Heimskringla - 08.03.1895, Blaðsíða 2
2
HEIMSKRINGLA 8. MARZ 1895.
komr út á Laugardögum.
Xhe fleiniskriiigla í'tg. & I'ubl. Co.
útgefendr. [Publishors.]
Ve'-f) Hadsins í Canada og iianda-
ríkjunum er :
1 árgangur 12 mánuðir $2.00.
J ------- 6 --------- $1.00.
liitstjórlnu geymir ekki gre'mar, sem
eigi verða uppteknar, og endrsendir
þær eigi nema frímerki fyrir endr-
sending fylgi. Ritstjórinn svarar eng-
um brófum ritstjórn viðkomandi, nema
í blaðinu. Nafnlausum brófum er
enginn gaumr geSnn. En ritstj. svar-
ar höfundi undir merki eða bókstöf-
um, ef höf. tiltek. »líkt merki.
Uppsögnógild að lög.im.nemakaup-
andi só alveg skuidlaus við blavið.
Ritsjóri (Editor):
EGGERT JÓHANNSSON.
Ráðsmaðr (Busin. Manager):
EINAR ÓLAFSSON,
Peningar seudist í P. O. Money Or-
der, Registered Letter eða Express
Money Order. Banka-ávísanir á aðra
banka, en í Winnipeg, eru að eins
teknar með aSöllnm. _________
OFFICE :
Cor. Ross Ave. & Nena Str.
fr. <». JB»X 305.
ÞINGROF ?
Almannarómurínn segir að Green-
way muni rjúfa þingið innan skamms
og efna til nýrra kosninga. Umtalið
um þetta var orðið svo alment laust
fyrir síðustu helgi, að blaðið Nor’-
Wester flutti þá sögu sem almenna
fregn. Stjórnarsinnar á þingi og enda
ráðherrarnir hafa síðan verið spurðir
að hvort það sé satt. Til þessa hafa
þeir "varist allra frétta, ’ ekki vitað
neitt um það, en enginn jieirra hefir
neítað því beinlínis, og af því má ráða
að fregnin sé eins víst sönn. Það má
og ráða af því, að hvorugt stjórnar-
blaðið, Free Press eða Tribune, hefir
borið söguna til baka, gengið fram hjá
henni þegjandi, þrátt fyrir að ekki er
um annað tíðræddara þar sem tveir
eða fleiri menn hittast. Getgáturnar
um sambandskosningar, hvenær þær
skelli á, eru í bráðina gleymdar, eða
skipa óæðra bekk. Eins og stendur
má þvi segja eins víst eins og ekki.
að innan tveggja rnánaða eða svo, megi
meun gegnumganga tv-öfalda kosninga-
hríð, annaðtveggja tvær í senn, eða
hvora á eftir annari. Tíminn leiðir í
ljós hve siinnur almannarómurinn í
þessu efni er.
Hvað sem verður, ætla andvigis-
menn Greeuvvaystjórnarinnar ekki að
vera alveg óviðbunir mikið lengur.
Hafa þeir nú kallað saman almennan
fund conservatíva og alira andvígis-
manna Greenwaystjórnarinnar, hér
í “VVinnipeg 20. þ. m. Eiga þar að
mæta sem erindrekar 5 fulltruar fra
hvoru kjördæmi í fylkinu, og er ótæpt
skorað á menn í sveitum úti að taka
nú til starfa og sjá um að kjörnir séu
sendimenn á fundinn.
Ef af þingrofi verður, eru það að-
allega tvö mál, sem Greenway vonar
að fleyti sér og stjórn sinni, svo að
hann í þriðja skiftið nái höfn aftur
heilu og höldnu af ólgusjó kosninganna.
Þessi tvö öryggismál lians eru sögð :
Skólamálið, og nýtt járnbrautamál.
Hvað skólaruál.ð snertír, þá hefir
fylkisstjórnin til þessa ótvíræðlega lát-
ið skilja það á sér, að hún ætli engu
að breyta í núgildandi lögum, þrátt
fyrir að hæzti réttur hins breska veld-
is segir þau óróttlát og helzt skyldu
að rétta hluta minnihlutans hér, sem
lögin eins og þau nú eru undiroka,
og vitandi nokkurnveginn fyrir vissu,
að hvaða helzt flokkur manna, sem
við stýrið kann að sitja í Canada að
afstöðnum næstu kosningum, muni sú
sambandsstjórn veita kaþólskum her
einhverja réttarbót. Stjórnin augsýni
lega vonar, að fjöldi kjósendanna meti
mlja sinn meira en rett annara, líti að
eins á það, sem í augum prótestanta
flestra virðist vera svo tilhlýðilegt:
einn skóli og eitt skólafyrirkomulag
fyrir alla, nokkuð sem betra væri að
bjóða og hægra að réttlæta, ef því
gagnlausa káki við guðræknisiökanir.
sem nú er um hönd haft í skolunum,
væri alveg slept. Hún vonar að menn
athugi síður, að í Quebec veitir ka-
þólsk stjórn minnihlutamönnum, próte-
stöntum (minnihlutinn í trúarefnum er
tiltölulega álíka mikill í baðum fylkj-
um) samskonar rétt og protestantar
hér neita kaþólskum mönnum um.
Hún vonar einnig, að menn sleppi að
athuga, á hve góðu S-igi skólar allir
eru í Ontario, þótt tvískiftir séu, og
að fyrirmyndarmaður allra “liberala”
í Canada, Sir Oliver Mowat, próte-
stantatrúar eins og hann þó óneitan-
lega er, vill enga breyting hafa á nú-
verandi fyrirkomulagi í Ontario. Það er
hugsanlegt, að almenningur hér vestra
láti þessa von Greenwaystjórnarinnar
rætast, en hvað verður þá Hver verö-
ur afleiðingin, ef dominionstjórnin knýr
á hurðina og heimtar skyldugar rétt-
arbætur, skyldugar samkvæmt úrskurði
þessa hæstaréttar sem til verður flúið ?
Vér leggjum ekki út í að svara þess-
um spurningum nú, en hitt er vist,
að þotta mál er ekki neitt flokksmál,
að því er liina pólitisku flokka snertir.
Þeir, sem þess vegna kunna að segja
nei við réttarbót, eru ekki með því
nei-i að vinna “]iberal”-flokknum gagn.
Til að sannfærast um það, þarf ekki
annað en líta á ritstjómargreinina um
það mál í Toronto Globe, aðalmál-
gagni “liberala” í Canada, hinn 4. þ. m.
Sú grein ber það greinilega með sér,
að blaðið vonast eftir betra af hálfu
Manitobamanna. Niðurlag greinarinn-
ar er á þessa leiö : “Niðurstaða vor
er, að hvorki þing eða stjórn geti heppi-
legast leitt þetta mál til lykta, heldur
eigi alþýðan i Manitoba að gera það
við ljós réttlætisius og fylkinu á sem
hagk.væmastan hátt.....Utanaðkom-
andi afskifti afbiðjum vér. af þrí vér
treystum lýðnum í Manitoba að gera
það sem rétt er, treystum meirihlut-
anum til að álita afl sitt sem skuld-
binding til að gera nákvæmlega rétt,
og að kjósendurnir vilji heldur reynast
veglyndir, en að hætta se á að rétt-
læti þeirra nái of skamt. Og vér trú-
um því og treystum, að þeir skilji
betur ástæðurnar og þarfirnar í sínu
unga og vaxandi bygðarlagi heldur en
vér utanhéraðsmenn framast getum
skilið þær.” Þó aldrei væri annað, þá
ekki um neitt pólitiskt flokksmál að
gera.
Hvað járnbraufarmálið snertir, þá
er ekki enn opinbert hvernig því er
varið. Það eitt er fullyrt að það se
mikilfenglegt mjög. Hvert sem Rocka-
feller-fél. er bakhjarl þar eðaekki.þá
er fyrirætlunin sögð að byggja frá
Duluth til Emerson, kaupa Northern
Pacific brautirnar hér í fylkinu og —
Manitoba & Northwestern brautina
lika, og að sjálfsösrðu, að byggja járn-
braut norðvestur í Dauphin-hórað, ein-
hversstaðar út frá M. & N. W. braut-
inni. Samningnum fylgja og að sögn
þeir skilmálar, að sögunarmylnur verði
bygðar í Winnipeg eða í grend við bæ-
inn. Það er fullyrt, að járnbrauta-
byggingafélag í Chicago, Hennessy &
Cox, hafi þegar tekist á hendur að
byggja brautina frá Duluth norðvestur
og að Tohn M. Egan, sem fyrrum var
yfirumsjánarmaður á C. P. R., verði
ráðsmaður þessa nýja brautarfélags.
Þetta mál bíður að sögn eftir því að
Greénway komist til heilsu, en að það
só að öðru leyti tilbúið að leggjast
fj-rir þingið. Verði það viðtekið, sem
ekki þarf að efa, hvernig sem frá því
kann að verða gengið, þá er fyrirætl-
unin sögð : að rjúfa þingið tafarlaust
og efna til nýrra kosninga með sem
allra minnstum undirbúningstíma.
Hnausa-bryggjan.
Um undaníarinn tíma hefir það
með mestu ástundun verið útbreitt,
að ekki yrði meira af bryggjugerð að
Hnausum en það, sem þegar er búið
að vinna, þ. e. : biðja um niðurboð
Hjá sumum hefir ástæðan verið sú,
að í upphafi hafi stjórnin aldrei ætlað
að gera meira en gabba Ný-íslendinga,
láta alt standa i stað og þarafieið-
andi óvissu þangað til eftir kosning-
arnar og hætta svo alveg. Hjá öðr-
um var ástæðan sú, að Ný-íslending-
ar í grend við Gimli, hafi svo duglega
tekið í árinni í mótróðri sínum gegn
Hnausa-bryggjunni, að stjórnin hafi
álitið vænlegast að hætta algerlega.
Hvað síðartalda ástæðu snertir, þá er
enginn efi á aö það var innileg psk
og von sumra andvígismanna domin-
ion-stjórnarinnar, að bryggjan yrði
ekki bygð á Hnausum, ekki nauðsyn-
lega af þvi, að þeir vildu ekki bryggj-
una og ekki af þvi að þeim dytti i
hug að með mótróðri frá Gimli næðu
þeir brygjrjunni þangað, heldur af því,
að nauðsynlegt var að vinna svo, að
dominion-stjórnin gæti ekkert gert Ný-
íslendingum til hagnaðar.
Eins og oftar vill verða, rætast
þessir spádómar um fyrirætlanir stjórn-
arinnar ekki sem bezt. Samningi um
bryggjusmíðið er lokið og eins og á
var ætlað í fyrstu á bryggjan að
verða fullgerð aður en frost koma
næsta haust. Þvi miður náði ekki
íslenzkur maður í verkið, heldur mað-
ur einn hérlendur, McVeigb að nafni,
en láti hann Ný-íslendinga njóta verks-
ins að svo miklu leyti sem verður og til
þess er öll von, þá er mikið íengið.
Aðal-atriðið er, að fá bryggiuna ann-
arstaðar en á pappíftium.
Að mótróður vissra manna hafi
tafið fyrir þessum úrslitum málsins
má ráða af bréfi frá Mr. Geo. H. Brad-
bury, rituðu 27. f. m., en, sem betur
fór, hefir honum tekist að yfirbuga
þann mótróður. Því það er deginum
ljósara, að hefði mótróðurinn hrifið,
þá hefði liðið langur tími þangað til
bryggja hefði verið bygð í Nýja-ís-
landi. En eins og er, líður liklega
ekki langt þangað til önnur bryggj-
an til kemur þar upp — á Gimli. Að
minnsta kosti er mikil ástæða til að
.vona það.
Það hafa ýmsir reynt að ófrægja
Mr. Bradbury á allar lundir og að
sjálfsögðu að bera það út, að hvað
sem hann segi um það, þá hafi hann
ekkert gert í þessu bryggju máli, eða
ekki haft neih áhrif, liafi liann eitt-
hvað reynt. Hans vegna er því ekki
nema sanngjarnt að birta hér þýðing
á afskrift af bréfi til hans frá ráðherra
opinberra starfa í dominion-ráðaneyt-
inu. Það bindur enda á allar þrætur
um það hvert hann hafi eða hafi ekki
haft afskifti af því máli og hvert þau
afskifti voru til ills eða góðs eða til
einskis. Bréfið er þannig :
“Skrifstofa ráðherra opinberra
starfa fyrir Canada.
Ottawa, 26. Febk. 1895.
Kæri herra Bradbury :
Það gleður mig aö geta nú kunn-
gert yður, að nú eru fullgerðir samn-
ingar um bryggjugerð að Hnausum,
og vona ég að verkinu verði lokið á
næstkomandi sumri, svo að búendurn-
ir í hinni stóru íslenzku nýlendu í því
héraði verði aðnjótandi nokhure Muta
af þeim aðbúnáði, er þeir þarfnast til
þess að geta rekið sína verzlun og
fiskiveiðar. Ilins og yður er kunn-
ugt hefir stjórnardeild þessi ekki ráð
á þeirri fjárupphæð, sem nauðsynleg
er til bryggjugerðar í öllum þoim
stöðum, sem haganlegir kunna að vera,
og hefir þessvegna kjörið Hnausa sem
bezt setta staðinn í bráð, í nýlendunni.
Gimli er þar með ekki gleymt, heldur
vona ég að fjárhagur ríkisins leyfi
mér að svara góðu til, upp á bænir
Gimli manna og það áður en langt
liður.
Ég er sannfærður um að yður
þykir vænt um að sjá, að tilraunir
yðar hafa ekki verið árangurslausar.
Yðar einlægur
(Undirritað) J. A. Ouimet.
P. S.: Verkið var selt í liendur
Mr. McVeigh af því hann kom með
lægsta boðið.”
Áf þessu bréfi geta Gimli-menn
sjálfir séð, að þeim og þeirra þörfum
verður ekki gleymt. Er það nokkuð
undir þeim sjálfum komið hve lengi
þeir þurfa að bíða eftir bryggjunni
— komið undir því, hve rækilega þeir
geta sýnt fram á þörfina. I milli-
tíðinni verða þeir að hugga sig við þá
von að Hnausa-bryggjan þoli ísinn,
svo að þessvegna só óhætt að biðja
um samskonar bryggju á Gimli, og þá,
sem í sumar verður byggð íramund-
an Hnausum.
Sifton-sveitar stuldinn
er Lögberg enn að burðast með (28.
Febr.) og enn íramsetur það þau ó-
sannindi að skuld fyrverandi féhirðis-
só 84,422,29 og setur þær tölur með
stóru, feitu letri, til staðfestingar því,
að þetta sé hreinn og ófiekkaður sann-
leiki, þó svartur só. Blaðið bendir á
bls. 13. í skýrslu Smarts en hvað stend-
ur þá á bls. 22 ? Annað, ef maðurinn
ekki skuldar sveitinni neina 81,422,29
hvernig stóð þá á að sveitarstjórnin
í Sifton sagði á tillögu sínni í þessu
máli, á fundi 22. Des. 1894, tillögu
sem Edward Dickson sjálfur ritaði:
“And whereas said report shows
that Edward Dickson who was at that
time Treasurer of the said Muni-
cipality was indebted to the Muni-
cipality to the amount of 86,105,90.’
o. s. frv. Hví skyldi maðurinn hafa
tiltekið þessa upphæð, ef skuldin var
ekki nema 81,422,29? Er það ekki nokk-
uð seint að bjóða mönnum annað eins ?
Þetta er eina atriðið í þessari Lög-
bergs grein, sem útheimtir svar, því
oss dettur ekki í hug að svara spurn-
ingurn þess blaðs, sem það er að fár-
ast um, fyrr en ef það, F.dward Dick-
son, eða Greenway stjórnin hefir
mannskap til að heimta að vér færum
sönnur á mál vort fyrir dómstólun-
um. Á meðan enginn þessarar þrenn-
ingar þorir að verða við þeirri áskor-
un vorri, sýnist sæmilegast fyrir Lög-
berg að segja sem minnst um þetta
mál. Það ætti að vera ánægt með
hve illa það er kotnið eins og er.
Áhrif “Skandinava” á
heiminn.
Eftir Rasmus B. Andekson.
Nafnið “Skandinavar” er viðhaft
sem lýsingarorð á íbúum Noregs, Sví-
þjóðar, Danmerkur og íslands i heild
sinni. Á fyrri öldum, þ. e. a. s. á hinni
svo kölluðu Víkinga-öld, 'eru þessir
þjóðflokkar allir taldir einn og sami
þjóðflpkkur, undir nafninu Norðmenn,
eða Nors-menn. En um leið og vér
færumst inn á glóbjart starfssvið sög-
unnar, venjumst vér smámsaman við
að skoða Skandinava-ættbálkinn í sin-
uin ýmsu deildum, sem Norðmenn.Svía,
Dani og íslendinga. Þó vér þannig
nefnum hina gömlu “Ása-trú” skandi-
naviska eða norræna goðafræði, þá er
ætlast til að menn viti hverjum af þess-
um fjórum þjóðflokkum sérstakir af'
bragðsmenn nútíðarinnar þilheyra. —
Þannig er nauðsynlegt að segja : Hin
sænska söngkona Jenny Lind, hinn
norski fiðluleikari Oli Bull, hinn danski
skáldsagnahöfundur Hans Christjan
Anderson, og hinn íslenzki orðbókar-
höfundur Guðbrandur Vigfússon.
Öll tala Skandinava er ef til vill
innan 11 milj., að meðtöldum þeim, er
á þessari öld hafa yfirgefið ættlönd sin :
í Svíaríki 4,775,000, í Danmörku 2,300,-
000, að meðtöldum 70,000 á íslandi, í
Noregi 1,800.000, og í Bandaríkjum,
brezkum nýlendum og í öðtum löndum,
um 2 milj.
En þó Skandinavar séu fáir hafa
þeir fengið að arfi töluverða frægð.
Þó aðalból þeirra sé á hinu nú tiltölu-
lega hrjóstuga, óblíða norðvesturhorni
Evrópu, hafa þeir unnið heiminum
töluvert gagn, gagn, sem ekki verður
látið falla í gleymsku með vilja. Á ís-
landi hafa þeir verndað og tala enn eitt
elzta tungumálið í hinum Teutoniska
tungumálaflokki — minnismerki Vík-
inga-aldarinnar, er enn getur sýnt
manni félagslegt og politiskt fyrirkomu
lag á þessum löngu liðna tíma og er
því. sem verðugt er, tignað af öllum
miklum málfræðingum nútíðarinnar. Á
íslenzkri tungu eigum vér flokka af sög-
um, ritverkaheild að mörgu leyti ein-
kennilega, er varpa skæru ljósi á háttu
manna og siðu á hinu myrka miðalda-
tímabili. Sögur íslendinga segja oss
ekki einungis hvað gerðist í Skandi-
navín, heldur lýsa þær einnig atburðum
á Engiandi, Frakklandi, Rússlandi og
víðar. Skandinövunum eigum vér
Eddurnar að þakka, Saxo Grammatic-
us og fleira og fleira að því er snertir
upplýsingar um hina mikilfenglegu,
fögru goðafræði forfeðra vorra. Þekk-
ing vor á trúarbrögðum hinna fornu
Teutona hefði verið nokkuð smáskorin,
ef hinir trygðaríku Norsmenn hefðu
eklci gefið oss lýsingar af henni á bók-
felli. Hið tignarlega goðafræðiskerfi,
er hinir andríku, skáldmæltu Skandi-
navar á ungdómsárum sínum fram-
leiddu og færðu í varanlegan búning,
hefir vakið eftirtekt allra fræðimanna i
ölluni löndum. Þegar vér göngum inn
í hallir og sali hinna fornu Norðmanna-
goða, þar sem alt er svo þýðlegt og
lireínt, sjáum vér uppmálað hið stór-
skorna norræna loftslag og landslag í
stórhreinlegum furðulegum myndum,
ljós vottur um andriki og volduga sál.
I hinum íslenzku Eddum sjáum vér
hina einföldu, hermannlegu goðakenn-
ingu, er vakti andlegt fjör meðal Skan-
dinava og hvatti þá til dugnaðar og
hreysti, svo að þeir uxu og döfnuðu
eins og liávaxin eik, er breiddi laufgar
greinar út um alla Evrópu. Það var
þessi einfalda, hermannlega trú, sem
færði Skandinövum þeirra starfandi, ó-
bilandi anda, sem var svo hætt við að
hlaupa í bál, ef undirokun, ef jafnvel
takmörkun frelsinins voru nefnd. Þessi
trú kendi þeim að sjóða þau sverð, er
höggið gætu lilekkina, sem keisarar
Rómverja létu gera og leggja á þjóð-
irnar. Þessi trú knúði þá til að eyða
öllum harðstjórum, leysa þá er bundnir
voru og kenna heiminum, að þar sem
náttúran hefði upphaflega gert alla
menn frjálsa og jafna, gæti ekki annað
en sameiginleg velferð allra stjórnað
framkomu þeirra.
Á víkinga-öldinni voru Skandinav-
ar hvervetna. Þeir voru i hrönnum á
Englandi, Frakklandi og Spáni. Ákross-
ferðatimabilinu voru þeir í brjósti fylk-
ingar Norðurálfumanna til að bjarga
hinni heigu gröf. Þeir sigldu um hliðið
milli Herkúlusar-stólpanna, eyddu
bygðum á Grikklandi og yfirstigu jafn-
vel múrana um Miklagarð (Konstantin-
opel). Gerðust þar lífvarðarforingjar
og brugðu oft sínum beittu tvieggjuðu
sverðum til stoðar hinu hnignandi veldi
gríska keisarans. Norður í Evrópu
fóru þeir lengst austur í land og lögðu
þar grundvöllinn til hins rússneska
veldis. Þeir sigldu hin svellandi úthöf
og fundu ísland, Grænland og Ameríku".
Þannig uppgötvuðu þeir elcki einungis
Vesturheim, heldur og úthafssiglingai\
því víkingarnir urðu fyrstir til að hætta
sér sér svo langt út á hafið að land
hyrfi sjónum þeirra. Og allstaðar
dreyfðu l>eir frækornum frelsis og sjálf-
stæðis og menningar. I Normandí á
Frakklandi sáðu þeir frækornum frels-
isins, með því að búsetja sig þar, taka
franska tungu og koma á fót frönskum
sannar þessi grein í Globe, að hér er
176
Valdimar munkur.
“Viltu þá svara spurningunni ?’
“Hvernig get ég það ?” ,
“Með þvi að segja það sem þú veizt”.
“En ég veit ekkert”.
Annað merki var gefið og aftur var kipt í
na. Aftur véinaði fanginn en sagði ekki
Enn annaö merki og—annað vein.
“Vægð, vægð !” sagði þá ræfillinn og engd-
undur og saman at kvölinni.
“Viltu svara ?”
“F.g veit ekki neitt”.
“Jæja. Þá verðum við að reyna aftur !’
“Nei, nei ! í guðsbænum ekki meira !’
“Ja, þá verðurðu að svara”.
“Éí get það ekki .
“Þú hefir þá hlotið að hafa gleymt því, sem
,t hefir og er nauðsynlegt að ýta við svo svik-
minni”. Um leið og Valdimar sagði þetta
haun festarmönnunum nýja bendiugu.
“Ó, guð, miskuua þú mér ! Æ, æ ! vægið
■, vægið mér!”
“Vægðu þér sjálfur !”
Skálkurinn leið nú orðið uppihaldslausa þján
j því nærri öll líkamsþyngd hans hvíldi á
iðunum og þumalfingurnir beygðir svo, að
•ri lá að þeir gengju úr liði. Samt þrjozkað-
hann við að svara. Hinn hræðilcgi eiður, er
otano lét hann vinna, þrengdi meir að hon-
en nokkurntíma þessi kvalafullu handajárn.
a var kippt i iectina og var hann þá allur á
Valdimar munkur. 181
sprengt böndin af handleggjum sínum og herð-
um og var síðan laus. Hann hafði haf* von um
aðyfirbuga manninn, sem færði honum matinn,
en til þessa hafði enginn komið inn til hans, en
honum réttur maturinn inn um gat á hurð-
inni. , „ , ..
“Svo þetta er þáendir lífs mins , hugsaði
hann með sér, er hann gekk aftur og fram um
steingólfið. “Þannig enda allar æskuvomrnar
og þannig enda bænir inínar allar í von um
himneska sælu þegar æfin er úti, Móðir mín
elskuleg ! Til þín nær engin kveðja frá vörum
sonar þíns. Og þú, elskaða, elskulega lieitmey !
Þitt bros fæ ég aldrei framar að sjá og aldrei þín
að njóta. Ó, að ég mætti sjá þig einusinni enn—
bara einu sinni, blíða, fagra og góða Rósalind,
að ég mætti cnn einusinni þrýsta þér að brjósti
mínu, og biðja þig svo að minnast mín, þegar ég
er ekki lengur til. — Hefði ég aldrei séð þig,
hefði ég líklega ekki verið hér nú. En hvað um
gildir. Fyrir frelsi og líf vildi ég ekki lata frá
mér söguna eina um þá heilögu ást í lijarta
mínu”. Að skilja við Rósalind var þyngsta
þrautin og um það ífni hugsaði liann oftast og
lengst. — “Þarf þetta nauðsynlega að ganga
þannig til?” hugsaði hann eftir langt grnfl um
alla mögulega hluti. “Likast til. Henni veröur
þrengt til að eiga annan. Þó ég sleppi héðan,
þekkir hún mig ekki framar. Móðir mín þekkir
mig aftur, en Rósalind ekld. Samt mun hun
bera ást til min í hjarta sínu, alla æfi. Hún
180 Valdimar munkur.
við athugað baðhvelfingar hertogans án meiri
undandráttar.
XV. KAP.
Hvað gerðist í baðhvelfingunni.
Rúrik Nevel hafðí engin tök á að telja stund-
irnar, því svo var dimmt inni hjá honum, að ef
hann opnaði augun várð hann þess ekki var
nema hvað tilfinningin sagði honum það—breyt-
ing. Satt að segja var bjartara á honum þegar
hann hafði auguii aftur, því þá glampaði fárán-
legt flugljós fyrir augum hans og að hutrsa um
það var þó æfinlega dægradvöl. Þa horfði liann
á nokkurskonar myndasýning með öllum litum
regnbogans. En þegar hann hafði augun opin,
var.ekkert slíkt að sjá, ekkert, sem leitt gæti
huga hans frá sorglegum cfnum. Honum fanst
hann hlyti.að vera búinn að sitja þarna 8—4
daga, ef ekki lengur. Þrisvarsinnum hafði lion-
um verið færður matur og drjTkkur, on nu var
lengst liðið síðan og hann farinn að finna til
þjakandi hungurs. Þó hafði hann fulla krafta
enn og gekk ekkert að honum nema dofi í fótun-
af kyrsetunni, og svo var annað slagið sem mst-
ingskuldi gogntæki hjartataugar hans. Á fyrsta
deginum í myrkrastofu þessari hafði hann
Valdimar munkur. 177
lofti, hékk á höndunum og veinaði hann þá pm
stund án afláts. Fáein augnablik hélt hann það
út áður en hann með skjálfandi rödd bað um
vægð, bað þá í guös nafni að láta sig niður á gólf
ið.
"Svaraðu spurningunni fyrst : Hvar er Rú-
rik Nevel ?”
“Ég—ég—veit ckki-------”.
“Þegi þú, falski fantur”, sagði Valdimar
bystur. ‘ Þetta er seinasta og mesta raunin í
þessum umbúðum, en þegar við tökum þighéðan
færum'við þig í aðrar umbúðir, og í samanburðí
við þær eru þessi handajárn paradísar-sæla ! Þær
umbúöir skulu kremja og vinda úr lagi hvcrn
oinasta lim á skrokki þínum, og jafnvel augu þín
skulu------”•
“Niður, niður ! í guðs bænum látið mig
niður!”
“llvar er Jtúrik Nerel ?”
“Ég skal segja þér það, ef þú vægir mér ”
‘Segðu mér það fyrst. Engin eftirkaup”.
Eitt augnablik—en ekki nema eitt einasta—
hugsaði skálkurinn sig um, en segir síðan : “í
gamla baðhúsinu”.
“Einmitt ! Hvar í því ?”
“í gamla baðsalnum nálægt ánni, 1 Tula
ganginum—þar í einni livelfingunni.
“Þetta er ágrctt. Látið liann niöur”.
Fostarmennirnir gáfu þegar eftir festina
þangað til Friðrik stóð á gólfinu og handleggir