Heimskringla


Heimskringla - 07.10.1893, Qupperneq 2

Heimskringla - 07.10.1893, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA OKTOBER 1895. Heimskringla kemr út i L*ugardOgum. Tke Heimskringla Ptg. & Publ.Co. útgefendr. [Publishers.] Verð bUBsins í Cantdft og Banda- ríkjunum : líminuKi 12,50 fyrirfr»m borg. »2 00 « ----- |1,50 — - fi.w 3 ----- »0,80; ------ — »0>50 Á Englandi kostar bl. 8s. 0d.; A NorCrlöndum 7 kr. 50 au.; a Islandi 6 kr. — borgist fyrirfrftm. Senttil íslands, en borgftB hér, kost S»l,50 fyrirfram (eiia »2,00). ^“Kaupendr, sem vóru Bkuldlftusir 1 J»n. p.&. purfaeigi aö borganema |2 fyr- lr pennan árg., ef peir borga fyrir 1. ,'úlí p. i.(eBa síBar á árinu, ef peir œBkjapess •kriflega). Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem •lgi verBa uppteknar, og endrsendir p*r eigi nema frímerki fyrir endr- ■ending fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um bréfum ritstjórn viökomandi, nema 1 blftöinu. Nafnlausum bréfum er enginn gaumr gefinn. En ritstj. syar- ar höfundi undir merki eöa bókstot- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild aö lögam, nemakaup- andi sé alveg skuldlaus vlö bla'SiB. Auglý»ingaver6. Prentuö skrá yfir pað send lysthafendum. Ritstjóri (Editor): JÓN ÓLAFSSON vsnjui. á skrifst. bl. kl. 9—12 og 1 6 Ráðsmaðr (Busin. Manager): EIRÍKR GÍSLASON kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Utanáskrift á bréf til ritstjórans : Editor Heimskringla. Box 535. Winnipeg. The Heimskringla Prtg. & Publ. Co. Box 305 Winnipeg, Man. Peningar sendist í P.O. Money Or der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en 1 Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 McWilliam Str. Glæpsamlegt atferli. íslenzku blöðin tala svo um þetta land, sem væri það jarðneskt helviti. Hér á að þeirra sögn alt að „brenna og frjósa" alveg eins og í kyrkjunn- ar orþódoxa helvíti. Hér á að vera fult af mannfýlum og föntum, illþýði, sem ekkert vantar á nema „skötu- barðsvængina,‘ ‘ til þóss að vera reglu- legir púkar. Einn af bezt metnu og vönduð- ustu löndum vorum hér vestan hafs- ins, Mr. B. L. Baldwinson, er skamm- iiðr, ofsóttr' og svívirtr af blöðum og ýmsum ,,heldri“ (?) mönnum heima fyrir þaö, að hann er embættismaðr i þessu landi undir innflutnihga-ráð- herrannm og gegnir æmbættisskyldu sinni, að fara til annars lands-og gefa skýrslur um Canada og ástand landa vorra hér. Hann og aðrir, sem leið- l>eina vestrförum, eru taldir á Islandi Iítið betri en illræðismenn. Jafnvel heiðvirðir alþingismenn, og það menn, sem hingað til hafa verið álit.nir hafa snefil af frjálslyndi, rétt- lsetistilfinning og meðvitund itm al- menn mannréttindi, missa svo rænuna, að þeir koma fram með annað eins óðra manna æði eins og alræmda „frumvarpið um að lasta ekki land- ið“ 3 ! Það kveðr við, að þeir sem vestr hingað fari, fari í þrældóm, gangi mansali hér; þeir, sem sé sjálfs sin, hafi ekki í sig né á, og ekkert nema örbirgðin hamli þeim frá að koma heim aftr. Ekki er nema um eitt af tvennu að gera: annaðhvort trua andstæðing- ar vestrfaranna á sinar eigin kenn- ingar—eða þá að þeir vita betr og fara með viss vitandi lygi og óhróðr um þetta land í eigingjörnum til- gangi. Sumum hér kann nú að veita nokkuð örðugt að trúa því, að vestr- fara-andskotarnir heima séu svo fá- fróðir, að þeir viti ekki betr en þeir segja. En það er þó drenglegra að ætla mönnum fáfræði, heldr en var- mensku og óráðvendni; og er auðvitað réttast, að ætla að mennirnir viti eigi betr; ætla þeim, að þeir trúi sínum eigin lýsingum. En hvað þá? Ef þeir hafa aflögum þar heima heilsulausan mann eða örvasa kerlingu, sem ekki geta unnið fyrir mat sínum, en eru þungir ómagar á sveitarfélög- unum,' þá slá helztu menn sveitarfé- lagsins sér saman um að senda þessa vesalinga bingað vestr, þott þeir eigi hér£engan3,að. I«." •m—m— Hvað á nú að verða fyrir þessum aumingjum hér ? Ef hér er svo ílt land, að hraust fólk á bezta aldri geti ekki séð fyrir sér sjálft, heldr verði að anauðugum þrælum hér, livað má þa ætla að blasi við svona fáráðum? Sveitar- og bæjar-félögin hér láta vera að hýsa, fæða og klæða svona fólk. Það verðr að deyja drottni sín- um, ef engir einstakir menn skjóta skjólshÚBCyfirl það.Ui • ■ Og ef landið er eins bölvað og land- ar hér eins armir, eins og vestrfara- andskotarnir heima prédika, þá blasir ekkert fyrir þeim vesalingum, sem svona eru sendir, nema opinn dau6inn, —annað hvort að frjósa í hel eða svelta í hel, eða hvorutveggja. Aðferð sveitarstjóra beima, sú að senda hingað heilsulausa eða örvasa einstæðings-ómaga, er ekkert annað en bana-tilrœði — eða réttara sagt morös- tilrœði — tilraunTtil að lyfja þessum fáráðum aldr á óbeinlínis hátt, þann- ig að ekki vitnist upp á þá heima á íslandi, að þeir hafi ráðið aumingjana af dögum. Þeir reyna þannig að senda þessa ómaga fyrir cetternisstapa svona í hind- ar hljóði,' svo að ekki varði við lög á íslandi. Hingað til vitum vér ekki til, að neinn bafi beinbnis dáið ur harðretti af þessum vesah-ngum. En það er þá því að þakka að landið hér er betra, og fólkiðl hér 'ubetr ,á vegi statt, en vestrfara-andskotarnir hugsa það sé. En ef þeir trúa á sínar eigin kenningar, þessir menn, þá eru þeir ráðbanar þeirra vesalinga, sem þeir senda þannig af höndum sér út á grasið og gaddinn. Vér höfum örðið- varir við dæmi þessa í sumar, annað af ísafirði, en hitt af Vopnafirði. Væri ekki ráð fyrir þinggarpa eins og Jón á Sleðbrjót vin vorn, að koma fram með frumvarp um, að veita nokkurra ára betrunarhúss-vist þeim kjósendum sínum, sem fara eins að eins og Vopnfirðingar fóru að í sumar? Vafalaust yki það honum, ef til vill, ekki atkvæði úr Vopnafirði til kosningar næst; en hann hefði sjálf- sagt betri samvizku og meiri virðing fyrir sjálfum sér á eftir, ef hann gerði það, heldr en þótt hann láti glepja sig til að bendla aftr við nafn sitt (vel virt að maklegleikum til þessa) annan eins ósóma eins og frumvarpið um að „lasta ekki landið“. Það lítr nærri svo út, sem eng- inn blaðamaðr á íslandi nú þori að 4 tala um vestrfaramál öðruvísi en of- stækisfylstu stórbokkar heima vilja heyra, nema Skúh Thoroddsen einn. Vildi hann ekki gera það þarfa- verk að benda á það níðingsverk, sem þannig er framið á fáráðhngum ? Og jafnframt væri ekki af vegi að skjóta því að sveitarstjórnum, að þSer megi búast við, ef shku fer fram, að fá vesalingana tenda heim aftr. Almjalla-menn í vitfirringa- spítölum. Það er all-útbreiddr óskemtilegr grunr á þvi — segir Frbe Pkess í fyrradag í ritstjórnargrein, — að það sé ekkert fágætt, að mönnum, sem eru alveg með fullum mjalla og ráði, sé haldið nauðugum í vitfirringa-spít- ölum. Framan af þessari öld var fyr- irkomulag vitfirringa-spítalanna svo að segja hvervetna um heim til reglulegr- ar háðungar fyrir mannkjmið. Víða var þá farið ver með vitfirringana heldr en með glæpamenn í hegningar- húsum; jafnvel á Englandi var farið með ina vitskerðu menn sem villidýr, og var þeim hegnt fyrir yfirsjónir í daglegri hegðun rétt eins og þeir væru með fullu viti. En það sem þó aðal- lega varð tilefnið til að gersamleg um- bót var ger á stjórn þessara spítala var það, að það komst upp, að það var alls ekkert fátíð venja, að setja þangað heilbrigða menn, sem ættingj- ar eða vandamenn eða aðrir vildu los- ast við fyrir einhverja sök; var þeim þar svo haldið inni eftirlitslaust. Þetta var alt vandlega rannsakað í Englandi og gersamlegum endrbótum á komið. Nú á dögum mundi það mjög torvelt — éf það annars er auðið að ÓUu — að hafa þá óhæfu í frami í Englandi að setja fullvita mann inn á shkan spítala eða halda honum þar inni til lengdar. En það er síðr en svo, að þessu sé eins farið í Bandaríkjunum eða í Canada; sérstaklega eldir enn talsvert eftir af þessu í Quebec. Þar tekst það enn að koma fullvita tnönn- um inn á vitfirringa-spítala; og það er mjög torvelt að ná þar nokkurn tíma út aftr manni, sem einu siúni er kominn þar inn. Fyrir fám árum komst það upp að konu, sem var al- veg fullvita, var haldið þar inni á óðra-spítala ; maðrinn hennar vildi vera laus við hana og kom henni svo þar inn. Það þurfti ákaflega dýra og lang- vinna lögsókn fyrir dómstólunum til að ná henni út. — I Quebec eru vit- firringarnir leigðir út til vinnu, og þannig verðr það einstakra manna hagr að halda sem lengst í þá; um- sjónarmenn spítalanna maka hka sinn krók á því. Nú stendr á lögsókn til að ná út tveim mönnum, sem kvað vera haldið inni á óðraspitala í Montreal alheil- brigðum, og er annar þeirra prestr. Það versta er, að þótt mennirnir náist út með mikilli og kostnaðar- samri fyrirhöfn, þá sleppa þeir ávalt óhegndir, sem valdir hafa vérið að innsetning þeirra. Umráð shkra mála liggja sem stendr undir fylkisstjórnirnar og fylk- isþingin. Það telja nú margir tals- verða ástæðu til, að þessi mál væru gerð að allsherjar landsmálum (sam- eiginlegum málum). Banká-della Eiríks Magnús- sonar. (Eftir ísafold). Eins og alkunnugt er, hefir Cam- bridge-meistarinn nú árum saman, spil- að við tóm" ið alræmda bankaþvælu- spil sitt, Hér á landi er sú tíð löngu liðin, að nokkur virði hann 'svars í því máli, enda gerir ekkert ísl. blað svo lítið úr sér framar, að hirða neitt af því tagi frá honum, nema „Þjóðv.1, Hitt ber við enn, að einstöku út- lend blöð og tímarit hleypa að pistl- um um þetta sama mál frá Cambridge- meistaranum, í grandleysi og af ókunn- ugleik; því alstaðar hefir maðrinn klær úti. En oftast vitnast fljótt, hvers kyns málstaðr hans er, og er þá þeim dyrum lokað. Stundum fær hann hka svar í sama blaðinu, jafnvel frá ritstjórnarinnar hendi, þar sem öllu hrófatildri hans er snarað um koll í einni sveiflu. Þar á meðal hefir hann í sumar komizt snöggvazt að í mikils háttar fjármálatímariti í París, vikublaðinu Le Moxde Économique, er inn frægi hagfræðingr og stjórnvitringr Leon Say stendr fyrir, ásamt ýmsum nafn- kendum fræðimönnum öðrum, þar á meðal t. d. Challemel-Lacour, forseta í öldungadeild löggjafarþingsins franska. Pistill meistarans, prentaðr í blaðinu i Júlí í sumar, er sama innihalds eins og aðrar greinar hans um málið, að því einu viðbættu, að samband það, er Landsbakinn sé nú kominn í við Landmannsbankann í Kaupmannahöfn. muni flýta fyrir bankahruninu hér og gjaldþrotum landssjóðs (!). En aftan við pistilinn hefir rit- stjórn blaðsins skotið nokkrum at- hugasemdum, sem bér birtast á ís- lenzku, nema slept inngangi og niðr- lagi, og þykir meistaranum líklega ekki betr farið en heima setið í það sinn : „Að skapa veltrygðan gjaldmiðil í einhverju landi er ið sama sem að birgja þetta land upp með jafnmikl- um höfuðstól, og enginn skaði getr af því hlotizt. Þó að bankaseðlarnir séu notaðir til að borga með skatta, þá leiðir það ekki af sér neinn rentu- missi fyrir landið, eins og hr. E. Magn- ússonhyggr; þvert á móti sneiðir maör hjá þeim rentumissi, sem notkun gulls eða silfrs mundi hafa í för með sér. Eins er því varið með kaup póstávísana til Danmerkr. Það stendr á litlu, að þær eru keyptar með peningum, sem fengizt hafa sem borgun fyrir toha eða á ein- hvern annan hátt. F’.v'rirkomulag þessa litla banka, lands- bankans í Reykjavík, er mjög einkenni- legt, en, eins og vér áðr höfum tekið fram, er það bygt á algjörlega skynsam legum grundvelli. Það má ekki rugla skuldskeyting einstakra manna eða landsins saman við gjaldmiðilinn, eins og hr. E. Magnússon gjörir. Inir ís- lenzku kaupmenn stofna skuldir í Dan- mörku, að þvi er hann segir; en það gjöra inar fátækari þjóðir oftast nær, og nálega alt af sér í hag, gagnvart in- um auðugri. Ef 318,267 króna sjóðþurð hefir orðið í landssjóði Islands um,fjögr næstu árin á eftir að bankinn var opn- aðr, þá er það að kenna skorti á jafn- vægi í tekjum og útgjöldum, en engan veginn gjaldmiðlinum. Hvort sem menn kaupa póstávísanir fyrir reiðu silfr eða fyrir seðla, þá getr það með engu móti haft áhrif á þá fjárupphæð, sem landið er i skuld um við Danmörk, og hræðsla insíslenzkaföðurlandsvinar í Cambridge um að sjá ættjörð sína gjaldþrota mun sannarlega ekki rætastaf þessari orsök". ASKORUN. um almenn samskot til háskólasjóðs á Islandi. í lok alþingis 1893 bundust eftir- fylgjandi 30 menn samtökum til að vekja áhuga þjóðarinnar á stofnun há- skóla og gangast fyrir samskotum til að flýta framkvæmdum þess máls. Þessir menn voru: Bened. Kristjánsson alþm., Bened. Sveinssonsýslum., alþingisforseti, Björn Bjarnarson alþm., Björn Bjarnarson sýslum, Bogi Th. Melsted alþm., Ditlev Thomsen kaupm., Eir. Briem presta- skólakennari, Friðr. Jónsson kaupm., Guttormr Vigfússon alþm., HannesÞor- steinsson ritstj., Helgi Hálfdánarson forstöðum. prestaskólans., Jens Pálsson prestr, alþm., Jónas Jónassen dr. med., Jón Jónsson alþm. Eyf., Jón Jónsson alþm. N.-Múl., Jón Pétrsson háyfird., Jón Vídah'n kaupm., Jón Þórarinsson alþm., Jón Þorkelsson dr. phil., alþm., Klemens Jónsson sýslum., alþm., Sighv. Arnason alþm., Sig. Gunnarsson próf. alþm., Sig. Jensson próf. alþm., Sig, Stefánsson prestr, alþm., Skúh Thor- oddsen alþm., StefánStefánssonkennari á Möðruvöllum, Sturla Jónssonkaupm., Tómas Hallgrímsson læknaskólakenn., Þórh. Bjarnarson prestaskólakennari, Þorlákr Guðmundsson alþm. A fundi, sem þessir menn áttu með áér í dag, var ákveðið að kjósa 9 manna nefnd: 3 búsetta í Reykjavík, 1 i hverj- um fjórðungi landsins og 2 í Kaup- mannahöfn til að gangast fyrir fram- kvæmdum þessa félagsskapar og vorum vér undirritaðir kosnir til þess. In innlenda lögfræðiskennsla hefir um fullan mannsaldr verið einna efst mála á dagskrá þings og þjóðar, en auk hennar hafa menn jafnframt fundið til þess æ betr og betr, hve brýn nauðsyn er til að hafa alla ina æðri menntun, að því er kraftar vorir leyfa, í sjálfu landinu, hvort heldr litið er til þjóðernis vors og landsréttinda eða til vísindalegra og verklegra framfara. Krafa vor er því háskóli, og vér vit- um, að i þeirri baráttu höfum vér hlut- töku als ins mentaða heims. Væntanléga skýra blöðin rækilega þýðingu þessa máls og hvernig því verðr bezt fram komið í verki. Alþingi hefir fyllilega viðrkennt há- skólaþörfina, en áhuga þjóðarinnar má ekki bresta til að halda máli þessu fram til sigrs, og áhuga sinn sýnir þjóðin bezt með því nú þegar að byrja sainskot til liáskólasjóðs, sem fram verðr haldið til þess er stofnunin kemst á. Vér skorum því á alla íslendinga hér og erlendis og alla íslandsvini, að styðja mál þetta af alefli í orði og verki. Sjóðrinn, sem heitir „Háskólasjóðr Islands", ávaxtast í landsbankanum og hefir bankastjórinn, herra Tryggvi Gunnarsson, takið að sér geymslu fjár- ins og má senda allar gjafir beint til hans eða til hvers sem vill af undirrituð- um. I byrjun hvers árs verðr birt á prenti upphæð sjóðsins og auk þess verða allar gjafir tafarlaust auglýstar í blöð- unum. Þegar svo er komið, sem vér vonum að verði innan skainms tíma, að lög- gjáfarvaldið er orðið samtaka um stofn- un háskóla á landi hér, rennr Háskóla- sjóðrinn til þeirrar stofnunar eftir nán- ari ákvörðun alþingis i samráði við kennendr inna innlendu embættaskóla og öll aðalumsjón sjóðsins er falin al- þingi og ber jafnan að gera því skila- grein fyrir sjóðnum. Reykjavík, 27. ágúst 1893. II. Steinsson. Hmnes Þorsteinsson. ■Tón Vídniín. Jón Þorkelsson. J. Jónassen.. Síghv. Arnason. Sigurðr Qunnartson. Sigurðr Stefánsson. Þórhallr Bjarnarson. Jafnstór tóbaksgerðarverksmiðja, og S. Davis & Sons, sem nú um fjórðung aldar hefir áunnið sér lof og hylli allra, sem nokkuð hafa við þá skift — sliku félagi er óluett að treysta. Gáið að, að samskonar miði og þetta, sé aá iunanverðu á umbúð- itnmri. JEIy JRADSUS . TRS0Í M*«IC MSNUFACTDRED 8r S. DAYIS & S0N5 UðiirtMO] Montri A L, 326 Jafet í föður-leit. XXXI. KAPITULI. [Majórinn innir af hendi þá einu stórskuld, sem bann nokkru sinni borg- aði. Mér giæðst fé]. Ég flýtti mér til majórsins aftr, til sð kanna sár bans. Með aðstoð Tímóteusar gat ég linept svo frá honum fotin, að ég sá að kúlan hafði gengið inn i gegn um buppinn ; ég kannaði sárið með fingrinum, og virtist mér sem kúlan hefði gelgað af mjöðminni og yfir í innyflin. Það blæddi lítið úr sárinu, og það þótti mér ekki góðs viti. „Þolifl þér að við flytjum yðr, majór, í vagninum ?“ „Ég veit ekki, en við verðum að reyna; mér ’þætti vænt um að Uomast fem fyrst beim, Jafet,“ svaraði liann, og var mjög múttvana. Með aðstoð Tímóteusar tókst mér að flytja hann yflr í vagninn og óknm við svo af st»ð. En áðr tók ég ofon hatt minn og kvaddi kurteislega Mr. Osborn; og hefði ég vafalaust gleymt þeirri kurteisisskyldu, ef majórinn hefði ekki mint mig á það. Vér héldum svo af stað, og barst majórinn vel af á ferðinni og kveinkaði sér aldrei; en þegir við vorum komnir Jafet í föður-leit. 331 kröfu, af þv£ að þeir hugðu þ;ð kæmi fyrir ekkert. *Skuldir hans vóru ekki mikið yfir 200 pd. sterling, og höfðu peir, sem höfðu lánað honum, aldrei búizt við að fá neina borgun. Skjalið, sem hann hafði ritað og látið Tímóteus og annan mann rita nndir sem vitundarvotta, var fáorð erfð skrá, og gerði liann mig með benni að einkaerfingja sínum. Aleiga hans var þessi: hús hans í James Str., peningarnir í kambpúngnum, sem hann fékk mér í hendr til varðveizlu, og svo fatn- aðr hans og húsmunir, og vóru þeir mikils virði, einkum skrautgripir hans. Húsið var um 4,000 pd. sterl. virði, eins og liann hafði sagt mér; í kambpung hans vóru í seðlum 3,500 pd., og aðrar eigur hans vóru um 400 pd. sterl. virði. Þá er ég hafði borgað vítfar- arkostnað hans og skuldir, þá átti ég, að því meðtöldu, sem ég hafði sjálfr átt áðr, eitt— hvað um 8,000 pd. sterl. — og mundu fæstir hafa trúað því, þar sem llestir hugðu að majórinn hefði ekki átt fyrir útför sinni. „Ég get ekki annað sagt,“ mælti Tímóte- us, „en að þetta hafi alt farið mjög heppilega. Hefði majórinn ekki komið yðr til að taka peninga til láns, þá hefði hann aldrei unnið svona mikla uppliæð. Hefði hann lifað, þá ht fði hann sólundað þessu öllu aftr; en svo er hann drepinn rétt á hentugasta tíma og gerir yðr að einka-erfingja.“ „Nokkuð er nú til í því sem þú segir, 330 Jafet í föður-leit. lík. Gáta hans var rétt; kúlan haroi slitið sundr slagæð, og honum blæddi inn til ólílis. Læknirinn kom aftr rétt áðr en majórinn gaf upp öndina, því að ég hafði sent eftir honum. „Þetta er það bezta, sem um gat verið að gera“, sagði hann við mig; „hefði lionum ekki blætt þannig til ólífis, þá -hefði hann orðið að þola óbærilegar kvalir í tvo sólai* hringa af blæstri þeim sem hefði hlotið að lilaupa í sárið“. Hann veitti majórnum núbjargirnar og kvaddi svo, en ég liraðaði mér inn i setstof- una og kallaði á Tíinóteus. Sátum við lengi á tali um slys þetta og um framtíð mína. Ég bar einlægan harm og söknuð eftir majórinn; má vera að vaninn hafi átt tals- verðan þátt í því, þar sem við höfðum svo lengi saman verið sem félagar; en mest hefir það þó án efa sprottið af því, að ég vissi, hve margt gott bjó í majórnum, þrátt fyrir alt sem að honum var, og að heimrinn liafði gert hann að því sem hann var. -Enn fretnr vissi ég vel, að honum var innilega vel við mig, og eins einmana og ég var, þá var mér vinátta mjög dýrmæt. Útför majóisins gerði ég mjög sœmilega, en þó í engu ólióflega, og ég borgaði sér- hverja skuldakröfu, er fram kom á hendr honum og ég vissi rétta vera — en mjög margir komu auðvitað ekki fram með neina Jafet í föður-leit. 327 heim og báruni hann inn úr vagninum. þá leið yfir hann. Undir eins sem við höfðnm komið honum í rúmið, sendi ég Tímóteus eftir sáralœkni. Hann kom, skoðaði sarið og liristi höfuðið. Hann kallaði á mig inn í næsta herbergi og sagði mér, að það væri sitt álit, sð kúlan hefði lei.t inn í innyflin; þau væru sköðnð og majónmm væri engin lífs von. Ég settist niðr, hélt höndum fyrir andlit mér —og tárin streymdu niðr og vætluðu út um greip'r niér.—Þetta var in fyrsta stór-sorg, leui ég liafði enn mætt á æfinni. Ég stóð eettingjulaus og einmani og fann þvi svosárt til þess að ég var að m’ssa mann, sern mér var kær. Á einiivem annan, sem öðruvísi hefði staðið á fyrir, má vel vera að þetta hefði að eins liaTt þau áhrif að vekja stundar- sorg yfir væntanlegu vi'iarláti; en ég stóð ná- lega einrnani í veröldinni og féll mér því áliaflega þungt nm missinn. Til hvers gat ég flúið til huggun i ?—Auðvitað átti ég þa« að Tímóteus og Fletu; liann var nú þiónninn minn og hún va; b»ri>. Ég fann það að þau fullnægðu mér ekki. og félst mér mjög liugr. Á meðan liafði iæknirinn faiið inn til majórsins aftr og gert viðsúr iians. Majórlnn var iíví r»kn ðr við »frr úr ómegninu og bað nú lækuinn að segja sér breinskilnislega álit sitt. „Við verðmn að vonast til ins bezta,“ svaraði iæknirin . 1 „Það er með öðrum orðum, að mér er

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.