Heimskringla - 15.04.1893, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.04.1893, Blaðsíða 1
VII. AR. NR. 30. WINNIPEG, MAN., 15. APRlL, 1893. TÖLVBL. 384 Morðið. „Yið fórum ekki’ ofan í þessi göng“. -— „Svo undir eins snáflð þið burt!“ En heima er fjölskyldan þurfandi’ i þröng — en þungt er að hlýða þeim furt. „Nú, hurtu! — Með ykkur ég ekkert yil hafa“. .... Það er engin mót voðanum hlif; þeir þögulir halda’ o’ní göngin að grafa og gefa’ upp á hœttu sitt lif- Sem berfættir menn eigi’ að ganga’ yfir glæður, evo ganga þeir fram — fyrir vesala borgun. „Nú förum sem varlegast, blessaðir bræður! því bakkinn, þið sáuð, var sprunginn í morgun‘\ .„Ood damn! Hvern sjálfan djöfulinn varðar þó það drepist fáeinir íslendingar ? Það er nóg af þeim hér!“ — Og liarðar og harðar þá hlæjandi verkstjórinn áfram þvingar. En hans nafnyðar hjörtu skal nagasigí: þessi níðingur, piltar, er contractor Lee ! Svo brynur alt eaman og sumir þeir festast, og sumir þeir skerast og beinbrotna’ og lestast. Einn þeirra gefur upp andann og deyr meðan annar er dauðvona grafinn úr leir. , Þetta morð það hrópar í himininn 4il liefndar á guð sinn og drottin11. En örmagna hljóðberi’ er eilífðin •og engan sér bænheyrslu vottinn. En það hrópar í manuanna hjörtu líka’ inn. Hvort heyrirðu’ ei, bróðir og landi minn ? Er af baki þinn drengskapur dottinn? Þá dofnar um þjóðræknis-vottinn ! J. Ó. F R É T T I R. ÚTLÖND. TEÚLOFUN. Frá Honolulu berst sú fregn, að W hiting kapteinn, forir.gi «i I3anda- ríkja-herskipinu „Alliance11 hafi trú- lofazt yngismeyjunni Etta AhFong; en hún er d<5ttir al-kfnversks kaup- manns vellauðugs f Honolulu. Etta er þrett&nda dóttir Ah Fongs, og að eins 1í ira gömul. Hrúðgumaefnið er fimtugr. PHILLIPÍNSKU EYJAltNAR. í Manila á philipínsku eyjunum geysaði 1. p. mikill eldsvoði. Um 4000 hús brunnu og margir menn létu líf sitt. Fjöldi manna meiddist við slökkvitilraunh nar. nizza. gpiia-helvítið f MonteCarlo blóm- gast vel, sem sjá má af nýútkominni ársskýrslu þaðan. Ár það, sem end- aði & föstudaginn f fyrri v;kU) hafa tekjurnar af spilabankanum verið meiri en nokkurt ár áðr; pær námu 24,000,000 franka. Bankastjórnin hefir lýst yfir’ að ágóði hluthafa árið, sem 1®*®’ verði *^4 frankar af hverj- um hlut. FRAKKLAND. Þingið hefir veitt ekkju Renan’s ins fræga „vantrúaða“ visindamanns, 6000 franka í árlega lífeyri. ÍTALÍA. 1. J>. m. varð vsrt við ákafan jarðskjálfta nfilægt eldfjallinu Etna á S'kiley. Fólk úr grendinni hefir flúið á brott; óttast eldgos og jarð- umbrot. RÚSSLAND.—KÓLERAN. í héraðinu Podolia sýkjast, eftir opinberum stjórnarskýrslum,daglega 150 manns af kóleru, og deyr sem næst priðji hver maðr af J>eim. í Pétrsborg deyja fleiri og fleiri úr kóleru á hverjum degi, en stjórnin gerir alt til að leyna pvf. í upp- hóruðum Rússlands er sagt að kól- eran gangi nú voðalega. DANMÖRK. Vallö-klaustr, hæli fyrir aldraðar meyjar af tignum stóttum, reist 1586, brann 20. f. m. til kaldra kola. Þar fórst dýrmætt bókasafn og fágæt málverk. Ljósakrónu og ornatnent- um kyrkjunnar varð bjargað. Slotið (klaustrið) var í eldsábyrgð fyrir 822,000 kr., og innanhússmunir fyrir 130,000 kr. HALLÆRl í KÍNA. í Kwenhisakong er neyð sva mik- il, að karlmenn selja konur sínar og börn til matar sór. FJÖLMENT AFKVÆMI. í Stenico í Týról lifir ekkja Col- otnba Caresani að nafni, og hefir fjóra um nfrætt. Hún hefir átt 11 börn, 57 barnabörn, 170 barnabarna- börn og 1 barnsbarns barnsbarn, samtals 239 afkotnendr. Af þeim eru 180 á lífi. EINN AF ÁTJÁN. Grískr prestr í Buda-Pesth var hór um daginn dæmdr í 4^ árs fang- e’si fyrir okr og þjófnað. Hann heitir Joh. Germann, og hefir grætt 150,000 gyllini á okri. KOSSUTH. Inn frægi ungverski öldungr, Louis Kossuth, lifir sífelt sem út latri í Turin. Hann er fæddr 27. Aprfl 1802 og verðr pví 91 árs innan f&rra daga. Hann er ern eftir aldri. Hór á dögunnm fór heilmikil nefnd af löndum hans á fund hans. ENSKA DROTTNINGAR-ÆTTÍN. George, annar sonr prinzins af Wales, er kallaðr hertogi af Jór- vík (York); hann er trúlofaðr May prinzessu, ettskri frændkonu sinni. En systir hans Maud er nú sögð trúlofuð Rosberry lávarði, utanrík- isráðherra nú f ráðaneyti Glad stones. I>að á bráðlega að fara að gera trúlofunina lmyrum kunna. Ilosberry er ekkjumaðr, og fókk mikinn auð með fyrri konu sinni, sem var dóttir eins af Rottchild unum. Hann er 46 ára, en prinzessa Maud er 23 ára. OF KVENNHOLLR. George M. Astley, sem nú á sæti í lávarða-deild enska parlímentsins sem barón Hastings, var í fyrri viku kærðr f lögreglurótti fyrtr að hafa komið ósiðlega fram við unga stúlku í Regents Park. Lávarðrinn er 35 ára að aldri og mikill lagsbróðir prinsins af Wales. Hann er kvæntr maðr og á 6 börn, og hólt prinzinn af Wales einu peirra undir skírn. Kona hans er dóttir Suflfields lávarð- ar. Dómarinn dæmdilávarðinn sek- SKOR^STIGVJEL ^yrir kvenmenn, konur og börn. Vjer höfum birgðir af öllum stærðum og gerðum. Bcin*»‘lír skor, Hneptir skor, i. Lagir Hkor, Sterkir vinnnnkor. Allar tegundir. Vjer höfum allar inar nýjustu og algengustu tegundir af öllum stærðum. - Prlsar vorir eru ætlð inir lœgstu l borginni. R-ichard Bourbeau 360 Mai11 str* Næstu dyr við Watsori sætindasal. an og gerði honum $250 sekt og 3 mánaða fangelsi. BISMARCK varð 78 ára 1. p. m. Hann er nú heilsulasinn mjög. Taugaveiklan og svefnleysi hafa sótt á hann á hverjum vetri; en nú í vetr gátu læknar í fyrsta sinn ekkert að gert; vilja þeir senda hann í heitara loftslag, en hann aftekr pað. Hann hefir mjög litla matarlyst og missir óðum prótt; en illa gengr að halda honum f rúminu. BANDARÍKIN. ÞRÍR RISAR. Til Chicago eru komnir prír ris- ar frá Zulukaffa-landi; peir eru blámenn og 17 fet á hæð; eiga peir að halda vörð um demanta-sýn- inguna á heimssýningunni. SLÉTTUELDAR í KANSAS hafa geysað allmiklir í síðastl. viku í Graham og Philips counties og valdið miklu tjóni. Kona og tvö börn brunnu inni. NAMA-ELDR. Laugardaginn var kviknaði eldr í námu í Pennsylvaníu, nærri Sha- mokin; af eldinum varð sprenging mikil og fórust alltnargir verkmenn. Tíu lik hafa verið grafin upp úr rústunum. Ein af afleiðingum pessa slyss er sú, að 1000 námatnenn eru nú vinnulausir. ÖÐRUVÍSI EN HÉR. í San Antóníó í Texas hefir hit- inn um síðustu viknamót verið 95 til 105 stig Fahr. Á tnánudaginn fengu prír menn sólstungu, og lózt einn. HRÖÐ FERÐ. Forsetar allra Wanderbilt-braut- arfélaganna héldu nýlega fund með sér, og var þar eitt meðal attnars afráðið, að senda daglega hraðlest milli New York og Chicago. Fyrsta lestin á að lýggja af stað 30. þ. m. Hún it (eins ogallar pessar hraðlest- ir) að leggja af stað kl. 3 síðd. og vera komiu alla leið kl. 10 árd. næsta dag ; pannig á að fara alla ferðina á 19 klukkustundum. Vega- lengdin öll, sem fara parf, er 961 míla. Meðal-hraði á lestinni verðr pví 50 n.ílur á hverri klukkustund. En af pví að gera má ráð fyrir ó- fyrirséðum töfum hór og hvar á stað- námstöðvum, pá má bæta pað upp með pvf að auka hraðann, þegar á liggr, til 60 mílna á stundinni. BELL’S TELEFÓN-FÉLAGIÐ í Boston hafði árið, sem leið, $414 674 í hreinar árstekjur. Á síðasta ársfundi jók fólagið stofnfó sitt upp f $20,000,000. DÝR SOPINN. Mrs. Martha Bunyan í Keokuk, Ia., hefir stefnt ýmsum af veitinga- mönnum bæjarins til skaðabóta ; heimtar hún af þeim samtals $30,000 fyrir pað, að þeir hafa selt manni hennar áfenga drykki. HVEITI-ÚTLIT í KANSAS. Hveiti-akrarnir par eru nú álitn- ir úr allri hættu fyrir vatni; en sú hætta vofði mjög yfir f mánaðar- lokin siðustu, bæði af rigningum og vatnavöxtum. Það er búizt við meira én meðaluppskeru par f ár. SKÓG-ELDAR. Nálægt Waterford og May’s Land- ing, Pleasantwille og víðar í New Jersey hafa geysað svo miklir skóg- eldar í byrjun pessa mánaðar, að af er orðið um $100,000 tjón. ÚTFLUTTAR VÖRUR frá New \ ork (borginni) námu sið- astliðinn mánuð $76,000,000, en pað er $5,535,000 minna en í marz-mán- uði f fyrra. Aftr hafa verið vörur fluttar inn par fyrir $11000000 meira en f marz í fyrra. INNSETNING FORSETANS í Bandar. í embætti kostaði í ár $40- 000, en pað er $10,000 meira heldr en innsetningHarrisons kostaði 1889. Við innsetningar-dansleikinn urðu þó tekjurnar $5000meirien tilkostn- aðr. Alfahvammur. Eftir G. A. Dalmann, Minneota, Minn. (Niðrl.). Næsta dag átti brúðkaup þeirra að fara fram. Helga var því að hugsa um jramtíðina og hvernig hún gæti orðið mannkyninu að sem mestu gagni; ltana langaði til að útbreiða þau sannindi, er hún hafði lært að þekkja, en hún vissi ógerla. hvernig hyrja skyldi. Hún sá að það varð að fara hœgt, fólk allflest trúði alls konar hindrvitnum, er ekki höfðu betrandi áhrif áhrif á framferði þess. Alþýða var vís til að filíta að hún væri vitlaus, og þá var betra að alt hefði verið ótalað; ltún var sannfærð um, að hér var að ræða um lög, er að í testu, ef ekki öllu, voru óþekt; hún gerði sér í hugarlund, að þetta væri ein hlið spekinnar, er lærðir menn mótmæltu, sumpart af eigin- girni vegna þess, að áhrifin gátu orðið skaðleg fyrir hagsmuni þeirra; hún vissi ógjörla hvernig hönd skyldi á verkið leggja. llún bað til guðs af auðmýkt og undirgefni um styrk og vísdóm að leysa þessar og aðrar ráð- gfitur lífsins. Það var talað til henn- ar, hún þekti að það var sami sæti og unaðsfulli málrómrinn, er talað hafði við hana fyrir ári síðan, en hún sá ekkert; skilyrðin vóru óhentug. ÍHér. er ég, meðbróðir þinn, er vfr^f þonnan heim fyrir nokkrnm árutr síðan, hann vill tala við þig, en getr það ekki í þetta sinn; hann var ungr, er hann kóm til vor og hefir því ekki lært fyllilega þau lög, er að því lúta að gera sig skiljanlegan sál, sem dvelr í holdlegum líkama; hann er undr fagr engill og verðr að öllum líkindumsá fyrsti, er mœtir þér þegar þú kemr til vor, þá verðr hann orð- inn þroskaðr, verið getr líka þegar fram líða stundir, að hann geti komizt í samræmi við þig; hann biðr þig að bera kveðju elskunnar til foreldranna; hann er þar oft í kring um þau og leit- ast við að gera sig skiljanlegan, en það tekst ekki. Ó, vertu ekki að þreyta huga þi nn á því, hvernig þú eigir aðiilkynna fólki þessi sannindi, það verðr að bíða sins tíma; það er ekki blessunarríkt að þröngva sann- indum inn í þjóð, er um margar aldir hefir trúað því gagnstæða. Sá tími kemr, að þessi sannindi ryðja sér til rúms; ljós vísindanna er óvenjulega bjart, en samt tekr það alloft fleiri mannsaldra fyrir það, að þröngva sér gegn um myrkr hjátrúar og híndr- vitna, er dregizt hefir saman frá einni kynslóð til annarar; en hvernig sem alt fer, þá er eitt víst, að ljósið sigrar myrkrið á endanum. Láttu framferði þitt bera vitni um þessi helgu sann- indi. Þú veizt nú, að það eru engar getgátur að annað líf er til eftir þetta.að sálin er ódauðleg. Þú veizt líka, að undir vissum skilyrðúm getum við op- inberazt, getum gert oss skiljanleg, getum talað andans máli við anda holdi klædda. Þjóð vor lærir með tímg,num að þekkja þetta leyndardómsfulla lög- mál, lærir að þekkja það samband sem ermilli okkar, er á undan höfum farið og þeirra, er hér dvelja; kemst í skiln- HARDVARA. H. W. STBEP Í540 Main Str. Verzlar með eldavólar og tinvöru og alls konar harðvöru Billegasta búðin f bænum. Komið og spyrjið um prísa. II. W. Steep. ing um, að við elskum ykkr, bræðr vora, enn þá innilegar en við getum í þessu lífi, af þeirri einföldu ástæðu, að hjá oss er enginn sjálfeelska, við þurf- um eftir engu að sækjast, því allar vor- ar þarfir eru í því innifaldar, að gera það sem er okkr fyrir beztu og alheim- ÍBum tilgóðs. Viðleitum sjálfumokkr að þekking, er miðar til fullkomnunar; við revnum að benda hugrenningum bræðra vorra upp á við, en megnum svo lítið vegna þeirrar vanþekkingar, er mest stjómar heiminum, í því eru þjóðirnar á framfaraskeiði, en þeim miðar undr lítið áfram til fullkomn- unar. Þér dettr í hug að spyrja, hvort ég sé fullkomin. Nei. Eg hefi enga hug- mynd um, nærég verði fullkomin, en mér er nær að halda, að fullkomnunar framsóknin sé endalaus eins og tíminn. Eins kemr þér til hugar að spyrja, hvort við vitum alla liluti. Því get ég ekki svarað, af því við erum á svo undr mismunandi framfarastigi, en svo langt er þekking mín nær, þá get ég sagt þér, að vitneskja okkar er tak- mörkuð, við lærum að þekkja in ei- lífu lög ogogaukum þekking vora á hverjum degi, við verðuni að vinna fyrir okkar þekking alveg eins og þið gerið; við vituni að við berum sjálf alla ábyrgð af breytni vorri; við getiitn ekki komiðsekt vorri á þann, sem er saklaus,enda getr engum komið til hug- ar, er náð hefir nokkurri andlegri þroskun. Ó, hve barnaleg er ekki sú liugmynd, að einhver geti liðið í þinn stað, en þú alveg sloppið við hegning þinnar eigin varmensku, gæti slíkt átt stað, mundi engin fullkomnun vera til. Þig langartil að þekkja eitthvað af yfirnáttúrlegum hlutum. Slíkt er að eins vatibrúkun á mál inu, því ekkert er til yfirnátturlegt, það ég til veit, en ótal hlutir eru til, er mætti kalla yfirmannlega; þeir eru langt fyrir ofan þekking og skilning mannkynstns, og eru því kallaðir yfir- náttúrlegir. Nú verðum við að fara. Þú munt verða lánsöm og góð kona og margir munu blessa minning þína, þegar þú hefir yfirgefið þinn jarðneska verka- hring. Mannsefni þitt er góðr piltr, en hann hefir skaðlegar skoðanir fyrir ið komandi líf. llann hefir orðið gagn- tekinn af eins konar kreddum, er þeir kalla heimsspeki, en sem er langt frá því að vera nokkr speki; það er að eins neitandi fáfræði, en þú munt ltafa áhrif á hann þegar fram líða stundir; þú getr með djörfung sagt honum að hann sé ódauðlegr, að hann liljóti fyrr eða síðar að viðrkenna þau sannindi, en þvi lengr, sem hann neitar, þess harðár slær samvizkan og sannleikrinn hann þegar öll neitunarúrræði verða að engu. Ó, mín ehkulega, ég veit hvað ég er að tala um, því ég hefi reynt þetta sjálf; það eru engin orð til, er geta lýst því ástandi, er ég var í, og þó ég færi að útlista það fyrir þér sem bezt ég gæti, þá muudir þú ekki skilja það, því þú ert svo skamt á veg komin; þekking þín er svo takmörkuð. Ó, að ég gæti farið um allan heim og talaðviðalla eins og ég geri við þig, þá mundi mannkynið skána, þegar all- ir væru sannfærðir um þau sannindi, að þeir geta ekki umflúið hegning g!æpa sinna og að hver einstaklingr ber sína eigin ábyrgð. Ég þarf ekki að endrtaka það, að þú vandir fram- gang þinn, þú hlýtr að skilja, að ó- hreinleiki og sú lífsskoðun, er ég hefi kent þér, getr ekki samrýmzt, getr ekkert samneyti haft, annaðhvort verðr þú að fylgja vorri lífsskoðun með hreinu dagfari, eða vera fyrir utan hana ogvelkjastí spillingu tímans. Ég vil að eins geta þess, að ef þú gerir eitthvað er hefir spillandi á- hrif á þig, þá aflar það vinum þínum fyrir handan gröfina mikillar hrygðar, því þeir skilja, að þú hefir af fríum vilja brotið lög, og þeir vita af eigin reynslu, aðhvert brot hefir hegning í fór með sér fyrr eða siðar. Lífsregl- urnar eru undr einfaldar, nefnilega að gera alt, er hefir betrandi áhrif á mann, en forðast ið gagnstæða, því alt sem gerir oss betri menn, knýr oss til full- komnunar; að leitast við að fullkomn- ast, er tilgangr lífsíns í þessum heimi og í öllum heimum, er ég til þekki. Ég verð aldrei langt frá þér. Vertu sæl!“ Næsta dag fór fram brúðkaup þeirra Ilelgu og Jóns eins og ráð var fyrirgert. Þau unnust hugástum e’ns og áðr er getið og höfðu góð áhrif á mannfélagið. AHir elskuðu þau og virtu fyrir brey tni þeirra og framkomu. Flestir fyrirgáfu þeim ýmsar sérlegar skoðanir, er þau nöfðu um annað lífog gildandi kyrkjusiði; þeir sögðu að pað væri ekki vert að gera veðr út af trú manna á öðru lífi; þaðan hefði enginn aftr komið Endir. Sjónleikr, Sjónleikr. Á Sutnardaginn fyrsta, fimtudag- inn 20. p. m., verðr í Únítara-sam- komuhúsinu leikið ið fræga leikrit sóra M. Jochutnsonar Utilegumenn, allr útbúnaðr verðr nýr og inn vandaðasti, og skemtun pví in bezta er ísl. hafa átt kost á í pess- utn bæ. Aðgangr verðr fyrir fullorðna 35c. Aðgangr fyrir börn innan 12 ára 25c. Húsið verðr opnað kl. 7. enn byrj- að á leiknum kl. 8. Einnig verðr ið sama leikið laugardaginn 22. og priðjudnginn 25. p. m. á satna tíma. Isl. hijóðfæra'eikaraflokkrinn spilar öll kvöldin mönnum til fjörgunar og skemtunar milli akta. Að eins 250 tiekets verða seld fyrir hvert- kvöld, svo eigi só fleirum veitt að- ganga en pægileg sæti geti haft I húsinn, að öllutn líkindum verða pví engin ticket seld við dyrnar par er öll sæti verða númeruð. Tickets verða til sölu hjá Th. Finney, A. Friðriksson,G. Johnson, Stefáni Jónssyni og hjá öllum leik- etidunutn. ACUREFORCOUGHS. Það er ekk- ert meðal sem lækuar eins marga einsog Dr. Wood’s Norw ty Pine Syrup; læknar kfildu hósta, itæsi, gigt og alla blóSsjúk- dóma. DYSPEPSIA CURED. Herrsr. Eg var þjáðraf hæg*aleyai 14ár. Þegar óg gá'Si að auglýsingunni um Burdock Blood Bifter, tók ég hann til reynslu, og fann strax að pað var ið rétta tneðal. Eftir alS hafa btúka’S úr 3 flfiskutn var ég ulbata. Bert J . Reid, Witigham, Ont. CAN YO*U THINK? Geturðu hugsa* þér verri sjúkdóm, en bæg*áleysi; hann leiðir dauðamyrkr yfir sjúklinginn og gerir honutn lífið leitt. Þúsund sinnum hefir Butdock’s Biood Bitter læknað þennan rjúkleiká. AFRIENDINNEED. Sásem ætíð hef- ir við hendiua eina flösku af Hagyard’s Yeltow Oil vi* slysatilfellum, svo sem tognun, risputn, skurðum, bruna, gigtar- verkjum og sárindum í hálsi, hann hef. ir vernd, ef heilsubrest ber að höneum. CAUSE AND EFFECT. Þegar kalda og hósti gera vart vi* rig, þá læknaðtt 4igí títna. Þa* er Hagyard’s Pectoral Balsam, sem er óbrigðulasta meðalið við lungna sjúkdpmum. THE RED RiVER. Rauðá lífsins er blóðið, sem líkist öðrum elfum í pví að uerða stundum óhreint, og þarfnast þá Burdocks Blood Bitter, sem algerlega hreinsar það. The only pure Cream of tarter Powder, engin ammonia ekkert Alum. Brúkað af milliónum manna. 40 ira i markaðnutn

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.