) að skrifa sig fyrir $450 að minnsta kosti og borga rentur af peim, eða, ef bankinn tekur ársrenturnar líka fyrirfram, fær lántakandinn máske $400, en verður pá að skrifa sig fyrir $500, er hann skuldbindur sig til að borga að ári liðnu. Komist bændur í pessar okraraklær, hafa þeir selt fjárráðafrelsi sitt um lengn eða skemmti tíma, og purfa meira en litla inntekt til að rjetta við. En furðulegast af öllu er það, að svo margir skoða petta okur sem sjálfsagðan hlut, er ekki geti verið öðruvísi, pað sjeu sainningar, sem engin lög nái yfir. En til hvers eru pá lögin_ sem banna þetta, ef samningar, svona fir garði gerðir, eru gildir og góðir. Mjer dettur í hug nýfeldur dómur, par sem maður er stal tveiinur hæn- um (50 centa virði) var dæmdur í 2 ára fangelsi. En peir, sem stela pús- unduin, já hundruðum púsunda doll- ars árlega á áður sagðan hátt, eru hafðir í mestu hávegum. uEkki er virt fyrir öllum eins, pó eitt verk sje”. 1 af 18. Ur brjefi frá Hamilton, Dak., dags. 5. marz: uTíðin er framúr- skarandi góð. í grerdag (4. marz) byrjuðu inargir bændur hjer um- hverfis að sá hveiti, og er það ó- munalega snemma. Sleðar voru brfikaðir að eins tæpar 3 vikur í síðastl. febrfiarmánuði, og var pó ekki gott sleðafæri, pvf snjór fjell aldrei nógur til pess að brautir yrðu vel sljettar. Svona hefur pessi út- rennandi vetur verið f pessu bygð- arlagi”. Úr brjefi frá Mountain, Dak., dags. 6. p. m. uAIlur snjór er nfi um pað bil upptekinn, og sumir bændur farnir að herfa akra sína.— Mislingasóttin hefur stungið sjer niður hjer umhverfis allvíða um undanfarinn tfma, og hefur dregið nokkur börn til bana. uÚtilegumennina” er búið að leika á 3 stöðum hjer í byggðinni í vetur, að Hallson, Mountain og Garðar, og allstaðar hefur hann verið heldur vel sóttur.—Bindindis- fjelagið uLeiðarstjarnar” hefur aug- lýst, að undir þess forstöðu verði haldinn grfmudanz hjer að kvöldi hins 8. p. m. Verður pað hinn fyrsti grímudanz, er íslendingar í pessu byggðarlagi hafa haldið. TownsMp-]&o&m\\srnT fóru hjerfrain í gærdag. Veður var hið ákjósan- legasta, hiti og sólskin, enda komu allir atkvæðisbærir menn á kjör- staðinn, með fram náske af pví, að fleiri vildu komast f embættin en fengu pað. Þessir hlutu kosningu: Jóhannes Jónasson, oddviti, Bógi Eyfjörð og B. T. Björnsson, með- ráðendur, S. Guðmundsson, skrif- ari, H. Fr. Reykjalín, fjehirðir, Tómas Halldórsson, virðingamaður, Fr. Björnsson, friðdómari, og M. Stefánsson og Th. Thorlákson, lög- reglupjónar”. Hvergi fyrir vestan haf, eru eins margir íslendingar saman safnaðir á einn stati, eins og hár 5 Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.