Heimskringla - 06.10.1894, Blaðsíða 1
NR. 40,
VIII. ÁR.
WINNIPEG, MAN., 6. OKTÓBER 1894.
frettir.
DAGrBÓK.
LAUGARDAG, 20. SEPT.
Walter Wellmann. norðurfari, kom
til New York í gær, og hafði snúið aft-
ur við eyjaklasann norður af Spitzberg-
en. Tveia eða þrír menn hans urðu
þar eftir til vetursetu. Sjálfur heldur
hann norður aftur siðarihlut næsta
vetrar.
Róstusamt enn í Brasiliu og við-
húnaður mikill til að hef ja annan leið-
angurinn gegn konungssinnum.
38 rússneskir hermenn voru í gær-
dag dæmdir til æfilangrar þrælkunar í
Síberíu. Höfðu sýnt austurriskum her
foringjum nppdrátt af víggirðingunum
í Warschau.
Brjálsemi er, samkvæmt nýgerðri
rannsókn, óðum að færast í vöxt á ír-
landi. Stafar það að sögn einkum af
lélegri fæðu fátækliuga og ofdrykkjn.
MÁNUDAG, 1. OKTÓBER.
Almennar kosningar til héraðaþings
ins þríeina (Alberta, Assiniboia, Saskat-
chewan) í Rigina, fara fram 31. þ. m.
Ákveðið er að lögsækja alla eig-
endur þeirra húsa í Chicago. sem leigð
eru fyrir spilahús. Slíkt hefir aldrei
fyrri átt sér stað í umdæminu : Cook
County, umdæmi, sem hefir Chicago
innan takmarka sinna.
í Berlin á Þýzkalandi voru í gær
teknir fastir og hnspptir í varðhald 183
liðsmenn og yfirmenn á stórskotaskóla
í borginni. Er þeim borið á brýn að
þeir tilhoyri félagi anarkista og að þeir
hafi hjálpað til að búa út sprengikúlur á
einni verkstöð anarkista.
Herskip Breta, er sent var, til að
kanna eyna “Necker” í grend við Ha-
vaí-eyjarnar, í því skyni að fá vissu
fyrir hvort þar væri góður lendingar-
staður fyrir Canada-Ástralíu-liafþráð-
inn tilvonandi, er nú komið úr þeirri
ferð, og segir skipstjórinn eyna 'óbrúk-
andi til þess, sökum hafnleysis.
Ómunalega mikil flóð eru á eynni
Cuba, Á flestum stræturn í Havana
var vatnið 6 feta djúpt í gær, Flóðið
heflr borið burt um 70 hús.
Ofsaveður, fellibyljir og stórrign-
ingar hafa valdið tjóni miklu á Florida-
skaga.
ÞRIÐJUDAG 2. OKT.
Frcgnir frá öllum helztu stöðum
í Evrópu eru samræmar í þvi að segja
daga Rússakeisara um það talda, sök-
um, nýrnaveiki. Segja að hann geti
ekki lifað nema í lengsta lagi nokkra
mánuði.
í Mið-Ameríku gengur alt á tré-
fótem og útlit fyrir all stórvægi-
legar óeirðir fyrst frameftir. Ezeta
fyrverandi forseti í Salvador er nú í
Mexico og kveðst ætla að setjast þar
að. Hann eggjar Mexico-menn á að
ráðast á Guatemala og yfirbuga, og
lofar styrk Salvadors til þess. Hann
er útlægur úr Salvador síðan í sum-
ar og hélt um stund til í California.
Kínastjórn hefir staðfest Banda-
ríkja og Kína samninginn, er meðal
annars er ætlazt til að fyrirbiggi inn-
flutning vinnulýðs frá Kína til Banda-
rikja.
Gjðrsnauður maður í Montreal
fékk í gær bréf frá Englandi og til-
kynningu um, að þar byði hans arf-
ur sem væri $1 milj. virði. Til þess-
arar stundar var maðurinn svo snauð-
ur og vesall að hann lifði af bónbjörg
einungis.
VEITT
HÆSTU VBRBLAUN A HBHISStNINGUNNI
Bium
vmm
IÐ BEZT TILBÚNA.
Oblönduð vinberja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.
Fregnir frá Kína-Japan-stríðinu
eru sama sem fyrrum. Eftir því er
séð verður eru Japanítar búnir að ryðja
sér veg yfir endilangan Koreu-skagann
og komnir inn í héraðið Manchuria í
norður-Kínlandi, Er sagt að Kínar
hafi svo hræðst aðfarirnar, að þeir séu
búnir að flytja fjárhirzlu sína burtu úr
aðalborginni í því héraði. Sagt er og
að föðurbróðir keisarans í Kína, prinz
Kung, sé tekinn við æðstu völdum í rík-
inu í stað Li Hung Changs.
»
MIÐVIKUDAG, 3. OKT.
Fellibyljir hafa verið tíðir í vest-
urríkjum Bandaríkja um undanfarna
daga og valdið miklu tjóni. í gær-
kvöldi eyðilagði einn slikur bylur yfir
milj. dollars virði af eignum i Little
Rock, Arkansas.
Fjármálastjóri Canada er að fara
af stað til Englands í því skyni með-
fram, að útvega stjórninni dálitið
bráðabyrgðarlán til að mæta áfallandi
gjöldum.
Stjórnarlæknirinn í Ontario er ný-
kominn heim frá Quebec. í þeirri
ferð skoðaði hann sóttvarn-irstöð sam-
bandsstjórnarinnar að Grosse Isle og
segir hana eins fullkomna og nokkra,
er hann hafi séð.
FIMTUDAG,4. OKT.
Tekjur Bandaríkja stjórnar eru óð-
um að aukast, segja fréttir frá Was-
hington. Á fyrstu þrem mánuðunum
sem af eru fjárhagsárinu, voru tolltekj-
urnar alls $97 milj. eða 18 milj. meiri
en á sama ársfjórðungi í fyrra. Haldi
tekjurnar þannig áfram árið út. von-
ast stjórnin eftir 350 milj. tekju-af-
gangi.
Alt England er á nálum af því
ráöaneyti stjórnarinnar hefir verið kall-
að saman til fundar 4. þ. m., en
skömmu áður ge.rt ráð fyrir að það
hefði ekki fund fyrr en í Nóvember
næstkomandi. Óttast menn að þetta sé
ófriðar fyrirburður, með fram af því að
Englendingar eiga í deilum við Frakka.
Allir virðast óttast að England sé að
flækjast inn í ófrið, en hvort heldur við
Frakka eða Austui landa-þjóðirnar er
nokkuð sem þeim ekkikemur saman um
Innan skamms er vonast eftii' ann-
ari stórorustu milli Japaníta og Kín-
verja, norövestast á Koreu-skaganum.
Ohio-Governorinn McKiuley æðir
nú um allar jarðir í þarfir repúblíka. I
gær flutti hann 13 ræður alls í Kansas
og voru áheyrendur hans samtals
100,000.
FÖSTUDAG, 5. OKT.
W. R. Meredith, formaður stjórn-
arandstæðinganna á Ontario-þingi, hefir
verið skipaður yfirréttardómari í Ont-
ario. Mælist það vel fyrir meðal and-
stæðinga hans jafnt og samvinnumauu-
anna.
Englandingar eru búnir að ná sér
aftur eftir bræðsluna um að England
væri að leggja í hernað. Fundur ráða-
neytisins var eingöngu til áð tala um
Kína-Japan-stríðið og um að verja
Englendinga og eignir þeirra eystra. 4
herskip verða send austur.
Fregn frá Washington segir að
Bretar og Bandaríkjamenn vinna sam-
an að því að vernda lif og eignir þegna
sinna í Kína.
FRÁ LÖNDUM.
Icelandic River, 25. Sept. 1894.
Herra ritstjóri !
í bréfi því er ég ritaði yður í
síðustu viku, lofaði ég að láta yður
vita hvort framhald eða endir yrði á
veiki þeirri er kom hér upp.
Þess er þá að geta að útlitið er
mikið betra nú heldur en þegar ég
ritaði yður siðast; enginn hefir dáiö,
og þeir sem voru sjúkir þá. eru nú
orðnir heilir lieilsu; tveir eða þrír
hafa veikst sem ég vissi ekki af áöur,
þó ekki mjög heftugt, enda hafa nú
lseknar og meðul verið við liendina;
Guðni Þorsteinsson, sem er formaður
heilbrigðisnefndarinnar hór í sveitinni,
kom norður, svo var séra Oddur «g
tveir aðrir allt af til taks þegar á
þurfti aö halda.
Eins og nú stendur, er þessvegna
ekki annaö sjáanlegt en veikin sé um
garð gengin, sem betur fer.
í gærmorgun koma ‘'lda” hingað
í annað sinn frá þvi í síðustu viku,
og með henni Dr. Mackie frá Porrage.
Hann fór í gær upp að Fagranesi,
skoðaði liúsið og talaði við fólk.
Hann áleit vatnið í ánni ekki vera
holt, meðfram vegna þess að ýmis-
legur óþverri rennur í það; (sumstað-
ar standa mykjuhaugar svo nálægt
ánni að lögur úr þeirn rennur í hana
í bleytum og rigningum) ennfremur
hafði hann álitið grafreitinn hér vera
of nærri ánni.
Hann hafði sagt veikina tegund
af kóleru, sem gæti orðið hættuleg
ef ekki væri varkárni viðhöfð.
yðar
G. Eyjólfsson.
Minneota, Minn.. 25. Sept. 1894.
(Frá fréttaritara Hkr.)
Tíðarfar, or sem fyrr fremur þurt.
Þó kom liér í byrjun þessa mánaðar
all-góð rigning. Nú, seiu stendur er
mjög vindasamt; síðastliðinn laugar-
dag e. m. var hér ofsa-vindur svo
hey fuku víða. Hér hefir frosið, síðast-
iiðnar tvær nætur. Afrakstur akra
og engja er hér í norðaustur parti
nýl. með minnsta móti, sökum hinna
óvanalegu þurka. Vanaleg meðal upp-
skera hveitis hér, eru 15 bush. a.f
ekru, af höfrum 30 bush. og byggi
25 bush., en nú í ár, er meðal upp-
skera hveitis hér 8—9 bush., hafrar
og bygg þaðan af verra, því hveitið
þolir bezt þurkinn. Mais og jarð-
epli bregðast nú einnig sem ann-
að; heybirgðir manna eru hér nú
valla helmingur af því sem vant er
að vera. Yfirleitt liefir aliur jarðar-
gróði brugðist óvanalega hér í sumar
En í vesturparti nýl. mun afrakst-
ur ná vanalegri meðal upphæð, þar
sem stormar og hagl ekki skemmdu,
svo bætist hér við, hið lága hveiti-
verð, sem er 44 cent bush. — Fyrir
yfirstandandi tíma, er hér fremur
drungalegt útlit, skuldir manna frem-
ur aukast en minka.
Herra J. W. Finney, ráðsmaður
Hkr. er hér á innköllunar ferð, hann
kvaðst ánægður yfir árangri ferðar-
innar. Það er lipur og fjörugur mað-
ur.
16. f. m. dó hér Lilja Vigfús-
dóttir, déttir Vigfúsar Andréssonar
frá Norður-Skálanesi. Hún dó hinn
síðasta dag 16. aldursárs síns.
Fremur er hér kviilasamt nú sem
stendur, menn þjást af taugaveiki
og kvefsótt.
Minneota markaður er nú: Hvciti
44 cént, hampfræ $1,21 (bush.), jarð-
epli 50 cent, smjör 121—15 cts. pd.,
egg 13 cts., grisir'$4,50—5 (100 pd.).
naut $1,25—2. 100 pd.
Leiðrétting við siðustu fréttagr,
þar á að standa: ókristileg aðferð (en
ekki “kurteis”) og, hefir sett blett á
inig í augum þjóðarinnar en ekki í
augum þeirra manna er bezt þekkja
mig (úr ræðu pr.)
Prestamál: Séra B. B. J. er nú
koininn hingað og tekinn til starfa. ,
ingshúsinu” á sunnudaginu 9. þ. m.
Lítið liafði honum orðið ágengt þar
nyrðra. Þar var ekki trú að finna.
Allvel lót hann af því að heimsækja
landa, að undanskildum Guðmannin-
um á Gardar; hann hafði næstum
sýnt, postulanum ókurteisi.
Tuttugasta og fyrsta yðnaðarsýn-
ing Utah Territories, verður opnuð
í Salt Lake City 2. næsta mánaðar
$10,000 verða gefnir í verðlaun. Sýn-
ingin stendur yfir í viku.
Nýtt blað er farið að koma út
hér í bænum og heitir “Herald,” óháð
öllum fiokkum í pólitík. F. B. Smith
heitir ritstjórinn. Þetta er nú fjórða
blaðið sem hefir fæðst síðastliðin þrjú
ár. Hin hafa öll dáið, Demókratisk-
um hordauða. Betur að þetta fari
nú ekki sömu leiðina.
YFIRHAFNIR!
WALSH’S mikla fatasölubúð-
SPANISH FORK, UTAH, 29. SEPT
(Frá fréttaritara Hkr.).
Tíðarfarið hefir mátt he ta hið in-
dælasta í alt sumar. Heyskapur
og uppskera með bezta móti ; þresking
stendur nú yfir, en hveitiverð er lágt
að eins 50 cents busli. Sykurrófur
haldu menn að verði líka í góðu meðal-
lagi, ef ekki kemur regn til að skemma
þær áður en þær eru teknar upp nú í
næsta mánuði.
Lítil er atrinna og liefir verið í alt
sumar, og kaupgjald ofur lagt ; margir
af hinuni fátæku eru því mjög illa uud-
ir búnir að mæta vetrinum.
Heilsufar bærilegt og mjög fáir
naínkendir hafa látizt.
Töluverður pólitiskur hiti er nú í
mönnum hór yfir liöfuð, bæði demókröt-
um og repúblikum. Fyrir þingmenn er
búið að tilnefna Frank J. Cannon, rep.,
og Jóseph L. Rowlins. dem., þá sömu
nefnilega eins og fy-rir tveimur árum
síðan. Mesta og stærsta spurnsmálið
fyrir báðum flokkunum er xú, að koina
að þessum Delegates to the constituti-
onal convention, sem haldin verður í
Salt Lake City fjTsta mánudag f Marz
mánuði 1895, og sömuleiðis þingmönn-
unum.
A meðal landa vorra ber yfir höfuð
að tala fátt til tíðinda. Oss líður öllum
fremur bærilega eftir þvf sem hægt er
að vonast eftir í þessum hörðu tímum.
Fyrsta September voru gefin í
hjónabadd að Provo City hér í Utah
herra Þórður Þórðarson og Miss Guð-
rún Jónsson, bæði til heimilis hér f
Spanish :Fork. Eins og vant er, ósk-
um vér til lukku.
Hinn 9. þ, m. andaðist að heimili
sínu hér í bænum bændaöldungurinn
Þórður IDiðriksson, 66 ára að aldri,
fæddur 25. Apríl 1828. Hann kom
hingað til Utah með þeim fyrstu ís-
lendingum, sem hingað fluttu, og hefir
búið hér f Spanish Fork um 40 ár.
Þórður sál. var Mormóni og há-
prestur í þeirri kyrkju. Hann var þrí-
kvæntur og lifa allar konur hans, tvær
islenzkar og ein dönsk, og 5 börn af 9,
sem hann átti. Hann var dugnaðar og
ráðdeildarmaður og búhöldur bezti, f
góðu meðallagi greindur og alhrott
skáld, hversdagslega glaður og skemti
legur í viðræðum, ogyfir höfuð að tala
prýðilega látinn hér f þessu bygðarlagi
—Jarðarförin fór fram hinn 11. s. m.
og fylgdu flestir Islendingar og fjöldi
enskra honum til grafar.
Snemma f þessum mánuði kom
Jakob postuli II. hingað úr trúboðs-
ferð sinni norðan frá Nýja-ísland
og Dakota. Hann dvaldi hér í borg
vorri nokkra daga, og pi édikaði ferða-
sögu evongelíum sitt í íslenzka “meet-
Grímur frá Grund.
Austan um haf kom hann Grímur frá
Grund,
Þeir gáfu’ honum land út við Parry-
sund.
Og þangað um haustið með föng sín
hann fór,
Þá froöin var jörð og kominn var snjór.
En enskir þóttust ei þekkja mann,
Sem þreklegri sýndist á velli en hann ;
Því sterkur var hann og stór.
Hann reisti sér kot, liann ruddi sinn
skóg,
Og ræktaði garð þegar leysti snjó ;
Hann girti sitt land, hann bjó sér
braut,
Og breytti í engi sérhverri laut.
En enskir sögðu, að engan mann
Ötulli liefðu þeir sóð en hann.
Og heiðurs-oröstír hannhlaut.
Og svo liðu árin, að Grímur frá Grund
Varð gildur bóndi við Parry-sund.
Hann ræktaði garðinn, og ruddi sinn
skóg,
Haim réri til fiskjar,—og söng og hló.
En enskir þóttust ei þekkja mann,
Seni þvílíka atorku sýndi og liann.
—Að lavlegu búi liann bjó.
En svo kotn þar fár f bæ og borg,
Sem breiddi’ yfir héraðið trega og sorg;
Það kom og til Gríms — í kotið hans
inn—
Svo konuna missti’ hann og drenginn
. sinn.
En enskir sögðust ei séð hafa mann,
Er söknuður beygt hefði meir en hann,
Því tíðum var tárvot lians kinn.
í garðinum tók hann grafir tvær,
Með “Gleymdu mér ei” hann skreytti
þær.
Er sól rann til viðar hann settist þar,
Og sár var sá harniur, er lijartað hans
bar.
En enskir þóttust ei þekkja mann,
Sein þögulli væri og gætnari’ en hann.
Því varkár maður hann varj
Og grannar hans buðu’ honum betri
kjör,
—Þeir buðu’ honum þangað, sem meira
var fjör—
Þá benti hann grafirnar grænar á,
Og gat þess að seint mundi’ hann hvorfa
þeim frá.
En enskir þóttust ei þekkja mann,
Sem þolmeiri og tryggari væri en hann;
Þeir vel kváðust vita hans þrá.
Og svo liðu árin, að Grímur frá Grund
Varð grár af hærumjvið Parry-sund.
Hann réri til fiskjar, hann ruddi sinn
skóg,
Og ræktaði garð þegar leysti snjó.
En enskir sögðust ei séð lmfamann,
Um sextugt, með liár eins hvítt og hann
—Eiun sínu búi hann bjó.
En nú eru í garðinum grafir þrjár,
Þar grænkar á sumrum víðir smár.
Og enn stendur kotið við lítinn lund
Hjá læk, sem að rennur f Parry-sund.
Og enskir segjast ei muna mann.
Sem meiri staðfestu bar en hann,
—Hann islenzki Grímur frá Grund.
J. Magnús Bjarnason.
Ef til vill dregur þú að kaupa þér vetrar-yfirhöfn eina eða tvær vikur
enn. En er það viturlegt? Nei, vér erum sannfærðir um að það er ekki.
Á þessum tima eru birgðir vorar hinar fullkomnustu. Allar hugsan-
legar tegundir af yfirhöfnum eru nú á boðstólum hjá oss og af öllum
stærðum. Ef þú dregur að kaupa, máttu búast við, að aðrir verða búnir
að velja úr birgðunum áður en þú ert búinn að hugsa þig um. Vér höf-
um um noklcurn undanfarinn tíma ekki haft hinar alkunnu óviðjafnanlegu
810 og $12 Meltons-yfirhafnir, en nú höfum vér fengið nýjar birgðir af
Iieim af öllum stærðum. Aldrei haía birgðir vorar verið eins miklar, vand-
aðar og odýrar, eins og nú. Þú mátt fara um Norð-Vesturlandið þvert og
endilangt án þess að finna nokkurstaðar slíkt úrval. Mest af yfirhöfnum
vorum er Meltons, Kerseys, Venetians, Cassimeres, Vorsteds og Beavers.—
Yfirhafnabirgðir vorar eru, eins og áðr var fram tekið, óviðjafnanlegar að
gæðum og sniði og saumaskapur er hinn allra bezti. Ljómandi yfirhafnir
fyrir $10 til $15.
Af Chinchillas, Mortagnacs og Elysians yfirliöfnum höfum vér einnig
ljómandi birgðir á $8, $10 og $12.
Það er ekkert of snemt nú að kaupa klæðis-yfirhafnir, en heldur
snemt enn að vera i skinnkápum. Þér getið nú fengið einmitt það sem
yður vantar, fyrir eins lítið verð og nokkurn tíma endrarnær,
Me/issa & Rigby regnkdpur miklar birgdir.
Vér gefum skiptavinum vorum hin beztu kjörkaup á vetrar-nærfötum
og sokkum. Og yfir höfuð á öllu er til karl-klæðnaðar heyrir.
Ljomandi hálsbindi fyrir 25, 35 og 40 cts. Lítið snöggvast inn til
vor í kveld, og sjáið hinar geysimiklu hattabirgðir vorar. Hvað sem þér
þarfnizt á höfuðið fyrir sjálfan yður, drenginn yðar eða stúlkuna — allt
með kjörkaupa-verði.
Buxna=deildin.
Nú er tækifærið! Vér höfum ofmikið af þeim, og til þess að grynna
svolítið á, seljum vér þær langt íyrir neðan vana-verð. Vér ráðum yður
til ekki síður sjálfs yðar vegna en vor,
Ef þér kaupið af oss nú, þá erum vér
skipta meir við oss framvegis.
W/vLSH’S
mikla fatasölubud,
WMesale ató Eetail, 515 & 517 Main Str., pgnt Citj Eall.
SMÁVEGIS.
Itln'umon, heitir flugnategund ein á
eyjunni Ceylon og er hún náttúrleg
ur óvinur maursins. Fluga þessi er
græn á lit og hefir vöxt líkan eitur
stingflugunni Wasp, en þó miðmjórri
Hreiður sitt byygir hún í mjúkum
leir og að því búnu fer húii á maura-
veiðar. Hún stingur þá og spýr í þá
eitri, sem svæfir þá. en deyðir ekki
Flytur hún maurinn svo í hreiður
sitt og fer og sækir annan; gengur
svo koll af kolli til þess hreiðrið er
fult af dösuðum maurum, er hún
festir við hreiðrið með leir hnöllum
litlum. Maurana ristir hún svo á
kviðinn og leggur egg innan í hvern
þennan ósjálfbjarga vesaling, er liggu:
aflvana, en iðar löppunum sem vott um
að hann sé lifandi. Svo þekur flugan
þessa lifanda gröf með leir. Þessu
verki heldur hún áfram þangað til
hún hefir séð fillum sínum eggjum
farborða, þá er lifsverk hennar á enda
að sleppa ekki
sannfærðir um,
þessu tækifæri.
að þér munið
og hún deyr. Á sínum tíma um-
hverfast eggin í unga, er innan skamms
komast í skilning um að þeir eru
inniluktir í skála miklum gerðum úr
ljúffeugasta kjötmet með nægum vökva
taka því til óspiltra málanna að
næra sig. Stendst það á endum að
þeir eru fleygir og íærir og að maur-
inn er uppétinn.
—Jarðhitinn. Tímaritið Goldthwai-
tes Geographical Magazine segir, að
jarðhitinn aukist um eitt Fahrenheit’s-
stig á hverjum 55 fetum, sem grafin sé
niður í jörðina. Er þessi áætlun bygð
á mismun hitans ofanjarðar og á botni
liolu hinnar miklu, er boruð var í jörð
niður í .ei-end við Sperenberg á Þýzka-
landi, 4172 feta djúp. Eftir þessu að
dæma yrði jarðhitinn á 200 milna dýpi
18,000 stig fyrir ofan zero á Fahrenheit.
Hið einkennilega í þessu sambandi er
það, að einmitt þetta hitastig—-18,000
fyrir ofan zero—er áætlun prófessors
Rosettis um hitann á sólinni.
—Fjall, sem brennur, er ein undra-
sjónin í Wales-héraðinu í Ástraliu, um
200 mílur frá Sidney. Það er víða
sprungið og leggur reyk Jupp um hverja J
eina, og sé spítu stungið í rifuua, kvikn
ar í henni nærri strax. Fjall þetta er
nærri 2000 fet á hæð og hefir brunnið
þannig frá því fjTsti Evrópumaður sá
það. Er ætlun manna að innan í fja.ll-
inu sé kolalag mikið, er eldur hafi koin-
izt að á einhvern hátt og að hann síðan
elti kolalögin.
—Orat d tunglinu þj-kist maður einnji
Chicago hafa fundið. Hann liefir að
sögn smíðað stjörnukíkir all-ólíkan
þeim sem almennir eru, og er hann var
að reyna þesoa nýju smíð sína, sá hann
grasgeira mikinn í grend við eldgíginn
mikla, Trj-clio, á tunglinu. Kallaði
hann þá ýmsa nágranna sína til sín og
bauð þeim að líta á tunglið með þessum
sjónauka, og allir þóttust þeir sjá gras-
ið, eða grænan blett, sem annaðhvort
hlyti að vera gras eða laufgaður skógur
Þessi grænka er sögð á að geta 40
milna breið og 70 mílna löng. — Þessi
saga er seld með innkaupsverði.
Á sunnudagaskóla LOregon rikinuvar
samskotadiskurinn borin fyrir nýlega
“umvendan” ungling frá Sínlandi.Hann
leit a diskinn og spurði : “Fjr’ir hvern
er þetta gert ?” “Fyrir drottinn”, svar-
aði kennarinn. Næsta sunnudag eftir
var diskurinn enn þá borinn fjTÍr dreng
inn og spurði hann eins og Aður, og
svar ltennarans var hið sama og fyrr.
Drengurinn spurði með undrunarsvip :
“Er drottinn æfinlega í peninga krögg-
um ?”
Lítil skólastúlka skýrði móður sinn
frá skemtun, sem fór fram á afmælis-
dag Washingtons og sagði: “Við sung
um Ijómandi falleg kvæði, og kennar-
innsagði okkur margt umhinnmikla
mann. Hann lifir nú hjá sínum liimn-
eska föður”. Þá sagði móðir hennar :
“Ef kj-rkjutrúin er rétt, þá lifir Was-
hington—sem aldrei "endurfæddist”—
ekki fljá sínum himneska föður, heldur
hjá djöflinum”.
—Maðalþyngd 20,000 karlmanna, er
vigtaðir voru í Boston hýlega, var 141 i
pund, og meðalþyngd jafnmargra
kvenna 124A pund.
—Jdrn-framleiðsla (úr námunum) í
Bandaríkjunum árið 1893 nam 11,587,-
629 tons, á móti 16,296,666 árið 1892.
Aðflutt járn ólireinsað (frá útlöndum)
nam 526,957 tons 1893, en 1892 805,.585
tons.
— Höiuðhár manna eru' mörg á
hverjum ferhyrningsþumlungi. Á hletti,
sem er J úr þumlungi á livern veg, hafa
verið taliu svört liár 147, jörp hár 162,
en ljós hár 182.
ÁVARP.
Vér, sem ritum nöfn vor hér
undir, höfum ásett oss, að biðja al-
menning um lítil samskot til stjTkt-
ar ekkju með munaðarlausum barna-
hóp — ekkju Bjarna sáh Júlíanusar-
sonar, er mætti svo sviplegum dauða
við sögunarmylnu við íslendingafljót
í síðastliðnum maí-mánuði.
Ekkjan er sárfátæk, en hefir fjr-
ir 7 börnum að sjá. Tvð af þeim
eru að vísu svo uppkomin, að þau
að vændum geta unnið fjrir sér sjálf,
en fyrst um sinn er ekki að vænta
að þau geti létt bjrði móðurinnar,
sem hefir fj'rir fimm börnum að vinna.
Oss dylst ekki, að um þessar
mundir er peningaþröng mikil og þar
afleiðandi þröngt í búi hjá mörgum.
Samt treystum vér svo veglyndi landa
vorri, að þeir láti eitthvað af hendi
rakna, til hjálpar þessari nauðstöddu
konu. Margt smátt gerir eítt stórt.
Vér væntum ekki eftir stórri upphæð
frá nokkrum einstökum og tökum
þessvegna jafn þakksamlega við 5 eða
10 centa skilding eins og við seðildollar,
Smámsaman munum vér í blöðun-
um birta upphæð samskotanna, er
hver og einn af oss undirrituðum
veitir móttöku í peningum eða peninga-
virði.
Winnipeg, 3. Okt. 1894.
St. Oddleifsson, St. Sigurðsson,
B. L. Baldwinson. Jón Stefánsson,
Eyjólfur Eyjólfsson, M. J. Skaptason