Heimskringla - 07.04.1894, Blaðsíða 4
4
HETMSKRINGLA 7. APRIL 1894.
*
Við barkabólgu.
„Ég hefl aldrei fundið eins til góðr-
ar nieðalá-verkunar, eins og síð-
ustu mánuðina, er ég hefl pjáðst
af barkabólgu samfara lungnabólgu.
Eftir að hafa reynt ýmis lyf árangr-
laust, fór ég að nota Ayer’s Cherry
Pectoral, og verkunin hefir verið furðu-
leg; ein inntaka bætti mér hóstann
og veitti mér svefnró.“ T. A. Higgin-
botham, Gen. Store, Long Mountain.
Va.
Kvefsótt
„í vor, sem leið, lagðíst ég í la
Grippe. Ég var alveg frá með köflum
og mér var svo þungt um andann,
eins og andardráttarfærin væru lokuð.
Ég keypti flösku af Ayer’s Cherry
Pectoral, og fór mér undir eins að
batna við það. Ég hefði ekki að ó-
reyndu trúað svo skjótum umskiít-
um.“ W. H. Williams, Cook City,
S. Dak.
Lungna-veiki
• „Ég hefl þjáðst af brjóstveiki yflr
25 ár, og fylgdi oft svo mikill hósti,
að blóðspýju olli; Btóðu köstin stund-
nm 3—4 stundir. Mér var ráðið að
reyna Ayer’s Cherry Pectoral, og varð
ég albata æftir fjórar flöskur. Ég get
örugt mælt með þessu lyfi.“ Franz
Hoffmann, Clay Centre, Kans.
AYER’S CHERRY PECTORAL.
Tilbúið af Dr. J. C. Ayer, Lowill,
Mass. Selt í öllum lyfjabúðum.
Verð: $1 flaskan, 6 fl. S5.
Winnipeg.
Hr. St. J. Scheving, frá Selkirk,
kom til bæjarins á þriðjudaginn og brá
sér vestr í Alftavatns-nýlendu.
— Séra Magnús J. Skaptason
messar í Unítara-kyrkjunni annað
kveld kl. 7. Ræðuefni: Enn um
upprimnn.
Hr. Kr. R. Kasper, sem um síðast-
liðin 2—3 ár hefir búið í Álftavatns ný-
lendunni, kom hingað til bæjarins á
þriðjud. Er á ferð til N. Dak. alfluttur.
Hr. Jón JúlíuS fer með familíu sína
vestur til Glenboro. núna um helgina.
Starfar hann að vegagerð fyrir fylkis-
stjórnina þar í grendinni fram eftir
sumri. Byrjar nú þegar að taka grunn
fyrir brú yfir lækinn í flóanum mifli
Glenboro og Islendingabygðarinnar.
Hr. Kristján Dálmann, bóndi í Ar-
gyle-byTgð, kom hingað til bæjarins síð-
astl. laugardag. Var að flytja sjúka
konu á spítala bæjarins, Sigríði Jóns-
dóttir, úr BarðastTandasýslu, er þjáist
af sullaveiki.—Snjór hafði að mestu ver
ið farin þar vestra þegar páska-hretið
skall á. Vellíðan manna segir hann al-
menna í nýlendunni. Hann fór vestur
aftur á miðvikud.
Föstudaginn 80. f. m. lézt hér í báén-
um að heimili sifiú á Pórtáge Áve. Sal-
óme Þórhallsdóttir, 51 árs gömul, kona
Egils 'Guðbrandssonar, Hún hafði
TJnglingsmaður, Magnús Runólfs-
son, bróðursonur Páls kaupm. Magnús-
sonar í IVest Selkirk, skaðbrendi sig
seint í fyrri viku. Hafði verið að lesa í
rúmi sínu, sofnað svo og í svefninum
komið við lampann, svo hann veltist
um og þaut glóandi olían um rúmfötin
og brendi hann hættulega áður en hjálp
fékzt, því allir voru í svefni. Von þyk-
ir til að hann lifi, þó. langt verði að
líkum að bíða eftir bata.
Mrs JónínaMargrét Paulson (kona
Mr. W. H. Paulsons) lézt á St. Boni-
face-spítalanum aðfaranótt mánud. 2.
Aþríl, 32 ára gömul. Hafði verið oper-
eruð á langardag, en af því hun hafði
lengi legið veikreyndust kraptar hennar
ónógir til að þola uppskurðinn. Jónína
sál. var dóttir Nikulásar Jónssonar að
Hallson, N. Dak., hálfbróður séra Jóns
Bjarnasonar. Jónína sál lætur eftir sig
4 börn, hið elzta á 5. ári. Útför henn-
ar fór fram frá lút. kyrkjunni í gær.
Fegurðift er ef til vill ekki nema
hörundsþykk; en fallegt hörunð er því
að eins mögulegt að blóðið sé ósjúkt.
Inu grófgerða, óheila og bólu-fulla
hörundi, má all-oftast breyta í feg-
urðina sjálfa, ef menn halda áfram
nógu lengi að taka inn Ayers Sarsa-
parilla.
Mrs. Languisli : “Lúin! Altaf
svo ósköp lúin!” — Mrs. Smart :
“Svona var ég lika þangað til ég fór
að taka inn Ayer’s Sarsaparilla. Nú
orðið tek ég það meðal á hverju vori.
enda veit ég ekki hvað það er að
þjást af þessari sifeldu þreytu. Reyndu
þaðr góða m’n ; vertu bara viss þú
fáir Ayer’s.
Um Barða G. Skúlason
JÓN ÓLAFSSON
frá Winnipeg heldr
Fyrirlestr
í Pemhina, Laugard. 7. þ. m.
í Grafton, Mánud. 9. —
á Hallson. Miðvikud. 11.—
á Mountain, Fimtud. 12. —
á Garðar, Föstud. 13 —
Byrjar á hverjum stað kl. um 8
síðd.
Safnaðarfundr
verðr haldinn í Únitara-söfnuðinum
eftir messu annað kveld. Fundar-
efni: um pressþjónustu.
Nafnaskrá
yfir hluti og framlög til nýja tímarits
ins verðr að bíða næsta blaðs.
Fundarboð.
Á miðvikudaginn 11. þ. m. heldur
ið íslenzka verzlunarfélag ársfjórðungs
fund sinn í Verkmannafélagshúsinu á
Elgin Ave. (Jemima St.).- Byrjar kl. 8.
e. h.
í urnboði félagsins.
JÓN STEFáNSSON.
Hvernig líka myndirnar ?
Herra ritstjóri. — Hér með send-
um við undirskrifaðir prentfélagi Hkr.
þakklæti fyrir myndasafnið, sem vér
höfum fengið með góðum skilujn hvor
okkar, eftir því sem til stóð samkvæmt
því, sem auglýst hefir verið í blaðinu.
Myndirnar eru prýðisgóðar, fallegri en
vér gátum vonast eftir, og Heims-
kringla hefir að voru áliti ekki sagt
þær að neinu betri en þær eru.
Victoria, B. C., 27. Marz 1894.
Kosningar fóru mjög friðsamlega fram.
í Minneota-bæjarstjórn er einn íslénd-
ingur. Mr. St. Gilbertson, skrifári.
Kaupgjald : Verkamönnum hér er nú
borgað lægra kaup en nokkru sinni
áður ; að meðaltali mun mánaðai'kaup
nú frá 812—$13.
Algengasta ávarpið sem sagt er að
Kristur hafi brúkað við skriftlærða og
Farisea, var : “Þér hræsnarar.” Væri
hann nú hér í Ameríku, þá hefði hann
ástæðu til að endurtaka aftur hið sama
ávarp, er hann sæi allan þann fjölda
manna, sem f fámenni viðurkenna, að
þeir trúi engu af gömlum trúarjátn-
ingum, en opinberlega sverjast undir
hina orþódoxu trú. Allar deildir mann-
félagsins eru fullar af þvílíkum hræsn-
urum. Fr. Th. Mag.
Vér tökum: eftir því oss til mestu
ánægju, að protestantar, vinir vorir,
eru sumstaðar að verða því meðmælt-
ir, að kyrkjueignir verði ekki lengur
skattfriar. Þessi skoðahabreyting
þeirra sýnist vera komin af þeim á-
stæðum, að út lítur fyrir að kaþólskir
menn hér í landi muni bráðum hafa
meiri kyrkjueignir en þeir. IJetta
minnir oss á eina af sögum Henry
Ward Beechers: Tveir drengir stálu
flutningi í ■ aftanverðum vagni ferða-
manns. Annar þeirra misti haldið og
féll ofan — enda kallaði hann óðara til
ferðamannsins : “Sláðu svipunni aftur
fyrir þig !” Fr. Th. Mag.
Kyrkjublað frá Omaha í Nebraska
segir: “Nú er hinn rétti tími til að
breyta eftir boðum drottins : ‘Sá sem
ekki vill vinna á ekki heldur mat að
fá’.” Þetta er ágæt regla, en vér get-
um ekki leitt hjá oss að spyrja: Hvað
á að gera við þá guðs vini undir þess-
ari reglu, sem ekki vinna, en heimta
að lifa í munaði og ganga skraut-
klæddir af annara sveita?
House and Home .
sjáum vér þetta í “innlendum frétt-
um” í blaðinu Norden í Chicago, 81.
f. m.:
“Mikil gleði er hér — ritar blaðið
jDakota í Grand Forks — yfir þvi að
stúdentarnir frá ríkis-háskólanum hér
sigruðu stúdentana frá Suðr-Dakota-
háskólanum í kappræðnnum, sem
fyrir skemstu fóru fram . . . Norðr-
Dakota-stúdentarnir liöfðu örðugri
hliðina að verja; en samt unnu þeir
sigrinn, og mátti það einkurn þakka
íslendingnum, stúdent [Barða] Skú]a-
son, sem bar langt af öllum hinum í
umræðunum.”
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN
DR
8. Mýrdal. E. Brandson. A. Magnússon
F. Hansen. 8. Hjáhnarson.
J. Samúelson. Emily G. Jaekson
8. Guðmundsson. J. Bseiðfjðrð.
G. Samúelson. M. Olson. P. Christianson.
Ég hefi meðtekið myndasafn Hkr.
og líkar mér það ágætlega vel.
Grund P. 0. 28. Marz 1894.
John Goodman
Ég hefi meðtekið myndasafn Hkr.
sem ég hér með þakka. Myndirnar
eru fallegar og mildð betri en ég hafði
búist við.
Garðar, 29. Marz 1894.
S. 8. ísfeld.
Ég lcann prentfélagi Hkr. innilega
þökk fyrir myndasafnið.
Þorsteinn Guðmundsson.
167 Syndicate St., Winnipeg.
FRÁ LÖNDUM.
MINNEOTA, MINN., ,26. Marz 1894.
(Frá fróttaritara Hkr,).
Old Chum
Plug. ■'
þjáðzt af.krabbaB^íurriiOgflfciri sjúkdóm-
um sfðaatl. át'.'dg'fÚpfiánRði hafði
hún legíð hennar
fór fram,frá-lÚL kynle jttnfii: síðastliðinn
sunnud. '
r;,.o ; i •»: - rao?- • •
—Áf “Ljóðmælum” mínum á ég
fá ein eintök eftir bnndRi (vefð 8Í.25).
Væri nokkrir, sem vfldu kaupa þau,
þyrfti ég gjarnanjað'geta selt þau.
JóN Ólaesson.
BA5SN®
POWiH
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.
Tíðarfar : Fram að 22. þ. m. var
öndvegis tíð, o" margir byrjaðir að sá
hveiti og höfrum, 17. þ. m. vor.u 40
gr.. hitinn í skugga; en 22. var frost
og snjór á jörðu; kl. 7 á páskadags-
morgun stóð kuldamælirinn í “Zero,”
og enn lítnr veðrið fremur kuldalega
út. — Á lögákveðnum degi (2. þriðjud.
í Marz) fóru hér frani hreppakosning-
ar ; í Minneota þreyttu bindindismenn
og vínsinnendur um Völdin, og gengu
vínsinnendur sigri hrósandi af liólmi.
Ekkert annað reyktóbak virðist
geðjast almenningi jafn vel og
hið ágæta Old Ciium. Nafnið
er nw á hvers manns vörum
og aflir virðast samhuga með
að ná sér í þáð.
MONTfiEAL.
VORIÐ 1894.
Blue Store
Merki:
Bia stjarna.
434
Main Str.
Winnipeg.
Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af
tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkurn
tíma hefir sést f Winnipeg.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Þið
getið ekki trúað því ncma því að eins að þið sjáið það sjálflr.
Komið og skoðið okkar:
Karlmanna alfatnað,
Karlmanna buxur
Unglinga alfatnað,
Drengja alfatnað 0g
Drengja stuttbuxur.
Látið ekki hjá líða að heimsækja okkur og sannfærast.
Munið eftir staðnum
The Blue Store
MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STREET.
A. Chevrier.
E, B. EÐDY & 00.
“Telegraph,”
“Telephone,”
“Parlör” og
“Safety”
ELDSPÍTU R,
Hinar BEZTU og
ÓDYRUSTU
sem til eru á markaðnum.
HAFA HIN BESTU MEÐMÆLI.
ÁBYRGSTAR AF
£ B. Eddy & Co.
HULL.
TEES sfe PEJtSSE, Whmipeg.Man.
Aðalagentar fyrír Manitoba og Norð-
Vesturlandið,
Innlent Raudavín. .
Canadiskt Portvín. .
California Portvín. .
Ég er nýbúin að fá miltið af ofan-
nefndum víntegundum, og einnig áfeng
vín og vindla sem ég sel með mjög lágu
verði. Mér þætti vænt um að fá tæki-
færi til að segja yðr verðið á þeim.
Bréflegar pantanir fljótt og greiðlega
afgreiddar.
II. C- Cliabot
Telephone 241. 513 MAIN 8TB
Gegnt City HaU.
ISLENZKR LÆKNIR
I)K. I. KÁILDORSSON,
Park River — N. Dak.
í rakarabúð
M. /!. Nicastros
fáið þið ykkur betr rakaða fyrir lOc.
en annarstaðar í bænum, Hárskurðr
15c. Tóbak og vindlar til sölu.
337 Main Str.
næstu dyr við O’Connors Ilotel.
550 Jafet í föður-leit.
því að mér skyldi vera boðinn sexpenningr;
en ég rankaði við mér, tók við honum og
svaraði: “Ég er fátækr verkmaðr, herra.”
“Hvað þá? Með þessar hendr!” sagði
hann og horfði á hendrnar á mér um leið og
ég tók við peningnum. Svo varð honum liiið
framan í mig, og sagði eftir nokkra stund:
“Höfum við ekki Bézt áðr, piltr minn ? — ég
er ekki viss um það; en þú mátt bezt vita
það — ég er lögregludómari í Bow Street í
Lundúnnm.”
Á svipstundu vaknaði það upp fyrir mér,
að þetta var sami dómarinn, sem ég bafði
tvívegis verið fyrir rétti hjá. Ég stokkroðnaði,
en svaraði engu.
“Jæja, drengr minn; ég er ekki í dóm-
arasætinu núna, og þessum sexpenningi hefir
þú unnið fyrir ráðvandlega. Eg vona þú
haldir því áfram. Enn gættu að þér — ég er
mannglöggr.” Að svo mæltu reið liann burt.
Ég hefi aldrei verið dauðsneyptari. Það
var auðséð að hann áleit mig vera í dulbún-
ingi ! einhverjum slæmum tilgangi; líklegast
hefir hann hugsað ég væri einn af inum svo
kölluðu fieldri bófum eða vasaþjófum, og
hefðist ég við hér á landsbygðinni meðan
eitthvert klækjabragð mift nýdrýgt væri að
falla í gleymsku borginni.
“Jreja þá,” hugsaði ég með sjálfum mér,
Og tók upp handfylli mína af mold og néri
um hvítu hendrnar á mér; “það eru forlög
Jafet í foður-leit. 555
djúp þar inni, og var vistarvera þessi líkari
griparétt beldr en mannabústað. Ekkert sæti
var þar inni, og varð ég að ganga þarna um
gólf í forinni hundvotr og skjálfandi alla nótt-
ina, og var mér þá svo í skapi, að nærri lá
að ég mætti heita vitskertr. Mér Var ekki
anðið að festa hugann við, hvað' hér mundi
við taka. Ég lét hann að eins reika yfir það
sem umliðið var. Ég mintist þess, hvað ég
hafði verið áðr, og fann ég sárt til eymdar
minnar nú. Ilafði ég unnið til þessa? Mér
fannst ekki. “Ó, faðir minn — faðir minn!”
kallaði ég upp yfir mig; “sjáðu, hvernig
komið er fyrir syni þínum — hlekkjaðr hand-
járnum eins og glæpamaðr! Guð njinn góðr,
miskunna þií mér og láttu mig ekki missa
vitið!—Faðir minn ! faðir minn ! — æ, ég á
engan föðr, því miðr — hefðirðu skilið mig
eftir við dyrnar á útburða-spítalanum án þess
að láta neitt skírteini fylgja mér, sem gaf
von um, að mín yrði vitjað síðar og við mig
kannazt, það liefði verið velgérningr; ég hefði
þá lifað glaðr og ánægðr í einhverri lágri iífs-
stöðu; en þú vaktir mér venir, að eins til
að láta þær bregðast — og hugboð og langanir,
sem nú hafa komið mér á kaldan klaka.
Heilög er skylda foreldranna, og þung er
þeirra ábyrgð, sem yfirgefa börn sín og eiga
síðar að gera drottni reikningskil fyrir með-
ferð þeirra. Gætir þú nú séð son þinn, faðir
minn! Guð almáttugr! — nei, ekki vil ég
554 Jafet í föður-leit.
LVÍII. KAPÍTULI.
[Nú fer verr og verr. — Ef ég slepp
úr fangelsinu, verðr það að eins til að
halda inn í eilífðma. — Ég afræð að
deyja svo, að ég segi ekki til mín].
Handjárnin voru nú sett á mig, og veitti
ég enga mótspyrnu; héldu svo inir tveir lög-
regluþjónar af stað til Hounslow með mig á
milli sín; en hinir tveir mennirnir snéru við
til að liandsama særða manninn. Þegar við
komum til Hounslow, var ég settr inn í faDga-
klefa, því að ekki átti að setja rétt fyrri enn
næsta dag, Lögregluþjónarnir leituðu samt á
mér, áðr en þeir settu mig inn, og tóku frá
mér peninga mína, um tuttugu puud ; sömu-
leiðis handhring úr gulli með einum demanti
í; liafði ég ætlað að skilja liann eftir hjá
Tímóteusi eins og alla aðra skrautmuni mína,
en í fiýtinum hafði ég gleymt honum á fingri
mér. Fangelsið var ferhyrnt bús með tveim
gluggum glerlausum, en járngrindum fyrir; það
hafði rignt inn um þá inn á gólfið, en það
var moldargólf, ekki svo mikið sem steinlagt
og var því forin þriggja til fjögra þumlunga
Jafet í föður-leit. 551
mín, að þegar ég þykist vera annar en ég
er. þá trúa menn mér; en þegar ég segi
satt, þá trúir enginn mér.”
Svo gekk ég að bekknum aftr, til að
sækja böggul minn, en hann var þá — horf-
inn!
Ég varð alveg hissa.
“Skelfing eru menn óráðvandir! Jæja, ég
fcr varla að bera annan böggul með mér fyrst
um sinn. Þeir hefðu þó getað skilið stafinn
minn eftir, bannsettir þjófarnir.” Annars tók
<jg rrér ekki nærri missi minn. Ég fór burt
frá bekknum og hélt leiðar minnar eitthvað
út í bláinn. Það fór nú að rökkva, en ég
hugsaði ekkert út í það, að það fteri að verða
inál á að sjá sér fyrir nœtrstað. Orð dómar-
ans við mig og svo stuldrinn á fatabögglinum
mínum vöktu hjá mér svo margvíslegar hugs-
anir, að ég gekk alveg í leiðslu, rankaði að
eins við mér endr ag sinnum, augnablik og
augnablik í einu, við það ef ég rak fótinn í
einhverja fyrirstöðu. Svona hélt ég áfram
þangað til ég var kominn einar tvær eða
þrjár mílur burt frá Brentford. Þegar ég átti
efiir svo sem mílu vegar til Hounslow, þótti
mér sem ég heyra einhvern stynja og veina;
það var nú orðið dimt, og skygndist ég um
eins og ég gat, og reyndi að leggja lilustirn-
ar við sem bezt líka, til að reyna að heyra,
úr bverri átt veinið kæmi. Það kom handan
yfir limgarð, sem þar var nærri, eg trófi ég