Heimskringla - 27.10.1894, Qupperneq 1
vm. ár.
NR. 43.
WINNIPEG, MAN., 27. OKTÓBER 1894.
FRÉTTIR.
DAGBÓK.
LAUGARDAG, 20. OKT.
Kínverjar eru í óöa_önn að safna
saman liði í hafnborginni Tien Tsin, nið
urundan Peking. Eru þar nu saman-
komnir 30,000 vígfærra og vopnaðra
hermanna og viðbótin á hverjum sólar-
hring nemur 7—8,000. Er svo tilætlað,
að þar verði saman komnir 100,000 her-
menn um mánaðar-lokin.
Fregn frá Lundúnum segir, að að-
alerindi Fosters, fjármálastjóra í Cana-
da, muni vera það, að hjálpa Huddart
til að koma á fót hraðskreiðu gufuskipa
línunni, en ekki það, að útvega bein-
línis bráðabyrgðarlán.
Á Spáni vinna konur að uppsldpun
ekki síður en karlmenn, og í gær voru
20 konur að þeirri vinnu i einum hóp,
þegar þær fyrir eitthvert slys féllu allar
út af bryggjunni. Fjórar komust af,
en 16 drukknuðu.
Á síðastl. fjárhagsári var tekju-
halli Northern Paeific fél. 86J milj.
Járnbrautnrnefnd ríkisstjórnarinn-
ar í Norður-Dakota á í erjum við járn-
brautarfélögin, út af kolaflutnings-
gjaldi. Nefndin hefir heimtað, að gjald-
ið sé fært niður, en járnbrautafélögin
neita, enn sem komið er: Great North-
ernfélagið setur upp hærra gjald en hin-
ar brautirnar, en segir samt að tekjur
félagsins í Dakota séu ónogar til að
mæta afgjaldi peninganna, er standi í
eign fél. í ríkinu.
MÁNUDAG, 22. OKT.
Englendingar og ítalir hafa að sögn
ákveðið að senda sameiginlega leiðang-
ur upp í miðbik Afríku og stofna varð-
lið í héruðunum umhvorfis upptök Níl-
fljótsins. Með þessu gera þeir tvennt í
senn : standa fyrir Frökkum og hindra
þá frá að auka veldi sitt, og lama upp-
reistarmenn Araba.
Panama-félagið nýja var löggilt í
gær í Parisarborg, og í dag eiga 800
manns að taka til starfa við skurðgröft-
inn á Panama-eiði eftir langt uppihald.
Sjófiotastjórn Frakka heimtar 287
milj. franka (nálega 471 milj. dollars) til
viðhalds ogaukningar flotanum á næsta
ári.
James Anthony Froude, liinn nafn-
kenndi enski sagnaritari, lézt að heim-
ili sínu í Lundúnum 20. þ. m., 76 ára
gamall. Hann var fæddur að Darting-
ton í Devonshire 23. April 1818 og var
prestssonur, enda ætlast til að hann
yrði prestur, sem hann líka varð árið
1311, í ríkiskyrkjunni ensku. Trúar-
gkoðanir hans leyfðu honum samt ekki
að gegna prestskap nema 4—5 ár. Árið
1848 kom út eftir hann bók, er hann
nefndi “Nemesis of Faith” (hefndar-
gyðja trúarinnar), en það var mótmæla-
rit gegn því sem hann kallaði “hebreska
goðafræði” ensku kyrkjunnar. Sem við
mátti búast fékk bók sú harðan dóm
hjá klerkum ensku kyrkjunnar, og yfir-
gaf hann þá flokk þeirra.
Carl Brown, hægrihandarmaður
Coxey’s var í gær tekinn fastur í New
York, hafði hann rert tllraun að flytja
ræðu af dyraþrepi alríkisf járhirziunnar.
Á síðastl. fjárhagsársfjórðungi nam
verzlun Canada við útlónd 864,963,802.
Er það $8$ milj. minna en á sama tíma
í fyTrra.—Víðar er hart en í Winnipeg.
ÞRlÐJUDAG, 23. OKT.
Aukaþing Japaníta hefir samþykkt
að veita stjórninni 8150 milj, tfl að
halda áfram stríðinu við Kínverja.
Stjórnarformaðurinn, Ito greifi, flutti
merka ræðu uin leið og hann lagði fram
VEITT
HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI
m
■ ' ■
IÐ BEZT TILBÚNA^
Oblöuduð vínborja Cream of Tartar
Powder. Ekkert álún, ammonia' eða
önnur óholl efni.
40 ára reynzlu.
fruínv. fyrir þingið og skýrði ljóslega
frá ástæðunum til þessa stríðs. Allir
þingmennirnir í báðum deildum virtust
einhuga í þvi, að nauðsynlegt
væri að halda áfram stríðinu og lama
Kínverja svo, að þeir aldrei framar geti
hafið annað eins stríð.
Fregnir frá Livadia á Grikklandi,
þar sem Rússakeisari liggur, eru ærið
mismunandi. Annan daginn á hann
að vera rétt við andlátið, en hinn dag-
inn á hann að veia svo hraustur að
hann geti verið á ferli. Um helgina
síðustu fór krónprinz Rússa suður á
Grikkland tfl föður síns, og í gær fór
heitmey hans, Alix prinsessa af Hesse,
sonar-dóttir Victoriu drottningar, suð-
ur. Af því er ráðið að hjónavígslan sé
í nánd, og þá satt að keisarinn heimti
það.
Minnesota-governorinn, Knute Nel-
son, er í klípu, að því er sagt ér. Ríkið
á eftir óskift um 1 milj. ekrur af landi
og þar af her Great Northern félaginu
273,565. Af þessaii 1 milj. ekra eru að
eins 200,000, seítalið er gott land og í
það vill félagið ná, en til þess útheimt-
ist leyfi stjórnarinnar að það megi
merkja ?é landið á undan. Þetta leyfi
vill governormn veita, en meðráðamenn
hans ekki. Fái hann sínum vilja fram-
komið, græðir fólagið á því um $5 milj-
ónir, en rikið situr eftir með rúmlega
25000 ékrur af nýtilegu landi.
Sambandsstjórn Canada hefir hafið
mál gegn manni einum í Montreal, er
tók að sér að byggja brú mikla á sam-
bandsstjórnar kostnað yfir skipaskurð í
Montreal, Með aflskonar fölsunum
hafði hann af stjórninni rúmlega S172-
000 framyfir rétt verð brúarinnar.
Þetta fé ætlar nú stjórnin að reyna að
vinna afhonum. Kærurnar á hendur
honum eru 6 talsins í þessu máli, og
meðal þeirra er sú : að hann hafi eyði-
lagt bækur sínar, svo ekki só hægt að
sanna reikningana.
MIÐVIKUDAG, 24, OKT.
Frá Shanghai í Kína kemur sú
fregn, að á Mánudaginn (22. þ. m.) hafl
Kínverjar og Japanítar háð orustu
mikla og hafi mannfallið numið 6000,
3000 af hvorum. Samdægurs átti floti
Kinverja að leggja af stað frá IVei-hai-
wai, leita uppi Japaniska flotann og
leggja til orustu.
Sambandsstjórnin biður um Sll
milj. bráðabyrgðarlán á peningamark-
aðinum í Luudúnum, segir skeyti það-
an.
Vinnulausir menn og flækingar
brendu járnbrautarvagna og vagn-
stöðvahús í Suður-Chicago á mánudags
kvöldið.
Sósialistar Þjóðverja sitja á alls-
herjarþingi í Frankfurt.
Demokrntar í New York ríki eru
nú í óða-önn að vinna að friðarsamn-
ingi milli þeirra Cleveland forseta og
D. B. Hflls, er gengur stirðlega, því
Cleveland er ófús til að mæla með
manni, sem hefir reynzt flokknum eins
illa á þingi og Hill hefir reynzt.
Bandaríkjafélag eit.t óslcar eftir
löggilding í Canada, til aö« komo þar
upp 2 verkstæðum, í Hamilton, Ont., og
í New Brunswick. Félagið þykist búa
til úr gipsi byggingaefni, er líti út öld-
undis eins og marmari og sé eins hart
og endingargott, en sem kosti minna
en samskonar efni úr tró. Félagið er
búið að koma á fót tveimur þessum
verkstæðum í Bandaríkjunum, í Chica-
go. og Grand Rapids í Miehigan, en
ekki er varningur þessi enn til sölu.
G. F. Marter, lögmaður í Toronto,
var í gær kjörinn eftirmaður Merediths
sem forvígismaður Censervativa á Ont-
ario-þingi.
FIMTUDAG, 25. OKT
Félagið “Ameríkan Railway Uni-
on”, undir formennsku E. V. Debs,
hefir nýlega gefið út áskorun mikla og
sent til allra járnbrautarmanna í Banda
ríkjum og Canada, þar sem skorað er
á þá alla að ganga í þetta félag lejrni-
lega, ef þeir annaðlivort vilja ekki eða
þora ekki að ganga í það opinberlega.
Tekjur Dominionstjórnarinnar á
síðastliðnu fjárhagsfjórðungsári eru um
$i milj. minni en í fyrra.
í gær var auglýst í Pétursborg á
Rússlandi, að stórhertogi Michael,
þriðji ogyngsti sonur keisarans, væri
réttur ríkiserfingi næst á eftir krón-
prinzinum, stórhertoga Nickulási.—
Stórhertoginn George, keisarasonurinn,
sem næstur er krónprinzinum að aldri,
er niðurfallssjúkur og er ekki ætlað líf,
enda hofir hann með þessu afsalað sér
erfðarétti til stólsins.
Jarðhristingur aflmikill gerði vart
við sig í suður-California í gær.
WINNIPEG
Business College.
Verið viðbúin að nota ykkur kveld-
skólann, sem haldinn verður í sam-
bandi við Winnipeg Business College
og Shorthand-skólann, 482 Main Str.
Þar verður kennt, þeim sem vilja,
ensku-lestur, réttritun, málfræði, reikn-
ingur og skript. — Skólinn bjrjar
snemma í Nóvember.
Viðvíkjandi kennsluskilmálum snú-
ið ykkur bréflega eða munnlega til
kennaranna.
C. A. Fleming & Co.
FÖSTUDAG, 26. OKT.
Jarðhristingur hefir undanfarna
daga lagt 3000 hús í rústir og orðið 260
manns að bana, í Yokohama og grend-
inni.
Eftir síðustu fregnum frá Livadia
að dæma er lifsendir Rússakeisara nærri
Manitoba Conservative-leiðtogarnir
höf . ,u yt.inu
í gær, en umræðuofnið er almenningi
hulið enn sem komið er, en fullyrt er að
Hudson Bay-brautin hafi verið aðal-um-
ræðuefnið.
Hlaupa-fregn að austan segir Kín-
verja flúna úr víginu að Port Arthur
á Koreu-skaga, en þykir ótrúlegt.
FRÁ LÖNDUM.
MINNEOTA, MINN. 16. Okt. 1894.
(Frá fréttaritara Hkr.).
Veður , hefir verið fremur lcalt,
blautr og stormasamt,' það sem af er
þessum mánuöi. Þann 7. þ. m. um
miðjan dag skall hór á snjóhríð. er hélzt
til kl. nærri 5 e. m.v birti þá upp með
frosti; snjór féll svo að vel varð spor-
rakt.
Aldur Lilju hoitinnar Vigfúsdóttir
hefir misritast hjá mér, á að vera 1S ár,
en ekki 16.—Um tvær giptingar, sem
hér hafa fram farið, hefir mér gleymzt
að geta um og eru það þessar : Bjarni
Guðmundsson frá Ytrauýpi í Vopna-
firði og Stefanía Einarsdóttir frá Há-
mundarstöðum í sömu sveit, og Albert
Guömundsson frá Ytranýpi í Vopna-
firði og Una Þorkelsdótlir frá Reykja-
vík. f
Prestamál. Safnaðarfulltrúafund-
ur var haldinn í Minneota 1-4, þ. m. og
áþeim fundi voru séra Níelsi fiuttar
skilnaðar kveðjur. — Islenzkur lögmað-
ur seztur að í Minneota, Kristfán M.
Gíslason.
Tilkynning
um minnisvarða yfir legstað séra
Páls sál. Þorlákssonar.
Við höfum veiið beðnir af nokkr-
um mönnum, sem eiga heimili utan
næstu safnaða, en hafa frétt, að hinn
fyrirhugaöi legsteinn væri nú þegar
flutu^i og kominn hingað í grafreit
Víkur safnaðar, að lofa þeim að vita,
hvenær sú athöfn færi fram, að hann
yrði reistur og tileinkaður gröf hins
látna. Sýnist okkur því vis^ast og
réttast, að tilkj-nna helzt í blöðunum
sem aðra frétt, ekki einungis þessum
mönnum heldur og öllum íöndum nær
og fjær, að það hefir orðið samkomu-
lag okkar og fleiri manna hér í grend-
inni, hvar á meðal er prestur okkar
séra Fr. J. Bergmann, að athöfn
þessi og samkoma verði — að forfalla-
lausu — haldin hér við Mountain-
kyrkju þriðjudaginn þann 30. þ. m. kl.
2 e. m. Og er það vilji okkar, að
sem flestir þeirra sem kjmzt hafa liin-
um látna á einhvorn hátt, ættu lcost á
að vita um þessa samkomu, og heiðra
ininning hans með nærveru sínni, þeir
sem geta.
Mountain, N. D., 18. Okt. 1894.
Þ. G. Jónsson, H. Thorlaksson.
Úlfurinn fer í sauðargæru.
Sagan er svona : Einu sinni þegar
úlfurinn var kominn í fjárþröng ætlað
hann að verða fjárhiröir og útvevaði sér
liatt, kápu og pott og hirðingja-pípu.
Til þess að kalla saman hjörðina þurfti
liann að herma eftir hjarðmanninum,
en honum tókst það svo ófimlega, að
hann kom upp um sig og týndi lífi sínu
fyrir. Diamond litprinn er betri til
heimnbrúks. heldur en aðrir litir. Hann
skemmir ekki jafnvel hina fínustu dúka
og er varanlegur og fallegur álitum.—
Ýmsir litir eru búnir til í likingu við
Diamond Dye, on þegar þeir eru reynd-
ir, verða þeir að eins til að ergja maun.
Það fer fyrir þeim eins og úlfinum, að
þcir geta ekki losað sig viðeðli sitt.
Storkostlepr afslattur!
Betra verd en adrir geta bodid.
Um nokkrar næstkomandi vikur fást vetrarföt og yfirhafnir með
óheyrilega lágu verði 1 búð WALSH’S 515 og 517 Main Str.
BUXUR.
— UM 1,700 ALLS. —
200 af jieim verða seldar á 95 cents.
Á meðal þeirra eru buxnr úr kanadisku
vaðmáli Union vaðmáli (til slits) og
Ameríkönsku Worsted, sem uppruna
lega átti að seljast fjrrir Sl,50.
300 góðar vaðmálsbuxur á Sl,50
upprunaverð S2.00.
350 enskar ockanadiskar Hair Line
buxur, og úrvals vaðmálsbuxur fyrir
S2.70 vanaverð S4,00.
Og enn 500 buxur úr skozku vað-
máli og West of England-buxum á S2,95
og S3.50. Vanaverð $5.00 og S6.00.
IvARLMANNA ALFATNAÐIR.
— Um 1,100 ALLS. —
Um 100 gamlir vaðmálsfatnaðir
verða seldir á 83.00.
Um 125 alullar fatnaðir úr ikana-
disku vaðmáli «f ýmsu tagi fyrir S5.85.
Upprunaverð 87.50 til 810,00.
Um 285 vandaðir fatnaðir úr cana-
disku vaðmáli á S5.75 en kostaði upp-
runalega helmingi meira.
Um 500 fatnaðir úr skozku vaðmál'
og Worsted af beztu gerð fyrir S8.5 0
$10.50 og $11750.
DRENGJA FATNAÐIR.
— Stórkostlegt upplag. —
Nærri 3.000 “Sailor suits” fjTÍr
drengi á 95 cts. til 81.75.
Vaðmálsföt Sl.50 til$3,50. Worsted
iföt 82.75 og yflr. Velvet föt. Sergeföt.
iJerseyföt, og um 100 fatnaðir af ýmsu
Itaci S'2. Upprunaverð frá S3.00 til
85.00.
Stuttbuxur 40, 50 og 75 cents.
Reefers $2.00 $2.50 og $3.00.
Yfirhafnir með slagi eða hettu á
$2.50, $.300, $4.00 og $5.00.
YFIRHAFNIR.
Mikið upplag til að velja úr. Heitar og góðai' yíirhafnir verða seldar
fyrir lítílræði ÁGÆTAR VETRAR-YFIRHAFNIR úr ensku “Rolling Nap” með
kraga og belti og af beztu gerð, verða seldar fyrir að eins $7,50. Mikið upp-
lag af vatnsheldum Melissa kápum.
515 & 517 lain Str.,pptCiljHall.
Waferiown Marble & Granite Works. $
\
\
\
0
\
0
0
0
\
0
0
0
0
0
\
0
0
0
Sclur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar,
blómpotta, Etc.,
Legsteinarnir kosta 812,00 til 8300.00. Fjögra —- fimm feta háir
legsteinar kosta $50.00 til 8100,00, uppsettir í kjwkjugarðinum af
umboðsmanni félagsins án aukagjaids. Mismunandi verð eftir stærð
og frágangi.
Aðal-umboðsmaður félagsins er
ÍSL. V. LEIFUR,
Glasston, N. Dak.
IvOMIÐ í BÚÐ
Ær
iT
&
A vv
EDINBURGH, X. DAK.
Þeir hafa til sölu vörur jþær sem seldar voru úr búð S. Carincross
í Grafton, og selja þær með mjög vægu verði.
Aslakson & Peterson,
EDINBURGII, IV. I>AK.
WINNIPEG, 22. OKTÓBER 1894
Aðvörun til skuldunauta.
Hér með tilkynnist, að James Gestur,
hinn eini núlifandi meðlimur timbur-
sölufél. Mitcliell & Gestur við Islend-
ingafljót, Manitoba, hefir í dag, 11.
Október 1894, afhent mór allar eignir
félagsins, sem skifta skal meðal skuldu-
nauta félagsins.
Allir skuldunautar eru því beðnir
að mæta i eigin persónu eða gegnum
umboðsmann á fundi á skrifstofu minni
31. Olct. kl. 4 o. m.
Allar kröfur verða að vera fram-
lagðar og eiðfestar áður en þrjátíu
(30) dagar eru liðnir frá birtingu þess-
arar auglýsingar.
Þeir, sem hafa atkvæðisrétt á fund-
inum, verða að hafa sina kröfu fram-
lagða og eiðfesta áður en fundurinn
byrjar.
S- A. D- BERTRAND.
Offical Assignee.
SMÁYEGIS.
Fult ai' Kínverjum. Það hefir
opt verið talað um kristniboð til Kín-
verja. enda sýnist varla vera vanþörf
á því og líklegt að klevkar fái þar
eitthvað á öngulinn, það jafnvel þó
þeir renni honum berum. Eptirfylgj-
andi grein er tekin úr blaðinu ''Hong
Kong Telegraph”:
“Aldi aður prestur, dapur í bragði
og með távin í augunum, sagði við
mann einn í Victoria (rétta nafnið á
bænum sem almennt er nefndur Hong
Kong, en sem í raun réttri er nafn
ej'jarinnar en ekki bæjarins), hér um
daginn að hálf miljón Kínverja dæi á
mánuði hvorum án guðs. Með öðrum
orðum, eptir framburði kristniboða
þessa, fara 6 milj. Kínverja til hel-
vítis á ári hverju. Kínverjar eru æfa-
gömul þjóð ; virðast vera frá f.yrsta
degi sköpunarverksins og í það allra
minnsta 5.000 ára gamlir (laugtum
eldri?) En taki maður nú þennan ald-
ur þeirra þá hljóta 30 þúsund milj-
ónir Kínverja nú þegar að vera komn-
ir til hvergelmis og eirilægt heldur
lestin þangað, 500,000 á mánuði hverj-
um. Það er fossandi straumur af
Kínverjum niður þangað. Líkt og
þegar Níagara veltist freyðaudi og
fyssandi ofan hamraflugið, eins bilt-
ast Kínverja-tetrin ofan í dýpið. Það
er stöðugur, sífellur, óslitinn straum-
ur Kínverja, með hárpískana ílaxandí
eins og hala á halastjörnu aftur af
höfðum þeivra. Þar er ískrandi ýlfur
og vein hínna gulu drauga, er þeir
fijúga ofan hjallana, hrópandi, ve n
andi og reyna að spyrna við fæti til
að stöðva sig á fluginu. En þtir
spyrna í tómt og ofan hrynja þeir
lengra og lengra, með hárpíska-hal-
ana á eptir sér. Helvíti hlýtur að
vera fult af þessum gulu bjálfum og
er sviplegt að hugsa til þess, svip-
legt að hugsa sér lyktina í þessum
miklu sölum myrkranna. Menn hafa
alt of lítið hugsað um þetta, hafa
allc of lítið hugsað um hve margir
Kínverjar eru komnir í þennan paml
hústað, sem margir hugsa sér orðiu
slitinn og hrörlegann. Þessvegna hefir
hlaðið “Sidney Bulletin” stungið upp
á, að j'fir hverjum prédikunarstóli
skuli máluð með stóru gullnu letri
þessi ovð: “Bræður! hugsið til þess,
að helvíti er fult af Kínverjum!”
“Mörg svik og heimska koma fyrir
í pólitík, en þó er þessu ekkcrt að jafna
saman viö það sem fram fer viö trúboð
hjálerlendum þjóðum.Það er óvirðii g fyr
ir liverja þjóð, sem trúboðar eru sendir
til. Ef nágranni vœri svo hlutsamur
að senda inn i annara manna hús til
þess að skipa fyrir um siði, sem ein-
göngu Varða það hús og heimili, þá jwði
hann náttúrlega beðinn að liætta því,
af þeirri einföldu ástæðu, að honum
væri það alveg óviðkomandi. Hver
einasta þjóð, sem ev óvirt með trú-
bragða heimskingjum—oft frá siðlaus-
ai'i löndum—mundi hafa fullan rétt til
að banna þessum lötu trúboðs-flæking-
um innltomu í sitt land”.
D. Ritchie & Co’s Success.
Þeir hafa lieiðursbréf, og náð hin-
um eina heiðurs peningi sem gefin
var fj’rir tóbak á iðnaðarsýningunni
í Toronto
D. Richie & Co. í Montreal sem
búa til plötutóbak, skorið tóbak, cig-
arettur hefir nýlega verið tilkvnnt
opinberlega að þeir hafi fengið lieið-
urs-viðurkenningu fj'rir vöruvöndun
sína, og verðlauna-pening úr bronzi
fprir plötutóbak, skorið tóbak og
cigarettur.
Það þarf ekki að segja/að, á sýn-
ingunni hafi ekki verið sýnt hið bezta
tóbak frá ýmsum stöðum í Canada
Því það var einmitt þar. og það er
þessvegna að svo mikið er talaö um
að þetta félag skyldi ná öllum verð-
laununum.
Aflir sem selja tóbak frá þessu
fél. munu sannfærast um að það
gengur betur út en nokkuð annað
tóbak. í Montreal og Toronto er
“Derby” tóbakið þeirra tekið fram
j’fir alt annað tóhak, sem hingað til
hefir verið í áhti, og hvar sem það
er haft til sölu útrýmir það öðrum
tóba kstegundum.
Félagið verðskiddaði eflaust verð-
•uinin það er viðurkent um allan
heim, og hvað því tókst vel á sýn-
ingunni í Toronto er sönnun fyrir að
þeir búi td bið bezta plötutóbak,
skorið tóbak og cigarettur.