Heimskringla - 06.10.1894, Blaðsíða 4
4
HEIMSKRINGLA 6. OKTÓBER 1894.
Winnipeg.
Nýár Gyðinga, hið 5655. byrjaði
á mánudaginn 1. Þ- m.
í lok yfirstandandi mánaðar verð-
ur Winnipegbæjar skuldin rýrð svo
nemur 8250.000.
Bjarni Þórður Jósefsson og Rann-
veig Espóbn voru gefin í hjónaband
hér í bænum 27. f. m.
Stephan kaupmaður Sigurðsson að
Hnausum, Nýja íslandi, var hér í
hænum um síðustu helgi.
Taugaveiki varð 12 mönnum að
bana hér í bænum í síðastl. Sept. og
á þvíjKtímabili lögðust í þeirri veiki
84 manns.
C. P. R. fél. forsetinn Sir W. C.
Van Horne, kom til bæjarins á þriðju-
dag frá Minneapolis og dvaldi til þess
á miðvikudagskvöldið.
í síðastl. Sept. voru tolltekjur
sambandsstjórnar frá Winnipeg um-
dæminu alls 878,333,29. Er það 87,616,-
35 minna í sama mán. í fyrra.
“Skandinaviske Canadiensaren,”
blað hr. E. Ohlens, er um undanfarin
tíma hefir ekki komið út nema tvisvar
í mánuði, er nú farið að koma út
aftur einusinni í viku.
Á þriðjudagsmorguninn vöknuðu
menn við þann vonda draum, að
jörðin var hvít af snjó og drífa all-
mikil. Hélzt snjó og krapa veður af
og til allan daginn. Síðan um 1880
hefir snjór ekki fallið svo snemma, á
þessu svæði.
Fjármálanefnd bæjarins hefir kom-
ist að nýjum samningi við umboðs-
menn bæjarins á Englandi á þann
hátt, að þeir gera sig framvegis á-
nægða með helmingi lægri laun fyrir
störf sín en áður. Á því græðir bær-
inn nær 812,000 á ári.
Þýzk unglingsstúlka, Lena Benter
að nafni, hvarf, fyrir hálfum mánuði
frá húsi séra J. Semmens hér í bæn-
um og er ófundin enn. Nokkru áður
en hún hvarf hafði hún sagst ætla að
fyrirfara sér og er nú ætlað að hún
hafi ent það og gengið í Rauðá.
Bæjarstjórnin hefir ákveðið að
skipa nefnd til að rannsaka efnið,
sem brúkað er í Marylandstrætis brúna
yfir Assiniboine-ána og til að heyra
kærur í þvf máli. “Tríbune” hefir
lengi haldið fram. að efnið í þeirri
brú, sórstaklega steinlímið, só ónýtt.
Sigvaldi Þorvaldsson lózt í West
Selkirk 28. f. m., 66 ára gamall.
Hann hafði búið í Canada um 19 ár,
lengst af í Nýja Islandi og á ýmsum
stöðum við suður enda Winnipeg-
vatns. Hér fyrrum flutti hann póst-
inn til Nýja íslands og var mörgum
íslendingum að góðu kunnur.
Fundarboð.
Þann 10. þ. m., næstkomandi mið-
vikudagskvöld, heldur hið íslenzka
Verzlunarfélag ársfjórðungsfund sinn í
Verkmannafélagshúsinu á Jemima Str.
Byrjar á mínútunni kl. 8 síðdegis. All-
ir félagsmenn heðnir að sækja fundinn,
sem mögulega geta.
í umboði félagsins
JÓN STEFáNSSON.
Innanríkisstjóri_T._M. Daly, sem
lengi hetirSverið á ferð. vestra, ’kom til
bæjarins á austurleið á fimtudaginn.,á |
Herra Árni Friðriksson er fenn við
það sama.^jBreyting til batnaðar, ' ef
nokkur, er svo litil, að hún verður
naumast greind.
Rigningar og kalsaveður hafa nú
gengið uppihaldslaust heita má i viku.
Koldimmt þokulopt og norðanhaldi á
hverjum degi vikunnar og enn (föstud.)
ekki sýnilegt að hreyting sé nærri.
Nokkrir Álptvetningar eru ný-
komnir til bæjarins með fénað o. flj'
til að selja. Færð fengu þeir ekki
mjög vonda, þrátt fyrir rigningarnar
fyrr en þeir nálguðust Winnipeg.
Telephone-skeyti af St. Boniface-
spítalanum segir, að Magnúsi prentara
Péturssyni líði eins vel og við verði bú-
ist. Hann hefir aldrei misst ráðið og
hitinn aldrei farið yfir 104 stig, á F„
síðan hann, kom á spítalann.
Leiðrétting. í fimta erindi kvæð-
isins “Grafreits-visur,” er út komu í
8. nr. Aldarinnar, er prentvilla í þriðju
línunni. Þar stendur “Með sín in
sterku sambands-göng,” en á að vera
sambands-gögn.
Frá Minneota, Minn.. dags. 28.
Sept., skrifar herra J. W. Finney oss,
að dáin sé, 26. s. m., ekkjan Valgerður
Björnsdóttir, amma Jóns ritstjóra Ól-
afssonar í Chicago. Hún var 86 ára
gömal; var jarðsungin af séra B. B.
Jónssyni næsta dag, þann 27., að við-
stöddum fjölda vina og ættingja.
Kynstur mesta af óbygðum fast-
eignum í bænum hefir bæjarstjómin á-
kveðið að selja við uppboð fyrir ógoldn-
um skatti á miðvikudaginn 31. þ. m.
Ef ekki verður boðið til muna hærra en
nemur skuldinni, sýnist þar vera tæki-
færi fyrir alla að festa sér “lot”, því
skattuppliæðin ógoldna er á öllu mögu-
legu stigi frá 92 cents minnst upp i ná-
lega 82,500 mest.
Lögbergi er skrifað frá New York,
að þar sé látinn (22. Sept.) Hans
Christian Robb, fyrverandi kaupmaður
í Reykjavík, 62 ára gamall. — Rohb
var einn í flokki þeirra, er fyrrum
fóru til Nova Scotia, og bjó hann
þar um tíma. Hann bjó í Elizabeth-
town á suðurbakka Hudson-fljótsins
og er sá bær einn af undirhorgum
New York, þó í öðru ríki sé — New
Jersey.
Aðfaranótt hins 3. þ. m. lézt á
St. Boniface-spítalanum eftir nærri
þriggja vikna legu Ingibjörg Signrðar-
dóttir kona Guðm. trésmiðs Guðbrands-
sonar á Rietta Str. hér í bænum.
Lætur hún eftir sig 3 börn, hið yngsta
1£ og hið elzta, 7 ára gamalt. Hún
var 31 árs gömul, ættuð úr Húna-
vatnssýslu, frá Eldjárnsstöðum, og var
náskyld Guðmundi Hannessyni, héraðs-
lækni í Skagafjarðarsýslu. Ingibjörg
sáluga var vel gefin kona, elskuverð
eiginkona og ástrík móðir. — Jarðar-
för hennar fór fram í gær frá fyrstu
lútersku kyrkjunni.
Þegar veðrið er tekið til greina
þá má segja að furðu margir menn
sæktu Foresters-samkomuna fimtu-
dagskveldið. Skemtun var yfir höfuð
góð og veitingar hinar beztu. Stúkan
“ísafold” vonast eftir að árangurinn
af þessari samkomu verði góður að því
er fjölgun félagsmanna snertir. Síðast
var auglýst að reglulegur fundur í stúk-
unni yrði hafður á föstudagskvöldið 26.
þ. m. Verða þá nýir félagsmenn tekn-
ir inn fyr;r miuna en helming venju-
legs inntökueyris, samkvæmt leyfi frá
“Surpreme Court”. Auk þesss fær hver
meðlimur félagsins heiðurseinkenni, er
á þeim fundi ber fram nafn eins eða
fleiri nýrra félagsmanna.
Björn Björnsson.
(Dáinn 9. ágúst 1894.)
Þín eru gengin æfispor,
að örlaganna dómi,
og fljótt að hausti færðist vor,
svo fölnaði lífsins hlómi.
Og góður drengur féll þar frá
úr flokki þeirra manna,
er lítilsvirða’ ei löngun þá:
að leita hins rétta, sanna.
Menn hafa lifað öld frá öld,
við ógnum þrungin myrkur,
við kærleiksskort og kreddufjöld
svo kúgaðist þor og styrkur.
En af þeim fáu einn varst þú,
sem engann lézt þig binda,
og hafðir mörgum hreinni trú,
sem halda aðra bhnda.
Þú greiddir engann skylduskatt
að skinhelginnar boðum,
og frjáls þinn andi frá sér hratt
þeim fölsku vanans goðum;
en vel þú gæta vildir þess,
að vinna tál með orðum,
og hafðir aldrei háan sess,
þars hræsnin sat að borðum.
Að ganga’ ei fjöldans gömlu hraut
það göfgum hæfir sálum,
sú hugdirfð þó ei hlífðar naut
á heimsins metaskálum.
En æðra valdi veitir létt,
að vægja særðu hjarta,
þvi drottinn sér og dæmir rétt
og dimmuna gerir hjarta.
Úr fjötrum leystur andinn er,
sem æðri menntun þráði,
og tíminn leið án tafar hér
hann takmarkinu náði.
Á þinna vina lengri leið
það léttir missir skéðann,
á fullkomnunar fegra skeið
þú fluttur ert nú héðan.
S. S. Isfeld.
Spurning.
Þegar skólahéraði er skipt hvern-
ig skal þá fara með eignir? Skal
þeim skipt jafnt á milli beggja hér-
aðanna, eða heyra þær aðeins )>eim
partinum til, sem lieldur upprunalega
nafninu og hefir nýmyndaða héraðið
ekkert tilkall til þeirra?
X.
Svar. Sé ekki nema eitt skóla-
hús í héraðinu þegar því er skipt,
heldur það hús eignunum, ef með
“eignum” er átt við áhöld skólans,
landabréf, veggtöflur o. s. frv. Sóu
skólahúsin tvö í héraðinu áður en
því er skipt eiga þau hæði tilkall
til eijfnanna að réttu hlutfalli og er
ætlazt til að héraðsmenn komi sér
saman um skipting þeirra. Jafnframt
er rétt að geta þess, að það virðast
hvergi til nokkur föst ákvæði um
þetta, en ætlast til að menn hagi sér
eptir ástæðum. Þiggi nýja héraðið,
sem myndað er úr öðru, gömlu hér-
aði, 75 dollara styrkinn úr lylkissjóði
til að koma hinum nýja skóla á fót,
er álitið að sú upphæð vegi á móti
þess héraðs hluta af eignum gamla
héraðsins og þessvegna ekki gert ráð
fyrir að menn sæki skipting eignanna
af kappi. Ritstj.
Arinbjöm S. Bardal
Selur líkkistur og annast um útfarir.
Aflur útbúnaður sá bezti.
Opið dag og nótt.
629 Elgin Ave.
Spurningu svarað.
Að gefinni ástæðu hefir hra Bene-
dikt Arason beðið oss að birta eptir-
fylgjandi svar hans:
. “Einn af mótstöðumönnum mín-
um spurði mig eitt sinn blátt áfram
og þykkjulaust hver hefði verið á-
stæða mín fyrir því, að álíta G. M.
Thompson hafa staðið nær sveitar-
skrifara embættinu heldur en Jóhann
P. Sólmundsson. “Það skal ég segja
þér”, sagði ég ril manninn: “Hún var
sri að Thompson er bóndi í sveitinni og
einn af gjaldendum hennar, en J. P.
S. ekki”. Ef menn hefðu hreinlyndi
til að koma svona fram, hver við
annan, þá færi opt betur.”
B. Arason.
Hversvegna
best er og hagkvæmast að taka
LÍFSÁBIRGÐ
í
The Great West Life.
i.
Það hefir aðalstöðvar sínar hér
og allar tekjur verða ávaxtaðar í Norð-
vesturlandinu.
II.
Ábirgðin verður ódýrari af því
hér er hægt að fá hærri vexti af pen-
ingum heldur en iífsábirgðarfélög ann-
arstaðar geta fengið.
III.
Skilmálarnir eru frjálslegri og
hagfeldari fyrir þá sem tryggja líf
sitt heldur en hjá nokkru öðru lífs-
ábirgðarfélagi.
IV.
Fyrirkomulag þessa félags er
byggt á reynslu margra lífsábyrgðar-
félaga til samans og alt það tekið upp
sem reynst hefir vel.
V.
Hinar svo kölluðu Callatiral Se-
curity Policy (sem veita auðvelda lán-
skilmála) eru að eins gefnar út af því
félagi, og eru hentugri fyrir almenning
en nokkuð annað, sem í boði hefir verið,
VI.
Ábyrgð fvrir tíu, fimtán og tutt-
ugu ára tímabil og heimild til að lengja
og stytta tímann, án þess að fá nýtt
læknisvottorð fást fyrir lægsta verð.
J. II. Brock}
aðalforstöðumað ur.
R. C. Howden, M. D.
Útskrifaður af McQitt hdskólanum.
Skrifstofa 562 Main Str. .' . . .
.... Heímili 209 Donald Str.
Skrifstofutími frá kl. 9 árd. til kl. 6
síðd. — Gefur sig einkum við
kvennsj úkdómum.
Kvennfólk gerir mest af því.
Einn af hinum bezt þektu og æfð-
ustu auglýsendum |á þessu meginlandi
staðhæfir, að kvennfólk kaupi 85% af
öllu því sem brúkað er almennt í
heimahúsum. Þetta bendir á að þær
hafa betra vit á gæðum og gagni þeirra
hluta, sem brúkaöir eru í lieimahúsum.
heldur en karlmenn. Kvennfólk sér
langtum fljótara en kurlmenn gallana,
sem kunna að vera á þeim hlutum, er
þær brúka á heimilum sinum. Það er
af þessum ástæðum að Diamond Dye er
orðinn eins viðurkendur og hann er orð-
inn. Hann hefir verið brúkaður ár eft-
ir ár og aldrei brugðist; hann er ætíð
eins öyggjandi, eins og það, að nótt
kemur á eftir degi. Ýmsir reyna að
búa til eftirstælingur af lionum, en það
reynist árangurslaust.
HORF'ID
/
—A—
þ e t t a
BUXUF^
/
A
$1,50
Gáið að verði á alfatnaði í búðargluggunum
Blue Store.
Merki: Bla stjarna.
Landar í Selkirk.
Ef þið þurfið málaflutningsmanns við,
þá reynið
John O’Reilly, B. A.,
Barrister, Attorney Etc.
Skrifstofa í Dagg-Block,
SELKIRK, MAN.
íslendingar !
Þér fáið hvergi hetri hárskurð og rakstr
en hjá
Sam. Montg'ommery,
Rakstur 10 cents. Hárskurður 15 cents.
• • • . 671 Main Str.
Eftirmaður S. J. Schevings.
M
fi
5
c*
-
HlC °s. d’
p £
, • rfj c: 09
• hpj 09 " S p
■ D g. o« 09
0
K
Q*
O Ui
K* 22
Ul g
o
a
ffi
c-h
E
h
p
Q*
p
p
sr
et-
<4
P
B
g
S
p
S200 verdlaun.
Undirritaður lofar að borga ofan-
nefnda upphæð hverjum þeim, sem
leggur fram ábyrgðarbréf (policy) út-
gefið af Mutual Reserve Fund Life
Association, í hverju félagið ábyrgist,
að ábyrgðarbréfið skuli halda sér við
sjálft eða borgast, út, er tilgreind
ársgjöld þoss hafa goldin verið í 15
(fimtán) ár.
Hin sömu verðlaun verða greidd
hverjum þeim, sem leggur fram skrif-
að skjal undirritað af þeirm embætt-
ismönnum félagsins; er til þess hafa
mynclugleika, og sýni skjal það, að
hin sömu kjör fáist hjá félaginu með
því, að borgar ábyrgðargjöld til þess
í 15 ár; enn verða hin sömu verð-
laun goldin þeim, sem leggja fram
álíka skjal, í hverju félagið lofar,
að takmarka tölu borgunar ára á-
byrgðargjaldsins —, eða lofar því, að
við upprunalega ábyrgðargjald, þegar
ábyrgðin var tekin, verði aldrei hækk-
að.
J. H. Brock,
Aðalforstöðumaður
Great West lífsábyrgðarfélagsins.
457 MAIN STR. WINNIPEG.
K. S. Thordarson, agent.
750 Jafet í föður-leit.
Jafet i föður-lelt. 755
754 Jafet í föðnr-leit.
Jafet í föður-leit. 751
,,Það var stúlka, sem ég kynntist lítillega
þegar ég bjó úti í sveitinni.'1
„Ég hefi verið að hugsa um það, souur
góður, að eins og hagur þinn stendur, væri
réttast fyrir þig að kvongast sem fyrst. Með
því þóknaðist þú líka föðnt þínum stórlega,
sem langar til að sjá barnabörn sín áður en
hann deyr. En heilsa mín er hvergi nærri
góð.”
Eg gat ekki annað en brosað að þessum
tilfinningarnæmu orðum karls, sem var ljón-
hraustur, ef dæmt var eptir útliti hans, og flk-
legur til að endast eins lengi og hans skyldu-
rækni sonur. Matarlyst hafði hann flka hina
ákjósanlegustu og ekki kom sá dagur fyrir
að hann lyki ekki úr heilflösku af víni. Ég
var þessvegna ekki neitt hræddur um hann,
að því er heilsuna snerth “Hjúskaparmál er
nokkuð”, svaraði ég, “sem ég hef ekki hugsað
um enn þá” (hum! De Benyon segir aldrei ó-
satt!). “Ég er svo ungur enn og uni bezt hjá
þér.” ^
“Ég ætlast líka til þess, drengur minn,
að þú haldir áfram að vera hjá mjer — að við
búum í sama húsi. Ég vfl alls ekki að við
skiljum, en það er einlæg ósk mín, Jafet, að
þú hugsir alvarlega um þetta.”
“En, kæri faðir, ég vil leyfa mór að benda
á, að ég er enn ekki í kringumstæðum tíl að
leggja til viðurværi handa konu, og mér félli
illa að leggja þau gjöld öfl á þig svo aldrað
móður mína, að hún hefir sömu tilfinniugar
og ég. Sameiginlega eigum við bíðar yður
einum að þakka okkBr góðu kringumstKtar
nú og hvað mig sjilfa snejrtir þá get ég ekki
að eilífn þakkað yður fyrir lausn mína frá
fátækt, vanþekking og ef til vill glæpa-lífi.
Þér hafið verið mér nreir, mikln meir en
bróðir, meir, mikla meir en faðir. Ég er að
vissn leyti tilvera með því sniði, er þér hafið
gefið mér og því skulda ég yðor meira en
ég get nokkro sinni borgað. Þegar pessvegna
þér komuð í leitirnar svona opp úr þurru,
þótti mér vænt um að ég hafði ekki svarað
Mr. Harcourt, því ég viðurkenni að þér hafið
jafnan rétt og ég sjálf til að ráða slíku svari.
Þessvegna neitaði ég honum um svar, að ég
vildi fyrst tala við yður og ef svo vildi ráð-
ast fá samþykki yðar. Ég veit um alt, sem
farið hefir á milli ykkar Harcourts, en ég veit
ekki hvernig álit þér hafið á honum nú.
Hann hefir viðurkennt áð liann hafi farið
illa með- yður og það sem fyrst kveikti vin-
áttu til hans hjá mjer var það, hve innilega
hann iðraðist þeirra yfirsjóna og hve afdrátt-
arlaust hann hældi yður. Og svo, Jafet, ef
þér eruð gramur við Harcoort enn, efþér.u..
“Hættið, kæra Fleta mín, hættið! Ég skal
svara ölium mögulegum spurntngum yðar í
senn.” Tók ég þá Harcourt, leiddi hann til
hennar og lagði hægri hönd hans í hönd henn-
mnnduð- láta mig gráta svo mikið. En ég
fyrirgef yður það og þö þsð væri þúsund-
sinnom meira. En setizt nú niður og segið
okkur frá öllu, er fram við yður hefir komið
síöan þér strukuð frá okkur og öllum.”
‘‘Ekki strax, kæra Cecelia”, svaraði ég.
Þér þurfið fyrst að jafna reikninga við vesl-
ings Harcomrt, ekki síður en ég. Ég álít þér
hafið verið ónærgæti* að því er hann snertir.
Þér voruð í þann veginn að svara mikil-
vægri spurningo hans þegar ég kom inn.
Síðan eru liðnar þrjár viknr og þér hafið enn
ekki svarað honum, en neiUð að svara fyrri
en hann kæmi með mig, og látið hann biða
milli vonar og ótta. Ein klukkustund er
hræðileg í því ástandi, hvað þá margar vikur.
Nú er ég kominn og nú vil ég að allt sé
gert gott áður en ég tek mér sæti.”
“Ég neitaði ekki að svara honnm ein-
göngu vegna þese að ég vildi að hann flýtti
sér að koma með yðnr, Jafet”, sagði Sesselja
“heldur meðfram vegna þess, að ég áleit sjálf-
sagt að draga að svara þangað til ég talaði
við yður, úr því þér voruð aptur-fundnir.
Ég er ekki búin að gleyma og gleymi aldrei
hvað ég var þegar þér björguðuð mér og mig
hryllír við að hugsa til þess hvað úr mér
hefði orðið, ef þér hefðuð ekki komið mér
til hjálpar. Ég hefi ekki heldur gleymt í
hvaða rannir þér rötuðud — og lífsháska <— á
írlandi mín vegna. Sama er og að segja um
sem telja mætti óþarfa, og ég þykist vita að
til þessa gangi allar tekjur þínar.”
"Ef þú hugsar það, sonur góður, þá er
það grófur ' misskiluingur. Ef mér hugnast
brúðurin get ég á brúðkaupsdegi þínum lagt
fram hundrað þúsund pund sterhng án þess
að rýra tekjur mínar um helming.”
lyrst það er svo, þá er vitanlega ein
þraut yfirstigin,” svaraði ég, ,,og sannar um
leið hve eptirlátan föður ég á. En þegar
þannig er ástatt hefi ég líka rétt til að vona
að brúðurin leggi eitthvað til búsins. Miss de
Clare heyri ég sé trúlofuð Harcourt; annars
hefði ég máski litið í þá áttina.”
„Rétt er það, að það er gott ef konan
hefur eignir, en nú á dögum vonast menn
ekki eptir meiru en sæmilegum hústofni með
konunni og það eru ekki beztu konuefnin,
sem upp eru aldar f stórhýsum auðmanna.
En sem sagt er sanngjarnt að ætlast til að
hún eigi eitthvað. En, Jafet, hver er þessi
stúlka, sem þér þótti fallegri en Miss de
Clare?”
“Hún heitir Miss Temple”.
“Temple”, tók faðir minn upp. “Það er
fallegt nafn. Mín ætlun er að stúlkur upp-
aldar í sveit séu beztu konuefnin.”
“Það er enginn efi á því”, svaraði ég.
“Þær eru heimiliskærari og kunna betur að