Heimskringla - 30.09.1893, Blaðsíða 1

Heimskringla - 30.09.1893, Blaðsíða 1
Heimskringla. yn. AR. WINNIPEG, MAN., 30. SEPTEMBER 1893. NR. 52. BJÖRN PÉTRSSON, 2. Aug. 1826 - 25. Sept. 1893. Björn Petrsson, kennimaðr Úní- tara-safnaðarins hór í bænum og trú- boði ins ameríska Únítara-félags and- aðist hér í bænum að heimili sínu að kveldi 25. þ. m.—Hann bafði undan- farin 3—1 ár verið heilsutæpr af þvag- færa-sjúkdómi ; hugðu læknar síðast steinsótt vera og skáru hann upp í sumar, en þá reyndist enginn steinn- inn. Hann virtist þó á góðum bata- vegi af sjúkdómnum og var á ferli innanhúss. Hann kom tvívegis yfir á skrifstofu Hkr. á laugardaginn og var þá hress og kátr, og á sunnudaginn var hann hress, og hafði við orð, ef sér færi svona fram næstu viku, þá mundi hann geta flutt ræðu í kyrkj- unni næsta sunnudag. Á yiánudags- morguninn var hann enn ern og hress og var að lesa í rúmi sínu fram undir kl. 11 ; síðan uppskurðinn i sumar fór hann oft ekki á fætr fyrri en um það bil. En þetta sinn fanst honum sig syfja og sofnaði svo og svaf fram undir kl. 1 ; en þá var magnleysi i honum og höfuðþyngsli, en sársauki enginn. En er hann ætlaði á fætr, gat hann ekki staðið og varð að leggjast út af aftr; varð eins og lin- mæltr og augnaráðið daufara. Kona hans kom þá yfir á skrifstofu Hkr- (sem er fáa faðma frá húsi þeirra) og bað Mr. E. Gíslason að ná í lækni. Hann gerði svo og kom læknir að vörmu spori. Var inn framliðni þá enn með rænu og alveg þjáningarlaus. Bétt á eftir kom ég yfir til hans; kl. var þá um 2 ; hann brosti til mín og retti mer höndina og var það ið síðasta rænumerki, er vart varð við. Svo sé hann í dvala meðvitundar- laus og alveg tilfinningarlaus, svo að enginn kipringr sást t. d. þótt lækn- arnir styngju nál í hörundið hvar sem var. í þessu dái lá hann og bærði andann, þar til hann leið út af um kveldið kl. 4 mín. yfir 10. Björn Pétrsson var fæddr 1826, þann dag, sem síðar varð þjóðdagr Islendinga, 2. dag Ágústmánaðar. For- eldrar hans vóru séra Pétr Jónsson, lengi prestr í Berufirði og síðast á Valþjófsstað, og kona lians Anna. •®jörn mun verið hafa elztr sinna syst- kina ; bræðr hans vóru: Jón Pétrsson Skjöld, er andaðist í sumar að Hallson, II., annar Guðmundr, nú í Minne- >sota , þriðji séra Stefán heitinn á Dvergasteini, síðast á Hjaltastað. Systir hans ei lV>i unn> slðari kona Nikulás- as Jonssonar að Hallson, N. D„ hálf- bróður séra Jóns Bjarnasonar. Bjorn fór í æ.sku í skóla og var þar fram til þess vorið eftir pereat*- vetrinn, er piltar afhrópuðu Egilsen heitinn rektor. Hanu átti þá að eins einn vetr eftir til að útskrifast. En hann hætti við lærdóm þá, bæði fyrir það, að hann vildi eigi ganga uiIdjr hafdi verið sá, að búa sig undir prestskaj), en um þessar mundir var liann farinn að missa tru á ýmsum kenningum kyrkjunnar, og sá þá, að hann gæti aldrei með góðri samvizku prestr orðið í kyrkjunni. Þar við bættist svo, að hann var þá trúlofaðr, og mun hafa langað til að fara að V°mast í sjálfstæða stöðu. Hann hætti þvi við námið, on kvæntist og fór að búa. Gekk hann að eiga Ólafíu dóttr sóra Ólafs Indriðasonar, og reisti bú í Jórvík. Þar bjó hann nokkur ár. Fluttist svo þaðan að Surtsstöðum í Fljótsdalshéraði og bjó þar um nokkur ár. Þá mun hann hafa verið eitt ár hjá föður sínum að Valþjófsstað, en flutti svo þaðan að Gíslastöðum á Völlum, er tengdafaðir hans þá keypti. Þar bjó hann eitthvað fram yfir 1870, en fór svo að Hallfreðarstöðum í Hró- arstungu, og bjó þar í tvíbýli við mág sinn, Pál Ólafsson umboðsmann, þar til er hann flutti til Ameríku 1876 og settist að í Nýja-íslandi. Þaðan fluttist hann svo 1879 ’ til Dakota, og árið eftir fór hann heim til Islands og dvaldi þar árlangt, en fór svo vestr til Dakota á ný 1881.—1881 misti hann þar (6. Des.) fyrri konu sína. Það mun hafa verið svo sem þrem árum síðar að hann fór verulega að kynna sér rit Únítara, og varð hann til að þýða nokkur rit þeirra á íslenzku og gaf þau út með styrk frá kyrkjufélagi þeirra. Gerði það hann að umboðs- manni sínum til að útbreiða rit þeirra, og 1890 varð hann fastr trúboði þeirra og settist að í Winnipeg. Það vor kvæntist hann í annað sinn amerískri konu, Miss J. E. McCane. Hún var þá og í þjónustu Únítara-kyrkjufé- lagsins. Þeim varð eigi barna auðið, en með fyrri konu sinni átti hann all- mörg börn, er á legg komust : elzt þeirra er Anna, nú 43 ára, kona Jak- obs Jónssonar frá Munkaþverá, nú í N. Dak. Þar næst var Páll; hann fór tæplega tvítugr til Vestrheims 1873, samferða undirskrifuðum móðurbróður sínum, og ásamt honum og Ólafí Ól- afssjmi til Alaska 1874. Hann nam síðar læknisfræði í Chicago og varð lreknir, en dó skömmu síðar. Þá vóru tveir synir, er dóu í æsku. Þá er Þórunn gift Stígi Thorwaldson, frá Kelduskóg- um, nú kaupmanni á Akra, N. D. ; þá Sigrún, gift norskum bónda Lars Haugan i N. D.; þá var dóttir ein, er dó i æsku; þá Halldóra gift Páli Bárdal lífsábyrgðar-agent í Winnipeg; yngstr er Ólafr, nú kennari í N. D„ en væntanlegr að ganga hér á lækna- skólann i vetr. Enn átti hann son utan hjónabands, Svein; hann er kvæntr Kristrúnu Ólafsdóttur, hálf- systr Olafíu fyrri konu Björns; þau búa í Seattle, Wash, Vorið 1859 var Björn kosinn al- þingismaðr fyrir Suðr-Múlasýslu., en gat eigi farið til þings það ár, en 1831 og 1863 sat hann á þingi. Svo var hann endrkosinn næsta ár og sat á þingi 1865 og 1867 ; en 1869 var rofið þing og kosið á ný ; þá varð sóra Sig- urðr heitinn Gunnarsson þingmaðr, en Björn varaþingmaðr; sat hann því eigi á þingi 1869 og 1871; en 1873, iðsiðasta ráðgefandi þing, sat hann þar, með þvi að séra Sigurðr treystist eigi að fara. Björn Petrsson var vel að sér í skólanámsgreinum; gekk honum vel námið. Hann hafði góðan skilning og all-gott næmi. Um mál var honum ekki liðugt, án efa meðfram fyrir vana- leysi; var því ekki atkvæðamaðr mik- ill á þingi, en hygginn og tillögugóðr, og kom íram þar, sem hvervetna ann- arstaðar í lífinu, með viðleitni til að gera það, sem hann áleit réttast. í hóraði var hann vel metinn og atkvæða- maðr. Heimilisfaðir var hann góðr og fór vel á í hjúskap hans með báðum konum sínum. Björn heitinn var saimleiksþyrstr og hreinskilinn maðr, og einhver inn gæfasti og góðlyndasti maðr. Enda átti hann fjölda vina, tæplega nffina jjersónulega óvini. Mótstöðumenn átti hann auðvitað, eiukuni eftir að hann fór að boða Únítara-trú; en tæplega mun nokkur þeirra, er þektu hann, hafa getað borið kala til hans persónu- lega. Enda var honum eigi auðið að átti meiri hlut æfinnar við heldr örð- ugán fjárhag að búa ; en var þó jafnan hjálpfús, enda j'fir efni fram. Sjálfr var hann lundblíðr maðr og inn hjartabezti, en var eigi lagið að sama skapi í ræðu eða riti að tala til tilfinninga annara; var það sem hann vantrej'sti sér í því efni og beitti því meir skilningsröksemdum. En þeim, sem kost áttu á að þekkja hann náið, duldist ekki hans barnalega ljúfa hjarta- lag.. Hann var og manna ótortrj gnastr og ætlaði engum manni misjafnt, ætl- aði enda vart að geta trúað öðrum til misjafns þótt hann ræki sig á það. Það var svo eðlilegt; því að hann vildi sjálfr engum misjafnt gera. Þó að söfnuðr hans hér væri eigi stór — meðfram fj-rir það án efa að hann var helzt til gamall er hann gaf sig að trúmálum — þá hefir hann án efa sem frumherji síns máls átt meiri þátt i að vekja landa sína til sjálfsliugs- unar, heldr en tala beinna áhangenda kynni að virðast benda á. Björn Pétrsson var fríðr maðr sýn- um, höfðinglegr á svip og vaxinn vel; iþróttamaðr og hrejrstimaðr mesti að orku. Var afli hans og fimleik við- brugðið í æsku. Skákmaðr var hann einn inn bezti á Islandi á sinni tíð- Hann var gleðimaðr og léttr í lund. Blað þetta missir eigi að eins einn úr forstöðunefnd sinni við fráfall hans, heldr og einn inn einlægasta stuðnings- mann. Hans fámenni söfnuðr missir höf- und sinn og forstöðumann. Vinir og vandamenn missa meh’a, en orðin fá lýst, en þyngst mun harmr- inn falla á ekkju hans, þá snildarkonu, sem vart mun hafa átt sinn líka sem eiginkona. Hún gerði honum aftan æfinnar að sólríku vori; inu fegrsta, er hann lifði alla sína tíð. Guð gleðji sál hans, og lýsi ekkj- nnar óförnu æfispor, svo sem hún lýsti æfi manns síns um þeii'ra sambúðar- tíma. Friðr og blessun fylgi þér j'fir á ókunna landið, framliðni vinr og bróðir ! Jón Ólafsson. FRÉTTIR. EKKI ENN. Enn er enginn f j'lkisstjóri skipaðr í Manitoba í stað Schultz. Scarth enn talinn standa næstr; hefir fj'lgi Hon.. Mr. Daljr’s og Hugh Macdon- alds. Útlitið ei' því talið dauft fyrir A. W. Ross, enda þótt ýmsir máls- metandi menn úr austr-fylkjunum fj’lgi honum. En það eitt mun óhætt að fullyrða, að enn sé engin ákvörð- un gerð með veitinguna. „SOO“-LÍNAN. Svo nefnist járnbraut sú, er C. P. R. félagið hefir lagt frá Pasqua, skamt fjTÍr vestan Regina á aðal- brautinni, og þaðan suðaustr til Ster- ling; en þar tekr við framlenging á brautinni: Minneapolis, St. Paul & Sault Ste Marie R. R„ og nær suðr og austr um Norðr-Dakota og Minne- sota til St. Paul. En þaðan nær þessi síðarnefnda braut aftr austr til Sault St. Marie og kemr þar saman við Algoma-kvíslina af C. P. R. Má því nú svo að orði kveða aðC. P. R. hafi tvöfalt járnbrautarbelti úthafanna á milli. Frá lendingarstöðinni við Kyrra- haf verðr C. P. R. leiðin miklu stj'ttri til Bandaríkjanna með þessu móti þaðan vestan að, heldr en hingað til hefir verið j-fir Winnipeg. Stendr C, P. R. félagið nú betr að vígi en nokkru sinni áðr í samkepninni við meginlandsbrautirnar syðra. — C. P. R. fél. hefir jafnan haft mikið af fólki og farmi að flytja frá KjTrahafi (og frá Asíu með skipum sínum) til St. Paul, Minneapolis, Chicago og annara staða i miðjum Bandaríkjum. Flutti alt áðr yfir Wpg. og þaðan með Great Northern suðr. En nú er Great Northern brautin fullgerðist alla leið til Kjrrahafs, kepti hún við C. P. R„ og þvi yarð C. P. R. að taka þetta nýja ráð. Auðvitað hefir ;,Soo“-línan líka mikla þýðing fj'rir suðaustrhlut Assiniboia-fylkis, sem nú er mjög að- gengilegt að byggja GLADSTONE hélt mikla ræðu í Skotlandi á miðku- daginn og gaf ótvíræðlega í skyn, að ef lávarðarnir ensk-u í efri málstofu feldu sjálfstjórnarfrumvarp íra á ný, þá mundi það verða endalok á lög- gjafarvaldi lávarðanna. Sahaiia er víðlendasta ej'ðimörk í heimi; hún er 3000 mílur (enskar) frá austri til vestrs, og um 1000 milur frá norðri til suðrs, eða alls 3,000,000 ferh. mílur. — Ágæt bújörð til sölu: 320 ekr- ur, þar af 60 yrktar, með góðum hús- um og brunni, f mílu frá járnbraut- arstöð, 19 mílur frá Wpg. Ágætt verð og beztu kjör. Snúi sér til rit- stjóra þessa blaðs. VÍSDÓMS-MOLAR. — Aðalatriði mælskunnar er þetta: talaðu aldrei um annað efni en það, sem þú hefir vit á; og segðu um það efni það eitt, sem þér býr í brjósti sem full al- vara. — Tækifærið kemr til þess, sem hefir augun opín. — Það er list lifsins, að kunna að gleðjast af litlu, en umbera mikið. — Það er ekki mannsins stærsta hrós, að hann hafi aldrei fallið, heldr hitt, að hann hafi jafnan getað reist sig við aftr. — Hegðan-fegrð er meira verð en líkamsfegrð; hún er ein af beztu list- um lifsins. ■ — Ef þú vilt meta manninn rétt, þá littu ekki að eins á hæfileikana, heldr og á hitt, hvernig þeir eru not- aðir. — Eitthvað er að öllum, og margt að flestum. En sá sem jafnan er fús á að liðsinna lítilmagnanum, er tæplega vondr maðr. — Stundum fellr mótlætið eins og dögg á sál sumra manna, og frjógv- ar þar frækorn þróttar og þreks, sem maðrinn hafði ekki hugboð um áðr sjálfr. SKOÐANIR MANNA Á HEKLU í GAMLA DAGA. Eftir Ólaf Davíðsson. Kunnugt er, að skamt er síðan blómaöld náttúrufræðinnar, sú sem nú stendr yfir, rann upp ; má telja að hún hefjist fyrst með þessari öld og hefir öll náttúruþekking breiðzt svo út á henni, að þess eru ekki dæmi síðan sögur hófust. Þó vantar mikið á, að mönnum sé svo kunnugt um ýmsa nátt- úruviðburði sem skj'ldi um þessar mundir, og enn í dag er ýmislegt al- ment talið til óeðlilegra og yfirnátt- úrleg liluta. sem er þó alveg eðli- legt. I gamla daga kvað þó miklu ramara að þessu. Þá var alt sem var óvenjulegt talið óeðlilegt, hverju nafni sem nefndist, og var talið að djöfull- inn og árar hans ættu þátt í því, en einstöku sinnum þó englar guðs eða guð sjálfr. Eldgos eru einhver inn voðaleg- astj náttúruviðburðr, og þar sem þau gerðu oft stórskaða, var ekki sparað að setja þau í samband við Helvíti, og mörg önnur hjátrú breiddist út um þau. Nú eru eldgos hvergi jafntíð í Norðrálfu og á íslandi, og var þvi við því að búast, að menn tryðu að Helvíti væri þar, fremr en annars staðar, en nú var Hekla eldfjall það, sem oftast gaus og mestar sögur fóru af, og leiddi af því, að trúin um Hel- víti eða hreinsunareldinn og önnur undr festist einkum við Heklu. Eg hefi týnt hér saman að gamni minu helztu undrasögur, sem sagðar voru um Heklu að fornu fari, úr gömlum bókum út- lendum, og vona ég að mönnum leið- ist þær ekki. Sumt af þeim er rej’nd- ar í Tímariti Bókmentafélagsins 1887 og Landfræðissögu Þorvaldar Thor- oddsens 1892, en á báðum þessum stöð- um eru þær á við og dreif, og þótti vert að safna þeim saman á einn stað. Saxo Grammaticus (t hér um bil 1208) segir, að eldfjall eitt á íslandi standi ávalt og eilíflega i bjortu báli og furðar sig á þvi, að fjallið, sem þakið sé jökli, hafi nóg eldsneyti handa þessum ævarandi og óslökkvanlega eldi. Hann talar líka um eld, sem eyð- ir vatni, en getr þó ekki brent hör. Ekki nefnir Saxo Heklu, en á þó ef- laust við hana, því Hekla var og er enn frægast eldfjafl á íslandi. I Konungsskuggsjá, sem er sam- in um miðja 13. öld, er þess þegar getið, að Helvíti sé f eldfjöllum á Is- landi, og er að öllum líkindum sér- staklega átt við Heklu, þótt hún sé ekki nefnd; segir höfundrinn, að guð muni hafa leitt naönnum slik undr fyrir sjónir, svo að þeir sæju betr að sér hér i lífi, því þótt bál eldfjallanna sé voðalegt, þá muni þó vera miklu voðalegra um að litast í Helvíti*. I seinni ritum, frá 16. og 17. öld, fara miklu greiniíegri sögur af Helvíti *) Svipað er komizt að orði í it- alskri bók frá 1767. Þar segir að guð hafi viljað að slikir staðir væru til, svo að menn vissu betr hvar óguðlegir menn dveldu eftir dauðann, og svo að menn lærðu að óttast guð, til þess að menn gætu komizt hjá eilífu báli í öðru lífi. í Heklu. Það er sagt, að þar úi og grúi af öndum og vofum, einkum þeirra manna, sem höfðu druknað eða farizt einhvern veginn vofeiflega. Fjallið átti að kveða við af aumum og angistar- legum látum og kveinstöfum sálna þeirra. sem voru píndar þar, svo vqin- ið heyrðist rúma mflu í allar áttir. Einkum áttu að sjást þar undr, þeg- ar orustur voru nýlega gengnar um garð, því þá sáust púkar fara inn og út um fjallið og hafa með sér svipi. Sumir þóttust jafnvel hafa séð djöfla þjrpast inn í fjallíð með sálir á bak- inu. Aðrir þóttust sjá heila hópa af djöflum, eins marga og mý á mj'kju- skán, rogast með stóreflis bj'rðar af vesölum sálum inn í fjallið og flýta sér svo út aftr til að sækja fleiri. Nýdánir menn áttu stundum að birtast kunningjum sínum, sem ekki vissu um lát þeirra, daufir í bragði. Þegar þeir voru nú spurðir, hvernig stæði á ferðum þeirra, svöruðu þeir, að þeir væru á leið til Heklu, undir forustu miskunnarlausra púka. Fiski- menn, sem voru á sjó nálægt Heklu*, mættu einu sinni öðru skipi, og höfðu hvorirtveggja bjr. Þeir spurðu, hvað- an hinir væru, og sögðust þeir vera frá Brimum. Brimabj'skup væri á skip- inu, og ættu þeir að fara með hann til Heklu ; en seinna átti að fréttast, að Brimabyskup hefði dáið einmitt þennan sama dag. Eins átti kóróna Hans Danakonungs að sjást í logan- um þegar Hekla gaus 1510. ís átti að leika um Heklu vissa tíma á ári og átti að hej'rast úr honum voðalegt kvein ekki siðr en úr fjallinu; var það lagt svo út, að djöfuflinn væri að kvelja sálirnar í ísnum, en steikti þær í eldinum í fjallinu þess á milli. Kolsvartir hrafnar og gammar áttu að sjást fljúga um fjallið og kringum það, og sumir þóttust jafn- vel hafa séð að þeir væru með járn- nefjum. Það var talið vist að þetta væru djöflar í fuglslikjum**. Sumir sögðu reyndar, að það væri að eins hreinsunareldrinn, sem væri í Heklu, en flestir töldu þar Helvíti, eða voru að minsta kosti vissir um, að Hekla væri eitt hliðið til Helvítis, og kvað svo ramt að þvi, að prest- arnir hótuðu þeim jafnvel Helvíti í Heklu eftir dauðann, sem ekki lifðu nógu guðrækilega hér í lífi. I danskri sálmabók um siðabótina stendr þann- ig í sálmi einum, að þeir fari til Heklu eftir dauðann í „hennar dimmu gjá“, sem dansi of mikið. En var það trú manna í sumum löndum, að galdranorn i rnar héldu samkomur sín- ar á Hekkenfeld eða Hækkelfjæld (Heklu) ekki síðr en á Blocksbjerg. Mörg fleiri undr voru sögð frá Heklu. Það átti t. d. að vera hægt að slökkva bálið með vígðu vatni, sem prestr heföi helgað. Fjallið átti að þeyta upp úr sér því ógrynni af ösku, að ekki j'rði búið í margra mílna fjarlægð, sumir sögðu 6, sumir 8 eða 10, en sumir 30 milna f jarlægð, Enginn, sem vildi grenslast eftir gos- inu, átti að komast lifs þaðan, og þótti líklegast, að annaðhvort hefðu púkarnir dregið þá eða þeir hefðu farizt í einhverri gjánni. Sumar bækr komast svo að orði, að jörðin hefði glej'pt þá alla lifandi, sem forvitnazt hafi um Heklu. Það þótti mönnum mjög furðu- legt, að Hekla skj'ldi brenna vetr og sumar og jafnt í regni og sólskini, og tóku menn það sem enn frekari vott um, að bruni fjallsins væri af óeðlilegum rótum runnin. Umhverfi^ Heklu áttu að vera ógrynni af brenni- steini og sumir sögðu jafnvel að alt fjallið væri úr brennisteini. Það er þvi ekki að furða, þótt því væri al- ment trúað, að Hekla gj'si brenni- steini. Hún átti auk þess að gjósa ógurlegu báli og kolsvartri ösku og ryki, voðalegum eldmökkum, heljar- björgum og sjóðandi vatni, og þetta alt án alls afláts. Menn fá ef til vifl bezta hugmynd um, hvernig menn hugsuðu sér Heklu- gos í gamla daga, við það að sjá lýsingu á sflku gosi, sem stendr i gamalli bók um Island frá 1607: „Þegar ég var á Islandi“, segir Blef- ken, ,,sást eldr í hafinu hjá Heklu *) Þvi i gömlum bókum er Hekla látin liggja að sjó. **) Samskonar trú hefir verið á hverum og laugum á íslandi. Menn þóttust, langt að, sjá rauðleita fugla sj'nda á brennheitu vatninu, en þegar nær var komið, stungu þeir sér niðr í suðuna. Þetta áttu líka að vei'a óhreinar sálir i fuglalíki. um miðja nótt. Hann bar birtu um alla ej'na, svo að við urðum forviða og éins og þrumu lostnir og bjugg- umst við dauða vorum. Alt landið lék á reiðiskjálfi, eins og það flj'ttist til á grundvelli sinum. Eftir jarð- skjálftan hej'rðust ógrlegar dunur, svo það hefði ekkert verið hjá ósköp- um þessum, þótt allar hersprengikúl- ur, sem til eru, hefðu sprungið í einu. Og ekki er mögulegt að hugsa sér, því síðr að koma orðum að, hve voðalegt þetta var. Við héldum að allr heimrinn mundi hrynja saman og dómsdagr væri kominn, enda frétt- ist seinna, að sjórinn hefði þornað hér um bil tvær mílur í haf út“. Af öllum þessum undrasögum komst það almennings orð á Heklu, að enginn gæti svo mikið sem séð f jallið úr fjarlægð án þess að titra og skjálfa af ótta og auk þess áttu hár- in að rísa á liöfði manna upp að fjallinu. Þar sem þessar og þvílikar sögur bárust af Heklu út um allan heim í bókum og munnmælum, var ekki að furða, þótt menn kinokuðu sér við að koma nærri fjallinu, því fremr að rannsaka það, Reyirdar þykjast tveir menn hafa farið upp á Heklu í gamla daga, annar Þjóðverji 1564, en hinn franskr maðr 1653. en líklegt er að báðar þessar sögur séu uppspuni einn. Engu að síðr gefa þær góða hugmynd um, hvernig menn hugsuðu sér Heklu á 16. og 17. öld, og skal ég því lýsa þeim stuttlega. Með Þjóðverjanum voru nokkrir Islendingar og einn danskr maðr, eftir þvi sem hann segir. Þegar komið var að fjallinu, Skoruðu fslend- ingar á hann að hætta við, ög tóku jafnvel frá honum hestinn, sem þeir höfðu léð lionum, svo hann skj’ldi ekki geta komizt lengra; „enéghafði ásett mér að rannsaka alt kostgæfi- lega“ segir Blefken, ,,og sjá alt, og hélt þvi að fjallinu með danska manninum i því skj'ni að fara upp á það. í fjTstunni urðum við ótta- slegnir, er við sáum, hvernig umhorfs var, en ég vildi samt ekki hætta við áform mitt, enda var ég ungr og hirti þvi ekki utn hættuna. Danski maðrinn hvarf nú frá mér, en ég hélt einn til fjallsins og lá leið min um ösku og vikr. Fjallið var furðu- lega kj-rrt, svo ég sá hvorki eld né nokkurn rej'k, en alt í einu hejTÖi ég ákaflegar dunur niðri í jörðunni og skömmu seinna gusu upp bláleitir blossar; fj’lgdi þeim svo andstj’ggileg brennisteinsfýla, að ég var nærri því kafnaðr og komst með naumindum til förunauta minna og hestanna. Af þessari skj-ndilegu hræðslu varð ég veikr, bæði á sál og líkama, en inir voðalegu blossar, sem ég hafði séð, stóðu mér ávalt fj'rir hugskotssjón- um, svo að förunautar mínir inir íslenzku nej'ddust til að fara með mig heim til sín og lá ég hjá þeim sam- fleytta tvo mánuði“. Franski maörinn, Maatiniere, segir svipað frá: að fj'lgdarmenn þeirra hafi ráðið þeim frá að fara upp á fjallið; liafi þeir þá orðið hræddir og hætt við alt saman, nema hann sjálfr og (Niðrlag á 4. bls.) FOLKIFIN8T það ekki vitrlegt að vera að reyna ó- dýrt samsull, sem kallað er blóðhreins- andi enheffr í rauninni enganlækninga kratt. Að viðhafa nokkuð annað en ið gamla fyrirmyndar-lyf Ayer’s har- Maparilla — ið ágæta blóðhreinsun- arlyf — er brein og bein eyðsla á tíma, íé og lieilsu. Ef þig þjáir kirtlaveiki, kvef, gigt meltinkarleysi, útsláttr, vessareusli, þroti eða einhver annar blóðsjukeómr, þá vertu viss um að það mun borga sig að brúka Ayer’s SarsapRrilla, og Ayer’s ein- ungis. AA ER’S Sarsaparilla má jafnan reiða sig á. Hún er ekki breptileg. Hún er jafnan in sama að gæðum, skamti og álirifum. ísamsetning, hlut- fóllum og útliti, og að öllu, sem miðar til að endrhressa líkamanu, sem veiktr er orðínn af sjúkdómi og kvöl her hún aföðruin Ipfium. Hún leitar uppi öll óhreinindi blóðsins og rekr þau út ina eðlilegu leið. AYER’S SARSAPARILLA Tilfeáiðaf Dr. J. C. Ayer, Lnwell, Mass Selt í öllum lyfjabúðum og ilmsmyrsla búðum. LÆKNAR AÐRA, LÆKNAR ÞIG. próf hjá Egusen, og þó eigi s(ðr fyr;r hitt, að tilgangr hans með skólanámi erfa ósætti við nokkurn mann. Hann

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.