Heimskringla - 08.03.1895, Síða 1

Heimskringla - 08.03.1895, Síða 1
Q6 UB£> U08 £0 '3 ‘ IUJV | IX. ÁR. WINNIPEGr, MAN., 8. MARZ 1895. NR. 10. Fylkisþingið. Fimtudag 28. Feiír. Þingið kom saman kl. 8 e. h. og voru enn framlagðar ýmsar bænar- skrár. Var þá tekið að ræða um hækk- un Manitobavatns. Var því haldið fram að með framskurði yrði 696,000 ekrum af landi umhverft í búland, en sem nú er vatni flotið, og jafnframt, að fram- skurður þessi mundi ekki gera Winni- pegvatni neitt, .mundi ekki hækka vatn- ið í því svo neinu munaði. Beinir andstæðingar framskurðarins voru eig- inlega engir á þingi, en nokkrir héldu því fram, að væri miklu af vatni hleypt burt, gryntist það svo, að skipaferð um það yrði hæpin og við það mundi einnig fiskiveiðin ganga til þurðar — vegna grynnsla. Að lyktum var sam- þykt uppástunga um að leggja fyrir þingið öll bréfaskifti dominion og fylk- isstjórnarinnar álirærandi þetta mál. — Var þá rædd uppástunga Fishers um að fylkið hætti að verja nokkrum peningum til viðhalds fylkisstjórasetr- inu. Vill hann að húsinu sé umhverft í kennaraskóla (Normal School) og land- eignin umhverfis það geymd til há- skólabyggingar. Sifton gerði þá breyt. uppást., að eftir að núverandi fylkis- stj. er burtu, veiti fylkið ekkert fé til viðhalds fylkisstjórasetrinu, og ekki undir nokkrum kringumstæðum að liðnu árinu 1895. Fisher félzt á þá breytingu, og var síðan aðaluppástung- an samþykt, eftir allmiklar umræður. Voru einir tveir þingm. uppást. mót- fallnir : R. G. O’Malley (Lorne) og A. F. Morton (Morris). Föstudag 1. Marz. Aðalstarf þingsins var að yfirvega fjárveitingarnar, sem um var beðið. Tillaga kom fram að þingforsetalaunin væru færð niður í 8500, úr 81000, að strykað væri yfir $600 laun fyrir prívat ritara fylkisstjóra, að veittir væru $1000, en ekki $1200 fyrir aðstoðar ritstörf á þingi. Allarfeldar. Bændaliðinn For- syth frá Beautiful Plains lét í ljósi, að laun ráðherrunna ættu að færast nið- ur í $2500 (eru $3000) og bar fram til- lögu um að la.un fylkisritarans yrðu þannig lækkuð. Nokkrir útsveitaþing- menn vildu að háskólastofnunin væri svipt sinni litlu veitingu $3500, en ekk- ert varð af því. Þá varð langt umtal um Winnipegsýninguna. Allur fjöld- inn áleit veitinguna ($2500) of litla, vildu sumir að veitt væru $4000 og aðrir $5000. Von er til að stjórnin bæti $1000 við og geri hana alls $3500, en feld uppástunga A. M.Campbells (Souris) um að veitingin til sýningarinnar væri færð niður í $2000. Fundi frestað til mánud. 4. Marz, kl. 7.30 e. h. Manudag 4. Maez. > Þingið kom saman kl. 8J, en ekk- ert frásagnarvert gerðist og þingi slit- ið eftir stutta stund. Þriðjudam 5 Marz. Þingið sat frá kl. nærri 4 til kl. 6 og aftur frá kl. 8 til 10 e. h. og var aðalstarfíð að athuga fjárveitingar. Þegar kom að upphæðinni: $20.400 fyrir opinber störf, lét þingm. J. Bird (Kil- donan) í ljósi þá von, að stjórnin veitti fé til framskurðar flóans milli Rauð- árbakka og Stony Mountain, kvað þar 1 milj. ekra af landi ónýta eins og stæði, vegna bleytu. Þá lét hann og í ljósi þá von, að hin margumtalaða Dauphin-braut yrði lögð vestur frá Selkirk, því sá hluti-fylkisins hefði illa orðið útundan hvað járnbrautir snerti. Mibvikudag, 6. Marz. Fjárveitingarnar allar voru sam- þyktar eftir nokkurt þref. Þingm. Martin (Morris) minti stjórnina á að þörf mikil væri á brú 4 mílur aust- ur frá mjóddinni á Manitobavatni, og svaraði Watson því, að hún yrði bygð, —Þá bar Cameron (fylkisritari) íram tillögu um að afturkölluð væri tillagan er heimtaði, að fyrir þingið yrðu lögð öll bréfaskifti stjórnarinnar áhrærandi yfirskoðun St. Clements sveitarreikn- inganna árið 1893. Bar fyrir að ótækt væri að opinbera nöfn þeirra manna, er beiddu um yfirskoðun sveitarreikn- inga. Féllu þar atkv. gegn stjórninui —14 með, en 15 móti. FRÉTTIR. DAGBÓK. FÖSTUDAG 1. MARZ. Kólera er sögð skæð í Buenos Ayres í Argentínu. Cleveland forseti hefir kjörið Wm. L. Wilson, höfund tollaganna nýju, póstmálastjóra Bandaríkja. W. S, Bis- sell sagði af sér því starfi. LAUGARDAG 2. MARZ, Stórkostlegt járnbrautaslys átti sér stað í Mexico í gær. Lest hljóp af sporinu á gilbarmi og féllu mkrgir vagnarnir í gjána. Yfir 100 manns týndu lífi og yfir 100 meiddust. Það voru um 1200 manns á lestinni, á heim- leið frá skemtun. Maður einn í Valleyfield, Quebec, drap 3 menn í gærkveldi af ásettu ráði. Hafði verið rekinn úr þjónustu verkstæðisfélags og var þannig að hefna sín, Ef til vill ætlaði hann og áð ná í $25,000 í peningum, sem gjaldkeri félagsins var með til útborgunar fyrir vinnu. Nærri öll verzlunarhús í Neche, N. D., rétt við landamæri Manitoba, bruunu til rústa í gær, Eignatjón met- ið $30,000. Manni frá Winnipeg var um kent, en eftir tveggja daga hald var hann látinn laus og viðurkendur sýkn saka. MÁNUDAG 4. MARZ. Þriðji stór eldurinn í vetur í Tor- onto, í gær. Eignatjón um eða yfir $1 milj. Congress Bandaríkja, hið 53., kvaddi þennan hoim kl. 12 á hádegi í dag. Svo kappsamlega unnu þingmenn síð- ustu stundirnar, að þeir sátu á þingi allan sunnudaginn frá kl. 2 e. h.,ení þingtíðindunum er það dagsverk til- einkað laugardeginum. Þeir sátu og á fundi meginhluta mánudagsnæturinnar —alt til að samþykkja fjárveitingar. Þýzkalandsstjórn auglýsir, að 17. Júní næstkom. verði hafin vígsluhátíð skipaskurðarins milli Elbu og Eystra- salts. Skurður sá er 61 ensk míla á lengd og var byrjað að grafa liann fyrir 4 árum. ÞRIÐJUDAG 5 MARZ. Fregn frá Lundúnum segir að til- raun Tyrkja að hreinsa sig af Arm- eníu-illverkunum sé til einskis. Fregn frá Kína segir Japaníta hafa unnið nýjan sigur 28. Febr. síð- astl. — Li-Hung-Chang lagði af stað í dag til Japan með nauðsynlegt vald til að kaupa frið. Búist við vopnahlé bráðum. Orusta í Cuba í gær og máttu uppreistarmennirnir betur en hermenn- irnir spænsku. Stórhríð og fannburður hvervetna eystra síðan um helgi. Umferð með járnbrautum víða bönnuð í Ontario. MIÐVIKUDAG 6. MARZ. Skólamálið hefir nú verið flutt fyr- ir sambandsstjórn síðan á mánudags- morgun og eKki enn séð hvenær það verður úti. J. S. Ewart hóf umtalið fyrir hönd kaþólíka og flutti langt mál. Svo tók Dalton McCarthy til og flutti mál Mamtobastjórnarinnar og varði lögin. f gær var fastákveðið að byggja brú yfir Hudson-fljótið í New York, milli þeirrar borgar og Jersey City. A hún að kosta $23 milj. og auk akvegs og gangstétta verður á henni sexfaldur járnbrautarsporvegur. FIMTUDAG, 7. MARZ. Gufuskipafél. “The North. German Lloyds” hefir ákveðið að láta hraðskreið skip ganga milli Montreal og Manches- ter á Englandi tvær ferðir í mánuði hvoi'a leið, frá því í Apríl næstkomandi. Þetta fél. hefir aldrei áður látið skip • ganga til Canada. Yfir 4 mílj. doll. virði af eignum brann í gær í bænum Port of Spain á eynni Trinidad. Að bærinn brann ekki allur var eingöngu að þakka dugnaði liðsmanna af tveimur herskipum frá Bandaríkjum og Englandi, er láu þar á höfninni. Japanftar unnu annan frægan sig- ur í gær. Nær 1900 Kínverjar féllu og 800 voru handteknir. j^praios, and all pains, external or intemal, are instant- ly relieved by PERRY DAVIS’ PainKiller. This old remedy is Rnown, used and sold everywherc. Gelitand keep it by you. fée!§ §ore. ache§ wiH) inugcular ftmg.afld fja§ ju§tpul Oflfhal' v BanigHeo of Bacbche§ ™ MeNTHOL PtA^Tfh J. McLaciilan, Point au Chene, writes: Noth- Ing better for Lame Back and Lumbago than the D. & L. Menthol Plaster. A. E. MacLean writes from Windsor: “The D. & L. Menthol Plaster is curing Sore Backg and Rheumatism at a preat rate in this vicinity. 26c. each in air-tight tin box. Frá löndum. MINNEOTA, MINN., 25. FEBR. (Frá fréttaritara Hkr.). Tíðarfar síðastl. viku hefir verið mjög gott, sólbráð og þíðvindur svo varla sézt hér snjór ; akrar eru þíðir svo vel er herfandi. Tveir ungir íslendingar, Þorsteinn J. Vestdal og Gunnar Björnsson, hafa keypt útgáfurétt að blaðinu “The Min- neota Mascot”. Sagt er að blaðið hafi tekið töluverðum breytingum til batn- aðar síðan þeir tóku við ritstjórninni. Nýlega voru gefin í hjónaband Vil- hjálmur Chr. Schram og Hanna Bang (hún er dönsk). Ekki vill glaðna yfir verzlunarvið- skiftum manna hér syðra hjá oss. Kristján lögmaður er önnum kafinn við aö taka af mönnum skulda ábyrgðir og innkalla skuldir, með góðu og hörðu,— Mál Kr. Ásmundssonar, er var undir dómi í Granite Falls, féll á Kr., en sagt er að hann muni taka það upp aftur á næsta þingi. Mál Þ, East- mans var ekki tekið fyrir, þar eð lög- maður hans mætti ekki; geymist það því til næsta þings. Tj'm Pipestone-bygðina. Herra ritstj. Hkr. Þar sem nokkir kunningjar mínir höfðu beðið mig að segja sér hyernig mér htist á bygð landa vorra þar vestra Ask your Druggist for Murray & Lanman’s floridÁ water A DAINTY FLORAL EXTRACT For Handkerchief, Toilet and Bath. vil ég helzt svara með fáum línum í yð- ar heiðraða blaði. Eg hefi áður ferðast um nokkurn hluta af nýlendusvæði því, sem um er að ræða, og lét ég þá álit mitt í ljósi um það. Um þetta leyti árs er auðvitað ómögulegt að skoða land, og get ég því alls ekki gefið nákvæma lýsing af ázigkomulagi landsins. það sá églþójnú, að meiri heyskapur 'er þar, en mér virtist vera sumarið 1891, er ég fór þar um, enda bafði sléttueldur geysað þar yfir um vorið áður og grasvöxtur- inn var því auðvitað ekki búinn að ná sér aftur, um leið og miklu erviðara er að sjá vel út landspláss í óbygðum, þar sem nokkur bygð er tomin, reyndar eru þar engirslægjuflákar (medows) sem teljandi eru, en aðal.heyskapurinn er i “bollum”, eða þurrum tjörnum (sloughs), sem ekki er gott að ákveða heymagn í, þó maður að eins keyri þar yfir, og þá ekki ekki sízt, eins og á stóð þegar ég fór þar yfir. Landið í heild sinni er bezt fallið til blandins bú- skapar (mixed farming) og einkar gott mun það vera fyrir sauðfé. Akuryrkju má stunda þar í talsvert stórum stíl, en eins og flestum er kunnugt, er land- ið, ég held megi segja, mjög grýtt og út- heimtir þvi víðast hvar mikla fyrirhöfn að breyta því í akra, enda þykir sum- um (t. d. hér í Argyle) það fremur fáar ekrur sem búið er að vinna þar (sam- kvæmt skýrslu herra S. B. Benekicts- sonar), en mér þykir það ekki nema of- ur eðlilegt, þegar athugað er, hve grýtt landið er, að bændur eru allir, eða ílest- ir, frumbýlingar og hafa fæstir nema uxa sína, og hveitið hefir eins og menn vita ekki verið nein sérleg eftirsóknar- Vara heimsins síðastl, 3 ár, eða einmitt síðan íslendingar fóru að setjast að þar vestra; ég held þvíað þeir hafi gert rétt ara að fara hægt og sneiða sig hjá nema sem minstum skuldum, eða með öðrum orðum, eins og ástand hveitimarkaðsins hefir' verið og er, er það langt frá því að það borgi sig að taka til láns ýmis- legt er útheimtist til að geta framleitt mikið hveiti, eða öllu heldur til að geta unnið mikla akra. Það borgar sig ekki einusinni í þessum árum þótt menn hefðu peninga, að leggja þá til að stunda hveitirækt í stórum stil, hvað þá heldur að taka lán til þess, sem tilfellið er með flesta Islendinga, er í byrjun vilja gera mikið. —Eldiviðarleysið mun mega telja aðal-ókost þessarar bygðar, en bændur þar hafa furðanlega gert sér að góðu þá örðugleika. Skógurinn er í 50 mílna fjarlægð, vestur í Moose Mountain, og þótt bágt sé hafa menn aflað sér viðar þaðan. Til eldsneytis hafa þeir klíning, eða tað (dried man- ure); er það auðvitað fijótt að brenna, en þó má hita vel með því og er í enga staði óþokkalegt, ef hirtnislega er á haldið, Enskir bændur í nágrenni við Islendinga þar sögðu mér, að þeir hefðu lært af þeim að nota sér þetta eldsneyti og láta allmikið af því, og þegar eins stendur á og nú, sé ég ekkert á móti því að viðhafa það, sem jafn ervitt er að ná í eldivið og engin járnbraut enn, sem flutt geti eldivið, eða óunnin við yíir höfuö, þeim að kostnaðarlitlu í bygðina. Megin allra húsa er bygt úr torfi, veggirnir eru sléttir, þykkir, beinir, um 8 fet á hæð í íveruhúsum. Þau eru hlý og því ekki eldsbitafrek á vetrum; ef bús þessi eru þiljuð innan, geta þau verið breinleg og alls ekki ósmekkleg. Þeir landar sem ekki liafa komið sér upp íveruhúsum úr torfi, búa í kjöllur- um sínuin, þar eð engir þeirra hafa enn marg-þiljið þau timburhús, sem þeir hafa bj’gt sér. Eg vil gjarnan taka það fram, að miklu hyggilegra er að menn, sem taka sér land þar vestra, hvorki eyðipeningum sínumtil borðviðarkaupa í hús, sem vel má gera ráð fyrir að verði þó svo ófullkomin, að þau verði alt of köld fyyir vetrarstormum á hinum skóglausu sléttum. né heldur, eða þó öllu síður tæki borðvið til láns nema s-sm allra minnst til húsagerða. Menn verða að athuga það, að til þess að frum býlingsskapurinn verði ekki viðloðandi, þá bygðin, eða bygðir, verða eldri, verð ur hann að sýna sig á sinn eðlilega hátt í byrjuninni, og hann hvorki getur né má vera “pragtugt í vellystingum”; menn verða með glöðu geði að sætta sig við það sem hérað það, sem þeir lifa í, hefir að bjóða og sem þeir geta sam- rýmt við kringumstæðurnar. Nú, svo kemst ég þá að þeirri niðurstöðu, að landlausir menn í öðrum bygðum, sem eiga nokkra gripi, en eru skuldlausir, virðast jafnvel vera húsettum bændum til þrengsla, væru betur komnir vestur í Pipestone-hygð, eins lika menn í borg- um, er eiga efni nokkur, en hafa enga atvinnu nema við og við, væru farsælli með framtíð sína, að ná í heimilisrétt- arland. Það er þó ávalt mikilsvirði að eiga hús, heimili og land, er borið getur afurðir til að framleiða ýmislegt til lífs- viðurhalds, að meira eða minna leyti. Það er líka mikilsvirði að komast hjá, alt sem hægt er, að lenda í samkeppni hins afar-mikla verkmanna fjölda, sem ávalt býður sig fram til hvers smáviks, sem einhver þarf a? láta koma í verk. Sjáum t. d. þá hreyfíngu meðal inn- lendra verkmanna í Winnipeg Itil að taka lönd og gerast bændur landsins, og er þó margt af þeim daglaunamenn. — Aður en langt liður vonast menn eftir frámhaldi af Glcuboro-Reston-braut- inni, og mundi þá hagur nýlendubúa mildð batna, um leið og all-nýtilegt stjórnarland mundi upptekið verða. — Það Iiefir atinars svo mikið verið ritað um þessa (Melita, Pipestone, Laufáss, Breiðabliks) bygð, og mætti því jafn- vel virðast að þessi grein sé, að “bera f bakkafullan lækinn”. Magnus Tait. Grund, Man., 26. Febr. 1895. VEITT HÆSTU VERÐLAUN A HEIMSSÝNINGUNNI IÐ BEZT TILBÚNA. Oblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eða önnur óholl efni. 40 ára reynzlu. 178 Valdimar munkur. hans voru í eðlilegum stellingum, en liann titraði enn af kvölunum, e;ns og hrísla í vindi. “Berið hann burt og komið með hinn”. sagði Valdimar og innan stundar var Lesko á ný frammi fyrir þessu leyndarráði. Hann titraði af ótta þegar í upphafi, því hann hafði heyrt vein félaga síns, þó eltki heyrði hann orðaskil. “Lesko Totma”, sagði Valdimar alvarlega. “Við höfum gefið þér umhugsunartíma og má því vera að þú sért minnisbetri nú en áður; Hvar er Rúrik Nevel ?” “Ég veit það ekki”. “Svo þú manst það ekki enn?” “Eg vissi það aldrei”. “Það er makalaust minnisleysi, þetta. Jæja, hagræðið þið túlkinum”. “Vægð, vægð ! Drepið þið mig ekki !” Þessu ópi hans var enginn gaumur gefinn, en járnunum hagrætt eins og á hinum. Kipptu svo festarmennirnir í og undireins tók Lesko að æpa. Varþaðfremur eftirvæntingin en sárs- aukinn, er knúði hann til þess, því honum stóð enda ótti af þessum ægilega stað einum út af fyr- ír sig. Undir eins og kippt var í festina í annað skifti, herti hann en meir á hljóðunum ogbað um vægð. Honum fór þá að lítast sennilegar sög- urnar, sem hann svo oft hafði heyrt, að það kæmist fáir menn lífs út úr þessu herbergi, ef þeir eínusinni flæktust inn í það. “Heyrðu mig, blauðgerði fantur!” sagði ’ Valdimar með ógnandi rödd : “Ef þú segir mér Valdimar munkur. 179 ekki tafarlaust hvar byssusmiðurinn er, skal ég láta þessi járn slíta þig sundur lið fjTÍr lið ! Hærra með hann, festarmenn !” “Æ, sleppið mér, sleppið mér ! Égskal segja alt”. “Segðu þaö nú ! Þú sleppur ekki lifandi úr þessari hnappheldu, nema þú segir mér satt”. “Hann er—æ, æ, vægð! Hann er í gamla baðhúsinu”. “Hvar í því?” “I deild hertogans—í Tula-ganginum”. “Og hvar helzt þar j?” ' “I neðstu, fjarlægustu hvelfiugunni, vægð, vægð!” Valdimar gaf festarmönnunum vísbendingu og hin emjandi lydda var látin laus. “Farið nú með þá í fangaklefana”, sagði Valdimar. “Þeir mega ekki hlaupa lausir fj’rst um sinn. Sjáið til að þeir sitji fastir”. “Æ, nei”, sagði þá Lesko, “þú lofaðir okkur lausn, ef við segðum þér satt”. “Lausn frá kvölum, en ekki meir”. "En þú hefir engan rétt til að halda mér þannig. Ég er líka nærri dauður nú eftir allar kvalirnar og hendur mínar allar marðar og sár- ar. Ég sver það------” “Þegi þú, hundur! Róttur minn hér er afl mitt. Ég hefl þig undir höndum og ætla líka að halda þér. Láti ég þig lausan nú, er óvíst ég næði þér í annað skifti. Burt með þá, svo getum 182 Valdimar munkur. gleymir mér lield ég aldrei! Ó, að ég mætti einu sinni.....”. I þessu tieyrði hann skóhljóð í ganginum ekki langt frá klefa sínum, Hann hlustaði og heyrði það glöggt. Færði hann sig þá út í horn fjarst dj’runum og hlustaði á ný. Hann heyröi til margra manna og aö síðustu manna mál. Svo hej’rði liann að numið var staðar og heyrði hann þá skrölt utanvert við hurðina, eins og slagbrand væri kipt úr skorðum. Á næsta augnabliki gekk liurðin upp og luktarljós kastaði daufri birtu inn í herbergið. Af þessari daufu birtu fékk Rúrik samt svo mikla ofbirtu f augun, að hann varð sem blindur nokkrar sekúndur, en vandist þó ljósinu skjótt og leii upp. Varð þá Savotano prestur fj’rst fyrir augurn hans;þreif Rúrik hann þegar og kastaði honum flötum á gólfið. Fjórir menn voru með prestinum, en þá sá Rúrik ekki enn, eða skeytti ekki um þá, en að eins um prest- inn, sem hann áloit orsökina í fangelsisvist sinni. “Vertu hægur !” sagði sá er bar hlekkina. “Við erum hingað komnir til að leiða þig út”. “Hvað. er það satt?” spurði Rúrik. “Já. vist og sannarlega !” “Farið þá frá og látið mig fara”. “Ger sem þér sýnist. Dj’rnar eru opnar og þú mátt fara, hvort heldur þú vilt, á und- an okkur eða eftir”. “Farið þið þá á undan, en ég skal fylgja fast á eftir”. “Sem þér sýnist”. Valdimar munkur. 175 hulstrið fest utanum fíngurna, var hert á fest- inni þangað til handleggirnir voru teygðir sem mest mátti. Hulstrið var tent að innanverðu og særði því holdið og auk þess var svo um það bú- ið, að því meir sem hert var á festinni, því meir sneri hulstrið upp á fingurna og sveigði þá jafn- framt aftur, upp að handleggnum. “Nú, herra minn, ætla óg að spyrja þig að þessu sama aftur”, sagði Valdimar og talaði lágt, en var fastmæltur. ‘!Og það er þér heppi- legast að segja mór satt og rétt. Hvar er Rúrik Nevel?” “Ég veit það ekki”. “Viltu segja mér hvar þú sást liann síðast”. “Eghefiekki séð hann síðan liann barðist við Damanoff greifa”. “Vortu varkár!” “Eg segi satt ”, “Engar vítilengjur. Eg hefi liaft menn á hælum þínum og veit að það eru ekki meira eri þrír sólarhringar, og ekki svo langt. síðan þú sást Rurik Nevel. Þetta veit ég og er þess vegna óhræddur að halda áfram fj’rirætlan minni. Einu sinni enn : Hvar er Rúrik Nevel ?” Friðrik efaði sig dálítíð í þetta sinn, en svar- ið kom um síðir og var eins og áður. Hann vildi ekki segja það. Valdimar gaf mönnum sínum, sem höfðu hald á festinni, vísbendingu, og kipptu þeir í hana. “Gtið hjálpi mér !” veinaði þá Friðrik, er hulstrið sneri upp á fingurna og marði holdið.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.