Heimskringla - 24.11.1894, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.11.1894, Blaðsíða 1
 VIII. ÁR. WINNIPEG, MAN., 24. NÓVEMBER 1894. NR. 47. WINNIPEG Business College. Verið viðbúin að nota ykkur kveld- skólann, sem haldinn verður í sam- bandi við Winnipeg Business College og Shorthand-skólann, 482 Main Str. Þar verður kennt, þeim sem vilja, ensku-lestur, réttritun, máltræði, reikn- ingur og skript. — Skólinn byrjar snemma í Nóvember. Viðvíkjandi kennsluskilmálum snú- ið ykkur bréflega eða munnlega til kennaranna. C. A. Fleming & Co. MAÐURINN. Hvað ertu, maður, oghvílikur skaltu nú finnast ? Hvort muntu gert hafa vert þess, að aldir þín minnast? Eða þá hefirðu hýmt eins og m&t-t- vana sauður, Hróðurlaus, fóðurlaus, móðurlaus, frá- viltur, dauður ? Hvað ertu, maður, og hvílíkt er starf þitt á jörðu Er hræbandi, æðandi mæðan þig lem- ur með hörðu ? Og hvað ertu mannfélag lífsins í al- sæld og yndi? Iðandi, riðandi viðar og blómknappa bindi. Hvað ertu, maður, og hvílikt er þá orðið tapið, Er þungbúinn, friðrúinn grúfir sig úði’ yfir skapið ? Og hvílílt er unun og hvílíkt er unn- ið til bóta Er hamingju amalaus hamast þeim sólin að róta ? Hvað er þitt takmark, og til hvers á jörð ertu settur Til þess að bila ei; vilji þinn ætið sé réttur. En hvert sem að lukkan vill með eða móti þér vera Máttu ei, áttu ei hætta þitt lifsok að bera. Og hvað er þá maður og hvað er þá réttarins vilji ? Hljómandi, ljómaudi lúðors-óm fólkið að skilji, Hrópandi : “Áfram og uppávið” kopp- ið til frama, Orðug hvort ferðin er gerð, eða blóm- skrýdd er sama. X. FRÉTTIR. DAGBÓK. LAUGARDAG 17. NÓV. I síðasta blaði var þess getið að Tyrkir liefðu myrt um 3000 manns í Armeníu, harla. konur og börn. Nú er fullyrt að tala fólks þess, er myrt var, hafi verið um 10,000 talsins. Níð- ingsverk þetta átti rætur að rekja til þess, að Armeníumenn neituðu að borga skatta sökum fátæktar. Var þá heralii sendur til innheimtunnar og þannig gengið tii verks, að ungir °g gamlir voru höggnir niður sem sláturfé. Konur í hundraðatali voru smánaðar og síðan höggnar. í heild sinni er þessi fréttasaga hin hræði- legasta, er heyrst hefir í seinni tíð, °S er sú ósk alment látin i ljósi, að stórveldin kunngeri Tyrkjum, að þeir með þessu ódáðaverki hafi rofið Ber- línarsamninginn og séu réttlausir í Evrópu. Að minnsta kosti ættu hund- ar þeir að missa yfirráðin yfir Armen- íu. Tilraunir verða gerðar að ónýta kosningar í 26 Congress-kjördæmum í Bandankjunum. Járnsmiðurinn Allard í Quebec, sem fyrir 2—3 árum fann upp ráð til að herða kopar eins og stál, er nú að smiða fallbyssu úr aluminium, 3 feta langa en að eins 6 punda þunga. Stórskotaliðið í Quebec ætlar að reyna byssuna undir eins og hún er búin. MÁNUDAG 19. NÓV. Jarðskjálftar miklir hafa gengið á ítalíu sunnanverðri og valdið miklu lífs og eignatjóni. í einni kyrkju biðu 47 manns bana; voru að guðsþjón- ustu, er hún hrundi. Viðskifti Canada við útlönd nema 881,480,450 á fyrstu 4 mán. fjárliags- ársins, en það er nærri $8ij milj. minna en á sömu mánuðum í fyrra. I Okt. þ. á. var flutt út úr ríkinu S14| milj. (rúmlega) af varningi, nálega $1 milj. moira en í Okt. 1893. Innfluttur varn- ingur aftur á þeim mánuði nemur að verði 88.357,741, nærri 811 milj. minna | en í Okt, í fyrra. Flóð í Thames á Englandi valda tjóni, er nemur miljónum dollara. ÞRIÐJUDAG 20. NÓV. Alexander III. Rússakeisari var í j gær lagður í líkhellirinn meðal feðra | sinna og ættingja, með allri upphugs- j anlegri viðhöfn og seremóníum. Gröf- j in, sem hann var lagður í, var öll j tjölduð með blómvöndum. Fregn frá Suður-Dakota segir að 1896 verði repúblíkar neyddir til að gera frísláttu silfurs að einu atriðinu í stefnuslcrá sinni. Ef flokkurinn neit- ar á þegar að kljúfa hann og koma upp sérstökum flokki, er hafi frísláttu silfurs og tollvernd sem aðalstefnuskrá. Ráðaneyti Þýzkalands hefir í smíð- um frumvarp til laga, sem á að hindra ! útbreiðslu sósíalista og anarkista. j Verða þessi lög aðalumræðuefni á þingi til jóla. Er frumvarpið sagt óvægið mjög og hálfu harðara nú, cn fyrver- andi kanslari Caprive ætlaðist til, en hann er upprunalegur höfundur þess. Er það innarríkisstjóri Prússa, sem þannig hefir breytt því fært í aukana. > Mexícanar eru að búa sig i hernað mikið kappsamlega, nótt og dag unnið að kúlnasteypu. Ferðinni er heitið til Guatemala. NIÐVIKUDAG 21. NÓV. Kosningar fóru fram í London, Ont., í gær, til að fylla sæti Mere- ; diths yfirdómara, sem fyrrum var for- j vígismaður conservatíva á fylkisþingi. | Reformers unnu með 800 atkv. mun Við þessum úrslitum var búizt, en 1 ekki svona mildum atkv.mun. Quebec-fylkisþingið var sett í gær. í ræðu sinni gat governorinn þess, að | á árinu hefðu í fylkinu komist upp 1450 smjör og ostagerðahús, og 506 ný búnaðarfélög. Stjórnarkostnaður- inn hafði á árinu verið rýrður svo nam 8100,000. Sannfrétt er að yfir 40Cf manns biðu bana við jarðskjálftana á Ítalíu. Anton Gregor Iiubenstein, hinn nafn- frægi rússneski kompónisti og Piano- spilari, lézt að Pétursliofi, nálægt Pótursborg, hinn 20. þ. m., 65 ára gamall. Hjartveiki varð banameinið. Aðmíráll Sardnha Da Gama, fyr- verandi uppreistarforingi í Brasilíu, er nú í Argentínu og kveðst hafa 7000 vígra manna tilbúna að byrja á nýj- ,8.11 leik, hvern dag sem er. FIMTUDAG 22. NÓV. Síðustu fregnir að austan segja meginsjóher Kínverja á höfninni að Wei-Hai-Wei. Floti Japaníta hefir ver- ið þar á sveimi út fyrir og gert sitt sárasta til að spana Kínverja til or- ustu, en þnð hefir enn ekki tekist. Friðarsamnings-tilraunin gengur lítið enn. Japanítar hafa látið í ljósi að þeir treysti Bandaríkjamönnum til að dæma í málinu, en heimta jafnframt að Kinverjar snúi sér beint til sín í fyrstu ef þeir æski eftir samningi. Vilji Kínverjar frið, verða þeir þess vegna að ávarpa Japaníta, eða ráðherra Bandaríkja í Tokio, sem Japanítar gera sig ánægða með sem málaflutn- ingsmann í byrjun, og sem Kínverjar vilja vilja sjálfsagt heldur eiga mál- stað við en Japanita. Með C. P. R. skipinu “Empress of China”, er kom frá Yokohama til Van- couver í gær, koma þær fregnir meðal annars, að Japanítar fari svo vel með hertekna hermenn Kínverja, að þeir séu alveg hissa á því og vilji undir eng- um kringumstæðum hverfa aftur til Kínlands. Frá Minneapolis kemur sú nokkuð ótrúlega saga, að Canadastjórn sé um það að ganga að samningum við Banda- ríkjBstjórn í þá átt, að framvegis megi Bandaríkjamenn hagnýta aila skipa- skuröina fram með Lawrence-fljótinu. eins og væri þeir Bandaríkja eign, en borga ekkert fyrir nema viðhaldskostn- að á ókomnum árum. Að því er verzl- unarflota Bandaríkja snertir, er þetta trúlegt, en því er viðbætt að skurðirnir skuli jafn heimilir herskipaflota Banda- rikja. Segii fregn þessi að elcki sé ann- að eftir en að fá samþykki Breta. FÖSTUDAG, 23. NÓV. Fregn frá New York segir, að nú sé fullgerð járnbrautin*' yfir Tehuante- pek-eiðið á suðurlandamærum Mexico- ríkis. Braut þessi liggur frá Atlants- hafi vestur að Kyrrahafi, en er að eins 30 mílna löng. Hafskipaferðum til Montreal er lokið í ár. Þaðan fór seinasta hafskip- ið í gær. Ofsaveður æddi yfir Nýfundnaland á fimtudauinn og olli miklu eignatjóni. Fjöldi af bátum og skipum á ýmsri stærð fóruzt ýmist alveg eöa löskuðust. Ársþing Vinnuriddaranna (Knights of Labor) stendur yfir í New Orleans. Dr. Cland Jannet, nafnkunnur hag- fræðingur og háskólakennari í Paris, er látinn. Á síðastl. fjárhagsári gaf Banda- ríkjastjóru út 8350,959,190 virði af seð- il-peningum, en innleysti 8319,002,290 virði af gömlum og útslitnum seðlum. Um 812 milj. virði af osti sendu canadiskir bændur til Evrópu gegn um Moutresl á síðastliðnu sumri. Óljósar fregnir að austan segja, að Japanitar og Kínverjar hafi háð sjó- orustu mikla í grend við Port Arthur. Kærleiksverk séra Kristins á Blómsturvöllum. Þnð xVcði í 1yrra,l>að sleði í dr og það slccður líklega, að dri.” Séra Kristinn á Blómsturvöllum var maður stór og storkur. Átti hann lendur miklar og gnægð lausra aura, svo hann og alt huns hús lifði dag livern í dýrlegum fagnaði. Á Hrjóstri, næsta bæ við Blómst- urvelli, bjó Hreggviður bóndi. Hann vann baki brotnu fyrir sór og fjöl- skyldu sinni, þvi að öll þessa heims gæði voru honum ekki lánuð. Túnið á Hrjóstri var lítið og grýtt. Tók Hreggviður þá að yrkja nýtt tún á býli sínu og nefndi Vonargerði. Hugði hann gott til að flytja þangað bygð sína. Séra Kristni lék hugur á að ná jörð Hreggviðar undir sig; þótti liann búa sér of nærri og þröngva kosti sínum. Síst vildi hann að Hreggviður sæti að Vonargerði. En eigi vildi Hregg- viður lausa láta jörðina, enda stóð hann svo í skilum, að hann eigi varð út borinn. Það var loysingardag einn um vorið. Sóra Kristinn gekk sér til hrossingar með ánni, sem rann cftir dalnum. Ilún vnll fram bakkafull. Sér hann mann fljóta í straumnum; hann striðir móti þyngdarlögmálinu en liggur þó við kafi. Kennir séra Krist- inn þar Hreggvið granna sinn. Ber hann að bakkanum þar sem klerkur stendur, fær nú skotið upp höfðinu og klóra^ í bakkann með annari hondí. Og séra Kristinn rétti út sína hönd og kraftur út gekk frá hans armlegg. Og hann drap hönd sinni á höfuð Hreggviði og skaut honum af afli miklu í kaf; og fyr*en hann aftur fe..gi rétt höfuð sítt upp úr hylnum, hafði hinn þungi straumur borið hann á liðanda er liggur ofan að Iíeljarfossi. Og séra Kristinn ‘skundaði burt þaðan’ léttum fetum heim að Blómst- urvöllum og tók að semja ræðu, er hann flutti þessu næst er hann sté í prédikunarstólinn. Hann liafði fyrir umtalsefni kristilegan kærleiká. Hann sagði að aðalhlutverk sannkristins manns væri að sýna smælingjunum réttlæti og kærleika. Eftir fardagana færðu kúgildin frá Hrjóstri út kvíarnar hjá séra Kristni á Blómsturvöllum, og Vonargerði varð leikvöllur barna hans. En börnin hans Hreggviðar frá Hrjóstri grétu fööur sinn. b. [Fjallk.] Kirkjublaðið í apríl hefir fært lesendum eftirfar anda kafla úr jólaprédikun prests nokkurs í Brimum, sem blaðið segir að sé mikils metinn og einkar áheyri- legur, og ekki ólíklegt, að fleirum on útgefanda Kirkjublaðsins þyki þess- um segjast áheyrilega : “Vér kippum fótum undanmörgu, sem til þessa hefir verið skoðað sem óbifanlega bjargfast af trúuðum mönn- um. Vór neitum fullgildi biblíunnar; þar gefur að líta bæði sannleika og villu, já, þar gætir mjög harla mnrgra mannlegra ófullkomleika, Vér erum alls eigi bundnir við orð bibliuniAr. Vér trúum eigi á þau undur, sem hún segir frá, en neitum þeim blátt áfram. Allar undrasögur biblíunnar eru að vorri liyggju annaðhvort sögusagnir eða rósamál fræðiskáldskaparins. Vér trúum því eigi, að Josús hafi verið guðs son, vér trúum því eigi, að hann hafi verið laus við alla villu og alla synd, Hvorki kenning hans né líf hans er í öllum greinum fyrir oss ti. eftirbreytni. Hann er á vora trú mik- ill spámaður, einn af mörgum ......... Jesús var sjálfur viltur. er hatin trúði því, að hann væri Messías, og kyrkj- an og hver einstakur fer villur vegar er hann trúir því, að Jesús sé end- urlausnarinn......Búizt ekki við nein- mn endurlausnara !” [Fjk.] Kristilegt verkfæri. Prestur einn í New York, Sendder að nafni, prédikar mjög harðlega móti alls lconar skemtunum og leikaraskap á helgum dögum, en undantekur hjól- reiöir og segir, að hjólhesturinn sé í alla staði kristilegt verkfæri, sem í rauninni betri manninn, haldi honum frá drykkjuskap og örvi trúlífið. “Vór hvetjum ekki,” sagði hann af stólnum, “til hjólreiöa á sunnudögum en vilji menn hafa þær um hönd á þeim dög- um, þá msga þeir gjarnan hjólríða til kyrkju og heim aftur. Vér höfum ætlað sérstakt húsrum í kyrkjunni til þess að hjólhestarnir standi þar inni meöan hjólríðararnir hlýða messu.” — I söfnuði þessa prests eru um 150 hjólríðarar og ríða þeir hvern sunnu- dag til kyrkju. [Fjk.] HVERSVEGNA TRÚBODIÐ MIS- HEPNAST í INDLANDI. Indverskur maður, Gandhi að nafni, segir að það sé af því, að kristin trú só í raun réttri óæðri en Hindúa-trúin í öðru lagi af því að það sé viður- kent á Indlandi, að menn snúist ekki til kristni af æðri þörf, heldur til að fulluægja lægri fýsnuin. Hann segir: “Heimspeld Hindúa er svo víðtæk, aö hún getur jafnt fullnægt hinum ein- faldasta manni sem liinum vitrasta. Kristindómurinn endaði á hugmynd- inni um skapara sem er fyrir utan al- heiminn ; indverska heimspekin byrjaði á þessari hugmynd, en losaði sig við hana og llaug æ hærra . og hærra, þangað til hún sökti sór í regndjúp alheimsins og fann hann vera eina andlega heild og sig honum samkvæma að eðlisfari, Hærra getur mannlegur andi ekki komizt. Það er almenn ætl- un á Indiandi, að menn blátt áfram gerist kristnir til þess að geta ótið forboðna fæðu og drukkið áfenga drykl.’. Þegar Hindúi fer í kyrkju, tala samtrúendur haps ekki neitt unr það, en sjáist hann fara inn í ‘grogg’- knæpu, þá segja vinir hans : “Já, já nú mun liann vera orðinn kristnaður.” [Fjk.] Orðabelgurinn. Séra Einar Jónsson og út- flutningafrumvarpið 1893. í Hkr. nr. 35 sé ég að þeir herr- ar Guðl. Guðmundsson og Einar Jóns- son, sem mun yera séra Einar Jonsspn prestur að Kyrkjubæ, eru að berjast við að bæta gráu ofan á svart, með því að þröngva kosti þeirra, er eín- hverra orsaka vegna langa til að flytja af landi burt. Eg sé jafnfraint, að það er ekki viðbót við útfiutningafrum- varps-skrípið 1893, heldur viðauki við útflutningalögin frá 1876. Mér varð það, að hlægja kuldahlátri er ég las útflutningafrv. það í fyrra.sem þeir voru framsögumenn að séra Einar Jónsson og dr. J. Þorkelsson frá Kliöfn, því það kom mér hjákátlega fyrir, aö sjá nafn séra Einars þar við riðið; hann sem hefir unnið að því að drífa unga og efnilega menn til Vesturlieims. Eg að minsta kosti get sagt fyrir sjálfau mig, að fyrir hans tilstylli er ég hér vestan hafs, en ’nefði annars að líkum enn verið kyr heima á minni kæru fósturjörð. Frumvarp þetta á þó að líkindum að vera til þess einkum, að lialda vinnu- kraftinum í landinu. Það var líka spaugilegt, í sambandi við séra Einar, þar sem lesa mátti það út úr frum- varpinu, að enginn gat kent samvizku- samlega landafræði, því að enginn mátti skýra frá kostum annara landa; það varðaði sektum. Já, þar var enginn undanþeginn, ekki einu sinni þeir sem kendu landafræði. Mér þótti heldur tira á skarinu er ég sá þetta, því ég veit að séra Einar liefir haft það fyrir at- vinnu, ásamt fleiru, að kenna landa- fræði; og ég er honum svo iiersónulega kunnugur, að ég veit að hann kennir landafræði ipjög vel og samvizkusam- lega eins og alt sem liann keruiir. En það veit séra Einar að landafræði er okki vel kend ef hún er ekki útskýrð fyrir nemendunum, og þíf kemur til að segja frá kostum og löstum þessa eða hins landsins. Eg býst við að séra Einar fá- ist enn við að kenna landáfræði, og ég man ekki betur eu að hann væri mjög hugfanginn af þeirri námsgrein, og væri betur að hann bryti aldrei sjálfur á móti útflutningafrumvarpi sínu. Eg heyri að séra Einar sé einmitt á bandi blaðanna sem halda að Manitoba og Canada sé vont land, og þar fyrir hafi hann msð glöðu geði gerst flutningsm. Yfirhafnir! Alprei fyr, síðan Winnipegbær bygð- ;st, hafe ver-ð á boðstólum á eín- um stað, jafn-ágætar birgðir af yfirhöfnum eius og vér höfum nú í hinni stækknðu farabúð vorri. Þar getur hver maður fengið það sem hann vantar, hvort sem hann er bankari, vigslari. verzlunarma? ur eða erviðismaðuJ. Þau eru úr Rjórskinni, Melton, Freize, Mweed eða gráröru. alt selt fyrir A’npii cg tldri faia allir jafnánægfir. Vér höfum firn af smekklegustu barnafötum ; þau eru síð og góð fyrir drengina. Sterkt efni. sem þolir slit. Skating Reefers eða Pea Jackets. úr Navy. Beaver eða Serge af öll- um stærðum. Drengja yfirhafnir með hettum og kraga og með eða án hálfbeltis. Enginn sem yi"l spara en þó fá góð föt. lætur hjá líða að heimsækja Wals’s Big Clothing House áður en hann kaupir. Skinnhufur, sjaldgœft fœri. Vér keyptum í gær af stórri skinnverksmiðju, ljómandi byrgðir af skinnhúfum af vissú verði. Þar á meðal vóru húfur úr : Bestu Persnesku lambskinni Beztu Bjórskinni Gráu lambskinni Bezta Otur og Selskinni ^ LÍTIÐ MEITA EN HELiíING VANA VERÐS. Munio eftir staðnum — hin alkunna búð fyrir fólkið Walsh’s mikla fatasolubud. 515 og 517 Main Str. gegnt City Hall. að þessn lagafrumvarpi. En vegna þess að lionum hefir ekki þótt eins vænt uin mig einsog mér um hann, þá var nógu gott fyrir mig að fljúja hingað. Það er reyndar ekki svo að skilja, að ég sé beinlínis óánægður jrfir að vera hór, því óg sé að hér eru miklu fleiri kostir en á minni gömlu fósturjörð, og að hér eru langtum færri ókostir en heima. En ég er frænda mínum gram- ur fyrir það, að vera svo tvöfaldur, að hvetja menn til að fljTtja af landi burt í öðru orðinu en svo i hinu að letja alla útflutninga, og einnig fyrir það, að vera sá háborinn afturhaldsmaður að semja annað eins heimsins ‘fenomen’ eins og þetta frumv., sem fyrst og fremst er honum og öðrum stuðningsmönnum og svo landinu til smánar, ef það fær nokk- urn tíma staðfesting konum s, sem von- andi er að ekki verði. Er það ekki makalaust, að nú á hinni miklu upplýs- inga og mentaöld, skuli hinir leiðandi menn á Islandi vera að útbúa það, að hver maður í landinu skuli vera bundinn við sömu þúfuna og skerða bæði mál- frelsi og prentfrelsi í laudinu. Ég býzt við að ég sé nú búinn að segja nóg, enda þótt aldrei verði tekið nógu duglega ofan í lurginn á þeirn, sem höfðu með höndum lagafrumvarps- hneykslið um útflutiiinga 1893. Ég læt svo liér stað..r nema, læt frænda minn að eins vita, að það eru fleiri en ég, sem liafa svona skoðun á útflutningafrumvarpinu og segja það sé von að hann fylli afturhaldsflokkinn úr því hann hafi orðið fyrir því óláni, að verða prestur. því frá prestum og pró- föstum og yfir höfuð flestum andlegrar- stéttar mönnum, sem kallaðir eru, er ekki annars að vænta en afturhalds og kúgunar. AVest Selkirk, Man., 1. Nóv. 1891. J. P. fsdal, frá Kyrkjubæ í N.-Múlas. Saga dómarans. HON. JOHN M. RICE SEGIR FRÁ ÞVí HVERNIG HANN LÆKN- AÐISTAF MJAÐMAGIGT—YF- IRKOMINN í SEX ÁR.' Hon. John M. Rice frá Louisa, Law- rence countj-, Kentucky, hefir í mörg ár unnið i þarfir þjóðar sinnar í löggjaf arþinginu í Frankfort og AVashington, og þangað til hann liætti opinberum störfum, var hann jafnan leiðandi í póli tískum málum, fyrir fáum árum. Fyr- ir fáum dögum kom froguriti frá blað- inu Kentucky Post til Rice dómara og skýrði hann þá frá þvi hvernig ‘á því liefði staðið, að Iiann hefði hætt opin- berum störfum. “Það eru hér um bil sex ár síðan ég fókk f jrrsta gigtarkastið, sem var í fvrptu vægt, en breyttist smá saman í mjaðmagigt, er byrjaði fyrst með afarsárum sting í mjöömunum, er leiddi ofan í fætur. Mér versnaði svo að ég varð ófper til gangs, og þar næst fór að bera á ólagi á lifrinni, nýrunum og þvagfærunum, og í einu orði sagt, var ég allur úr lagi. Ég brúkaði ýms- ar læknis ráðleggingar, en þar eð mér ekkert batnaði, fór ég til lauganna í Arkansas. Mér batnaði lítið við veru mína þar og sneri ég því heim aftur eft- ir nokkra mánaða dvöl. 1891 fór ég til Silurian lauganna í Wakesaw, Wis. og rej-ndi þær um hríð, en slcánaði ekkert. Snéri ég ]iá heim með þá föstu sann- færingu að ég væri ólæknandi. Vöðv- arnir á mér voru orðnir svo tærðir að þeir litu út eins og strengir. Mjaðma- gigtin þjáði mig hroðalega, en sérstak- lega var það þó lifrarveikin, sem mér fanst ætla aðgera út af við mig. Lækn-» arnir voru þrotnir að ráðum. því öll hugsanleg meðul höfðu verið rejmd og því lá ekki annað fyrir mér en að taka því sem verða vildi. Ég tórði í þessu ástandi og hélt mér nærri eingöngu við á hressandi meðulum þangað til í Apríl 1893. Eitt sinn sá ég auglýsingu Dr. Williams um Pink Pills for Pale People, Eg sá að þetta var nýtt meðal, og þar eö það gat ekki sakað að reyna það eftir að ég hafði brúkað svo mörg önnur meðul, afréð óg að reyna þær. Verkan- ir pillnanna voru stórkostlegar og ég gat eftir stuttan tíma farið að éta með góðri lj-st, sem ég hafði ekki getað í mörg ár. Lifrin komst í samt lag og hefir unnið sitt verk síðan. Pillurnar björguðu lífi mínu án efa, og þó ég. hirði ekki um almennings umtal, geö ég ekki látið vera að gefa sannan vitn- isburð um þær. Dr. William’s Pink Pills eru seld hjá öllum lyfsölum og sond með pósti og kostar askjan 5 cents eða sex öskjur fyrir 82 50, og frá Dr. Williams’ Medi- cine Company, Brookville, Ont., eða Schnectady, N. Y. VEITT HÆSTU VEHÐIjAUN A HEIMSSTNINGUNNIi IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Crearn of Tartur Powder. Ekkert álún, ammonia eða ðnnur óhoU efni. 40 ára rejmzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.