Heimskringla - 17.10.1889, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.10.1889, Blaðsíða 2
„HBinstmila,” An Icelandic Newspaper. Pttblishkd eveiy 'l uursday, by Thk Hkimskrinoi.a Printing Co. AT Í55 Lombard St.......Winnipeg, Man. Subscription (postage prepaid) One year.........................$2,00 6 months...................... 1,25 3 months........................ 75 Payable in advance. Sample copies mailed pree to any address, on application. Kemur út (að forfallalausu) á hverj- um fimmtudegi. Skrifstofa og prentsmiðja: 35 Lombard St.......Winnipeg, Man. Blaðið kostar: einn árgangur $2,00; hálfur árgangur $1.25 ; og um 3 mánuisi 75 cents. Borgist fyrirfram. Uppiýsingarum verð á auglýsingum „HeimskrÍQglu” fá menn á skrifstofu blaðsins, en hún er opin á hverjum virk um degi (nema laugardögum) frá kl. 9 t. m. til hádegis og frá kl. 1,30 til 6 e. m. L laugardögum frá kl. 9 til 12 hádegi. Mg~Undireins og einhverkaupandi blaðs- ins skiptir um bústað er hann beðinn að senda hina breyttu utanáskript á skrif- stofu blaðsins og tilgreina um leið fyrr- terandi utanáskript. Ctan á öli brjef tii blaðsins skyldi skrifa: The Heimskringla Printing Co., 35 Lombard Street, Winnipeg, Man . eða ÉirP. o. Box 305. TIL KATJPENDA JIKRP. Af þessum árgangi ltHkr.” eru nú óútkomin að eins 10 blöð, en mjög mikið eptir ógoldið fyrir ár- ganginn. Það er nú kominn sá tími árs, sem allflestir hafa nokkuð af peningum handa á milli og geta pess vegna sjer að meinlausu borgað blaðið. Kunnugleiki vor á högum margra landa vorra hjer veldur pví, að vjer hlífumst við að ganga eptir andvirði blaðsins fyrri part sumars. En af pví þessi tími er kominn, sjáum vjer enga ástæðu til að |>egja. Ef menn einungis hafa viljann til að borga blaðið, geta peir pað hæglega, eptir að kemur framí októbermánuð. Vjer viljum pví góðfúslega biðja menn að draga oss ekki lengur á borgun- inni, að gleyma ekki ógoldna ár- gangsverðinu pegar peir næst taka & móti peningum. Ef einhverjir eru hjer í bænum, sem eiga óhægt með, vegna vinnu sinnar, að komn á prentstofuna að deginum til, ge;a peir borgað blað- ið við verzlanir: Th. Finney, 173 Ross St. °g E. Eyjólfssonar, Cor. Young & Notre Dame St. W. t>eir hinir sömu skulu undir eins, að rneðteknum peningunum, fá mót- tökuviðurkenning frá oss. Útg. „HkrA Herra Friðjón Friðriksson í Glenboro dregur (1Hkr.” fyrir dóm— stól sinn, í 38. nr. p. á. (1Lögbergi”, og úrskurðar svo að hún usigli undir fölsku flaggi”. t>að er hvorttveggja að pað er almennt álitið, að hann sje skarp skygn maður—eins og líka mun rjett vera, að sjálfsögðu í öllu sem verzlun snertir—, enda parf talsvert meira en meðal sjálfstraust til pess að uppkveða afdráttarlausann dóm yfir öðrum, pegar ekki. eru önnur rök við að styðjast en eigið álit, enda póttóblandað sje usorglegri vit- leysualmennings”(!) t>að hefursjálf- sagt ekki vakað fyrir honum, pegar hann settist á dórnstólinn, að mis- skilningur—viljandi eða óviljandi- er til, að skýrum manni getur skjátl- *ð,og að pað hefur borið til að hungr- aður maður og ákaflyndur hefur bit- ið stærra stykki af kökunni í senn, heldur en honurn veitti hægt að tyggj a og kyngja. Ekki að síður er allt petta til. (1t>að er venjulega álitið óvin— áttumark, pegar einn gerir sjer ó- mak til pess að ófrægja annan, bera á hann ósannar sakir, ætlar honum illan tilgang með pað sem hann er að starfa að, og reynir að gera hann tortryggilegann í augum annara manna og fæla páfrá pví að bera til- trú til hans” ...., ltog pó að reiði hennar hafi einkum komið niður á prestunum, pá hefur pó kirkjuping- ið hið síðasta fengið nokkurn skerf frá henni af pessari tegund”. Svo mörg eru pessi orð Frið- jóns. Og svo bætir hann við síðar— meir í grein sinni: „Jegbýzt nú við að ltHkr.” segi að pað sje ekki af óvinátta við kirkj- una, að hún ber prestunum pann vitnisburð, að peir sjeu ófrjálslynd- ir, drottnunargjarnir, ofríkisfullir og undirförulir” o. s. frv. Þá er fyrsti kaflinn í pessari príeinu sakargipt. Hvenær hefur ltHkr.” reynt til að ófrægja prest— ana, bera á pá ósannar sakir, ætla peim illan tilgang og gera pá tor- tryggilega í augum almennings og fæla menn frá að bera tiltrú til peirra? Það er annaðtveggja, að höfundurinn er einfaldari maður en vjer höfum ætlað hann, eða honum eru nokkuð mislagðar hendur, ef hann álítur útásetningar á opinber störf manna, sem kjörnir eru fulltrú- ar almennings á opinberum fundum til pess að mæta á opinberum sam- einuðum fundi, og par að gera ráð- stafanir viðvíkjandi almennum mál- um, ef hann álítur pað, að sett er út á eitthvað af pvf, sem peir gera, eitt og hið sama og pað, sem hann telur upp í fyrsta lið sakargipta sinna. Nei, hvað sem pað er, pá er pað ekki einfeldni, sem kemur höf. til að taka pannig í strenginn. Hann er allt of kunnugur ganginum í al- mennri pólitik, til pess að vita ekki, að pað er hverjum einum leyfilegt að finna að pví, sem vinnupjónn hans —fulltrúinn á opinberum fundi eða pingi—gerir. Hann veit pað ósköp vel, að ekki einungis er sú aðfinning leyfileg, heldur einnig er hún skyld- ug, að pað er skyldugt, að fram- setja aðfinningu opinberlega, ef ein- hverjum virðist að eitthvert mál á fundi yrði alpýðlegra, ef beitt f ann að horf en pað sem fulltrúarnir halda. Að menn, sem ekki eru fulltrúar, geti eins vel sjeð og fulltrúarnir yfir höfuð að tala, hvert petta eða hitt horfið sje heppilegast er langt frá ómögulegt, svo lengi sem menn eru að eins menn, og hvort heldur sem peir eru lærðir eða ólærðir, bændur eða verzlunarmenn, prestar eða lög- fræðingar, eða hvað helzt annað sem peir eru. Og að pingið sje undan- pegið útásetningum, af pví pað er kirkjuping, mun höf. heldur ekki koma til hugar, eða ef nú svo væri, pá hlýtur hann fyrr eða síðar að komast að raun um, að sú skoðun stenzt ekki nú á dögum. Hinurn 2. lið sakargipta höf. parf ekki að svara sjerstaklega. Hon- um er svarað með svarinu upp á 1. lið. En pá er 3. liðurinn. Hvenær hefur uHkr.” farið peim orðuin um prestana, sem höf. telur fram í peim lið? Höf. verður sjálfur að gangast við peim vitnisburði sem sínu af- kvæmi, par hann er sá fyrsti til að færa pann vitnisburð í letur. í peim greinumí <(Hkr.” (í 29. og 30. nr. p. á.), sem allur pessi ofsagangur hef- ur spunnist út af, eru prestarnir hvergi nefndir pvílíkum nöfnum, er höf. pessarar greinar í uLögb.” vel- ur peim. í peim greinum hvervetna er talað umkirkjufjelagið og kirkju- pingið og formenri kirkjufjelagsins, p. e., embættismenn pess og fulltrúa saman komna á pingi, og pað er langt frá að peir sjeu allir prestar. Það er pingið og fjelagið, sem var- að er við að skerða ekki rjett alpýðu og beita ekki í pá átt, að einstakl- ingurinn purfi að óttast kirkjuveldi. Preslarnir eru par ekki sjerstaklega aðvaraðir, pví síður ávítaðir, enda væri pað vitleysa, pví ekki ráða peir allra atkvæðum á pingi. Þá kemur höf. með heimferðar- málið og segir um pað: uÞingið ætlaðist aldrei til að forseti kirkjufjelagsins væri sendur heim til að sækja uheilan hóp af prestum, án sampykkis safnaðanna”. uÞað ætlaðist til að sampykkis peirra safnaða yrði leitað, sem nauðsynlega pyrftu að fá presta til sín; petta hefur verið gert, og svo .margir þeirra liafa samþy/ckt að forsetinn voeri sendur heim, að embnettismenn kirlcjufjelagsins sáu fulla ástœðu til að geraþað". Leturbreytingin á síðari kafla endurprentaðra setninga er vor. Það er sá kafli, sem almenningur parf að athuga, til pess að komast eptir hversu stöðugur höf. er í sannleikanum. H\að voru pað margir prestar, sem pingið ætlaðist til að æskt væri eptir, áður en afráðið væri að for- seti færi heim? Ekki færri en 3. Og eptir hvað mörgum prestum var pá æskt, áður en afráðið var að hann skyldi fara? Eptir tveimur—fyrir söfnuðina í Dakota og fyrir söfn- uðina í Argyle. Höf., sem er einn af embættismönnum kirkjufjelagsins, getur ekki verið pað ókunnugt, að upp til pess tíma höfðu Winnipeg- menn ekki beðið um annan prest til °g Ný-fslendingar ekki heldur. Þingvallanýlendumenn höfðu ekki upp til pess tíma beðið um prest, og pví síður höfðu aðri smærri söfn- uðir í öðrum hlutum landsins gert pað svo snemma, að embættismenn kirkjufjelagsins pess vegna hefðu Ufulla ástæðu” til að senda forseta fjelagsins af stað. Þetta veit höf., en veigrar sjer pó ekki við að bera fram hið gagnstæða. Til pess parf pó kjark, og pað meiri kjarken bú- ast má við hjá viðvaningi. Síðasta kaflanum í grein höf., um guðspjónustuformið, sjáum vjer pýðingarlaust að svara, af pvííhon- um er svo ósköp lítið af nýju efni. Meginhlutinn af pví sem par er til- fært hefur einhvern tíma áður heyrzt °g sjezt, og enda sumar setninarnar orðnar hæruskotnar. NORÐMENN Á UNDAN. Eins og í ótal mörgum öðrum stöðum hjer í landi eru í Minnea- polis og Chicago hafðar iðnaðarsýn- ingar á hverju hausti, og í sam- bandi við pær eru æfinlega hafðar listaverka sýningar, málverk, marm- ara-líkneskja o. pvl. Á Minnea- polis-sýningunni, sem yfir höfuð er heldur góð sýning, var listaverka- sýningin í haust allstór, um 400 málverk og nær 200 marmara-líkn- eskjur, mest eptirgervingar grískra og rómveskra marmaramynda. Út á myndasafnið á peirri sýningu er ekkert að setja yfir höfuð að tala. Þar voru til góðar myndir og par voru líka til ljelegar myndir, myndir sem einungis köstuðu skuggaáhinar. í Chicago, sem er sjöfaltstærri bær en Minneapolis, var einnig listavetka sýning í sambandi við iðnaðarsýninguna stóru, eða rjett- ara sagt, í sýningaskálanum stóra —skálinn er feikna-stór, en sýning- in sjálf er feikna stór háðung; að pví er sýninguna snertir er alls- endis ekkert stórt nenia nafnið, en pað er mikilfenglegt: Inter-State Expositionl—. Og listaverkasýn- ingin var eins og sýningin í peim skálaí heild sinni: Fraud, hin ramm- asta ameríkanska fraud, og ekkert annað. Marrnaramyndir var ekki borið við að sýna, og par með gef- in ástæða til að ætla að ekkert sje til af pesskonar listaverkum í Mikla- garði við Michigan-vatnið, enda er par eflaust meira unnið að svína- og nautaslátrun en marmarahöggi. En málverk voru par sýnd um 500 tals- ins á allri stærð, en í heild sinni ljeti nærri að pað væri synd að kalla pað málverk. Yitaskuld voru >ar undantekningar. Innan utn og saman við voru góðar myndir, eiri- stöku ágætlega gerðar, pó allt of margar væru á pví stigi, setn eru uiistaverkin”, sein steinrituð eru og síðan færð á spjöld með prentsvert- unni til að útbýtast meðal almenn- ings í sambandi við einhverja allra- meina-bóta auglýsinguna. Það getur nú verið varasamt að dæma um fagurlistir og fegurðartil- finning Chicago-manna, eptir pví hrasli, er haugað var saman á pessa sýningu, en ef dæmt væri ept- ir pví, pá yrði ekki annað sagt, en að peir væru eins langt á eptir mik- ið minni og yngri bæjum vestar í landinu í peirri grein, eins og peir eru langt á undan í verklegum fram förum, í tröllslegum byggingum og öðrum mannaverkum, sem eru fram- úrskarandi i jafnungum bæ. í Minneapolis höfðu Norðmenn efnað sjer upp á ofurlitla fagurlista sýningu, og pegar litið er á afl pjóð- flokksins og á allar kringumstæður, pá var sú sýning svo langt á undan Chicago-sýningunni, að saman er naumast jafnandi. Þessa litlusýningu sína (par voru að eins um 100 mynd- ir alls) höfðu Norðmenn á hólman- um í Mississippi-fljótinu, sem nefnd- ur er Nicollett-Island, og á pví eina strætinu, sem er aðalfarvegur peirra, er úr aðalbænum ganga á iðnaðarsýninguna. Staðurinn var pví svo hentugur sem hugsast gat, en aðsóknin var eigi að síður fremur lítil. uÞað er bara skandinviskt smásafn”, heyrðust menn segja, er peir gengu hjá, og svo var pað ekki meira. En pað var pó pess vert að koma par inn, og pað pó aðgangur- inn hefði kostað meira en að iðnað- arsýningunni. Öll pessi málverk Norðmanna báru annan blæ, fagrari, fullkomnari blæ, en myndirnar á hinni sýningunni, og pað pó efni myndauna væri pað sama, hvort heldur menn, kvikfjenaður, landslag eða annað. t>ar voru margar mynd- ir, sem að öllu leyti sköruðu langt fram úr peim beztu í hinum söfnun- um. Þó voru pað einkum 5, sem ekki áttu jafningja á hjerlendu söfn- unum er sýnd voru, pó stærri væru; pær voru: uAfmælisdagurinn henn- ar Ömmu”, eptir .1. Exner, uEptir orustuna að Stiklastað", eptir Niels Bergslien, u Vörðurinn hennar”, ept- ir A. Helsted., uKfer kemur tnatnma”, og uí drykkjustofunni", báðar eptir W. Tornoe. Fleiri mætti og tilnefna, sem ekki áttu sína líka á hinum söfnunum, svosem: uSkip- strand við Jótland”, eptir Chr. Blache, uSkúrin á sjó úti", eptir A. Dorph, uSvefnherbergi” Kristjáns IV. og Kristjáns V. í Rosenbergs- kastala, Gústavs III. í Stokkhólms- kastala og gestamóttöku-herbergi Gústavs III., allar eptir I. T. Han- sen, UÁ leiðinni til kirkjunnar”, eptir O. Wergeland, o. fl. o. fl. I>ó Norðmenn sjeu fáir ísaman- burði við flesta aðra pjóðflokka í Bandaríkjum, verða peir að eiga pað, að peir sýndu stórmikið betri listaverk, heldur en sampegnar peirra. Á pessum upptöldu sýning- um voru peir í pví efni langt á und- an, og margir peirra, er sneru upp á sig við dyrnar, af pví sýningin var ubara skandinaviskt smáræði”, hefðu eflaust getað lært sína fyrstu lektsíu í fagurlistum, ef peir hefðu látið svo lítið að koma inn. ÍRJETTAKAFLAR ÚR NÝLENDUNUM. ICELANDIC RIVER, MAN., 5. október 1889. Hjeðan er að frjetta almenna vellíðan, allgóða heilsu manna og ágæta uppskeru á öllu er sáð var. Það jeg til veit var hveiti afbragð að vexti og gæðum, svo var og með bygg, bæði hvítt og svart bygg. Ertur og flatbaunir prifust ágætlega og kartöfluuppskera varð góð og mikil, en káltegunda-uppskera var misjafnari; varð lítil hjá sumum, pó hjá mörgum góð. Eptir horfum að dæma er jarðræktin að aukast og alinennur áhugi fyrir nauðsyn henn- ar að vakna. Nokkrir plægðu tals- vert síðastl. vor, aðrir aptur í haust. t>ó ekki sje sem hagkvæmastur tími til pess, hafa menn samt pá hug- mynd, að peir blettir sem jilægðir eru í haust gefi af sjer nokkra upp- skeru að sumri. Indíánahundar ónáða mjög sauð- fje manna hjer í grendinni, sem er orðið falsvert margt, hafa peir drep- ið pó nokkrar kindur. Indíánar búa hjer norðvestur í skógunum, og paðan hlaupa hundar peirra við og við ofan í byggðina og gera ýms- ann óskunda. Indíánar verða pví lengst ópokka nágrannar hvar sem peir flækjast. Ekki vita menn með vissu hvort úlfar hafa gert nokkuð vart við sig, en einn veiddist pó í Breiðuvíkinni fyrir skömmu. Heyskapur gekk yfir höfuð vel, pó fremur pætti graslítið. Hafa vist flestir aflað nægilegs heyforða fyrir gripi sína á komanda vetri. Óstillt og umhleypingasöm hef- ur tíðin verið nú um undanfarin mánaðartíma; optast rignt einhvern tíma á hverjum sólarhring undan- farna viku og tvisvar snjóað dálítið, svo legið hefur við að grátt yrði í ról. En frostvart hefurfurðu sjald- an orðið og ekki að meini pað jeg til veit. Innflutningur hefur verið nokk- ur í nýlenduna I sumar, og allt af eru menn að smátínast hingað. En eins og vant er hefur pað helzt ver- ið fátækt fólk, sem hingað hefur komið. Nýja Island á enn pá ótil- kvadda menn í Winnipeg, til að verja nýlenduna fyrir efnuðum og dugandi mönnum. Þeir eru ekki af baki dottnir með pað enn, en hirða minna um pó fátæklingarnir smjúgi um greipar peirra og til ttskrælingjanna”, sem til er að Ný- íslendingar eru kallaðir. Þannig voru bræður 2, sem komu af íslandi í sumar er leið, taldir frá að flytja hingað að fljótinu, pó peir hefðu á- kvarðað sig pangað, til sveitunga sinna og skyldmenna. Bræður pess- ir voru augsýnilega framfara- og dugnaðarmenn og pví máttu peir ekki fara hingað. Þeir voru pvl sendir út i Álptavatnsnýlendu, sem að sögn manna úr peirri nýlendu hefur ekki annað eins land að bjóða og fá má lijer upp með íslendinga- fljóti. Það er ekki of talað í tilliti til sumra Winnipeg-manna, sem Guðlaugur Magnússon sagði í grein sinni í sumar: uHið fyrirlitna Nýja ísland!” J. Úr Argyle-nýlendunni er skrif- að, að uppskeran par í ár sje eins og við hafði verið búizt mjög ljeleg. I>ar sem búið var að preskja mun uppskeran hafa orðið hæzt um 18 bush. af ekrunni, en í stöku stað voru akrarnir lítt sláandi. Hveiti- verðið í Glenboro kvað hafa verið 60—62 cents bush. Rigningar höfðu gengið töluverðar seint i síð- astl. septembermán., enda gengið kappsamlega að plæging, til undir- búnings fyrir næstk. vor. Ur íslendinga-nýlendunni í Al- berta er skrifað, að par hafi viðrað illa í sumar er leið, frostvart 1 hverj- um mánuði. Og 9. sept. fjell par 1| fets djúpur snjór, er ekki hvarf að öllu leyti fyrr en á 5. degi.—Af pessu er auðsætt að sami hríðargarð- urinn hefur um petta leyti verið ó- óslitinn eptir öllu Klettafjallabelt- inu austanverðu, allt suður í gegn- um Colorado: En allir segja að slíkt snjófall á peim tíma árs muni ekki koma fyrir opt á mannsaldrinum. A Ð S E N T . Jegsáí i(Hkr.” grein frá Mrs. T. Þ. Holm um ástœður skáldsins sjera Matthí- asar Jockumssonar, og jeg veit að flest- um íslenzkum bændum hjer megin hafs- ins pykir það sárt, ef hann fellur áSur en peirgeta skotiðskildi fyrir hann, með pví móti að kaupa blað hans og borga það fyrirfram. En við konurnar ættum að senda konu sjera Matthíasar sinn dalinn hver, því við vitum allar svo vel hvers konur þarfnast. Ungu stúlkurnar og ó- giptu piltarnir veit jeg að muni sýna viija ti! að kaupa ((Lýð”. Til þess að vekja endurminninguna um þjóðernið er eitt kvæði sjera Matthí- asar meira vert. en margir dalir. fslenzk kona.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.