Heimskringla - 24.06.1893, Side 2

Heimskringla - 24.06.1893, Side 2
HEIMSK RIMGLA. kemr út á Laugardögum. The Heiraskri«/?la Ptg.&Publ.Co. útgefendr. [Publishers.] Verö blaðsins í Canada og Banda- rí<junum : Va mánii'Si $2,50; fyrirfrain borg. $2,00 6 ----- $1,50;------- — $1,00 3 ----- f 0,80; ----- — $0,50 A Englandi kostar bl. 8s. 6d.; Á NorðrKinduin 7 kr. 50 au.; á íslandi 6 kr. — borgist fyrirfram. Senttil íslands, en borgað hér, kost- S$l,50 fyrirfram (ella $2,00). Cgf Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1 Jan. p. á. þurfa eigi að borga nema $2 fyr- !r þennan árg., ef þeir borga fyrir 1. ,’úlí p. á. (eða síðar á árinu, ef peir æskja pess skriflega). Kaupandi, sem skiftir um bústað verttr atl geta um gamla pósthús sitt dsamt nýju utanéskriftinni. Hitstjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrsendir pær eigi nema frímerki fyrir endr- sending íylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brófuin litstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum brófuin er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögum,nemakaup- andi só alveg skuldlaus við blatSið. Auglýsingaverð. Prentuð skrá yfir pað send lysthafendum. Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON venjul. á skrifst. bl. kl. 9—12 og 1—6 Ráðsmaðr (Busin. Manager): EIRÍKR GÍSLASON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Heimskringla. Box 535. Winnipeg. Utanáskrift til afgreiðslustofunnar er: The 1Jeimskringla Pitg. & Publ. Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express .vloney Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afl'öllum. Yort heiðraða samtí ðablað Lög- berg hefir tekið Hkr. mjög óstint upp, að vór í síðasta blaði bentum á þ ð, sem að voru áliti var heldr leið- julegt, að íslenzka lúterska kyrkju- fólagið hir, sem ávalt talar með ó- þolandi fyrirlitningar-gorgeir um kyrkjuna á Islandi, hefir tekið þá stefnu, að lækka mentunar-kröfur til pvesta sinna, ekki að eins langt niðr fyrir það sem kyrkjan heima heldr fiam, heldr heldr „niðr úr von og viti“ seru maðr segir. Yér bárum kröfurnar hér saman við kröfurnar heima, af því, að kyrkjufélagið hór nefnir eig lút- erskt, og vór mintum jafnframt á, að lúterska kyrkjan stendr yfir höfuð h,ervetna meðal þeirra kyrkna, er reyna uð halda hátt montunarmarki pvesta sinna. Hvað önnur kyrkjufó- lög í þrssu landi eða annarstaðar gera, kemr því að þessu leyti málinu alls ekkert við. Jónasfjósamaðr er heldr ekkert aðalatriði í grein vorri, eins og Lögb. virðist ætla ; hann er að oins nefndr sem dæmi til skýringar má'inu. Að- alatriðið er þetta, að kyrkjufólagið liér hofir auðsjáanlega gert það að reglu, að lækka niðr úr hófi mentun- arkröfur til þeirra manna, er hór í landi búa sig undir prestsstöðu í kyrkjufélaginu. Það hefir ekki tek- ið aðra til prestskapar að heiman af íslandi en lærða guðfræðinga. £>að er eins og það vilji lita sem minst bera hiima á, hvað ^lágar kröfur þess só. En hér vestra er hverjum stump- ara-prestinum af öðruni hleypt af sto’ckunum. í Utah er nú búið að prestvígja síra Runólf, sem þannig er oi’ðinn prestr; áðr kallaði hann sig sjáífr „rni8sjónara“ (!). Eftir fjögra vetra nám alls er Björn Björnsson (I). B. Johnson) ,,útskrifaðr“ ,,kan- dídat í guðfræði"—fjóra vetr við lærðaskóla-nám og guðfræðis-nám samtals ! Svo kemr nú Jónas fjósa- maðr eftir að hafa lagt tveggja vetr? millibil milli flórspaðans og kaleiks- ins. Ritstj. Lögb. hlýtr að vera ó- kunnugri þeim inanni, en vór hugð- um, er hann telr hann hafa verið vel að sór í leikmanna-röð. Hann var það ekki. Hann hafði að vísu verið einn vetr á Möðruvöllum, en ritstj. Lögb. mun kannast við, að það muni nóg að leggja einn vetr þar á móti undirbúningi undir latínuskóla. Jón- as ritaði aldrei laglega móðrmál sitt, og því síðr rétt. Það vitum vór, því að vór liötum haft þá ánægju að verða að kara frá honum handrit til prent- unar. Það sannar ekkert í óhag heima- kyrkjunni í þessu sambandi, þó að hún tvisvar á heilli öld hafi gert sér- stakar undantekningar. Séra Pétr Guðmundsson hafði þó eigi að eins meiii mentun, heldr en stumpara- prestsefnin kyrkjufólagsins hérvestra heldr og frábærar gáfur «g köllum til prestsakapar, og auk þoss mikinn aldrþroska. Jón heitinn Straumfjörð var aftr á móti mentunarlaus og gáfnasljór, og var það ónoitanlega hneyksli að öllu leýti, að hann var gerðr að presti., En þið er alveg einsdæmis undan- telcning. „Það er ekki mest undir því komið í lífinu, hve mörg ár menn hafa geng- ið á skóla eða hve mörg próf menn liafa staðizt. . .Margir skólagengnir menn hafa verið með veraldarinnar aumustu bögubósum .... margir ó- skólagengnir menn iiafa verið sjálfum sér og þjóð sinni til sóma“, segir Lögb. og vér samsinnum það af hjarta, því fremr sem vérliöfum sagt alvcg ið sama áðr, og það með mjög líkum orðum — í Lugbergi. 1 En eigum vér að draga af því þá ályktun, að alt skólanám aí þá einskis nýtt, skólar óþarfir, og hégómi einn að gera nokkrar lærdómskröfur til manna, sem eiga að gegna ýmsum stöðum í lífinu, t. d. prestsembætti? Eða eru þetta ekki öllu fremr undantekningar, sem að eins eiga að kenna oss að drema ekki einstaklingaua eítir tómum ytri skilyrðum? Vór gætum enda bætt því við, að postularnir vóru nær allir óstúdéraðir alþýðumenn, en af því hefir þó lút. kyrkjan ekki enn dregið þá ályktun, að engin þörf si' á, að prestar hennar læri neitt. Það stendr alveg óliaggað, sem vér sögðum upphaflega, að samtíða þvísem lúterska kyrkjan á íslandi erað liækka mentun irkröfurnar til presta sinna, þá er „laundóttirin“ liér vestra að færa fánann í liálfa stöng og langt niðr fyrir það. Löyb. er að biðja Hkr. að líta til þess trúarflokks, sem hún (blaðið) hallist að öðrum fremr, og skömmu síðar kallar það hana Unítara-blað. Hkr. á ekkert skylt við Únítara. Lang- flest lilutabréf í Hkr.-félaginu eru eign lúterskr.i manna, allmörg eign manna, sem hvorki munu vera lúterskir né Únítarar (og á þó enginn enskr maðr hlut í lienni, heldr tómir íslendingar), en að eins sárfá hlutabréf eru í eign manna, sem hafa Únítara-trú. Blaðið liefir aldrei mælt með nokkurri sér- stakai trú. Þetta alt veit Lögb., en stingr hinu samt svona út að gamni sínu. Ritstjóri llkr. er auðvitað Úní- tari og hefir verið það nú í 18—19 ár. En engum dettr í liug að kenna blað viðtrú ritstjórans, ef það berst aldrei fyrir henni eða liel.lr henni aldrei fram. Var Lögh. Únítarablað að liálfu meðan f. Ó. var annar ritstjóri þess ? Hr. E. Hjörl. mun vera guðleysingi eða heiðingi að skoðun (vér segjum það ekki til lýta, því að vér virðum þá menn að öllu eins mikils og trúmenn að öðru jöfnu), en væri það rótt, að kalla Lögberg guðleysingja-blað fyrir það? Oss virðist það sýnilega órétt, því fremur sem blaðið kemr ávalt fram sem málgagn lúlersku kyrkjunn- ar hér vestra. Og þó að Hkr. hafi tekið á leigu lóðarblett, sem 'Únítara-söfnuðrinn er eigandi að, þá er oss ekki ljóst, aö blaðið þurfi að vera Únítara-blað fyrir það. Leigan greiðist nefnilega í doll- urum, en ekki trúarskoðun. Eða hefir Lögberg jafnan fylgt trú þeirra manna, sem hafa átt lóðina, sem prentsmiðja þess hefir verið á í hvert skifti ? Þegar verið er að bera sainan inentunarkröíur lútersku kyrkjunnar lieima og kyrkjufél. ísl. lút. hér, þá koma önnur kyrkjufélög því máli ekki vitund við. Hr. Björn Pétrsson er ekki presir; hann er trúboði amerísks kyrkjufélags hér. íslenzkr Únítara- söfnuðr hér, sem er prestslaus, af því að enginn íslenzkr Únítara-guðfræð- ingr er til, liggr ræðuhöld af hr. B. P. Það er alt og sumt. Hr. B. P. hefir reyndar numið alt latínu-skólanám, þótt hann hafi eigi gengið undir próf, en vitanlega er liann ekki lærðr guðfræðingr, og gefr sig ekki út fyrir það. En engum heilvita manni, sem til þekkir, getr dottið í hug að bera mentun hans samanvið t. d. mentunarleysi Jónasar fjósamanns. Jónasar mentun er á borð við Lárusar postul a eða, ef til vill, enda á borð við mentun séra Jónasar heitins „postula1. Björn hefir meiri bókmentun, en nokkrum samanburði taki við þá, enda liefir hann gengið lengr í „lífsins skóla". Alt um það mundum vér lá ís- lenzkum Únítörum það, ef þeir gera eigi fullkomnar lœrdóm skröfur til prestasinna, þ'gar.þeir komast svo langt, að geta fengið íslending til að búa sig undir prestskap. Það er að fara alt of langt frá efn- inu, er um mentunarkröfur presta er að ræða, að fara að rannsaka, hvort rit- stjórar þyrftu elfki ámóta undirbúning undir starfa sinn. Og þó liggr hitt enn fjær, að fara að telja náms-ár einstakra ritstjóra. Annars var ritstjóri Hkr. vístein 4—5 ár að læra áör en liann fór í latínu-skóla; þar var hann í 5 ár og eitt árlas hann utanskóla eftir það. Svo að ekki var það stuttleika náms- tímans að kenna, að liann stóðst ekki burtfararpróf. En það kemr nú, sem sagt, þeS3u máli ekkert við. Ritstj. Ilkr. hefir aldrei gefið sig út fyrir að vera útskrifaðr úr neinum skóla; og þótt honum liafi ef til vill tekizt að smá-auka þekking sína nokkuð í ýms- um greinum síðar, þá er liann viss um það, að liann verðr aldrei svo gamall, að liann þykist eigi þurfa meira að læra. En alt það keinr ekki lifandi ögn við umtalsmálinu hér: kröfum þeim, sem skipulegt kyrkjufélag gerir til presta sinna. Ef Lögb. vill ræða það mdlefni, þá yrði árangriun af þeim umræðum að líkindum meiri, ef það héldi sér við efnið. Það ér nógu mikið efni út af fyrir sig, og hætt við að það græði ekk- ert á, að ræðaöll hugsanleg önnur mál í sambandi við það. Bókmentir. „Kvœði eftir Þorstein V. Gisla- sun“. Rvík 189-?. [Sig. Kristjáns- son]. Höfundr Ijódmæla þessara er uugr stúdent, nú við háskólann í Kaup- mannahöfn, gáfumaðr og inannsefui gott.Þess er rétt að geta.þvíað útgáfa þessi ber með sér ýmis viðvanings- merki, en jafnframt vottum lýriska skáldgáfu—hvort heldr sú skáldgáfa er stór eða smá, er vandséð en. En víst er þ3ð, að höf. hefir neistann, þennan sem greinir ið sanna skáld (hvort sem er stórskáld eða smáskáld) frá iðnaðar-rímaranum. Höf. er barn sinnar samtíðar að því leyti, að hann er virkileika-skáld (realisti). AU- víða bregðr fyrir hjá honum áhrifa- votti frá öðrum, á stöku stað mætti segja bergmáli eftir öðrum. Kvæð- in oru öll frá fjórum árum, 1889—92. Höfundinum hefir, eins og ungum skáldum stundum hættir við, orðið of mjög nm þ ð hug.ið, • ð gera sína I fyistu bók uógu stóra að vöxtum. En fyrir það hofir hún rýrnað að gæð- uin. Hann hefir tekið upp ýmislegt rusl, sem ekki átti skilið að takast með. Það getr verið dálítil fyndni hér og hvar í kvæði eins og „Skauta maðrinn“, en inikið af henni er svo lagað, að hennar geta engir notið nema þeir fáu, sem eru persónulega kunnugir. Það er svo mikið „pró- dúcerað“ af þess háttar kvæðum í skóla, en það or ekki að búast við að þau hafi gildi fyrir aðra, en skóla- bræðrna. Það or auðvitað okkert á móti að birta kvæði fyrir þá eina sök, að það er persónulcgt, ef það hefir í sér fólgið jafnframt eitthvert alment, skáldlegt gildi. En það er lítið af því í þessu kvæði. Kvæðin frá miðri 95. bls. til 10G. bls. eru að eins höfundinum til mínkunar og sönnum vinum hans til skapraunar. Þótt sumstaðar sé þar liðlega rímaðjþá er það enginn skáld skapr. „Grafskrift latínunnar“ er ó- merkilcgr „skáldskapr", og á svo föstum grundvelli stendr þýðing lat- nesks máls og bókmenta, að hún haggast ekki við jafn-barnaleg um- mæli sem þessi. En þau eru merki- leg að uðru leyti; merkileg sem vottr þess, að eitthvað muni bogið við kensluaðferð þá, sem eftir 6—7 ára námstíma hefir ekki haft önnur áhrif á skilning og sál gáfaðs og á- stundunarsams nemanda, en þau er grafskriftin lýsir. Og það er satt, að illa er varið þoim milcla tíma af æft æskumanna, sem til latínunáms er varið, ef árangrinn verðr ekki meiri en þetta hjá nemendum, sem hafa uppfylt svo vel alÍ3r námskröf- ur, að þeir geta staðizt próf með góð- um vitnisburði. Hvað gagnar nemJ andanum þótt hann geti beygt hvert orð rétt og kunni utanbókar allar Maðvígs-reglur og kunni ðll nöfn og ártöl í bókmentagögunni, ef andi málsins og bókmentanna hafa ekki snortið sál hansaðneinu? Slíkt er páfagauka -nám. En kver þetta ber og vott um, að úilenzku-náminu í skólanum sé líka að hnigna. Ev það ekki hörmu- legt. að sjá nýbakaðan stúdent rita: „Elding, er leyptrandi sázt“ (fyrir „Elding, er leiptrandi sást“). Ég gef lítið fyrir nýjungar-fordildina, að útrýma y ogz úr málinu; en betra er aðgerabæði i/ogzútlægt algerlega úr málinu, en að hafa þá veslings- stafi svona hneykslanlega um hönd. Ið smekklauslega orðskrípi ,,daut“ er nýgervingr í ísl. ritmáli; það er aldanskt orð (döjt) stafað á íslenzku. Að „leyptr“ só vanþekkingar-villa, en eigi prentvilla, má ráða af því, að það kemr fleirum sinnum fyrir („ley])tur-íijót“ á 43. bls.). Af sama sauðahúsi er er „klyfra“ (fyrir ,,klifra“). Hins vegar skrifar liöf. „reikur" (f. ,,reykur“); „þilja orð“ (f. „þylja orð"; af ,,þula“); „eigló“ (f. ,,eygló“), „gnípa“ (f. ,,gnýpa“); sbr. gnúpr), „hreifa“ (f. ,,hroyfa“) o. s frv. Höf. er sumstaðar ófyrirgefan- lega hirðulaus með rím, t. d. rímar ,,morgun“ móti „sorgum“. Ef hann vildi lesa upphátt annað eins og þetta: „áð ef .ég fengi’ að eiga’ ana, þá ósköp ég mundi kyssa’ ana“ (með áherzluna á síðasta atkvæði), þá mundi eyraðfljótt segja honum, hve ámáttlega það hljóðar. Um málfær- ið er nú ekki að tala: „aðefaðég“ ■í staðinn fyrir „að ef ég“. Stuðla setning og höfuðstafa er víðast rétt; þó er fyrri stuðullinn skakksettr í þessum línum : „og svipu-höggin dundu á hestalend um títt, „cn hríðar-veðrið lamdi þá íraman kalt og strítt“. Rótt hefði vorið : „Það dundu svipu-höggin“ o. s. frv. Hitt er kallað að yrkja með Álftnesinga-lagi, og er það ófyrirgef- anlegt af Austfirðingi. Schweitzer heitinn hefir sott fram lögmálið fyrir stuðlasetning (í Tímar. Bókm.-fól). svo að hvor maðr getr laert það; en annars liafa llestallir Islendingar það „skrifað í sínu hjarta“, eins og heiðingjarnir lögmálið. Þó að Dr. Grímr Thomsen og Mag. Ben. Grön- dal hati iðulega syndgað í þessu efni, afsakar það eklci aðra. Það er ekki fyrir helkr þrdtt fyrír, slíka stór- galla, að þeir eru báðir merk skáld. Jambiska hættinum misbýðr höf. oft alveg að raunalausu, þar som alveg var jafnhægt að halda hættin- um róttum sem að brjóta hann. Orðskrípi eins og „aldreii" (f. „aldregi") og „fýrinu1' (dönsku- sletta : ,,fyren“) fyrir íslenzka mann- kenningu („fírinn“ er íslenzka) — er óprýði að sjá. Það álíta margir hégóma að finna að ambögum, dönskuslettum, braglýt- um og réttritunar-hneykslum í skáld- ritum. Það er satt, að það þarfmeira til að vera skáld, en að forðast alt þetta. Hifter líka satt, að maðr getr verið skáld, og gott skáld enda, þótt meira eða minna komi fyrir hjá hon- af öllu þossu. En jafnan er það til stór-lýta, og það er öllum sjálfrátt að forðast, ef þeir hafa hirðu á. Og það er ófyrirgefanleg ókurteisi við al- menning, að bjóða honum verk sín án þeis að kara af þeim þau lýti, sem manni er auðgefið að sjá við. Maðr getr verið fríðr og gáfaðr, þótt maðr gangi grútskitinn og rif- inn. En slíkr útgangr óprýðir mann, og það er óhæfa að nonna ekki að þvo sér og fara í sparileppana (ef maðr annars á þá til) áðr en maðr fer í samkvæmi. Og ungir höfundar eiga sérstaklega enga afsökuu skilið í þessu efni, höf- undar, sem iiafa átt kost á nægri mentun. Hitt væri rangt, að hengja hatt sinn á slíkt hjá ólærðum alþýðu- manni, sem annars er skáld fyrir sak- ir ríkrar náttúrugáfu. Og gömlum merkismönnum bókmentanna helzt oft margt uppi, sem ókunnari höfund- um líðst síðr. En enginn er ofgóðr til að vanda sig eftir föngum. Hitt væri líka ranglátt við efnileg- anhöfund, að geta að einsslíkra galla á verki lians, en minnast að engu kostanna. Og þaðmáÞorsteinn eiga, að kvæði hans eru þcss verð að kaupa þau og lesa — og þó fremr fyrir það, hzerja framtíðar-von þau gofa um höf. sem skáld, heldr en fyrir það, sem er í þcssu litla kveri að öðru leyti. [Niðrl. á 1 bls]

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.