Heimskringla - 09.06.1894, Side 4

Heimskringla - 09.06.1894, Side 4
4 HEIMSKRINGLA 9. JÚNl 1894. Undirskrifaður lætur hér með gamla skiptavini sína vita, að hann er seztur að í stóru og rúmgóðu húsi 530 Ross Ave., og vonast þvi eftir, að hans góðu og gömlu vinir komi og sjái hann. B. J. Skaptason. Winnipeg. Mrs. J. E. Peterson flytur ræðu annaðkveld í Ulnity Hall á venjul. tíma. Innan skamms verða reistir 2 eða 3 vitar við Winnipegvatn, og verður einn af þeim við ármj-nnið. Hr. Baldwin L. Baldwinsson fór af stað til Nýja íslands á mánudags- kvöldið. Verður burtu 2—3 vikur. Stórkaupmenn hér í bænum skutu í gær saman $1.200 til styrktar nauð- stöddu fólki i British Columbia. Auglýsingar verða að koma til vor í seinasta lagi kl. 4 e. h. k fimtudag, ef þær eiga að koma út næsta laugardag. Framhaldið af Sögu herlæknisins i íslenzkri þýðing, eftir séra Matthías Jocliumson, byrjar aftur að koma út í Oldinni í næsta mánuði. Nokkrir Álptvetningar jkomu til bæjarins í gær þar á meðal Nikulás Þ. Snædal, póstmeistari að Otto, og Árni Frímann. Nœrri nýtt, vandað skrifborð með áfestum bókaskáp, fæst keypt fyrir hálf virði, einnig sérstakur, stór og sterkur bókaskapur. Frekari upplýsingar gef- ur M. Pétrsson á Hkr. prentsmiðju. Á stórstúkuþingi Good Templara í Brandon í gær voru embættismenn kosnir. Jón A. Blöndal var kosinn stórstúku gjaldkeri. Næsta stórstúku þing verður haldið í Winnipeg. Selkirk-búar eru farnir að sjá sinn hag við að mæla með að skemtiskip gangi um Winnipegvatn á sumrum, og sýna nú fram á, hvað ákjósanlegur sumarbústaður sé á ýmsum smáeyjum í vatninu. Jafet íföður-leit. Sökum burtflutn- ings héðan til Chicago hlaut hr. Jón Ólafsson að hætta að þýða söguna, og endar hans þýðing á henni í þessu blaði. Framhald sögunnar kemur eigi að síður. Sama hita og þurka tiðin enn sem gengið hefir nú meir en mánuð. Korni ekki regn bráðlega kippa þurk- arnir mjög vexti úr komtegundum öllum. Veðurspámennirnir segja nú að rigna muni og það til muna í næstu viku. Stórstúkuþing Good-Templara hefir staðið yfir í Brandon undanfarna daga. Frá Winnipeg-deildunum mættu þar þessir íslenzkir erindrekar: frá Heklu G. Jörundaidóttir, Páll Eyjólfs son, Sveinn Thorwaldsson, frá Skuld. Jón Blöndal, Jóhannes Jónsson og Jó- hann Sólmundarson. Hr. Jón Ólafsson fór alfarinn til Chicago á þriðjudaginn var. Hafði þar boðist ágæt staða, en við hvað, er oss ókunnugt enn. Fjölskylda hans er ófarin enr^ og fer liklega. ekki fyrr en eftir mánuð eða svo. Fjölda margir vinir Jóns og kunn- ingjar fylgdu lionum á vagnstöðina og báðu honum vel líða. Fyrst um sinn verður heimili hans að 733 S. Rockwell Street, Chicago, hjá hr. S. Stephenson. FYRIRSPURN. Hver sem veit hvar Dagbjartur Vig- fússon frá Stóra-Gerði í Vestmannaeyj um er nú til heimilis í Ameríku, geri svo velog láti bróður hans, Markús Vig fússon í Spanish Fork, Utah, vita það hið fyrsta. Frá 17. þ. m. og til haustnótta fer Kyrrahafslestin á C. P. brautinni af stað héðan kl. 7 f. h. og kemur að vest an kl. 10£ e. h. Fer austur kl. 11 e. h., og kemur að austan kl. 5,45 f. h. Auka- lestin fer í sumar til Virden, en ekki til Moosomin, á hverjum degi kl. 6.45 e.h., og kemur að vestan kl. 12.45 e. h. Annar lestagangur óbreyttur. Foresters-deildin "ísafold” hefir á- kveðið, samkvæmt leyfi frá High Court, að gefa nýum meðlimum upp meira en helming inngangseyrisins þangað til 1. Júlí næstkom., en ekki lengur. Þetta er kostaboð, sem þeir ættu að hagnýta sér, sem ekki tilheyra neinu bræðra- félagi og sem enga lifsábyrgð hafa. Auk annara hlunninda í þessu félagi, er lifsábyrgðargjaldið hið lægsta hugs- anlegt. Frekari upplýsingar gefur Mr. Eiríkur Gíslason, 601 Ross Ave. Til hins nýja Tímarits-fyrirtækis Mr. Jóns Ólafssonar hafa komið $6 í peningum og $2 í loforðum frá ónefnd- um við Icelandic River. E. Gíslason. 601 Ross Ðve. Winnipeg LEIÐRETTING. Nokkrar villur hafa slæðst í bróf E. Magnússonar til em bættismanns í Reykjavík og eru sem fylgir: í 13. I. a. n. í 1. d. stendur landshöfðingja, á að vera, lamdtsjbðe 6. 1. a. o. í 2. d. : óvæntur, á að vera órœntur.—í 24. 1. a. o. í 2. d.: birtir hann síðan tekjuafgang, á að vera: birtir hann síðan eem tekjuafgang.—I s. d.: skuld ríkissjóðs ’86—’89, á að vera ’88.— í 48. 1. að n. í 2. d.: telur' engan sjá að vera : enga efa.—I 1. 1. að o. í 3. gefur, á að vera tejur. Þetta eru menn beðnir að leiðrétta Jvfaimánaðar hefti Sunnanfara er komið og flytur myndir af bændunum, Þorbirni Ólafssyni á Steinum og Jóni Tómassyni í Hjarðarholti. í blaðinu er og kvæði eftir Einar Benediktsson: “Sumarmorgun”; ritdómur um "Chica- go för” séra Matthíasar, eftir Þorstein Gíslason ; “um ritdóma og kvæði”, eft- ir sama, m. m. Þess er þar getið, að Fröken Olafía Jóhannesardóttir hafi flutt fyrirlestur í stúdentafélagi í Krist- jania um háskólastofnun á íslandi, að blöð Norðmanna hafi lokið lofsorði á fyrirlesturinn og að norskir stúdentar hafi bundizt félagsskap til að styðja málið. 400—500 manns sóttu fundinn fyrra föstudagskvöld til að ræða um Suðaust- urbrautina. Veðrið var svo heitt um kveldið, að litt þolandi var að sitja fundinum, enda var straumurinn jafn harður út og inn. Einn maður talaði móti nefndarálitinu, málafærslumaður bæjarstjórnarinnar—Mr.Isaac Campbell. Á öllum almennum fundum, sem hafðir hafa verið til að ræða um þetta mál hafa þrír menn—og þrír inenn einungis —að undanskildum meðhmum Green way-ráðaneytisins, andæft þessu máli og þeir allir eru málafærslu menn þessir : Joseph Martin, H. M. Howell Isaac Campbell. Skæðastur af þeim öflum, að því er áhrif á tilheyrend- urna snertir, er Campbell og á föstu dagskvöldið gerði hann sitt ýtrasta að gera fyrirtækið ískyggilegt og nýtt, en það tókst ekki. Þegar atkvæða var gengið um nefndar litið, er heimtar að stjórnin endur skoði málið og veiti ákveðinn styrk voru ekki yfir 20 neitendur af yfir 200 manns er þá voru í fundarsaln um. Aðal-ástæða Campbells var, að trygging væri engin fyrir því, að fól. uppfylti loforð sín, rétt eins og stjórnin væri of ráðlaus að leysa þann hnút, þó hún annars vildi veita styrk inn. ó til á Hr. Stefán Oddleifsson kom til AUGLÝSING. Winnipeg, Man., 4. Júni 1894, W. H. Paulson, Esq., Winnipeg General Agent Mutual Reserve Fund Life Associatíon Kæri herra. Hér með viðurkenni ég að hafa veitt viðtöku banka ávísun frá félagi yðar upp á $1800 00, sem er alt það, er bæjarins norðan frá íslendingafljóti & óborgað var af HfsábjTgð mannsins Sumar, vetur, haust og heiðskírt vor ef hamingjunnar viltu rekja spor, og helgar vit þitt húsi þínu’ og bæ, þá hafðu ætíð frægan “Diamond Dye.” Ef þessi vísa og þessi grein er send til Wells & Richardson Co. í Montreal, ásamt 25 cts. í peningum eða frímerkjum, þá fær sá sem sendir hið ágæta mánaðarlega familíu-blað “Our Home” sent til sín í heilt ár; sömuleiðis bók með myndum sem heit- ir “How to make Mats and Rugs,” og einn pakka af blek-efni, sem nægir til að búa til 16 únsur af besta bleki. Segið í hvaða blaði þer sdub þetta. ‘ sunnudaginn var, í erindum Gests bróður síns, sögunarmylnu-eiganda. Hann fór af stað aftur noifður á mánudagskvöldið og fór þá með fjöl- skyldu sína. Hann gat þess, að sorg- legt slys hefði átt sér stað við sög- unarmjdnuna fj’rra fimtudag. Borð- viðarhlaði, mannhæðar hár, hrundi á annnan lægri, en á milli hlaðanna var maður að vinna, Bjarni Júlian- usson, bóndi upp með fljótinu, og kramdist hann til ólifis á augnabliki. Undirstöðutré hlaðans höfðu brotnað og þá kollvarpaðist hann. Bjarni lætur eftir sig ekkju og 7 börn Court “Isafold,” I. O. F. Aukafundur í Stúkunni Isafold verð- ur hafður á venjulegum stað og tima á þriðjudagskveldið 12. þ. m. Embætt" ismanna-innsetning fer fram og hér- lendir félagsbræður verða viðstaddir. Þess vegna er nauðsynlegt, að félags- menn sæki vel fundinn. E. Gíslason. Fin. Sec. mins sál. Guðna Sigurðssonar upp á $2000 00. $200 00 borgaði félagið fyrir- fram, til að mæta útfararkostnaði með- al annars. Ég bið yður að flytja forseta og öðr- um embættismönnum félagsins innilegt þakklæti mitt fjuir greið skil á þessu, sem ég átti ekki heimting á fyrr en 3. Júlí næstkomandi. Eg mun ætíð mæla fram með félagi j-ðar við þá, sem kjósa að fá lifsábyrgð fji-ir hálfu lægra gjald, en félögin með gamla fj-rirkomulaginu heimta. Yðar einlæg Halla I. Sigurðsson. P. S. Ef Guðni sál. Sigurðsson hefði keypt vanalega h'fsáhyrgð i félagi með gamla fyrirkomulaginu. og borgað sömu upphæð eins og hann borgaði i Mutual Reserve félaginu, þá hefðu erf- ingjar hans nú að eins fengið $971,00, i staðinn fyrir $2000,00. Ávinningurinn af að hafa tekið ábyrgðina í Mutual Reserve félaginu er þá $1039,00. Til þess að rýma ögn til í húð minni, ætla ég um vrfda daga einung is að selja fyrir 5 cts. sirz það, er að undan- förnu hefir kostað 5, 51, 6, 61, 7 7J, 8, 8J og 9 cents yrd., og fj rir ÍO cts. sirz, sem kostar 10, ÍOJ, 11, 111, 12, 12J, 13, 13J, 14 cents yrd. Oll sirz, sem áður kostuðu ýfir 14 c. kost nú 12Jc í dag að eins er 20% afsláttur af öll- um drengjafötum. Guðm. Johnson. Suðvestur horn Ross Ave. og Isabell St ‘Ritaðu velg'crðir á marmara, en mótgerðir í sand”. Þegar við hjónin urðum fyrir þeim stórskaða, að íbúðarhús okkar brann 24. Febr. síðastl., þá fundum við bezt, hvað samtök og veglyndi nágranna okk ar gat komið miklu góðu til leiðar, með að hjálpa okkur með ráði og dáð.—Þeg ar eldurinn kom fyrst upp var livorug- ur okkar feðga heima, en kona mín ný staðin upp úr stórsótt og tengdadóttir mín með tvö ómálga hörn á höndum. Þá vildi okkur það happ til, að ekkjan Sigríður Jónsdóttir og dóttir hennar Vigfúsína voru nýkomnar. Ekkjan fór strax að reyna að bjarga og bera út, en hin fór til mín og svo fram að Víðivöll- um, og komu þaðan herra Stefán Sig urðsson og Ragnheiður þjónustustúlka hans, og fyrir dugnað þessara varð flestu bjargað af innanliúsmunum nema úr kjallaranum.—Sama kveld bauð hra. Jón Jónsson og kona hans Þórdís Guð- mundsd. á Birkivöllum okkur gömlu hjónunum til sín, og fórum við þangað 25 saman, en Víðivalla-hjónin tóku okk- ur öll fyrstu nótt eftir brunann. Á Birkivöllum vorum við 9 vikur, þar til við gátum flutt aftur í nýja húsið. All- an þann tíma léðu Birkivalla-hjónin okkur kvennmann kvöld og morgna norður að Vatnsnesi að mjólka kýr með fl. Fyrir tillögur Gunnars Gíslasonar og hjálpfýsi bænda, tóku nágrannar mínir sig saman að hjálpa mér til að koma upp nýju húsi, og vegna þess að flestir af velgerðamönnum mínum voru einvirkjar og þurftu að þjóna gripum sínum daglega, þj-kir mér réttast að telja kl.tíma þá, er þeir þjónuðu mér og fæddu margir sig sjálfir. Geta skal þess líka, að þau verk, sem þeir seldu, settu þeir 10 cents um kl. tímann. Jón Jónsson á Birkivöllum vann að húsinu reikningslaust 72 tírna; Hjörleifr Björns son 56 tima; Gísli Jónsson 60 tima og gaf helminginn ; Bjarni Pétursson 72, gaf 16 tíma af því. Tveir Strandar- bræður með 2 pör akneyta 10 tíma; Jónas JónssOn 16 tíma; Jón Jónsson 30 tíma með uxa; Einar Guðmundsson 8 t.; Sigurður Sigrbjörnsson 10 t. og gaf líka nokkuð af þakrimlum; Jón og Kristján Snæfeld og Sigrgeir mágur þeirra 24 t.; Sigmundur Sigurðsson 1) t.; Þorvaldur Þorvaldsson 56 og gaf 32 af þeim. Við bygging hússins hafa okk- ur verið gefnir $36 40, en seldir $11. Ollum þessum veglyndu mannvinum þökkum við ynnilega fyrir alla þeirra hjálp og gjafir í þessum okkar erviðu kringumstæðum. Vatnsnesi í Árnesbj-gð, í Maí 1894 Gudvarður Hannesson, SlGRÍDUR JÓNSDÓTTIR. Við undirskrifuð þökkum af hjarta húsnæði og alla góða aðbúð við okkur í vikur heiðurshjónunum Gísla Jóns- sj-ni og Sigríði Árnadóttir á Lauflióli í Árnesbygð. Steingrí.viur Gudvarðsson, Gudrún Gudmundsdóttir. VORIÐ 1894. Blue Store Merki: Bla stjarna. 434 Ma/n Str. Winnipeg. Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag' af tilbúnum fatnaði fyrir karlmenn, unglinga og drcngi, sem nokkurn tíma heflr sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvcrsu billeg þau eru. Þið getið ekki trúað því nema því að eins að þið sjáið það sjálfir. Komið og skoðið okkar : Karlmanna alfatnað, Karlmanna buxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. Látið ekki hjá líða að heimsækja okkur og sannfærast. Munið eftir staðnum The Blue Store MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STREET.. A. Chevrier. CIIAS. BAGSHAWE, Real estate loan & INSURACE AGENT. 375 Main Str. Telephone 303. Juilding Loans a speeiality. Fáið ykkur E. B. Eddy s annaðhvort “indurated” eða tré- smérkollur. — Hinar ódýrustu 0g beztu á markaðinum. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. Skrifið eftir prísum- fáið sýnishorn hjá TEES & PERSSE. Winnipeg, Man. KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BEZTAR OG .... ÓDÝRASTAR VÖRUR.......... Hveiti. Bran. Fóðr-hveiti. Oil Cake. Flax Seed. Shorts. Hafrar. Hey. Linseed Meal. . . . Allskonar malað fóðr. . . . Hjá 'M/'. I3LACK.Í1lI>A]R, IRON WAREHOUSE. 131 Higgin Str.- 590 Jafet í föður-leit. LXIII. KAPÍTULI. [Stríð á milli stolts og ástar,—Ástin sigrar.—Ég verð kvekari og byrja á minni fyrri iðn]. Ef lesarinn vill minnast á ný þesa, sem komið er, af sögu minni, verðr hann án efa var við, að ég hafði gefið trúarbrögðunum að eins lít- inn gaum. Ég bafði lifað líkt og flestir gera í heimi þeesum ; ég liafði, ef til vill, ekki verið eins siðvandr eins og margir aðrir, því að siða- lögmál mitt hafði verið lagað talsvert eftir því, hvernig á 6tóð í livert skifti ; og að því er til trú- rækninnar kom, þá var hún engin til í mér. Ég hafði lifað í heiminum og fyrir heiminn. Að vísu liöfðu mér verið rækilega kend undir- stöðuatriði trúarbragðanna þegar ég ólst upp á 8pítalanum ; en það gekk þar til líkt og í flestum öðrumskólum, að trúarbrögðin vóru gerð nem- endunum bvimleið, með því að setja þeim fyrir að læra þau í lexíum, svo að unglingarnir fá nærri andstygð á þeim. Aldrei verðr nein veruleg trúrækni innrætt mörgum börnum til samans í sköla. Það eru foreldrarnir einir, sem ge( a með kenning og eftirdæmi, kveikt í hjörfc- Jafet 1 föður-leit. 595 hendr. Hann lagði til, að ég skyldi setja upp lyfjabúð, og kvaðst skyldi leggja fram fj-rir mig fé það, sem til þyrfti. Einnig kvaðst hann skyldi ábyrgjast mér alla verzlunaraðsókn kvek- aranna í Reading, en það var mikil verzlun, þar sem enginn maðr af peim flokki hafði þar lyija- biíð. “Yerða einn af okkr, Jafet—góð verzlun— kvongast með tímannm—ánægjnsamt líl—lítil smábörn—og svo framvegis.” Ég hugsaði til Sú- sönnu og þagði við. Cophagus sagði mér væri hezt að hugsa um þetta tilboð og ráða svo við mig, hvað ég gerði. Ef mér likaði þetta ekki, þá vildi liann samt styðja mig á hvern liátt eem í hans valdi stæði. Ég varð að htigsa mig lengi um áðr en ég gat nokkuð afráðið. Eg var enn veraldlega sinn- aðr. Enn þá vakti fyrir mér sú tilhlökkunar- von, að finna föOr minn meðal heldra fólks, að geta enn einu sinni komið fram sem stjarna á himni tízkulífsins og endrgjálda með vöxtum alla þá hneisu, er ég hafði nýlega beðið, og að ná aftr með öllum rétti þeirri stöðu í féli.gslífinu sem ég hafði áðr liaft meðan ég sigldi undir röngu merki. Ég gat varla hugsað til þess, að fars að litil- lækka mig uú til að reka iðn og enda svo að lík- indum æfi mina við orðstírslej-si. Stoltið var enn mín sterkasta ástríða- Þetta vóru nú fyrstu tilflnningarnar, sem þessi tilhugsun vakti hjá mér. En svo fór ég að líta á hir.a hliðina. Ég haiði engin efni, til að lifa á; það var ekki til að 594 Jafet í föður-leit. er nú ung að vísu og óreynd og því ekki fær um að ráða þér heilt, en mér kemr það svo fj-rir sjónir, sem því að eins geti orðið árangr af þess- ari leit, að það sé foreldrar þínir, sem leita efiir þér. Þegar þeir vilja finna þig, þá munu þeir leita þín, en liitt verðr árangrslaust, að þú sért að leita þeirra.” “En” svaraði 6g; “minnist þess‘ að það hefir verið spurt eftir mér á útb rðaspítalauum ; en þeim, seiri þar spurðu eftir mér, brást von sín, og þeir spvrja ekki eftir tnér framar.” “Er þá, föðurástin ekki sterkari en það, að ein árangurslans tilraun aftri honum frá að reyna að spyrja upp barnið sits? Nei, nei, Jafet; ef faðir þinn þráir þig, þá finst þu á endanum; það það verðr haldið áfram að grenslast eftir þér. Én það er til einskis fvrir þig að leita, og því hefir þegar eytt of miklum tíma til einskis.” “Þú segir satt, Súsanna,” mælti Mrs. Copha- gus ; “Jafet hefir elt skugga og þannig vanrækt það sem meira var vert; það er nú kominn tími til fyrir þig, að fara að festa ráð þitt og vinna fýrir þér.” “Og vinna skylduverk þín í þeirri stöðu, sem guði hefir þóknazt að setja þig í,” “bætti Súsanna við, og varð um leið samferða systr sinni fram úr stofunni. Copbagus liélt samtalinu áfram og benti mér á, hve gagnslaust það væri fyrir mig að vera á si- feldu fiakki, og live miklu réttara það væri af mCr að taka mér mí eittbvert atvinnustarf fyrir Jafet í föður-leit. 591 um barnanna það trúarljós, sein síðar geti lýst þeim alla æfibrautina. Ég hafði ekki litið í bíflíuna síðan ég fór af útburðarspítalanum. Nú var ég hér, lémagna eftir sjúkdóm og auðmýktr af mótlætinu, og og hlustaði á þessa fallegu stúlku lesa mér kafla, sem áttu vel við ástand mitt og vóru að sínu lej-ti eins forkunnar-fallegir eins og hún var sjálf, og komst ég svo við undir lestrinum, að ég gat ekkitára bundizt. Súsanna lét aftr bókina og kom að rúm- stokknum til min. Ég þakkaði lienni fyrir lestr sinn; hún sá þegar, hvað klökkr ég var, «g þeg- ar ég rétti henni höndina, þá rétti hún mér hónd sína ámóti. Ég kysti á hönd hennar, en hvín kipti henni þegar að sér ogfór út. Skömmu siðar kom Ephraim inn. Cophngus og kona hans komu og inn til mín síðar um kveldið, en Súsanna Temf>le lét ekki sjá sig fyrri en næsta dag, cg bað ég bana þá að lesa aftr ofrlítið fyrir mig. Ég vil ekki þreyta lesarann á að fjölyrða um aftrbata minn. Þrem vikum eftir þetta var ég kominn á ról. Á þessum tíma var ég orðinn ná- kunnugr öllu heimilisfólkinn, enda var farið með mig eins og ég væri einn af skyldfólkinu. Með- an ég lá hafði ég óneitanlega sýnt mciri trúrækn- is merki, lieldr en ég hafði nokkru sinni áðr gert; en ekki get ég sagt að ég væri orðinn sann- ariega trúrækinn. Mér þótti vænt um að heyra Súsönnu lesa í bíblíunni, og mér var ijúft að tala

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.