Heimskringla - 08.07.1893, Síða 2
HEIMSKRINGLA.
Heiniskriiigla
kemr lit á Laugardögum.
The Heiinskriiigla Pt <r. & Fnlil.Co.
útgefendr. [Publishers.]
Verð blaðsius í Canada og Banda-
rSkjunum :
12 mánuSi $2,50; fyrirfram borg. $2,00
6 ----- $1,50; ------ — $1,00
3 — $0,80; ---------- — $0,50
Á Englandi kostar bl. 8s. 6d.; Á
Norðrlöndum 7 kr. 50 au.; á íslandl 6
kr. — borgist fyrirfram.
Senttilíslands, en borgað hér, kost-
S$l,50 fyrirfram (ella $2,00).
(^“Kaupendr, sem vóru skuldlausir 1
Jan. p. á. þurfa eigi að borga nema $2 fyr-
ir þennan árg., ef þeir borga fyrir 1. .'úlí
p. á. (eða síðar á árinu, ef þeir œskja þess
skriflega).
Kaupandi, sem skiftir um bústað
verKr a* geta um gamla pósthús sitt
áaamt nýju utanáskriftinni.
Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem
eigi verða uppteknar, og endrsendir
þær eigi nema frímerki fyrir endr-
sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng-
um bréfum ritstjórn viðkomandi, nema
í blaðinu. Nafnlausum bréfum er
enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar-
ar höfundi undir merki eða bókstöf-
um, ef höf. tiltekr slíkt merki.
Uppsögnógild að lögam, nema kaup-
andi sé alveg skuldlaus við bla'Sið.
Auglýsingaverð. Prentuð skrá yflr
það send lysthafendum.
Ritstjóri (Editor):
JÓN ÓLAFSSON
venjul. á skrifst. bi. kl. 9—12 og 1—6
Ráðsmaðr (Busin. Manager):
EIRÍKR GÍSLASON
kl. 9—12 og ki. 1—6 á skrifst.
Utanáskrifl á bréf til ritstjórans :
Editor Ueimskringla. Box 535.
Winnipeg.
Utanáskrifl til afgreiðslustofunnar er:
The lleimskringla Pt tg. & Publ. Co.
Box 305 Winnipeg, Man.
Peningar sendist í P.O. Money Or-
der, Registered Letter eða Express
Money Order. Banka-ávísanir á aðra
banka, en í Winnipeg, eru að eins
teknar með afföllum.
653 McWilIiara Str.
Ein8 og um hefir verið getið í
blaði þessu, varð í vor eitthvert ið
voðalegasta manntjón á sjó úr Austr-
Landeyja-hreppi í Rángárvallasýslu:
drukknuðu alls 30 menn, og þar af
24 úr Austr-Landeyja-hreppi; 6 af
þeim kvongaðir heimilisfeðr; nokkrir
hinna fyrirvinnur hrumra foreldia og
bœndaefni. Allir, sem kunnugir eru
á Islandi, geta farið nærri um, hver
hörmunga-vandræði af þessu geti leitt
í bygðarlaginu, sem var fútækt og
mannfátt undir. Einn af merkustu
mönnum sýslunnar er að hvetja til
samskota í , Þjóðólfi", til útbýtingar
meðal innabúgstöddustu. Segirhann
meðal annars: „Að- vísu er nú ekki
um peninga samskot að ræða, því að
þeir eru eltki til“.
Alt um það lætr ,,ísafold“ í veðri
vaka, að það hefði „verið hægt“ að
skjóta saman farareyri handa séra
Matthíasi heima, ef menn hefðu vitað,
að „hann langaði svo mikið til“ að
fúra á sýninguna.
Hefðu þá peningar verið til“
fremr til þess, heldr en til að bæta úr
brýnustu nauð þurfandi munaðarleys-
ingja?
Því miðr óttumst vér, að höf. í
„Þjóðólfi11 fari sönnu nær í þess heldr
en „ísafold“.
Eins og sést á öðrum stað í þessu
blaði, getr Mr. Baldwinson þess í
bréfi til vor, að um 700 manna muni
von í ár frá Islandi hingað, og að um
helmingrinn af því fólki fari vestr fyr-
peninga, sem þeim hafa verið sendir
héðan að vestan. Það mun óhætt að
fullyrða að fullar 50,000 krónur liafi
sendar verið í ár heim til Islands af
Yestr-Islendingum. Ef talið er, að
hér vestra sé nm 13000 Islendingar,
þá er þetta nærri 4 kr. á nef hvert af
þeim.
Hr. Halldór Jónsson ogsum blöð
heima hafa haldið því fram, að arðr
af vinnu manna bæði á sjó og landi
vœri margfalt meiri heima á íslandi
en hér. Jafnframt á hér að vera
fjöldi af bágstöddu fólki, sem langar
heim. Það munu nú vera að minsta
kosti einar 68 þúsundir manns á Is-
landi; og allir harma mjög útflutn-
inga fólksins þaðan. Ef þeir legðu
nú ámóta fram að sínu leyti eftir
fjölda landar allir heima, þá gætu
þeir hæglega á næsta ári sent hingað
vestr svo sem 270 þús. króna eða svo,
rétt að gamni sínu, til að borga far
keim fyrir nokkra af þessum mörgu,
sem eiga hér svo bágt, að þeir komast
ekki heim, þótt þá langi til; meðþví
mundu þeir fá margfalt meiri inn-
flutning til Islands, heldr en svarar
útfiutningum. Ef blöðin þar trúa á
sína eigin kenninguum arðsældina
af atvinnu heima og vesaldóminn hér,
þá ættu þau að gangast fyrir að koma
þessu í verk. Því vinna þau ekki
landinu það þarfaverk ?
Lygalaupsblaðið
„Trihune", sem kemrhér út í bænum,
er einhver sú lélegasta fróðleiksupp-
spretta, sem kostr mun á, og leitt
að sjá vort heiðraða samtíðablað
Lögb. taka ser lífið svo létt, að byggja
sögusagnir sínar á því.
í Lögb. 1. þ. m. er „niðrlag" á
grein einni, sem aldrei hefir verið
birt upphaf á (svo vér höfum orð-
ið varir við), og nefnist hún : „Free
Press biðr fyrirgefningar".
I þeirri grein er fyrst skýrt frá því
réttilega, að blaðið „Free Press“ hafi
verið óvinr Greenway-stjórnarinnar
og borið þungar sakir á hana einatt,
þar á meðal óráðvendni í samningum
við N. P. járnbrautarfélagið á sinni
tíð, og þess getið, að harðast hafi blað-
ið ásakað Jos. Martin, er þá var lög-
8tjórnarráðgjafi og ráðgjafi járnbraut-
armála hér í fylkinu þá. Síðan
prentar Lögb. nokkra klausu um
þetta mál upp úr Hkr. 28. Maí f. á.
Þá segir Lögb. að það liafi í fyrstu
verið höfðað „sakamál" gegn Mr.
Luxton, ritstjóra Free Press, fyrir
ummæli hans um Mr. Martin.
Lögb. hefir gert sér það að fastri
reglu, að kalla öll meiðyrðamál
„sakamál". En eftir þeirri merking,
sem orðið „*akamál“ hetír í íslenzku,
þá eru almenn meiðyrðamál ekki
,,sakamál“. „Sakamál" er sama sem
>>glæPainál“ 0g verðr það að eins_
höfðað út af glæpum ; þau mál
eru á Islandi nefn „sakamál“. Þá
eru til mál, er réttvísin rekr, en
tekr að eins npp, ef sá kærir, sem
misgert er við; þau mál heita á
íslenzku „lögreglumál“; þessleiðis
mál eru meiðyrðamáljn. Þriðja teg-
und mála er ,,einkamál“, Á íslandi
vóru meiðyrðamál öll rekin sem
einka-lögreglumál. Sá sem misgert
var við, réð málinu og málskröfunum;
gerði hann hegningai kröfur og skaða-
bótakröfur undir sama málsrekstri.
Hér verðr aftr að höfða sératakt
einkamál til skaðabóta, en um al-
ment saknæmi meiðyrða er dæmt í
,,lögreglumáli“.
TJt af greinum Luxtons voru fyrst
höfðuð lögreglumál og var hann
sýknaðr. Svo höfðaði Mr. Martin
einkamál og krafðist skaðabóta; það
fór enn svo, að kviðdómr xýknaði
Luxton, og taldi til þá ástæðu, að
þótt ummæli hans væru hörð um
nauðsyn fram, þá væru þau þó að
eins „sanngjörn ummæli um almenn-
ingsmál".
Þessu áfrýjaði Martin, og fann það
til, að Luxton hefði á einum stað
sagt, að tilgangrinn moð „$500 auka-
tjllagið iyrir míluna“ hefði auðsjá-
anlega verið sá, að draga fé í vas?
forgöngumanna (promoters) járnbr.-
fyrirtækising'. En á öðrum stað kall-
aði hann Jos. Martin „einn af for-
göngumönnunum“. Hér væri því
ekki að eins að ræða um, að Mr. Mar-
tin hefði farið óráðvaDdlega að í emb-
ættisfærslu sinni, heldr oggefið í skyn
að hann hafi ætlað að auðga sjálfan
sig sem prívatmann með því,
Hvað segir svo hœstiréttrum þettaf
Jú, hann segir, að eftir því sem
fram hafi komið í skjöltmum, hafi
„Froe Press“ haft ástœðu til að segja
)að, sem hún sagði um framkomu Jos.
Martins sem embættismanns. En
lar sem blaðið hafi kallað Martin
einn af forgöngumönnunum, þá
hljóti það, í sambandi við það er
áðr var sagt, að skiljast svo, sem beint
sé að honum ásökun um, að hann hafi
notað embættisstöðu sína til að draga
fé undir sig sem prívatmann. Því
segir hæstiréttr, að undirdómi beri
að skera úr, hvort þessi sakargift sé
á rökum bygð.
Mr. Luxton hafði jafnan haldið
því fram í málinu, að þessi væri ekki
réttr skilningr orða sinna. En er
hæstiréttr skar svo úr, að þennan
skilning yrði í þau að leggja, þá lýsti
blaðið Free Press yfir því, að það
hefði eigi rerið tilgangr sinn, aðgefa
þetta í skyn, og úr því að hæstirettr
skæri svo úr, að orðin væru svona að
skilja, þá heiddi blaðið afsökunar á
þessari sakargift, sem að óvilja sínurn
lægi í orðum sínum. En jafnframt
tók blaðið fram í sterkustu orðum,
að það að öðru leyti stæði við allar
þær sakargiftir, sem það hefði komið
fram með gegn Jos. Martin sem ráð-
gjafa.
Ur þessu gorir Lögh. það, að blaðið
Free Press hafi í ritstjórnargrein
„tekið aftr öll þau ummœli um Mr.
Martin, sem höfðu orðið honum að
tilefni til málshöfðunar“.
Sannleikrir.n er einmitt sá, að Mr.
Martin, hefir ekki með málshöfðunum
sínum unnið neitt á, annað en það,
að blaðið Free Press segir sér sé ekki
kunnugt um það, að inn mikli fjár-
dráttr, som til var stofnað með inum
alræmdu ákvæðum um „$500 á míl-
una“, hafi átt að neinu leyti að lenda
í vasa príva/mannsins Jos. Martins.
Hefði féð t. d. átt að ganga í mútu-
sjóð til kosninga handa stjórninni, þá
hefði það ekki orðið talið að ganga í
prívat vasa Martins.
Vort heiðr. samtíðablað Lögh. ætti
eftirleiðis að lesa gögn öll frá báðum
hliðum. Og þegar það vill skýra frá,
hvað staðið hafi £ Free Press, þá væri
réttara að lesa það blað sjálft, en að
byggja ummælj sín um, hvað £ þvi
hafi staðjð, á skýrslu svo ósannorðs
og ómerkjlegs blaðs, sem Tribune er.
MINNEOTA, MINN., 18. Júlí.
FUNDA RGERNINGR.
Herra ritstjóri.—Þar eð ég er nú
orðinn úrkul i vonar ijm, að fröttaritari
Hkr. ætli að birta safnað.irfundargern-
ing af síðasta fundi liér í Norðrbygð,
þá tek óg mér nú penna £ hönd til að
rita þér gerðir þess fundar, því ég álít
að sá fundr sé einn af merkustu fundum
er haldnir liafa verið liér.
Fyrst verð ég að byrja á nefndar-
fundi, er haldinn var suunudaginn næst-
an á undan hvitasunnu, til að undirbúa
mál safnaðarins undir almennan fund.
Á þ.-im fundi varð að sögn að eins eitt
mál fyrirtékið, er nefndin nain staðar
við; en það v ir, að rek i Mr. S. M. S.
Askdalúr söfnuði, því hann voeii þyrn-
ir á vegurn prests og safnaðar. Að
lokum greiddi nefndin atkv. um málið
og féllu 2 atkv. með burtrekstri, en 2
atkv. móti, þá kvaðst Mr. S. S. Ilof-
teig skera svo úr, að Aákdai skvldi rek-
ast burtu, og var svo nafn hans strykað
úr bókinni. Þessi úrslit fiugu sem
hvalsagt um bygðinn og urðu íiestir
andmæltir þessum geiöum nefndarinn-
ar, því fleiri eru hér kunningjar Ask-
■ duls, en kalamenn. Svo var almennr
safnaðarfundr boðaðr og haldinn á ann-
an í hvítasunnu. Menn Qölmentu mjög
til fundaiins, bæði utan- og innausafn-
aðarmenn. Að afstaðinni messu var
fundr settr. Forseti S. S. Hofteig fiutti
all-langa fundarsetningarræðu um safn-
aðarlífið; kvað menn eiga aðvinna sair-
an í bróðrlegum kærleika. Svo sagði
hann frá úrslitum nefndarfundar, að
nefndin hefði fundið í safuaðarbókinni
nafn eins góðkunningja, er stæði þar
ranglega. Það vœri Mr. S. M. Askdal,
því að liaun hefði ekki skrifuð nafnið
sitt sjálfr í bókina; það væri auðvitað
að útgjöld þyngdust á söfnuðunum við
þetta; en árstillag Askdals hefði aldrei
verið nema $2, svo það munaði engu;
en luinn væri andstæðingr safnaðarins,
og þvi betra að losast við hann. Að
lokinni ræðu forseta, stóð Askdal upp
og spurði forseta, hvort þetta þýddi
það, að hann hefði ekki málfrelsi þá á
fundi.
Forseti : Já.
Askdal: „Þá hefl ég ekki meira
viðyðr, herra forseti, þarum að tala;
en ég vilbiðjaykkr heiðruðu fundar-
menn alla, sem eruð með því, að ég
hafi málfrelsi á þessum fundi, að gera
svo vel að rétta upp hendrnar. Hendr
flestra safnaðarmanna, er inni vóru,
þutu- upp á augabragði.
Prestr: „Þetta er aðferð, sem ekki
tíðkast meðal hvítra manna“.
Askdal. „Þessa aðferð heli ég áðr
séð hvíta meun brúka, . og hún skal
duga hér í dag“.
Forseti: „Þú skalt ekki, Askdal,
tala hér í dag“.
S. .1. Holm gerði þá tillögu, að Ask-
dal væri veitt málfrelsi, oggerðir nefnd-
arinnar vreru álitnar ómerkar, og Ask-
dal því í söfnuði eflirsemáðr.
Prestr : „Vilji Askdal vera í söfn-
uði, þá getr hann samið um það við
ina inýju^nefnd. En það vil ég til
leggja, að’Askdal veiði veitt tækifæri
til að færa fram vurnir í málinu.—
Ssmþ.
Forseti : „Vér köllum það þú
á undan fundi!“
Askdal: „Eg fól tveimr málsmet-
andi mönnum (Jóhannesi Sveinssyni
og Jóni Jónssyni í Gröf) á hendr að
skrifu nafn mitt í bókina; og svo lengi
sem forseti og nefndin ekki sanna það
með rökum, að þessir menn sé ekki
vitnisbœrir samkvœmt lögum, svo
lengi er ég réttmætr safnaðarlimr".
Forseti : „Eru þetta allar varnir
þínar?"
Askdal: ,,Já; þar til þér eruð
lagalega búnir r.ð gera þessa menn
dómræka“.
Forseti: „Þá segi ég fuod settan
og málfrelsi Askdals lokið“.
S. .1. Holm endrtók uppástungu
sína. En forseti kallaði eftir upplestri
síðasta fundargernings, og var hann
upplesinn.
Askdal gerði þá ath. við fundar—
gerninginn, að orða siuna væri ekki
getið, liverju hann hefði svarað yiresti
á fundinnm, þá er pr. hefði boðizt til
að vinna fyrir eUkert.
Forseti og pr.: Hvert var það
svar?
Askdal: Þess gerist ekki þörf, að
ég endrtaki það nú, því að það stendr
með skýrum stöfum í „Hkr“, og þaðan
má það takast og fœrast inn í funda-
bókina; og var það samþykt, að svo
skyldi gera.
S. J. Holm enkrtók uppástungu
sína, en forseti og prestar þvældu.
Forseti: „Já, bent þú Sveini Ask-
d»l og sigaðu honum, en það er þér
ekki til ueins".—Þá fór forseti að
hitna, svo að hann slóg hnefunum
ýmist út í loftið í þá átt er Askdal
sat, eða gnúði þeim saman og mæiti :
„Sanni söfnuðrinn það að ég og nefnd-
in höfum gert rangt, og svo lengi
sem söfnuðrinn ekki sannar það, og
svo lengi sem ég sit í þessu ’sæU
—forseta sæti,—svo lengi sem söfnuðr-
inn ekki rekr mig úr þessu sæti, skal
ekki Askdal hafa málfrelsi".
S. J. Holm: „Þið brjótið lög á
Askdal að óverðugu; hann lieflr ver-
ið einn af beztu safaðarlimum, hann
bygði þessa kyrkju og var einn af
þeim er mest lögðu til hennar; hann
lieíir varið réttindi safnaðarins gegn
ófrelsistilraunum, og það væri skylda
safnaðarins að votta honum opinber-
lega þakklæti sitt“.
Albert Guðmundsson : „Ég vil ekki
hafa það, að Askdal sé rekinn úr söfn-
uðinum, hann er frjálslyndr og góðr
drengr. Þessi tilraun er ódrengleg •
hjá þessari safnaðarstjórn ræðr inest
ófrjálslyndi".
Askdal: „Þetta þref er alls öþarft;
' g er i söfnuði þessum eftir sem áðr
og þessi íundr hefir leyft rnér mál-
frelsi hér í dag og það leyfi ætla ég að
nota, þrátt fyrir öll gífryrði og hnefa-
slátt forseta, og verja bæði mitt múl
og annara. (Askdal ávarpaði altaf
„ina heiðruðu fundarmenn", en aldrei
„forseta'1, því hann talaði í leyfl þeirra
en forboði forseta, svo liann kvaðst
ekkert við forseta liafa að sýsla).
S. J. Holm: „Ég krefst þess, að
tillaga mín sé borin upp; pún var
studd og er því réttmæt".
Þá sá forseti sér ekki annað fært ‘
.en að héra tillöguna úpp til atkvæða
og féllu þau þannig; 11 atkv. með
því að nefndin hefði gert rangt, og að
Askdal alitist í söfnuði eflir sem áðr,
en 6 atkv. á móti. Þá fór prestr að
halda áminningarræðu til safnaðarins
út &f úrslitum atkvæðagreiðslunnar.
Það liti eittlivað skuggalega út með
inngöngu Askdals í söfnuðinn; hann
hefði tvisvar leitað inngöngu í Minne-
ota-sofnuð, í fyrra sinni skriflega; þá
heiði lmnn boðizt til að skrifa undir
lögin, ef hann mætti neita þeim laga-
greinum, er honum sýndist; í seinna
sinni liefði hann gert munnlegt til-
boð; þá hefði hann (prestr) og tveir
aðrir verið valdir til að heimsækja
Askdal til að grenslast eftir trúar-
skoðunum hans. Þeir hefðu hitt Ask-
dal í herbergi sínu og hann hefði
tekið á móti þeim sem ,gentlemaðr‘,
en gefið þeim það svar, að trúar-
skoðanir sínar væru óbreyttai. Fám
dögum síðar liefðu þeir frétt, að hann
væri kominn inn í þennan söfnuð.
Askdal : „Prestr ranghermir hér
vísvitandi; ég liafði ekkert handahóf
á laganeitnninni, lieldr tiltók ég d-
kveðnar greinar, og standi það þann-
ig skrifað, sem prestr segir, þá hefir
því verið breytt. Ég get ekki séð,
hvernig prestr fer að því, að virða
mér það til vanheiðrs, að leita inn-
gongu s5fnnð ykk;lrj og . þennan
sofnuð gekk ég til eflingar félaginu".
8. J. Holm : „Það eruð þið, sem
hanð )>rjað og vakið þennan ófrið
við Askdal; hefðuð þið ekki farið svo
með kosningar í fyrra> sem þjð fór_
uð, og hruudið honum ranslega úr
nefndinni, mundi hann aldrei hafa gert
það að opinberum deilum“.
Prestr: „Samkvæmt orðum Sveins
þá „heiðrajBi skálkinn svo hann skaði
þig ekki“. Askdal hefir nú í tvö ár
brúkað bæði mig og söfnuðinn fyrir
fífl, og það ætti ekki lengr að liðast".
Askdal: „Mér er svo vel við alla
eða flesta félagsbræðr mína, að ég
hvorki hef viljað né mun vilja brúka
þá fyrir fífl, og svo skortir mig vit
til þess, því að sá, er vill brúka einn
eðr annan fyrir fífl, verðr að liafa
mikla vitsyfirburði yfir hinn eðr hina.
En hér í þessuin flokki eru menn,
sem eru mér vitmeiri. Þessi aðréttá
prests til mín er heldr snotr og kurt-
eisleg; hann vænir mig um skálkapör
og kallar mig nafninu skálk. (Prestí
úr sæti: „Það er lygi“). Askdal: (til
prests): „Eg sendi lygina til baka til
yðar og gef yðr aftr heiðrsnafnið!“
1 orseti fór þá að dyigja um skil-
mála Askdals við inngöngu í söfnuð-
inn.
Askdal : „Skilmálar voru allir á
mína hlið. En ég man eftir að þér,
forseti, komuð upp í lierbergi mitt og
fóruð að tala um, hvernig að ég ætti
nú að haga mér í söfnuðinum; en
það var mörgum dögum eftir inngöngu
mína í söfnuðinn, svo að ég sá að
°rð yðar vóru þá í því að öllu ómerk
og ég gat engan skilning annan lagt
í þau, en þann, livernig að hvitr hrossnari
ætti að haga sér, svo hann gæti smog-
ið; einnig man ég það, að við drukk-
um þá úr fullri könnu af súrum epla-
lög“. #
Prestr (til safnaðarins): „Er það
v irkilega víst að þið viljið hafa svona
mikinn andstæðing fyrir meðlim ykk-
ar ? Gætið að hvað þið gerið".
Jón B. Gíslason stóð þá á fœtr og
sagði sig úr söfnuði; kvaðst ekkí trúa
innblæstri biblíunnar eðu eilífri út-
skúfun.
llonum næst stóð á fætr B. B. Gísla-
son og mælti ið saina erindi; en þeir
sögðu, að ef prestr gæti sannfært þá
um, að þeir væru rangra skoðana,
skyldu þeir halda áfram að vera í
söfnuði. En þeir drógu það í efa, að
prestr mundi geta það. Prestr kvaðst
mundi koma og tala við þá.
Kjartan Edwards stóð því nœst á
fætr og sagði sig og Lukku systr sína
úr söfnuði; hann kvaðst neita inu
sama og hinir; kvaðst ekkert afpresti
geta lært, það væri mest marklaust
bull, er prestr færi með.
Albert Guðmundsson: „Prestr þessi
er okkr ónógr, er enginn kennimaðr,
ætti að fara liéðan; kvaðst heldr vilja
eina ræðu eftir séra Halldór sál. Jóns-
son á Hofl í Vopnafirði, lieldr en tíu
ræður þessa prests.
Þar ne^st var til kosninga gengið.
Þetta þref var svo langort, að önnur
mál, þau er á dagskrá voru, svo sem,
lagaleiðsla, voru ekki tekin fyrir. Prestr
og hans sinnar fóru heim, víst lieldr
súrir í sinni yfir ósigri sínum.
Þetta er svona aðalinntak fundar-
ins ; en mikið var fleira talað í mál-
inu, sem hér er eigi skráð. Þessi fundr
sýndi fyllilega, að prestr er hér ekki
einvaldr, sem hann eða hans sinnar
liafa ef til vill hugsað.
Ptansafnaðarmaðr.
Gufubátrinn Gimli,
elgn þeirra
Hannesson bræðra
& Co,
gengr á milli Solkirk ogNýja íslands
tvisvar í viku í sumar.
SUNNANFAE,I. .*£■
Sunnanfara í vestrheimi eru: Chr. Ólafs-
son, 575 Main 8tr., Winnipeg; Sigfús
Bergmann, Garðar, N. D.; G. S. Sigurðs-
son Minneota, Minn., og G. M. Thomp-
son, Gimli Man. Hr. Chr. Ólafsson er
aðalútsölumaðr blaðsins í Canada og
heflr einn útsölu á því í Winnipeg.
Verð 1 dollar.
f