Heimskringla - 14.04.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.04.1894, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 14. APRÍL 1894, (Niðrl. frá 1. bls.) kyrkjublað ; efast um að E. H. sé lút- erskur, eða jafnvel hafi nokkra ákveðna trú; efast um sannleiksgildi lútersk- unnar um nytsemi eilífrar útskúfunar, efast um að séra'Jón Bjarnason sé með öllum mjalla ; efast um, að þeir sjálfir flokksmeðlimirnir, þessir liberal sann- kristnu, megi álítast með heilbrigðri skynsemi fyrir alla þeirra trúgirni, og sérstaklega fj-rir trúna á krístindóm E. H. Að komast svona ógætilega að orði, eins og E. H. gerir í “heilabrotum” sín- um, gæti orðið annað ;en ánægjulegt fyrir Lögbergsfélagið, ef af þvi hlytist, sem við má búast, að uppsagnarbréfum færi að rigna að úr öllum áttum til Business Manager blaðsins frá kaupend- um þess, er þeir fyndu sig svona gabb- aða. S. B. Winnipeg. — Séra Magn. J. Skaptason fór af stað heimleiðis síðastl. mánndags- kvóld. — Menn geta gert góð kaup í Blue Store. Spyrjið eigandann um prísana. Vegna þess hve ísinn er orðinn ó- heill á Assiniboine varð að hætta brú- arsmiðinu við Boundary Str., síðastl. mánudag. Mentamálastjórnin hefir skipað nefnd til að athuga, hvort tiltækilegt sé að gera akuryrkjufræði að náms- grein í alþýðuskólunum. Stúka af félaginu Independent Order of Foresters var stofnað á Gimli í síðastl. febrúar. Heitir stúk- an C!ourt Gimli No. 1488. — Jóhannes kaupmaðr Sigurðsson að Hnausum, N. ísl., var hér i bæn- um um siðustu helgi ásamt konu sinni. Fór heimleiðis á mánudags- kvöld, Innbrotsþjófnaður er tíður í bæn- um um þessar mundir og er því um kent, að nýlega var lokað skýli því á King Str., er allslausir umfarendur hafa haft ókeypis í vetur. TJm síðastl. helgi fór Mr. Kristján Friðriksson frá Selkirk með veikann bróður sinn, Magnús, suður til Park River, N. Dak., til að leita honum lækninga hjá Dr. M. Halldórssyni. Þar ekki er hægt að fá N. W. Hall á sumardaginn fyrsta þá verðr — Danzinn— f minningu byrjun sumarsins á þriðjud. kvöldið þ. 17. þ. m. — 50 cts. fyrir parið. Bæjarlæknirinn, Dr. Inglis, ætlar að hafa strangt eftirlit með skólabörn- um, að því er bólusetning snertir, nú um tíma. af því bólusóttin hefir gert vart við sig í Vancouver, í St. Paul, Minn. og í Chicago. Þau hjónin Guðjón og Oddný John- son, 573 Young Str., hér í bænum, mistu hinn 4. þ. m. 11 mán. gamlan son sinn, Kjartan, úr lungnatæringu. Utför hans fór fram frá heimili for- eldranna 6. þ. m., í viðurvist fjölda manna. Lesið auglýsing Gareau’s skradd- ara á öðrum stað hér í blaðinu. — Kjartan Stefánsson, frá Mikley, var hér á ferð um síðustu helgi. Hann og nokkrir ötulir Mikleyingar, eru að koma upp gufubát og er skrokkurinn um það fullsmiðaður ut í ejmni. Var Kjartan hér í þeim til- gangi að sækja vélina, er von var á, samkvæmt samningi, hinn 9. þ. m., frá Doty vélasmíðisfél. í Toronto. Er til kom var hún ekki tilbúin og er slíkt tjón mikið fjrir þá félaga í Mikley, því í stað þess að flytja vél- ina fram til eyjarinnar á ís og hafa bátinn fullgerðan áður en ís leysir af vatninu, mega þeir nú að hkindum flytja bátinn til Selkirk eftir að ís leysir og þar setja vélina í hann. — Letrsteypu félagið í Toronto (The Toronto Type Foundry Co.) hefir steypt alt það letr sem Hkr. er prent- uð með. Frá því félagi er og prent- vélin og öll prentáhöld blaðfélagsins. Þess er vert að geta að félag þetta gerði alla ina sérstöku íslenzku stafi án nokkurs aukakostnaðar, en mótun allra þeirra stafa máttu fyrstu út- gefendr Hkr. kaupa háu verði. Um- boðsmaður Toronto leturstej-pufél. hér í bænum er hr. H. C. Stovel, á Portage Ave. £ —Af “Ljóðmælum" mínum á ég fd ein eintök eftir bundin (verð Sl.25). Væri nokkrir, sem vildu kaupa þau, þyrfti ég gjarnanjaðjgeta selt þau. Jón Ódaesson. J. G. Davidson frá Garðar, vinnr framvegis í búð H. F. Ellensons á Milton, er kaupir ull með hærra verði, og selr vörur sínar billegar en flestir aðrir, og yfirleitt reynist viðskifta-vinum sínum betur en þeir, er meira skruma af sér. Fundarboð. Ið islenzka Byggingamannafélag heldur fund næstkomandi mánudags- kveld (16 þ. m.) á Verkmannafélags- húsinu á Elgin Ave. Á þessum fundi skal rætt og útgert um, annaðhvort að uppleysa félagið eða þá að halda því áfram í nokkuð öðru formi en hefir verið. Fastlega skorað á alla félagsmenn, sem nokkra hugsun hafa, að koma á fundinn og vera mættir í tima. — Byrjar kl. 8. e. h. Jóhann Bjarnason forseti. VKITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNN 'DR; CREAM BAHING POWDffl IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia ^ða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. Hluttakendur í hinu nýja blaðfjr irtæki Mr. Jóns Ólafssonar : Rev. M. J. Skaptason, Gimli $10.00 Mr. Finnur Jónsson, Wpg “ 2.00 “ G. B. Ingimundarson “ “ 2.00 “ Páll Sigurðsson “ “ 2.00 “ Kristinn Stefánsson “ " 2.00 “ Jón Þorsteinsson “ “ 2.00 “ Ólafur ísleifsson “ “ 2.00 “ Friðrik Björnsson “ “ 2.00 " H. J. ísfjörð “ “ 2.00 “ Björn H. Jónsson “ " 2.00 Ónefnd “ “ 2.00 Mr. Stone Anderson, Belmont, Man.; Mr. Thorl. Thorfinson, Hallson, N. D.; og Mr. M. Snowfield, Eyford, N. D. taka á móti framlögum hver í sinu bj’gðarlagi. Allir góðir drengir (og stúlkur), sem hafa í huga að styrkja eitthvað fyrirtækið, geri svo vel og gefa sig fram sem allra fjrst. E. Gíslason. 601 Ross Ave. Winnipeg. Hvernig líka myndirnar ? Kæra þökk fyrir myndasafn Hkr. Eg hefi fengið það með bestu skilum. Það er vel hugsuð gjöf af útgefendum blaðsins; mér lika þær ágætlega. West Selkirk 8. Apr. 1894. Illugi Ólafsson. Ég hefi meðtekið myndasafn blaðs- ins, 55 myndir. Mér líka þær ágæt- lega, og er gefendunum innilega þakk- látur. Mountain, N. Dak., 31. Marz 1894. Hallgrímur Jónsson. Stúlkan var hætt komin. VlNIR IIENNAR HÉLDU AÐ HENNI MUNDI EKKI BATNA. Atvik, sem bezt útlistast með orðtakinu “hryfin úr dauðans kverkum”.—Saga sem verðskuld- nákvæma eftirtekt. Tekið eftir Penetanguishene Herald. Fyrir nokkrum dögum hejrði maðr frá The Herald getiðum merkilegt sjúk- dómstilfelli, sem enn þá hlýtur aðauka gildi hins vel þekta canadiska meðals. Sagan var sögð honum af Mr. James Mc Lean, kindara á gufuskipinu Monitor, sem gengur á milli Midland og Parry Sound, og hún er svo merkileg, að hún verðskuldar að verða birt á prenti. Þessi saga segir frá því, hvernig hin 13 ára gamla Agnes, dóttir Mr. M#Leans, náði heilsu, sem hafði þó verið svo langt leidd. að henni var ekki ætlað lif. Ástand Miss McLean var hið sama og margra annara stúlkna víða um land. Blóðið var orðið fátækt af heilnæmum hressandi efnum, og hún leið alt of oft af hjartslátt, svima og höfuðverk. Út- litið var fölt og likaminn veiklulegur. Um þetta leyti átti Miss McLean heima í Midland og fór alt af vesnandi, og að lakum fór hún algerlega í rúmið. Lækn- is aðstoð var reynd, en það varð árang- urslaust. Hún var orðin svo máttfar- in, að faðir hennar hafði enga von um aftrbata, og lét jafnvel á sór hejTa að hún mundi verða frá innan þriggja mánaða. Konan sem stundaði Miss McLean ráðlagði að reyna Dr. Williams Pink Pills, og á endanum fékk hún því til vegar komið. Áður en búið var að brúka upp úr einni öskju, voru bata- merki auðsén, og þegar aðrar öskjurnar voru uppgengnar, var útlitið storum betra en áður. Hún hélt svo áfram að brúka '.Pink Pills á hverjum degi og henni fór fram að heilsu og þreki, þang- að til hún að síðustu hafði algerlega náð heilsunni aftur og svo ámetín 140 pund. Þeir reykja ekkert annað, svo lengi sem þeir geta fengið Old Chum, þó aldrei nema þeir séu neyddir til að snýkja það eða lána, því það er ekkert tóbak sem framleiðir jafn kaldan og smekk- góðan reyk. — D. Rltchie A Co., Manufacturers, Montreal. VORIÐ 1894. Blue Store Bla stjarna. I 434 Main Str. Winnipeg. Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drengi, sem nokkurn tíma hefir sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau eru. Þið getið ekki trúað því nema því að eins að þið sjáið það sjálfir. Komið og skoðið okkar : Karlmanna alfatnað, Karlmanna buxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. Látið ekki lijá liða að hcimsækja okkur og sannfærast. Munið eftir staðnum The Blue Store Mr. McLean segist vera sannfærður um aö Pink Pills hafi ibætt dóttur sinni og hann segist álíta það hið bezta meðal, sem hægt sé að fá, og ráðleggur öllum að brúka það í svona löguðum lilfellum. Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að vita þetta, sem að framan er skrif- að. Það eru margar stúlkur, sem eru að verða fullorðnar, ver á sig komnar, heldur en foreldrar þeirra hafa hug- mynd um. Þær eru fölar útlits og grannleitar, með hjartslátt, höfuðverk, máttleysi og marga aðra kvilla, sem fjvr eða síðar verða háskalegir fyrir heilsu þeirra og h'f, nema hjálpar sé leitað í tíma. I svona tilfellum jafnast ekkert lyf við Dr. William’s Pink Pills þær bæta blóðið, stjrkja taugarnar og bæta litarháttinn. Þær eru óbrigðular viðöllum sjúkdómum, sem eru einkenni leg fyrir kvennfólk, hvort sem það er ungt eða gamalt. Pink Pihs lækna einn- ig gigt, taugagigt, limafallssýki, riðu, höfuðverk, taugaveiklun, eftirstöðvar af influenza og kvef, einnig sjúkdóma, sem orsakast af óhreinu blóði, svo sem kirtlaveiki og langvarandi útbrot o. s. frv. Sömuleiðis öllum sjúkdómum, er orsokast af of mikilli andlegri áreynslu, eða óhófi, af hvaða tægi sem er. Dr. William’s Pink Pills eru að eins seldar í öskjum með merki félagsins á umbúðunum (prentað með rauðu bleki). Munið eftir því, að Dr. William’s Pink Pills eru aldrei seldar í stórum heildum, tylftatali eða hundraðatali, og hver sem býður aðrar pillur undir merkingu félagsins, er glæpamaður, sem allir ættu að varast. Vér vörum einnig rlmenn- ing við öðrum svokölluðum blóðhreins- andi og stjrkjandi meðulum, fem eru seld í líkum umbúðum og Pink Pills, til að gabba fólk. Biðjið verzlunarmenn yðar um Dr. William’s Pink Pills for Pale People, og neitið að taka nokkrar eftirstæhngar eða aðrar pillur. Dr. Wihiam’s Medicine Co. (Brook- vihe, Ont, og Schenectady, N. Y.) býr til þessar piUur, og þær fást hjá öUum lyfsölum, eða rakleiðis frá BrockviUe, fyrir 50 cts. askjan, eða 6 öskjur á $2, 50. Verð þetta er svo lágt, að lækn- ingatilraunir eru tiltölulega kostnaðar- litlar í samanburði við önnur meðul. MAIL CONTRflCT. Innsigluð tilboð, send póstmálastjóra Canada, verða meðtekin í Ottawa til þess á hádegi á föstudaginn 11. Mai næstkomandi um póstflutning, sam- kvæmt væntanlegum samningi, um 4 ára tíma, tvisvar í viku hvora leið, milh St. Malo og Winnipeg frá 1. Júlí næst- komandi. Póstur þarf að ábjrgjast hæfilega sterk akfæri til að flytja töskurnar. Hann skal koma við í La Borderie, Joly, Otterborne, Niverville, St. Ad- olphe, Richot og St. Boniface. Áætluð vegalengd er um 43J mílur. Póstur skal fara frá Winnipeg á þriðjudögum og föstudögum kl. 8 f. h. og koma til St. Malo kl. 5 e, h. samdæg- urs. Prentaðar auglýsingar, er gefa nán ari upplýsingar áhrærandi flutnings- samninginn, svo og eyðublöð f jrir til- boðin, fást á ofangreindum pósthúsum og hjá undirrituðum. Post Oflice Inspectors Office, Winnipeg, 30th March 1894. W. W. McLeod Post Office Inspector. MERKI: BLA STJARNA. A ÍSLENZKR LÆKNIR DR. M. HALLDORSSON, Park River — N. Dak. 434 MAIN STREET. Chevrier. X ÍO XJ 8. (ROMANSON & MUMBERG.) Gleymið þcim ekki, þeir eru ætíð reiðubúnir að taka á móti yður. 558 Jafet í föður-leit. manninn, sem úrið tók, og hefði hann fallið við það. Þá kvaðst hann hafa snúið sér að hinum manninum (mér), en ég hefði hopað undan og reitt staf minn til höggs. (Hér var stafrinn lagðr fram í réttinum, og brá inér heldr en ekki í brún að þekkja undir eins að þetta var sami stafrinn, sem ég hafði keypt af gyðingnum fyrir þrípenning, til að bera á honum böggulinn minn). Hann kvaðst hafa ráðið á mig og verið að reyna að ná af mér stafnum, en þá hefði hinn maðrinn raknað við og ráðið á sig með öðrum staf. Hann kvaðst hafa náð af mér stafnum, en ég hefði náð af sér bögglinum sínum; hann kvaðst hafa slegið hinn manninn um koll með stafnum, eu þá hefði ég fiúið með böggulinn sinn. Hann kvaðst hafa barið liinn manninn þangað til hann var meðvitundarlaus, og hefði hann pá tekið eftir því, að ég hefði skilið minn böggul eftir, því að ég hefði fleygt honum frá mér meðan á aðganginum stöð. Hann hefði þa flýtt sér til Hounslow til að skýra frá atburðum þessum. Hitt er þegar kunnugt af frásögunni hér að framan, hversu hann kom aftr á vetvanginu með lögregluþjónunum og hitti mig þar fyrir. Næsta vitni, sem leitt var þar, var gyðingr- inD, sem selt hafði mér fötin og stafinn og keypt mín föt af mér. Hann sagði frá öllu eins og það hafði gengið til, og sór að fötin í bögglinum, sem stigamaðrinn liafði rskiliö eítir, væru þau in sömu, sem bann beíði mér selt, og eins stafrinn. Jafet í föður-leit. 563 vóru svertir í framan; en það var maðr alveg ámóta á vöxt og þessi, og eins klæddr, eftir því sem ég framast man.” “Þér getið þá ekki svarið, að þetta sé sami maðrinn sem á yðr réðst?” “Nei; ekki get ég það; en eftir minni beztu vitund er ég fulltrúa þess, að þetta sé maðrinn.” “Það er bezt að bóka þennan framburð; hann er áríðandi, og getr orðið inum sak- borna manni að liði í málinu.” Framburðr þessi var bókaðr, og síðan var kveðinn upp úrskurðr þess efnis, að mig skyldi hafa í varðhaldi í béraðs faugelsinu. Ég var svo settr upp á kerru milli tveggja lögregluþjóna, og ekið burt. Þegar til hér- aðsfangelsisins kom, var ég settr í fangaklefa einn mér; peningar mínir vóru afbentir mér, en hringnum var lialdið og átti að auglýsa bann. Loksins vóru bandjárnin tekin af mér ; svo var mér færðr fanga-búniugr til að fara í, og beiddi ég þá fangavörðinn leyfis að mega þvo mér, og leyföi hann mér það. Þó að kynlegt kunni að virðast, þá varð ég sárfeg- og nærri glaðr, þegar ég kom aftr undan brunndælunni í fangelsisgarðinum, og fór ég nærri með ánægju í fanga-fötin. Svo óvanr var eg óhreinlæti, og svo illa átti það við mig. Að vísu vóru fangafötin svívirðingar- merki, en þau vóru þó ný eg hrein. Svo fór .g inn í klefa minn, og var ég iæítr þar iuni 562 Jafet í föður-leit. LIX. KAPÍTULI. [Það er kveðinn upp yfir mér varð- halds-úrskurðr. — Ég bý mig undir máls- rannsóknina með því að leita til skradd- ara og ilmvatnssala. — Afræð að deyja sem beldra manni samir]. “Það er sorglegt — mjög sorglegt,” sagði einn af dómurunum; “svona nettr maðr, og auðsætt at látbragði hans og málfæri að hann liefir fengið gott uppeldi. En ég er hræddr um,” hélt hann áfram og snéri sér að liinum, “að það sé ekki nema um eitt að gera fyrir okkr; hvað sýnist yðr, Mr. Norman?” “Ég er hræddr um að ég megi til að verða yðr samdóma; ég held stórkviðnum geti ekki blandazi hugr um nð álíta hér fult málsefni, eftir því sem enn er fram komið. Við skulum samt spyrja vitnið Armstrong að einni spurningu. Þorið þér hiklaust að vinna eið að því, að þessi ungi maðr hafi verið annar af þeim tveim mönnum, sem veittu yðr árás ?” “Það var nú auðvitað ekki almennilega bjart, þegar þetta gerðist, og báðir mennirnir Jafet i föður-leit. 559 Lögregluþjónniun lagði þá iram peninga þá, sem fundizt Iiöfðu á mér, og demants-liringinn, og skýrði frá fiótta-tilraun minni þegar átti að handsama mig. Dómarinn spurði mig því næst, hvort ég heföi nokkuð fram að færa mér til varna, og að* varaði m'B um, að segja ekkert, sem mér gæti orðið til áfeljis. Ég svaraði, að ég væri saklaus; það væri satt, að ég hefði selt föt mín, en keypt aftr föt þessi og staíinn af gyðingnum ; andspænis veit- ingaliússdyrum í Brentford lieföi heldri maður beðið mig að lialda í hest sinn, og á meðan ég gerði það hefði einhver stolið íataböggli mínum og staf. Ég beföi svo baldið fótgangandi áleiðis til Ilounslow ; hefði orðið var við mann illa út leikinn og hugsað að einhver heíði ráðizt á liann; heföi ég þá af mannlegri meðaumkunartilfinn- ing reynt að lijúkra lionum—en í þvf heföi ég verið handtekinn; ég hefði fúslega fylgzt með mönnunum til dómara, efþeir hefðu ekki reynt að setja á mig handjárn ; þá heföi ég reiðzt og slegið lögregluþjóuinu og reynt að komast undan. “Óneitanlega skolli kænleg vörn”, sagði einn af dómurunum; “meðal annars, hvar—”. í þessu bili var liurðinni lokið upp og inn kom sami lierramaðrinn, Bow Street dómarinn, sem ég hafði haldið í hestinn fyrir. “Komið þér sælir, Mr. Normau ; þér komið hérna rétt eins og kallaðr, til að leggja okkr gatt ráð. Annað

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.