Heimskringla - 11.11.1893, Page 1

Heimskringla - 11.11.1893, Page 1
Heimskringla. VII. AR. WINNIPEG, MAN., 11. NÓVEMBER 1893. NR. 58. Yfirhafnir! Heim kominn með heilu og höldnu úr minni Vestrheimsför sendiéglönd- um mínum vestanhafs kæra kveðju mína og innilegar þakkir fyrir þær minnilegu viðtökur, umönnun, elsku og sóma, sem ég hvervetna þáði með- al þeirra. Geld ég þakklæti mitt op- inberlega fyrst og fremst herra ritstjóra Heimskeixglu og þeim iiðr- um herrum, sem stóðu fyrir að safna inu stórmannlega styrktaifé til farar minnar; þvi næst þeim, konum og körlum, sem svo fljótt og skörulega gerðu samskotin úr garði — samskot, sem í sannleika eru dæmalaus meðal vorra landsmanna. Og loks minnist ég einnig með kærri kveðju þeirra mörgu landa, sem mér ekki auðnaðist að sjá 1 ferðinni, en sem vildu sjá mig og þráðu að sýna inér sömu virðing og velvild sem hinir sýndu. Heiðruðu og kæra landar! Guð blessi yðr og farsæli! Guð blessi vorn efnilega og upprennandi þjóð- flokk í Ameríku! Akreyri, 20. Sept. 1893. Matthias Jochurrssson. FRÉTTIR. “FRAM” í HÁSKA. Fregn fr/í Norðr-Síberiu um skip Friðþjúfs Nansens. Lundúnum, Oct. 27. — Kveldblað- ið “Pall Mall Gazette” birtir í kveld grein með þessum fyrirsagnar-Iínum: ,,Voða-fregn frá Síberíu ! Hefir ‘Fram’ farizt?” Greinin segir, að Norðmaðr einn, sem komi frá Norðr-Rússlandi, flytji þá fregn, að eftir að “Fram” hafi verið komin gegn um Ingerschar- sundið, sem stundum er nefnt Pet- sund og liggr milli vestr-norðvestr- hornsins á Síberíu og evjarinnar Val- gat, hafi Samoyedar séð skipið út undan mynni Kara-fljótsins; lá það þar i ískreppu og fór mjög illa í ísn- um. Rússar kváðu fullyrða það, að ‘Fram’ geti með engu móti afborið ísinn. í>að er og sagt, að Dr. Nan- sen muni mjög hafa verið farinn að snúast hugr að síðustu ; hafi hann oft virzt ráðþrota, hvikull og þunglyndr. Greinin endar á þvi, að ef Dr. Nan- sen hefði tekizt að snúa aftr, þá hefðu hlotið að vera komnar fréttir frá honum. Þess má geta, að ýmsir reyndir íshafsfarar töldu þessa för Nansens, með þeim útbúnaði sem hann hafði, ina óforsjállegustu glæfraför. RAUSNARGJÖF. Auðugr dúkvörukaupmaðr í Chi- cago, MarshaU Field að nafni, gaf í lok f. m. $1 000 000 til þess að stofn- að yrði nátturugripa-safn þar í borg- inni; setti hann það skilyrði, að aðr- ir bæjarmenn bættu $500 000 við gjöf- ina. Svo skoraði liann á hlutabréfa- eigendr í heims-sýningar félaginu að gefa $2 000 000 virði af hlutabréfum til fyrirtækisins, og gaf þegar sjálfr $100 ooo í hlutabréfum. George M. PuUnran gaf þegar annað eins. Þáð á ekki að rífa niðr aftr listaverka- höllina miklu (The Art Duilding) á sýn- ingarsvæðinu, lieldr á að láta hana verða fiambúðar-hús til að varðveita þar náttúrugripa.safnið. OTTAWA-ÞINGIÐ kvað eiga að koma saman snemma í Janúar, er haft eftir Sir John Thomp- son. bandarí KJ A-KOSNING ARN AR. 7. þ. m. fóru fram kosningar ýmsra embættismanna, 0{í suinstaðar þjng. manna, í þrettán rikjum í Bandaríkj- unum. Sigrinn i þessum kosningum hefir víðast lxlotnazt samveldismönn- um, og hefii’ verið að heyra á stöku blöðum síðan sem þetta væri þýðing- armikill ósigi' fyrir tollmálastefnn sér- veldismanna. Sumir af sérveldismönn- um, Þeir er héldu með frísláttu ailfrs, hafa látizt skoða þetta sem guðs dóm jil refsingar fyrir afnám Sherman- laganna. Það er þó fjarri því, að þetta hafi slíka þýðingu. Dað var nú að eins í þremr af þessum ríkjum (New York, Ohio og Iowa), að kosningum þess- um verðr eignuð nokkur minnsta al- menn þýðing. Menn stríddu ekki um annað en smárnal, sem hafa þýðing að eins fyrir héruðin eða í hæsta lagi ríkin, þar sem kosningarnar fóru fram — víða að eins jxersónulega þýðing. í einu fjölmennasta ríkinu (Pennsylvanía) voru að eins kosnir nokkrir minni háttar embættismenn. í Massachu- setts hlaut ríkisstjóri af samveldis- flokki kosningu; en þingið þar hefir verið skipað meiri hluta saxnveldis- manna fyrirfarandi, og menn höfðu þar að eins kosið sérveldismann fyrir landstjóra tvívegis undanfarið, af því, að rikisstjóraefni sérveldismanna var sérlega heiðvirðr og nýtr maðr, en ríkisstjóraefni samveldismanna ekki. Iowa hefir jafnan verið talið á bandi samveldismanna áðr, eða þeir þar sterkari, en töpuðu að eins undanförn- um tvennum kosningum fyrir það, að þeir héldu með vínsölubanni. Nú strykuðu þeir það mál út af stefnu- skrá sinni og náðu við það aftr þeim meiri hlut, er þeir hafa jafnan haft. í New York gerði það meira en nokkuð annað til að spilla fyrir sér- veidismönnum, að HUl og Tammany- hringrinn nefndi til kosningar fyrir dómara i hæsta rétti Maynard, at- kvæðaþjófinn, sem stal kjörskránni í fyrra og falsaði þannig alla atkvæða- greiðsluna um þingmenn til efri mál- stofu. Öll óháð blöð, sem fylgt hafa Cleveland, og flestöll sérveldisblöðin stærri — öll in heiðvirðari — snérust á móti Tammany-veldinu, og fylgdu nú heldr samveldismönnum, til að firra ríkið þeirri smán, að vitanlegr þjófr og betrunarhússmatr yrði dóm- ari í hæstarétti. Það var að eins af þvi, að Maynard framdi þjófnað sinn í vil ríkisstjórnarflokknum í New York (hann var sjálfr aðstoðar-lögstjórnar ráðgjaíi), að ríkisstjórnin lét ekki kæra hann ; en hefði hann kærðr verið, þá hefði hann verið betrunarhúss-maðr. Það má fagna yfir því, að vald Tamm- anybófanna hefir þannig verið brotið á bak aftr. í Oliio má aftr telja, að kosning- in beri vott um álit kjósenda á toll- málinu. Þar var McKinley, höfundr tolllaganna frægu, kosinn ríkisstjóri með miklum atkvæðamun um fram Mr. Neal, ríkisstjóraefni sérveldis- manna. Mr. Neal var höfundr þeirr- ar greinar í stefnuskrá sórveldisflokks- ins við síðustu forsetakosning, sem hljóðaði um tollmálin. En slíkt aftr- kast i skoðun er mjög eðhlegt eftir við- skiftavandræðin i Bandar., því fremr, sem Ohio hefir fylgt samveldismönnum alt fram að liaustinu í fyrra. íslands-fréttir. (Eftir Norðuljósinu). 16. Sept. Hnattstaba Reykjavíkr. Laut- enant Amberg, sem í sumar var á eftirlitsherskipinu Diana, var látinn eftir til að mæla nákvæmlega lengd og breidd Reykjavikr og hefir honum verið reist til þess dálitið skýli rétt hjá Skólavörðunni, en litt mun hann hafa getað unnið enn sakir dimm- viðris. 5. Okt. JÓN Helgason kand. theol. orðinn óvígðr aðstoðarmaðr prests á Sjálandi. Adolf Nicolajsen prestvigðr í Kaup- mannahöfn, og Magnús Magnússon er í herþjónustu, til þess að geta fengið prestsembætti í Danmörku. Ískjallara er verið að byggja á Flateyri við Önundarfjörð, til þess að fiskr verði fluttr ferskr í ís til út- landa. Fiskiþvottarvél hefir Ásgeir kaup- maðr Ásgeirsson á ísafirði, til að þvo fiskinn í þegar hann er tekinn úr salt- inu. Pall Melsteb sögukennari við latinuskólann hefir fengið lausn frá embætti frá 1. þ. m. í hans stað kenna sögu við latínuskólann í vetr kandídatarnir Sæm. Eyjólfsson og Þorl. Bjarnason. Eggert Briem kand. jur. er settr málaflutningsmaðr við landsyfirdóminn frá 1. þ. m. Hvai.veiðar Norðmanna á Vestr- landi : Ellefsen á F'lateyri hefir feng- ið 194 hvali á 5 gufubáta. Berg á Framnesi 131 hval á 4 báta. Th. Amlie 64 hvali á 2 háta og Stixrud frændi hans er byrjaði veiðar seinna i vor á Tálknafirði 40 hvah á 2 gufubáta. Mannalat. Rósamunda Oddsdótt- ir kona Guðm. Hagalíns Guðmunds- sonar á Mýrum í Dýrafirði, en systir Gísla bónda Oddssonar á Lokinhömr- um, vönduð kona og vel látin. Hallr Einarsson bóndi á Rangá í Norðr-Múlasýslu 17. Ág. rúml. sjö- tugr. merkr bóndi; hann var jarðaðr á hól i túni sínu, samkvæmt leyfis- bréfi. Aelabrögð á Austfjörðum voru lítil framan af sumrinu, enda var síld ekki að fá, en síðari hluta sumarsins hefir verið þar bezti síldarafli og þorsk- afli og hélt áfram er síðast fréttist. Síld er nú í svo lágu verði ytra, að það borgar htið meira en saltið og tunnurnar, en merkilegt hirðuleysi er það á Austfjörðum, að síldin kvað naumast vera hirt neitt til matar. Á Vestfjörðum, t. d. Arnarfirði, ágætr þorskafli. Skólar se'ttir hér í bænum 2. þ. m. Á latínuskólann komnir rúmir 100 lærisveinar. Stýrimannaskólinn með 14 sveina. Á kvennaskólanum 40 námsmeyjar. Barnaskóli Rvikr með rúm 200 börn. Læknaskóhnn. Á honum verða 4 stúdentar i vetr : 3 í elztu deild : Sig- urðr Pálsson, Skúli Árnason og Vil- helm Bernhöft, og 1 í yngstu deild : Guðm. Guðmundsson. Prestaskóhnn byrjar 6. þ. m.; á lionum verða 5 stúdentar, 2 í eldri deild : Ásmundr Gíslason og Pétr Helgi Hjálmarsson, og 3 í yngri deild : Bene- dikt Gröndal, Jón Stefánsson og Páh Jónsson. 18. Okt. Þingrof og nýjar kosningar. Með konungsbréfum 29. Sept. er alþingi leyst upp og eiga nýjar kosningar til 6 ára, talið frá 1. Júlí 1894, að fara fram dagana 1.—10. Júní s. ár. Heidrsmerki. Dr. med. J. Jónas- sen gjörðr riddari af dannebroge. Skiptapi. H. Okt. fórst skip með 6 mönnum frá Vörum í Garði í fiski- róðri. Formaðr Guðbrandr Þorsteins- son lausamaðr í Vörum, 4 vinnnu- menn Einars bónda þar og 1 sjómaðr úr Mýrdal. [Eftir Þjóðólfi]. 6. Okt. Hreinn marmari. “Austri” getr þess í 22. tölubl., 22. Ágúst, að steina- fræðingr sænskr hafi fundið hreinan marmara millum Kolfreyjustaðar og Höfðahúsa í Fáskrúðsfirði. (Eftir Stefni). 13. Sept. TíðaRFAR hér má heita gott, þó gjörði talsvert hret í bvrjun þ. m. og alsnjóaði þá víða í sveitum. Síðan voru nokkur nætrfrost við og við. En bhðviðri síðustu daga. Kartöfluuppskera er með allra bezta móti á Akureyri nú. Dainn er merkismaðrinn Ágúst Jónsson homöopathi á Ljótsstöðum í Vopnafirði, 78 ára gamall. 30. Sept. Markaðir Engir útlendingar hafa komið hingað til að kaupa fé í haust, en sumir kaupmenn hér hafa keypt talsvert. Markaðsverð mun hafa ver- ið á vetrgömlu 7 kr. til 8 kr. 50 a., og á tvævetrum sauðum 11—13 kr. Tíöarfar hefir lengst af verið gott, þó gjörði norðan kulda-súld þann 17. þ. m. og síðan alsnjóaði með ofsa- veðri. Einkum var veðrið illt þann 18, og 19. Þann 21. hlýnaði veðrátt- an aftr og síðan hafa oftast verið stillingar og bliðviðri og nætrfrost, nema rigning síðustu daga. [Eftir Fjallkonunni]. 17. Okt. Sigfús Eymundsson útflutninga- stjóri kom með póstskipinu. Hefir í sumar farið um flestar íslendingabygð- ir í Canada. Auk þess fór hann á Chicago-sýninguna og dvaldi þar um all-langan tíma. Ný löG. Þessi 8 lög frá síðasta þingi hefir konungr staðfest, öll 16. f. mán.: 1. Lög um samþykt á landsreikn- ingum fyrir 1890 og 1891. 2. Lög um brúargjörð á Þjórsá. 3. Lög um iðnaðarnám. 4. Lög um sérstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veð- málabókum. 5. Lög um að Austr-Skaftafells- sýsla skuh, að því er sveitarstjórn snertir, skilin frá Suðramtinu og lögð tíl Austramtsins. 6. Lög um breyting á lögum 27. febr. 1889 um stjórn safnaðarmála o. s. frv. 7. Lög um hafnsögugjald i Reykja- vík. 8. Lög um sérstök eftirlaun handa Páli sögukennara Melsteð. [Eftir Ísafold]. 30. Sept. Suðr-Múlasýslu 15. Sept. 1893. Veðráttan hér í sumar var mjög góð; hafa haldizt í hendr biíðviðri og þurk- ar. Það hefir ekki svo sjaldan kom- ið fyrir, að hitinn hefir komizt upp i 16—17 gr. R. í skugganum. Sakir þurkaima mun grasvöxtr samt al- ment hafa orðið í lakara meðallagi, en af því að nýtingin hefir orðið af- bragðsgóð, munu þó heybirgðir manna vera í betra lagi. Á Úthéraði var grasvöxtr að sögn ómunagóðr, og eru þar komin allmikil hey hjá mönnum, enda var þar byrj- aðr sláttr 8 vikur af sumri. Aflabrögð hafa verið mikil og góð í Reiðarfirði, Norðfirði og Fáskrúðs- firði; minni aftr í Seyðisfirði og fjörð- unum þar fyrir norðan. Þilskip verzl- unarstjóra Friðriks Möllers á Eskifirði, sem eru tvö, voru fyrir hálfum mán- uði búin að fá 35 000. Síldveiði er nú þegar byrjuð í Reyðarfirði, og er sumt af síldinni saltað hér eins og venju- legt er, en sumt af síld O. Wathnes er sent í is í enskum fiskigufuskip- um til Englands. Á Seyðisfirði er hka farið að veiða haustsíldina. 0. Wathne er nú að ghma við að ná upp gufuskipinu “Haffnia,” sem rakst á Rifskerin norðanmegin Reyðarfjarðar, sökk þar, svo að að eins framstefnið stendr upp úr, og var keypt af Wathne á uppboði 15. júlí. Hefir hann nú sótt til Englands tvo köfunarmenn sér til hjálpar við upp- töku skipsins. Oska allir, að Wathne mætti takast að ná skipinu, þar sem hann þannig kostar til þess ærnu fé. Köfunarmennirnir eru sagðir dýrir piltar. ÍSAFJARÐARSÝSLU 18. Sept. 1893. Tíðin hefir verið in inndælasta til lands og sjávar til þessa dags. Grasspretta varð i góðu meðallagi, helzt á rak- lendum úthaga. Af hörðum túnum, sem lágu hátt. brann grasið til stór- skaða. Nýting hefir verið in ákjósan- legasta, og því mun yfir höfuð að tala heyfengr manna i betra lagi. Þetta sumar er talið að vera eitt ið heitasta og þurrasta sumar, er menn nú muna lengi eptir. Fiskafli varð með bezta móti í vor á opnum bátum og eins á þil- skipum^ í suinar. Verziúri hefir verið óhagstæð í sum- ar, eins og áðr hér við Djúp. Aflabrögð, Fiskigengd hefir ver- ið óvenju mikil hér inn á Faxaflóa þetta ár, eins og kunnugt er, og það meir, að fiskr hefir gengið svo grunnt, að þess eru fá dæmi og langt á að minnast neitt því likt. Hefði hér ver- ið mesta veltiár, ef fiskverðið hefði verið bærilegt. Nú í haust hefir ver- ið fult af fiski inn um öll sund, voga og víkr. Meðal annars hefir fiskr gengið inn um allan Hvalfjörð í sum- ar og voru þar komnir 8—900 hlutir fyrir nokkru frá þvi um höfuðdag, á suma af þeim fáu bátum, sem þar hafa gengið til róðra, helzt úr Kjós- inni, — mest vænn stútungr, nokkuð þorskr. Segja kunnugir fram undir 30 ár síðan þar hefir komið veruleg fiskigengd. Sama hlutarliæð hefir einn- ig fengizt inp á Viðeyjarsundi. í út- veiðistöðum aflah'tið, enda tregt um gæftir. Veðratta. Þurviðri og hreinviðri hafa nú staðið um hríð, á 3. viku, þægileg mjög til ferðalaga og annara haustanna, en farið að kólna nú til muna og nokkuð stormasamt. Heyskapr hefir lagazt mikið fyrir ina hagstæðu * haustveðráttu; hey náðzt í garð alstaðar á endanum, er eigi liafa verið farin í vatn, þó hrakin nokkuð og rýr orðin siðslægjan, en vextirnir miklir. Mun mega telja þetta meira en meðal-heyskaparár allvíðast og sumstaðar afbragðsgott. Þjórsd d ís. Dagana U. og 12. þ. m. var Þjórsá gengin á ís og rekin yfir hana 200 fjár við Sandhólaferju. En glæfraför mun það hafa verið, enda ruddi áin sig aftr. Mlkil uppskera. j haust fékk Egg- ert Laxdal verzlunarstjóri á Akreyri 165J tunnu af kartöflum upp úr garði sinum þar, 1700 ferh. faðma að stærð, af 6| tunnu útsæði. Með 9 króna verði er það nær 11 þús. kr. Það mundi þykja frásagnarvert í Manitoba. Húb fyrir $500 til $1000; þægilegar afborganir. Lóðir á NenB og Boundary strætura á $50 til ‘250. Þér getið gert samninga við oss um þægilegar, litlar mánaðar afborganir og einnngis 6 pc. teknir í vöxtu. Hamilton & Osler, 426 Main Str. Aldrei fyr, síðan Winnipegbær bygð- ist, hafa verið á. boðstólum á ein- um stað, jafn-ágætar birgðir af yfirhöfnum eins og vér höfum nú í inni stækkuðu fatabúð vorri. Þar getr hver maðr fengið það sem hann vantar, hvort sem kann er bankari, vígslari, verzlunarmaðr eða erviðismaðr. Þau eru úr Bjórskinni, Melton, Freize, Tweed eða grávöru, alt selt fyrir 50 cts. af dollarnum. Yngri og eldri fara allir jafn ánægðir. Vér höfum firn af smekklegustu bamafötum; þau eru síð og góð fyrir drengina. Sterkt efni, sem þolir slit. Skating Reefers eða Pea Jaokets, úr Navy, Beaver eða Serge af öll- um stærðum. Drengja yfirhafnir með hettum og kraga og með eða án hálfbeltis. Enginn sem vill spara, en þó fá góð föt, lætr hjá líða að heimsækja Walsh’s Big Clothing House áðr en hann kaupir. Skinnhufur, sja/dgœft fœri. Vér keyptum í gær af stórri skinnverksmiðju ljómandi birgðir af skinnhúfumi af vissu verði. Þar á meðal vóru húfur úr: Beztu Persnesku lambskinni Bezta Bjórskinni Alt fyrir Gráu Lambskinni Bezta Otur o<r Selskinni LlTID MEIRA EN HELMINGI VANA VERDS. Munid eftir stadnum — in alkunna búd fyrir fólkid. Walsh’s mikla fatasolubud, Wholesale and Retail, 515 & 517 Maiu Str., gegnt City Hall. Paul, Knight & McKinnon, 508 Main Str. - Winnipeg, — SELJA — BEZTU HARÐ-KOL. Canadísk Anthracit kol (H. W.McNeill’s) eru betri en heztu Pennsyl- vanía-kol, og auk þess munum ódýrri. Þau eiga jafn-vel við almenna stofu-ofna, smáa sem stóra, sjálfbrennara eða liinsegin ofna, algengar matreiðslustór eða stórar hitavélar. Það lifnar hetr í þeim, þau endast hetr og eru liitameiri, sótminni og þurfa minni aðgæzlu, en nokkur önnur kol, sem hér fást. Þau eru úr námum hér í landi, enginn tollr á þeim, og því eru þau ódýrari en Bandaríkja-kol. Þetta er verðið á þeim heimfluttum til yðar: Stærstu kol (fyr. hitavélar) $9,00 tonnið Meðalstór ofnkol 9,00 __ Hnot-kol (Nut size) 8,00 __ Ef heilt járnbrautarvagnlilass er keypt á járnbrautarstöðinni, kostar tonnifi 75 cts. minna. Kastið ekki peningum í sjóinn! Kaupið engin önnur kol. Reynið eitt tonn; svo kaupið þér aldrei önnur kol framar. Pau/, Knight & McKinnon, P. 0. BOX 567. 508 rVIítin Street. KOFORT QG TÖSKUR . . Með heildsöluverði. The Peop/e’s Popular Cash Shoe Store J. LAnONTE líii Vér höfum nýlega fengið heilt vagnhlass af töskum og kofortum, en af því búðin rúmar ekki svo mikið, höfum vér ákvarðað að rýma til ið allra fyrsta. Til 15. Nóv. næstkomandi gefum vér 20% AFSLÁTT. Vörur vorar eru af bezta tagi og nýjustu gerð, og ef þú vilt fá þér vandaða tösku með heildsöluverði, getr þú fengið hana. Vttelingar, Moccasins, Yíirskór, og allskonar haust og vetrar skóvarning ódýrri en annarstaðar í borginni. Síðan vér byrjuðum að verzla höfum vér reynt til að ná almennings hylli og oss hefir tekist það, og þar af leiðandi er búð vor rétt nefnd The People’s Popular Cash Shoe Store. Skó-varningr fyrir skólabörn á reiðum höndum. Berið vora prísa saman við aðra, og þá munuð þér sannfærast um að þér gerið bezt í að koma til okkar. J. LAMONTE, 434 Main Street.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.