Heimskringla - 07.04.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.04.1894, Blaðsíða 1
VIII. AR WINNIPEG, MAN., 7. APRlL 1894. NR. 14. Fresturinn lengdur. ÚtR. Hkr. hata fengið leyfl til að taka á móti pöntun myndasafnsins til loka yfirstandandi mánaðar. Peir sem vilja ná í þetta fallega safn þurfa nú að gefa sig fram strax, því mánuðurinn líður fljótt, en lítil von þess að nýr frestur fáist. Hýðing Gísla. Sér ferðamenn flýta’ eftir völlurn, þeir fara med hlátri og sköUum hann Gísli fram götuna beina þar geysar með fjöruga sveina. Ei fótlipru fákarnir hika, og foringjans skrautklæði blika ; þeir látast ei leiðinni kviða, með látbragði flysjungar ríða. En dáðleysið dregur af gaman ef dugur og glens fer ei saman, og mannskræfur mæta oft föUum því margt getur dulist í fjöllum. Og Grettir úr bælinu brunar í brekkunni grjótskriða dunar, sem reiðarslag ræðst hann á Gísla svo rauparinn fær nóg að sýsla. Af hestunum hraðir þeir stíga og hræddir sér raða til víga. en fljótlega faUast þeim hendur °g finna að ljónið þar stendun. Hið skjótasta skjálfandi’ af ótta. þá skrumarinn rennur á flótta ; því liddan, þó lítil sé hreysti, á langstígu fæturnar treysti. En hetjan samt gortarann grípur hann Gísli til jarðar þá krýpur; og hrísvöndur húðinni’ af flettir, þvi handmjúkur ekki var Grettir. Og bakhlutinn blæs upp og tútnar, af bólgu og meinsemdum þrútnar; það fór svo um aftari endann að aldrei fyr Gisli svo brendi’ ’ann. Það tjón er, að Grettir er genginn; ei greitt mun hans jafningi fenginn; en gorturum gjarnan má svíða Og Gísla þarf árleg^^ð hýða. S. 8. ÍSI'ELD. FRÉTTIR. DAGBÖK. Laugaiídaö 81. Mauz. Dáinn er í Lundúnaborg Baron James Hannen, 73 ára gamali. Hann var forseti dómnefndar þeirrar, er 1889— 90 rannsakaði og útkljáði málið gegn Ch. S. Parnell. Hann var og einn af dómurunum í Bæringssunds- málinu síðastl. sumar. Gull og sUfur er fundið, þó ekki enn i stórum stíl, umliverfis DevUs Lake í North-Dakota. Dáinn er í St. Paul, Minn., Anson Northup, einn af frumbyggjum Minne- sota-ríkis, 83 ára gamaU. Bandaríkjastjórn heflr veitt nær *18 milj. til vatnsvegabóta á næsta fjárhagsári. AUs var beðið um ná- lega §39 milj. til þess. Bingforseti Crisp í Washington, bauðst sæti í efrideild þingsins, í stað Colquitts senators frá Georgia, en hann hafnaði boðinu. Demokratar vUdu ckki missa hann úr forseta-sætinu. Innan skamms er ráðgert að grafa vatnsleiðsluskurð frá St. Louis River til Duluth, í því augnamiði að knýja verkstæðisvélar mcð vatnskrafti. Skurð- Ur þessi verður alls um 33 mílur á lenSd og er áætlaður kostnaður um milj. AJlrniklar óeirðir eiga sér stað á Samoa-oyjunum, sem spretta af aðgerð- um Eandar£].jamannS) Henry Ides, sem þar settur yfirdómari. Eru allar líkur til að brieina stjórnin — England, Bandaríkin 0(a- þýzkaland — megi sker- ast í lcik og búa fietur um hnútana. Fregnir fra Hawaii-eyjunum segja pólitiska útlitið alt breytti Fy rver- j andi drotning er sögð sannfærð um ómöguleik cndurreisnar sinnar til valda, og' kvað nú vinna að innlimun jeyj- anna í Bandaríkin, 0g þy er þag um leið almennur vilji innfæddra eyjabúa. Drotningin vonast eftir ríflegri þókn- un frá Bandaríkjastjórn, 0g þag vog- ur á móti tigninni, sem drotningar- Uafnið gefur. 79. afmæli Bismarks var haldíð hátiðlegt í dag, af því afmælisdaginn r^tta bar í þetta skifti upp á sunnu- (laKi en karl er stífur með helgihaldi sunnudagsins. 1 dag gekk í gildi samningut milli Bandaríkjanna og Newfoundlands á- hrærandi bögglaflutning með pósti. Flutningurinn kostar 12 cts. pundið. Á fyrstu þrem mán. yfirstandandi árs hafa nær 18,000 íærri innflytjend- ur komið til New York, en á.sama tíma í fyrra. Verzlanahrun í Canada á síðastl. ársfjórðungi hafa verið talsins 585, og voru skuldir þeirra samtals 86,515,000. Á sama tíma í fyrra votu verzlana- hrunin 526, og skuldirnar þá tæpar $5 milj. Ráðanejdið í Ottawa hefir geflð Ný-íslendingum enn meiri frest til að taka odda-lotin í nýlendunni sem heim- ilisréttarlönd. Manudag 2. Apríl. Útför Kossuths fór fram í gær. í likfylgdinni voru um eða yfir 300,000 manns, tók yfir fulla breidd stræt- anna er hún fór um og var 5 mílna löng. Þrír þingmenn Breta, er vænta eftir að skipa sæti í efri deildinni, hafa samið frumvarp til laga þess efn- is, að lávarðar sem eru þingmenn þegar erfðarétturinn knýr þá í hóp lávarðanna, megi eftir sem áður halda sæti í neðrimálstofunni, ef þeim svo sýnist. Jafnframt rita þeir og undir nöfnum sínum um þetta mál í út- hréiddu merku tímariti, og þykir rit- gerð sú sterk viðurkenning þess, hve lítið er orðið álit lávarðadeildarinnar. Segja þeir í greininni,* að sumstaðar í Austurlöndum sé það siður, að taka stórglæpamenn af dögum með því að múra þá inni. Lávarðarnir segja þeir séu einnig múraðir inni, en glæpa- mennirnir eystra beri þó betra úr býtum, því þeirra klefi sé svo þröngur, að þeir kafni strax, þar sem lávarða- æfiu öll só eintómt dauðastríð í þeirra rúmmeiri klofa. Grein þessi heflr vak- ið almenna eftirtekt, og báðir stór- flokkarnir pólitisku eru einhuga í því, að jnði frumvarpið lögleitt, svipti það lávaröaueildiná ollúm þeim mönnum, sem nokkur dugur er í. Ríkisstjórinn í South Carolina heflr kallað út herinn til að kefja uppreist í tveimur counties í ríkinu. íbúar þess- arra tveggja héraða búa til og verzla með vin i leyfisleysi, og neita að viður- kcnna vald stjórnarinnar til að hindra þá, og hafa ráðið nokkrum lögreglu- þjónum hennar bana. Lo Caron, njósnarmaður Breta moðal íra í Ameríku og nafnkunnur fyrir afskifti sín af Parnell-málinu um árið, lózt í Lundúnaborg 31. Marz. Professor Robertson Srnith, yfir- bókavörður í Cambridge á Englandi er dáinn, 43 ára gamall. Síðan 1881 var hann einn af ritstjórum Encyclopedia Britannica. Þriðjud. 3. Apríl. 10 000 iðnaðarmenn í Chicago hættu vinnu og heimta hærra kaup'. Póstmálastjóri Canada segir að stjórnin hafl engin ákvæði gert áhrær- andi niðurfærslu bréfaburðargjaldsins. Nafn De Lesseps hefir verið strikað út af nafnaskrá heiðursfylkingarinnar í Frakklafldi. Panama-málið varð karli kosthært að öllu leyti. Fjórir Manitoba-menn útskrifuðust sem læknar af McGill-háskólanum í Montreal. Ontario-fjdkisþingið hefir ákveðið að skipta Toronto í 4 fylkiskjördæmi. Hafa verið 3 tií þessa. Ontario-fylkisstjórnin hefir verið beðin um styrk til að bj’ggja járnbraut frá Port Arthur vestur að Skógavatni. Mibvikudag 4. Apríl. Uppástunga um að gefa Skotum löggjafarþing var viðtekin á þingi Breta í gær með 180 atkv. gegn 170. Skotlandsraðgjafinn gerði þá athuga- semd það mál ahrærandi, að stjórnin gerði ekki meira í þvf máli í þetta skifti en að fjdgja uppástungu frá honum sjálfum áður framkomin — um að skipa standandi nefnd til að athuga það mál. Frumvarp tíl gjaldþrota-laga var lagt fyrir Ottawa-þingið í gær, og er mjög ólíkt þeim lögum sem nú eru í gildi. Samkvæmt frumv. geta verzl- unarmenn engir gerst gjaldþrota ó- tilkvaddir, en það geta bændr og menn í öllum öðrum stéttum. Vínsalar í Ontario hafa aðal-fund í Toronto í dag, Mæta þar um 1,000 fundarmenn. Ráðherra akrjrrkjumálanna á Eng- landi neitaði í gær að verða við á- skoran nefndar, er bað að lifandi peningi fluttum til Englands frá Út- löndum yrði slátrað undireins á lend- ingarstaðnum. Maður var tekinn fastr í Toronto með fulla vasana af fölskum silfur- peningum. í húsi hans fundust áhöld til að móta peninga. Fi.utudag 5. Apríl. Dynamite-kúlu sprengdu anarkist- ar í gluggkistu í matsölubúð í París- arborg í gærkveldi, Þrír menn meidd- ust. Kólera er sögð skæð á Póllandi. “Friðar-her” Coxey’s er nú í Pitts- burge, Pa., og hafa 30 “hermenn” verið handteknir, eins og almennir flækingar. Herskip frá Portugal er á leiðinni til Argentínu hl að sækja Brazilíu- uppreistarforingjana og flytja þá til Portugal. Á árunum 1885 til 1893 hafa Canada menn drepið 115,775 seli í Bæringssundi og voru skinn þeirra 81.256,497 vii'ði. Hluthafar í gamla Panama-félag- inu hafa ákveðið að mynda nýtt fél- og að ljúka við skurðinn. Þeir sem á fundi mættu til að ræða ujn þetta lofuðu 20. milj. franka. Aftökudegi Prendergasts, morð- ingjans í Chicago, hefir verið frestað til 2. Júh næstk. Föstudag 6. Apríl. Charles Meunier hinn alræmdi franski anarkisti var handtekinn í Liverpool á Englandi í gærkveldi. Njósnarmenn hafa verið að leita að honum í 2 ár. Formenn Man. og Suðaustrbrautar- fél. eru komnir að austan og segja að brautin verði bygð undír eins, ef fylk- isstjórnin vill gera betr en hún bauð um daginn. Frumvarp um að lögleiða úrskurð Bæringssunds-nefndarinnar var sam- þykt á Washington-þingi í gær. Enn er það ekki samþykt á þingi Breta, en verðr gert pessa dagana. ORÐABELGRINN. Hugvekja Út af því sem nafni minn “Annar Agnostic” sagði í 10. nr. Hkr. Herra ritstjóri. Af því nafni minn skýtur því að mór, að ég sitji rétt hjá úrlausnum hei- lagrar kyrkju, ætla ég að lofa honum að heyra stöku atriði xir þeirri ræðu er ég heyrði þar fýrir nokkru. Presturinn lagði f.yrst; út af því. að syndaþungirm hefði verið svo mikill, að Jesúshefði ekki getað frelsað alla, og því til stuðnings tók hann söguna um sáðmanninn. Eftir þessu að dæma fannst mér ekki séi'leg vissa fj'rir sálu- hjálþinni jafnvel þótt ég hefði verið bú- inn að boiga fimm dollara í kyrkjufé- lagið, eða finnst þér ekki það, nafni ? En seinna fór hann að ininnast á, hve miklar þjáningar frelsarinn hefði orðið að líðá, því liann hefði borið allar ver- aldarinnar tyndir. * en svo liefir honum víst ekki dottið í hug, að einhver gæti hugsað að frelsarinn sem ódauðlegr guð hefði tæplega tekið mikið út með því að (ieyja, þá bætti hann við þeirri skýr- ingu, að hann hefði lagt frá sér guð- dóminn meðan hann dvaldi hér á jörðu. Er þetta ekki snildarleg presta-logik ? Var hann þá ekki maðr ? hugsaði ég, eða er það líklegt að guð geti 'lagt frá sér guðdóminn fremur en maðrinn get- ur hætt að vera maður þótt hann vildi ? En þessu verður ef til vill svarað á þann hátt, að guð geti gert alt er liann vilji, honum só ekkert ómögulegt, því prest- arnir lialda því alt af fram, að það sem guði viðkemixr só ekki bundið neinum reglum, og að allir hans vegir séu í rauninni óskiljanlegir. En því eru þeir þá að leitast við að útskýra það er þeir sjálfir játa, að þeir ekki skilji? Það þarf heldur ekki lengi að hlusta á þá til að sannfærast um að svo er. Þegar ég hugsa um þessa guðdóms kenning eða holdtekju drottins, sem það er kallað á tungumáli hinna sannkristnu, þá finnst mér það svo undur líkt hngmjmdum Grikkja, er þeir ímjmduðu sér guði sína ganga í bardaga á jörðunni nær sem þeir vildu, en þó er þess aldrei getið, að þeír hafi dáið. Svo fór presturinn að leggja út af greininni “mitt ok er sætt og mín bjn-ði lótt”, og um leið að fræða menn um, að þetta orð væri kornið úr hebresku og að þetta ok hefði verið brúkað i austur- löndum á vinnudýrum, og væri altað einu eins og okið, sem menn ‘brúkuðu á uxunum sínum hérna í Dakota. í sam- *) Þetta sýnist nú ef til vill mót- sögn, en slíkt er alvanalegt hjá bless- uðum prestunum. bandi við þetta var hann náttiirlega að hvetja menn til að taka á sig Krists ok og bera það með þolinmæði (líklega eins og nxarnir bera sitt ok), og ég legg það svo út, að hann hafi átt við hið prest- lega og kyrkjulega ok, því það er aldrei hægt að skilja, að menn geti borið Krists ok öðruvísi, en hafa presta og kyrkjur. Þá mundi hann eftir greininni: “Hann hefir birt smælingjum það sem hulið var vitringum og spekingum þessa heims”. Þá setning þj'kir prest- um einkar vænt um, en hvað er meint með þessum smælingjum? Eru það ekki fáfróðír og umkomulitlir menn, eins og fiskimennirnir í Gj'ðingalandi voru, og eru ekki einmitt þessir smæl- ingjar meðtækilegastir fjTÍr alls konar hindrvitni og hjátrú, þar sem aftur á móti liinir • vitrustu menn hafna öllu þess háttar og reyna að brjóta það á bak aftur. Hvernig skyldi standa á því að hinir vitrustu og göfugustu mena skuh ekki vera meðtækilegir fyrir þetta svo kallaða lífsins orð ? Hvers vegna valdi guð eltki einmitt þá menn til að út- breiða sitt orð ? Voru ekki hinar mestu hkur til að það hefði hin mestu áhrif? Eg læt almenningi eftir að svara þessu, það hljóta ahir að sjá, aðhér liggur ein- hver fiskur undir steini. Þessi grein er hin lævíslegasta af öllu því er kyrkjan lieldur á lofti, að liæla þeim fáfróðu og þeirn sem eru fljótastir á að gleypa við ölluúi kenningum og telja þeim trú um, að þeir séu vissir með að öðlast eilífa sælu. Vitaskuld þurfa þeir að vera þögulir, auðsveipir og þolinmóðir eins og veltamdir uxar. En hinir sem vé- fengja og bj'ggja skoðun sína á frjálsri rannsókn, þeim er liulið þetta hfsins orð og þar af leiðandi geta þeir eigi orð- ið aðnjótandi þeirrar sælu, aðfá að leika á hörpu í himnaríki. Að eins einn vís- indamann tilnefndi hann, er kjrkjan hefir ekkert á móti; það er Newton. Hann tók æfinlega ofan þegar hann heyrði guð nefndan, sagði prestur. Aftur á móti gat hann ekki verið að nefna Darwin eða Huxley. Þeir hafa víst aldi'ei tekið ofan! Af þessu vona ég að nafni minn sjái, að úr þessum stað or ekki mikill- ar úrlausuar að vænta á þeim spurn- ingum, sem hreyfa sér í mínu vantrúar- fulla hugskoti, það er að segja, ef marg ar ræður í þessari k.yrkju eru líkar þess- ari einu. Þess vegna áleit ég, að ef ég birti spurningarnar á prenti, þá mundi kannske einhver fróður guðsmaður svara, máské Jón Einarsson, ef ekki vildi betur til. En ef það hefðist ekki upp úr því, þá áleit ég að það gæti vak- ið einhvern til umhugsunar, því ég áht, að spurningar geti fult eins vel unnið að því eins og áðrar ritgerðir. Ég skal fúslega kannast við, að það sé reynt eftir föngum að vekja almenning til um hugsunar, og til þess að brúka skyn- semina meii’a en áður. Einkum kvað að fvrirlestri Jóns Olafssonar * í þá átt, en mcðán prestarnir halda áfram með að hvetja menn til blindrar trúar á orð það, er þeir flytja, á meðan mega ekki þoir er opnað hafa augun fj-rir fánýti þessarar blindu trúar, draga af neinu því, er þeir rnegna til að opna augun á fleirum, og þessu verða þeir að halda á- fram, þar til skynsemin bygð á vísind- um og reynslu drottuar livervetna og hefir eyðilagt aha páfa og blindtrúar- kennendur, en í þess stað fært blessun þá er fylgir frjálsri hugsun í allar æðar mannfélagsins. Ég liefi hejrt marga segja, að það só þýðingarlaust að rita um þetta efni. En ég vil spyrja. Hvei'n ig eiga menn þá að komast að sannleik- anum, ef ekki með þv.í, að ræða um það og rita? Þögnin getur ekki veitt neinn sannleik í þessu efni. Eða skj-ldi það hafa verið þýðingarlaust, er hinir miklu snillingar, Voltair, Tomas Paine og margir aðrir hafa ritað um þetta? Skjddi það ekki hafa verið mest þessum mönnxxm að þakka, að nú má heita að fengið sé lagalegt trúarbragðafrelsi um allan ,hinn mentaða heim? Getur það verið þýðingarlaust að reyna að vinna bug á kenningum þeim, er maður álítur rnngar og skaðlegar. Ég veit að það er htið sem ég get lagt til í þessu efni, en óg álít skyldu mína að gera það er ég get, og ef aUir gerðu það, þá er vel. Má vera að ég fari viUt, en þá er hinna að leiðrétta með rökum er betur vita. Ég veit að sönnu, að trúuðum mönnum gengur illa að færa rök eða skynsam- legar sannanir fyrir því er þeir trúa, því St. Páll segir : “Trúin er örugg eft- irvænting þein-a hluta, sem maður vonar og sannfæring um það er hann ekki sér”, nefnilega, sannfæring um það er maður hvorki þekkir eða skilur. og hvernig á svo að vera hægt að færa skynsamlegar ástæður fyrir , slíltu ? Hvers vegna lærist mönnum svo seint að taka röksemdir og skjmsamlegar á- stæður frarnvfir trú á það er merin ekki skfija ? Hvers vegna lærist mönnum svo seint að skynsemin er hið æðsta og það eina er menn geta treyst á að leiði til hins rétta skilnings á hverju sem er, að traust á skjmseminni, samfara þekk- *) Til hugsandi manna, Winuipeg 1891. ing og vísindum er það töframagn, er hafið hefir heiminn á það stig, sem hann nú er, úr viUumanna hfi og vesaldóm ; að alt rugl um sannanir á þvi er skeð hefir fyrir tvö þúsund eða sex þúsund árum er þýðingarlaust, en að eins sú spurning : er það skynsamlegt getur átt við, og reynist það ekki skynsam- legt eftir þekking nútímans, þá er að sleppa því sem annari þjóðsögu, sem myndast hefir fyrir skilningslej-si og þekkingarleysi þeirra, er þá lifðu. t. d. sagan um rifið og eplið, fall mannsins og viðreisn hans með dauða ins ódauð- lega og margt fleira. En ef menn nxx, þrátt fyrir þetta, vilja hafa einhverja tilbeiðslu, eru menn þá ekki færir um það, hver á sinn hátt, rétt í einrúmi, án þess að hafa leigða “guðspjaUa- snakka” til þess að hræra þennan bíbl- íugraut aftur og fram, og þar að auki leitast við að bhnda og kæfa skynsem- ina, þctta dýrmretasta og æðsta, sem maðurinn er gæddur með, og sem þeir sjálfir segja að sé guðs gjöf. Væri ekki nær að gera kyrkjurnai* að skólum, þar sem unglingunum væri strax og umfram alt kend þaxx vísindi, er veita fxxUnægju og fullkomnun í öUu góðu, er viðkemur þessu hfi, er menn þekkja þó að nokki y, en láta lærdóm- inn um annað hf eiga sig þar til oss ber þar á land, ef það er tU ? Ég vona nú að nafni minn, ásamt öðrum lesendum Heimskringlu, fallist á þetta, jafnvel þótt Lögberg segi að Heimskringla sé að fræða um annað hf. Fyrsti Agnostic. Af því mönnum þj'kir oft mikið undir komið hver hefir ritað þetta eða hitt, þá set ég skírnarnafn mitt liér undir. Ritað á föstudaginn langa. Jóiiannes Sigurðsson. Lögberg P. O., Assa, 19. Marz 1894. Herra ritstjóri,—Fátt ber markvert til tíðinda hér hjá oss ; blessuð kj'rð og spekt bæði í náttúrunni og mannfélag- inu. Þó gerðu nú Þingvellingar svo mikla rögg á sig, að þeir liéldu skemti- samkomu í samkomuhúsi sínu 16. þ. m. Um 150 manns mun hafa komið þar saman, og má það tcljast vcl sótt að til- tölu við mannfjöldann þar. Ágóðinn af samkomunni hefi ég heyrt að ætti að verja tjl að stj’rkja fátækt og útslitið gamalmenui þar í sveitinni. Fyrst var leikið leiki'itið “Hrólfur” (í annað sinn), síðan skemtxx menn sér ýmist með hljóðfæraslætti og dans eða söng, upplestri og tölum. Að morgni hins 17. fór liver heim til sín ánægður eftir skemtanirnar. Hús þctta, sem ÞingveUingar liafa komið sér upp, er bæði rximgott og vel lagað fyrir samkomur, og er ég efins um að landar í þessu landi liafi mörg önnur eins samkomuhús, og stórum ber það af Islendingahúsinu í Winnipeg; en það er því leiðinlegra—og mór liggur við að segja sorglegra—, að það hefir verið tiltölulega htið notað síðan það komzt xxpp og eftir öUu útliti verða for- lög þess, að standa í ej’ði og ónotað þar til það annaðtveggja fúnar niður eða verður rifið sundur, eins og nx’i sýnist að liggja fyrir flestum verkum landa ; þessum bygðum. Ég tek það upp aftur að það er leiðinlegt mjög, að líta j-fir lífsferil margra landa í þessu landi, að líta j’fir þá hringferð. Eg held okkur sé að sxxndla i hringiðu hfsins. Við tökum okkur xxpp frá þessum og hinxxm staðn- xxm, finst þar ólifandi, og með miklu vafstri og fjrirhöfn flj’tjum okkur fleiri hundruð mílur, setjumst á eyðiland, leSgjum fyrstir hönd á plóginn og leggj- um hina fyrstu undirstöðu. Við brjót- umst með afneytxxn flestra hfsþæginda og mestu erviðismunum gegnum fjTstu frumbýlingsárin á ej’ðisléttunum, við brjótum jörðina og bj’ggjum Ixúsin, en njótunx hvorki uppskeru nó yls og næð- is í húsunum, heldur eftir alt þetta ríf- um okkur upp og margir hverjir flytja aftur í hina sömu sveit, sem þeir höfðu áður j’firgefið og'þótti ólifandi í. Stað- irnir breytast samt ekki, heldur menn- irnir. Hversu miklu fjær eru þeir nú ekki að verða sjálfstæðir, heldur en hefðu þeir aldrei hreift sig ? Hinn mikh vatnsskortur hérna er nú aöalorsök til burtflutnings héðan, og af því ég er einn sem hð af honum, dettur mér ekki í hug að lá neinum, þó hann flýi fyrir þær orsakir, heldur harma þau forlög, ef ég verð fyrir þvi líka. • Þeir sem hafa hér vatnið, hafa nokkurnvegin viðun- anleg lífsskiljTði hvað landið snertir; en margir hafa líka j’fírgefið lönd sín, bæði hér og annarsstaðar, sem nóg vatn höfðxx og önnur hísskiljTÖi viðun- anleg, og þó ekki skift um til betra. Dað er reyndar mjög leiðinlegt að líta j’fir það sem varla getur dulist manni, að við íslendingar hðfum verið heldur •óhepnir nxeð landval i þessu landi, en þrátt fj-rir það er engin ástæða til að vera óánægður með lilutfall sitt svo lengi maðr hefir viðunanleg hfsskilj-rði, því bæði fær ekki einn það sem annar hefir hlotið, og svo óvíst að borgi sig að gera það ónýtt, sem unnið er og byrja svo aftur að nyju. Mörgum hér finnst að J. Ól. hafi gert úlfalda úr mýflugxxnni, þar Sem hann minnist á viðskift C. S. L. & T. Co. við menn hér. Auðvitað eru þau skuldabönd mjög varúðarverð, en til xessa hofir fél. ekki komið svo fram við anda hór, að ástæða só til að x'ithrópa það ; aftur hafa sxxmir landar og Þjóð- verjar gert fél. og kanske sjálfum sér skaða, án þess að vera knúðir til þess. I fyrra var hér, eins og öllum er kunn- ugt, harðindi og fóðurskortur yfir aht, en einmitt á þeinx tíma, frá vetxxrnótt- um til vordaga, skilaði hávaði af þeim mönnum, sem bxxrt fluttu, fél. gripum þess, jafnvel þó margir af þeim hefðu nægilegt fóður að halda þá til vors, og þar af leiddi að fél. varð alls ekkert x'ir gripunxxm, heldur átu þeir sig út sjálfir. Umsjónarmennirnir urðu að pxnga að öllum ókjörum , svo þeir ekki féhxx. I sambandi við þetta vil ég minnast á orð J. Ól. í Hkr. VIII, 10., þar sem hann segir : “og fengið svo leyfi til að taka landnámsrétt á ný (sem þeir geta fengið eftir að hafa gefið upp sinn fj’rri landnámsrétt”). Ég og fleirihér höfum haft þá meining, að við sem tókum lán hjá áminstxx fél. og veðscttum þar með með heimilisi'éttarlönd vor, að ef við skiluðum fél. láninu, þ. e. gæfum upp veðiö til fél., hefðum við þar með fjTÍr- gert að geta tékið upp heimilisréttar- land í annað sinn. Þetta er mikilsvert atriði fyrir marga hér, hvort þeir geta fengið leyfi til að taka upp heimilisrétt- arland eftir að hafa skilað fél. láninxx eftir áðrsögðu, og óskum við að fá nán- ari upplýsingar í blaðinu um þetta, svo við seum í engum vafa um það. Eg þykist vita að meiningin sé ekki sú, að iá lej’fi hjá fél. til að mega færa lánið j’fir á annað land, sem heyrzt hefir að það mundi gefa með vissum skilj’rðum. Eg get ekki stilt mig um að minn- ast á giein, sem Hkr. VIII. 10. flutti oss.: , “Fáein orð um fólksflutninga frá Islandi og ástandið hér”, (eftir Tait). Grein sú*er svo velþóknanlega rit- uð, eftir minni skoðun, svo langt sem ég þekki til, að mér finnst ég gæti htl- ar eða engar ath. gert þar við, sízt í gagnstæða átt, samt vil ég biðja yðxxr hr. ritstj., að ljá eftirfylgjandi setning- um rúm í blaðinu. Það er sannarlega rétt sagt og rétt hxxgsað; það væri “praktískara og kær- loiksríkara að verja nokkrum hundruð- um dohara til að styrkja fátæka fjöl- skyldu-innflj’tjendur, heldxxr en í laun og ferðakostnað handa óþarfa útsendxxi’- um, svo þeir gætu heldur sezt á land og þannig bjargað fjölskyldu sinni og kann ske stefað sig , áfram til sjálfstæðrar stöðu með tímanum, í stað þess að þurfa undir eins og þeir sleppa út úr Iestinni á járnbi’autarstöðvxnixun í Win- nipeg, meira og minna lasnir eftir breyt ingxxna og ferðavolkið, með konu og íleiri og færri börn veik (og þó þau nú ckki séu mjög veik fyTst þegar þaxx koma, þá hetír reynzlan sannað að þau fara æ versnandi, ef foreldrarnir, sem vanalega koma með, setjast að í Winni- peg urn hitamánuðina, þá veslast þaxí upp til fuhs eða smárakna við, eftr að loftið kolnar, en hafa ekki náð sér fj’rri en eftir 1—2 ár. En þaxi börn, sem strax fara út á land, þjást vanalega skamma stund af veikindunum), að ganga út og vinna eins og fangar hjá einhverjum verkgefanda, sem lítur á nann smáum augunx, setur hann þar sem erviðast er og gefur horíum minna kaup en öðrum. Því hvað á nú fjöl- skj ldufaðirinn að gera þegar hann er kominn á innflytjandahúsið í Winnipeg og hefix- ekki 1 cent í vasanum? Verðr liann ekki að leigja hinar ódýrustu og ómerkilegustu koxnpur í bænum fyrir sina vesölu familíu ? Verður Iiann ekki vesall, máhaus og lítt verkkunnandi að ganga undir þaðok, sem ég áður nefndi? Eg og fleiri höfum gengið í gegnum þá hremsunarelda og ég get vel vitað þó einhver landi kæmist íijá þeim. Stjórn- ar-agentarnir segja nú kannske, að það só vanalega floiri af löndum, sem fara út á land, en hinurn sem setjast, að í bænum, og þetta getur nú kannske venð satt og ég ætla ekki að imfa á móti að svo kunni að vera. En fyrir hverra aðstoð fara allslausar fjölskyldur út á landsbvgð og draga þar fram lífið ? Stjórnin hefir menn til aö útvega þeim fntt far mcð járnbrautum, koma flutn- ingi þeirra á rótta staði, útvega þeim vistir o. s. frv. Þetta er alveg satt og ég játa að þessir menn eru alveg nauð- synlegir, en þrátt fvrir það mundu nú margar þessar fjölskyldur, sem fara aUslausar út á land, verða svangar, ef þær nytu einskis annars en blessaðrar agents-hjálparinnar, ekki sízt þegar þar við bætist, að þessir blessaðir út- sondarar, sem hafa farið heim tíl ís- lands og prédikað, hafa kannske allra- náðugast útvegaö þeim lán fx rir far- bréf að einhverju leyti handa fjölskyld- unni og svo eðlilega reyta af þeim cent- in jafnóðum og þeir vinna fyrir þeirn þegar hingað er komið. Hvaða sfðferð- islegan rétt hafa nú þessir menn, ef þeir breyta svo, til þess fjTst og fremst að stofna einum í shk vandræði. sem lietta getr haft í för með sér, ogleggja á sveit- arfélög eða einstaklinga þær byrgðir, sem hér af geta leitt og sem áður hafa’ fult í fangi að berjast fyrir sinni eigin. tilveru. Stjórnin ætti engu fó að verja til að senda menn heim til íslands ■ ef hún vildi einhvorjum hjálpa til að Vom- ast hingað frá Islandi með fargjalds- stj’rk, þá væri það helzt ungurn stúlk- um, og það ætti að vera hægt án þess að senda menn heim til íslands með ærnunx kostnaði. Ef að Manitoba fylk- id getur kastað út mörg hundruð, jafn- vel mörg þúsund, dollars árlega fyrir ‘ Salary and travehing expenses on Im- migration from Iceland”, þá ætti það oins vel að geta varið nokkrum af þeim hundruðum dohars til aðstyrkja fátæka fjölskyldu innflytjendur hingað komna frá Islandi til að bvggja landið og verða þannig sér og landinxx fremur til upp- bj’ggingar, heldur en kanske að verða að bicjarskríl; og ég er sannfærður xxm, að þeir dollarar mundu bera niikið far- sælh ávexti fj’rír land og lýð. Þór leiðandi menn islenzku þjóðar- innar liérna megin hafsins eigið að at- huga þetta. Lögberg er að mörgu levti frjálslynt og velviljað blað, og er ég því lnssa aðþað skuli aldroi hafa látið tU sin hejra 1 þessa átt, en það hefir þaö ekki gert, svo ég liafi orðið var við. J, L.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.