Heimskringla - 01.12.1894, Side 1

Heimskringla - 01.12.1894, Side 1
VIII. AR WINNIPEG, MAN., 1. DESEMBER 1894. NR. 48. Yfirhafnir! WINNIPEG Business College. Veviö viöbúin aö nota yklcur kveld- skólann, sem haldinn verður í sam- bandi viö Winnipeg Business College og Shortband-skólann, 482 Main Str. E>ar verður kennt, þeim sem vilja, ensku-lestur, réttritun, málfrœöi, reikn- ingur og skript. — Skólinn byrjar snemma í Nóvember. Viðvíkjandi kennsluskilmálum snú- ið ykkur bróflega eöa munnlega til kennaranna. C. A. Fleming & Co. Sigurlaug Stefánsdóttir, dáin 11. Nóveraber. Alt breytist—Þitt stundaglas útrunn- iö er, Og aflið úr þrælkunar lialdi; Mín andaða systir, ég só þig ei bér, Nú sveipar þighelskugiinn kaldi. Hann byrjaði'árdegis bylurinn kífs Að blása þér napurt um vanga, Og kalt var þór tíðum í kuldanum lífs Um klakann og hjarnið að ganga. Þinn hrakningaferill var sorglega sár, Nú segir ei meira af honum, Og samferða urðu þín ár og þín tár, Og útblætt er lífdaga vonum. Og nú ert þú friðnum þeim fastheldna gift, í fullkomnu skjóli hjá dauðum. Og nú ert þú ótryggu athvarli svift Og alískonar þuugbærum nauðum. Þá náttskuggar draga’ upp sín nauð- ungarflögg, Og nótt hefir grátið á leiði, Þú glóir í sólvermdri drjúpandi dögg Mót dýrðlögu vormorguns heiði. Þú lætur á blævæng í himnanna haf— I heildina stóru þú rennur, Og roðaudi geislunum röðulsins af I regnbogans skrauti þú brennur. Þú lifir lim eilffð í ljósanna hæð, Svo langt burt frá draummyndum heimsins, I lífsgeisla hreyflng í hitamagns-æð I hjartanu eilífa geimsins. Kit. StefAnssox FRÉTTIR. dagbók. UAUGARDAG 21. RÓV. Hinn mikli kastali Kfnverja aö Port Arthur er nú í höndum Japan- íta og leyfarnar af her Kínverja á fiótta áloiðis tii Peking. Var kastalinn unn- inn eftir 3li stunda orustu án allrar mi’nstu hvíldar. Er nú sögð opnuð leiðin til Peking fyrir Japanítum, og að nú hafi þeir svo gtott sem tögl og hagldir í sinni hendi, að því er Kin- ve.rja suertir. Sagt er að Kinverjar hafi boðið 230 milj. taels (uin’, §175 milj.) til friðarsamnings, en látið ósagt hvað mikið meira Japanítar heimta nú þegar Port Arthur bær 0g höfn er að öllu leyti 4 þeirra valdi. Skaðaveðúr é Lawrens-flóa fyrir- farandi daga. Fiskiskip mörg hafa strandað en hásetar ailir komist af að því er menn vita framast. Eitt skip með sauðfjárfarm frá Montreal til Eng- lands, misti í óveðrinu um 1000 sauð- fjár á leiðinni út flóann og varð að renna inn á höfn í Cape Breton til aðgerðar, svo mikið laskaðist það. 11 fiskiskip fórust við Nýfundnaland. VKITT HÆSTU VBRðlAUN A ÍIBIMSSÝNINGUNNI •HDí&l; IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. Cleveland forseti hefir verið lasinn mjög alla vikuna og engum störfum sint. Læknarnir neita að segja livað að honum gengur. MÁNUDAG 26. NÓV. Þjóðverjum list illa á vinfengi þeirra Englendinga og Rússa, þykir alt of mikið á því bera um þessar mundir. Um 50,000 manna eru lmsviltir á ítaliu eftir jarðskjálftana um daginn. Eignatjóniö nemur 7 til 10 milj. lira. | Eftir laniit umsát hafa nú Banda- ! ríkjamenn handsamað 5—6 menn af lestaránsflokknum í suðyesturríkjunuin, j er rænt hefir eina j/irnbrautarlestina ! eftir aðra siðan í Júlí í sumar er leið' Poringi flokksins, “Cherokee Bill,” cr j óhöndlaður enn og margir fleiri. Félag er myndað í New York-ríki, er vinnur að því að vernda Níagara- foss frá eyðilegging. Félagsmcnn ótt- ast eyðilegging hans, ef þau tvö oða þrjú félög, sem ætla sór að hagnýta vatnsatlið í fossunum, fá að lialda á- fram með fyrirtæki sitt. Ætlar því félagið að útvega samvinnu congress og dominion þings til að fyrirbyggja slíkt. ÞRIÐJUDAG 27. NÓV. í gærdag voru þau gefin saman í hjónaband í Pétursborg Nikulás II' Rússakeisari og Alix prinsessa af Hesse- Darmstadt, endurskírð stórhertogainna Alexandra Feodorovna. Eftir því sem j sagt er, var það ekki ást sem þar réði því prinzessan var Kálfnauðug, cn hann að sögn lót sór á sama standa, en langt frá að hann hefði nokkra ást á henni. Verzlunarmaunaþing situr í St Louis, Missouri. Eru þar saman komn- ir altir leiðandi menn vestan Misisippi, en cins margir eru þeir atkvæðamenn í pólitiskum málum eins og í verzl- unar og iðnaðar fyrirtækjum. Framvegis á ekkert fréttablað frá Bandaríkjum griðland í veldi Tyrkja. Þetta er úrskurður Tyrkjastjórnar og stafar aí þvi, hvernig Bandaríkjablöðin hafa tokið í Armeníu-málið. —- Armo- níurnenn í Bandarikjunum hafa nú sont út ávarp til Bandaríkjamanna og biðja þá að leggja fram eitt cent livern til hjálpar nauðlíðaudi lándsmönnum sínum í Litlu Asíu. Var ætlast til að I þotta eina cent væri lagt til síðu sem þakklætisfórn á þakkadaginn almenna 29. þ. m. Skeyti frá Christiania í Noregi segir, að stórþingskosningunum sé lolc- i ið, og að á því sitji næst 59 yinstri og 55 liaÞgrimenn. MIDVIKUDAG 28. NÓV. I ársskýrslu sinni mælir sjóflota- stjóri Bandaríkja með 811 milj. fjár- veiting til flotaauka. Vill fá 8 bryn- skip, er ekki kosti meira en $1 milj. og hvert 12 torpedobátar, er kosti í mesta lagi 8170,000 hver. í verulegri sjóor- ustu segir hann að floti Bandaríkja mundi reynast að eins leikfang fyrir óvinaherinn. Bandaríkjastjórn liefir ' sent tvö oða þrjú herskip suður til Mið-Ameríku. Óttast hún óeirðir vegna landamorkja- þrætu milli Breta og Nicaragua- stjórnar. Framkvæmdarnefnd félagsins, er vinnur að dýpkun skipaskurðanna fram með Lawrence-fljóti, mætti í gær á fundi í Chicago. Ekki var þar einu orði minnst á samninga líka þeim, er fregn sagði frá Minnea- polis og sem getið var urn í síðasta bl. enda framkomnar sannanir að sú fregn var hæfulaus tilbúningur. Jarðhristingur í gær á Italíu. Jarðskjálfta vart varð og í gær í suöurhluta Ilhnois-ríkis í Bandaríkj- unura. FIMTUDAG 29. NÓV. Fregn frá Shanghai segir að þcir Li Hung Chang, Hung prinz, föður- bróðir keisarans og nú sem stendur aðal-ráðsmaður stjórnarinnar, og flota- stjóri Kínverja á höfninni Port Arth- i ur, hafl verið kærðir fyrir landráð. Armeníu-menn á Englandi í fél- agi með mörgum enskum heldri mönn- um eru aö vinna að því að stofnnð verði alþjóðanefnd til að rannsaka mál og meðferð Armeníu-manna. Fund- ur til að ræða um það var haldinn i Lundúnum í gærkvöldi og var stjórn Breta ávítuð fyrir skeytingarleysi í þessu máli. Fregnir frá Pétursborg segja, að Nikulás keisari II. sé að hugsa um að gefa þjóðinni einskonar löggjafarþiug, auk anuara umbóta. Samkvæmt ársskýrslu féhirzlustjóra Bandaríkja voru tekjur ríkisins 888,097. 609 rainni á f járhagsávinu síðasta, en því næsta á undarr. A sama tím.i voru stjórnargjöldin alls $15,952,674 minni en á fjárhagsárinn, er endaði 80. Jviní 1893. í gær birti Bandaríkjastjórn úrslit kosninganna. Samkvæmt þeirri skrá sitja á næsta congress: 224 repúblíkar, 101 demókratar, 6 populi.star og 1 silf- uríti, þ. e. maður, sem sendur er þang- að í þeim tilgangi einum að berjast fvr- ir frísláttu silfurs. í einu kjördæmi er eftir að kjósa fulltrúa—kosningin þar að líkindum orðið ónýt. FÖSTUDAG 30. NÓV. Allsherjar Sýningu (International Exhibition) er ákveðið að hafa í Mon- treal sumarið 1896, fí á 21. Maí til 31. Okt. í því skyni er félag í fæðingu vmeð $500,000 liöfuðstóh er hefir samið viiu að M lánaða sýningavellina þar í borginni með öllu sem þeitn tilheyrir. Komist hún á verður hún fyrsta alls- herjar sýningin í Canudu. Sykurgerðareinveidið í Bandaríkj- unum befir ,að sögn ákveðið að loka öll- ! uni sinum verkstæðum í bráð. Ef svo vérður tapa 50,000 manns atvinnu. Japanítnr vildu okki viðurkenna sendimftnn frá Kína, er kom t il Japan til að biðja unv f: ð. Keisa : Ktna sendi hann ekki sjálfur og þess vegná var hann okki viöurkenndur. Nú hefir Kinastjórn að sögn ák'. eöið að gera sendihcrra Bandat i Ki.ia að tals- manni sínnm , ,.ta iiann b.ðja Jap- aníta um vægð. Lifandi peningur íluttur út úr Manitoba á siðastl.sumri var sem fylgir: nautgripir 30,000, svin 10,000, sauðfó 4U00, liestar 200. Japanitar ltafa gert fyrirspurnir í Canada um verð á lvvoiti. Vilia fá það til mölunar. FRÁ LÖNDUM. Minneota, Minn. 19. Nóv. 1891. Frá fréttaritara Hkr. Tiðarfar : or farið að verða frem- ur vetrarDgt, frost vindur og'kóLað loft, euu jörð þó auð enn. Heilsufar maima : fremur gott, nema í MinneoTa, þar er alt af frem- ur kvillasamt, kent um vondtt vatni, enda cru m't Minneota-menn farnir að ráðgera, að ltoma sér upp gosbrunni, og enginn er þar þekkir til efast um að þess sé íull þörf. Slysfarir : S. K. Sigurbjörnsson í Minneota, vavð fyrir því slysi í síð- ustu viku, að flýs úr járnnagla, er Itann var að reka, itrökk upp*í augað ii honum, hann fór til læknis í Mar- shall.er náði út parti af flýsinni, en gat eigi náð honni allri, og sendi, eða ráðlagði þvi iækninn S. K, S. nð fara til læknis í Minneapolis, og gerði S. K. S. það. Menn vonast eftir að hann komi lieilsjáandi aftur. Séra B. B. Johnson hefir haldið hér, á ýmsurn stöðnm, fyrirles-tur um : “Ameríkanskar hókmentir eink- ttm skáldskap” .til arðs fyrir, kj-rkju- félags-skólastofnunian. Verzlun : er hér heldur að lifna við. Repúblíkar segja. að það sé vegna þess aö þeir séu komnir -að völdum; þjóðin liafi svo mikla tiltrú til flokks- ins. ÚR ARGYLE-NÝLENDUNNI. Hr. ritstj. Hkr. Mér dettur í hug að skrifa þér fáeinar línur héðan. áður en ég kveð bygð þessa, reyndar hef ég lítið af stórv-ægilegum fréttum að færa, en þar sem mjög sjnldan er ltéðan ritað til blaðanna af fréttalegu efni, er ekki óliklegt að eitthvað væri til, er vert væri þess að skrifa um. Ég held að ef hlöð okkar í Winnipeg hefðu fasta áreiðanlega fréttaritara, viðsvegar, þar sem ísl. eiga heima í landi þessu (eða jafnvel hvar helst sem er fengju blöð- in meiri fréttir, fullkomnari og fyr íiuttar. Líðan manna hér, mun vera yfir höfuð bærileg, þolanleg og þaðan af verra. Uppskoran var hór í haust í lakara meöallagi, liklega má þó segja um 15 bush. af ekru, af hveiti, til jafnaðar. Hafrar voru víðast í með- allagi, sumstaðar aftur mjög lélegir. Bygg þroskaðist viðast heldur vel, það litla sem sáð var. Sú korn tegund er alt að því að ltverfa til ræktunar hjá bændum; en því miður, því bæði er bygg ágætt til fóðurs og er nt’t í miklu betra verði, að sínu leyti, en hveiti. Jarðepli þrifust allvel hér í sumar; eins niá segja um næpur, “mais,” betur “pumpkins,” “citrons” og íieivi í garð rækt. Verð á hveitinu, liefir orðið lægri í ár, eins og kunnugt er, heldur en að si^jt er nokkurn tima fyr, síðan hveíti var ræktað í laitdi þessu. Lengi vel í haust var bændum borgað 39 cents (fyrir bush.) jafnval 38 sumsfaðar en nú um nokkurn tíma Jtefir hveiti verið 41 cent og er það enn. Mark- aðsverð á höfrum 15 cts. Jarðeplum 25—35 cts. Hey $3.00 tonnið. Hveiti- mjöl (flour) 81.50 hálf tunna. Naut- gripir, svín og sauðfé, er og hefir í haust verið í framarlega lágu verði. Gripakaupmenn hafa fiestir borgað 2J, —4 cts. fyrir pundið í lifandi grip, til slátrunar, sumir hafa að eins hoð- lj—2 cts. fyrir itið santa og jafnvel keypt talsvert á því vorði. Vegna hins lága verðs á öllu sem bændur aðallega framleiða, og sem tilheyrir atvinnugrein þeirra, er sú af- leiðingin, að þeirfeiga flestir bágt með að geta staðið í skiluni, flestir af okk- ur Isl. bændum liér, eru háðir harð- snúnutn félögum (Manufacturing & Loan TruSts,) svo hæði er það, að bændur hafa í mörg horn að líta, og þeitn allfæstum hlíft af skuldheimtu- tnonnum, af hvaða lielzt tagi eða “business” sem þeir tilheyra. Vonandi og óskandi er, að fram- tíðin bæti svo hag hænda okkar hér að þeir geti orðið minna háðir auð- kýfingum þessa lands, tog varast betur ýntsa skrumara, sem þoir hafa flaskað á, orðið sjálfstæðari menn, efnalega, svo félagslífíð geti orðið uppbyggilegra og skemtilegra fyrir þá. ilétt um þessar mundir er ekki hægt að segja að samkomulífið hér sé mjög dauft, því tvær skemtisam- komur lnfa verið nýlega haldnar, i kyrkju safnaðanna. Sú fyrri var hald- inn 9. þ. m. en kvað hafa verið lítið sótt (mest vegna þess að ekki var gott veður). Forgöngumenn hennar voru því elcki ánægðir með svo búið (ináufficient success), og boðuðu til annarar samkotnu þ. 13. þ. m. Hún varð fjölmennari enda var veðrið ltið ákjósanlegasta. Öllujn var veitt kaffi og brauð, látið éiti með íslenzkri gest- risni. Skemtanir voru : Ræðuhald og söngur. Mr. W, II. Paulson frá Winnipeg skemti þar manna bezt með tölu sent ltann liélt' Hann kom þar fram sem “Comical Actor” og “realiskur” þjdðþrifa prédikari. Á báðunt þessuni samkomum komu inn 837.00, sem kvað eiga að ganga upp í skuld sem hvíldi á kyrkju safnað- anna. Séra Ilafsteinn Péturssoii kom hingað vestur þ. 19. þ. m. og boðaði alla' safnaðar fulltrúa til fundar við sig. Erindið kvað hafa verið að bjóða söfnuðinum þjónustu séra Steingríms Þorlákssonar og borga honttm svo mánaðarlega laun hans. Fulltrúarnir kváðu ekki hafa getað þegið tilboöið eða ekki treyst söfnuðinum að taka sér prest nú, jafnvel þótt sóra Árni Jónsson á Skútustöðum hafi tilkynnt söfnuðunum, nð hann geti ekki komið og gerzt prestur hér. Harðir tímar gera strangar og knýfandi, en þó tak- markaðar kröfur. Slys vildi hér til þann 17. þ. m., að Hernit Christóferson skar sig voða skurð, yfir lófann iim í bein og yfir úluliðinn, skar þar æð í sundur, svo blóðmissir varð mjög mikill. Lækn- ishjálp var óðar íengin, en samt þjá- ist sjúklingurinn mjög af verk í sár- inu, og liggur rt’imtastur. Öllum hér þykir mjög fyrir, um þetta tilfellii því II. Ch. er af öllum löndum sín- um sérstaklega vel kynntur, og marg- ur á honum gott upp að nnmv það væri því mjög eðlilegt að menn^sýndu það nú. M. Tait. Tindastóll, Alta., 16. Nóv. 1894. Tíðarfar hefir mátt heita heldur gott síðari part sumarsins, og hagfeld heyskapartíð, þó brá til votviðra utn 2 vikna tíma í September, en það sem af er haustinu. hin inesta öndvegis- tíð, þurviðri hitar og hreinviður flesta daga, en dálítil frost um nætur, og sem dæmi upp á veðurblíðuna má ge^a þess að 11. 12. og 13. þ. m. (Nóv.) stó hitinn á Fahr. 62 fyrir efan zero. En þann 14. gerði lítið snjóföl að eins grátt í rót, síðan frost og hreinviður, en lieldur vetrarlegt útlit. Þetta síðastliðna sumar, hefir verið okkur Aiberta-búum heldur af- farasælt. Hvað jarðyrkju snertir þá reyndist hún vel í meðallagi en gras- spretta varö heldur rýr, en fyrir hag- stæða veðuráttu, um lieyskapartím- ann reittust upp á endanum töluverð hey og nýting góð. Kartöflur reynd- ust eftir öll Júní-frostin ekki sem verst, frá 10—20falt, en rófur og næpur margfalt betur. Kornyrkja er enn sem komið er, lítið stunduð af okkur löndum, en það litla sem sáð var, síðastliðið vor þreifst vel, fyrir liitia árætu tíð í Ágétst er gaf öllum hveititegundum tínia til að móðnast áður frost komu. Einn landi vor Irtdriði Friðriksson Aldrei fyr, síðau Winpipeghær hygð- ist, hafa verið á boðstólum á ein- uin stað, jafn-ágætar birgðir af yfirhöfnum eins og vér höfum nú í hinni stækkuðu fatabiið vorri. Þar getur hver maður fengið það sem hann vantar, hvort sem hann er bankari, vígslari. verzlunarma? ur eða erviðismaður. Þau eru úr Rjórskinni, Melton, Freize, Tweed eða grávöru. alt selt fyrir 50 cts. af doUarnum. Yngri og eldri fara allir jafnánægðir, Vér höfttm firn af smekklegustu barnafötum ; þau eru síð og góð fyrir drengina. Sterkt efni, sem þolir slit. Skating Reefers eða Pea Jackets. úr Navy. Beaver eða Serge af öll- um stærðum. Drengja yfirhafnir með hettum og kraga og með eða án hálfbeltis. Enginn sem cill spara en þófá góð föt. lætur lijálíða að heimsækja Waish’s Big Clothing House áður en hann kaupir. Skinnhufur, sja/dgœft fœri. Vér keyptum í gær af stórri skinnverksmiðju, ljómandi byrgðir af skinnhúfum af vissu verði. Þar á meðal vóru húfur úr : • Bestu Persnesku lanpbskinni Beztu Bjórskinni Gráu lambskinni Bezta Otur og- Selskinni £D LlTlÐ MEIRA EN IiELMING YANA VERÍ)S. Munio eftir staðnum — hin alkunna búð fyrir fólkið Walsh’s mikla fatasolubud, 515 og 517 Main Str. gcgnt City Hall. 1 Reinholt,, fékk lánaða þreskivél, til að þreskja fyrir sig og nágranna sína, fékk itann 60 bushel, hafra af ekr- unni; fluttu landar til hans, æki og æki til að fá þreskt, og létu vel af uppskerunni. Hjá nágrönnum okkar, reyndist garðrækt og jarðyrkja yfir höfuð með lang bezta móti, þar sem hún eyði- lagðist ekki af “Gophers”; en þessar jarðrottur gerðu tilfinnaulegftn skaða hjá þeim þetta sumar. Kg sá þær á póstleiðinni til Innisfail í þéttri breiðu rótt eins og lambær við stekk, og skildu þær aldrei strá eftir að heita mátti á þeim ökrum sem þær sett- ust að i og mistu sumir alt að 10—15 ekrur. Um bushela tölu af ekru ltverri er mér ekki kunnugt nema hjá stöku mönnum sem ég þckki per- sónulega. Segjast þeir hafa fengið um og yfir 40 bushel af hveiti og 70—80 af ltöfrum af' ekru hverri til jafnaðar. En hitt er. mér vel kunnugt um, að nú náðu þeir hveiti sinu óskemdu af frosti og engum sem kom á haust sýning þeirra í Innisfail gat blandast hugur um, :.\ð hér geti þrifist jarð- rækt, rétt eins vel og hvar annar- staðar, að minsta kosti í sumum árum. Okkur löndum liður þolanlega; ongirstór sprettirí framfaraáttina áttu sér stað þetta sumar; heilbrigði manna yfir höfuð hefir verið heldur góð, engir dáið en 4 börn fæðst. Búendur teljum við nú 38, en íslenzkar sálir alls 181, þar af um 100 innan 16 ára- Með framförum hyggðarinnar má telja hinn nýbyrjaða harnaskóla, er settur var, 8. þ. m., með rúmum 30 nem- endum. Skólakennari er herra Jón Guðmundsson frá Auðnum í Skaga- firði. Kenslan er eingöngu kostuð af löndum hér í byggð, og að mestu leyti af foreldrum nemendanna, kenslu tíminn er ákvarðaður í það minnsta l mánuðir. Þetta er hin fyrsta skóla kensla, sem unglingar verða aðnjót- andi, síðan við komum í þessa ný- lendu. Almenn umkvörtun virðist mér vera urn verzlanardeýfð, og sérstak- lega um peningaeklu manna á milli og afurðir bænda að falla í verði; eru þær nú á markaðinum : hveiti 45—50 cts. bushelið, ltafrar 25—30 cents, kartöflur 30 cents, egg (tylftin) 20 cts., smjör 16£ cts. pundið, kinda- kjöt 7 cts. pd., svínakjöt 9 cts. pd. Vörur katipmanna eru hér um bil með sama verði og að undanförnu : hveitimjöl, betrí sort $2.60 hundrað pund, þar næst S2.40; lraffi grænt 3 pund fyrir 81.00; molasykur 10, raspaðursykur 12, og púðursykar 14. pund fyrír 81,00; hrisgrjón 14 pd. fyrir $1,00; peas 14 pd. fyrir $1,00; ilat- baunir 18 pd. fyrir 81,00; heilgrjón 12—14 pd. fyrir 81,00; haframjöl 83.60 100 pundin. Hey sala, lýuggust allir við að yrði með lang hezta móti, og liver kepptist við annan með að setja upp sem mest hey, en vonir þeirra manna hafa algerlega brugðist enn sem komið er. Kenna raenn því um aö nú sé skógarhöggs vinna í Kletta- fjöllunum hér um bil'engin í saman- burði við það sem verið hefir að und- anförnu, og þar afleiðandi lítil sem engin heysala þangað, enda hefir hey- tonnið verið selt hór að eins á 82.00 og enda minna, en það er það lægsta verð sem ég man eftir að hérlendir menn hafi selt það fyrir, síðan ég kom hingaö. Jóhann Björnsson. ODYRAR — MEÐ — Mlieni ra JÁRNBRAUTINNI. MAMITOBA — TIL — ONTARHFQUEBEC $40 (Fyrir vestan Montreal) Fram og aftur. $40 Farbréf til staða fvrir austan Montreal í QUEBEC, NEW BRUNSWICK og NOVA SCOTIA nteö tiitölulega lágu verði. FARBRÉF VERÐA SELD FRÁ 20. Nov. til 31. Des. GILDA í ÞRJÁ MÁNUÐI. Tíminn lengdur fyrir Htla þóknun. Yiðstaða leyfð hvar sem or. BEZTI UTBUNAÐUR. NÁIÐ JÁRNBRAUTARSAMBAND. MARGAR LEIÐIR AÐ VELJA UM. Pullman og borðvagnar, og skraut- legir setuvagnar með öllum lestum: PuHman-svefnvagnar fyrir ferðamenn ganga til Chicago og St. Paul á hverj- um þriðjudegi í Desember. ALLUR FARANOUR FRt VIÐ TOLLSKOÐUN. Frekari upplýsingar fást hjá H. J. BELCH, ’þicket Agent, 486 Main Str. Winnipes H. SWINFORD, General Agent, Winnipeg. CHAS. S. FEE, Gen. Passenger & Ticket Ag’t. St. Paul

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.