Heimskringla - 08.02.1895, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.02.1895, Blaðsíða 1
Heimskríngia IX. ÁR. WINNIPEG, MAN., 8. FEBRtJAR 1895. NR. 6. Dr. Guðbrandur Vigfússon. Eftir Matth. Jochumsson. Út í Öxnafurðu, Engilsaxa Hliðskjálf, þar sem hundruð hörga helgar bjarkir skyggja, þar sem guðvé gnæfa Qoðkunnust ,með Englum — út í Öxnafurðu áðan varð mér reikað. Sá ég sem í draumi sjúkan mann á beði — feigð lá fast að brjósti — fæðast í ljós annað. Iláfamál nær höfði, Heimskringla nær brjósti, en við hjarta hvildu Hallgríms ljóðin dýru. Brunnu ljós um líkbekk, leiptri sló urn sali, stórhöfðingjar stoltir störðu á svip hins fróða; andans furstar Engla, Elfráðs kyn hið ríka, hneigðu barni bornu und brotnum íslands ljóra. Leit ég lár og pálma. lýsti prósessia, höfuðkyrkju háa hymnar svásir fylla ; kanzlarinn af kóri klæddur vígsluskrúða biður hljóðs og hjalar hvellu drottinsorði : “íslands óskmögur, Englands kjörsonur, einn hinna átján ódauðlegu ! Leggið hann látinn lári vígðan við hlið vorra frægstu fjölvitringa !” Svöldi bjork og buldi, borgar dóu sorgir. huldi stöðvar hölda húm og dánar rúmin. Líða sá ég leiðir leiðarstjörnu breiðar (nátt gekk nærri óttu) nýja prósessíu. Komnir voru kynstórir, Kenda’g fullgerla veri vígbjarta, vörðu sigþióða, iiusteiienn* alspakaí* “ ^ Ingólfs fóstbræður, Eróns hins fránleita föðurbetrunga. Lutu lýðfrægir, — lýstu forngeirar, — lögðu lyngskúfa á leiði mærings : Egill hinn afrendi, Ari’inn forspaki, Sæmundur sannfróði. Snorri þjóðmæri, Gizur, ísleifur, Jón hinn heilagi — I’ar stóðu þúsund. þjóðmæringar. Glömruðu gunn-hlifar, en ég geigurs kendi, hlömmuðu hásalir, hurfu goðmegir. — Hrannir fóru helsingja hátt á blálofti, iða sá ég blikvængi við inn bera mána. Ein var eftir kona eyðilegt við leiði, heldur há og aldin, hreld í sorgarfeldi. Heyrð’g yfir herðar (hrundu tár á grundu) hennar, ég sem inni, óm við morgunljóma : “Far vel fóstrinn ljúfi ! fræðin mín þú kunnir fastara’ og betur fiestum, sem eg fæddi á skauti. Legg eg hér lífgras, lékstu við það ungur, þvi skal hór of aldur ilmur úr grasi! ” — (Eftir Sunnanfara). Gígan. Eftir Bened. Gröndal. Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól ogkveður jarðar glaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Þar dvelur mey hjá dimmra fossa tali og drauma vekur purpurans í blæ, en norðurljósið hylur helga sali— Þar hnígur máninn aldrei niðr í sæ. Þar rísa bjartar hallir, sem ei hrynja, Og hreimur sætur fyllir bogagöng ; en langt í fjarska foldar þrumur drynja með fimbulbassa undir helgum söng ; og gullin strengur gígju veldur hljóði og glitrar títt um eilíft sumarkvöld ; þar roðnar aldrei sverð af banablóði —þar byggirgyðjan mín sín himin-tjöld. Og harpan skelfur hátt í andans geimi af höndum veikum snert um dimma tíð, hún truflast fyrir undarlegum eimi — því andinn vekur sífelt furðustríð. Og upp úr sjónum feikna-stjörnur stíga og ströngum augum niðr af himni gá og eldi roðnarniðr í hafið hníga, en hljómar dauði fjarrum vængjum á. Ég kný þig enn þá, gíganmín, tilgleði— Hvað gagnar sífelt kvein og táraflóð ? H vað gagnar mér að gráta það sem skeði? jHvað gagnar mér að vekja sorgarljóð ? Hvað gagnar mér að mana liðna daga ■ úr myrku djúpi fram á tímans hyl? — Eg veit að eilif altaf lifir saga, og allar stundir nefnir dómsins til. [Eftir Sunnanfara]. ég finn að þeir segja þú fœrir oft grand og fyrir þér mannlífið krjúpi; þú frelsar svo margan við fátæktar kif og flytur þá beint inn í eilift líf. Ég sakná þín dalur með grasið svo gott og gilið með blávatnið tæra, þar sá óg hinn guðlega gæzkunnar vott, sem gjörvalt kann lífið að tæra, [grund, og sakna þín hlíðin og grænklædda sem gleði mér vakti á barndómsins stund Eg saknaþínfjörðurmeð fiskanna gnótt þó fengi ég oft á þór hviðu, að sækja’ í þig lífsbjörg mér safnaði við sjóinn fram tímarnir liðu, [þrótt, veitandi allmarga ánægju stund, eflandi þróttmikia karlmannins lund. Ég sakna þín f jallið með fornhelgan tind, þó fáskrúðugt væri að gæðum, þín ferlega, ramgerva, fjölbreytta mynd mér fávísum lyfti nærhæðum, að lofa og dýrka þess meistarans mátt, sem myndaði fjallið og duptið smátt. Eg sakna þín eldgama Áanna grund með öllu sem drottinn þér veitti ; ef hugsa ég til þín þá hryggist mín lund að hagurinn lífinu breytti, svo burtu óg varð að flýja þór frá, fátækur, klæðlaus, með tárvota brá. Ef hefði ég auðlegð þá undireins heim til ættjarðar minnar óg vendi, [seim en það gengur skrykk.iótt að safna þeim og sízt er það minni í hendi. En fátækur aftur að fara til þin finn að er hreint ekki löngun mín. VÍSUR. Eftir Á. B. VEITT verdi,aun a heimssýninqunni hæstu ‘I3EL* Iftf IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. Þú spyrð mig að, hvarnig þú herða þig átt mót hálfvelgju lífinu, er prúttar og semur. Ég spyr þig að öðru, sem anza þú mátt, en ekki við málið í sjálfu sér kemur. Hefirðu séð, hvernig stálið er stælt ? Fyrst stungið i glóandi eld, sem að bræðir, svo hamrað og lamið, og hert eða kælt í helköldu vatni, sem fyssar og æðir, Lífið er smiðja, sem lánar þér stó, ef iifugar þig v iijann að skerpa’ eða lierða. Af hita sem kulda það hafa mun nóg, og að hamrinum söknuður mun þér ei verða. Eldinn þú finnur í örmum á mey, í önd hennar, sjónum og kossum hann blossar. Og harður pú ert, ef þá liitnar þór ei, er hjartanu’ ann nær og í æðum þér fossar Þú glóandi verður og girnist þá lielzt í gullfögrum dropum í eldinn að renna —sárblíða eldinn!—en smiðnum ei dvalst og sleggjunni bráðum þú á færðað kenna Því ef heiminum finst, að þitt mannorð sé meitt, merkinu alkunna verður þú brendur ; og náunginn gerir þér helvítið heitt svo heitt, að frá steðjanum gneistaflug stendur. En, góði minn, vittu það gerir ei neitt, þó glóandinn mestur úr æð þór sé barinn, því eftir á er þór ei alveg eins heitt innanbrjósts, þegar að sviðinn er farinn. Þó svíði þér feikn, vil ég segja þér eittt sláðu þvi bara upp í hlátur og gaman — kaldranahlátur !—ogkær þig ei neitt, þó að keyraþeir vilji þig ögnlítiðsaman. En meðan þeír lemja, þá merkir þú brátt að minkar þeim “hjartfólgnu” vinunum , þínum; þ^jir fela sig, stelast að baki þér brátt, og bika þig óspart með rógburði sínum. Og heitur þú ert, ef þá harðnar þú ei og hjarta þitt ekki þaðmegnar aðstæla, er svíkja þeir þig, þessi svívirðis grey —en svellvatnið er það, sem á þig að • kæla. En svo ertu maður, og sé þér ei vært, þú sigar á skrílinn með nístandi spotti. Og þó að um sættir þeim svo verði kært þú svarað þeim getur með stálhörðu glotti. Þú þarft ekki að semja; það sæmir þér ei sannfæring hjartans þúverðurað tigna því stál kveikir eld, en það stenzt eða --------------------------nei ! það stenzt, það er eldharl, það md ekki digna. [Eftir Sunnanfara]. Söknuður. SlGURDUR JÓHANNSSON. FRETTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 1. FEBR. Á Suður-Dakota þingi var í dag Samþykkt að skipa 6 manna nefnd, þrjá frá hverri deild þingsins, til að semja áskorun til þjóðþings um að vinda bráðan bug að því, að greiða fram úr fjárhagsvandræðum þjóðarinn- ar. Það var og samþykt, að telegraf- era öllum ríkisþingum í norðvostuv og vesturrikjunum og biðja um samvinnu þeirra í þessu efni. Á Norður-Dakota þingi var í dag samþykt að biðja þjóðþingið um styrk til að yfirbuga hinn ægilega fjanda bændanna — illgresið nýja — rússneska þistilinn. Samdægurs var samþykt að skora á nágrannaríkin : Minnesota, Suður-Dakota og Nebraska, að leggj- ast á eitt með Norður-Dakota að yfir- buga þetta illgresi. Wei-IIai-Wei, stórkastali Kínverja- er nú í óvinahöndum. Fregn frá Shanghai í morgun segir, að ónákvæm- ar, en sannar fregnir segi Japaníta búna að taka ofangreint virki og öll virkin í grendinni, og jafnvel að meg- infloti Kínverja sé nú í liöndum Jap- aníta. Hinn nafnkunni dómari E. R. Hoar fyrrnm dómsmálastjóri Bandaríkja, (undir stjórn Grants, 1869 —70) lézt í gær í Concord, Mass., 79 ára gamall. Fylkisþingið í Nova Scotia kom saman í gærdag. Það gleymdist að gesa þess í síðasta blaði, að 28. f, m. lézt í Paris nafntogað- ur liermaður, Francois Certain Canro- bert, franskur marskálkur, fæddur í héraðinu Lat á Frakklaudi. 7. Júní 1809, gekk á hermannaskólann í St. Cyr 1826 og gerðist hermaður. Var hann mörg ár í Afríku og var særður í um- sátinni um Constantine. í Krímstríð- inu var hann stórdeildarforingi og Ég sakna þín ísland mitt feðranna frón, þú frónið, sem umgirðir særinn, því horfin er augum hin sviphýra sjón þá sumarsins vormiidi blærinn vakti upp aftur hvert einasta strá, sem útkulnað, visið und fönninni lá. Ég sakna þín bára, sem brotnar við þú bylgja frá úthafsins djúpi, [sand, særðist við Alma. Var hann þá gerður að aðalforingja. Réðst hann i broddi fylkingar á Rússa við Inkerman og særðist enn einu sinni. Við Magenta og Solferno réði hann fyrir þriðju her- deildinni og var þá gerður marskálkur og sæmdur stórkrossi lieiðursfylkingar- innar. í stríði Frakka við Þjóðverja eyðilagði þýzki krónprinsinn gjörsam- lega lierdeild hans við Woerth 6. Ágúst 1870. Var hann þá ásamt Bazaine lok aður inni í Metz, og er þeir urðu að gef azt upp var hann sendur sem fangi til Þýzkalands. 1876 og aftur 1879 var liann kosinn á öldungaþing Frakka. LAUGARDAG 2. FEBR. í Lundúnum er verið að reyna að selja skuldabréf járnbrautarfélags i Canada, sem kveðst ætla að sameina margar smábrautir í eina og byggja nýja braut milli stúfanna. Á sú braut- arheild svo að keppa við C. P. R. frá Atlantshafi vestur að Efravatni. Það varð róstusamt á þjóðþingi Bandaríkja í gær. Tveimur þingm. lenti saman í persónulegum skömmum út af Havai-málinu. Svo vondir urðu þeir, að menn urðu að hlaupa til og halda þeim, svo þeir ekki færu í handa- lögmál. Konungssinnar á Frakklandi, 600 talsins, komu saman á fundi í París í gærkve'di og töluðu mikið um þörfina á endurreisn keisaravaldsins á Frakk- landi. Amír Afghana hefir lofað að heim- sækja Englendinga í vor og kveðst ætla að fara um Calcutta, Hong Kong, Yokohama og eftir C. P. R. um Canada. Winnipegmenn eiga því von á fáséð- um ftesti þegar vorar. Mexícanar standa vígbúnir til að herja á Guatemala og Guatemala-menn eru áð kaupa vopn á Þýzkalandi. MÁNUDAG 4. FEBR. Frá Nýja Sjálandi kemur sú fregn að 19. Jan. hafi fyrrverandi drottning Havai-eyjanna verið hneppt í fangelsi og sitji þar siðan, kærð fjrrir samsæri í byltingar tilrauninni 6. Jan. — Ekki veit ráðherra eyjastjórnarinnar í Wash- ington neitt um það, en segir það ekki ótrúlegt. Útför Canroberts marskálks fór fram í Paris í gær (sunnudag) og var viðhafnarmikil. Stjórn ríkisins stóð fyrir henni og fékk til þess veitta 20,000 franka. Bandaríkjastjórn er um það að taka til láns $50 milj. enn. Félag í Lundúnum er í undirbúningi með að kaupa öll þau skuldabréf. Fulisannað er nú að Wei-Hai- Wei-kastalinn er fallinn fyrir Japan- ítum. Skothríðin var hafin 30. Jan., en aðal-sóknin ekki fyrr en að morgni þess 31. Þá, undir eins með degi, var vegið að aðal-virkinu og ekki linuð at- lagan fyrr en Kinverjar voru fallnir og flúnir og gengnir Japanítum á hönd. Manufall varð mikið, en ógreinilegar áætianir um það. Tvö eða fleiri af herskipum Japanita löskuðust. Síðustu fregnir um liftjónið á Norður-sjónum um daginn segja að alls hafi 335 manns farist um daginn er ‘'tílba’’ sokk. ÞRIÐJUDAG 5. FEBR. F.kki byrjar vel fyrir sáttasemj- urum Kínverja. Þegar stjórnarfor- maður Japaníta, Ito greifi, liafði skoð- að umboðsbréf þcifra sá liann að þeir höfðu alls ekkert vald til að gera nokkurn bindandi samning. Neituðu þá Japanítar að eiga tal við þá fram- ar, en bað þá brott fara úr Japan undireins og tækifæri gæfist, og búa sig betur næst eða koma alls ekki. — Lögregluvernd ljær Japanstjórn þeim á meðan þeir bíða eftir skipi, því lýðurinn er æstur. — í gær sam- þykti, Japan-þingið að greiða tafar- laust allan áfallin herkostnað og fylgdi sú auhugasemd að enn væru þeir (Japanítar) ekki búnir að ná áætluðu takmarki. Brezka þingið kom saman í dag. ávarpi sínu er Victoria drottning látin geta um að fyrir þingið verði lögð frumvörp til laga: áhrærandi kyrkjumál í Wales; áhrærandi eining bæja-klasans og aðal-borgarinnar Lund úna; ábrærandi bygging mjó-járn- brauta (Light Raiiway’s) bændalýðn- um til léttis; áhrærandi héraðastjórn á Skotlandi, o. fl. Eftir nærri 6 ára útlegð kom hinn nafnkunni franski blaðamaður Henri Rocheforte heim til ættjarðar sinnar í gær, eftir að lögin um náðun vissra útlaga höfðu í gildi verið tæpa viku. Um 50,000 manna mættu honum a vagnstöðinni og fögnuðu honum mikil- lega. Fregn frá Kína segir að Japanítar liafi í gær náð eyju með virki á fram á firðinum undan Wei-Hai-Wei. Er það fyrsti landskikinn, sem Japanítar hafa tekið frá Kínverjum. | MINNEOTA, MINN., 31. JAN. 1895. Frá fréttritaro Hkr. Frumvarp til laga hefir verið lagt I fyrir þjóðþing Bandaríkja, þar sem á- kveðnir menn biðja um löggilding sem hlutafélag undir nafninu : “The Mar- Mér hefir sézt yfir að geta þriggja time Canal of North America” og jafn-1 núverandi kennara hér í nýlendunni, framt um leyfi til að gera skipafarveg, sem eru: Ingibjörg Jónsdóttir. Jóhanna er stærsta skip geti gengið eftir á milli Jóhannesdóttir og Sigurbjörg Sigurðar- Erie-vatns og New York. Um ýms dóttir. Enn fremur eru á háskólanum hlunnindi og styrk biðja þessir menn I ■ Minneapolis þær dætur Jónatans J. einnig og þykjast eiga von á slíku frá Péturssonar Þórunn og Rósa. — S. Sig- Canada stjórn líka. Höfuðstóll félags- valdason er nú útskrifaður af þeim ins er ákveðinn $i0 milj. í $100 hlutum skóla. — Leiðrétting við síðustu frétta- og höfuðstól fél. í New York. Leyfi [ grein : Þar stendur, “á kvennaskólum” biður það um til að gefa út skuldabréf en á að vera : á kennaraskólum. alt að $200 milj. Hugmyndin er að nota Tíðarfar hefir verið fremur umhieyp Lawrence-íljótið austurundir Montreal, j ingasamt nú um tíma ; frostvindar norð en beygja þar út af leið, grafa skurð suður í Champlain-vatn og frá því aftur suður í Hudson-fljótið og áfram til sjávar. Blöðin Mail og Empire í Toronto | um afborgun skulda. eru sameinuð og heitir hið samein- aða blað : “The Daly Mail and Em- pire.” I dag komu þau út sitt í hvoru. . lagi í síðasta skifti. Um nokkur und-1 DvörHlg KV6I V61 ðui lSBkDílð. anfarin ár hefir “Mail” verið öllum vestan og snjóhraglandi af og til, þó er svo snjólítið hér enn, að varla er sleða- færi. — Verzlunarfélag íslendinga hélt aukafund í gær í Minneota, til að ræða flokkum óháð, en nú að líkum snýr j það sór á ný að conservative-flokkn- um. FIMTUDAG, 7. FEBR. Snjófall mikið og kuldi um alla Norðurálfu undanfarna daga. Lesta- gangur á Skotlandi bannaður vegna fanna. Frost þar og á Englandi óvana- lega mikil, um 6 f. n. zero. Samskonar konar fregnir úr mið- og suður-Evrópu- löndum öllum. Einn af hinum óviðfeldnustu kvill- um sem ásækja Canadamenn um kuida- tímann er kvef í höfðinu. Það er ó- viðfeldið af því það orsakar höfuðverk bleypir bólgu í nasirnar og orsakar ýms Jinnur óþægindi. og hættulegt er það, ef ekki er leitað lækninga við, þvi af því úr þvi getur orðið nefrensli, með hinum ógeðfeldu hrækjum, and- fýlu, lyktarleysi ogjafnvel smekkleysi sem af því getur ieitt, og í mörgum tilfellum verður úr því tæring. Nasal Balm er hið eina meðal sem á auga- bragði linar höfuðkvef og á stuttum Uppreist er að sögn hafin í Colum-1 tJ>m,a læknar Það algerlega, og ef Nasal bia-ríkjunum.í Suöur-Ameríku. • Aðal-1 brúkaður. læknar , , . . . , . . . hann einnig hið versta nefrensli. Capt. astæða uppreistarmnar kvað emdreg- D> Lyon forseti c p. R Car Ferr inn vilji fjöldans að aðskflja riki og I fólagsins ; prescotti 0nt, segir: “Ég kjnrkju (kaþólska) stjórn, í von um|brúkaði Nasal Balm við langvarandi höfuðkvefi og eftir að hafa brúkað það aðeins tvisvar í 24 klukkutíma er ég orðinn albata. Ég vildi ekki selja glasið mitt fyrir $100 ef ég gæti í von um | meiri framfarir og betri stjórn. Liluokalani, fyrverandi drottning á I Havai-eyjunum, hefir nú formlega | slept öllu tilkalli til konungsstjórnar. Bréfið sendi hún forseta lýðveldisins I 26. Jan. þ. á. Framvegis stendur því j þetta lýðveldi föstum fótum. Frá löndum. ekki náð mér í annað. Nasal Balm fæst hjá öllum lj’fsölum, og með pósti f j-rir 50 cts. glasið, frá G. T. Fulford & Co. Brockville, Ont. MIÐVIKUDAG 6. FEBR. Sagt er að kólera sé uppkomin Kon stantinopel. Jarðskjálfta varð vart í norður- hluta Noregs í gær. Samdægurs fór- ust þar 11 menn í snjóflóði. Það hefir verið kalt víðar en Winnipeg undanfarna daga. I St. Panl fullar 30 gr. f. n. zero, Chicago 15 f. n. Toronto 15 f. n., Montreal 24 f. n. New York stóð mælirinn í zero-mark og fylgdi norðvestan rok, í gær, enda dagurinn tahnn kaldastur þar í mörg úr. Gullsjóður Bundaríkja i gærkveldi var $43,304,642. VORUR MEÐ INNKAUPS VERDI. #### LUNDAR P. O., MAN., 24. JAN. Héðan er að frétta bærilega líðan | manna og hinn vondi gestur “hard tím- es” hefir ekki gert vart við sig hér enn I þá, þó að hann hafi komið víða við í | sumum hinum nýlendúnum íslenzku. Bændur stunda hór allir griparækt I og eiga þeir flestir fjölda af nautpeningi úrá 30. Janúar 1805 seljum vér all- og sauðfé, enda munu óvíða vera betri ar vörur sem vér höfum með inn- lönd í Manitoba til griparæktar, heldur kaups verði og þar á meðal 10 kassa en með fram Manitobavatni. Landar af klæðaefnum af eftirfylgjandi hafa fiskað með mesta móti í haust og vetur og hefir veiðzt mest hvítfiskur og | Gedda, enda er það eklci svo litill kost- ur við þessa nýlendu, að hún liggur | fram með svo fiskisælu vatni. Allur félagsskapur gengur hér á-1 gætlega, og landar eru búnir að koma sér upp laglegu samkomuhúsi ; það er | 30M20 fet á stærð; veggir eru úr bjálk- um og timburþak á því, einnig ætla | þeir að byggja sór þar hesthús, er taki 10 pör hesta. Nýlega er hér stofnað kappræðúfé- ] lag og gengu flestir liinir ungu menn í bygðinni i það og margir bændur og halda þeir fundi sínaáhverju laugar- dagskveldi í sainkomuhúsinu, til að| ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Hór eru sveitarstjórnarkosningar nýlega um garð gengnar, og var einn I íslendingur kosin í sveitarstjórnina, Mr j Jón Sígfússon. Enskir bændur í suðurparti bygðar- innar eru að tala um að byggja smjör-1 gerðarhús (Creamery) að hausti. Er það mjög þarflegt fyrirtæki og vonandi að það borgi sig vel. Á síðastl. ári hafa flutt sig hingað | frá AVinnipeg þessir fjölskjddumenn: ] Gísli Ólafsson, Eiríkur Hallson, Snjólt- ur Sigurðsson, JónRej'kdal; frá Da- kota : Magnús Gíslason ; frá Yorkton, Þorsteinn Vigfússon, og frá ísfeindi Sveinn Guðmundsson. Líður þeim öll- um fremur vel og munu vera ánægðir. J. Lindal. tegundum. #### New Print (Sirz) Dress Gingliams. Shirtings (Skyrtu-tau). Sheetings (línlakaefni) Table Linen (borðdúkar) Flanneletts. Factory Cottons. Bleached Cottons. Muslins. Quilts (ábreiður). Fancy Opera Flannels, &c. #### Kvennhattar Með því verði sem þér viljið. Kápur Kennara vantar, fyrir hálfvirði. #### Komið og skoðið vörurnar. Þér sannfærist þá um, að betri tilboð haf- ið þér aldrei fengið. Þér þurfið vör- umar og vér þurfum peningana. Sýnishorn send til viðskiftavina úti á landi. JoM Norris & Co. í sex mánuði, frá 15. Apríl 1895, fjrrir Rothbury skólahérað. Kennarinn verð- ur að skiija íslenzku og hafa leyfisbróf frá skólastjórninni í Norðvesturland- inu (Councíi of Pubfic instmction for Lítu’maður Preston & Nonls. the Territories). — Þeir, sem bjóða sig fram, verða í umsóknarbréfinu að segja hvað mikið kaup þeir vilja hafa og hve 45^ Jlain StP. (iegnt I*. O. mikla æfingu þeir hafa haft við skóla- TOM. LAIDLAW, Haflð með yður auglýsing þessa er skrifari. | þér heimsækið Mr. John Norris & Co.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.