Heimskringla - 14.04.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.04.1894, Blaðsíða 1
VIII. ÁR. NR. 15. Heimskrmgla. WINNIPEG, MAN., 14. APRÍL 1894. Mynclasafn Heimskringlu. Allir þeir sem pantað hafa mynda- safnið en ekki fengið það enn, eru beðnír að gefa sig fram fyrir 30. þ. m., annars verðr þeim ekki gefinn gaumur. Jafnframt áminnast monn um að gefa greinilega ulanáakrift sina, þvi annars geta myndirnar glatast i með- ferðinni í annað sinn. Nýjum pöntunum verðr og veitt móttaka til 30. þ. m. Skilmálar eru mönnum kunnugir. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG, 7. APR. Nefnd manna heimsótti Rosberry lávarð, stjórnarformann Breta, og Rip- on lávarð, nýlendu-ráðgjafann. og færði þeim bænir um 8375,000 tillegg á ári til póstflutninga milli Astralíu og Ga- nada. Ennfremur bað nefndin stjórn- ina að ábyrgjast vöxtu af höfuðstól þeim, er nauðsynlegur væri til að íá lagðan málþráð yflr Kyrrahafið, frá Vancower til Ástralíu, en sá höfuð- stóll er ákveðinn 89 milj. Rosberry tók vel í málið. A Guba er upp komið samsæri tii að steypa stjórninni úr völdum. Spáð er að Breska þingið verði uppleyst fyrir eða um Apríllok. Rose- berry gengur illa að halda flokki sin- um saman. Stjórnarsinnar allir á Newfound- land hafa heitið að segja af sér, ef landshöfðingi ekki strax uppleysir þing- ið. Kosninga-óknyttir, er fyr var get- ið um hér í blaðinu, er ástæðan. I austurhluta Assiniboia-fylkisins var byrjað að sá hveiti í gær (6. Apr.) í Manitoba er sáning hvergi byrjuð. MÁNUDAG, 9. APR. Bæringssunds-veiðilögin voru sam- Þykt á þingi Breta breytingalaust, þó nokkrir þingmenn andæfðu þeim og létu í ljósi óánægju með úrskurð Par- ísar-nefndarinnar. Mello admíráll, flotastjóri uppreist- armanna i Brasiliu, tók til starfa aft- ur á laugardagsmorgun, eftir margra daga hlé. Er nú með flota sínum að herja á staðinn Rio Grande. Vilhjálmur keisari víðförli er að leika sér suður um Miðjarðarhaf á herskipinu Von Moltke. Var í Feneyj- um á mánudaginn og snæddi miðdags- verð með Italíu-konungi. Tyrkjastjórn hefir látið loka laga- skólanum í Konstantínópel, af því einn prófessorinn, Ibrahim Hakki,flutti fyr- irlestur um ferð sína á Chicago-sýn- inguna og hrósaði hinu frjálsa stjórn- arfyrirkomulagi í Bandaríkjunum. Sú fregn kemur frá Englandi að Le Caron, er om daginn var sagður dauður, sé lifandi enn, og að fregnin hafi verið útbreidd til að slá ryki í augu þeirra, er sitja um lif hans. Van Horne, Can. Kh.fél. forset- inn, spáir því, að innan 18 mán. verði hveiti bush. komið f $2.00. Ræður það af væntanlegri hveitiþurð að ári hér frá, er á að vera afleið- ing ins núverandi lága verðs á hveiti. Hveitikaupmenn gera gis að spá- dóminum. 9 eða 10 slökkviliðsmcnn í Mil- waukee, Wis., biðu bana við hús- bruna, voru uppi á þakinu er það féll inn. Var það nýlegt leikhús er brann. Eignatjón um $200.000. Ómuna grimmUr hríðarbylur æddi yfir Nova Scotia fylki á sunnudaginn og hélzt til mánudags. Osturinn mikli frá Canada var ristur í stykki f Lundúnaborg í dag, f viðurvist fjölda manns. DRIÐJÚDAG, 10. APr. Fyrsta hafskip fr4 Evrópu til Montreal í ár verðr Beaver-línu skip- ið Lake Huron. Á að fara af staQ frá Liverpool á laugardaginn kemur (14. apríl). St. Lawrence-fljótið er alt orðið fslaust og engin hætta á flóði í Mon- treal í þetta skifti. Formenn sameinaða verkamanna fél. í Canada færðu sambandsstjórn- jnni bænaskrá í gær. þar sem beðið er um (meðal annars) að fyrsti mánu- dagur í september só lögboðinn hvílcl- ardagur og beri nafnið: rerkamanna- dagr; að allar bæja og sveitakosningar fari fram á nþáradag ár hvert; að kjörstaðir, í sambandsþingskosningum, séu opnír til kl. 8. í stað kl. 5. e. h. eins og nú er; og að fargjald með járnbrautum sé lækkað í 2 cent fyrir miluna. Da Gama, uppreistarstjórinn í Brazilíu, stalst burt af portugiska herskipinu, er sent var til Argentínu að sækja hann; ætlað er að skipstjór- inn hafi verið í vitorði með honum. Hudsons Ray járnbrautarfélagið biður sambandsstjórnina að skíra sig nýju nafni. ViU nú heita Winnipeg and Great Northern Railway Co. í Lundúnaborg er nýlátinn Ails- bury lávarður 81 árs gamall. Hann er nafnkunnastur fyrir að hafa eytt mejru fé á fáum árum en flestir sam- tíðamenn hans. Hann var orðinn eigna- laus, en skuldaði öðrum um $11 milj. 5000 familiufeður í Adelaide í Ástra- líu hafa beðið stjórnina um vinnu eða styrk í einhverri mynd til að geta dreg- ið fram lífið. Kyrkjueignir allar i Montrel, und- anþegnar skattgjaldi, eru virtar á $134 milj. Pessa dagana kemur Jerry Simp- son, þingm. frá Kansas, fram með þá uppástungu til samþyktar á Washing- ton-þingi, að Bandaríkjastjórnin vinni að því með Canadastjórn, að fá graf- inn skipaskurð frá Georgian Bay á Huron-vatni austur um Ontario-fylki í Ontario-vatn. Skurður þessi yrði um 100 mílna langur, en hann stytti líka vatnaleiðina til sjávar um 800 milur, segir Simpson. Almenn námamanna verkstöðvun í Bandaríkjunum er i nánd, eftir um- ræðum að dæma á verkamannaþingi' í Ohio. Framvegis verða 94 fylkiskjördæmi í Ontario. Eru nú 91. ítalir vilja ná verzlunarsamningi við Frakka, en Frakkar vilja ekki. MIÐVIKUDAG, 11. APR. Redmond, foringi Parnellita á brezka þinginú, lofar að vinna að þing- rofi svo fljótt sem verður. Er óá- nægður með aðgerðir stjórnrrinnar í írlands-málum. Ofsaveður og snjófall mikið í Ný- Englandsríkjum og New York. Hugh Sutherland og Joe. Martin fóru í áflog í gærkveldi í þingmanna- hótefinu stóra, Russell House, í Ottawa, en voru skildir áður en þeir gátu veitt hver öðrum áverka. Reis það út af því, að Martin eftir gamalli venju, hafði farið með illyrði um Sutherland og málefni hans í ræðu á þingi á rnánu- daginn. Bar Sutherland það á hann, að hann væri bleyða og óþokki, að tala þannig um sig á þingi, en neita allajafna að mæta sér á almennum fundi og þar bera frám sakir á hend- ur sér. FIMTUDAG,-12. APRÍL. Stjórnarráðaneytið í Nýfundnalandi segir af sér. Senator Hale frá Maine, andæfir Wilson tollbreytingunum, af þvi viðtekt þeirra laga mundi tefja fjrrir sameining Bandaríkja og Canada. Victoria drottning og Ítalíukonung ur snæddu miðdegisverð saman í gær. Allur borðbúnaður var úr skæru gulli, Ket-niðursuðu verkstæði í stórum stil er í þann veginn að komast á fót í Collingwood, Ont. Félag með 8200,000 höfuðstól stendur fyrir því. Brazilíu uppreistarmenn hafa unnið staðinn Rio Grand del Sud. Kólera er komin upp í Konstantin- ópel. Fylkisþinginu í British Columbia var slitið í gær. Hafnstjórnin í Montreal vill fá leyfi til að taka $4 millíón-lán til hafnabóta, svo að stærstu hafskip geti hættulaust lagst við bryggjurnar. FÖSTUDAG 13. APR. Brazihustjórn ber á móti að staður- inn Rio Grande se í höndum upp- reistarmanna. Sykrgerðar hús í Buffalo, N. Y., brann í gær. Eignatjón §1.200.000. Sambandsþingm. í Ott.awa gengu til atkvæða kl. lj í morgun um breytingar uppástungu Cartwrights við ársskýrslu fjármálastjórans. Með stjórninni greiddu atkv. 128 menn, en á móti 72. Grand Trunk fél ákvarðar að lækka laun allra járnbrautarstarfs- manna sinna um 10%. ÍSLANDSFRÉTTIR. í prívat bréfi frá Reykjavík. dags. 20, Marz siðastl. er skrifað : “Svo má segja, að hvert manns- barn hér í bænum sé veikt af influenza. Jafn-liættuleg sótt hefir máske aldrei komið hér síðan Svartadauða. t>ví hvert mannsbarn leggst undir eins á sama heimili. Nú í hálfanmánuð hafa allir skólar verið lokaðir og nálega allar búðir. í gær byrjuðu “timar” aftur í lat- ínuskólanum. Annars er veikin nú heldur í rénun, en margir fá lungna- bólgu á eftir. Dáið hafa hér fáir, en margir eystra í Múlasýslum, þar sem sóttin kom fyrst. Alt hefir staðið hér fast. Éng- inn róið á sjó, og fiskiskútur engar farnar út- En nú kemur vorið og þá er von að allir fari að lifna við”, (Eftir Þjóðólfi). Revkjavík, 16. Febrúar 1894. Búnaðarfklag suðuramtsins hélt fyrri ársfund sinn 10. þ. m. Forseti (H. Kr. Fr.) skýrði frá efnahag félagsins. Inn- eign þess við árslok 28,050 kr. Félags- menn um 290... .Samþykt var að veita félagsstjórninni heimild til að verja af félagssjóði 1500 kr. til búfræð'ngs þetta ár, þar á meðal 200 kr. handa Gríms- nesingum til að launa búfræðingi, veitt með sérstöku tilliti til framkvæmda þeirra og (dugnaðar í jarðabótum. Styrkbeiðni frá Vigfúsibónda Þórarins- syni á Ytri-Sólheimum í Mýrdal til að veita Hólmaá yfir Sólheimasand var synjað. Dáin 9. þ. m. að Kópavogi ekkjan Margrét Guðlaugsdóttir 75 ára að aldri. •23. Febrúar. lllraðiaverk. Ur Álftafirði eystra eríÞjóðólfi ritað 19. Jan. : “Tíu ái-a gamall drengur á Berunesi í Fáskrúðs- firði beið bana af mannavöldum. Hann var þar með öðrum börnum í baðstofu eitthvað að leika sér, og lenti þá á manni, er þar var. Hélt hann að drengurinn væri að hrekkja sig, þreif til hans og fleygði honum frá sér af afli; kom hann með kviðinn eða brjóstið á rúmstöpul og hefir líklega kviðrifnað ; dó hann að fáum minútum liðnum”. Dáin hér í bænum 16. þ. m. prests- ekkjan Eggþóra Eggertsdóttir (prests í Stafholti Bjarnasonar landlæknis Páls- sonaf). Hún var fædd 1825, giftist'1861 séra Andrési Hjaltasyni síðast presti í Flatey (d. 1882) föður Jóns Hjaltalíns skólastjóra á Möðruvöllum. 2. Marz. Bjáljemorð. Úr Borgarfirði er ritað 22. f. m. “Maður nokkur Jón Davíðs- son að nafni, (frá Fornahvammi) fyrir- fór sér í Norðrá nokkru eftír nýárið ; hafði hann verið grunaður um sauða- töku ásamt öðrum manni og er sagt að sýslumaðr hafi haldið rétt yfir þeim að Hvammi í Norðurárdal, en að því loknu hafi þeir átt að mæta á skrifstofu -sýslumanns, til frekari rannsókna, en áfangastaðir verða stundum misjafnir og svo varð hér. Sýslumaður komst heim að Arnarholti, Jón Daviðsson drekkti sér í Norðurá, en Guðmundur Magnússon hvarf felmtsfullur heim að Laxafossi. Út af rannsóknum þessum hafa 'myndast ýmsar þjóðsagnir, sem ekki er að henda reiður á”. 9. Marz. Mannalát. 16. f. m. andaðisl að Alfgeirsvöllum i Skagafirði merkisbónd- inn Pétur Pálmason, er þar hafði lengi búið en fyr í Valadal. Hann var sonur Pálma bónda í Vallholti Magnússonar sama staðar (d. 1815) Péturssonar Skúla sonar Einarssonar og Ingibjargar Bjarnadóttur Steingrímssonar Ólafsson ar bryta á Hólum, en móðir Pálma var Ingunn Ólafsdóttir frá Frostastöðum systir Ólafslektors í Túnsbergiog þeirra systkina. Pétr heit. var kvœntur.Jór- unni Hannesdóttur frá Hömrum i Skagafirði, og eru 8 börn þeirra á lífi, öll einkar mannvænleg, 4 synir : Hann es bóndi á Skiðastöðum í Tungusveit, Jón bóndi í Valadal, Pálmi bóndi á Sjávarborg og Pétur bóndi á Bollastöð- um í Blöndudal, og 4 dætur : Halldóra kona Ólafs Briems alþm. og umðoðsm. á Álfgeirsvöllum, Herdís, Ingibjörg og Steinunn heitin Vilhelmi Briem kand. theol., er nú hefir fengið veitingu fyrir Goðdölum. Pétur heit. var mesti dugn aðar og atorku maður og talinn með hinum mikilhæfustu bændum í Skaga- firði fyrir ýmsra hluta sakir. Aðfaranótt 3. þ. m. andaðist snögg- lega hér í bænum fröken Jóhanna Hav- steen (dóttir J.P. Havsteens amtmanns) 26 ára að aldri, gáfuð stúlka og vel að sér. Illur gestur er nú kominn hingað til bæjarins—influenza-landfarsóttin.— Ætla menn, að hún hafi fiutzt hingað með mönnum, er komu austan undan Eyjafjöllum og úr Mýrdal í næstl. viku. Sóttin læsir sig, eins og eldur í sinu um bæinn, enekki eru menn þungt haldnir, enn sem komið er. í stöku húsum ligg- ur alt heimafólkið. Latínuskólanum er lokað, því að 40—50 piltar liggja veikir, og í stærstu sölubúðunum eru ekki nena 1—2 verzlunarmenn á ferli, en sumum er lokað. 19. Marz. Kggert Gannlaugeson Briem, fyrrum sýslumaður í Skagafirði andaðist hér i bænum úr influenza aðfaranóttina 12. þ. m. á 83. aldursári. Ekkjufrú Ingileif Melsteð, ekkja Páls amtmanns Melsteðs, er og [látin (f. 1812). Frú Þórunn Jónsdóttir kona Þór- arins próf. Böðvarssonar r. af dbr. i Görðum er og nýlátin á áttræðisaldri. Mannaldt. 1 febr. létzt úr influenza Hermann Jónsson bóndi á Krossi i Fellum, sonarson Hermanns bónda í Firði í Mjóafirði, alþekkts gáfumanns. 10. s. m. andaðist úr influenza Ólafur bóndi Stefánsson í Hamborg í Fljótsdal, yfir sextugt að aldri, sonur Stefáns prófasts Árnasonar á Valþjófsstað. 12. s. m. andaðist úr influenza Sæbjörn Egilsson bóndi á Hrafnkellsstöðum, efn- aðasti bóndi í Fljótsdal ogeinhver mesti búhöldur í IMúlasýslum. Pétur bóndi Guðmundsson á Mýrum í Skriðdal lézt og úr influenza snemina i febr. Dáinn er og öldunguriun Stefán Gunnarsson er lengi hafði búið i Stakkahlíð í Loð- mundarfírði; var hann bróðir séra Sig- urðar sál. prófasts Gunnarssonar á Hallormsstað. 26. febr. skipaði konungur Lárus sýslumann Blöndal amtmann yfir Norð ur og Austuramtinu. , Sama dag veitti konungur Sigurði prófasti Gunnarssyni Helgafellspresta- kall. Ný lög. Þessi 5 lög frá síðasta þingi hefir konungur staðfest, öll 2. febr.: 1. Lög um aukatekjur þær, er renna í landssjóð, 2. Lög um aukatekjur, dagpeninga og ferðakostnað sýslumanna, bæjarfó- geta o. fl. 3. Lög um breyting á 2., 4. og 15. gr, í tilskipun um lausamenn og hús- menn á íslandi 26. maí 1863 og viðauka við hana. 4. Lög um breyting á opnu bréfi 29. mai 1839 um byggingarnefnd i Rvík. 5. Lög um að leggja jarðirnar Laug- arnes og Klepp í Seltjarnarneshreppi undir lögsagnarumdæmi og bæjarfélag Reykjavíkur. ORÐABELGRINN. Eyforð p. o., 2. Apríl 1894. Herra ritstj. Héðan úr vesturparti Garðar og Eyford bygðar er tiltölulega lítið skrif- að í blöðin, þó hór sé áreiðanlega marg- ir pennafærir menn. Og þar sem ég hefi dvalið hér síðastl. sumar, þá hefir mér gefizt kostur á að kynnast mörgu og því ræð ég í að senda yðr‘ hr. ritstj., fáeinar línur, og þessar línur eða mynd- ir sem ég dreg fram eiga mest við yngri mennína, gifta og ógifta,, sem eru á bezta skeiði menta og inenningar, með fjöruga sál í hraustum líkama, og má ætla að vegrinn sé alpir lengri fyrir framan þá en á bak við þá, og þess vegna vert að gefa stefnu þeirra gaum. Hér í Garðar-bygð eru tvö kappræðu- félög; annað hefir sínar aðalstöðvar á Garðar, og er ég því lítið kunnugur, að öðru leyti en því, að nú nýskeð hélt það fría samkomu, sem ,bæði var skemtileg og fræðandi, og einkennileg hér að því leyti, að ekkert var þar annað en ræðu- höld og söngur, sem fór mjög vel fram undir stjórn S. Sigurðssonar organista við Garðarkyrkju. Samkomunni stýrði hr. Guðmundr Daviðson, skynsamur og gætin maður. Og virtust mér allir drættir á þessari mynd lýsa mentun og menning. Allir sem töluðu tilheyrðu því félagt þar og munu flestir játa með mér, að þeim farnaðis vel og sumum á- gætlega. Samt finst mér að mætti gera ofurlítið sanngjarna athugasemd við ræðu fyrsta tölumanns (Jóh. Sig- urðssonar), þ^r sem hamast er á dans- inum—dæmdar ofan fyrir allar hellur vits og menningar. Að dansa fallega eftir góðu hljóðfalli finst mér mætti eins vel eða öllu lioldur tillieinka mentun andans en fótanna. Kg kann ekki við orðin “fóta-mentun” eða “fóta-vit”. Samt sleppi ég að fást við það frekar. Ræðufélaginu, sem hér er í vestur- partinum—með fjöllunum—er ég nokk- uð gagnkuunur. Allir sem fundi sækja þó utanfélags standi, hafa málfrelsi. Þar voru fyrir stuttu rædd af allmiklu kappi og mjög skynsamlegum röksemd- um tvö mál, sem mér virtust þjóðar- mál, að minsta kosti koma við flesta. Og ið fyrra var: Hvort blaðið er betra og uppbyggilegra gagnvart þjóðinni og kaupendum þeirra, Hkr. eða Lögberg. Ekki vil ég hér færa neinar röksemdir til frá .hvorugri hlið, það máske gerði fremur illt en gott, þegar ályktun er tekin af fundinum í heild sinni, sem var fjölmennur, þá er traustið nokkuð jafnt sem bæði blöðin hafa, og kemur það rétt heim við tölu þá sem ég hélt, að vildi þeim báðurw vel, sá langtum fleiri kosti en ókoáti þeirra, og óskaði þeim báðum lífs og gengis. Eg tek það ekki sérstaklega fram, að báðum megin er sterkur hugur með og móti, enda hefi ég í öllu orðið þess var hér, að lítill eða enginn millivegur er til. Menn standa með fullri einurð og fullum kjarki f þeim flokki, sem þeir aðhyllast. Eng- in hálfvelgja, ekkert pukur. Þeir eru allir þar sem þeir fylgja í fullu sjálf- stæði, og finnst mér því myndin af fé- lagslífinu hér yfirleitt skýrari, lýsa meira þreki og staðfestu og sálardjörf- ung, en ég hefi sumstaðar annarsstaðar var orðið; einnig líka langtum minna af óveru-kriti, og er mér næst skapi að dást að slíku og halda það þjóðheill, með því ég elska aldrei mikið þetta ei- lifa já og amen. Hitt málið var : Hvert eigum við heldur að styrkja háskólann, sem er í myndun hjá löndum vorum heima, eða skólann hér. Þar fóru fram frjálsar umræður, kapplaust, og var æði-lengi um það rætt. Nokkrar raddir voru með styrk til skólans hér og færðu all- góðar ástæður fyrir væntanlegu gagni og gildi hans, en hinir voru iangtum fleiri, sem vildn styrkja háskólahug- myndina heima. Ég veit ekki vel hvort ég hefi heimild til að birta allar þær á- stæður, sem komu fram á móti skólan- um liér, sem voru æði-margar. En af minnihugsjón get ég tekið ábyrgðina og var hún og er sú, að fyrst geri ég betur en flestir aðrir, sem eru vantrú- aðir á nytsemi og nauðsyn háskólanns hér, að ég ímynda mér hann að öllu frjálsann, það sem trúarstefnu nemend- anna viðkemur, og líka viðurkenni ég hann gagn og heiður vors flokks, ef hann gæti nokkurn tima orðið annað en hálfdautt og ómakslítið “biblíótek”, því fyrst og fremst hefi ég mjög veika von um, að fáist nokkurn tíma nógir pen- ingar til að koma byggingunni upp, og þá ekki fyrri en eftir tug eða tugi ára, þar sem menn eru eins skiftir eing og allareiðu á sér stað með þetta mál, og eftir þvi sem mér hefirvirzt síðan ég fór að gefa gætur að félagsskap landa minna, þá týnast menn heldr úr lest- inni en bætast við, þegar drátturinn og deyfðin i öllu, samfara margri mót- spvrnu og harðsóttum möguleikum, vofir yfir og vakir fyrir flestum. Samt hugsa ég að þessi þraut vinnist með tug eða tugum ára, og upp komist lagleg steinbygging með snotrum turni og gyltum stöfum, svo hún þekkist frá familiu-húsunum, og svo verður nátt- úrlega bókasafni Briems sál. raðað vel og skipulega í eitthvert herbergið, og þá fær einhver þóknun fyrir að halda því opnu og í réttri röð. Og svo fæ ég má- ske þóknun fyrir að sópa og saga í stóna, ef ég býð lægst. En nú kemur það sem ég óttast mest, að andlegu kraftana vanti til þess að þetta verði lifandi mentastofnun, sem vinni og svari fullkomlega til þeirrar ákvörðun- ar, sem hún er stofnuð til ; það eru kennarar sem vanta, eða verður vöntun á. Og ef ég tek tímann eins og nú stendur, sem er þyðingarlitið, og læt séra Jón minn vera fyrstan, ef heilsa leyfði, svo nefni ég hr. F. B. Anderson og Mr. Jón Ólafsson. Þessa menn álít ég fjölhæfasta og þjóðræknustu til að vernda og viðhalda vorum íslenzka heiðri og menning. En eftir öllu útliti að dæma enn þá eru litlar Kkur til að þeir siðartöldu kæmist að, enda þó launin væru lág. En ef ég læt tímann jafnhliða mögulegleika byggingarinnar skapa mennina, eða segjum þeir séu í smíðum hér eins og skólinn, þá get ég ekki búizt neitt frekar við íslenzkri þjóðernisvernd frá þeirra hlið, heldur en liverjum öðrum enskum kennara, eða þá að nemendur fengi verulega nokkuð annað en það sem enskir skólar geta veitt, því ég legg ekkert upp úr því að sækja þá heim til Fróns, nema áreiðan- lega dýrari kenslu. Það er í minum augum alt öðru máli að gegna með liá- skólann heima. Þar hlýtur að vera ó- skiftur áhugi fyrir hverju einasta mannsbarni sem í landinu er og ein- hverju geta miðlað, að styrkja skólann, og þar bresta elcki andlegu efnin, nóg af vel lærðum mönnum til að hafa kensluna á hendi, og ég er viss um þeg- ar hann kemst upp, sem ég ekki efa, að þá glatast færri góðir IslandsSynir, heldur en dæmin hafa sýnt með því að þurfa að eyða fleiri árum í Kaupmanna- höfn, og þá geta fleiri fátækir og fróð- leiksgjarnir stúdentar notið háskóla- kennslu, heldur en viðgengst en á okkar kæra gamla Fróni. Þaðer því langtum meiri nauðsyn að lijálpa skólahugmynd- inni heima, en hér, þar er hún andleg vél, sem fer á augabragði á stað og hún er tilbúin, og vinnur, spegilfögur og brennheit með lífi og sál, allri þjóðinni frægð og frama. Og hversu mundu líka ekki þjóðbræður vorir heima með ánægju styrkjaháskólahugmyndina hér hjá oss, ef útlitið batnaði síðar, ef vér gætum nú fyrst rétt þeim styrktar, þjóðræknis og bróður hönd. Aðallega vakti líkt þessu fyrir flest- um og eftir því sem ég hefi orðið var við út í frá, eru alt að | hér með skól- anum heima, ef fyrir því væri unnið. Eða með öðrum orðum, þá held ég að ekki yrði öllu meira kraftaverk að safna $300 fyrir skóla heima, heldur en $100 fyrir skóla hér, ef slept væri föstum loforðum. En eftir fundinum &ð dæma var mismunurinn langtum meiri. Eg get nú vel ímyndað mér, að ein- hverjir rumski við þetta, en mér er al- veg sama. Máske það verði óbfeinlínis gagn fyrir skólahugmyndiná hér, og að þeir herrar, sem koma saman einu sinui á ári til að signa sig og stíga á stokk og strengja þess heit í guðdóm- logum jötunmóð, að drífa skólann upp, vakni nú og hugsi til bardagans. Samt hefði ég nú ekki dregið þessa mynd fram, ef ég hefði ekki orðiðhenn- ar var hjá mörgum greindum og gætn- um manni. LáRUS Guomundssox. Athugasemdir við “heilabrot” E. H. í 15. nr. Lögbergs. Hr. E. H. getur rætt kyrkjumál í blaði sínu, og ef honum er send grein um það, að enginn ætti að vera í lút- erskum söfnuði, nema hann trúi á “ei- lífa útskúfun”, þá sé það kyrkjumál og megi ræðast í Lögb. En ef ástæða er færð fyrir hvers vegna að skal trúa á eilífa útskúfun, og þar af leiðandi fyrir hvaö er að vera lúterskr, þá er það orð- ið andlegt mál og má ekki ræðast í Lögb. E. H. er ekkert á móti að menn ræði kyrkjumál í blöðunum, af því að þau séu veraldleg og geti haft mjög mikla þýðing fyrir þjóð vora í þessu landi. En hvað er svo starfssvið kyrkna annað fremur, en berja viss trúaratriði inn í menn ; hvað annað en f jasa um andleg efni. Er rétt af blaði að lcyfa mér að segja, að af því E. H. ekki trúi á eilífa útskúfun, þá megi ekki taka hann i lúterskan söfnuð, en leyfa mér ekki að færa ástæður fytir máli mínu^ nefnil,, sýna fram á, á hverju útskúf- unarkenningin sé bygð, og reyna að sanna gildi hennar. Nei, ef rétt er að ræða eitt mál, þá má ræða annað. Eða þá ef trúarmál eru þess eðlis, að ástæða sé til að skammast sín fjTÍr þau í meðallagi skynsömu fréttablaðí, þá mun tilfellið ið sama með kjrkjumál. Ef nauðsjm. er fjrrir almenning að vita, hver að séu trúarskilyrði þess, sem fær inngöngu í júterskan söfnuð. þá er nauðsyn fj-rir almenning aðvita á hverju trúarákvæði eru bj’gð. Tilfellið mun vera þetta. Trúmál álítast af Lögb. sem annað bull ogalveg óverjandi, og því 'eru trúmál útilokuð fráþví. Og í þessu er Lögb. fremur kjrkjublað en ella, að það ræðir trúmál ekki til þess að þau verði síður f j-rir hættu þeirri, sem stendur af skynsemi og rökleiðslu. Lögb. hefir kaþólska að- ferð og má hiklaust kallast afturhalds- blað. E. H. heldur að fólki væri betra að ejast enn meira en það gjöri; það sé “skj-nsamlegra” og “ánægjulegra”. Það er mér nú óhætt að fullyrða, að þetta er ekki lútersk kenning, og svíkur E. H. þar söfnuð sinn, sem var skírður upp á það að trúa og efast ekki. Lögberg er málgagn má segja þess flokks í þessu landi, |sem nefnist “liberal Sannkrist- inn”. Það er þannig að skilja, að hann (flokkrinn) játar lúterska kyrkjutrú og er liberal i pólitískri trú. Lögb. hefir þóknast að sameina þessar trúarskoð- inir i hjarta sinu og hefir samvizkusam- lega kent þær fáfróðum löndum á glöt- unarbarminum, og fengið dálítin flokk, og það eru þessir áðurnefndu liberal sannkristnu. En af því að engin þeirra manna hefir í Lögb. séð bóla á öðru en himinblárri lútersku Iþá hefir ró og spekt hvílt yfir sálum þeirra. og enginn uggað um sína sálarheill, er hann hafði Lögb. tvisvar í viku, nýgengið í gegn um heilagar hendur ritstjórans, sem þeir hnlda að sé í lúterskum söfnuði, og hafi skrifað undir Ágsborgarjátninguna. Og einu sinni í mánuði ið kristilega af- bragðsrit Sam., semengin sannur Lög- bergingur getur án verið. Sam. með Lögb. er eins og flotbiti með hörðum riklingi fjTÍr hinn andlega maga liberal sannkristinna manna. En nú upp úr hundahljóði fer E. H. að kenna mönnum að efast. Og svo um kvað? Ja, hver vissi nú af því arna? Liklega um alt mögulegt og ómögu legt. Efast fyrst og fremst um sann- leikann i Lögb., efast um að það sé (Niðrl. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.