Heimskringla - 19.01.1895, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.01.1895, Blaðsíða 4
4 TTF.IMSKRIXGLA 10 JAXIJATÍ í«95. Winnipeg. Lesið auglýsingu herra Guðm. Jonn- sons á öðrum stað í blnðinu. Kaupm. Jóh. Sigurðsson frá Hnaus- um heilsaði upp á oss í gær. Káðsmaður Hkr., F.inar Ólafsson, hrá sér til Selkirk um síðustu helgi. Á fundi Tjaldbúðarsafnaðar á fimtu- daginn var voru kyrkjubyggingarreikn- ingar safnaðarins frá 8. Jan. samþ. Hr. Guðni Thorsteinson, sveitar- ritari í Gimlisveit, kom til bæjarins á laugardaginn var og fór heimleiðis á mánudag. Vegna breytinga á lestagangi á C. P. R. verður útkomudegi Hkr- breytt frá laugardegi til föstudags, um óákveð- inn tíma. Herra S. J. Austmann, sem fyrir nærri 8 mánuðum varð fyrir meiðslum miklum við húsbygging, er nú á góðum batavegi og vonar að verða jafngóður með tímanum. Hinir atvinnulausu C. P. R. vinnu- menn hér í bænum tala um að flytja út á land og gerast bændur. Sagt er að félagið muni viljugt til að hjálpa því fyrirtæki áfram. Kvennfél. Tjaldbúðarsafnaðar hefir nýlega gefið söfnuðinum mjög vandað og stórt pípuorgan. Við gnðsþjónustu á morgun kl. 11 og kl. 7 verður spilað á nýja organið í Tjaldbúðinni. Yfirskoðun kjörskránna fer fram í næstu viku á mánudagskv., miðviku og fimtudagskvöld. Verður þá ekki farið eftir kjördeilda-röð, en menn teknir eft- ir þeirri röð, er þeir gefa sig fram. Oranges (appelsínur) ræktaðar i Japan eru nú fáanlegar hér í bænum — i fyrsta skifti. Fá þær góðar við- tökur og því væntanlegt að þessi grein viðskiftanna við Japaníta eigi allmikla framtið fyrir höndum. Ársfundur TJnítara-safnaðarins verð- ur haldinn sunnudagskveldið 27. þ. m., að afstaðinni guðsþjónustu. Verður þar lagður frnm reikningur yfir tekjur og gjöld safnaðarins á liðna árinu, kosnir fulltrúar, og fleira. Safnaöarnefndin. Dr. Hinman, sem bæjarstjórn hefir sett til að hafa eftirlit með mjólkur kúm hér í bænum, hefir nú fundið 2 kýr tæringaveikar. Lízt mönnum illa á slíkt og mun verða til þess, að enn betur verði lítið eftir þeim kúm fram- vegi«, sem mjólkursalar ala og selja mjólk úr. Mr. F. W. Heubach hefir verið kjörinn efrirmaður Strachans, sem for stöðumaður sýningar fél. hér í bænum. Strachan hefir hafið meiðyrða mál gegn Tribune prentfélaginu og annað gegn ritstj. þess blaðs: R. L. Rich- ardson. Heimtar 810,000 skaðabætur frá hvorum málsparti. Notið tækifærið. TJm nokltra eftirfarandi daga verð- ur allakonar klæðnaður og klæðaefni selt með 10—50 eents afslátt af hverju dollars virði hjá G. JOHNSON. Cor. Roas & Isabel. Eins og ákveðið hafði verið kom sáluhjálpar-herstjórinn Wm. Booth til bæjarins á miðvikud. var og var fagn- að sem þjóðliöfðingja. Grace-kyrkjan var fengin til að halda almennu fund- ina í, því herbúðirnar eru ekki nógu stórar til að rúma alla þá, er vildu hlýða á þennan háaldraða öldung. Hann fer austur í dag og alfarinn fer hann frá Ameríku 27. Febr. næstk. Kvennfél. Tjaldbúðarsafnaðar flyt- þeim öllum þökk, er sóttu skemtisam- komuna á mánudagskv. var, en þó sér- stakl. þeim herrum B. L. Baldwinson og B. M. Long. er mæltu svo vel með kökunni, sem seld var á samkomunni, —Alls komu þar inn um 850. Það er áríðandi fyrir alla sem þurfa að ná í flutning með pósti frá Selkirk að Gimli, eða annara staða í N. ísl., að athuga að framvegis þurfa þeir að fara héðan úr bænum um hddegi d mdnudag (kl. 12.20) með Montreal-lest- inni.til austur-Selkirk, því á mánud. kv. gengur engin lest vestan árinnar það sem eftir er vetrarins. Póst-sleðinn verður ætíð við hendina í austur- Selkirk á mánudögum, til að flytja þá er vilja til West Selkirk og að þeim húsum, sem þeir ætla að gista í. Lestagangsbreyting á C. P. R. aukabrautum : Til West Selkirk fer lestin á þriðjudögum og föstudögum kl. 2. e. h, og kemur þaðan samdægurs kl. 7. e, h.; til Stonewall fer hún sömu dagana kl. 7.30 f. m. og kemur þaðan kl. 12.35 e. h. samdægurs; til Olenboro, Etc. á miðvikudag og föstvdag kl. 8.15 f. m. og kemur þaðan kfimtu- dögum og laugardögum kl. 7.35 e. h ; til Morden, Deloraine Etc. á mdnud. og fiimtud. kl. 8. f. m. og kemur þaðan á þriöjud. og föitud. kl. 6 35 e. h.; til Emerson gengur lest að eins einu sinni í viku, á miövikud. kl. 8. f. m. og kemur aftur samdægurs kl. 12.35 e. h. Breytingar þessar og lestafækkun gengu í gildi 16. Jan. Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm.— Fljót og viss lækuing ; linandi, hreins- andi, læknandi. (2 Eptie Matthias Joehumsson, verður leikinn . Laugardaginn 19. Jan. Þhiðjudaginn 22. Jan. Fimmtudaginn 24. Jan. og Laugardaginn 26. Jan. — í — IffllTY IIAl>Ii (hor, á Pacifíc Ave. og Neua Str.) Inngöngumiðar, sem kosta 85 cent fvrir fullorðna og 20 cent fyrir börn (innan 12 ára) eru til sölu í : Scandinavian B,akery, (G. P. Thordarsonar á Ross Ave.) Leikurinn byrjar hvert kveldið kl. e. h. Inngöngumiðar fást fyrir öll kveldin. Hljóðfærasláttur milli þátta. Ný tjöld, hin fegurstu, sem sýnd hafa verið meðal íslendinga í þessum bæ máluð af Mr. Fred. Swanson. Hnausa-bry ggj an. í öðrum dálki blaðsins er auglýst að til 1. Febr. næstk. verði tekið á móti niður-boðum um að b.vggja bryggju að Hnausum við Winnipeg- vatn. Uppdrætti geta bjóðendur séð bjá Capt. West í West Selkirk og íengið hjá honum frekari upplýsingar. Þetta er sönn gleðifregn fyrir Ný- íslendinga. Játning. Ég undirritaður afturkalla hér með sem dauð og ómerk öll þau orð, sem ég talaði á hluta skólanefndarinnar í Vest- fold skólahéraði á fundi, er haldinn var 2. Janúar 1895 í Vestfold-skólahúsi. Kristjún VlGPÚSSON. Fékk aðsvif í kyrkjunni. SORGLEGT ÁSTAND UNGRAR STÚLKU f BROCKVILLE. Atburður. sem vakti mjög mikla eftir- tekt—hún var dauðveik, næstum blóðlaus, og jafnaðarlega rúmföst —varð aftur fullkomiega heil heilsu. Tekið eftir Brockville Recorder. Blað þetta hefir án efa í mörgum tilfellum vakið eftirtekt lesenda sinna með sínum mörgu og merkilegu sögum er það flytur um menn, sem hafa liðið af ýmsum sjúkdómum og hvernig þeir hafa öðlast aftur heilsu sína með því að brúka Dr. William’s Pink Pills. Auk hinna mörgu og merkilegu lækninga, sem Dr. William’s Pink Pills hafa gert, er saga þessi engu síður eftir tektaverð fyrir fólkið í Brockville og grendina þar i kring, þar sem það er heimili Dr. Williams Pink Pills !og ein- mitt sú staða, þsr sem þetta fræga læknismeðal er búið til. Thomas Humble familían, sem býr á norður-Park-stræti, segir frá einum þvílíkum bata, sem ekki er minna mark verður en þeir, sem áður hefir verið lýst á prenti. og sem engu síður vekur aihygli almennings. Mr. Humblevinn ur á ölgerðarhúsi hjá Bowie & Co.; hann er vel þekktur maður og mjög mikils virtur af öllum, sem kynnast honum. Einn af lians heimilisfólki, um hvern vér þegar höfum talað, er elzta dóttir hans Carrie, ung stúlka, hér um bil nítján ára að aldri. Atburður þessi var fyrst tekinn til greina af Mr. Wm. Birks, sem gaf það blaðinu Recorder, til prentunar, því Wm. Birks er nafn- kunnur skraddara-kaupmaður, sem af tilviljun var við að hjálpa Miss Humblc þegar hún á leiðinni til einnar Methó- dista kyrkju á Goorge stræti varð lé- magna og gat enga björg sér veitt, vegna hinnar voðalegu veiki. Kvöldið eftir heimsótti fréttaritari móður Miss Carrie, og þegar hún hafði fengið að vita erindihans, sagði hún honum stutt lega frá veikindum dóttur sinnar, þó ekki fyrir það, að hún æskti eftir að veikindi dóttur sinnar yrðu hljóðbær, heldur miklu fremur til þess, ef ské kynni ajl hægt væri að koma í veg fyrir að líða af sömu hörmung, Samkvæmt því sem móðir Miss Carrie sagði, hafði dóttir hennar þjáðst af veiki þessari síðan sumarið 1889. Hún þjáðist af mjög miklum óstyrk og máttleysi, sem stafaði af veiku og vattnskendu blóði' Hún þjáðist einnig af sárri höfuðpínu, hjartslætti og öðrum þrautum, sem eru samfara vondu og óhollu blóði. Oft og einatt, þegar hún kom frá vinnu sinni, varð hún svo máttvana á strætinu að hún naumast gat dregið sig heim, og stundum vikum saman lá hún rúmföst og gat þá einu sinni ekki tekið fæðu hjálparlaust. Um þi'iggja ára tíma var hún næstum stöðugt undir lækninga- tilraunum. Á meðan hún brúkaði með ulin, sýndist jafnan vera bata von, en óðar og hún hætti við þau, fór henni stöðugt versnandi. Vinir hennar voru sorgbitnir og héldu að hún myndi aldr, rei komast aftur til heilsu. Veturinn 1893 las Mrs. Humble, að samskonar veiki hefði verið læknuð með því að brúka Dr. Williams Pink Pills. Þetta koin henni til að reyna þær í veikindum dóttur sinnar, sem þá var svo veik, að hún gat ekki klætt sig Tilraunin var eftirtektaverð. Brátt sást batavon og á þeim tíma voru tvær öskjur brúkaðar hcilsaðist Miss Humble svo vel, að lækninga-tilrauninni var hætt. En nokkru seinna kom það þó i ljós, að sjúklingurinn hafði ekki full- komlega fengið heilsu aftur, þvf eftir fáa mánuði fór veikin aftur að gera vart við sig. Miss Humble var send til Bandaríkja, til vina sinna þar í þeirri von, aðloftbreytinginmyndi liafa heillavænleg áhrif á hana, en hún var verriþegar hún kom heim aftur, heldur en þegar hún fór. Bróðir Miss Humble réði því af að byrja aftur á Dr. Willi- ams Pink Pill til frekari reynslu, og afleiðingarnar urðu æskllegar. Miss Humble varð alheil heilsu, og er i dag eins hraust og nokkur önnur stúlka á hennar aldri. Mrs. Humble sagði sögu dóttur sinnar um veikindi hennar og bata, jafnan með miklli tilfinningu og sannfærði menn um hennar saunleika. Miss Humble staðfesti líka jafnan sögu móður sinnar, og þær geta verið vott- ar að þessum sannleika fyrir vinum sínum og öðrum, bæði í kyrkjunum og á sutinudagaskólunum. Dr. William’s Pink Pills eru áreið- anlegt lækninga meðal við öllum sjúk- dómum, [sem stafa frá blóðleysi eða óstyrkum taugum og alstaðar þar, sem þær hafa verið reyndar til fullnustu í líkam tilfellum, sem að ofan er ritað, hafa þær jafnan reynzt óbrygðult læknis meðal' Þær eru seldar hjá öll- um smásölukaupmönnum, eða sendar frítt, fyrir 50 cents askjan, eða 6 öskj- ur fyrir 82,50, með því að biðja um þær frá Dr. William’s Medicine Co., Brockville, Unt., eða Schenectady, N. Y. — Taka skal jafnframt eftir því, hvorthið löglega vörumark sé á öllum bögglunum. T OKUÐUM TILBOÐUM send undir J-Jskrifuðum, um bryggju byggingu að Hnausum, vestanmegin við Wirinijieg- vatn, og merkt á umslagið “Tender for Hnausa Work”, verður vei+t mótt- taka á þessari skrifstofu þangað til á föstudaginn 1. Febrúar næstkomandi. að honum meðtöldum. Verkið verður að gerast samkvæmt uppdráttum og reglum, sem sjá má hjá Mr. C. H. l^est sem hefir umsjón yfir dredge-áhöldum í Selkirk, Manitoba, og á skrifstofu op- inberra verka í Ottawa. Tilboð verða ekki tekin til greina nema'þau sé gerð á til þess útbúin skjöl og undirskrifuð af þeim sem í verkið býður, með eigin hendi. Viðurkend banka-ávísun, skrifuð til ráðgjafa opinberra verka fyrir upp- boð, sem svari 5% af þeirri upphæð, er í verkið er boðið, verður að fylgja hverju tilboði. Þeir penirigar tapast, ef sá sem boðið hefir í verkið, gefst upp við það áður en það er fuilgert, eða leggur ekki út f að byrja á verkinu, eft- ir að hafa verið útnefndur til að gera það, en sé verkið ekki veitt, verða pen- ingarnir endursendir. Hið lægsta tilboð eða nokkuð ann- að tilboð verður ekki nauðsynlega tekið til greina. Samkvæmt tilskipun, E. F. E. ROY, Secretary. Department of Pnblic Works, \ Ottawa, 7th Jan 1895. ) $ 1.75 Það tilkynnist hér með vorum heiðruðu viðskiftamönnum, að í næstu tvo mánuði, til 28. Fcbrtiar, að þeim degi meðtöldum, tökum vér $ 1.75 sera fult andvirði ÍX. árgangs Heimskringlu og III. árg. Aldarinnar. Lengur stendur það boð vort ekki og þýðingarlaust að fara fram á freet. En fjarlægum viðskiftamönnum til liægðarauka tökum vér gilt, að þeir sendi peningana áleiðis til vor síð- asta dag Febrúar, svo framarlega sem á póstmerkinu á umslagi bréfsins stendur : 28. Febr. 1895. Frá þessari reglu víkjum vér ekki og óskum þess vegna að enginn fari fram ú það. Þessi afsláttur fæst þvi að eins, að peningarnir verði sendir oss alveg kostnaðarlaust. Ef ávísanir verða sendar, verða þeir, er það gera, að greiða hin nauðsynlegu víxil-laun. Innheimtumenn vorir fá heldur eng- in laun fyrir að senda oss þetta nið- ursetta gjald og mælumst vér því til að kaupendurnir fari ekki fram á að þeir takist ómök og kostnað á hendur í þvf sambandi. Þetta boð gildir að eins að því er snertir fyrirfram borgun fyrir IX. árg. (1895). Þeir sem skulda oss nú, fyrir einn eða fleiri árganga blaðsins, geta því að eins orðið þessa kostaboðs aðnjótandi, að þeir jafnframl borgun- inni fyrir 1895 sendi alla upphæðina, sem þeir skulda nú, samkvæmt reikn- ingi á blaðinu. Öllum skuldlausum viðskifta- mönnum vorum er innanhandar að hagnýta sér þetta tækifæri, að fá blaðið með niðursettu verði, og von- um vér uú að þeir bregði við og sýni viðleitni að þægjast oss, sérstaklega þar sem sú þága vor er þeirra hagur. I harðæri, eins og nú, álítum vér fjöldanum betra—og miklu betra, að fá 25 centa afslátt á blaðverðinu, en borga $2,00 og fá einhverja “pre- miu” með, sem efasamt verðgildi heflr, enda þótt sú aðferðin kynni að verða prentfélaginu kostnaðarminni. Þetta vonum vér að kaupendur blaðs ins samsinni og láti oss njóta þess> að vér reynum að hugsa um þeirra hag ekki síður en hag félagsins. Minnist þess að boðið stendur til 28. Febrúar og ekki iengur. Felagsxefndin. Nú er tíminn til að panta og kaupa hið bezta FRÆ sem fáanlegt er. Farið í þess konar erindageröum til liins ^alkunna og áreiðanlega fræ- sala. J. M. PERKINS, 241 Main Str. WINNIPEG. $5 $5 $5 MERKI: BLA STJARNA. 434 MAÍN STR. VÉR ÞURFUM — $ 1.000 i peningum fyrir 19. þessa mán. •••• IOO •••• líarlmanna alfatnaðir dollara 9.50 hver. •••• IOO •••© — yfirhafnir — dollara 5.00 liver. The Blue Siore, MEEKI: BLÁ STJARNA. 434 Main Str. A. Chevrier. 114 Valdimar munkur. Til þess nú að festa mór þessar eignir til fram- búðar má ég til með að taka liana að mér til konu, en því að eins er víst að mér takist þ:ið, að ég losist við þennan bölvaðan hyssnsmið”. “Og livað kemur hann þessu við ?” “Hún elskar hann”, svaraði hertoginn. “Er þá ekki vald þitt----------” “Bíddu við, Savotano”, greip hertoginn fram í. “Eg get skýrt þetta í fáuni orðum. Eg er liræddur um að keisarinn hafi álit á piliinum og sé svo, má leitafulltingis hjá honum. Það eitt veit ég, að stúlkan verður treg til samninga og býzt ég við að mega fá þig til að gefa okkur sam- an”. “Það gerði ég meðánægju”, svaraði Sitvoto- no með gleiðu brosi. “Jæja, ég skal gefa þ'r tækifærið. En fyrst af öllu i r að ryðja þessum Nevel úr veginum”. “Eg held ég geti kornið þvííve>'k, herra minn”. “Hvernig býztu við að gera það?” spurði hertoginn. “Ég býzt ekki við að þú kærir þig um að að hann geti loenað og koinið fram aftur?” “Nei, nei! Gerðu hreint fyrir þíncm dyrum með hann!” “Já, ég skal sjá til”. “En gættu þess, Savotano. að þetta verður að gerast þannig, aðómögulegt sé að gruna mig nm, — að eftir ákveðið takmark verði málið svo flókið, «ð óviðráðanlegt sé”. Valdimar munkur. 119 tafarlaust, en hún maldaði í móinn. “Láttu hann koma inn undireins”, sagði sjúalingurinn óþolinmóðlega, “enda þó hann kunni að vera ó- vinur minn. Efsvoer, hreyfir það máske blóðið svo mér batni”. Gekk þá konan til dyra aftur og leyfði Rúrik .inngöntrti, sem gekk Jægar inn eg var svo létt- stígr að skóhljóðið heyrðist ekki. Hann nam staðar við rúmstokkinn, en bæði var þ ið, að hon um var dimmt fyrir augum og svo hitt, að gltigga tjöldin voru dregin niðtir og því hálf-dimmt í herberginu, enda var það um stund, að hann sá ekki greifann. Þegar hann kom auga á liann varð lionum svo hverft við að liann liopaði á hreli, svo breyttur var greifinn frá því, er þeir sáust aíðast og bárust á banaspjótum. Nú var liann ekkert nema beinin og alt útlit hsns eins og þar væri dauðinn sjálfur uppmálaður, Greifinu sá hve bilt Rúrik varð, en þó varð byssusmiður- inufyrritil máls : “Herra greifi,” sagði hann í alvarlegum, sorgblöndnum róm, “fyrir láum dögum heyrði ég að þér væruð á batavegi og þakknði ég guði fyrir þi fregn. En í dag var irér sagt að þér væruð við andlátið, og því er ég hingað kominnt að ég vildi biðja nm leyfi að taka í hönd yðar sem sáttair.erki áðnr en þér yfirgefið þennan heim. Eins víst og það, að guð er höfnndur minn og dómari, eins vbt er það. að ég vildi held ur liggja í þessu rúmi og deyja fyrir yður, heldur en vita yður deyja með hjartað fullt af hatri til 11,8 Valdimar munkur. ráðs greifa Damanoffs. Fáum dögum áður hafði bezri læþnirinn í borginni eins hiklanst saat hann á batavegi, eins og hann nú sagði hatin ó- læknandi. Það var undarleg breyting. sem alt í einu hafði komið yfir liann. Það var engin liita- sótt í honum, heldur jöfn og áframhaldandi eyðsla lífsafisins. Á þennan hátt hnignaði hon- um óðum og engin meðul höfðu áhrifáliann.— Sumir héidu að æð lie’ði slitnað og lionum blætt inn, en þá var sýnt fram á, að merki um það kæmu fram útvortis, efsvoværi. Sárið, sem hann fékki í einvíginu, var óðum að gróa, þrátt fyrir þennan undarlegasjúkdóm. I.æknirinn og presturinn voru nú hjá sjúklingnum ol.'urn stund um, og læknirinn var Kopani herlæknir, en presturinn var Savotano krypplingur. Það var rétt fyrir hádegið. Sjúklingurinn ld máttvana í rúminu, en um það verkjalans. Gömul kona var inni hjá lionum, en engin ann- annar, því presturinn var nýgenginn út. Greif- inn var núbúinn að taka stóra inntöku af hress- andi og styrkjar.di meðali, þrátt fyrir bann prests ins, er s;igði ófært fyrir liann að taka það meðal. það gæti slitið hihn veika þráð lífsins, og létist hann meðvitundarlaus, væri sálarvelferð hans í veði. í þessu var barið áhurðina með hægð og gekk gamla konan til dyra. Að vörmu spori kom hún altnr og sagði greifanum, að Rúrik Ne- vel væri kominn og vildi liafa tal af honum, ef hann mætti. Greifinn sagði lienni að láta hann koma inn Valdimar munkur. 115 “Trú þú mér til þess, lierra minn ! Ég get beðið um lijálp, ef á liggur”. “Eru ekki staðir i borginni, þar sem hægt er að geyma líkami, þar sem þeir verða látnir og ómögulegt er aðfinnaþá?” spurði bertoginn. “Bugsa þú ekkertum þ ið”r svaraði Savota- no og kinkaði kolli. "Ef ég fæst við landhreins- uniua, akal verkið vel af lierdi leyst”. “Jreja, það er gott. Ég fel þír alt á hend- u r”. Báðir þögðu nú um stund, en svo var eins og liertoginn vaknaði upp af draumi. Hann stökk áfætur og sagði meðákafa: “Það er eitt enn, Savotano, sem ég þirfti að tala um við þig, en sem ég hafði nrerri gleymt. Þú liefir heyrt getið um hinn undarlega munk? Hver erhann — þessi Yaldimar?” “Ja, ég hefi séð liann”, svaraði iiresturinn, “ef þú átt við ístru klumpinn mikla?” ‘ Já, ég á við hann. Segðu mér þá liver og livaðhanner. Hann var áhorfandi einvígisins, og ég veit að hann lioíir komið hingað í hús mitt. Hver er liann 7” “Ja, þú leggur mig.nú á því bragði, berra minn! Því ég kann ekki að sepja meira urn hann, en manninn í tunglinn. Það virðigt helzt enginu vita hvaða maður þessi Valdimar er. Að því er ég franiast veit, hefir harn ekki verið liér nema stutta stnnd. Sanit held ég nví, að eg viti erindi hans, eða í liverjum tilgnngi hann er hi”gað kominn”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.