Heimskringla - 25.08.1894, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.08.1894, Blaðsíða 4
4 HEIMSKRINGLA 25. AGÚST 1894. Winnipeg. Guðsþjónusta á venjulegum tíma í Unity Hall. Talar um Buddha. Ólafur Hannesson á bréf á skrifstofu Hkr. Vagnhlass af nýju hveiti, hinu fyrsta í ár, kom til bæjarins í gær. Alt No. 1 hard. Hr. Kjartan Stefánsson, skipstjóri á gufubátnum “Ida”, kom snöggva ferð til bæjarins fyrra föstudag. Aðfaranótt fyrra laugardags brann hér í bænum kornhlaða með 35 000 bush af höfrum i. Eignatjón alls um 827000. Hr. Stefán Sigurðsson, sveitarráðs- oddviti í Nýja íslandi, kom til bæjarins fyrra föstudag .og fór heimleiðis sama kveld. Báðsmaður Hkr., herra J. W. Finney, hefir verið lasinn mjög og af og til rúmfastur um síðastl. hálfan mán- uð. Þjáðist af einhverju innvortis meini. Uppskeru-fréttir allstaðar úr fylk- inu eru hinar beztu, enda veðrið hið á- kjósanlegasta. Álitið er að uppskeru- heildin verði meiri en stjórnin gerir ráð fyrir, Hr. Sveinn Thomason, er um und- anfarinn tíma hefir ;dvalið í Gretna, Man., kom til bæjarins alíluttur aftur um síðustu helgi. Utanáskrift hans er framvegis 069 Alexander Ave. Verkmannadagurinn verður í ár haldinn hátíðlegur á mánudaginn 3. September. Verkalýðurinn hér f bæn- um er í óða-önn að búa sig undir hátíð- ina, er fer fram i sýningargarðinum. Lögbergi er skrifað norðan frá Narrows á Manitoba-vatni, að þar hafi drukknað islenzkur maður, Gestur Björnsson að nafni, 30, Júní síðastl., þá nýkominn þangað úr Argylený- endu. •- Nokkrir Winnipegmenn ogSelkixk- itar fóru um síðustu helgi skemtiferð með gufubátnum “Sultana” norður á Humbug Bay(fyrir norðan Hverfisteins nes) á Winnipeg-vatni. Létu þeir mjög vel af ferðinni og sögðu óneitanlega skemtilegra að fara norður á Winnipeg- vatn í hitatíðinni, heldur en austur á Skógavatn. Sparscmi meðan hart er í ári. Það sem víðast hvar er mest hugs- að um, er sparsemi. í verzlunarstöð- um er verzlunin dauf, kaupgjald lítið, og til þess að geta lifað bærilega og lita dável út, þarf að gæta allrar hag- sýni. Hin sparsama og hyggna húsmóð- ir getur sparað marga dollara árlega með því, að brúka Diamond Dye- Föt sem hafa upplitast, svo sein kjól- ar, hempur, kápur, jakkar, sjöl, treyj- ur, vesti og buxur geta orðið eins og ný útlits ef þau eru lituð í Diamond Dye. Munið eftir að brúka ekki annan lit heima hjá ykkur en Diamond Dye. Hann er búinn til samkvæmt síðustu og beztu uppgötvunum í efnafræði og er hinn eini litur, sem ekki mishepn- ast. Biddu þann sem þú verzlar við að láta þig fá Diamond Dye, og láttu það ekki bregðast. Mrs. Sveinsson (kona Stefáns Sveins- sonar) vann fyrstu verðlaun i kapp- lilaupi giftra kvenna á C. P. B.-þjóna skemtaninni á laugardaginn var. 14 konur þreyttu hlaupið og voru allar hér lendar nema hún. Hornblásendaflokkurinn The Iowa State Band, er spilaði stöðugt á Chica- go-sýningunni í fyrra, hefir verið hér síðan á þriðjudag, og spilar í kvöld í síðasta skifti í Fort Garry Park, ef veð- ur leyfir, en í Drill Hafl á Broadway, ef rigning er. Aðgangur 25 cents. Bæjarstjórnin lauk við skattaniður- jöfnun sína fyrir nýbyrjað f járh.ár 20. þ.m.,og er skatturinn ákveðinnsamiogí fyrra, þ. e.: 19 60/100 mills á dollarinn, eða 819.60 á hvert 81000 virði. Alls eru tekjurnar áætlaðar 8176 179, en gjöldin öll 8475 267 84. Skólastjórnin bað um 8110 000, en fær ekki nema 890 000,hvað sem úr því verður. Wilfred Laurier, leiðtogi liberal- flokksins í Canada, kemur hingað til bæjarins á mánudagsmorgun 3. Sept- ember næstkomandi og flytur ræðu i Brydons skautahúsinu á Princess Str. og Paciflc Ave. Héðan heldur hanu á- fram vestur að hafi viðstöðulaust, en flytur ræður á mörgum stöðum á aust- urleiðinni aftur. Fylkisstjórnin ætlar í haust að láfli dýpka árfarveginn (Fairford River) mifli Manitoba-vatns og Lake Winni- pegoosis í þvi skyni, að þurka flæðiland með fram Manitoba-vatni. Skurðurinn verður um 1200 fet á lengd, 200 feta breiður í botninn og að meðaltali 9 feta djúpur, og verður hann þá um 3 fetum lægri en yfirborð Manitoba-vatns. Kynblendingur, að nafni Alex. Mc- Donald, seldi íslenzkum hjónum hér í bænum kú snemma í Júní síðastliðnum. Þessi kýr kom heim til hans aftur nú fyrir |nærri þremur vikum, og óskar hann að eigendurnir vitji liennar. Hann veit ekki nafn hjónanna, en segir að konan hafi ráðgert að búa í sumar úti á landi 2—3 mílur austur frá Louise- brúnni. Ef einhver þekkir hjón þessi, gerði hann vel að láta þau vita, að frek- ari upplýsingar fáist á skrifstofu Hkr. Málmleitarmenn eru sagðir þó nokkrir á ferð með fram Winnipeg- vatni, að leita eftir einhverjum arðber- andi málmi. Að því er málma snertir eru strendur vatnsins ókannað land. Black-ey er eini staðurinn i vatninu, sem víst er að hefir málm að geyma, og þar hafa málmleitarmenn 2 eða 3 verið um æði-tíma í sumar og hafa sent sýn- ishorn af járni til félags eins, er hefir í huga að taka til starfa, ef náman er á- litin auðug af járni og—ef fjárhagurinn þá leyfir nokkrar framkvæmdir. Hr. Sveinn Thomson, sem um und- anfarinn tíma hefir verið í Gretna, hefir gefið oss þœr þýðingarmiklu upplýsing- ar, að íslenzkir vesturfarar til Banda- rikja verða að kaupa læknisvottorð um að þeir séu’heilbrigðir, í Gretna. ella fá þeir ekki að fara yfir landamærin, og kostar það vottorð $2. Þeir, sem í sum ar hafa farið suður, eiga Mr. Thomson mikið að þakka fyrir þá hjálp, er hann veitti þeiin í þessu efni. Þegar til Gretna kom, var þeim vísað úr vögn- unum til að kaupa vottorðin, en þeir vissu náttúrl. ekki hvað viðþá varsagt, og hefðu verið illa komnir, hefði Mr. Thomson ekki verið viðbúinn í hvert skipti sem þeir komu, að skýra fyTÍr þeim málið og vísa þeim veg til læknis- ins. Það er áríðandi að vesturfarar, er framvegis fara suður, athugi, að þessi læknis-rannsókn er nauðsynleg og að hún kostar 82. Telephone-skeyti frá spitalanum í gær segir, að Dr. Ó. Stephensen líði eins vel og við sé að búast. íslands-farar. Næstk. mánudags- kvöld er ráðgert að siðartaldir menn leggi af stað héðan til íslands, flestir ef ekki allir alfarnir: Björn gullsmiður Pálsson með konu og börn, til Austurlands; Jóhannes Nordal (Húnvetningur) til Reykjavíkur; ísak Jónsson, til Austurlands (Mjóa- fjarðar); Miss Guðrún Thorarinson, til Þing- eyjarsýslu; Miss Ingibjörg Ólafsdóttir, til Skagafjarðar; Mrs. María Bjarnadóttir, til Aust- urlands, Gestur Björnsson, er í sumar drukkn- aði í Manitoba-vatni, flutti fyrir 2 ár- um hingað frá Hjarðardal í Isafjarðar- sýslu, vel látinn maður og útskrifaður búfræðingur. Gregory prinz Gallitzin, frá Pét- ursborg á Rússlandi, kom til bæjar- ins á fimtudaginn var og dvaldi fram undir helgina. Hann er maður þétt- vaxinn, meðalmaður á hæð og að sjá nálægt hálfsextugur að aldri. Félagið í Keewatin, sem er að út- búa sig til að hagnýta hinn óendanlega vatnskraft í Skógavatni og Winnipeg- River, vill leiða rafurafl þaðan til Win- nipeg (132 mílur) og hagnýta hér til að knýja verkvélar, lýsa bæinn og hita. Kveðst tilbúið næsta sumar að leiða hingað frá 5CXX) til 50 000 hestaafl á degi hverjum. Formlega hefir félagið enn ekki komið fram með boð um þetta, en vill að bæjarstjórnin bindi sig engum samningum við önnur félög um næstu 4 mánuði. Kveðst þá tilbúið að bjóða. I. O. F. stúkan “ísafold” 1048, hef- ir ákvarðað að halda reglulega fundi síðasta föstudagskveld í hverjum mán- uði kl. 8 í Unity Hall. Næsti fundur verður því á föstudagskveldið 81. Ágúst, Meðlimir stúkunnar eru enn fremur að- varaðir, að reglulegir fundir verða ekki frekar auglýstir þar til breytt verður annaðhvort um fundartíma eða fundar- stað. Stepiian Tiiordarson, Sec. ÞAKKARÁVARP. Eins og kunnugt er af blöðunum, burtkallaðist eiginmaður minn, Kristj- án Ólafsson, á sviplegan og sorglegann hátt. Eg stóð eftir einmana, allslaus og heilsulaus. Fór ég þá í neyð minni á fund herra kaupmanns Árna Friðriks- sonar, er áður hafði reynzt okkur bjarg vættur, og bað hann um hjálp til að koma manni mínum i gröfina. Tók hann því vel og gaf mér að auki upp talsvert af skuld, er við vorum í við hann. Þessa hjálpsemi hans bið ég guð að launa honum. Þá er mér og bæði ljúft og skylt að minnast á annan mann, mér að öllu ó- kunnan, sem á þessum neyðartíma reyndist mér sannur bróðir. Það var herra Benedikt Frímannsson. forseti verkmannafílagsins. Hann fór til ó- beðinn og leitaði samskota meðal félags- manna, er urðu svo rifleg, að eftir að hafa borgað allan útfararkostnað af- henti hann mér í peningum S14.75. Fyr- ir þetta göfuglyndi lians þakka ég hon- um innilega og biðgjafarann allra góðra lfluta að launa honum og félagsmönn- um hans, er peningana gáfu, á hag- kvæmastan hátt. Winnipeg, 22. Ágúst 1894. Gubrún Magnúsdóttir. Frá löndum. MINNEOTA, MINN., 14 ÁGUST 1894. (Frá fréttaritara Hkr. Tiðarfar er sem fyrri fremur þurt, að eins smáskúrir við og við hér á all- stóru svæði; vesturpartur nýlendunnar hefir í sumar verið fyrir utan þurka- beltið, og þar af leiðandi fá þeir þar all- góða uppskeru, enhér í norðurpartinum verður hún ekki í meðallagi. Hér ilitur einnig út fyrir heyskort. Slysfarír. Seint í síðastl. mánuði tók fellibylur hesthús Sigurrins Vigfús- sonar og braut það í spón, og hjá ýms- um öðrum gerði bylurinn allmiklar skemdir á ökrum. Að morgni liins 11. þ. m. sló þrumu í íbúðarhús Þórodds Sigurðssonar og brendi húsið til rústa. Mestu af húsmunum varð bjargað. Kornþresking er byrjuð hér og plæging akra. Prettamdl. 5. þ. m. messaði séra Níels S. Þorláksson í kyrkju Norður- bj'gðar. Á eftir messu talaði hann um þessar presta breytingar. Hann kvaðst fyrir ári síðan ekki hafa búizt við því, að hann mundi nú standa í þeim spor. um, sem hann nú stæði í sem prestur safnaðarins ; fyrir ári síðan hefði söfn- uðurinn veitt sér þann sóma, að leyfa sér að fara til Noregs, sem hann væri söfnuðinum mjög þakklátur fyrir, enn hefði hann þá búizt við að svona mundi fara, hefði hann hvergi farið, en sér hefði ekki getað dottið slíkt í hug, því í fj-rravetur hefði söfnuðurinn með miklum meirihluta látið i ljósi, að hann (söfn.) væri ánægður með sig sem prest; einnig hefði það verið sett í blöðin og þar mótmælt allri óánægju. (Ath.:—En hann gat þess ekki—sem og ekki var von—, að þrenningarsálmurinn í blöð- unum var tættur svo í sundur, að hann missti alt sitt sannleiks gildi). En svo á meðan að hann hefði verið í burtu, þá hefði söfnuðurinn risið upp og kosið sér annan prest og þar með slitið það sam- band, sem hér hefði átt sér stað á milli safnaðanna; sér hefði orðið hálf-hverft við, er liann hefði fengið uppsagnarbróf- ið til Noregs ; í þvi hefði sér ekkert ver- ið fundið til saka, annað en, að óánægja ætti sór stað. Söfnuðurinn hefði beitt sig ókurteislegri aðferð. (Ath.: Kristur segir: Hver embætti hefir á hendi, hann gæti þess), sett á sig blett í aug- um þeirra manna, er bezt þekktu sig. Hann gæti ekki annað en kent þessum söfnuði um alt þetta uppþot, og sem prestur hans yrði hann að segja honum það, að þetta væri ókurteisleg aðferð. En svo sagði hann, að söfnuðinum væri vorkun, því fjárhagur hansværi þröng- ur, þrengri en hinna, og því mundi hann hafa gert þetta, til að ná í fjár- stj-rk utansafnaaðrmanna.en þetta hefði alt getað beðið þar til hann hefði homið og þá hefði það getað gengið af kristi- lega og bróðurlega. Það væri satt, að hann hofði sagt, að hann skj-ldi víkja héðan, hvenær sem þess yrði æskt. og annar prestur fengist. (Ath. Hann hef ir líka sagt, að hann j-rði hér svo lengi sem guð ætlaði sér að vera hér; en nú lítur svo út, sem guð vilji ekki hafa hann hér lengur). Áður liann hefði far- ið, hefði hann útvegað hingað prest, til að vera í sinn stað, að taka fólk til alt- aris og útbýta hinu heilaga sakramenti; hefði hann ekki fengist, mundi sér ekki hafa dottið í hug að fara. Þetta væri annars alt saman nokkuð undarlegt. í fj-rra hefðu verið með sér 16 atkv., en i vetur á móti sér 16. Hann kvaðst ekki bera neina þj'kkju til safnaðarins eða nokkurs einstaks, fyrir þessa meðferð á sér. Til leigu mörg ný og góð herbergi í Broadway House bæði fyrir fjöl- skj-ldur og lausafólk. Brunnur er við húsið með ágætu vatni. Komið og skoðið, kallið inn hjá T. Finkelstein 153 — 155 Main Str. S. S. Hofteíg: Það er haft sem dómsatkv. á móti söfnuðinum, að hann hafi gengið á undan í málinu og látið ginnast af fjárloforðum utansafnaðar- manna, og að hann hafi slitið safnaðar- samband, en hann kvaðst mótmæla því. Það væri satt, að þessi söfnuður hefði sent út áskorun til hinna safnaðanna um, að taka málið til yfirvegunar, og t. d., vesturbj-gðarsöfnuður hefði snúist svo við því, að kalla saman fund, og á þeim fundi kosið prest, með 24 atkv. á .nóti 4. Hvað menn segðu nú, hvorir hefðu fyrst slitið sambandið, þessi söfn- uður liefði kosið prest síðastr allra og skift um vegna óánægju, án þess að ginnast af fjárvonum. Það hefði verið og væri sín meining. að sem flestir ættu að heyra til söfnuði, og sem forseti þessa safnaðar kvaðst hann neita því, að þessi söfnuður væri aðal-orsök í breytingunni. 12. þ. m. flutti Sigríður Jósephs- dóttir fyrirlestur "um menntun” í Norð $200 verdlaun. Undirritaður lofar að borga ofan- nefnda upphæð hverjum þeim, sem leggur frain ábjrrgðarbréf (policy) út- gefið af Mutuaí Reserve Fund Life Ássociation, í hverju félagið ábyrgist, að ábyrgðarbréfið skuli halda sér við sjálft eða borgast, út, er tilgreind ársgjöld Jiess hafa goldin verið i 15 (fimtán) ár. Hin sömu verðlaun verða greidd hverjum þeim, sem leggur fram skrif- að skjal undirritað af þeim embætt- ismönnum félagsins; er til þeRs hafa mj-ndugleika, og sýni skjal það, að hin sömu kjör fáist hjá félaginu með þvi, að borgar ábyrgðargjöld til þess í 15 ár; enn verða hin sömu verð- laun goldin þeim, sem leggja fram álíka skjal, í hverju félagið lofar, að takmarka tölu borgunar ára á- byrgðargjaldsins —. eða lofar því, að við upprunalega ábjrgðargjald, þegar ábjTgðin var tekin, verði aldrei hækk- að. J. H. Brock, Aðalforstöðumaður Great West lífsábj rgðarfélagsins. 457MAINSTR. WINNIPEG. K. S. Thordarson, agent. X lO XJ s. (ROMANSON & MOMBERG.) Gleymið þeim ekki, þeir era ætíð reiðubúnir að taka á móti yður. Ole Simonson mælir með sínu nýja Scandinavian Hoíel, 710 Main Str. Fæði Sl.OO á dag. urbj-gðar kj-rkju ; hann var fróðlegur, skipulega hugsaður, þýðlega, eu þó skörulega framfluttur. Leiðrétting við síðustu fréttagrein; þar stendur : Arngrímur, en á að vefa: Átyrímur. Laundry. Mrs. M. O. Smith hefir opnað laundry að ItOO Ovena Street, og selur þvott með svo lágu verði, að þess eru fá dæmi hér í Winnipeg. T. d. er nærfatnaður, rúmfatnaðuri borðdúkar og annað því likt þvegið fyrir 50 cts. tylftin. Allur frágangur mjög vandaður. Fatnaður sóttur til viðskiftamanna og skilað aftur á á- kveðnum tíma. Komið og sjáið verð- listann. Landar í Selkirk. Ef þið þurfið málaflutningsmanns við, þá reynið John O’Reilly, B. A., Barrister, Attorney Etc. Skrifstofa í Dagg-Block, SELKIRK, MAN. íslendingar ! Þér fálð hvergi betri liárskurð og rakstr en hjá Sam. Montgommery, Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents. . . . . 671 Main Str. Eftirmaður S. J. Schevings. Mrs. M. O. SMITH. WMmmmmmmmmmmmz I 28,800,000 af eldspítum E. B. EDDY’S ^ áZ er búið til daglega Fær S: ^ þú þinn skerf ? ^ S Þú gerir enga óvissu tilraun er þú kaupir ^ | E. B. EDDY’S eldspitur. | 678 Jafet í föður-leit. “Réttið Mr. Harcourt stól,” sagði ég við þjóninn. “Newland,” sagði þá Mr. Harcourt, “það ber tvennt til þess. að ég er hingað kominn. Fj-rst það, að frúrnar sendu mig hingað til að fullvissa j'ður um” — “Eg bið afsökunar, Mr. Harcourt,” sagði ég þurtega, “fyrir nð taka fram í fyrir yður en ég þykist ekki þurfa neinn fulltriia til að tala milli mín og frúnna, sem hér eiga hlut að máli. Þær mega gjarnan gera yður að trúnaðarmanni, en ég hefi enga löngun til að gera það. Utskýringar, eftir það sem ég sá og eftir þnð sem frain við mig kom í morgun, eru líka allsendis ónauðsj-nlegar. Ég afsala mér öllum rétti til vináttu vid lafði de Clare og dóttur hennar, ef ég hef ein- hverntíma verið svo heimskur að tileinka mér hann. Það er þessvegna þyðingarlaust að fara lengra út i fyrsta part eriudis yðar. Má ég apyrja eftir hinni ástæðunni, sem knýr j-ður til að auðsýna mér þennan heiður?” “Ég veit varla Mr. Newland,” sagði Mr. Harcourt og roðnaði, “hvert ég á að lialda á- fram með seinnipart erindisins, eftir að hafa lieyrt jður taia. Það er áhrærandi sjálfan miir.” •‘Ég er tiibúinn að hlýða á orð yðar, Mr. llarcourt,” sagði ég og hneigði mig. “Ég ætlaði að segja, Mr. Newland, að ég hefíi tekið fvrsta tækifæri eftir að ég kom Jafet í föður-leit. 683 mikið af heiminum, þó ég sé ungur, að ég er orðinn tortrygginn.” “Þá skuluð þér sleppa tortrygninni svo fljótt sem þér getið. Hún gerir yður órólegan, en hindrar engan frá að svíkja yður. Ef þér er- uð tortrj'gginn, hangir sífeldur svika-ótti yfir höfði yðar, og eitrar tilveruna.” Eftir þessa ræðu þagði ég um tíma. Ég var að rannsaka mínar iunstu tilfinningar og komst að þeirri niðurstöðu, að ég liefði breytt afkáralega. Sannleikurinn var, að fj’rrum var það einn loftkastali minn, að ég skyldi giftast Fletu undir eins og ég findi föður minn, og þetta hafði verkað á mig án þess ég í svip- inn gæti gert mér grein fyrir því. Ég öfund- aði þess vegna Harcourt, enda þótt ég ekki hefði ást á Miss de Clare, en væri í raun og sannleika ástfanginn í annari stúlku. Meðan þetta æði var á mér, fanst mer ég geta gifst henni þó ég ekki ynni henni, og að ég gæti kastað Súsönnu Temple, sem ég elskaði, Jield- ur eu vita til þess, að tilvera, sem ég áleit nokkurs konar part af mir.ni eigin tilveru, skyldi fá ást á einhverjum og einhverjum, eða að einhver skyldi voga sér að fá ást á henni, fyr en þá nð ég heíði ákveðið livort ég vildi hafa hana eða ekki. Og þetta eftir jafn- langan fjarverutíma minn, svo að þær mæðg- ur gdtu ekki vitað hvort þær mundu sjá mig nokkurn tíma eða aldrei. Lesarinn má gjnrnan hlægja að heimsku minni og sjálfsþótta. Ég 682 Jafet í föður-leit. það vottur um sérlegt álit ? Og nú man ég lika, að ég hefi ’lieyrt eitthvað í þá att. Eldri bróðir Harcourts er dáinn svo að hann erfir nú eignirnar og nafubótina og f því sambandi heyrði ég einhvern segja, að hann mundi ná í fallegustu stúlkuna í Lundúnum og hana stórríka, og að þetta væri ekkert fleipur. Ef þessu skvldi nú þannig varið, getið þér þá undrast þótt kveðjurnar yrðu óviðfeldnar þeg- ar þér upp úr þurru brutust inn á meðal þeirra, sem voru að sameina sig i undiibúningi und- ir fullkomnari eining, ekki síst eftir það sem þið Harcourt hafið áttst við ? Það var ekki við öðru að búast eu feimni og flaustri, og trúið mér til, að einmitt þetta var ástæðan. Hefði lafði de Clare verið einsömul með dótt- ur sinni, hefðu viðtökurnar orðið alt öðru vísi, Það sannar líka að stirðleikinn var ekki sprott- inn af kulda til yðar, að Seselja elti j-ður of- an stigann. Önnur sönnunin er og það. að Harcourt heimsótti yður strax á eftir. Fram- koma hans lijá yður sannar lika. að þár haíið á röngu að standa.” “Ég skoðaði nvi þetta aldrei við svona ljós,” svaraði ég, “Ég sá það eitt að að mér var ofaukið. Þegar þar við b.ettist að þar var inni maður, er áður liafði farið illa með mig og sem hafði verið andvigismaður minn í einvígi, datt mér ekki annað fyr í hug, en að hann hefði snúið þehn móti mér. Ég vona að mín skoðun sé röng, en ég hefi séð svo Jafet í föður-leit, 679 til lieilsu, lief^uð Þ“r ehgi horíið svo snögg- lega, til að flytja yöur innilega afsökun mina íj-rir breytni mína J'ðnr t'l lianda, og til að viðurkenna, að ég hefði lengið maklega hirt- ingn, hirtingu, Bem ef til vill, var fremur íalin i tilfinningtim mínum, en í mínu liættu- lega sári. Ég gríp þessvegna þetta tækifœri, þó það máske sé miður heppilegt, til að láta í Ijósi þær lmgsanir, er yenfícmanni ber að láta í Ijósi, sem er sér þess meðvitandi að liafa meitt annan. Ég hafði ásett mér að segja meira, en af því það er svo lítið útlit fyrir að orðum mínum verði vel tekið í þetta skift', ætla ég nð fresta viðtalina þangað til betur lætnr. Það kemur sá tími, að minnsta kosti er það innileg von mín, að ég fæ tæki- íreri til að sanna að ég á ekki skilið þær kiíldu viBtðkur, sem mér eru boðanr nvi. Mr. Newland, með einlægri hamingju óslv ætla ég nú að fara, eu hlýt jafnframt að segja að ég ég fer óánægður, «f því þetta viðtal okkar verðtir sorgarefni þeim, sem yður eru tengdir böndum þakklietis og sannrar vináttu.” Svo lineigði Mr. Harcourt sig og gekk út, “Þetta er nú alt gott og blessað,” hugs- aði ég, “eu ég þekki heiminn og verð ekki svæfður með nokkrum fagurj-rðum. Eg voDa þær finni með sorg til breytni sinnar við mig, en innan sinna dyra sjá þær mig aldrei fram- ar.” Og ég settist niður og reyndi að telja mér trú um að ég væri ánæaður með sjálfaa

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.