Heimskringla - 29.12.1894, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.12.1894, Blaðsíða 2
9 HEIMSKRINGLA 29. DESEMBEK 1894. komr út á Laugardögum. Tlic Heiinskriugla Ptís. & Pul)l. Co. útgefondr. [Publishors.] Verð blaðtias í Canada ogj Handa rikjunum er : 1 árgangur 12 mánuðir $2.00. \ '----- 6 -------- $1.00. Ritstjórinn geymir ekki greinar, sem ei:;i verða uppteknar, og endrsendir þær eígi neina frímerki fyrir endr- sendiug fylgi. llitstjórinn svantr eng- um brót'uui ritstjóru viðkoinandi, nema í blaðinu. Nafnlausum bréfum er enzinn ganmr getinn. En ritstj. svar- ar höfundi undir merki eða bókstöf- um, ef höf. tiltek. «lík* merki. Uppsögnóziid að lögjm,uema kaup- andi sé aiveg skuldlaus við blafíið. Ritsjóri (Editor): EGGERT .TÓHANNSSON. Ráðsnmðr (Busin. Manager): EINAR ÓLAFSSON.__________ Peningar sendist í P. O. Money Or- der, Regis'ered Letter eða Express Money Order. Banka-ávísanir á aðra banka, en í Winnipeg, oru aö ein- teknar íneð affðllnm. OFFICE : Cor. Ross Ave. & Neua Str. E-. 4>. Hvar eru Eddukvæðin til orðin ? Svo heitir merkisrit ný-útkomið i Reykjavík, eftir latínusktílakennara Dr. Björn M. Olsen. í bókmentasögu íslands hafði Dr. iunnur Jónsson lýst þeirri skoðun sinni, að Eddakvœðin, að undanteknum nokkrum þeim til- komuminnstu, væru ort annarstaðar en á íslandi, flest í Noregi, en nokk- ur á Grænlandi. Nokkru síðar fram- setti doktorir.n ástæður fyrir þessari skoðun sinni I sínu danska riti um fomar bókmentir Norðmanna ag ís- lendinga, er liann nefnir: “Den old- norske og oldislandske literaturs liistorie, I.” í þessu riti er doktor Olsen að svara doktornum og hrekur þai og gerir að engu ailar röksemdaleiosl- umar, sem ætlast var til að svipti íslendinga þessum merka fjársjóði. Þetta rít sitt tileinkar höf. sambekk- ingum sínum, “til endurminningar um 25 ára stádentsafinæli okkar” segir hann. Þegar athugað er inni- hald bókarinnar og livað það var sem kom honum til að rita hana, þá verður ekki annað sagt, en að hún sé sérlega vel valin afmælisgjöf. Fyr- ir þessa gjöf ættu allir íslendingar að vera liöfundinum innilega þakklátir, að minnsta kosti þeir fsl. allir, sem Játa sér ant um að haldið sé áframað ■viðurkenna íslendinga höfunda og eigendur þeirra fornrita, erþeir sjálf- ir hafa samið og varðveitt frá glötun. Eins og höfundurinn á einum stað í hókinni bendir á, mætti eins vel svifta ísl. eignarrétti á mörgum íslendinga- sögunum eins og á Eddukvæðunum. Væri það gert, yrðu íslendingar í sannleika fátæk þjóð. Því fomrit þeirra eru þjóðarinnar dýrmætasti fjársjóður, fjársjóður sem enn er ekki xnetinn eins og skyldi, af því hve til- tölulega lítill hluti úthcimsins þekkir hann nema laklega af afspurn. Þess- vegna á hver sá maður þakklæti og heiður skilið, scm leggur hönd á að aftra því, að þjóðin verði rænd þess- um kjörgripum sínum. Að gefa heildlegt ágrip af inni- haldi bókarinnar er ómögulegt, og látum vér þvi nægja að grípa úr henni smákafla, rétt sem sýnishorn. Meðal annai-s eru þær ástæður fyrir því, hjá Dr. F. J., að Eddukvæð- in hafi verið oit í Noregi, að á land- námstíðinni hafi íslendingar haít ann- að að gera, en yrkja kvæði, 4ið þá hafi ekkert félagslíf verið í landinu, og ekki getið um neitt atkvæðaskáld ú því tímabili. Þeir hafi sótt lög sín (Úlfljótslög) til Noregs, og sé það því til sönnunar, að þá hafi ekkert sjálf- stætt andlegt líf verið til á fslandi. Fylgjandi kaflar eru lítið sýnishorn aí' svari Dr. Ólsens : “Eg vil þó leifa mér að minna E. J. á, að eitt af höfuoskálduin 10. aldarinnar, Egill Skallagrímsson, er fæddur á landnámsöldinni og orðinn fulltíða maður, áður cnn hún er á enda. Eftir því, sem F. J. sjálfur telui’ í formálanurn fyrir Eglu-útgöfu sinni, er Egill fæddur 901, og er hann þá um þrítugt, þegar land- náms'Jldin er á enda (930), hefir ver- ið í víkingu og er búinn að irkja um Aðalstein Englakonung (925—6 að tali Finns Jónssonar). Annað ís- lenzkt höfuðskáld sömu aldar, Glúm- ur Geirason, virðist einnig haf'a verið kominn á legg fyrir 930. Þessi dæmi sína og, að það er ekki rétt, sem F. J. segir, að skáldskapur haíi ekki byrjað á Islandi fyrr en um 950. Eg fyrir mitt leyti er sann- færðnr um, að mikið hefir verið ort á íslandi bæoi á landnámsöldinni og söguöldinni, sem vúr höfum nú eng- ar sögur af. Það gegnir íurðu, að nokkur kviðlingur skuli hafa gcymst í'rá landnámsöldinni til vorra daga, og þó eru til lausavísur frá þcssum tíma, t. d. eftir Hallstein Þengiisson, Þóri snepil, o. fl. Að kveðskapur- inn á söguöldinni hafl ekki verið eign einstalcra manna, heldur hafl öll alþýða haft gainan af kveðskap og fengist við hann í viðlögum, það sézt Jjósast á sögunni um níðið, scm íslendingar ortu um Ilarald Gorms- son, og feldardálkinn, sem lands- menn sendu Eyvindi skáldaspilli í þakklætisskyni fyrir lof það, sem iiann orti um íslendinga (Islendinga- drápu). Um níðið er það sagt, að það hafi verið í lög tekið á Islandi, að yrkja skyldi um Harald konung eina níðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu. Af níði þessu er enn tii ein vísa drðttkvæð. Til feldardálks- ins lögðu allir bændur hver sinn “skattpening,” er “stóð 3 péninga silfurs vegna, ok hvítur í skor.” Er hvorttveggja allmerkilegt, bæði að norsict sicáld skyldi verða til að yrkja um þjóðina íslenzku, líkt og íslenzku skáldin ortu um iconungana í Noregi, og eins hitt,aðalmenningur hér skyldi hafa samtök til að launa lofið á þcnn- an hátfc, og eru slík samskot víst eins dæmi um þessar mundir, þó að víðar sé leitað enn á Norðurlöndum. .... Vér þekkjum nú að eins ein- staka lausavísur frá þessum tíma eí't- ir aðra Norðmenn enn hirðskáldin, og eru þær hvorki fleiri né tilkomu- meiri cn lausavísur þær, sem vér vitum að Islendingar hafa ort á sama tíma. .... 11 irðark veðska pu ri nn sannar eklci ncitt. Kann er eins og stofu blóm, sem getur þroslcast, þó að alt utan dyra só hulið snjó og ís. .... Eklci er það heldur alveg rétt sem F. ,T. segir, að kveðskapur hafi staðið í blóma í Noregi alt til loka 10. aldar. Að vísu lifðu tvö af höf- uðskáldunum norsku fram yfir miðja öidina, þeir Gutthormur sindri og Eyvindur skáidaspillir. Gutthormur orti um bardagann á Rastarkálf, og hlýtur því að hafa lifað fram yfi r955, enn varla heflr hefir hann lifað lengi ef'tir það, því að hann er talinn einn af skáldum Haralds hárfagra. Hann má því miklu f'remur telja til fyrri hluta aldarinnar. Um Eyvind held- ur F. J. sjálfur, að hann sé fæddur milli 910 og 920, og síðar getur það varla verið, því að í vísu, sem er ort árið 962, kvartar hann yfir því, að elli færist yfir sig. Hann er því orð- inn miðaldra maður um miðja 10. öld, Að vísu lifði. hann fram undir lok aldarinnar; Fagurskinna segir, að liann hafi verið í Jómsvíkingahar- daga með Hákoni jarli; enn þá hefir hann verið fjörgamall. Það er því í rauninni réttara að telja hann tii hinnar eldri kinslóðar (um 950), þó að hann yrði svo langlífur. Þessi maður er sá eini, sem F. J. getur átt við, þegar hann segir, að kveðskap- ur hafi blómgast í Noregi til loka 10. aldar, enn hann stendur einn sér einsogaldin eik meðal f'auska. Móti þessum eina manni höfum vér Is- lendingar mörgum að skipa, og rnun ég að eins talca fram hina helztu. Þá voru uppi þeir Kormakur, Einar sicálaglamm, Hólmgöngu Bersi, Hró- mundur hinn halti, Úlfur Uggason, Þórarinn Máhlíðingur, Tindur Hall- kelsson, Þorleifur jarlssk&ld, Hall- f'reður vandræðaskáld og margir, r.iargir fleiri, að ótöldum Agli Skallagrímssyni og Glúmi, sem mega teljast jafnaldrar Eyvinds. Þcssi s;unanhurður sýnir ijósast, livar sicáldslcapurinn stendur í meiri hlóma, þegar á öldina líður, hvort heldur í Noregi eða á íslandi. Og athugavert er það, að sum af ís- ienzku skáldunum, sem ég nefndi, og flest þau, sem ég ekki nefndi, em' r.nnaðhvort alis ekki eða þá ekki cin- göngu hirðskáld. Þetta sýnir, hversu lcveðskaparíþróttin var algeng meðal alþýðu á íslandi. Á 11. öldinni eiga Norðmenn eitt einasta liöfuðskáld, enn þá er taiið, að íslenzki kveð- skapurinn standi meðmestumblóma, enda mun F. J. ckki detta í hug að halda því fram, að kveðslcapur ís- lendinga um þær mundir standi á haki Norðmanna. .... Það sannar eklcert, þó að Úlflót- ur hefði norsk lög til fyrirmyndar. Þetta lilaut svo að vera, gat varla hugsíist öðruvisi. Allar nýlendur lmfá altaf samið sig sem mest að háttum, venjum og liigum móður- lanclsius. Ég þarf ekki anjiað enn minna á sambandið milli nýlendn- anna grisku og inóðurborganna. “Landnámsmennirnir grisku tóku með sér að heiman eigi að eins goð og fornhetjur móðurhorgarinnar, beldnr einnig lífsskoðun sina og grundvallarreglur hins opinbera og félagslega lífs,” segir einn ágætur sagnaritari. “Eldur af arni móður- ríkisins, myndir goðanna, sem þar voru tignuð, liofgoðar og vitringar af hinum gömlu ættum fyigdu ný- lcndumönnuin, þegar þeir fóru að lieiman. Verndargoð móðurhorgar- innar voru beðin að talca þátt í hinu nýja landnámi.” “Nýlendurnar fundu hjá sér þörf á að halda órjúf- andi trygð við lifsvenjur og guðs- dýrlcun móðurborgarinnar. Þeim fanst, scm þær væri ósjáifstæðar og ófnllveðja gagnvart móðurborginni, og lcituðu ráða o>j lijálpar hjá henni, er þœr vildn lcoma föstu skipulaji á hjá sér." Engum heíir svo ég viti dottið í liug að ráða af þessu, að ekk- ert andlegt lif hafi verið til í neinni gríslcri nýlendu! Og þó er margt í þessari lýsingu svipað landnámssögu Islands, Er ekki einmitt sítgan um það hvernig Úlfljótslög urðu til, ljós vottur þess, að landnámsmennirnir íslenzlcu fluttu híngað með sér norsk- ar lífsvenjur, norsk lög ? Höfðu þeir ekki mcð sér öndvegissúlurnar úr sínum gamla bústað, moldina undan blótstallanum í hofi því, sem þeir skyldu við, norsk goð, norskar lcappasögur, og í einu orði sagt : norskan átrúnað ? Enn ef svo er, ætli það só þá eklci of djúpt telcið í árinni að segja, að þessir menn “hafl hvorki haft arin né altari að verja ”? Fylgir þá langur lcafli þar sem skýrt er frá ástæðunum til þess, að kristni var lögtelcin á Islandi. Er þar sýnt fram á, að ástæðurnar liafl verið ótti gömlu goðanna við hina nýju höfðingja í héruðum, er svo voru orðnir mannmargir, að til urðu “víðs- vegar uni land óregluleg þing, sem stóðu fyrir utan hina löglegu þinga- ^kipun og voru nokkurs lconar “rílci i ríkinu.” Samblandaður var og ótt- inn við hina kristnu, er höfðu Ólaf konung Tryggvason fyrir bakhjarl”. .... Öllum hinum vitrari goðum lilaut þvi að vera ijóst, hvílík ógurleg hætta vofði yfir þeim og ríki þeirra. Hér voru nú tveir kostir fyrir höndum : Annar sá, að bæla niður kristnina með oddi og egg og gera hana alveg landræka, og þennan kostinn mun Runólfur goði og hans flokkur hafa viljað. Ef þetta teekist, mátti sjá fram á, að hinir fornu goðar mundu halda valdi sínu. Enn það var enginn hægðar- leikur, þar sem kristnin var orðinn svo mögnuð. Ilitt ráðið var — að beitast sjálfir fyrir hina nýju trúar- hreifingu, láta skírast og gerast for- sprakkar annara í því að innieiða kristnina. Þeir sáu, að kristninni var sigurinn vís, ef þeir sjálfir, hof- goðarnir, sem áttu að halda uppi blótum og verja heiðna trú, gengi í flokk kristinna manna. Heiðnin mundi þá missa bæði sverð og slcjöld og verða að lúta í lægra haldi. Þeir vissu, að kristnir menn mundu taka þeim fegins hendi, og að þeir með þessu móti mundu geta náð aftur þeim þingmörinum, sem frá þeim höfðu farið til hinna nýju höfðingja, og líklega haldið þeim, sem þeir enn höfðu eftir, þegar alþýða væri húin að sætta sig við kristnina. Ef goð- arnir vildu halda valdi sinu var þetta auðsjáanlega eina ráðið, og að því hefir vafalaust hneigst meiri hluti gömlu goðanna á þinginn, sumpart af sjálfs dáðum, sumpart fyrir fortölur annara. Þessir menn hafa þá myndað miðflokk þann á þinginu, sem Maurer talar um, og hafa þeir Þorgeir og Snorri verið fremstir í lionum. Nú verða fyrst skiljanlegir samningarnir milli Þor- geirs og lcristna flokksins, nú er ijóst, hvers vegna allir leggja málið í hné Þorgeiri, nú er skíljanlegur úrslcurðr hans og það,að allir beygja sig undir hann á þinginu, nú skíijum vér, hvað til kemur, að sjálfir héiðnu goðarnir eftir þetta ganga manna best fram í þvi,að fá fólkið til að láta skírast heiina í héröðum, nú er auð- skilið, hvernig á því stendur, að heiðnir menn út um iandið veita kristninni svo litla mótstöðu. Dæmi goðanna hlaut að hafa hin mestu á- hrif á alla alþýðu, og auk þcss má telja víst, að þeim hafi fylgt allur þeirra frænda og mága afli, eða með öðrum orðum merkustu menn í hverju héraði. Og nú skiijum vér loksins, hvernig á því stendar. að kristnin ekki kollvarpar með öllu riki hinna fornn goða, sem átti svo djúpar rætur í heiðninni”. Með þessu lýkur hann við að svara hinum almennu ástæðum og er öll bókin úr þcssu (bls. 30—133) svar gegn hinum einstuku atriðum, sem Dr. F. J. vill láta gilda sem ástæður fyrir því, að kvæðin liafi verið ort annarstaðar en á íslandi. En þær ástæður hjaðna eins og vindbólur á vatni undir eins og Dr. Ólsen hreyfir við þeim. Það er tilgangslaust að koma með sýnishorn af' þessum svör- um Ólsens, mcnn verða að lesa lieild- ina alla til þess að linfa gagn og slcemtun af. Þó getum vér elclci stiit •oss um að setja hér tvo stutta kafla, upphaf og endir málsins. I upphaflnu segir hann : ”Eg fyrir mitt leyti get nú ekki verið F. J. samdóma um, að málið á Eddukvæðunum sanni hvorki til nó frá um heimkynni þeirra. Það er á þcim öllnm írá upphafl til enda rammislenzkt. Eg iicfi leitað með logandi ijósi í öllum þessum kvæð- um, og liefi livergi í'undið neitt orð, hvergi neina orðmynd, sem ekki að mínu áliti sé eða hafi einhverntíma verið íslenzk. Þetta, að kvæðin eru svona rammíslenzk í hinum ytra búningi sínum, eins íslenzk og dönsku kappavísurnar eru danskar og iSjúrðarkvæði fœreiskt, það virð- ist mér vera einhver hin sterkasta sönnun fyrir því, að kvæðin í þeirri mynd, sem þau nú hafa séu íslensk. Hinu vil ég ekk þar með neita, að einhver af lcvæðunum kunni að vera ort upp cftir norslcum, sænskum cða dönslcuni kvæðum. Þeir sem halda því fram, verða að sanna það, að því er hvert einstalct lcvæði snertír”. Að endingu scgir hann : “Það er sagt, að sjö grískar borgir hafi barist um þann sóma að vera ættborg Hómers skálds. Líkt er um Eddukvæðin. Frændþjóðir vorar á Norðurlöndum hafa fegnar viljað eigna sér þau, og sumir hafa viijað slcoða þau sem sameiginlega eign allra germanskra þjóða. Því verður heldur ekki neitað, að efnið í þeim eru sögur, sem hafa gengið eigi að eins um Norðurlönd, heidur eni og sumar hverjar upphaflega kynjaðar sunnan frá Þýskalandi, og getur vel verið, að norslc, dönsk eðai jafnvel þýslc kvæði liggi á balc við sum af Eddukvæðunum og séu grundvöllur þeirra. Enn þetta er nú alt iiulið í þolcu, sem Ifklega aldrei verður af létt. Eins og kvæðin nú liggja fyr- ir, eru þau algerlega íslenzk bæði að efni og búningi, anda og máli. Ilvar sem á þau er litið, bera þau innsigli og mark hinnar litiu íslensku þjóðar. Þeim heíir verið safnað á Islandi af' íslenskum manni og eru til vor kom- in í íslenskum handritum. Beati possidentes! Sælir eru þeir, sem eignarhaldið hafa! Ef einhver vill taka þau frá okkur, þá verður hann að koma með órælcar sannanfr fyrir sínu máli. Enn engar slíkar sann- anir eru enn fram komnar”. “Að endingu get ég ekki bundist þess að taka það fram, að ritgerð þessi er alls eklci skrifuð til að gera lítið úr ritstörfum doktors Finns Jónssonar. Ég ber mikla virðingu fyrir iðni haris og dugnaði, og er honum þakklátur fyrir mikið og margt, sem læra má hæði af hinum eldri ritum hans og útgáfum fornrita og e'cki síst af hinni^nýju bók hans um bókmentir Islendinga og Norð- manna. Enn honum eru nokkuð mislagðar hendur...... “Mullenhoff brigslaði einn sinni Konr. Maurer um það, að liann liti á goðafræði Gennana frá of þröngu ís- lensku sjónarmiði, eða,/ sem hann komst að orði, að Maurcr skoðaði liana “frá Ilekluíjalli.” Eg játa það, að í hverju máli er hest að hafa svo víðan sjór.dci 1 darl tring sem unt er. Enn að því er snertir það mál, sem hér er um að ræða, spurnfraguna um heimkynni Eddukvæðanna, þá hygg ég, að útsjónin af Heklutindí verði hæði víðari og betri enn frá noícicrum öðrum stað, hvort sem heitir Döf'ra- tjall eða Broeken”. Frarafarir Rússlands. Þær fregnir hafa borizt Trá Pét- ui-sborg, að hinn nýi keisari, Nilcu- lás II., hafi í huga að rýmka svo um böndin, að nokkur hluti alþýðu megi lcjósa fulltrúa til að mæta þingi og að einhverju leyti ráða þjóðmálum með stjórninni. Að fregnin sé sönn, er nokkuð sem enginn getur sagt að svo stöddu, en vist er noklcur ástæða til að ætla einhverja hæfu fyrir henni. Er þaðmeðal annars ástæða til þcss, að' horfur eru á viní'engi Rússa og Breta stjórna. í fljótu bragði má virðast að það sé nokkuð, sem elcki lcomi þessu máli við, en sé vel að gáð, sézt þó að því er þannig varið. Ef Rússa keisari hefir löngun til að vinna þjóð sinni gagn, má hann elcki sífelt vera hræddur um útjaðra rílc- isins og standa í stímabraki að verj- ast áhlaupum erlendra þjóða. Evr- ópu-eignir sínar þarf' hann eicki að óttast um, heldur þær í Asíu. Og það eru Bretar, sem hann þarf að óttast fremur öllum öðrum, öldungis eins og Bretar óttast Rússa öllum öðrum f'remur þar eystra. Ef þess vegna þær stjórnir feoma sér saman um að láta hvor annars landeign óá- reittar, en í þess stað vora samtalca, ef á tilþrifum þarf að halda í Asíu, þá getur Nilculás óhræddur lagt sig eftir að lirinda í lag’öllu því er liann getur viðráðið innanrílcis, og það cr margt. Það cr tími til kominn, að Rúss- ar fengju einhverja mynd aflög- gjafarþingi, og það er ekkert ótrú- legt þó Nilculás lceisari viðurkenndi að stóll hans yrði stöðugri og líf' hans í minni hættu, ef hann leitaðist við að láta að vilja fjöldans, þó hann mcð því fengi, ef til vill, óvild nokkurra dramblátra aðalsmanna. Sjóndeildarhringur hans ætti að vera víðari en föður lians, þvi liann hefir ferðast um flest lönd heimsins og haf't tælcifæri til að athuga ástæðurn- ar í þeim löndum, sem fulllcomast stjórnarfyrirkomulag hafa. Það væri því ótrúiegt, ef hann sýndi elcki á einhvern hátt að hann sæi mismun- inn. Það þarf auðvitað ekki svo lít- inn kjark til að snúa við hlaðinu og byrja að gefa virkilegar stjómarbæt- ur, þar sem við er að stríða rótgrón- venju og hefð og að auki hervaldið og aðaiinn. Hvað líkamsbygging og heilsu snertir, er Nikuiás lítil- menni í samanburði við föður sinn og f'orfeður, hvem fram af öðrum.— En þó hefir hann nú þegar sýnt, að hann er jafningi þeirra og meira til hvað hugrekki snertir. Að undan- skildum Pétri mikla hefir líklega enginn keisari Rússlands gengið og ekið verjulaus um strætin í Péturs- borg, eins oft og Nikulás II„ á þeim stutta tíma, sem liann heflr ráðið ríki. Hann hafcté auklieldur ekki neinn verulegan vörð um sig og því síður þrefaldann hergarð beggja- megin strætonna milli sín og lýðsins, þegar hann, ura daginn ók frá höll sinni til kyrkjunnar til að ganga í hjónabandið. Það var svo undra- vcrð nýbreytni, að öll þjóðin dáðist að því. Lýðnrinn bjóst við, sam- kvæmt gamalli venju við öll mark- verð tækifæri, að mega gægjast fram á milli hermanna-raðanna með hlaðn- ar byssur og nakin sverð, en cr til kom, mátti hann fylkja sér óáreittur á strætin og óhindraður sjá alt, er séð varð. Þetta sýnir að keisarinn þorir að hætta lífi sínu meðal fólks- ins og að hann einnig hefir kjark til að rjúfii gamlar venjur, ef honum ræður svo við að horfa. Og með þessari lítilsverða tilslökun heflr liann þegar náð hylli lýðsins. Hvað mundi þá, ef liann hefði þrek til að höggva lilekki vanans, gera eittlivað alþýðunni til gagns. Blöðin á Frakklandi. í tilefni af fráfalli “mikiimenn- isins franska” (le Grand Francais), Ferdinand de Lesscps, liefir orðið all- tíðrætt um blöðin á Fraklclandi, scm höfðu af honum, cða Panama-félaginu, náiægt $20 milj. sem iiyimingarfé. Við rannsóknarréttinn, er steypti karli og Panamaf'élaginu svo hræði- lcga, kom ótvíðræðlega í ijós, að fjöldi af blöðum á I* rakklandi lifir á ránum, á þagnarpcniiigum. Iiétt nýlega komst það sama upp, og var þá sýnt hve blygðunarlausar þessar bióðsug- ur eru. Formaður tímaritsins “Nítj- ánda öldin,” sem út kemur í París, Girard að nafni, var nýlega tekinn fastur fyrir tilraun til að hræða þann- ig peninga út af manni. Fyrir rétt- inum bar einn alkunnur bankastjóri það, að liann hefði cinu sinni atvinnu sinnar vegna, álitið nauðsynlegt að friða bófa þennan mcð þagnargjaldi. Samninginn gerðu þeir í opinbcrri matsölubúð, á meðan þeir sátu yflr kaffidrykkju. Girard heimtaði 20,000 franka og gekk bankastjórinn að því. Stakk iiann pcningimum í vasa sinn ogsegir svo: “Þetta er fyrir það sem út er komið. Ilvað viltu gcfa f'yrir þær ritgerðir, sem elclci eru komnar út 7’ Fóru svo leikar, að bankastjórinn fékk honuni ávísun á aðra 20,000 franka, áður cn þeir stóðu u pp ft’á borðinu, Með þessari rannsókn þykir sannað, aðjafnvel stórar og alkunnar stofnanir greiði þcssum ræningjum ákveðna fjárupp- hæð á hverjum mánuði, til þcss að komast iijá skaðlegum dylgjuni og glósum. Það þótti enda sannað, að nýlega hcfði ungur maður ráðið sér bana til að sleppa hjá eyðiieggjandi ummælum, af því hann hafði ekki efni á að greiða þá fjáruppiiæð, er hlöðin heimtuðu til að þegja. í þessu efní er liolzt ekhcrt af Parísarblöðun- um undanþegið og útbreiddasta biað- ið í heimi, “Petit Journal,” er sagt öllum hinum ötuila að útvega sér fé á þennan hátt. Það er vottur uin siðferðislegan slappleika á 1' rakklandi, að blöð scm verða opinbcr að þes0u skuli geta haldið áfram, að nokkur siculi kaupa þau, og að formonn þeirra fá að flaklca lausir og frjálsir menn. Að því sið- ferði snertir, hvort heldur í pólitisk- um skilningi eða öðrum, er Ameríka elcki líkt því á efsta stiginu, en þó cr það víst, að ekki eitt blað þrifist hér degi lengur, cftir að verða opinhert að öðru eins. Jaf'nvel Greenivay- stjórninni - og dýpra er ekki hægt að sölclcva — mundi þykja slík blöð meira en “passleg* pilsa” og1 eins og prestinn velgja við. FRÁ LÖNDUM. MINNEOTA, MINN., 8. Des. 1894. (frá fréttaritara Hkr.) Tíðarfar hið ákjósanlegasta, jörð marauð. Síðastliðinn föstudag sá ég inann út á akri að herfa. Giftingar : Nýgift eru Jón Stef- ansson frá Egilstöðum f Vopnafirði og Kristín Halldórsdóttir frá Hólmum í Reyðarfirði, Óiafur Arngrímsson frá Búastöðuin í Vesturárdal í Vopnafirði og Guðrún Pétursdóttir Jökuls. Prestamál. 12. þ. m. er sagt að V esturbygðarsöfnuður hafi gengið í ísl- kyrkjufélagið í Canada. — 15. þ. m. hélt Norðurhygðarsafnaðar-stjórn hluta- veltu að Merki, heimili Óla bónda S. Petersonar. Stjórnin hafði fengið séra Björn til að flytja þar fyrirlestur, og flutti hann liann á nndan hlutavelt- unni, var fytirlesturinn nefndur : “Um landnám íslendinga liér í landi,” var hann liðlega saminn og vel framflutt- ur; arðurinn af samkomunni varð á mílli 30 og 40 doll., er gengur til að rýra skuld á kyrkju safnadarins. Manndauði : Nýdáin er hér Erið- rika Helgadóttir, kona Árna Sigfús- sonar úr Vopnafirði ; dauðmeinið var taugaveiki. Einnig er hór nýdáinn norðmaður, er mörgum ísl. var að góðu kunnur, hann hét Arni L. Rye, var járnsmiður ; dauðmein hans var taugaveiki. Í fyrri viku voru hér í kynnisför þeir feðgar Jóiiatan J. Peterson, kaup- maður frá New Ark, S. D., og Karl J. Peterson, lögmaður. Verzlunarhimininn er sem fyr frem- ur drungalegur, lögtak og stefnur mjög tíðar. Strokinn er sökum skulda G. J. Rafnsaon (Vopnfirðingur).—Nú er séra Níeís alfarinu héðan. Skuldakrafa . Með því að ýmsir einstakir kaupendur Þjóðólfs í Ameríku og jafnvel sumir út- sölumenn hans þar liafa engin skil sýnt á borgun langan tíma, þá auglýsist hér með, að svo framarlega sem þeir ekki hafa greitt skuidir sínar fyrir marzmán- aðarlok næstkomandi, þá verða nöfn þeirra auglýst hér í hlaðinu öðrum_til viðvörunar, ásamt skuldaruppbæðinni. Við næstliðin áramót var hætt aö senda blaðiö ýmsum mönnum þar vestra sakir vanskila, og verða þeir auðvitað teknir .4 þennan lista, svo framarlega sem þeir borga ekki. Reykjavík 60. Nóv. 1894. IIannes Þoksteinsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.