Heimskringla - 14.07.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 14.07.1894, Blaðsíða 4
4 HETMSKRTNGLA 14. JÚLl 1894. VERDLAÖNIN GETA ORDID YDAR. Uppþemba og mátt- leysi læknast þegar. Paine’s Celery Compound er það sem læknar. Engir sjúkdómar eru almennari hjá oss, en óhægðir og taugaveiklnn. Þess- ir voðalegu sjúkdómar gera lifið óbæri- leet að kalla fyrir þúsundir manna, og fjölmargir deyja af því árlega sökum þess, að þeír hafa ekki notað hina réttu lyf og ekki farið nægilega gætilega með sig. Svo hundruðum manna skifti voru læknaðir á síðastliðnu ári með Paine’s Celery Compound, þessu undra lyfi, sem aldrei bregst að lækni vindþembu, melt- ingarleysi og taugaveiklun. Mr. C. H. Porier, kaupmaður í Belledune, N. B.t ritar eftirfylgjandi: “Það eykur mér hina mestu ánægu að segja fáein orð til hróss hinu undur- samlega lyfi, Paines Celery Compound. Tilgangur minn er, að láta aðra vita hve mikilsvert lyf það er fyrir þá, sem þjást af vindþembu og taugaveiklun. Árum saman þjáðist ég af þessum sjúk- dómum og tók með köflum út hinar verstu kvalir, Ég rejmdi að lina þjáningar mínar með brúkun vmsra auglýstra lyfja, en allar slíkar tilraunir urðu árangurslaus- ar. Til allrar hamingju reyndi ég fyrir nokkrum tíma síðan Paines Celery Coumpound, og fann ég skjótt að ég hafði um síðir do,ttið ofan á gott og á- reiðanlegt lyf, Ég fann til bata þegar í byrjun og er ég hafði brúkað það nokk urn tima, var ég alheill. Ég þekki ekkert lyf, sem ég geti með iafngóðri samvizku mælt fram með við alla þá, sem þjást af ofangreindum sjúkdómum. Sé það rétt notað gefur það nýtt líf og fjör í staðinn fyrir sorg og sjúkdóm. Eg get ekki hælt því um of, og vil alvarlega ráða öllum, sem þurfa, að láta ekki dragast að reyna það”. Winnipeg. í íslendingadagsnefnd voru á fimtunagskvöldið kosnir : Á. Friðriks- son, Einar Hjörleifsson, B. L. Bald- winsson, Eggert Jóhannsson, Gísli Goodman, E. Gíslason, Fr. Sveinsson, Sigf. Anderson. Ákveðið var að ís- lendingadagurinn skyldi hafður 2. ágúst næstk. TJr bréfi úr Nýja íslandi, dags. 5. Júlí:— “Grastið er nú hin bezta, en þó ekki vel sprottið enn sökum þurk- anna í vor. Ef tíð leyfír munu heyann- ir byrja 10.—15. þ. m. Venju fremur er hátt í vatninu og ekki séð hvar staðar nemur, ef norðanátt helzt lengi. Allir sem óska eftir að fá íslend- ingafélagshúsið til leigu, hvort heldur fjrir fundi eða samkomur, geri svo vel og snúi sér hér eftir til J. GOTT.SKAr.KSSONAK. 685 Ross Ave. María segir, bæ frá bæ, beztu kaup í heimi tíu centa Diamond Dye; drótt því eigi glej-mi. Ef þessi vísa og þessi grein er send til Wells & Richardson Co. í Montreal, ásamt 25 cts. í peningum eða frímerkjum, þá fær sá sem sendir hið ágæta mánaðarlega familiu-blað “Our Home” sent til sín í heilt ár; sömuleiðis bók með mj-ndum sem heit- ir “How to make Mats and Rugs,” og einn pakka af blek-efni, sem nægir til að búa til 16 únsur af besta bleki. Segið » hvaða blaði þer sdud þetta. Séra Magnús J. Skaprason prédikar í Unity Hall á venjulegum tíma á morg- un—kl. 7 e. h. íslendingar eru á leiðinni og eru væntanlegir í dag. Sagt þeir séu 59 talsins. í hjónaliand voru gefin á laugardag inn var af séra B. B. Johnson : Halldór Hjaltason og Ingibjörg Jónsdóttir. Herra Stefán Sigurðsson, sveitar- ráðsoddviti i Nýja lslandi, kom hingað snöggva ferð á laugardaginn var. í vetur komandi verða Bandaríkja harðkol seld einum dollar minna tonnið en að undanförnu—verða. 89,50, Meðal ræðumanna á Orangemanna- hátíðinni í Stonewall á fimtudaginn var voru þeir Geo. H. Bradbury og N. F. Hagel. Var Bradbury vel tekið alment, sem væntanlegu þingmannsefni í Lis- gar. Er nú Mr. Bradbury að hefja ferð um kjördæmið, er sýnir, að tiann ætlar sér að sækja. Vér höfum verið beðnir að geta þess að Margrét Halldórsdóttir, er nýlega lézt í Álftavatnsnýlendu, var ógift stúlka, og er fólk hennar i Brandon. Séra Magntis J. Skaptason kom hingað frá Gimli á laugardaginn var með fjölskj-ldu sina alfluttur til bæjar- ins. Hefir hann tekið hús að 572 Al- exander Ave,, ogverður það utanáskrift hans fjrrst um sinn. Herra Gestur Oddleifsson kom til bæjarins á laugardaginn var og fór heimleiðis samdægurs aftur með gufu- bátnum “Ida” frá Selkirk. Kom hann upp hingað til þess aðfullgerasamninga, er Stefán bróðir hans hafði gert um sölu borðviðarins frá mj-lnu hans. Alls er hann nú búinn að sága um 450 000 fet af borðvið. Danskur maður, August Schnell að nafni, skorar á íslenzka, franska eða annara þjóða göngugarpa, að hlaupa til kapps við sig 25—50 mílna sprett á sýningarvellinum. Verðlaunin eiga að vera hæst 8250 og að auki inngangs- gjald áhorfenda, að frádregnum kostn- aði. Er hann til með að finna þann, er hlaupa vill, á Nicollet House, Market Street. Þess er getið á öðrum stað, að Gest- ur Oddleifsson hafi fullgert samning um sölu á borðvið sínum. En þegar til kom varð ekkert úr því. Hr. Stefán Oddleifsson ætlar nú að rej-na að selja það sem hingað er komið i smákaupum og selja ódýrar en nokkrir aðrir. Við- inn geta menn fengið heflaðann eða ó- heflaðann, eftir vild. Stefán er að finna framundan timbursölustað Achland & Son’s, á Point Douglas, alla virka daga. Pic-nic ísl. lút. sunnudagaskólans verður haldið í Elm Park á mánudag' inn kemur. Aðgöngumiðar fyrir full- orðna 25 cents og 15 cts. fyrir börn inn- an 15 ára, er ekki heyra skólanum til. Aðgöngumiðarnir gilda sem farseðlar fram og aftur á öllum strætasporvegun- um og frá hvaða stað í bænum sem er. Aðgöngumiðana selja ■" herra Á. Frið- riksson, A. F. Reykdal, Stefán Jónsson og Gunnl. Jóhannsson. Islendingar ! Þér fáið livergi betri hárskurð og rakstr en hjá Sam Montgommery, . . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. Kraptaverkið í Huron Saga gamallar konu öðrum til gagns. Mrs. Robert. Bissett, sem um undanfarin 9 ár hafði þjáðstaf gigt, og sem eftir a'lan þann tírna, þrátt fyrir hinn háa uldur hennar, læknaðjst íneð pví að brúka Dr. Williams Pink Pills Hún segir sögu sína, svo aðrir mættu gagn -af hafa. Tekið eftir blaðinu Goderich Star. Nú um næstum því undanfarin 4 ár, hefir verið aftur og aftur skrifað í ýms fréttablöð bæði í Baudaríkjunum og ('anada, um liinn undraverða lækniskraft er felst í hinu veiþekta meðali Dr. Will- iams Pink Pills. Þekking vor á hinum ýmsu útgef- endmn pessara fréttablaða. kemur oss til að halda, að það sóu hvorki öfgar né ósannindi auglýsingar um þetta með- al, heldur áreiðanleg fannindi, sem séu þess virði að gera almenningi pær kunn- ar, og að þeir sem þjást af hinum ýmsu kránkleikum, geti fengið bót meina sinna. Undanfarinn tíma höfum við lieyrt talað mn Mrs. R. Bissett í Colbo- urn Township, sem einn af peim mörgu sjúklingum, sem hafa fengið bótá lang- varandi þrautum við brúkun Dr. Williams Pink Pills. Til þess að fá fulla vissu um þetta, fór fregnriti blaðsins Star og heimsótti son Mrs. Bissett, sem hefir hveiti og fóð- ursölubúð á Hamilton stræti, og spj-r hann eítir, að hve miklu leyti að saga þessi sé sönn. Mr. Bissett svaraði fregn- rítanum afdráttarlaust, að þessar ágætu pillur Dr. Williams hefðu svo mjög bætt heilsu móður sinnar, sem um mörgund- anfarin ár hefði þjáðst af gigt, að hún væri nú við bærilega lieilsu, og sætir það undrum, einkum vegna þess, að hún er nú 70 ára gömul, og svo bætti liann við : “Það er annars best fyrir yður a* fara og hitta hana sjálfa, þvi óg er sannfærður um að hún með mestu ánœgju segir yður frá bata þeim, er hún fékk við brúkun þessa ágæta lyís, og það er enginn efi fyrir mér að hefði hún ekki fengið þær, þá hefði hún nú legið í gröf sinni.” Fregnritinn fór eftir ráðlegging Mr_ Bissetts, og keyrði nokkru síöar út að liinu góðkunna heimili Mrs. R. Bissett. Þann sama dag hafði Mrs. Bissett verið að heimboði hjá nágrannakonu sinni,Mrs. Robertson, og var að koma heim þegar fregnritann bar þar að. Hún heilsaði honum glaðlega og lét hann vita, að s(3r kæmi ekki á óvart þangað koma hans, því sonur sinn hefði sagt sér fráviðtali þeirra þegar hún heimsótti liann síðast. Og síð- an mœlti hún : “Jafnvel þó mig langi ekki til að verða umtalsefni í blöðunum þá er ég samt fús til að segja yður sögu mína eins og hún er.” “Það eru nú hér um bil 9 ár síðan ég fyrst kendi krankleika mins, og sem á- gerðist dag frá degi, þar til ég lagðist í rúmi-S, og í fulla 7 mánuði iá ég þar al- gerlega hjálparlaus og gat hvorki sezt upp né snúið mér, eða að nokkru leyti hagrætt mér. Ég leitaði til lækna í grend- inni, og meðöl þeirra bættu mér töluvert mikið, og komst ég á llakk og var frísk um nokkuð langan tíma. En svo veiktist ég aftui af sama sjúkdómiog í íull tvö ár lá ég rúraföst og gatenga björg mér veitt; ég reyndi alla hluti, böð, áburði, baxtra og inntökur, en ekkert af þessu gat bætt mér, og fór ég versnandi dag frá degi ; þjáðist óbærilega af gigtinni, og svo bætt- ist við bæði brjóstþyugsli og inæði. Samt sem áður skánaði mér aftur um tíma svo mlkið, að ég gat með lijálp annara kom- ist ofan úr rúminu, og ofan i hægindastól. Síðast var mér ráðlagt að reyna Dr. Will- iams Pink Pills, og jafnvel þó ég væri bú- in að missa trú á öllum meðulmn, þá lét ég þó tiileiðast og sendi til bæjarins eftir ögn af þessurn pillum ; þær voru keyptar í lyfjabúð Mr. Wilsous. Eitir að ég hafði brúkað þær um nokkuin tima, fór mér að batna. Ég hélt því áfram að brúka þær og fór batnandi dag frá degi, þar til ég var orðin eins frísk eins og þér sjáið mig nú, og liefi ég þó ekki brúkað þær um 2 undanfarna niánuöi. Nú get ég gengið einsömul og hjálparlaust; ég að sönnu hefi ætið stafinn minn viö hendina ef svo óheppiJega skyldi til takast að mér skrikaði fótur.” Mrs. Bissett endaði sögu sína með þessuin orðum : “Ég get nú með sanni sagt, að ég sé ekki veruleg byrði barna minna, eins og ég var, og það á ég alt að þakka þessum ágætu Dr. Wiiliams Pink Pills.” Mrs. R. Bissett liefir verið stjórnsöm og starfsöm kona, búin hinum ágætu hæfi- leikurn sem fáar af fjöldanum hafa, sem er, að skoða viðburðanna rás á eðlilegan liátt. Hún er kona vel lesin og hefir á- gætt minni, og getur því talað um ýmsa þá hluti, sem skeð hafa fyrir mörgum ár- um síðan; hún hefir búið í þessu bygðar- lagi um 48 ár, og hefir þvi séð margar þær breytingar, sem átt liafa sér stað á því tíinabili. Og það er hennar hirðu- semi og óþreytandi elju að þakka, sú vel- gengni og fegurð, sem þetta gamla heim- ili er orðlagt fyrir. Dr, Williams Pink Pills hafa alia þá eiginleika sem þarf til að hreinsaog bæta blóðið, og styrkja taugarnar, þær eru ó- yggjauúi meðal við gigt, taugaveiklun, mjaðmagigt, riðu, höfuðverk, niöurfalls- sýki, Lagrippe, influenza.og kvefi. Þær eru góðar við öllum þeim sjúkdómum, sem koma frá óhreinu blóði, svo sem kirilaveiki, langvarandi heimakomu o. s. frv. Þær gera litarháttinn hraustlegan, þær eru einnig óbrigðular við ýmsum kvennlegum sjúkdómum, eins og þær eru ágætt meðal við þeim sjúkdómum, sem orsakast af andlegri og líkamlegri ofraun og hverskonar óhófi. Dr. Williams Pink Pills eru að eins seldar í öskjum ineð merki félagsins, en aldrei í dúsínavís eða hundraðatali. Ef verzlunarmaður býður yður eitthvað annað í þeirra stað, t. d. aðrar pillur, þá er hann að svíkja yður og þér ættuð að forðast hann. Alþýðan er enn fremur vöruð við að kaupa ekkert af hinum svo kölluðu bióðhreinsandi meðulum, búnum til í svipuðum myndum; þau eru að eins tll að villa y5ur. Biðjið um Dr. Williams Pink Pills for Pale People og neitið öllu öðru. Dr. Williams Pink Pills fást hjá öll- um lyfsölum eða beint frá Dr. Williams Medicine Co. fyrir 50 cts. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50. Hið lága verð á pill- um þessum gerir lækningatilraunir til- tölulega auðveldar í samanburöi við önn- ur ineðöl og læknlsdóma. Landar í Selkirk. Ef þið þurfið málaflutningsmanns við, þá rej-nið John O’Reilly, B. A., Barrister, Attorney Etc. Skrifstofa í Dagg-Block, SELKIRK, MAN. FERGTJSON & CO. 403 Main Str. Bækr á ensku og íslenzku; íslenzkar sálmabækr. Ritáhöld ódýrustu í borginni Fatasuið af öllum stærðum. X ÍO XJ 8. (ROMANSON & MUMBERG.) Gleymið þeim ekki, þeir era ætíð reiðubúnir að taka á móti yður. Ol e Simonson mælir með sínu nýja Scandinavian Hotel, 710 Main Str. Fæði §1.00 A dag. VORIÐ 1894. Blue Store merki: ¥ Bia stjarna. 434 Mam Str. IVinnipeg. Nýkomið inn, síðan í vikunni sem leið, hið stærsta upplag af tilbúnum fatnaði fyrir karimenn, unglinga 0g drengi, sem nokkurn tíma hefir sést í Winnipeg. Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu billeg þau era. Þið getið ekki trúað því nema því að eins að þið sjáið það sjáifir. Komið og skoðið okkar : Karlmanna alfatnað, Karlmanna buxur Unglinga alfatnað, Drengja alfatnað og Drengja stuttbuxur. Látið ekki hjá íða að heimsækja okkur og sannfærast. Munið eftir staðnum The Blue Store MERKI: BLÁ STJARNA. 434 MAIN STREET. A. Chevrier. Fáið ykkur E. B. Eddy ’s annaðhvort “indurated” eða tré- smérkollur. — Hinar ódýrastu og beztu á markaðinum. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJ ÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJ ÖR-KOLLUR Eddy’s. SMJÖR-KOLLUR Eddy’s. Skrifið eftir prísum fáið sýnishorn hjá TEES& PERSSE Winnipeg, Man. KAUPIÐ ÆFINLEGA ÞAR SEM ÞIÐ FÁIÐ BÉZTAR OG .... ÓDÝRASTAR VÖRUR........ Hveiti. Bran. Fóðr-hveiti. Oil Cake. Flax Seed. Shorts. Hafrar. Hey. Linseed Meal. . . . Allskonar malað fóðr. . . . Hjá w. BLACKADAR, IRON WAREHOUSE. i8l Higgin Str._ Ss 630 Jafet í föður-leit. að með ein-penningi. I meir en þrjá mánuði gékk ég þannig um með leirtaus körfu mína og braut aldrei nokkurn hlut — fyrr en í Eton, að allur varningurinn fór í mola í senn.” “Hvernig var því varið?” Ég rakst a hóp af skólapiltum frá Eton, er stungu upp á að ég setti muni mína, einn og einn 1 senn, upp á staur einn, skyldn þeir svo hæfa með steinum og borga ákveðið verð fyrir hvert kast. Mér leizt vel á þetta og gekk að samningum. Setti ég þá könnu a staurinn, er kostaði einn penning, kastið setti ég einn penning og fór hún í öðru kasti. Ávinninguriun var góöur, en helzt til voru þeir liæfnir, svo ég afréð að setja fullt verð hvers hlntar á kastið. Hver strákur fyrir sig hafði spitu og gerði ég skoru í hana fyrir hvert kast, er jafnframt sýndi hvað mikið hver skyldi borga í leikslok. Einn eftir annan settiég muni mína upp á staurinn og allir komu þeir niður í molum, þangað til karfan var tóm. Fór ég þá að kalla eftir bcrguninni, en þa hlupu þeir sinn í hvora áttina skellihlægjandi. Ég elti þi, en hefði eins vel mátt ella flær. Ef ég náði í einn hlupu hinir aftan að mér og toguðu í trej-ju- löf mín, þangað til hann slapp. Um síðir voru þeir allir komnir undan og ég stóð alls- laus eftir.” “Höfðuð þér ekki körfuna eftir ?” •‘Nei, ekki svo mikið. Á meðan ég va Jafet í föður-leit. 635 teknir og meðhöndlaðir samkvæmt lögunum.” Svaraði þá hinn: Djófullinn sjálfur haldi yður •í klónum, gamli sálin — syngjandi þjófurinn ! Sjáið þér ekki að ég er sjómaður, að staða mín er umferð og flakk, og að ég geri þetta alt samkvæmt lögunum.” “Þetta gildir ekki,’’ sagði þá hinn. “Eg skipa yður, í nafni kon- ungs, að láta mig taka yður til fanga, og ég skipa yður ungi maður,” sagði hann til mín, því ég var kominn til þeirra, “að lijálpa mér.” “Hvað viljið þér gefa honnm fyrir ómakið?” spurði þá sjómnðurinn “Það er skylda hans að hjáipa mér og ég launa honum engu, en neiti bann að ljá mér lið tek ég liann fastan iíka.” “Jæja, gamli sóði, þá skal ég gera betur. Ég skal gefa lionum fimm sliiilings ef hann vill hjálpa mér, og getur liann nú kosið um.” Ég hugsaði með mér að horfurnar væru vænlegar liverjum sem ég fylgdi, en ásetti mér jafnframt að fylgja þeim er greiðugri væri. Gekk ég þá upp að regluverðinum, sem var stór maðtir og þrekinn, kippt-i undan hon- um fótunum og lét liann koma niður á liöfuð- ið. Þér kannist við þetta gamla brrgð mitt, J afet ? “Jú, ég man ekki eftir að yður skjátlaði með það.” “Jæja,” sagði sjómaðuiinu við mig, “ég hef hugmynd um að þér hafið skemmt yfir- bygging lians. svn ég tmrli með að við þenj- um öll segl okkar og hrödain okkur tii* næsta 634 Jafet í föður-leit. einn penning fyrir rúmið, en brauð og ost kej'pti ég fyrir 2 penninga. Annan morgun lagði ég út aftur, en gekk illa. Enginn vildi kaupa eldspítur og ieið svo dagur til kvölds að ég seldi ekki eyrisvirði. Settist ég þá niður þreyttur og stúrinn, á þrep við fordyri á kyrkju einni. Þar 'féll ég í svefn og við livað haldið þér að ég liafi vaknað? Við kæfandi andþrengsli. Ég spratt upp um- kringdur af reykjarsvælu. Illgjarnir strákar hötðu tekið eftir að ég svaf og að ég hélt á eldspítna böggli og kveiktu svo í honum, en ég vaknaði ekki fyrri en fingifr mínir voru að brenna og reykjarsterkjan ætlaði að kæfa mig.. Þannig lauk gróðavon mimii af e!d- spítnaverzlun, af því eignir mínar stóðu allar í þeiro.” “Vesalings Tímóteus, ég kenni sárt í brjóst um yður,” sagði ég. “.Hreinn #óþarfi, kæri Jafet. Það var aldrei kveðinn upp dauðadómur yfir mér og vand- ræði inín voru léttvæg — rétt til að hlægja að. Hvað um það var ég nú niðurdreginn mjög, er ég gekk burtu og liugsaði alvarlega um þá ráðlegging gamla beiningamannsins, að komast í faligelsi. Ég var kominn heim að bæjar- takmörkunum þegar ég sá hvar tveir menn voru að tuskast og lieyrði ég að aunar sagði, er virtist vera lögregluþjönn: þér verðið að koma með mér. Siáið JUr ek!<i spjaldið þarua ? Þar stendur að allic tiiekingiu- skuli Jafet í föður-leit. 631 að elta þennan eða liinn, fóru hinir og tóku körfuna og köstuðu lienni á undan sér eins og fotboita, þangað til*hún var komin í hvar'í með þeim. Eg stóð eftir með 8 penninga í vasanum og sjáið þér sf því að mér .þokaði nú óðum niður á við í heiminum !” “Víst vrrðist .það svo, Timm.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.