Heimskringla - 24.11.1894, Síða 4
4
Trr '\rv *r
o.f «oo.f
Athugið reiknin'ginn.
Reikningur livers kaupanda Hkr.
stendur á hverju blaði, árshringinn
út. Það er bráðnauðsynlegt að þeir
allir gefi þessum reikningi gætur,
fyrst og fremst þeir sem enn hafa
ekki sent oss árgangsverðið, þvi nú
liggur oss d peningum, og í öðru lagi
þeir sem hafa borgað, til þess þeir
geti aðvarað oss í tíma, ef ekki hefir
verið rétt færður reikningurinn um
leið og þeir borguðu.
Nú liggur oss á. Sendið pen-
ingana.
Winnipeg.
Joseph J. Johnson og Gísli G.
Lundal eiga bréf hjá Hkr.
Séra O. V. Gíslason kom hingað til
bæjarins í vikunni er leið; kom með
póstvagninum til Selkirk.
Maður að nafni J. Smith réði sér
bana á Hotel Leland hér í bænum á
sunnudaginn var. Um ástæður veit
enginn.
Vegna þess hve illa bærinn er við-
búinn að verjast eldi, hafa eldsábyrgðar
félögin hækkað ábyrgðargjaldið svo
nemur 25%.
Læknaskóla-stúdentarnir, Ólafur
Björnsson og Magnús B. Halldórsson
frá Dakota, komu til bæjarins á mánu-
daginn var og eru teknir til við námið.
íslendingar eru nú sem óðast að
flytja út í hina nýju nýlendu þeirra á
suðvesturströnd Manitoba-vatus. Fara
út þangað fleiri og færri í hverri viku,
' Landstjóri og frú Aberdeen ,með
föruneyti sínu, komu úr “vesturför”
sinni á miðvikudaginn var og dvöldu i
bænum þangað til á fimtudaginn; héldu
þá áfram heimleiðis.
Farþegjaflutningur með pósti frá
Selkirk norður um Nýja ísland til ís-
lendingafljóts er nú byrjaður aftur.
Hinn góðkunni póstur Kristján Sig-
valdason hefir taumhaldið enn.
Nefndin sem Dominion-stjórn skip-
aði til að raunsaka kærur um óhóf-
legt járnbrautarfiutningsgjald hér
vestra, er nú komin til Wpg. og tekur
til starfa þessa dagana.
Á næsta kjörþingi (18. Des.) eiga
hæjarmenn að fella eða samþykkja með
atkvæðum sínum uppástungu um, að
taka til láns $225 000, er verja skal til
að útvega bænum nægilegt vatnsafl
handa slökkviliði bæjarins og til að þvo
lokræsin o. s. frv. Við stór-eldinn um
daginn kom greinilega í ljós, hve illa
bærinn er staddur vegna vatnsleysis
ekki síður en vélafæðar, ef eldur kemur
upp í mörgum stöðum i senn.
Viturlegt val.
Tvær heyskaparjarðir eru boðnar
til sölu í sömu sveit. Kaupandinn kem
ur og sér að jarðirnar erú jafnar að
stætð og kosta báðar það sama. Hann
fær samt að vita að önnur jörðin gefur
hálfu öðru tonni meira af ekrunni en
hin, og án frekari umsvifa kaupir hann
jörðina, sem gefur meira af sér. Dia-
mond Dye sem eru svo margreyndir
lita helmingi meira efni en aðrir litir,
sem seldir eru víða fyrir sama verð.—
Getur verið nokkur efi um það hvern
litinn konur kjósa þegar þær þurfa að
kaupa sér litarefni ?
Hr. Snjólfur J. Eastman varð
fyrir hraparlegu slysi fyrra miðviku-
dag; var að húsasmíði og fell niður
af pöllum um 30 fet. Meiddist hann
stórmikið og hefir legið þungt haldinn
síðan, en er nú á batavegi.
Herra Guðmundur Guðmundsson,
765 Eigin Ave. hér í bænum, er fluttur
út að Manitoba-vatni suðaustanvert, og
stundar þar fiskveiði í vetur. TJtoná-
skrift til hans er : St. Laurent P. 0.
Man.
Únítara-söfnuðurinn er að efna til
ágætrar skemtisamkomu, sem fyrir-
hugað er að halda einhverntíma f
fyrstu viku næstk. desember-mánaðar.
Auk almennra skemtana er ráðgert
að hafa tombólu. Meira í næsta blaði.
Kvef í höfðinu. — Nasal Balm linar
það undireins; læknar á stuttum tíma.
Bregzt aldrei. ' (1
Kvöldskemtun sú, er félögin 'Hekla
og “Skuld” höfðu ákveðið að veita
mönnum á mánudagskVöldið var, var
fyestað vegna ófyrirsjáanlegra orsaka.
En nú verður hún áreiðanlega höfð á
mánudagskvöldið kemur á sama stað
og tíma—kl. 8 í Northwast Hall. Að-
gangur ókeypis ; allir velkomnir.
I “Húsfeðrafélaginu” í 4. og 5.
kjördeild bæjarins var það samþykkt á
síðasta fundi mótmælalaust, að styðja
Thomas Gilroy til að ná mayors-stöð-
unni við næstu kosningar. Nokkrir
háttstandandi verzlunarmenn í bænum
voru á fundinum og var að heyra að
þeir væru ánægðir með Gilroy. Eins
víst sækir enginn móti honum.
Herra Gestur Oddleifsson, sveitar-
ráðsmaður í 3. kjördeild í Gimlisveit,
heilsaði upp á oss núna i vikunni og
sagðist liafa afráðið að bjóða sig fram
til endurkosningar í þá stöðu einu sinni
enn. Ekki hefir hann enn heyrt að
nokkur annar bjóði sig fram í þeirri
deild.
Herra Eiríkur Gíslason býðst til að
taka farangur eða annað til flutnings
héðan úr bænum til helztu staða
í Nýja Islandi. Hann býzt við
að fara af stað strax eftir helgina og
verður þá frameftir vetrinum að flytja
vörur fram og aftur milli nýlendunnar
og Selkirk. Þeir, sem vilja nota þetta
tækifæri, þurfa að finna hann tafar-
laust að heimili hans, 601 Iloss Ave.
Þessa dagana lýkur C. P. R. félag-
ið samningum við ýmsa menn hér í bæn
um um að höggva í vetur 2—3 milj. af
járnbrautarböndum. Af því er að ráda
að félagið hafi í hug að vinna meira
næsta sumar en á því umliðna. Sumir
gizka á að Selkirk-Dauphin-brautin sé á
prjónunum, ef Greenway vill “leggja í
púkkið”, og sem ekki er ótrúlegt, því
ekki eru nema 18 mánuðir til kosninga.
A laugardagskvöldið kemur verður
“raflað” svo að segja nýjum og velbygð-
um “Shanty” í Fort Rouge, er kostaði
að smíða um $75. Eigandi smáhýsis
æssa er Mrs. Helga Jónasson, bláfátæk
ekkja, sem hefir fyrir 2 ungum börnum
að sjá. Aðgöngumiðarnir að tenings-
kastinu kosta að eins 25 cents og er það
svo lítið verð, að engann munar um að
“reyna lukkuna”. Jafnframt ber mönn-
um að hafa hugfast, að með því að
kaupa einn seðil hjálpar hver einn þess-
ari bágstöddu konu að liafa ofan af
fyrir sér og munaðarlausum börnum
sínum.
íslenzk stúlka. Helga Indriðadóttir
að nafni og ættuð úr Þingeyjarsýslu,
kærði fyrir nokkru mann einn að nafni
George W. Earle fyrir tilraun að sví-
virða sig. Var mál þetta flutt fyrir
yfirrétti nú nýlega og lauk þannig, að
Earle var fundinn sekur og á laugar-
daginn var hann dæmdur í 23 mánaða
fangelsi. í ræðu sínni yfir þessum aldr-
aða þrjót sagði dómarinn. að það væri
vegna barna hans að hann forðaði hon-
um frá betrunarhúsvist, og því fékk
hann 23 mán. fangelsi, en ekki 24 eða
meir, því sé innisetan 2 ár rétt, má
maðurinn til að fara í betrunarhúsið.
Málaflutningsmenn Earle’s hafa í hug
að reyna að fá dóm þennan ónýttann.
í kvöld gefst mönnum kostur á
að gleðja sig og jafnframt leggja korn
í sjóð til hjálpar nauðstöddum ís-
lendingum hér í bænum. Eins og
getið var um hér í blaðinu fyrir
nokkru síðan hafa sunnudaga skóla-
kennararnir í fyrstu islenzku lútersku
kyrkjunni skipað sér í nefnd til að
aðstoða nauðlíðandi landa sína hér i
bænum i vetur, nokkuð, sem allir hljóta
að viðurkenna nauðsynlegt, og hjálpar
nefndin að sögn öllum sem þurfandi eru
eða verða. að svo miklu leyti sem hún
hefir vald ý, án tillits til þess hvort sá
hinn sami er meðlimur nokkurs safnað-
ar eda einskis. Nú hefir nefndin farið
þess á leit við leikflokkinn, að hann
legði hönd á þetta verk. Leikflokkur-
inn tók því vel og leikur nú hið alþýð-
lega rit “Æfintýri á gönguför” í kvöld í
því skyni að alt sem inn kemur renni í
þennan fátækra styrktar sjóð. Unít-
ara-söfnuðurinn ljær hús sitt ókeypis,
musikantarnir spila ókeypis og þeir
sem færa tjöldin og búa leiksviðið
vinna einnig án kaups, svo gera og
dyraverðirnir og allir, sem á einn eða
annan veg þjóna að leiknum. Það er
því þannig um búið, að bókstaflega
hvert cent, sem inn kemur fyrir leikinn
í kvöld, fellur í þennan fátækra sjóð.
Þegar þess vegna allir þeir, sem hjálp-
ast að við að framleiða jafn-ágæta
skemtun og þessi leikur er, vinna í
kvöld án alls endurgjalds, þá er ekki
nema sennilegt að allir, sem njóta
skemtunarinnar, geri sér að skyldu að
kaupa nú aðgöngumiða og með því
skemta sér undireins og þeir hjálpa fá-
tækum. Þeir, sem hafa enn ekki kom-.
ið á leik þonnan, ættu nú ekki að sleppa
þessu eina tækifæri, sem býðst um
langan tíma, til að sjá hann.
Tjaldið verður undið upp kl. 8 í
kvöld, og ef vel er að verið ætti þá Uni-
tara-salurinn að vera svo þéttsettur á -
horfendunl, að stöðurúm sé ófáanlegt.
Sveitarlífið og
Reykjavíkurlífið,
fyrirlestur eftir mennta og gáfukonuna
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, konu Valdi-
mars ritstj. Ásmundssonar.
Fyrirlesturínn er 56 bls. að lengd
og er skarplega dregin pennamynd af
lífi manna á íslandi. Er hann fróðleg-
ur fyrir alla, en þó sérstaklega fyrir þá,
sem yfirgáfu ættjörðu sína á unga aldri
Fáein eintök fást keypt á afgreiðslu
stofu Hkr.
Eintakid 20 centn.
ÍSAK JÓNSSON
744 Ross Ave.
Tekur að sér allskonar smíðar, svo
sem húsmuni, húsabyggingar, viðgerðir
o. fl.
FRÁ LÖNDTTM.
Frá Tindástóll, Alberta, er oss
ritað 18. þ. m.: “Veður heldur vetr-
arlegt. I gær fann mokstur af norðri
allan daginn. I dag sunnannepja og
bezta sleðafæri komið. Frost 8 fyrir
neðan zero í morgun.”
I kosningarimmunni síðustu í Da-
kota var að sögn enginn í flokki
Demokrata jafnmiklum önnum kafinn
og íslenzki unglingspilturinn (tæplega
tvítugur ?) Barði G(uðmundsson) Skúla-
son(ar) (frá Reykjavöllum í Skagafirði).
Hann hafði helzt aldrei frið nótt eða
dag, því allir heimtuðu hann á fund
hér og fund þar, til að halda uppi
málefni demókrata, því enginn þótti
standa honum á sporði, svo mælskur
er hann og fróður í hinni pólitísku
sögu landsins. Að loknu “stríðinu”
heldur hann áfram námi sínu á Grand
Forks háskólanum.
Einhver ónafngreindur maður hér í
bænum sendir oss litla úrklippu úr
ónafngreindu blaði í Boston þar sem
segir að nefnd merkra kVenna þar (í
Boston) sé að hugsa um að kaupa alt
íslenzka gripasafnið, sem Mrs. S. Magn-
ússon hafði á heimssýningunni í Chic-
ago í fyrra, og gefa það fagurlista-
safninu þar í borginni. í þessari grein
er þess getið að munir þessir séu virt-
ir meir í Boston, en þeir hafi verið í
Chicago, þar sem þeir voru eins og
týndir í hinu ægilega dýrgripasafni
umhverfis. Þár er þess og getið, að
Mrs. Magnússon hafi sórstaka löngun
til að útvega íslenskum stúlkum kenslu
í læknisfræði, só það brýn nauðsyn
að þær sem flestar hafi læknislega
þekking, af því hve langt sé að sækja
til lækna.
Til rentu
eru herbergi á Broadway House, bæði
fjTÍr fjölskildu og lausafólk, mjög þægi-
leg fyrir veturinn, Þess skal getið að
brunnur er við húsið með ágætu vatni.
Komið og skoðið herbergin og spyrjið
um leiguskilmála hjá
T. Finkelxtein,
Broadway House.
Til hægðarauka
fyrir fólk sem býr í vesturhluta bæj-
arins höfum vér byrjað að verzla með
allskonar skófatnað, sokka, vetlinga o.
fl. Og leitumst vér við að hafa á
boðstólum svo vandaða og ódýra vöru
að allir þeir, sem við oss skifta megi
verða ánægðir.
C. Christianson & Co.
660 Young Str.
R. C. Howden, M. D.
Útskrifaður af McGiU hdskolanum.
Skrifstofa 562 Main Str...
.... Heimili 209 Donald Str.
Skrifstofutími frá kl. 9 árd. til kl. 6
síðd. — Gefur • sig einkum við
kvennsjúkdómum.
Landar í Selkirk.
Ef þið þurfið málaflutningsmanns við,
þá reynið
John O’Reilly, B. A.,
Barrister, Attorney Etc.
Skrifstofa í Dagg-Block,
SELKIRK, MAN.
«
TILBUINN FATNADUR
/
— I —
The Blue Store
Nr. 434 Main Street.
Merki: Blá Stj arna.
Þareð vér höfum nýlega fengið miklar byrgðir af til-
búnum fcitum, úr bezta efni, og með nýjasta sniðí,
sem verður að seljast tafarlaust án tillits til verðs_
þá bjóðum vér öllum að koma og velja hvað þeina
sýnist.
Gáið að
BUXUM SEM ERU MERKTAR $1,50
VIÐ BÚÐARDYRNAR.
Gáið að
VERÐINU Á KLÆÐNAÐINUM I
BÚÐARGLUGGUNUM.
Vér beiðumst þess að eins að þér komið og
sannfærið yður um það sem vér segjum.
MUJSMÐ EPTIR
Blue Store.
Merki: Bla stjarna.
jk. ejHEVFyEf^.
C. E. Kelson, eigandi.
Verzlar með fatnaði, álnavöru, gólfteppi, skó, og stígvél, hatta.
húfur, og alt sem karla, og kvenna fatnaði tilheyrir.
Mikil matvörasala. Bændavara keypt hæsta verði.
C. E. NELSON eigancli.
Park River N. D.
Auglysing.
Biðjið og mun yður gefast.
Gefast tækifæri að kaupa betri vörar af öllum fóðurtegundum heldur
en annarstaðar er mögulegt að fá í þessum bæ. Reynið hvað satt er
í línum þessum. Engin sögusögn, áð eins reynsla.
131 IIKddV STK.
*
KOMIÐ I BÚÐ
EDINBUkdlI, N. DAK.
Þeir liafa til sölu vörar þær sem seldar voru úr búð S. Carincross
í Grafton, og selja þær með mjög vægu verði.
Aslakson & Peterson,
EDINBUKGII, IV. I)AK.
50 Valdimar munkur.
“Kceri Alank— Ég sendi þér þennan mida
med sendimanninum, sem fœrði mér bann, og
fel ég þér hér med á hendur alla afgreiðslu máls-
ins fyrir mína hönd. Ég læt að öllu stjórnast
af þeim reglum er þú setnr.
' Iiúrik”.
Eftir að hafa ritað þetta, lét Rúrik Urzen
lesa það og spurði hann svo hvort hann væri fús
til að bera bréfið. Urzen játti því og braut þá
Rúrik það öfugt við hin fyrri brot þess, skrifaði
svo utan á það til Alariks Orsa, og fékk það svo
Urzen. Hann tók viðþví, linegði sig og gekk
burt án þess að segja meira.
Klukkan átta um kveldið staðnæmdust hest-
ar með sleða fyrir dyrum Rúriks og Alarik Orsa
gekk hvatlega inn. Hann kallaði Rúrik fram í
dajstofuna og sagði honum livar komið var.
‘Damanoff er bráðlátur”, sagði hann, og höfum
við þess vegna samið um að kólmgangan skuli
fara fram klukkan tíu árdegis á morgun í skóg-
innm á árbakkanum í sveignum rétt fyrir hand-
an Viska-hæðina.
“Og vopnin, liver eru þau?” spurði Rúrik.
“Sverð”, svaraði Alarik. “Greifinn kemur
með sitt eigið sverð og gefur þér rétt til að kjósa
hvaða helzt sverðsem þér sýnist”.
“Ég þakka þér innilega fyrir alla fyrirböfn-
ina og umönnuniua”, sagði Rúrik. “Ég skal lofa
því að láta ekki standa á mér”.
“Hvað segirðu um að ég komi við í fyrramál
ið og taki þig með mér?”
Valdimar munkur. 55
mér, hefir ekki keisarinn lögleitt einhver ný á-
kvæði áhrærandi þessi liólmgöngu-mál ?”
“Júþannig.að sáeinn. er uppbafinn veldur,beri
ábyrgðina. í augum laganna er sá sýkn, sem
skoraður hefir verið á hólm”,
“Þá skal ég heldur ekki koma með fleiri
mótbárur”, sagði Clandia. Hún gerði sér alt far
um að tala léttúðarlega, en henni var ómögulegt
að dylja að sorgin lá eins og farg yfir hjarta
herinar. “Ef andlieitar bænir gætu afstýrt liögg-
um, skyldi þau aldrei falla, en mínar bænir eru
vanmáttugar”.
Þaa sátu síðan þégjandi um stund. Bæði
vildu segja eitthvað það, sem hvorugt kom sér
að að segja. Um síðir herti Claudia upp hug-
annn og sagði, og gerði jafnframt sitt ýtrasta til
að aftra tárunum að streyma : “Er það noklcuð,
Rúrik, sonur minn, sem þú vildir segja, nokkuð
áríðandi, sem þú vildir ákveða?”
“Nei, móðir mín, nei, svaraði Rúrik, og
gerði sér upp kæruleysi. “Ég er sonur þinn og
alt sem ég á er þín eign líka. En ég fell ekki—
Ég kem aftur”.
“Vertu ekki of viss í þinni sök, sonur minn,
og láttu ekki slika vissu koma þér til að gleyma
guði þinum. Eg hefi heyrt af þessum greifá
Það var bann sem íeldi Rutger og fyrir honum
féll einnig Momjako í einvígi. Hann er vígflm-
ur maður og hann ætlar þér uð falla, því máttu
trúa”.
“Það veit ég, móðir mín. Engleymdu ekki
54 Valdimar munkur.
ofan mig að mannvírðingum, get ég ekki hag-
nýtt stéltaskiftinguca til að neita. Ég er neydd-
ur til að berjast”.
“Jæja", sagði þá Claudia lágt og veittist örð-
ugt að tala, “þá skaltu heldur ekki þurfa að
hugsa að móðir þín vilji aftra þér, Ef þín eigin,
skýra og góða skynsemi segir þér að fara—þá
skaltu hlýða því boði. Efþeir, sem viðstaddir
verða, færa þig heim til mín kaldan og stirðaun
í dauðanum, þá skal óg biðja fyrir sálinni, sem
flogin er burt, biðja og \ona að við hittu mst aft-
ur í heimkynnnm binna endurleystu. Ef þú
kemur aftur heill eða lifandi, skal ég pak ka guði
fyrir verndina, þó þá verði gleði mín blandin
sorg, af því hendur þínar verða þá flekkaðar af
annars manns blóði, og af þeirri meðvitund, að
mín gleði er þá annara sorg”.
‘ Nei, nei móðir mín góð !” sagði Rúrik
hrærður. “Ef-mögulega verður hjá því komist,
skal annars manns blóð aldrei flekka hendur
hendnr mínar. Ég lofa því, að taka ekki líf
hans nema um ekkert annað sé að gera tii að
forða mínu eigin lííi, það þó liann sé orsök í
öllu þessu sjálfur—öllu frá upphafi. Hann byrj-
aðí á illhrifunum, og hann sló fyrsta höggið.
N\í skorar bann mig á hólm og af því leiðir að
ölldbyrgðin er bans, en ekki mín”.
“Það er rétt, sonur minn, aðþvíerhann
sjálfan snertir. Ábyrgðin, sem hvílir á pér,
snertir nðallega samvizku þína. En, segðu
Valdimar munkur. 51
“Það væri mér sönn ánægja, ef þú vildir
gera svo vel”, svaraði Rúrik.
“Jæja, þá ætla ég að gera það”, sagði Alarik.
“Ég skal sjá um að koma hingað nógu snemma,
og fer þá vel á að við kamum báðir saman á hólm
göngu8viðið”.
Þetta var afráðið og kvaddi þá Alarik og
fór. Rúrik gekk til sætis síns við arninn í borð-
stofunni og tók þá eftir því, að móðir hans horfð
á hann og athugaði hann nákvæmlegar en venja
var til. Hann hafði í fyrstu afráðið að segja
henni ekkert frá þessu einvígi sínu fyrr en hólm
gangan væri afstaðin, en eftir því sem tíminn
nálgaðist, eftir því varð liann óráðnari í þeirri
fyrirætlan sinni. Var nú víst hvar hann yrði og
hvernig á sig kominn að hólirgöngunni afstað-
inni. Þennan hugsanaþráð hans sleit móðir
hans með því að tala til hans.
“Þú íyrirgefur, Rúrik”, sagði hún og rödd
hennar titraði lítið eitt, “þó ég hnýsist inn í
leyndarmál þín. Ég get ekki dulið pað fyrir
sjálfri mér, að eittlivað óvanalegt stendur til.
Til hvers koma þessir menn allir, einn eftir ann-
ann ? Og því ert þú svo þögull ? Þú viður-
kennir tilfinningar móðurinnar og afsalrar þess
vegna að ég er forvitin og óróleg”.
“Auðvitað, móðir mín, ef nokkuð væri að af-
saka”, svaraði Ilúrik og horfði um stund á móð-
nr sína, ‘,og”, hélt liann áfram, “ég liafði afráðfð
áður en þú talaðir til mín, að segja þér alla sög-
una”.
I
I