Heimskringla - 25.08.1894, Blaðsíða 1
VIII. ÁR.
NR. 34.
neimsKringia.
WINNIPEG, MAN., 25. ÁGÚST 1894.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
LAUGARDAG, 18, ÁGÚST.
Pregnir af Kórea-striöinu bárust til
Vancouver með C, P. R, skipinu “Em-
press af Japan”, er kom að austan í
gær. Eftir þeim fregnum að dæma
er full alvara í báðum þjóðunum. Bæði
Kínar og Japanítar eru í óða-önn að
byggja járnbrautir og fréttaþræði, til
þess að greiða gang að koma mönnum
og vopnabúningi á leikvöllinn. Kín-
verjar eru búnir að lypta öllum leiðar-
vitum skipa fyrir ströndum sínum og
er þvi hættulegt að sigla grunnt, enda
er svo til ætlast, að Japanítum verði
ekki holt að senda herskip sín iun á kín-
verskar hafnir. Annað það, sem er ó-
þægilegt fyrir verzlunarskip er, að Kína
stjórn hefir fyrirboðið að selja pund af
kolum á kolastöðinni miklu á Formosa-
eynni,
Japanítar hafa nú boðið upp $50
millíóna virði af skuldabréfum á pen-
ingamarkaðinum í Lundúnum.
Akuryrkjustjórnardeild Breta hefir
nú afráðið, að canadiska nautgripi megi
ekki flytja til Englands nema til slátr-
unar á lendingarstaðnum, eins og verið
hefir. Lungna-rannsókninni er lokið,
ogþó enginn læknirinn (þeir voru 17
allsjvildi staðhæfa að veikin væri smitt-
andi lungnabólga, varð þetta úrskurð-
urinn. Einn læknirinn hélt þvi fram,
að hér væri um nýjan sjúkdóm að gera,
sem læknarnir ekki þekktu.
Merkileg hilling. í gærmorgun hilti
bæinn Toronto svo, að hann sást frá
Buffalo, 80—100 milur burtu, beina leið.
Myndin afbænum, stórhýsum, strætum
höfninni. og eynni framundan sást eins
og væri það í 2—8 mílna fjarlægð.
Gufuskip og bátar á allri stærð sáust
og á Ontario-vatninu, sum á leið til
Toronto og sum að fara þaðan. Svo var
myndin skýr, að landshallinn sást vel,
líðandinn upp frá vatninu og hæðirnar
i nórðurhluta bæjarins. Eftir litla
stund kom skýflóki úr norðvestri og
sópaði þess.ari mynd á burt.
Frá 1. Jan. til 1. Ágúst þ. á. brunnu
hús og eignir í Bandaríkjunum og Ca-
nada, sem alls eru virtar á $77 020 200.
Er það 15 milliónum minna en á sama
tima i fyrra.
Kólera er að útbreiðast i Austur-
ríki og á Þýzkalandi. Sagt hún sé nú
komin til Amsterdam í Hollandi.
Verzlunarfélag í Montreal, Henry
& N. E. Hamilton, í Montreal, heimta
$50 000 skaðabætur af verzlunar-eftír-
lits-félaginu, “Bradstreets’ í New York,
fyrir að hafa sagt þá bræður verzla án
nokkurrar innstæðu. Sex mán. áður
sagði Bradstreets þá $75 000 virði.
MÁNUDAG, 20. ÁGÚST.
Gladstone-sinnar á jEnglandi eru á
ný farnir að vona, að gamli öldungur-
inn fáist til að taka þátt í opinberum
málum aftur. Byggja þeir von sína á
þvi, að hann hefir í bréfum til vina
sinna látið vel af því, hvað sér fari fram
bæði að því er snertir heilsu og sjón-
skerpu.
Á Buddhistapresta þingj, er nýlega
var haldið í Tokio í Japan. til að fagna
höfuðpresti þeirra, er sendur var á trú-
flokkaþingið í Chicago í fyrra, lét hann
í ljósi, að Buddha-trúin væri í óða-önn
að útbola kristnu trúnni hvervetna í
heiminum. Sagði því til sönnunar, að í
Boston og grendinni væru nú orðnir 20-
000 ameríkanskir Buddha-trúarmenn. Á
. þessu þingi mættu 1100 prestar og ávít-
aði Chicago-farinn þá fyrir aðgerðale.vsi
og slóðaskap í að útbreiða trú þeirra.
VEIXT
HÆSTU VBRÐLAUN a iieimssýninguxni
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vínberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.
Á Englandi hvervetna er vonast eft
ir að toll-lækkunin í Bandaríkjunum
geri mikið að verkurr. til að lífga verzl-
un í Evrópu, undir eins og toll-lögin
öðlast gildi.
Japanítar eru að streyma vestur
yfir Kyrrahaf til ættlands síns, til að
taka þátt í ófriðnum, bæði frá Ameríku
og Evrópu,
Maðureinn í Toronto, Canada, liefir
fundið upp nokkurs konar lijólskauta,
er hann kallar Bicycle-skauta. og segir
hann, að á þeim geti menn farið 40 míl-
ur á kl. stund á hrufulausum steinstræt
um. HjóUn neðan á ilskónum eru 10
þuml. há og eru búin út eins og reið-
hjól—Bicycles.
ÞRIÐJUDAG, 21. ÁGÚST.
Efri deild Washington-þingsins er
búin að láta ákveðna nefnd breyta laga-
frumvarpinn, er neðri deildin samdi um
daginn og sem ákvað, að sykur, kol,
girðingavír og óhreinsað járn yrði toll-
frítt. Er nú frumvarpinu breytt svo,
að 40% toliur er lagður á sykur og 2—4
cents á hvert gallon af sýrópi, eftir gæð
um. Ákvæðum um járn er ekki breytt
og svo er um kolin, en undanþegin eru
öll þau ríki, er leggja toll á kol frá
Bandaríkjum. I Girðingavírs ákvæðin
eru breytt þannig, að tollurinn verður
virkilega tckinn af honum tilbúnum, en
neðrideildar frumvarpið ákvað ekki toll-
frítt nema efni f girðingavír. Var það
auðsælega ritvilla, en republikar f efri
deild gerðu sér gott af henni,
Stríðs-fregnriti blaðsins “Standard”
í Lundúnuin, Mr. F. ViUiers, er á ferð
vestur um Ameriku og á leið til Koreu-
skagans.
í síðastl. 25 ár hefir hveitiverð f On-
tario ekki verið eins lágt og þaö er nú.
50 cents eru í boði fyrir bush. af nýju
hveiti.
Nýkomnar fregnir frá Koreu segja
frá mannskæðri orustu, er þar hafi ver-
ið liáð fyrstu dagana af Ágúst. Japan-
ítar voru miklu iiðfærri en Kínverjar,
beittu brögðum, svo Kínverjar héldu
þeir væru að fara f aðra átt og fóru því
að tilbiðja skurðgoð sin. Voru þeir að
þvi er Japauítar snéru við og gerðu á-
hlaup. Féllu þar yfir 1000 Kinverjar,
en ekki nema 70 Japanftar.
Hraðskeyti til Lundúna segir, að
nú séu tveir miklir herflokkar að náL-
asthvor annan ogbúizt við grimmri or-
ustu á hverri stundu. Kinverjar eru í
þeim flokki. um 50 000 og tindir forustu
eins mesta hershöfðingja Kínverja.—
Li Hung Chang.
Málsókn er hafin í Toronto, sem
mögulegt er að leiði í ljós, hver eða
hvorir sendu Ch. Chamberlain til Win-
nipeg í fyrra, til að greiða atkvæði i
sem flestra manna nafni. Kona Cham-
berlains klagar mann einn, er hún segir
að haldi fyrir sér $1200, er manni henn-
ar hafi borið,
ll(XK) vinnumenn á 22 léreptsgerðar
verkstæðum í New Bedford, Massacliu-
setts, hættu vinnu í morgun. 5 slík
verkstæði í bænum halda áfram enn, en
búizt við þau verði líka að hætta. Aug-
lýst kauplækkun cr ástæðan.
Sagt er að Japanítar séu i undir-
búningi með að gera áhlaup á kastalann
Wei-Hai-Wei, nálægt botni Gulaflóans
og nálægt endastöð Kínverjamúrsins
mikla. Þann kastala segja Kínverjar
óvinnandi, en eru þó hræddir um hann
oghafa fjölda herskipa á flóanum, til að
líta eftir skipaferðum Japaníta.
Bólusótt geysar um Lundúni. I
gær voru þar sagðir 15 000 manns bólu-
veikir. Aðrar landfarsóttir eru þar og
skæðar.
MIÐVIKUDAG, 22. ÁGÚST.
Spánverjar eru Bandaríkjastjórn
reiðir fyrir sykurtollinn ákveöna—40%,
og gera ráð fyrir að rjúfa verzlunar-
samning Bandaríkja og Cuba undireins
og sykurtolllögin öðlast lagagildi.
Skemtibátur, jakt, i kappsiglingu.
fórzt á höfninni i St. Johns i Nýfundna
landi í gær, og drukknuðu 8 menn af 12,
sem á bátnum voru.
Frumvarp um ótakmarkaða útgáfu
silfurpeninga var í gær lagt fjTi'r Was,-
hington-þingið. TTm þau lög biðj * fyr-
irliðar allra stærstu verkmnnnafélag-
anna í ríkjunum, og var bænarskrá
Þess efnis lögð fyrir þingið jafnframt
frumvarpinu.
Smáþorp í Quebec-fylki brann til
rústa i gær.
Fregnir fi-á Koreu segja, að Kín-
verjar hafi unnið sigur tvívegis í vik-
uiini er leið, að þeir hafi náð borg einni
úr höndum Japanita og rekið flóttann
um 11 mílur vegar.
Styrjöld er i undirbúningi í svert-
ingja lýðveldinu litla, Hayti, í West In-
díum. Ástæðan er sú, að Hippolite
forseti liggur veikur og er ekki talið
líf.
í gær var E. V. Debs, forsoti A. R.
U. félagsins, aðalvitnið fyrir Pullman-
striðsrannsóknarréttinum í Chicago.
Hann sagði söguna skilmerkilega og
sngði, að ef innbyrðisstríð hefði hlotizt
af, hefði það verið að kenna blöðunu mí
CUicago. er hefðu sent lygafregnir um
alt landið og á þeimfregnum hefðu svo
dómar manna og blaða verið bygðir.
Hann mælti með að járnbrautirnar
yrðu gerðar að þjóðeign.
Efri deild Washington þingsins
hefir samþykkt lagafrumvarp, er bann-
ar innflutning allra manna, sem álitið
er að hafi anarkista skoðanir. Sérstak-
ir menn á hafnstöðum Evrópu eiga að
líta eftir því og umbaðsmenn stjórnar-
innar á hafnstöðum í Bandaríkjunum.
Lögin gera og ráð fyrir, að allir út-
lendingar, er láta slika skoðun í Ijósi
eftir að til Bandaríkja er komið, verði
fluttir til ættlands síns aftur, eftir að
hafa úttekið sina hegningu, ef þeir hafi
til hegningar uunið. Bandaríkjastjórn
cr mjög annt um að þessi lög verði sam-
þykkt í neðri dcild áður en þessu þingi
er lokið, svo að þau öðlist gildi sern
fyrst.
1600 familiufeður, í ‘Pullman, fyrr-
verandi þjónar Pullmans, eru allslausir
oglíðasult. Governorinn í lllinois hef-
ir rannsakað málið og segir, að bæjar-
stjórnin og Coúnty-Stjórnin þurfi nauð-
synlega að veita þessu fólki hjálp tafar-
laust.
FIMTUDAG, 23. ÁGÚST
I Tokio, Japan, er það gefið út sem
stjórnarauglýsing, að Koreu konungur
hafi 80. Júní síðastl. auglýst, að liann
væri óháður Kínverjum, og um leið beð-
ið Japaníta að hjálpa sér að reka Kín-
vcrja yfír landamærin. Samdægurs
upphóf Koreu konungur alla samninga
við Kínverja. Þetta é. að réttlæta Jap-
aníta á dómþingi þjóðannn.
$ 125 000 býður Bamlaríkjastjórn
canadiskum selveiðamönnum í skaða-
bætur fvrir fasttekning skipa þeirra að
undanförnu Þeir heimtuðu $750000.
en það er of gífurleg upphæð til að tak-
ast til greina. Sjómálastjóri Tupjier
hefir útvegaö þetta boð—$425 000, en
verðiþví neitað, hcimt.ar Bandaríkja-
stjórn að nefnd verði sett til að rann-
saka málið og ákvoða skaðabætur.
Gufuskipið Monarch, frá Rat Port-
age, er strandaö á kletti í Rainy Iiivcr.
Farþegjum og skipshöfn varð bjargað.
Sagt er að fylkisstjóri Angers í
Quebec verði innau skamrns skipaður
hæstaréttardómari.
Hraðskoyti til Lundún.a scgir Kin-
verja og Japaníta hafa háð aðra mann-
skæða orustu, og er sagt, en þó ekki
víst, að Kínverjar hafi inátt betur.
25 000 manns af livorri lilið tóku þátt í
orustunni.
Aukakosningar fóru fram í gær í
Brandon og Beautiful Plains. I Bran-
don sóttu Cliarles Adams og C. C Cliffe;
í Beautiful Plains J. A. Davidson og
.Tas. Forsythe bændaliði. Kosningu
hlutu : í Brandon Chas. Adams
í Beautiful Plains Jas. Forsythe.
FÖSTUDAG, 24. ÁGÚST.
Rússar senda 9 herskip vestur á
Kyrrahaf, til að lita eftir ófriðnum.
Lengvarandi þurkar liafa t il hálfs
eyðilagt uppskeru alla í New York ríki.
Sendimaður Breta á nýlenda-þingið
í Ottawa i sumar, Jarlinn af Jessey,
mælir að sögn mcð, að Bretar hjálpi til
að stofna liraðskreiða gufuskipa-linu
milli Englands og Canada. Svo segir
Times i Lundúnum.
Orða-belgrinn.
[Öllum, sein sómasamlega rita, er
velkomið að “leggja orð í belg;” en nafn-
greina verðr hver liöf. sig við ritstj.,
þótt ekki vilji nafngreina sig í blaðinu.
Engin áfellis-ummæli um einstaka menn
verða tekin nema með fullu nafni undir.
Ritstj. afsalar sér allri ábyrgð á skoðun-
umþeim, sem koma fram í þessumbálki].
Ritningin óárciöanleg.
Merkur Congregationalista-prestur
frá Toronto messaði hér í kyrkju fyrra
sunnudag, og var ekki trútt um, að
sumum rétttrúuðum brygði heldur í
brún, er hann flutti ræðu sína. Ræða
hans er einkum að því leyti eftirtekta-
verð, að þetta er ekki unitari eða fri-
þenkjari,heldurprestur eins hinsstærsta
og mannflesta prótestanta-trúflokks i
Ameríku. Ræðan sýnir það, að rétt"
trúnaðurinn er eitthvað farinn að geggj-
ast víðar en hjá Islendingum; hún
sýnir það, að einlægt eru þeir að fjölga,
sem ekki get.a fengið af sér, að skrökva
að alþýðu, og teyma hana sem asn-
ann á eyrunum. hún sýnir það, að
kyrkjufélögin hin prótestantisku, eru
að fara á skrið, eru bráðum komin á
harðastökk til frjálslyndari trúar.
Menn kasta einni vitleysunni eftir aðra
sem blessaðir klerkarnir hafa lagt í
sálulijálpar-ferðatösku alþýðu, en halda
því einu eftir, sem gott er og ekki
stríðir á móti öllu mannlegu viti og
skynsemi.
Prestur þessi er séra W. J. John-
ston frá Toronto og sagðist lionum á
þessa leið :
“Enginn maður með viti getur hald-
ið því fram, að alt í ritningunni sé
réttlátt og sannleikanum samkvæmt.
Því þó að menn viðurkenni innblást-
ur hennar, þá er hún þó samsafn af
66 bókum, sinni eftir hvern höfund'
sem allir voru menn, og er skrifuð á
tímum, er menn voru miklu þröng-
sýnni en nú. Ritningin var ekki sam-
ansafn allra visinda og alls eigi áreið-
anleg í öllu. Gamla Testamentið nær
yfir 1600 ár, og það er eftirtektavert,
að seinni bækurnar gáfu miklu skýr-
ari og sannari og lireinni hugmvnd
um guð' en þær fyrri.” Svo mintist
hann á höfund fyrstu bóknr Móesesar.
Fyrir 12 árum kvaðst hann hafa ætl-
að að Móses væri höfundurinn, en
nú gæti hann ekki verið á þeirri skoS-
un. En hver svo sem rithöfundur sá
hefði verið, þá hefði hann tínt sögu
sina saman úr öðrum bókum, og ef
bækur Mósesar væru bornar saman
við bækur Chaldeumann.a og Assyra,
þá sægju menn fljótt, að meginhluti
Mósesbókanna væri tekinn úr þessum
fornu ritum. Hann sagði, að tvær
væri sögurnar um syndafallið og tvær
um sköpunina. Hann drap og á dar-
winsku kenninguna um framkomu
mansins. Sagði hann, að maðurinn
væri ckki að spillast, heldur að full-
komnast, því að í fyrri daga hefðu
þeir ekki einu sinni haft ritninguna
til að leiðbeina sér, heldur hofðu þeir
látið ser nægja að trxia því, að sólin
eða tunglið eða stjörnurnar væri guð-
ir, en guð sá, sem hyrfi undir sjón-
deildarhringinn, fullnæcði ekki mönn
um nú á tímum. Menn þráðu ann-
að betra. Hann sagði, að fjölda marg-
ir tryðu því, að Nýjatestamentið væri
guðs orð frá upphafi til enda, en það
væri langt frá að það væri satt. Það
vreru til tvö guðspjöll Matteusar. tvö
guðspjöll Lúkasar, tvö guðspjöll Mark-
xisar, tvrö guðspjöll Jóhannesar. Það
hefði ekki verið fyr en árið 897, að
kyrkjuþingið i Carthago viðtók Nýja-
testamentið, svo að þetta guðsorð vreri
því ekki annað en skoðanir postul-
unna og annara rithöfunda. Hann
sagði, að vér gætum ekki haft hvort-
tveggja í einu: óskeikanlegan guð og
óskeikanlega ritning. Yér vrðum að
kasta öðruhvoru, og þá sagði hann,
að fyrir sitt leyti vildi hann halda
guði.
Þetta eru meginatriðin úr ræðu
hans, og sýnir þetta, að menn eru
farnir að vakna. Grundvellinum, sem
öll kyrkjan hin rétttrúaða livilir á,
hvort heldur það er lúterska eða pres-
byterianska eða congregationalism, er
kastað, hnnn er viðurkendnr ónreið-
anlegur. Syndafallinu er kastað, sköp-
unarsögunni er kastað, gjörspilling
mannanna er kastað, og hver sem hefir
vit og skvnsemi til að hugsa út í það,
hlýtur þá að sjá, að moð því fer bæði
endurlausnin og guðdómur Krists.
En hvað skyldi það nú samt verða
lengi, sem alþýða vill heldur láta
skrökva að sér en heyra sannleikann ?
Hvað skyldi verða langt til þess að
menn mættu treysta því, að lieyra
sannloikann úr stólum guðshxTsanna ?
Og hvenær skyldu inenn verða svo
hreinskiluir, að menn fyrst og fremst
sægju það, hve mikil svfvirða og nið-
urlæging það er fyrir þá, að ganga
einlægt fram eins og sumir gera ljúg-
andi og hræsnandi alla sína æfi, í þeim
efnum, scm menn þó v&nalega kalla
heílög ? Hvað skyldi verða langt til
þess að menn hætta þessum aumingja-
skap, að menn fá svo mikla einurð,
að þeir hætta þessari hræsni ag koma
fram með skoðanir sínar eins og þær
eru ? Feigðarblær er yfir þjóð þeirri.
sem þannig niðurlægir sig eftir að hiTn
er komin til vits og ára. Þessir góðu
mfnn hennar, þessir “miklu menn,”
þessir “beztu menn” hcnnar eru rolur,
aumingja, auðvirðilegar rolur, þ.að er
líkast því, sem sé kvarnir i höfðum
þoirra, eða þeir hefðu verið lúbarðlr
í langa tíma, og þyrðu ekki að líta
upp. Þeir láta sór nægja að kúra
neðst á askbotni og hafa asklok fyrir
himinn. Betur vér leystumst frá. þeim
fyr en seinna.
-4. L'. C.
SMÁVEGIS.
Húsagrunnur í Chicago.
Það þarf traustan grunn undir
aðrar eins “himingnæfandi” risabygg-
ingar eins og í hrönnum útilykja sól
og sumar af mörgum strætum í Chi-
cago. En grundvöllur bæjarins er
hvergi nærri góður, því upprunalega
var mikill hluti bæjarstæðisins vatns-
étin mýri og hálf-ófært fen. Þó hefir
meginhluti bæjarstæðisins verið upp-
hækkað svo, að það er nú hafið 12
fet yfir vatnsborð. Eigi að síður lærð-
ist mönnum skjótt, að grunnurinn var
of veikur til að halda uppi stórbygg-
ing. Pósthúsið er ljós vottur þess, og
var þó álitið, að ramlega væri frá
gengið, er það var bygt. Veggír þess
eru allir sprungnir og það er alt úr
lagi gengið, svo sigið er það niður í
foraðið undir. Svo ótraust er þessi
mikla bygging, að bygginga-umsjón-
armaður bæjarins hefir “fordæint”
hana fyrir löngu síðan. Bæjarstjórn-
in hefir aftur og aftur heimtað póst-
hús sem ekki sé lífsháski að ganga
inn í eða vinna í, en sambandsstjórn-
in á húsið, og hún er æfínlega þung
í sveiflunum. Er þar búist við hús-
hruni og manndrápi á hverri stundu
eins og í Washington fyrir ári siðan.
Það var ef til vill þessi" bygging
fremur en nokkur önnur, er sannfærði
hj-ggingameistara um, að það er ónóg
í Cnigago að reka stólpa við stólpa
í jörð niður, og fóru þeir því að brjóta
heilann um, að finna upp á nýrri
grunnmyndun. Margvíslegar tilraunir
voru gerðar, en sú fullkomnasta grunn-
bygging og sem nú er almenn og held-
ur óskektum ár eftir ár hinum mörgu
12 til 20 “tasíu”-byggingum, er gerð
þannig : Stálslár eru lagðar lilið við
hlið yfir alt það svæði, er byggingin á
að þekja, og allarholur og misfellur svo
iyltar með samsteypu úr sandi og “ce-
mont”. Þvert yfir þetta fyrsta lag af
stálteinum kemur svo annað eins út-
búið og þvert yfif það aftur hið þriðja,
og svo koll af kolli, til þess styrkleiki
[>ess er álitinn nógur til aöjaxra áætlað-
an þunga byggingarinna’' og þess ”r i
henni verðnr. Ofan á þetta steinlimda
stálgrindaverk koma svo kjallaravegg-
irnir og ofan á þá aftur heljar-skrokk-
ur byggingarinnar sjálfrar,
Krókód1ls-k nör
er almenna nafnið á bát nokkrum,
sem jafnt gengur um lög og láð með
fullan farm og sem verksmiðjueigend-
ur nokkrir í Simcoe,Ontario, hafa upp-
fundið og keypt einkaleyfi á í Canada
og Bandaríkjum.
Skreið þessi er nokkurs konar “dallar”
(hér eru fyrri ára Stjórnar-“dallarnir”
ný-íslenzku hafðir í huga), botnflatur
nxeð ávala enda og gengur því jafnt
aftur á bak og áfram. Niður úr botn-
inum ganga stálvafðir möndlar og á
þeim veltur báturinn á landi. Má láta
möndlana ganga svo langt niður að bát-
urinn sjálfur sé hallalaus þó farið sé
upp eða ofan nokkurn halla. Þegar á
sjó er farið ganga möndlarnir inn í
botninn til þess hann er sléttur.
Á landferðum er knörinn undinn
áfram með hálfrar mílu löngu járnreipi
á “talíu” sem fest er um tró eða stofn
framundan. Gufuvélin i bátnum vind-
ur svo reipið ofan af einni og upp á aðra
spólvx á þilfarinu, og báturinn líður
áfram.
Bátur þessi getur gengið mest 6
mílur á kl. stund á vatni, en á landi er
ferðin alt minni. Ætlunarverk báta
með Jxessu lagi er að draga saman á einn
stað sögunartimbur út um óbygðir þar
sem víða eru ekki nema mjó liöft á milli
strauin- eða stöðuvatna.
Elzti gufuvagn í Ameríku.
Þann vagn er að finna i kolanáma
þoi'pinu Stellarton í Nova Scotia, Ca-
nada. Þessi æruverði, gamli gufuvagna-
öldungur, þó smávaxinn í samanburði
við vagnatröll hinna “síðustu dag.:,”
heitir Samson og þótti líka meira en
Samsonar maki að burðum á slnum-
tíma. Hann skeiðaði til Stellarton cft-
ir einhvers konar járnbraut, frá nær-
liggjandi hafnstað, Nýju Gl.asgow, einn
góðan veðurdag sumarið 1836, og þótti
furðuleg töfravól, enda mikið um dýrð-
h- í þorpinu, því mcð komu lxans var
fullvissa fengin fyrir því, að greitt
mundi ganga kolatekjan framvegis.
Kolatekjan var byrjuð i Stellarton ár-
ið 1818 og voru kolin dregin upp úr
námunum i körfum og flutt í þeim til
Nýju Glasgow. Það reyndist rétt að
kolatekjunni fleygði franx, eftir að Saxn-
son tók við flutnijigi þeiri'a til hafnar,
því ári síðar var öðrum vagni (Vulean)
bætt við, en sem nú er fyrir löngu úr
sögunni.
Sem sagt er Samson gamli elzti
gufuvagn í Ameríku og einungis einn
gufuvagn á Englandi er eldri en liann,
Puffing Pilly, er geymdur er i South
Kensington. Útlit lians er lika að
öllu leyti ellilegt. Undir véliuni eru
6 hjól og öll jafnstór, í-eykliáfurinn er
langur og allur jafnvíður, og gufu-
ketillinn er allur jafnvíður, að utan
að sjá.
Samson hefir haft þann heiður, að
vera á nærri öllum merkum sýning-
um bæði í Canada og Bandaríkjunum.
Meykerlinga-Paradís
er Japaniska keisaraveldið í sannleika.
Þar eru það lög, að ef kon.a er ógift
eftir að hún er komin á ákveðin ald-
ur, velja yfirvöldin henni eiginmann
og “pússa” þau tafarlaust i hjónaband.
Ilvað gekk «ð t Aðfaranótt mánu.
dagsins, 20. þ. m., frá kl. 2 til 6 um
morguninn, réðu einhver loftefni alger-
lega fyrir fréttaþráðum hvervetna í Ca-
nada og um Ný-Englands ríkin alt til
New York borgar. Á þessu tímabili
þverneituðu telegraph-vélarnar að taka
á móti nokkurri orðsending. Þetta hef-
ir koinið fyrir áður en aldrei á jafnstóru
svæði. Loftið var hlýtt og þrungið af
einhvei'ju rafui-efni. Þegar sól liafði
verið á lofti um stund, tóku vélarnar til
vinnu aftur eins snögglega og þær
höfðu hætt að starfa.
Presturinn Dr. Graner sagði: “Vissu
lega ætti hver einasti kristinn maður að -
sýna sjálfsafneitun og lotning fyrir
Jesú á þessum heilaga föstutima, með'
því, að greiða riflegt “offur” í pening-
um til kyrkju hans”. Þá gegndi verzl-
unarmaður einn í söfnuðinum : “Já,
herra doktor.—“Offur”—Þér hafið rétt
fyrir yður. Það stendur ekki upp á
mig ! Eg sel nú allar vörur 25 af hundr
aði fyrir neðan innkaupsverð. Þér get-
ið auglýst það frá prédikunarstólnum,
ef yður sýnist að hann þurfi að vita
það”.
Séra " .Iton í Norður-Carolina
reyndi að hengja sig í beizli um hlöðu-
bitann. Þegar kona hans kom þangað
og skar hann ofan, sagði hann með guð-
legri x-ósemi. “Eftir fáar mínútur hefð;
ég verið komir.u inn í hina Nýju Jerú-
salem”. "ja”, sagði konan. “Þú hefð-
ir verio -paugilegt, guðlegt stáss þar
inni, með beizlið um hálsinn !”
Bx'óðir Gardner sagði : “Til ]xess
að reyn<a]varð v*~‘zlu forsjónarinnar lét
ég hænsahúsiS vera óiæs'í hórna u.w
kvöldið og bað hana að gæta þess. En
morguninu eftir sá ég að ég hafði gert
þvilíkt glópastrik, að ég er alt af reiður
við sjálfan mig siðan. I blindmyrkrinu
um nóttina hafði einhver klórað sig yfir
girðinguna og stolið 14 af hinum feg-
ui'stu fuglum, sem til voru í öllu þessu
ríki. Ef að forsjónin liefir verið þarna
nálæg, þá sýnist mér ekkert annað lík-
legra. en að hún hafi á einhvern hátt
hjálpað til að láta fuglana í pokann”.
Prestur í Middletown í New York
rikinu sagöi i ræöu sinni hérna urn dag-
inn : “Hárið á höfðinu á mér stóð beint
upp í loftið í dag, þegar ég frétti það,
að ungfrúin, sem kraup fyrir bænaalt-
arinxx á fimtudagskveldið, liefði gengið á-
leikhúsið á laugardagskvöldið”. “Þið
getið ekki spilað með guð svona ! Ef
að þið haldið áfram í syndunum, eins
og stúlka þessi, þá vindur guð dúki ut-
an um ykkur, fyllir kjaptana á ykkur
með leir og veltir ykkur skilmálaust
niður til lielvítis”.
Konan i Hamilton.
/
Arangurslaus tilranir
og vonbrigði hennar.
Henni var ráölagt að reyna
Paines Celery Compound.
Nýtt líf, heilsa og hraustleiki.
Ágætis afleiðing.
Margar þxTsundir, af canadiskxx
fólki, sem algerlega hafa gefið upp allar
vonir um bata á vanlieilsu þeirra, hafa
fyllst glcði og ánægiu. Menn og konur
s'cm um mörg ár, hafa þjáðst og sem
hafa verið álitin ólæknandi. hafa fengið
heilsu sina aftur, með brúkun Paine’s
Celery Compound.
Hið mikla og gleðilega dæmi._ um
lækningu eftir langan þjáninga tíma.
fengið hjá Mrs. Rebeccu Jackson í
Hamilton. Ont. Hún segir : “Næstum
því, um uudanfarin ‘iimtán ár hef ég
verið þjáð af taugaveiklan og svefnleysi.
Læknirina minn pat ómögnlega bætt
mér neitt, og eftir að ég hafði reynt
margbreytt meðöl var mér rnðlagt, að
brúka Paine’s Celery Compound. Frá
því ég hafði brúkað upp úr fyrstu flösk-
unni, fór niér dag batmxndi. þar til ég
hafði brúkað upp úr tólf flöskum og þá
var ég orðin alhata. Þessvegna ráðlegg
óg öUuni þeim, tem þjást eins og ég
gerði, að brúka Taine’s Celery Com-
pound.
Paine’s Celery Compound leitar að
upptökum veikinnar það hreinsar blóð-
ið, stvrkir taugarnar. og liressir alla
partalíkamans. Sjúklingar vej'nið það
það gcrir yðxxr lirausta og hefisugóða.