Heimskringla - 28.07.1894, Page 2

Heimskringla - 28.07.1894, Page 2
HEIMSKRINGLA 28. JÚLÍ 1894. Heimskringla kemr út á Laugardögum. Tiie Heimskringla Ptg. & Publ.Co. útgefendr. [Publishors.] Verð blaðsins í Canada og Banda- ríkjunum : 12 mánuSi $2,50 fyrirframborg. $2,00 6 ----- $1,50 ---- — $1,00 3 ----- $0,80; ------ — $0,50 Ritsíjórinn geymir ekki greinar, sem eigi verða uppteknar, og endrseudir þær eigi nema frímerki fyrir endr- sendiug fylgi. Ritstjórinn svarar eng- um brófum ritstjórn viðkomandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfurn er enginn gaumr gefinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltekr slíkt merki. Uppsögnógild að lögjm,uemakaup- andi só alveg skuldlaus við blafíið. Ritsjóri (Editor): EGGERT JÓHANNSSON. Rádsmaðr (Busin. Manager): J. W. FINNEY kl. 9—12 og kl. 1—6 á skrifst. Peningar sendist í P.O. Money Or- der, Registered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, eru að eins teknar með afföllum. 653 Pacific Ave. (McWilliam Str.) Islending-a-dagurinn. Þrátt fyrir það þó liart þyki í ári um þessar mundir, vonum vér fastlega að Winnipeg-íslendingar, fyrst og fremst kappkosti að fjölmenna á þessari vorri 5. Þjóðhátíð f sýningargarðinum á fimtudaginn kemur. Með ári hverju ætti þessi sórstaki hvíldar- og skemti- dagur þjóðflokksins að vaxa og’ verða æ stærri og stærri, að því er mannfjölda snertir og að því oins, er skemtanir snertir. í þetta skifti hafa Winnipeg íslendingar að voru áliti sórstaka á stæðu til að fjölmenna á samkomuna Forstöðunefndin iiefir sem sé komið sér saman um að hafa nýja ræðumenn menu sem aldrei fyrr hafa flutt ræðu á íslendingadag, en sem að flestra áliti eru vel færir til að flytja góðar ræður Auk þess eru Jieir allir leikmenn, enginn þeirra það sem kallaö er lærður. Ame- ríka er sjálfsfræðinnar, ekki síður en lýðmenntunarinnar land, og þess vegna ekki úr vegi að sjá einu sinni hvernig sjalfmenntaðir \ estur-íslendingar leysa ræðustörf af hendi. Að undanskildum prestunum hljóta Vesfur-íslendingar fyrst um sinn að miklu leyti að fcreysta á sína sjálfmentuðu menn til forgöngu í flestum málum. Þess vegna er ekki nema sanngjarnt, að þeir séu að minsta kosti einu sinni látnir einir um hituna gefið tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Jafnframt eru þá þeir, sem á undangengnum íslendingadögum hafa tiutt ræður, undanþegnir því erfiða skylduverki, að flytja ræðu um sama málefni ár eftir ár. Með þessu fyrir- komulagi geta menn treyst því, að heyra eittlivað nýtt, eitthvað það sem ekki hefir verið sagt áður, og það fyrir sig er gild ástæða fyrir menn að fjöl- menna á þessari samkomu. Þessi ný- breytni nefndarinnar vonum vér þess vegna að falli almenningi vel í geð og að fjölmenn samkoma verði órækur vottur þess. Að öðru leyti verður samkoman engu síður skeintileg en þær undan- gengnu. Tilraun verður gerð að hafa skemtanirnar svo margbreyttar, að við allra smekk verci, að svo miklu leyti, sem annars er mögulegt að fullnægja allra löngun. Hljóðfærasláttur verður meiri og betri en nokkru sinni áður. Hornblás- enda-flokkurinn sami og i fyrra sá ís- lenzk-sænski verður allan daginn til kl. 8 að kveldinu, og eftir það til miðnætt- is ágæt urchetira. Þessi hornblásenda- flokkur reyndist vel í fyrra og ætti þá ekki siður að reynast það nú, því æfing- ar hefir flokkurinn haft margar síðan. Auk þess er hann nú þriðjungi mann- fleiri en í fyrra, þá voru þeir 8 saman, en nú oru þeir 12. Þegar á þetta er litið, virðist full- 'komin ástæða til að vænta eftir ágæt- ustu skemtun allan daginn. réttar í að skifta sér sem minnst af rit- stjórnarlega’’. Þau opinber mál eru auðvitað ann- an sprettinn á dagskrá i Bandaríkjun- um, sem engin blöð í Canada mundu leggja dóm á, en yfir höfuð að tala er öllum blöðum i Canada, íslenzkum eða ekki íslenzkum, heimilt að ræða um og leggja dóm á opinber mál í Bandarikj- um og hvar í heiminum sem er. Og annað eins allsherjarmál eins og þetta járnbrautarstríð er þannig, að naumast nokkurt blað í heimi lætur vera að minnast á það, því skyldu þá ekki ís- lenzk blöð í Canada ræða það ? Auk þess snertir þetta mál Canadaríki svo mikið, þar sem félagið A. R. U. og öll verkmannafélögin, er tekið hafa þátt i þvi, eru stofnsett í Canada eins og í Bandaríkjunum, og geta þess vegna hvenær sein vill fest öll flutningsfæri hér eins og syðra og Iiafa gert það i þessu stríði að þvi er snertir Northern Pacific brautina. Þó ekki Væri annað þá er það út af fyrir sig fullkomin á- stæða fjT-ir blöð í Canada að dæma þetta mál, enda þótt dómurinn. aðal- lega komi niður á þeim, sem upphafiau valda, mönnum í Chicago. Undir öll- um kringumstæðum hafa því íslenzk blöð í Canada fullkominn rétt til að tala um þetta mál og dæma það hvert eftir sínum smekk og sinni skoðun á málinu. I þvi, ef engu öðru, hljóta blöðin að vera samtaka, að heimta og gera lesendum sínum kunnugt það rit- og ræðufrelsi, er lög landsins (bæði í Bandaríkjunum og Canada) lej'fa. Það er langt frá því, að oss langi til að mæla með auðkýfingnum George M. Pullman, því hann er að voru áliti einn af hinum mörg u mikillega of lofuðu mönnum í Ameríku, er að voru áliti “úlfur í sauðargæru”, rándýr í glitof- inni, en þunnri guðræknis og mannúð- arskykkju, útheiminum til sjónhverf- ingar. Eigi að síður er sanngjarnt að segja það eitt um hann, sem satt er. Það er satt, að hann á öll húsin í Pull man og allar verzlanir o. s. fvr., en það er ekki rétt, að allir sem hjá honum rinna, séu neyddir til að búa í Pullman Ef þeir vilja, mega þeir búa hvar helzt sem er utan hans landeignar. Vitan- ega riU hann að þeir allir leigi sín hús Pullman, og trúa má honum til þess, að beita þeim brögðum, að sem flestir vinnumenn hans sjái sér heppilegast að búa þar. Það er heldur ekki rétt, að hann eigi vatnið, sem leitt er um bæ inn—nú. Hann átti það þangað til Pullman var innlimaður í Chicago, því sú heljar-borg svalg Pullman eins og önnur nágrannaþorpin, til þess að telja sem flesta íbúa. Síðan á Chicago vatn- ið, og ef satt er sagt, þá er það dýr-ara nú en á meðan Pullman átti það sjálfur Vitaskuld er þetta smáatriði, en mörg smáatriði samanlögð gera stóra heild. Og Pullman hefir nóg á samvizk unni um þessar mundir, ef ekki áður, þó haun sé undanþeginn því, að bera smáatriða bögla, sem hann að réttu ekki á. Hvað vilja Populistarnir ? “Lögberg og verkfallið’ ’. I öðrum dálki blaðsins er erein með 'þessari fjrrirsögn eftir hr, JG. A. Dal- mann. Þó vér séum honum að miklu leytl samdóma, þá erum vér það ekki þar sem hann segir : “Afskifti blaðins af verkfallinu hér sj'ðra er án efa eitt af þeim málum, er islenzk blöð norður í Canada hefðu gert Stefna þeirra í heild er fremur óá kveðin, þannig, að populiska-flokkur í þessu héraði vill þetta, í sömu andránni og annar flokkurinn í einhverju öðru héraði heimtar það gagnstæða. Þó eru allar deildar populista nokkurn veginn samtaka í að viðurkenna þrjú atriði allra populista sameiginlegt mál. Þessi ir jú atriði eru : 1. Óhindruð útgáfa gull- og silfur- peninga ; að silfur hafi sextánda hluta verðs á móti gulli, þ. e. að gildi únzu af silfri 81, þá gildi 16 únzur af silfri 816 ; og að nóg sé gefið út af óinnleysan legum seðilpeningum til þess að koma í veg fyrir peningaþröng og þar af leiðandi verzlunardej'fð og vandræði. 2. Ein-skattur, þ. e., að allur skattur sé lagður á landið, en ekki á umbætur, sem á því eru gerðar, og að sá skattur myndi hina einu tekjugrein stjórnar- innar. 3. Þjóðeign allra járnbrauta og ann- ara þvílíkra stórstofnana. Flokkur populista^ samanstendur mestmegnis af bændum, sem taldir eru miðlungi stórir bændur, þ. e. a. s., af bændum, sem hvorki eru stórríkir né stór-fátækir, og af daglaunamönnum og i þann arm f j’lkingarinnar slæðast margir, sem miður þykja valdir til að skipa flokk vinnumanna. Það mætti margt segja tveimur seinni liðunum í þessari stefnuskrá populista til stuðnings. En ekki verð- ur þvi neitað, að eins og fólk gerist flest nú, pólitisku mennirnir að minnsta kosti, er það efamál, að þjóðeign járn brauta hefði í för með sér öll þau gæði er í fljótu bragði virðist að sjálfsagt yrði. Flutningsgjaldið, sem bændurnir öllum mönnum fremur, sérstaklega á miðbiki landsins, hafa ástæðu til að kvarta undan, það yrði vitaskuld lækk aði svo að viðunanlegt yrði. Aftur á móti er ekki ástæðulaust að óttast að járnbrautirnar með öllu sínu valdi mynduðu hræðilegt vopn í hendi þess flokksins er rikjum réði, í það og það skiftið. En hvað það snertir, að þvinga stjórnina til að móta alt það silfur, er henni býðs, og gefa þvi nafnverð miklu meira en gildi þess lej’fis, þá virðist sú fjTÍrætlun miður ráðvcndnisleg. Mark aðsverð silfursins er nú 63| cts. unzan en populistarnir vilja, samkvæmt þess ari fyrirætlan þeirrá, að stjórnin borgi únzuna með 81.12J. Mætti af þessu ætla, að populistar lótu leiðast af fagur j'rðum silfurnámaeigenda fremur en að eigin rannsókn hafi sannfært þá um réttlæti þessarar kröfu. Svo virðíst og, að krafa þeirra um útgáfu óinnleysan legra seðil-peninga só á misskylningi bygð, eða einverju slílcu. Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan bæði norður og suðurríkin reyndu útgáfu seðilpening- anna, er ekki báru með sér innlausnar loforð. Það er allmörgum sjálfsagt minnisstætt enn, að Suðurríkja seðil peningar þessir féllu svo í verði, að af þeim útheimtust ellefu hundrað dollars til að kaupa eins dollars virði af vörum Svona,litla von höfðu menn um að fá þá peninga innleysta og endurgoldna gjaldgengum ejri. Norðurríkja-pen- ingarnir af sömu tegund fóru að vísu ekki neitt líkt því svona hraparlega, en verð þeirra hrundi samt, þangað til af þeim seðlum útlieimtist tveggja dollara og áttatíu centa virði til að kaupa einn gulldollar, eða gulldollars virði af varn- ingi. Fjrir sjón margra, er ekki hugs- uðu um málið, var þetta ekki verðhrun seðilpeninganna, heldur það, að varn ingur allur steig upp svona ægilega. En útlendingar, og þar á meðal ekki svo fáir Canadamenn, gátu borið vitni um, að það voru seðlarnir, sem fallnir voru, því þeir keyptu ekki svo lítið af þeim á ofangreindu verði, þ. e., þeir gáfu eins dollars virði af gulli fyrir 82,80 i seðil- peningum. Að þeir f éllu ekki enn meir var að þakka því trausti, sem allir höfðu á Bandaríkjastjórn. Þeir vissu að þar var að eins um tíma spurnsmál að ræða, þangað til hún innleysti seðl ana með# ákvæðisverði. Það er þess vegna tæplega hugsandi, að þjóðin mundi nú, þegar engin sérstök þörf knýr, vilja þýðast slika peninga. Orða-belgrinn. [Öllum, sem sómasamlega rita, er velkomið að “leggja orði belg;” en nafn- greina verðr hver höf. sig við ritstj., þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu. Engin áfellis-ummæli um einstaka menn verða tekin nema með fullu nafni undir. Ritstj. afsalar sér allri ábyTgð á skoðun- um þeim, sem koma fram í þessum bálki]. Lögberg og verkfallið. • Mörgum sinnum hefir Lögbergi verið legið á hálsi fyrir ófrjálslyndi og ýms miður heilnæm afskifti al- mennra mála, en sá sem þetta ritar hefir ekki getað séð, að blaðið hafi sýnt sérstakt ófrjálslyndi þegar um almenn mál hefir verið að ræða. Hitt er ann- að, hvort þau grundvallaratriði, sem blaðið fylgir i sinni framkomu, eru að jafnaði hin heppilegustu. Þar um eru án efa deildar meiningar, sem ekki verður heldur hjá komist. Afskipti blaðsins af verkfallinu hér syðra er án efa eitt af þeim mál- um, er íslenzk blöð norður í Canada hefðu gert réttara í að skifta sér sem minst af ritstjórnarlega. Grein ritstjórans í Lögbergi 11. þ. m. ber það með sér, að ritstjórinn veit ekkert hvað iiann er að tala um. hann sýnir að eins eina hlið málsins: hlið auðvaldsins, auðvitað setur hann það rétt fram eins og hin “merku’’ blöð Bandaríkjanna segja frá því; all- ur munurinn er, að veslings Lögberg fær ekkert fyrir að hjálpa mammon hér syðra, en hin merku blöð, flest ef ekki öll, tilheyra auðvaldinu, eru iess málgögn. Þó eru til merk blöð hér syðra er líta öðruvísi á þetta mál en Lögberg gerir. Það má benda á bréf er prentað var í Minneapolis Journal fyrir fáum dögum ; bréfið var frá merk- um presti, er lýsir ástandinu í Pullman Town og niðurlagsorðin eru á þáleið, að “hafi þrælahald nokkurn tíma átt sér stað, þá er það þar. Konur og menn eru þar fædd til þrældóms af leirri einföldu áftæðu, að foreldrarnir skulda Pullman meira en þau geta nokkru sinni borgað, sem kemur af því fyrirkomulagi, er þar á sér stað, og Pullman hefir stofnad. Hann eða fólagið eiga öll hús og hver sem vinn- ur á þeirra verksmiðjum, verður að sjálfsögðu að leigja þeirra hús, brúka þeirra vatn, þeirra ljósmat, (rafurmagn eða gas), kaupa varning í þeirra búð- um, í stuttu máli, þegar verkamönn- um er borgað kaup sitt, hverfur það alt inn i fjárhirslu Pullmans aftur og hrekkur ekki til. Pullmans aðferð er einkennileg að því leyti, að þeir halda ekki til lengdar mann, sem ekki skuld’ ar þeim. Ég hefi nýlega talað við tvo menn, er unnu fjrir Pullman-félagið annar sagði: “Ef mér hefði ekki bor- ist dálítill arfur, hefði ég. verið þræll þeirra þann dag í dag, en ég borgaði alt, er ég skuldaði félaginu um miðj- an Október og bjóst við að vinna all- an veturinn, af því aldrei hafði verið sett út á verk mitt í þrjú ár, er ég dvaldi þar, en næsta laugardagskvöld, er ég fékk kaup mitt og bókhaldarinn sagði ég skuldaði ekkert, bætti hann því við : ‘mér hefir verið sagt að láta þig vitu, að félagið þyrfti þín ekki lengur með.’ Mér varð hverft við og spurði um ástæður, en gamli bókhald- arinn hristi höfuðið og benti mér að fara og gefa þeim næsta tækifæri að borga skuldina sína ; ég fór og næsta dag flutti ég vestur til Minnesota svo þrælmenska Pullmans varð mér að góðu.” Hinn maðurinn sagði hér um bil hið sama, en bætti við þessum orðum: “einn dag vildi það til að drengurinn minn braut rúðu í húsinu sem óg bjó í og auðvitað tilheyrandi félaginu, það var eitthvað kl. 2. Um kveldið sagði konan mín mér að mað- ur hefði komið eitthvað stundu síðar og látið rúðuna í, en næsta laugar- dag var hún færð mór til skuldar á $1, en það allra hæsta liefði átt að vera 25 cts.” Þetta er lítið sýnishorn af með- ferð Pullmans á þrælum sínum (það er í alla staði rangt að kalla menn hans frjálsa menn eða verkamenn), en þó heldur Lögberg því fram, að hann hafi látið halda áfram vinnu sér í skaða af kærleika til mannanna. Það næsta, er blaðið fræðir okknr um, verð- ur að líkindum, að Júdas hafi tekið við hinum 30 silfurpeningum af kær- leika til Krists. Blaðið skorar á þjóðina að rísa UPP og “hnekkja þessu voðavaldi.” Veit ekki ritstjórinn, að það voðaleg- asta vald í þessu landi er auðvaldið ? Veit hann ekki, að þessi ógurlega stjrjöld, sem grúfir yfir öllu eins og geigvænleg ísþoka, er stríð milli hinna hungruðu munna vinnulýðsins og lúns frjálsa og stolna auðvalds. Virkilega Svar til X. Þá er X enn að nýju tekinn til að murra út úr liolu sinni, í 25. nr. Hkr. þ. á. Þar segir hann að G. Th., Sig. í Arnesi og ég, höfum bakað nýlendunni óþörf útgjöld ; enn fremur, að ég liafi komið lilutdrægur fram á fyrsta fund- inum og gleymt eiðnum, og svo sam- þykki ég þetta. Hefir noki ur maður heyrt heimskulegri ósannindi enn þessi? Það er ekki hægt að segja, að útgjöldin hafi verið óþörf meðan ekki fékst jafn- hæfur maður G. Th. til skrifarastarf- anna; eða er það hlutdrægni vítaverð, að kjósa bezta manninn, sem í boði er, til hvers starfa sem vera skal, eða er það eiðrof, að fj'lgja sannfæringu sinni? Enginn maður. sem hefirnokkurn snef- ilaf sanngirni og er með fullu ráði. mun álíta það. X man víst eftir því, að ég bauð honum til samtals um þetta mál, en hann er ókomin enn, því er ég nú neyddur lil að segja ástæður mínar fj’r- ir því, að ég treysti ekki Gísla Thomp- son (þeim manni, sem ég áleit standa næst) eins vel og Guðna til rit- og fé- hirðisstarfa, og þær eru þessar: Að Gísli er fjarskaloga seinlátur maður, er hættir við að draga alt á langin log verða svo á oftir tímanum með það sem hann á að gera, vill hafa mikið, vinna lítið til; hann var skólaskrifari fyrir okkur næstl. ár hér í suður-Víði- nesbj’gð ; fjTÍr það starf vildi hann hafa 820, þar sem aðrir láta sér nægja 815, og leysti þó verkið ofurseint og slóða- lega af hendi, okkur til mikils óhags, og svo við árslok tók hann skolaskjölin til sín og hélt þeim i heimildarleysi nálægt 6 vikum og slepti þeim ekki fj’rr en hann sá að mál muncli verða höfðað á móti sér. Það er líka eitthvað einkenni legt, þegar maður ber það saman, að hann sótti um skrifaraembættið fyrir að eins 8125 laun um árið við kaupið, sem hann heimtaði fj’rir yfirskoðun sveitarreikninganna; j'fir því verki hangdi hann í 4 daga og vildi svo hafa 82,50 í daglaun auk mílu-peninga; það er meira en nokkru sinni hefir verið borgað fyrir það starf síðan sveitar- stjórn hófst í Nýja íslandi, en sveitar- skrifaralaunin eru jafnhá nú sem síðast liðið ár, og heyrði ég aldrei neitt kvart- að um það; þau voru enda hærri sum árin þar á undan, t. d. eitt árið 8240 Það held ég að X hefði þótt feitt nú á dögum. Að G. Thorsteinson hafi náð í skrifarastöðuna íyrir tilstyrk okkar Sig. i Árnesi er ekkert nýtt, því hann hefir ávalt náð í hana með tilstjrk—að minsta kosti tveggja manna, sem verið hafa í sveitarnefndinni. Enn fremur segir hann að mig furði á, að 28 menn o. s. frv. Þeir, sem lesa grein mína í 18. nr, Hkr., geta séð hvað þussalega rangt er faríð með þetta atriði. Það er heldur ekki von að X fari rétt með ann- u n ~ ‘iciuui cíviví vu'ii uu iiui icii mtíu ann- veit ritstjórinn, að engin veruleg vel- að, þegar hann gat ekki farið upphaf- megun er til fyrir utan vinnu. Vinn an er undirstaða allrar auðlegðar, og þar af leiðir að vinnufólkið ætti að hafa ofurlítið að segja um meðferð á afrakstrinum af þeirra eigin handafla. En það er einmitt það sem vantar hér. Vegna þess að það er dollarinn, en ekki heilinn er mest ræður. Nei, vinur, það verður ekki þjóðin er hnekk- ir eða raskar undirstöðu þessarar stjórnarverksmiðju, en það verða hin ir fáu með velmegnn landsins á bak við sig, er gera það. Það er lítilfjör- leg bending í þá átt, er einn af for- setum járnbrautar nokkurar (Chicago & North Western) sagði fyrir fáum dögum : “Herrar gefið mér nægileg*' fé og þá skal ég ej'ðileggja öll verka- mannafélög.” Það þarf annars ekki að eyða orð- um um Pullman eða félaga hans. Það er eitt sem sýnir, að “eitthvað er ó- hreint í Danmörku”—eins og Hamlet sagði — að frá því fjrsta hafa verka- menn viljað leggja málið í gerð, en Pullman hefir neitað. Borgarstjórinn í Chicago fer til þeirra með bænir al- mennings um, að leggja málið í gerð, en svarið er hið sama, að þeir vilji ekki undan láta hvað sem það kosti, leir hafi ekkert mál í gerð að leggja' Og nú að síðustu hefir forseti Banda- rikjanna lofað að útvelja menn til að rannsaka málið, hvernig svo sem það fer. Ekki er ólíklegt að auðvaldið hafi eitthvert undanfæri, þegar æðsta vald landsins ætlar að stoða alþýðu til að ná rétti sínum. Því verði mál- ið lagt í gerð, þá er alt fengið sem verkamenn hafa óskað eftir. Ég tilheyri engu verkamannafélagi, svo það er ekki af þeirri ástæðu, að ég rita þessar athugasemdir, heldur vegna þess, að ég álít það skyldu mína að leiðrétta það, sem mér virðist rangt vera, hvað svo helst sem það er. Ég er líka sannfærður um, að væri hinn heiðraði ritstjóri kunnugri hér syðra, mundi hann líta alt öðru vísi á þetta mál. Ég vildi þvi óska að þeir landar, sem betur eru færir um að taka málstað vinnulýðsins en óg, geri það með stillingu og gætni og án allra persónulegra meiðjTða. Mér finst við ættum að fyrirgefa Lögbergi þessa yfir- s.ión, því í þetta sinn er ég sannfærð- ur um, að það veit ekki hvað það er að gera. Minneota, 16. Júlí 1894. G. A. Dalmann. Derby plötu-reyktóbak selst ákaflega vel og sala þess fer sívaxandi. lega rétt með upphæð þá sem liann sjálf ur bauð sig fram fyrir til skrifara, því X og Gisli Thompson er sama tóbakið. Benedikt Akason. “Leiðist mér þauf þetta.” Hvenær skildu íslendingar heima ætla að láta til sín taka í bankamál- inu, hinu mikilvægasta máli þeirra? Skyldu þeir ætla að láta það mollast í nokkur ár enn og taka með kristi- legri þolinmæði því sem að höndum ber? Eða skulu þeir ekki enn vera farnir að skilja ganginn í málinu ? Vitaskuld hafa ekki margir lagt» sig til að skýra það fyrir almenningi, (því stórjrði og vöflur tel ég engar skýringar) að undanteknum hr. E. Magnússyni, en hann hefir líka skýrt málið vel frá sinni hlið. Hann hefir sannað (sem aldrei hefði átt að þurfa að sanna) að seðlar bankans eru ekki peningar heldur ávísanir á (gull) pen- inga þeirra. Og hann leiðir skýr rök að því, að ef ávísanir séu gefnar út, sem nemi meira en höfuðstól bankans, þá tapar hann 100%, og þegar því ís- landsbanki tapi 100%, þá tapi lands- sjóður sömu upphæð, því bankinn er landsbanki og bankasjóður landssjóður Og er það nú ekki rétt? Jú, bank- inn hlýtur að tapa ef að svona er að farið, sem ég vil sýna með dæmi A. á 100 kr. í gulli; hann vill koma þeim á vöxtu og gerir það með ávis- unum á sjálfan sig (seðlum), sem hver gildir 5 kr. Svo lánar hann hverjum, sem hafa vill og ávísanirnar ganga inillum granna sem gull væri og hann liefir sína vöxtu. En svo fær nú A. kr. ávísun til innlausnar, þá verð- ur sú breyting, að hann fær bréf fyr- ir gull. Á bréfinu standa 5 kr., en A. veit mikið vel, að það er ekki 5 kr,, því það er nú ónýtt og 5 kr. { gulli komnar út á markaðinn í þess stað. Ef liann lánaði því þennan seðj út aftur, þá skuldbindi hann sig til að kaupa seðilinn aftur fjrir 5 kr. í gulli. og þá væri hann búinn að borga 10 kr. fyrir 5. Sama gildir um hverja aðra upphæð. Þetta er minn skiln- ingur á málinu og kenning E. M. Alt sem íslendingar þurfa því að gera til þess að vera vissir í sinni sök, er að fá vissu fj’rir því, að bank- inn hafi ekki gefið út seðil með sama númeri oftar en einu sinni, og geri aldrei. Og ragir eru þeir, ef þeir hafa ekki manndóm í sér til að komast fyr- ir slíkt, og illa, situr það á þeim, að bregða Vestur-ísl. um skort á þjóð- rækni og ættjarðarást, á meðan þeir sýna reikningum landsins ekki meiri sóma. Þeir skilja þó liklega, að land- ið tapar ef bankinn tapar. Nær skj-ldi þeim leiðast þaufið ? Y ORKTONINGL’R. Bessa-bréf. (Eftir J. Magnús Bjarnason). VI. Bréf. Winnipeg, Júní 189 — Kæri vinur : — Tennyson segir. að betra sé að hafa elskað og verið svikinn (i ástum), en aldrei að hafa elskað. Þetta getur nú verið stór sannleikur, en ég áleit að hitt sé eins satt, að betra se að hafa aldrei elskað, en að hafa elsk- að margar (eða marga) og hafa oft svik- ið og oft vorið svikinn í ástum. Ekk- ert lýsir betur staðfestuleysi og lágum karakter , en hverflyndi í ástum, og er um leið einliver hin mesta spilling í mannfólaginu. Þór þykir óg nú taka of djúpt í árinni, að kalla hverflj-ndi í ástum með mestu spilh’ng í mannfélag- inu, en eg gæti komið með þúsund dæmi því til sönnunar. Hafa ekki ó- teljandi hæfileikamenn og konur, sem orðið hafa fyrir svikum í ástum, inisst kjark og þrek og brej’tt lífsstefnu sinni, eða réttara sagt, hætt að hafa nokkra stefnu í hfinu, liætt að beita sálarkröft- um sínum í þarfir mannfélagsins, og ein att orðið öðrum til armæðu og byrðar? Hafa ekki óteljandi ungir og efnilegir menn, sem hafa unnað og verið svo en sviknir, leitað svölunar hjá Bakkusi, reynt að drekkja hörmum sínum í vín- inu, hafa svo orðið ólæknandi óreglu- menn, sokkið æ dýpra og dýpra niður í eymd og volæði og orðið fyrir fyrirlitn- ing og olnbogaskotum fólksíns, uns þeir hafa sloknað út af í vesaldóm og niður- læging ? Hefir ekki þúsundum manna (og kvenna) orðið lífið svo óbærilegt vegna ástbrigða, að þeir (og þær) hafa stytt aldur sinn á einn eða annan hátt? Og í stuttu máli: hefir ekki hverfljmdi í ástum gjöreytt lifi og gæfu margra þús- unda, svo óhætt só að kalla shkt veru- lega spilling í mannfélagslífinu? Og fyrst ég er farinn að minnast á ástir og trygðarof, þá er réttast að ég geti um þesskonar í sambandi við unga fólkið okkar i Yesturheimi. Að sögn hefir kveðið svo ramt að hverflj’ndi í ástum meðal ungra Vestur-íslendinga (sérstaklega Winnipeg-íslendinga), að varla munu vera dæmi til annars eins hjá jafnfáu fólki. Ég veit’t. d. um einn mann, reglulegan “gentleman”, sem fimm sinnum hefir verið harð-trúlofaður á tæpum tveim árum, Þú trúir því ekki, en samt er það satt. Já. fimm stúlkur (segi og skrifa fimm) hafa brugð ið heiti við þenna “gentleman” á tæpum tveim árum. Maðurinn er vel efnaður drekkur aldrei áfenga drykki, er mjög frábitinn tóbaki og talar aldrei ljótt. Og livað veldur þá þessum hrakföllum ? Ekkert nema það eingöngu, að hann er “dálítið of sætur”. Um annan mann veit ég einnig, sem búin er að vera f þessu landi 15—20 ár og hefir alt af ver- ið að bjóða stúlkunum lijarta og hönd— jafnvel auglýst það boð i dagblöðunum en þær hafa allar horft í aðra átt— þótt hann að sögn ,‘heldur súr”. Ég hefi líka heyrt hér getið um mann, sem ætti þrjár unnustur í senn og sagði skil- ið við þær allar sama daginn. Sömu- leiðis hefi ég liejrt talað um mann, sem unnustan yfirgaf fáum kl.stundum áður en hjónavigslan átti að fara fram. Þess- um tveim síðustu dæmum á ég ósköp bágt með að trúa. en margar enn ótrú- legri sögur úr ástalífi Vestur-íslendinga hefi ég þó heyrt. En eftir þvi sem ég hefi heyrt (það er nú ef til vill :ekki alt satt), eru það eiginlega Vestur-íslenzku stúlkurnar, sem mest hafa af ástarhörmum að segja Þær hafa svo margar verið dregnar á tálar (að sögn), vonir þeirra hafa svo þráfaldlega átt að bregðast. Æskuár sumra þeirra liafa átt að verða myrk og köld, og dagarnir ef til vill færri en ella, vegna gremjunnar, sem hefir læst sig, eins og eitur um hverja einustu æð, uns lífsþráin hefir orðið svo skelfing veik. Og orsökin hefir æfinlega átt að vera þessi sama, sem Hannes Hafstein segir: “Hann trj gðum hét og trúnað fékk, en tældi snót og fór á braut”. En sé nú annars nokkuð hæft í þess um orðasveim, sem ég efa stórlega, af því heimurinn er svo fullur Jaf ímj-ndun og innbyrlingum, þá eru orsakirnar. eins og allar orsakir, undur einfaldar og skiljanlegar. Stúlkurnar okkar koma fríðar og saklausar frá tilbreytingar- lausri kyrrð sveitarlífsins á íslandi, í glaum og fjör og margbreytni borgar- lifsins i Ameríku, þær koma frá hinum köldu kjörum, sem vinnukonur- á ís- landi verða að sæta. i frelsið og þægind- in í þessu landi. Umskiftin eru svo svipleg, að þær átta sig ekki i hasti, hugsa ef fil vill ekki um annað en að njóta frelsisins i fyllsta máta. Hugs- aðu þér fríða, saklausa og reynslulitla stúlku, úr sveit, sem fær vist á hóteli ( stórborg. í fyrstunni er áform hennar nð halda sér frá sollinum og yfirstíga allar freistingar. En fljótt verður hún vör við margt, sem hrífur huga hennar algerlega frá sveitinni, og ef til vill fer hún smátt og smátt að fá óbeit á að hugsa til einfaldleika sveitarlífsins. Hún sér f jölda af ungum og efnilegum mönn- um, vel búnum og auðsjáanlega ríkum, af því að þeir eru vel búnir; það er kanske munur að sjá þá, eða þreytlegu, veðurteknu og fátæku sveitar-piltana, í einföldu og grófgerðu fötunum sinum. Og áður en liún veit af, er hún búin að fá brennandi ást á einum ungum snyrti- manni borgarinnar (sem er mjög svo eðlilegt). Hann segir henni (ef til vill) frá einhverjum óskajia auð, sem hann á í vændum—liún á að verða hefðarfrú— búa í skrautlegri höll—hafa eins marg-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.