Heimskringla - 22.04.1893, Blaðsíða 1
VII. ÁR. NR. 31.
WINNIPEG, MAN., 22. APRlL, 1893.
TÖLJJBL. 385
íslands-fréttir.
I. (Eftir ,,AUSTRA.-‘)
Sevðisfirði 10. Fefir.
Tíðarfar hefir verið fremr stilt og
hlítt hér austanlands síðan vér skrif-
uðum um það síðast í Austra, og auð
jörð á Upphéraði og góð jörð víðast
á Suðrfjörðum, og fé lítið gefið. En
um mánaðamótin síðustu kom ákaf-
legr snjór víðast hér austanlands, svo
víða mun hafa tekið meira eða minna
fyrir jörð.
Síldarafli liefir verið góðr fram
yfir nýár á Suðrfjörðum, einkum á
Reyðarfirði og Eskifirði, og fyrir fám
élögum varð vart við töluverða síldar-
göngu hér inni á Seyðisfirði.
Vopnafirði 3. Fehr. 1893.
Héðan er ekkert að frétta nema
sömu harðindin, og eru margir nú
þegar farnir að kveina um heyleysi,
en engir þó enn á þrotum. Útlitið með
það að fjárhöldin í vor fari skaplega,
verðr því altaf ískyggilegra og ískyggi-
legra, enda elnar vestrlieims sóttin að
vori. Er sagt að talsvert á fjórða hundr-
að manns hafi skrifað undir bœnarskrá
til stjórnanna vestra, og 50—100 manns
muni fara héðan af eigin rammleik, ef
þeim verðr mögnlegt að selja, en á því
eru illar horfur, því fáir vilja og enn
færri geta keypt fyrir peninga um þess-
ar mundir.
6. Febr.
Voðalegt og, sem betr fer, dæma-
fátt ef ekki dæinalaust slys vildi til
á Vopnafirði á föstudagskveldið var.
Börn voru að leika sér að því að
stökkva ofan af á að giska 5 álna há-
um kletti rétt fyrir ofan kaupstaðinn,
ofan í mjúkan snjóskafl, sem fyrir néð-
an var- En svo liagaði til, að snjó-
drífan hafði svifað dálítið frá klettin-
um, svo að milli hans og hennar var
autt bil á að g'zka li alin á breidd
og var þar svell undir. Unglingsmaðr,
Uunnlaugr nokkur Þorsteinsson, ætlaði
að leika þessa list eftir börnunum,
en misti fótanna á klettinum um
leið og hann ætlaði að taka undir sig
stökkið og kom rétt á höfuðið ofan
í gjótuna fyrir neðan klettinn. Hann
varð strax máttlaus upp undir bring-
spalir og er síðan. Segir læknirinn
að hann hafi fengið mænuslag og er
víst nálega vonlans um að hann komi
til.
Langanes-sléttu, 25. Jan.
Ameríkuhugr í mönnum er nú
með mesta móti, eða jafnvel meiri
hér en nokkru sinni áðr. Allr þorri
manna úr sumum hreppum hér vill
fara vestr, en það er nærri ómögulegt
fyrir menn að komast burtu, því ekk-
er hægt að selja. Enginn hefir
peninga og margir vilja selja, en eng-
inn kaupa. Af þessum orsökum verða
þeir að eins mjög fáir, sem fara til
Ameríku á þessu ári héðan.
Seyðisfirði, 13. Marz.
Tíðarfar hefir um tíma verið mjög
ilt hér austanlands og snjókoma á-
kafleg liér í fjörðunum. í Norðr-Þing-
eyjarsýslu hefir vetrinu mátt heita
góðr hingað til og sömuleiðis í Skafta-
fellssýslum fyrir sunnan Almannaskarð,
en þar er mikill kornmatarskortr, og
er verzlunarstjórinn á Papós farinn
að selja almenningi af því kjöti,sem
bar var keypt í liaust.
Heyskortr er orðinn mikill á Út-
héraði og í Vopnafirði og víðar svo
til vandræða horfir.
Hafíshro^a þann, er rak inn á
í’istilfjörð síðast í Janúar, hefir rek-
ið út aftr og seint í Febrúar var eng-
inn hafís sagðr fyrir Norðrlandi.
23. Marz.
Tíðarfar. Nú hafa verið hér
Uokkrir blíðviðrisdagar, og er vonandi
að jörð hafi víða komið upp á Upphér-
aði og víðar, þar sem snjóþyngslin
eru ekki önnur eins ósköp og hér í
ijörðunum og utantil í Úthéraði, Hlíð
og Jökuldal.
Upphéraðsmenn höfðutekið ósköp-
>n öll af fé af inum bágstöddu Úthér-
aðsmönnum.
Ðánir: Guðmundr bóndi Magnús
son í Knefilsdal og Sigurðr bóndi Sig-
urðsson á Breiðavaði. Báðir merkis-
bændr og efnamenn.
Stefán Ólafsson í Mjóanesi, af
Vallanesætt, og Baldvin Gíslason í
Flögu í Skriðdal, inn efnilegasti maðr
og hvers mans hugljúfi.
Guðný Sigfúsdóttir, prests að Ási,
tengdamóðir Jóns hreppstjóra Magn-
ússonar á Skeggjastöðum, og Guðný
Ólafsdóttir, tengdamóðir hreppsnefnd-
aroddvita Finnboga Ólafssonar á Borg
í Skriðdal, báðar mestu sómakonur.
(Eftir ,,STEFN1“).
II. Akreyri, 13. Febr.
T.ðarfar á Austr- og Norðrlandi var
afbragðs gott allan fyrri part Janúar.
Síðan hefir oft verið hór fremr óstillt tíð,
stundaui snjókoma og blotar á milli;
frost sjaldan mikil. Nú síðustu viku
allgott veðr oftn‘t nrer. Um mittjan
Janúarvar Fljótsdalshérað næstum autt,
sumsta'Sar ekki farið att gefa fullofðnu
fé. IVI jóifjörðr var þá og snjólaus og var
snemn a í mánuðinum ekki búið að
kenna lömbum át þar á sumum bæjuin.
Aftr á móti var um það leyti mikill snjór
í Seyðisfirði.
Jlaldwin L. Baldwinson apent er hé
hefir dvalið síðan 12. f. m., hélt fyrir
lestr í húsi L. Jensens gestgjafa, 6. og 7.
þ. n>., um líf íslendinga í bæjunum í Ca-
nada, einkum Winnipeg, og Sigurðr
Christopherson lýsti búnaðarháttum og
ástandi bænda S Argyle-nýlendunni. Síð
ara kveldið talatSi sýslum. Kl. Jónsson
uokkurorð á móti B. L. Baldwinson og
lagði fyrir hann ýmsar spurningar í til
efni af fyrirlestrinum fyna kvelditS.—
Yfir höfuð vóru fyrirlestrarnir vel flutt
ir,einkum var fyrirlestr Baldvius fjörugr
og góð skemtan fyrir fólkið. Munu á
lieyrendr hafa verið 3 hundruð, hvort
kveidið, og fengu þó ekki eins margir
rúm og vildu.
III. (Eftir ÞJÓÐVi LJANUM UNGA).
Isafirði, 16. Janúar.
Vestrflutningar. 'Eftir því, sem
frétta er úr ýmsum héruðum landsins,
Diunu fólksflutningar til Vestrheims
verða allmiklir í ár, og veldr því bæði
>ð bága árferði,*sem hér var síðasta ár,
og ekki síðr glæsilegar skýrslur um
hagi þeirra, er vestr hafa farið. Úr
ísafjarðarsýslu mun þó fátt bænda fara,
en aftr á móti allmargt af einhleypu
fólki.
Tíðarfar. Um undanfarinn 4 vikna
tíma hefir haldizt einmuna tíð, sífeld
stillviðri og oftast frostlaust eða þá
frostlint veðr.
Glataðr póstfiutningr. í síðustu
ferð aukapóstsins, sem héðan fer um
Snæfjöil og Stað í Grunnavík að Hest-
eyri, glataðist póstfiutningr sá, er fara
átti til bréfhirðingarinnar á Hesteyri.
Aukapóstrinn lenti við Staðarsjó-
inn í Grunnavík síðari hluta dags 21.
des. og skildi póstflutninginn til Hest-
eyrar eftir í bátnum, á meðan hann og
fylgdarmaðr hans skruppu heim að
Stað í Grunnavík með póstfiutning
þann, er þangað átti að fara; en er póstr
kom aftr ofan aðsjónum, eftir tæpán
klukkutíma, var bátr lians horfinn; var
þá ger leit að honum, og fanst bátrinn
loks morguninn eftir, rekinn skamt frá
bænum Nesi-í Grunnavík; var bátrinn
þá fullr af sjó, og nokkuð laskaðr, og
pósttaskan til Hesteyrar horfin; en í
henni var, rneðal annars; 270 kr. í pen-
ingum.
Aflog og áverkar. Jóhann bóndi
Guðmundsson á Dynjanda í Arnarfirði
Varð í haust fyrir töluverðum áverka;
hann kom 25. Okt. af sjó við annan
mann, Jón Jónsson (hvíta), og urðu
þeir að sögn ósáttir vit af kaupgjaldi;
réð Jön þá á Jóhann, þrúgaði hann of-
an í bátinn, bringuteinsbraut hann og
veitti honum ýmis meiðsli svo að lækn-
ir kvað telja vafasamt, að hann fái full-
an bata. [Jóhann sagði dáinn síðar.]
• Ritstj. Hkr.
Nýskeð er látinn Jón bóndi Björns-
son á Rauðstöðum í Arnarfirði.
24. Jan.
Slysfarir. I álilaupinu 2. des. varð
úti bóndinn á Sporði í Víðidal, Jón
Gunnarsson að nafni, og sonr hans;
þeir vóru að sinna fé.—I sama áhlaup-
inu varð úti Árni bóndi á Háreksstöð-
um í Norðrárdal, og unglingspiltr,
Benedikt Ásmundsson, frá Miðhópi í
Húnavatnssýslu.
Tíðarfar breyttist 16. þ. m., er hann
snéri til útsunnan umhleypinga.
Hafísinn segja sjómenn allnærri og
18. þ. m. rak hér inn í Djúpið nokkurn
liroða.
Aflabrögð eru enn treg, hvervetna
við Djúp, nema allgóðr afli hjá sexær-
ingum í Vikinni, er sækja út á Nes og
Kamba.
31. Jan. ■
Tiðarfar. Síðan með Þorra byrjun
hefir verið kuldatíð, stormar og nokkur
frost öðru hvoru, en fannkoma lítil.
Aflabrögð. Með liafísnum kom haf-
hlaup af þorski inn í Djúpið; og komu
margir sexæringar í Bolungarvík hlaðn
ir að landi 25. þ. m., með 4—5 og á 6.
Iiundrað af fiski; mikið góðr afii VRr þá
einnig hjá öllum almenningi; en því
miðr iokaðist Víkin samdægrs af hafís-
liroða.c að skip liafa ekki getað kom-
izt á Sjohin. .iema þau, sem ganga úr
Ós-vör.
I Dölunum hefir aftr á móti verið
prýðis góðr afli; 27. þ. m. var t. d. 100
(tólfrætt) minst á skip í Hnífsdal.
Hafís. Nokkur hafíshroði hefir
komið hér inn á Djúpið, og óminnilega
mikill liafís kvað vera á Vestfjörðun-
um: Súgandafirði, Önundarfirði og
Dýrafirði.—Uti fýrir fjörðum er sögð
ein samfeld hafíshella, svo að ekki séþ
út fyrir.
í haust, er var, um göngurnar, and-
aðist Jón bóndi Ólafsson á Stað í Súg-
andafirði, dugnaðarmaðr og gildr bóndi.
21. Febr.
Tíðarfar hefir verið mjög umhleyp-
ingasamt; 3.—4. þ. m. var ofsa norðan-
garðr, en síð m sneri hann í suðvestan
lilákur; 6.—8. þ. m. var lygnt og frost-
lint veðr, og hélzt svo til 13. þ. m., er
hann gerði norðan hriðu, sem lengstum
hélzt til 19. þ. m., er aftr snéri til sunn
anáttar.
Aflabrögð. Þá dagana, sem gæftir
bafa verið, hefir verið prýðisgóðr afii
lijá bátum þeim, er ganga úr Ögrnes-
inu, og í Mið-Djúpinu.
Við Út-Djúpið hefir einnig aflazt
mikið vel, 1—3 hnndr. á skip alloftast
framanafþ. m., en þó stundum nokk-
uð misfiski hjá stöku bát.
Mikið mein var það fyrir Bolvík-
inga, aðþeirekki komust á sjóinn um
tíma vegna hafíshroða; 7. þ. m. gerðu
ýmsir tilraun til áð komast fram, en
brutu ýmsir skip sín meira og minna,
en síðan rak íshroðann frá með suð-
vestanáttinni.
IV. [Eftir ÍSAFOLD.]
Reykjavík, 18. Febr.
S /jaspell, barntsmorð og sjálfsmorð.
Nýtt stórglæpamál er upp komið í
Þingeyjarsýslu, á prestsetrinu Sval-
barði í Þistilfirði.
Þar áttu hálfsystkin, Sigrjón og Sól-
borg, vinnuhjú piests, barn saman í
vetr með ieynd; drap hún þegar barn-
ið, en hann gróf það í sjávarborg, þar
sem hann gætti fjár prests. Um það
varekkert skeytt áSvalbarði, að stúlk-
an grenntist, en hreppstjórinn komst
á snoðir um þetta og skrifaði sýslu-
manni, Benidikt Sveinssyni. Fór
Einar sonr hans, cand. juris og full-
mektugr, austr, í forföllum fóður síns,
yfirheyrði allt fólkið á bænum og Sigr-
jón síðastan, er hann kom heim um
kvöldið þanu dag frá kindum, og
meðgekk hann allt saman, bæði barn-
eignina með hálfsystr sinni og hlut-
deild í morði barnsins.
Þetta var um háttatíma.
Að því búnu gekk Einar upp á loft
til fólksins og sagði stúlkunni, Sól-
borgu, að hann yrði að taka hana
fusta, grunaða um glæp, vísaði henni
í afþiljaðan klefaí baðstofuendanum
og setti tvo menn til að gæta þess, að
hún færi ekkert burt þaðan, rannsak-
aði fot hennar og vasa, og ætlaði að
yfirheyra hana að morgni. Hún bað
um að lofa að vera hjá sér barni, er
hún átti á lífi og þar var á bænum,
telpu, á ð. ári, en þvf neitaði yfirvald-
ið. Tók hún þessu öllu rólega að sjá,
fór ofan í koffort, er hún átti í bað-
stofunni, og tók þar samanbrotna
léreptsskyrtu með sór inn í húsið af-
þiljaða, og háttaði þar ofan í rúm-
ið. Litlum tíma eftir rak hún upp
hljóð og bað um vatn; kom þá Einar
upp og spurði, hvað að henni gengi,
en hún Jcvaðst ekki vita það; hljóðaði
hún litla stund og dó síðan. Hafði
hún náð í eitr (strychnin) hjá hróðr
sínum og barnsfóðr, er honum hafði
verið fengið í hendr til að eitra með
fyiir refi, og geymt það í koffortinu,
en náð því um leið jg skyrtunni.
Fanst glasið í rúminu hjá henni
dauðri. Imynda kunnugir sér, að
hún hafi ætlað barninu að fara sömu
leið, ef hún hefði fengið að hafa það
hjá sér.
Eftir að SJlborg hafði drepið (hitt)
barnið, er hún ól um hádag, lét hún
það í kistu í öðrum enda baðstofunn-
ar, og þar var það í hálfan mánuð, áðr
en Sigrjón gat tekið við lfkinu og
komið þyí undan. (Mun þetta vera
hans frásögn, því engin fékkst skýrsla
af henni). i Hann vafði líkið í slopp-
ræfli, gróf það í horni - á fyrnefndri
sjávarborg og var látin grafa þuð upp
þar aftr af yfirvaldinu. Læknir rann-
sakaði lfjíin bæði, barnsins og móður
þess, og kvað það dáið hafa köfnun-
ardauða, en hana af ,,stífkrampa“, —
verkun eitrsins.
Dauðun svartfugl hefir rekid hrönn-
um saman liér sunnan lands í vetr
hingað og þangað nýlega, t. d. í Þor-
lákshöfn 1300—14i 0 á skömmum tíma.
Lítr út fyrir að hann hafi dáið úr
hungri og hor, enda fádæma-sílislaust
í sjónum að sögn sjómanna, og fiskr
einnig mjög magr, sá er fengizt liefir
upp á síðkastið.
22. Febr.
Veðrátta: Yeðrbl ða þennan vetr,
að fráteknu kastinu á jólaföstunni, mun
vera liér um bil dæmalaus hér á landi,
jafnt og stöðugt. Um þessar mundir
liver dagrinn öðrum fegri. og frost ým-
ist ekkert eða mjög lítið.
Afiabrögð : Á Akranesi varðdável
vart á laugard. var, helmingr þorskr,
en magurt, — eftirlegukindr. Einnig
vart hér í gær, en mjög langróið.
4. Marz.
Mannalát: 2. þ. m. andaðist liér
í bænum eftir langvinnan krankleika
frú Guðiún liriem (Gísladóttir læknis
Hjálmarssonar), kona séra Eiríks
Briems prestaskólakennara, hálffimtug
að aldri, atgerviskona, mentuð mjög
vel til munns og lianda, og einkar-
þjóðrækin. Þau lijón giftust 1874 og
lifa tvö börn þeirra, Ingibjörg og Egg-
ert. t
S. d. andaðist í Hafnarfirði merk-
isbóndinn Gísli Þnrmóðsson, valinkunnr
sæmdarmaðr og fjúðr allvel, á sjötugs
aldri.
—Skaftafellssýslu miðri 1. Febr. .
Síðan í haust liefir verið einliver in
bezta tið, er menn muna, ón efa livergi
á landinu eins góð, eftir því, sem blöð
og póstar skýra frá; jörð ávalt uppi
og góðir iiagar með veðrspekt. Fullorð-
ið fé gengr úti enn þá og lömb sutn-
staðar; hrossuir er nýfarið að gefa
Heyin lítil undan sumri en drýgjast
með degi hverjum. Verzlun n í sum-
ar afar-örðug. Kaupfélag er í mvndun
hér í sýslunni. Inn nýi sýslumaðr
Guðl. Guðmundsson þykir gott yfirvald,
röggsamlegr í öilu, skilvís og lijálpfús.
11. Marz.
Kggert ólafsson Brím, uppgjafaprestr,
andaðist hér í bænum í fyrradag, eft-
ir 2 daga legu af „bronchitis", en að
undangengnum nokkurra vikna las-
leika eftir stutta legu í lungnabólgu.
Hannvar fæddr að Grund í Eyjafirði 5.
Júlí 1840, sonr Ólafe timbrmeistara
Gunnlaugssonar (sýslumanns) Briem og
konu hans Dómhildar Þorsteinsdóttur.
Hann var kvæntr Ragnhildi Þorsteins-
dötturprests Einarssonar á Kálfafells-
stað, systur frú T. Þ. Holm, og lifir
hún mann sinn, en ekkert afkvæmi.
Séra Eggert sál. Brím var gáfumaðr
mikill, sem hann átti kyn til, bæði
skarpr og minnugr. Hann stundaði
mjög forn fræði íslenzk og var manna
bezt að sér í fornmáli voru og fornum
kveðskap.enda eljumaðr mikill við bók-
lega iðju og leikinn við ritstörf. G;ull-
aldaríslenzku var honum mjög sýnt
um að stæla f riti; má sjá þess vott
meðal annars á þýðingunni á „Víking-
unum á Hálogalandi", er hann átti
mikifeverðan þátt í. Eftir hann liggja
ýmsar tímaritsgreinir, snertandi sögu
vora og fornfræði, og svo ritaði liann
talsvert í Liöðá prestskaparárumsínum,
en að staðaldri í ísafold nú síðustu
missirin, eftir að hann fluttist til Rvíkr,
ritdóma (með merkinu E. undir) og
þýðingar; á þeim missirum bjó liann
og til prentunar ina nýju útgáfu Óiafe-
sögu Tryggvasonar, með ýtarlegri og
skarplega saininni æfisögu Snorra
Sturlusonar framan við, og ágætum
vísnaskýringum m. m., og hafði einnig
lokið við Ólafe sögu helga, sem er nærri
fullprentuð; er rnikil eftirsjá að lion-
um frá slíkum störfum meðal annars.
Nokkuð mun eftir hann liggja afóprent-
uðum ritsuiiðum. Skáldmæltr var hann
þott lítið léti á bera. Hann var drengr
góðr og manna íslenzkastr í anda og
þjóðræknastr.
Hafís horfinn af Vestfjörðum og
einnig af Húnafióa að miklu leyti.
Aflabrögð : Ágætisafii við ísafj arð
ardjúp síðan liafísinn fór. Sömuleiðis
byrjaðr mikið góðr afli í Mýrdal, komn-
ir 120 í hlut um mánaðamótin síðustú
af vænum þorski og undir Eyjafjöllum
60—70 í Landeyjum enginn afli, enda
bninasamt mjög. í Vestmannaeyjum
byrjaðr mikið góðr afli er síðast frétt-
ist. í Þorlákshöfn fiskast dável, en
miðr á Byrarbakka og Stokkseyri.
Grindvíkingar fengu 100—160 í hlut
síðan vertíðarbyrjun, sumir þó minna.
Hér á Innnesjum tregt um afla enn,
en betra í syðri veiðistöðunum.
Siiðrmúlasýslu (Reyðariirði) 11.
Febr.: Veðrátta óstöðug- síðan um 20.
Jan., oftast austanátt með talsverðri
snjókyngju; 6. Febr. var hér sunnan
afea-hláka. Snemma í þ. m. varð vart
við iiafís við Barðsneshorn; vrrð liann
þar landfastr í austan-liríðarveðri, en
hvarf fljótt aftr. Sjálfeagt heiir liann
komið austan úr hafi, þvi engar ísfrétt-
ir hafa borizt hingað að norðan.
Mikið happ mátti telja síldarveiðina,
sem var i Reyðarfirði í vetr. Það var
8Íldarflutning8ferðunum að þakka, að
talsvert af matvöru fluttist liingað upp
snemma á vetrinum, því birgðirnar
lijá kaupmönnum voru litlar fyrir.
Svo er hún ekkert smáræði, atvinnan,
sem landsmenn liafa við veiði þessa.
Þannig liefir eitt sildar-útgeröarfélagið
(C. D. Tulinius á Eskifirði) borgað í vetr
um 12,000 kr. í veiði- og vinnulaun, alt
herlendum mönnum. En bæði aflaði
þetta félag vel (tnn 6000 tunnur) og svo
hélt það veiðinni áfram nálægt mánuði
lengr en aðrir.
Barnaskólinn á Eskifirði er nú
kominn á fót aftr, eftir nokkurra ára
hvíld. Á liann ganga nú liðug 20 börn
Kennari er realstud. Magnús Magnús-
son. Auk þess eru tveir sveitakenn-
arar í Reyðarfirði. Reyðlirðingar leggja
því talsvert fé fram til mentamála á
þessu ári.
A Eskifirði var stofnuð Good-Templ-
arastúka í haust. En þar var fyrir
gamalt bindindisfélag.
18. Marz.
Þorsteinn Jónsson, kansellíráð, fvrr-
um sýslumaðr, andaðist að lieimili
sínu Kiðjabergi 9. þ. m., á 79. ári,
orðinn blindr fyrir nokkrum árurn og
ellihrumr, fæddr 15. Okt. 1814 í Skál-
holti, sonr Jóns umboðsmanns Johnsens
er síðar bjó á Stóra-Ármóti (11843),
Jónssonar sýslumanns á Móeiðarhvoli
(f 1788). Hann var fjörmaðr, trvggr og
vinfastr, og skörulegr embættismaðr
ineðan hann var í broddi lífeins.
Préstskosning: Sóra Ólalr Ólafeson
í Guttormsliaga kosinn prestr að Arn-
arbæli 11. þ. m., á kjörfundi að Krögg-
úlfsstöðum, nær í einu hljóði; séra
Bjarni próf. Þórarinsson fékk að eins
2 atkv. (að sögn); séra Jönas ekkert.
25. Marz.
Dáinn hér í bænum 19 þ m.latínu-
skóla-lærisveinn Bjórn VMjálmsson,
bónda í Kaupangi í Eyjafirði, Bjarnar-
sonar prófasts í Laufási, mikið mann-
vænlegr piltr 'og efnilegr námsmaðr,
nær 17 ára að aldri; var í 3. bekk.
Hann dó úr lungnatæringu.
Viðarreki óvenjulega mikill í vetr
við suðrströnd landsins, í Skaftafells-
sýslu, Vestmannaeyjum og víðar, af
höggnum við, mest plönkum frá Ame-
ríku; mun vera af stórum skipsfarmi,
er týnzt hefir í hafi á leið frá Canada
til Englands einhvern tíma í haust eða
vetr.
Aflab ögð. Austanfjalls byrjaðr
mikill afii, í Árnessýslu-veiðistöðunum
en stopular gæftir. Hér við Faxaflóa
aflalítið enn áopnu skipin. Eitt þilskip
„Agnes'* (Eyþórs), reyndi fyrir nokkru
fáa daga og fékk 1500 af þorski. Önnur
þilskip hafa beðið póstskijis, en eru
nú að komast af stað þessa daga við
illan leik sakir vistaskorts. Frakk-
neskra fikiskipa ekki vart orðið hér
enn.
Tíðarfar. Mesta öndvegistíð, frost-
leysur og nærri því vorblíða.
27. Marz.
Aflabrögð. ÍGrindavík mikið góðr
afli, á 4. hundrað í hlut í Staðarhverfi
frá vertíðarbyrjun, alt vænn þorskr og
alt á færi. Mokfiski í Höfnum og á
Miðnesi vikuna sem leið. Einnig.
góðr afli í Garðsjó nú fynr helgina.
Gufubátr á Faxaflóa. Stórkaup-
maðr Fischer brá þegar við, er liann-
fékk skeytin heðan með „Waagen" og
gerði fyrirspurnir í ýmsar ittir um
hentugan bát til þeirra ferða, en þá
fór „Laura“ að vörmu spori og lengra
er eigi komið. Mun mega að því
ganga að því vísu, að bátrinn komi,
og á tilleknum tíma hér um bil.
RADDIR ALMENNINCS.
Á VA R TIL Þ. J. M.JÓFJÖRÐ.
Þegar ég ias 29. tölublað Lögbergs,
kom ég niðr á greinarstúf úr Víðines-
bygðinni eftir Þ. J. MjófjörK. Hann er
þar að reyna atf böglast viti atí tína upp
ýmsa atburði, sem fréttir þar neðan að.
Meðal annars tekr liann ýmsa inenn fyr-
ir, hælir þeim takmarkalaust, telr þeim
ait til gildis og drepr á að nýlendan
mundi ekki geta þrifizt án þeirra. Hann
hefir sjálfsagt meint, að hann sjálfr gæti
ekki þrifizt án þeirra nærveru; þafS vita
líka ailir, sem þekkja Þ. .1. MjófjörS, að
hann tekr ekki nærri sér afi smjaöra sig
upp við þá menn, sem hann heldr að
hægt sé að hafa úrí staðinn einn máls-
verð eða sem því svarar.
Svo þegar liann er búinn að lýsa
þessum lieiðrsmönnum, þá kemr hann
meö beilmikla klausu um danssamkomur
þær, er halduar hafa veriö þar í bygö-
inni í vetr. Af því ég liefl verið á ýms-
um af þessum danssamkomum, bref i á
Gimli og viðar í nýletidunni, þá \ii ég
láta hann vita, að allar þrer danssm.l oui-
<’r hafu fariti siðsamlega frain, og lninn
hefir enga ástæðu til aö sverta það ióik,
sem tekiö hefir þátt í þeim samkomúm.
Eg get líka fu lvissað hann um það, aö
unga dansfólkið er eins heiðvirt siðlegt
og skyiisamtcins og sjálfr Þ. J. M. sýn-
ist vera, eftir grein hans að dæma.
Hann seglr meðal annars í grein
sinni, að Luigsjón unga fólksins nái
ekki lengra en að þessu „kálfa hoppi“.
Hann hefir víst verið aö hugsa um kálf-
skinns-húfuna, sem hann er vanr að
brúka, ng hefir þótt það heppilegast að
nefna dansleikinn eftir henni.
Þaö væri óskandi að hann kostaði
dálítið upp á kollinn á sér sjálfum, svo
hann gæti læit að lirinda burt frá sér
vínfýsninni, sem hann þjáist svo mjög
af; hún hefir gert honum margfalt meiri
skaða, heldr en dansinn gerir unga
fólkinu, því það er ég viss um, að við
skulum vera betr á okkr komuir eftir
dans á hverju laugardagskveldi, heldr en
hann er eftir að vera svínfullr einu sinni
i mánuði.
Eg ætls ekki að oiðlengja meira
nm þetta efni að sinni; það sitr betr á
hverjum sem er, að vanda framferði
sjális sin, en að vera att sletta að raunar
lausu til annara.
Winnipeg, 30. Marz 1893.
Stgr. Quðearðsson.
SKOFGslSTIGVJEL
Fyrir kvenmenn, konur og börn.
Vjer hOfum birgðir af öllum stærðum og gerðum.
ltoimatlir sknr, Hnoptir skur,
Lagir Mkor, Storkir vinniiMkor.
Allar tegundir.
Vjer höfum allar inar nýjustu og algengustu tegundir af öllum
stærðum. ----- Prlsar vorir eru œtlð inir lægstu l borginni.
Richard Bourbeau
HARDVARA.
H. W. STEEP
546 Main Str.
Verzlar með eldavólar og tinvöru og alls konar harðvöru
Billegasta búðin í bænum. Komið og spyrjið um prísa.
DSPRICE'S
Powder.
360 Main Str.
Næstu dyr við Watson sætindasal.
II. W. ^teep.
The’ouly pure Creaw of tarter Fowder, engiu ammonia «kkert Alam.
Brúkað af imillíónum manna. 40 &ra k markaðnum