Heimskringla - 24.06.1893, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.06.1893, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA. Heimskriiigla kemr út á Laugardögum. The Heiraskriugla Ptg. & Publ. Co. útgefendr. [Publishers.] Verö blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 mánuiSi $2,50; fyrirfram borg. $2,00 6 ----- $1,50; ------- — $1,00 3 ----- $0,80; ------- — $0,50 Á Englandi kostar bl. 8s. 6d.; Á Norðrlöndum 7 kr. 50 au.; á íslandi 6 kr. — borgist fyrirfram. Senttil íslands, en borgað hér, kost- S$l,50 fyrirfram (ella $2,00). ggg~Kaupendr, sem vóru skuldiausir 1 Jan. p.á. purfa eigi að borga nema $2 fyr- ir pennan árg., ef peir borga fyrir 1. ,'úlí p. á.(eða síðar á árinu, ef peir æskja pess ekriflega). Kaupandi, sem skiftir um bústað verSr a'S geta um gamla pósthús sitt ásamt nýju utanáskriftinni. Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem «lgi verða uppteknar, og endrsendir pær eigi nema frimerki fyrir endr- eending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brófum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögum, nema kaup- andi sé alveg skuldlaus við blatSið. Augtýsingaverð. Prentuð skrá yflr pað send lysthafendum. Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON venjul. á skrifst. bl. kl. 9—12 og 1—6 Ráðsmaðr (Busin. Manager): EIRÍKR GÍSLASON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á bréf til ritstjórans: Editor HeimskringUi. Box 535. ÍVinnipeg. Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er: The Ueimskringla Prtg. & Publ. Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar senflist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. I tilefni af ritgerð peirri, er birtist Lögb. 6. Maí p. á. frá nafna minum ■Jónssyni á Mountain, undir fyrirsögn- inni „Bending til fregnrita“, og sem sérstaklega er stýluð til mín út af inni ■oft nefndu fréttagrein, er ég sendi til Hkr. eíðasti. vetr, parsem ég mintist á vínsölu-pukrið hér syðra, málaferlin, er af pvíleiddu og ýms fleiri atriði snert- andi ísiendinga hér, pá vil ég biðja yðr, hr. ritstj., að Ijá mér enn einu sinni rúm fyrir nokkrar líuur í blaði yðar, ef ske mætti að mér tækist að sannfæra ein- hverjaaf peim andstæðingum mínum hér, er íinst að ég hafi gert sér eða kyrkjunni ákaflegan órétt nnð ósann- inda-shíðri, sein peir segja að ég hafi ffarið með. Fyrsta og aðallega atriðið úr grein minni, sem nafni minn fettir fingr út í, er viðvíkjandi komu séra M. Skaftasonar liingað suðr. og fyrirlestri peim er hann flutti gegn -bókstafiegum innblæstri ritningarinnar. .Hann tekr upp setningu mína par að lútandi, og s-gir, að sér sýnist pað vera sá togi, sem greinin sé spunnin af. Af ■hverju hann ræður pað, get ég ekki *éð, par sem ég miunist að cins á trú- arskoðanir séra M. S. í sambandi við skoðanir manna hér syðra í peim efnum. Hvað gat pað komis við vínsölupukrinu ú. Mountain eða vitnaieiðslunui í máli Lopts ? Ef pað var lygi, sem ég sagði um fyrirlestr séra M. S. eða um ineðmæl- endr hans hér syðra, pá hefði nafni minn átt að færa að ininsta kosti líkur til að svo væri, en ef pað var satt, pá sé ég ekki hvaða pýðing puð hafði að taka pað atriði fyrir o? reyna að sýna fram á, að pað væri toginn, se:n öll greinin væri spunnin af, pví eítir peim reikn- Ingi hans hiaut greinin öil að vera sönn. Með orðatiltækinu „stækustu lút- eranar“, aem viiðist hafa hleypt bióði nafna míns i ailmikla œsingu, meinti ég sem berja pað fram blákalt, að ritn- ingia sé öll bókstaflega innblási n af guði, jafnvel pó peir geti Ijóslega séð, ■ef peir viija nokkuð hugsa sjálfir, að slíkt er fávizka, eða pá sem segja, að þeirra trú sé in eina rétta og sanna, og að allir sera hafa gagnstæðar trúarskoð- anir sé annaðbvort vantrúarmenn eða guðleysingjar. Slíkir menn eru ofstæk- ismenn, hvaða trúflokkum sem peir til- heyra. Ég hefi haft svo mikil kynni af mönnum hér syðra í íslenzku nýlend- unni, sérstaklega í norðrhluta hennar (peim partinum, er séra M. S. ferðaðist um), að ég er sannfærðr um að pað er fleiripartrinn af öllu fólki, sem ekki felst að öllu leyti á kenning iútersku kyrkjunnar í pví ijósi, sem prestarnir hér halda henni uppi fyrir okkur nú, og sem geta par af leiðandi ekki verið með nema pá sumir hverjir að nafninu að eins. Það ætti líka nafna mínum að vera kunnugt, að fleiri paitrinn af peim sem að nafninu stauda í söfnuðum hér, virðast hafa sárlífinn áhuga fyrir vei- ferð pess félagsskapar, og pað virðist mér sanna betur en nokkuð annað, að viðhaid lúterskrar trúar sé peim ekk- ert áhugamál. Það eru nú pessir menn, ásamt fjölda af peim er utan kyrkju standa, semvildu gjarnaneiga kost á að hlýða á frjálslyadari prédikara, heldr en hér er völ á, og par sem séra M. S. er tá eini prestr hér vestra, er geti talist frjálslyndr í trúarefnum, pá er pað ekki nema eðlilegt, pó við vildum fá að heyra hann sem oftast. Ég skammast mín ekkert fyrir að játa, að mér pykir mikið varið í múnað- arritið „Dagsbrúnina“, af pví pað btrst fyrir frjálsari trúarstefnu, og óska og vona að henni endist aldr og prek til að sameiua alla pá Vestr-íslendinga, er ekki geta af góðri sannfæring unnið með lúterska kyrkjufélaginu. Ef að nafna mínúm er nokkur hug- fróun í að teija mig í flokki Gyðinga peirra, er báðu um lausn Barrabasar, pá er honum pað vel komið; ég býzt hvort sem er ekki við að purfa að sæta hans dómsúrskurði. En sem sagt, geti pað nokkuð aukið sælu hans pessa heims eða annars að hugsa til pess að ég og aðrir fylgjendr séra M. S. verð- um í hópi pessara Gyðinga, sem hann sjálfsagt álítr að verði kvaldir í helvíti, á meðan liann sitr til borðs með Abra- ham, ísak og Jakob, pá get ég fyrir mitt lcyti vel unnt honum pess. Næst kemur pá nafni með vhna- leiðsluua í máli Lofts. „Fór ekki betr“ segir liaa u með sinui vanalegu hóg- værð, ,,að segja rétt eius og var, að pað liti svo út sem vitnin vildu hlífa peirn kærða, af peirri ústæðu sem fregn- ritinu vissi að kærandiun Mr. B. Oison kannaðist við fyrir réttinum, að haun hefði koihið inum kærða(Lopti) til að selja sér alkohol áiítið glas með pví að segjnst veraveikr og einuugis hala tiú á að sér batnaði af pessu meðali, sem fyllilega kom í ijós, að liinn kærði lét úti nauðugr?" Þessi aðferð B. O. með að klaga Lopt, sem á að liafa verið ó- drengileg, á um leið að hafa orsakað pað, að vitniu gáfu ekki eins skilmerki- legau framburð í málinu eius og pau mundu hafa gert, ef málið hefði verið, ter ið fyrir á anuan veg, eins og nafni segist ekki vera í vafa um. Með pessu kaunast hann pá við, að pað hafi lítið svo út sem vitniu hall viijað liiífa hinum kærða; af hvaða orsökum pað var kemr málinu ekkert við. Það kom vitnunum ekkert við, hvernig málið var tekið fyrir, pau áttu að segja sannleik- ann midir öllum kringumstæðum, ann- ars gerðu pau sig seka í að fótumtroða réttTÍsinn, eins og ég hefi áðr sagt. Þar sem nafni pykist samifærðr um, að hefði Loptr verið kærðr fyrir sölu áfengra drykkja, blöndun á peim og ill útlát, og ef svo hefði mætt lög- maðr frá lcærauda hálfu, pá hefði pessi sömu vitni lagt fram skilmerkilegri vott orð en pau gerðu, sannar einmitt pað, að vitnunum hafi verið kunnugra um vínsölu Lopts, heldr en kom í Ijós við réttarhaldid,og að þeim hafl tekiztbetr að dylja sannleikann í málinu, hel en ef góðr lögmaðr hetði mætt frá sækjanda hlið. Égsé því ekki betr en að hann sé mér samþykkr í því, að sumt afvitnunum liafi ekki fylgtsann- leikanum; með öðrum orðum, að frarn- burðr þeirra hafi verið óhreinn. Til þess að gefa lesendum Hkr. hugmynd um, hvað ódrengilega að- ferð Mr.j Olson brúkaðí til að ná haldi á Lofti, skal þess getið, aðhann er einn af þeim fáu mönnum kring um Mount- ain, sem hefir andstygð á drykkjuskap, og er góðr bindindismaðr sjálfr. Hon- um var, eins og flestum, kunnugt um drykkjuskap á Mountain, og hann vissi að einivegrinn til að minka hann væri að taka vinsalana þar fasta, þar sem aðvaranir þær sem búið var að geíaþeim hvað eftirannað, liöfðu ekk- ert aðsegja, eu að vissasti vegrinn til að ná haldi á þeim, væri að kaupa sjálfr að þeim vín; en þar sem vín- sölunum var kunnugt um að hann var bindindismaðrog mótstæðr vínsölunni, þá þurfti hannauðvitað að brúka dálít- il brögð til að fá hjá Lofti vínið, enda man ég ekki betr, en að ritningin, sem nafni minn trúiraðséöll innblásin af guði, bjóði mönnum að vera slægir sem höggormar. Einni viku eftir fór hann ásamt Mountain-skólakennaranum M. B. Halldórsson til Lofts og báðu þeir hann þi vinsamlega að liætta vínsöl- unui; sögðust vita að hann seldi vín, og kváðnst vera þar komnir til að vita hvort hann vildi hætta nú þegar, létu liann skilja, að þeim þætti drykkju- skaprinn of langt kominn og að þeir ætluðu sér að útrýma honuin, ef mögu- legt væri. Hann neitaði að lofi þeim nokkru, gekk burt fra þeim og sagði þeim að gera livað þeir gætu. Svo beið B. O. enn þá langan tíma, til að sjá, hvort Loftr ekki hætti, og þegar hann sá að honum var rækilega alvara að lialda áfram, lagði hann inn klög- unina til friðdómara. Af þessu geta allir séð, sem viljasjá, hversu ódrengi- lega aðferð að Mr. B. Olson brúkaði með að sakfella Loft. Hafi nafna mínum verið kunnugt um vínsölu Lopts, blöndun á henni, og ill útlát, eins og grein hans virðist bera með sér, og ef að hann sjáifr hefir orð- ið þess var að þessi vínsala hafi haft eins vondar afleiðingar í for með sér eins og hann talar um í grein sinni þá var það skylda lians, ef hann annars meinar nokkuð meðsinni trú, að koma £ veg fyrir slíkt. Ekki einungis skylda hans gagnvart kristindóminum, heldr einnig skylda hans sem trús og ærlegs bórgara.— Þessu liefr nafni minn Jóns- son víst gleymt þegar liann var að á- fella B. O.fyrir ódrengilega, og lítilmót- lega aðferö sem hann hefði brúkað við Loft, og sem öllum gefst nú tækifæri á að sjá á hvað miklum rökum liefir ver- ið bygt. Honum naína mínum hefr farið líkt og manninum sem stóð út ágatna- mótum og þakkaði Guði fyrir að hann væri ekki sem aðrir menn. Það sem nafni virðist vera sárnstr yfir er: að ég skyldi gera nokkurn mun á þeim sein báru sannleikan um vitni, og hinum sem fóru í kring um liann það sem þeirgátu, án þess þó að ljúga beint út, eða þeim sem ekkert sögðu satt; alt þetta skilst mér að lionum finnist jafn lofsvert að minsta kosti þykir honum það óþarfi af mér að gera nokkurn greinarmun á því. Þetta er aoðsjáanlega sprottið af því að kyrkju- menn eiga hlut að máli á aðra hlið, en „vantrúarmenn" á hina. Það var auð- vitað leiðinlegt fyrir k. in. að liægt var að segja utn þá að þeir hefðu gert sig seka í að fótumtroða réttvísina en að S. B. Brynjólfsson, sem kyrkjan hefur sett sinn guðleysingja stimpil á, sýndi með framburði sínum að sannleiksást hans náði lengra, en flestra (eða allra) þeirra manna er báru vitni i málinu. Vitanl. gat eg þess ekki af neinum ó- væntuin fögnuði frá minni hálfu, yfir því að Skapti liefði nú getað sagt satt, eins og nafni leitast við að sýna fram á. Hvorki mér né öðrum hugsana frelsismanna kom það á óvart en sam- kvæmt því sem k. m. vóru áðr búnir að segja viðvíkjandi eyði annara eins manna og Skapta, þá hélt ég að það mundu óvænt tíðindi fyrir þá að „Guð- leysinginn" S. B. Brynjólfsson var þeg- ar til kom stöðugri í sannleikanum heldr en þeirra eigin trúbræðr. Það sem nafni minn segir um hól það, er ég hafi áttaðsetja uppá B. Olson kæranda málsins, er, eins og flest annað í grein hans, órökstaddar vöflur til þess að reyna að klóra ofan yfir þann van- heiðr, er hlutaðeigandi kyrkjumenn hafa hér orðið fyrir. Ég gat þess að- eins að R. O. hefði verið of heiðarlegr maðr til að þiggja mútur þær er honum voru boðnar, og hvað snertir söguna um byssuna, þá eru það helbI * 3r ósannindi að ég liafi vitað áðr en ég reit að sagan var ósönn ; meira að segja hef ég enga vissu fyrir að svo liafi verið, þar sem engin rök hafa verið færð fyrir því af þeim sem þó hafa gert sitt ýtrasta til að hrekja bæöi það og fleiri atriði vir þessari fréttagrein minni. Og að ég liafi gert þenna eina mann (sem átti að hafa komið með byssuna)aðfleirtölu, þar sem eg segi: að það sé „sárt að sjá þannig heilan hóp af mönnum, sem þykjast vera kristnir, hjálpa til að fót- umtroða réttvísina, og auka úlfúð og ósamlyndi", eru enn ósvifnari ósann- indi, þar sem hver maðr, sem les grein mína, getr séð að ég með þessari setn- inga á fyrst og fremst við vínpukrarana sjálfa, og svo við alla þá sem beinlínis stuðluðu að því að þeir gæti selt, en þó einkum og sér í lagi þá, sem með óheiðarlegu móti hjálpuðu til þess að fá Loft sýknaðan. Þar sem nafni gefr\í skyn, að alt sem ég liafi sagt viðvíkjandi þessu máli sé bygt á munnmælasögum og skáldskap, sem hvergi hafi gert vart við sig nema í lofttnu, og enn fremr þar sem liann er að glósa um að það sé varúðarvert að bera falskan vitnisburð móti náunga sínum, heimfærðan undir að „fótumtroða lög og réttvísi' o. s. frv., þá skora ég á hann að koma með eitt einasta atriði úr þessari oftræddu grein minni, þar sem hann geti sannað að nokkur staðhæfing frá minni liálfu sé fölsk eðr ósönn. Ég hef áðr boðizt til að færa sönnur á mál mitt viðvíkjandi vitnaleiðslunni, hvort heldr fyrir rétti eða í blöðunum, hvenær sem vitnin æsktu þess, og því hefir ekki verið svarað, og þó er nafni minn Jónson svo ósvífinn að bera mér á brýn að hafa farið með vísvitandi lygi í þessu máli. Hann sem sjálfr lét í ljósi við mig, að réttarlialdinu tindrun sína yfir fram- burði vitnanna. Þegar maðr í fljótu bragði lftr yfir vínsöluna á Mountain frá því fyrsta, þá mætti ætla að það sæti á fáum verr en nafna mínum að fjalla mikið um þau mál, ef liann gæti rent nokkurn grun í, afhvaða ættum þeir voru, sem fyrstir manna urðu til þess að pukra par með ölföng á óleyfilegan hátt. Að endingbið ég bæði nafna minn og aðra lesendr „Hkr“. að virða á betri veg þó ég ekki hafi svarað fyrri grein hans. Ég hef liaft öðru að sinna nú um tíma Thorlákr Thorfinnsson. NOKKUR ORÐ Á MÓTI GREIN Júnasar Stefánssonar Eg held pað liefði verið betra fyrir J. St. að minnast ekkertá Árnesbygðar söfnuð, heldr en að fara með þá tilhæfu lausu lýgi, að liér væri enginn söfnuðr, er tilheyrði séra M., þar hann lilýtr að vita eins vel og hver annar, áð liér eru tvcir söfnuðir, anuar, er tilheyrir séra M., „organiseraðr“, og hinn, er tilhevr- ir lúterska kyrkjufél. En að ekki var boðað til fundar, kom til af þeirri á- stæðu, að safnaðarfulltrúi vissi ósköp vel í hverju að vilji safnaðarmanna var íólginn, og þar af leiðandi þurfti ekki neinn fund, en aðfulltr. gat ekki fram- kvæmtsinn vilja og annara, með því að fara á ársþingið, kom til, eins og séra M. tók frain í grein sinni, af veikind- um lijá honum sjálfum. Önnur til- hæfulaus lygin er, að séra ,M. eigi ekki söfnuð.í Efri-Fljótsbygð, því þar munu fiestir vera honum fylgjandi. Um Neðri-bygðina ,er mér ókunnugt, en ó- sköp Þykir mér ólíklegt, að greinar- höf. hafi dottið í hug að fara að brúka sannleikann í því eina atriði. Um framkomu séra M. lield ég sé ekki hægt að segja misjafnt, og það er óhætt að fullyrða, að hann er ást- sæll af öllum þeim, er þekkja hann rétt. Að séra M. sé einlœgt fullr þegar hanu geti í vín náð, eru h elber ósann- indi. Ég hefi oft verið staddr á Gimli þá tíma.sem nóg vín hefir þar verið að fá, en aldrei séð hann svo mikið sem hýran af víni.—Dæmið, sem greinar- höf. dregr fram máli sínn til sönnun- ar viðvíkjandi drykkjuskap prests, verðr greinarhöf. dæmt til svívirðingar af öllum, er vita ið sanna, og hann veit það vel, að hann fer með vfsvitandi lygi, par sem liann segir að séra M. hafi verið blindr af fylliríi í tvo daga, pegar inum alkunna mannvini (!!)auðn- aðist að standa yfir moldum hans. Það gegnir annars mikilli furðu, að svo skynsamr maðr, sem greinar-höf. sjálfsagt vill vera álitinn, að hann skyldi ekki skirrast við að liafii eins svívirðileg, og mér iiggr við að segja, glæpsamleg orðatiltæki eins og hann brúkar um þetta tilfelli, ogégímynda mér, að það hefði verið eins heppilegt fyrir hann, að láta þau—eins og önnur svívirðileg orð—, sem ganga gegn um grein þessa, liggja í liulstri hugsana sinna, eius og að láta þau komast á pappírinn.—Þá snýr greinarhóf. sér að framkomú prests í trúmálum, en það vili svo vel til, að það er sett fram í þeim tón, að það getr engum blandazt hugr um, að það sé, eins og annað lijá hofi, sprottið af hatri og til að svívirða prest sem mest. Enda veit J. St. það sjálfr (hvort sem hann vill viðrkenna það nú eða ekki), a’ð hann hefir látið það í ijósi við menn, og það ekki alls fyrir löngu, að það væri ekki fyrir mis- munandi skoðanir í trúarbrögðum, að hann vildi séra M. burtu. Fyrir hvaða astæðu vi 11 J. St. þá brúka þá aðferð við séra M., sem hann brúkar, fyrst hann erásömu skoðun í trúmálum, eins og bæði ég 0g aörir gætu sannað, eftir hans eigin framburði. Ekki mun það verafyrir mismunandi skoðanir í póli- tík, er hann leggr hatr á prest fyrir ? Þessari spurningu mun verðaaföllum svarað á einn veg, sem vita það rétta og vilja viðrkenna sannleikann, að sú sé orsökin, og það hefir einmitt legið þyngst á hjarta J. St., þegar liann samdi þessa ritgerðsína. Það er hvorttveggja, að J. St. er viðrkendr af öllum þeim, er ekki vilja taka af honum það sem hann á, sem svívirðilegr mannhatari, enda hefir hann fyllilega lýst sjálfum sér með grein sinni, og þar með viðrkent al- mennings álitið á sjálfum sér, svo eng- inn og ekkert hefði getað gert það betr. Engan vanheiðr til ég mér, þó Jónas Stefánsson telji mig ekki af betri endanum, því þeir verða svo margir, ersama endanum tillieyra lijá lionum, að ég beinlínis tel mér það lieiðr að fylgjast með. Með verðugri virðing. St. Jónsson. Við harðlífi AYER’S PILLS Við melting'arlejsi AYER’S PILLS Við gallsj’ki AYER’S PILLS Við höfuðverk AYER’S PILLS Við lifrarveiki AYER’S PILLS Við gulu AYER’S PILLS Við lystarleysi AYER’S PILLS Við gigt AYER’S PILLS Við köldu AYER’S PILLS Við hitasótt AYER’S PILLS Tilbúið af Dr. J. C. Ayer & Co.,T Lowell, Mass. Selt hjá öllum lyfsölum. SÉItHVER INNTAKA VERKAR.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.