Heimskringla - 08.03.1895, Blaðsíða 4
4
Ht;LMöKJílMGLA 8. MAKZ I>í95.
Winnipeg.
Hr. Gisli Sveinsson á Gimli heils-
aðí upp á oss á laugardaginn var.
M. Brynjólfsson vs. W. H. Paul-
son í Unity Hall annaðkveld.
í kvöld (föstudag) heldur Tjaldbiíð-
arsöfnuður safnaðarfund í Tjaldbúðinni
kl. 8. Allir safnaðarlimir eru beðnir að
mæta á fundi þessum.
Á sunnudaginn kemur verða guðs-
þjónustur í Tjaldbúðinni kl. 11 f. h. og
kl. 7 e. h.
Hr. Jos. Skaptason kom til bæj-
arins frá X ýja íslandi núna í vikunni.
Hr. Einar Hjörleifsson lagði á stað
í Dakota og Minnesota ferð sina á
mánudaginn var.
Catarrh.—Brúkaðu Nasal Balm.—
Eljót og viss lækuing ; bnandi, hreins-
andi, læknandi. (2
Mr. Sigtryggur Jónasson er orðinn
ritstjóri Lögbergs, eftir því sem E.
Hjöileifsson sagði í kveðju sinni í Eög-
bergi.
K1 byrjar samkoman í Unity
Hall annaðkveld ; komið í tíma.
Sagt er að A, W. Ross sé búinn að
fá póstmeistarastöðuna í Winnipég, og
að gamli Wm. Hargrave, sem því starfi
hefir gengt full20 ár verði eftirlaunaður.
Hefirðu keypt aðgöngumiða á sam-
komuna í Unity Hall annaðkvöld ?
Stephan kaupm. Sigurðsson að
Hnausum heilsaði upp á oss á mið-
vikudaginn. Gat hann þess, að hann
hefði þegar séð svo um að Ný-íslend-
ingar missi einskis í, þó íslendingar
næði ekki í bryggjusmíðið. Hann hefir
búið svo um að þeir fá fyrsta tæki-
færi að gera alt það að bryggjunni, sem
þeir geta gert.
Dr. O. Stephensen syngur solo í
Unity Hall annaðkvöld.
John A. McDonnell, verkfræðing-
ur Greenwaystjórnarinnar, var á þriðju-
daginn kjörinn til að sækja um dom-
inion þingmensku f Selkirk-kjördæmi
[Eisgar sem fyrrum var]. Fulltrúar
frá hinum ýmsu sveitum í kjördæminu
mættu á fundinum ; frá Gimli-sveit :
Sigtr. Jónasson, W. H. Paulson og
kapt. Jónas Bergmann.
Ágætis hljóðfærasláttur í Unity
Hall annaðkvöld.
Hinn' 20. f. m. mistu þau hjónin
Mr. og Mrs. Guðbert E. Jochumsson,
635 Elgin Ave., yngsta harn sitt,
Victoriu, rúmlega 7 mán. gamla, eftir
4 vikna legu í ólæknandi veiki, vatni
í höfðinu. Jarðarförin fór fram á
fimtudaginn 28. Febr. frá húsi for-
eldranna og flutti séra Jón Bjarnason
einkar lipra húskveðju við það tæki-
^æri.
Á Hkr. Office eru seldir aðgöngu-
miðar fyrir kappræðu-samkomuna ann-
aðkvöld.
Það slys vildi til á mánudaginn
var þegar Ný-íslandspóstur var að
leggja af stað, að hestar hann fældust
og hlupu til þess er þeir ráku sig á
telegraf-stólpa. Meiddist annar hest-
urinn svo að hann drapst fáum mín-
útum síðar. í sleðanum voru 2 ísl.
stúlkur, er kastast höfðu úr sleðan-
um og meiddist önnur þeirra, Margrét
Sólmundsdóttir, frá Gimli, talsvert á
höfðinu, en hin lítið eða ekkert. Póst-
urinn þurfti að bregða sér inn í Sey-
mour House eftir bögglum til flutn-
ings til Selkirk og á meðan fældust
hestar hans.
Vér leyfum oss að benda lesend-
um vorum á auglýsinguna á öðrum
stað hér í blaðinu, um samkomu í
Unitarahúsinu annaö kveld. Oss þykir
full ástæða til að mæla hið bezta með
þessari samkomu. Forstöðunefndin
hefir ekkert til sparað, að koma á
ágætis Prógrami. Af vissum ástæðum
er kappræðu-efnið ekki auglýst, en vér
vitum, að það er mjög “Interesting,” —
spursmál sem varðar stórum framtíð
hvers einasta íslendings í þessu landi.
Og óefað verður það fróðlega og skemti-
lega flutt frá báðum hliðum. Hólm-
göngumennirnir eru Mr. M. Brynjólfs-
son, lögmaður, frá Cavalier, og Mr.
W. H. Paulson. Margt verður fleira til
skemtunar á samkomunni.
Munið að samkoman byrjar kl. 7J
annað kveld. Húsið opnað kl. 7.
Frá Ottawa kom sú fregn hingað
til bæjarins 1. þ. m., að svo langt
væri komið samningum við sambands-
stjórnina um aukinn styrk til Hudsons
Bay brautarinnar, að búið væri að
selja verkið 3 mönnum í hendur : Wm.
McKenzie í Toronto, D. D. Mann í
Montreal og James Isbister í Ottawa.
Á svo að vera búið um samninga, að
á næsta sumri verði fullgerðar af
brautinni 180 mílur, en upp frá því
200 mílur á hverju ári, þangað til
hún er fullgerð að hafskipalagi við Hud-
son-flóa. N ánari upplýsingar eru ekki
komnar enn, en fáir eru þeir sem
ekki trúa fregn þessari nú, en flestir
hér vestra sem nú telja sér víst arð-
samt og umfangsmikið verk komandi
sumar. — Samningar þessir við stjórn-
ina hafa staðið í stað frá því 12. Des.
og þangað til f Febr. að tekið var
til þar sem fyr var frá horfið. Andlát
Sir John Thompsons og þar afleiðandi
bylting í ráðaneytinu tafði þetta fyrir
málinu.
Keyrslukostnaður
Jóns Júlíusar, sem um var getið í sið-
asta bl., er ekki eins mikill eins og
hann sýnist. Mr. Júlíus kannaðist ekki
við nema $30,00, eða $280,00 minna en
Queens Printer, eða féhirðir fylkisins
eða báðir til samans, reiknuðu honurn.
Tilgáta, vor í síðasta bl., að stjórnin
hefði skelt á hann einhverjum sinum
syndapoka, reyndist rétt. Þegar Mr.
Július fór að rekast i þessú við stjórn-
ina, sagði hún honum að þetta væri
prentvilla. Þetta sézt og að er rétt,
þegar lagður er saman sá kafli dálks,
sem þessi áminsti gjaldliður tilheyrir.
Ef rétt er lagður saman dálkspartur-
inn, ætti útkoman að vera $2775.74,
en þar stendur $2495.74. Mismunur
$280,00. Útkoman er þess vegna alveg
rétt. Trassaskapur eins og þetta er
stórra víta verður, því ef þessi liður
er þannig rammvitlaus, hvað er þá til
að aftra því, að heill hópur annara
gjaldliða séu jafnvitlausir ? Að stjórn-
arprentarinn hafi leiðrétt eitthvað af
reikningunum, sem hann sendi út, með
því að breyta tölunum með bleki, eins
og hann heldur fram, má vel satt vera,
en að hann hafi svo leiðrétt þá alla,
er ósatt. Það eintak reikninganna er
óleiðrétt, sem hann sendi Hkr., og hafði
hann þó nægan tíma til þess, því hann
sendi oss ekki reikningana né aðrar
þingfréttir fyr en vér höfðum sent hon-
um skriflega beiðni um það.
Félagið sem beðið hafði um leyfi
til að hagnýta vatnsafl Assiniboine-
árinnar, er hætt við það fyrirtæki, í
bráð að minnsta kosti. — Bæjarstjórn-
in vill fá heimild laganna til að verja
$100,000 til aðgerðar Rauðá, um St.
Andrews-strengi, — vill leggja þá upfc
hæð til í þeirri von að hlutaðeigandi
stjórn þá verði fúsari til framkvæmda.
Bærinn vill og fá lagaheimild til að
taka til láns $15,000 til brúargerðar
yfir C. P. R. sporvega klasann, þar
sem þarflegast þykir fyrir vestan Prin-
cess St.
5kemti= = =
samkoma
— i -
(Inity Hall
[Corn. Pacific Ave. og Nena St.]
annað kveld — 9. þ. m.
Program:
1. Hljóðfærasláttur.
2. Kappræða [Mr. M. Brynjólfsson
og Mr. W. H. Paulson.]
3. Solo : Dr. Ó. Stephensen.
4. Guitar & Violin Quartette
[Miss Benson, Miss Stephenson,
Mr. Erlendson, Mr. Johnson.]
5. Upplestur : Wm. Anderson,
6. Solo : S. Anderson.
7. Guitar & Violin Quartette
[sömu og áður.]
Enn fremur verður á samkomunni
skemtileg kappræða um, hver af tveim-
ur ungum stillkum skufi skera ágætis
köku, ^em þar verður, og verður kök-
unni síðan útbýtt til gómsætis meðal
gestanna.
Samkoman byrjar kl. 7J, húsið verð-
ur opnað kl. 7.
Inngangur 25 cts.
Jón öhfsnon ritstj. hefir beðið oss
að ljá rúm þessum línum :
“Hr. ritstj. — Ég sá í blaði yðar
fyrir skömmu fregn úr prívatbréfi frá
mér til vinar mihs nyrðra; þar á meðal,
að ég færi frá “Norden” 1. Marz. Þetta
er ekki nákvæml. rétt. Sannleikurinn
er, að mér stendur til boða staða sú,
sem á er minst, sem skrásetjari (“Cata-
loguer”) á bókasafninu ; en ég er ekki
alráðinn í því enn, hvort ég þigg hana
eðaekki. Ef ég geri það, yrði það 1.
Apríl að ég skifti um starfa. Hvernig
sem er, má skrifa utan á til mín fyrst
um sinn sem áður : Jón Ólafsson,
284 Grand Ave. Chicago, 111.
Dánar.fregn.
Hér með tilkynnist vinum og vanda-
mönnum Kristjáns Kristjánssonar frá
Snæringsstöðum í Húnavatnssýslu á
íslandi, að sunnudagskvöldið 24. Febrú-
ar síðastl., kl. 7, þóknaðist hinum al-
valda guði að burtkalla hann úr þessum
heimi, að heimili undirritaðs, 1015 E.
10. str., Duluth, Minn.
Duluth, Minn., 1. Marz 1895.
G. Guðmundsson.
Fundarboð.
Eaugardagskveldið kemur, 9. þ. m.,
kl. 8 e. h., verður haldinn fundur af
mjólkursölum bæjarins í Albert Hall (á
horninu á Main og Market Str.). Er
sérstaklega skorað á allaíslenzka mjólk-
ursala í bænum að mæta á þessum
fundi, þar eð mjög áríðandi málefni
verður tekið til meðferðar. Einnig er
öllum öðrum, sem kú hafa, leyfilegt að
vera á fundinum.
Ketill Valgarðsson.
Bújörð til sölu
Tvær mílur frá Gimli ; á landinu
eru hús og f jós. 60 tons af heyi og 16
ekrur hreinsaðar, nógur viður og vatn,
og nokkrar girðingar.
Lysthafendur snúi sér til eigandans.
Asmundur Ouðlaugason..
Gimh, Man.
\ Watertown Marble & Granite Works. $
5
\
L
Selur marmara og granit minnisvarða, bautasteina, járngirðingar,
blómpotta, Etc.,
Legsteinarnir kosta $12,00 til $300,00. Fjögra — fimm feta háir
legsteinar kosta $50.00 til $100,00, uppsettir í kyrkjugarðinum af
umboðsmanni félagsins án aukagjads. Mismunandi verð eftir stærð
og frágangi.
Aðal-umboðsmaður félagsins er
ISL. V. LEIFUR,
Glasston, N. Dak.
Fata eda bali
úr tágaefni (Fibreware) endast fjór-
um sinnum eins lengi eins og fötnr
og balar úr öðru efni.
Og þar að auki eru þær miklu létt-
ari og á þeim eru engar gjarðir,
sem geti ryðgað eða dottið af.
ED incliii-atoíl
• 13» CfUUj ð Fibreware*
. . . í . . .
ISLENDINGABYGDDNDM.
EINAR HJÖRLEIFSSON
IIELDUR
Fyrirlestur
— OG —
les nokkra skemtilega kafla
á þeim stöðum og tíma, er
nú skal greina :
*
%
*
%
n
$
*
MARSHALL, MINN.
miðv.d. 13. Marz kl. 7,30 e. h.
MINNEOTA, MINN. :
fimtud. 14. Marz kl. 7,30 e. li.
í íslendingabygðinni í Lincoln
County, Minn.:
föstud. 15. Marz kl. 1 e. h.
í AUSTURBYGÐ, MINN.:
laugard. 16. Marz kl. 1 e. h.
*
*
*
*
Inngangur að hverri samkomu
um sig kostar 25 cts.
INDÍÁNA BIRGÐIR.
TNNSIGLUÐ BOÐ, send undirrituðum
og merkt “Tender for Indian Sup-
plies,” verða meðtekin á skrifstofu und-
irritaðs þangað til á hádegi á þriðjudag-
9. Apríl, 1895, um varning þann, er
stjórnin þarf á fjárhagsárinu, sem end-
ar 30 Júní, 1896, til útbýtingar meðal
Indiána, á hinum ýmsu stöðum í Mani-
toba og Norðvesturlandinu.
Eyðublöð, sem innihakla allar nauð-
synlegar upplýsingar, fást hjá undirrit-
uðum, hjá Assistant Indian Commis-
sioner i Regina, og hjá umboðsmanni
þeirra mála í Winnipeg.
Þessa auglýsingu má ekki birta
nema samkvæmt boði Queens Printer,
og engin blöð fá borgun fyrir að birta
hana, nema þau liafi umboð hans.
HAYTER REED,
Deputy Superintendent-General
of Indian Aifairs.
Departmenc of Indian AfTairs,
Ottawa, February, 1895.
TJES SOUMISSlONS cachetées marqu-
ées “Soumissions pour habilements
de la Police a cheval,” et adressées a
l’Honorable Président du Conseil Privé,
seront recues jusqu’a midi de mardi le 19
Mars 1895.
On pourra obtenir des formules im-
primées de soumission, contenant tous
les renseignements quant anx articlos et
les quantités re<|uis, en s’adressant au
bureau du soussigné.
Aucune soumission ne sera recue a
moins d’étre faite sur ces formules im-
primées.
On pourra voir des échantillons des
articles au bureau du soussigné.
Chaque soumission devra étre ac-
compagnée d’un chéque aeeepté par une
banque canadienne pour une somme
égale a dix pour cent de la valeur totale
des articles offerts, lequel cheque sera
confisqué si le soumissionnairo refuse de
signer le contrat sur demande de ce
faire, ou s’il néglige de complétor le ser-
vice entrepris. Si la soumission n’est
pas acceptée le clieque sera remis.
II ne sera rien payé aux journaux
qvi publieront cette annonce sans y
avoir été autorisés.
FRED. WHITE,
Controleur.
P. C. N. O.
Ottawa, 15 février 1895.
$5, ,10 og 20 tSoSS
seldir á 5 cents hver seðill, $100 og $50
seðlar 10 cent hver, 25 og 50 centa seðl-
ar á 10 cent hver,$l,00og $2,00 seðlar 25
cents hver. Pantanir sendar í góðum
umbúðum, ef peningar fylgja pöntun.
Sendið til Chass & Barker,
West Atlanta, Ga.
James Farquhar.
Húsflutningamaður.
Abyrgist verkið vel af hendi leyst og
eins ódýrt og ódýrast gerist.
Heimili: 859 Main Street.
Tyggid
T uckett’s
T & B
“MAHOGrANY”
og “BLACIv”
Munntobak.
Tilbúið af
Tue Geo. E. Tuckett & Son Co., Ltd.
HAMILTON, ONT.
IE',:E?,.Æ3-
Nú er tíminn til að panta og kaupa
hið bezta FRÆ sem fáanlegt er.
Farið í þess konar erindagerðum
til hins alkunna og áreiðanlega. fræ-
J. M. PERKINS,
241 Main Str.
WINNIPEG.
Landar í Selkirk.
Ef þið þurfið málaflutningsmanns við,
þá reynið
John O’Reilly, B. A.,
Barrister, Attorney Etc.
Skrifstofa í Dagg-Block,
SELKIRK, MAN.
/
Tii Nýja Islands.
GEO. DICKINSON
sem flytur póstflutning milli West
Selkirk og Nýja íslands, flytur og fólk
í stórum, rúmgóðum, ofnhituðum hús-
sleða.
Hr. Kristján Sigvaldason
fer póstferðirnar og lætur sér einkar
annt um vellíðan farþegjanna. Eng-
inn maður hefir nokkru sinni haft
sviplíkt eins góðan útbúnað á þessari
braut.
Sleðinn fer frá W. Selkirk kl. 7
árdegis á þriðjudögum og kemur til
Icelandic River á Miðvikudagskveld;
fer þaðan aftur á Fimtudagsmorgun
og kemur til West Selkirk á Föstudags
kveld.
COPYRIGHTS
CAiy I OBTAIN A PATENTÍ For a
prompt answer and an honest opinion, wrjte to
M (JNN <fc CO., who have had nearly flfty yeftr8>
experience in the patent businesB. Communica-
tions strictly confldential. A llnndliook of In-
formation conceminK PntentN and bow to ob-
tain them Bent free. Aiso a cfttalogue of mechan-
ical and scientiflc books Bent free.
Patents taken through Munn & Co. receive
epecial noticeinthe Hciontlfic Americnn, and
thus are brought widely beíorethe publicwith-
out coBt to the inventor. This splendid paper,
issued weekly, elegant.ly illustrated, has by far the
largest circulation of any scientiflc worfe in the
worid. a year. Sample copies scnt free.
Building Kdition, monthly, $2.50 a year. Single
copies, ÍÍ5 cents. Every number contains beau-
tilul plates, in colors, and photographs of new
houseB. with plans, enabling builders to show the
latest designB and aecure contracts. Addreas
MUUN & CO., New Youk, 3(>1 Buoadwat.
168 Valdimar munkur.
“Það mun ég reyna og þér alveg óhætt að
treysta mér til þess”.
í þessu stóð presturinn upp og bjóst til brott
gör.gu, o" hertogiun roinnti hann aftur á, að Jiann
hefði nauðsvnlegar fyrirskipanir.
“Já, herra minn, ég man þær—þeim skal rögg
samlega framfylgt”.
“Láttu mig frétta undireins og verkinu er
lokið”, sagði hertoginn og játti prestur því —
Innan stundar varsvo kroppinbakur kominu út í
sólskinið, en hertoginn orðinn einn eftir.
“Erekki mögulegt, að þú gerir of mikið úr
vaidi þínu, sért of vongóöur, lierra minn”, sagði
kroppinbakur við sjálfan sig, er bann gekk frá
húsinu. “Til annars eins hefi ég vitað í Rúss-
landi”.
XIV. RAP.
Leynilegt réttarhald.
Aftur af gömlu Moskva- dómkyrkjunni við
þröcgan stíg og yfirskyggt af hinum háu turn-
um dómkyrkjunnar, stóð einkennilega gertstein
hús, jem æ'.Ia x.'-tt: að UILeyrði kyrkjunni, þó
Valdimar munkur. 173
“Vertu varkár! Ef þú lætur þér í nokkru
ant um þínn eigin velferð, skaltu segja mér satt-
Hvar er Itúrik Nevel /”
“Ég hefi sagt að ég viti ekkert um hann”.
“Og þú ert viss um það ?”
“Hver ert þú, sem leyfir þér að spyrja mig
þannig? Ég þekki þig ekki”. Þetti sagði Frið-
rik í greinilegum gremjuróm í þeirri von að það
hrifi.
“Það gefum við þér tækifæri að fregna von
bráðar”, sagði munkurinn, "en einusinni enn
gef eg þér tækifæri til að svara rétt og satt spurn-
ingunni : Veiztu hvar Nevel er?”
“Nei /,'svaraði Friðrik.
“Það er þarflaust að tala svona hátt”, sagði
munkurinn. “Við liöfum góða heyrn”.
“Ja, framsettu þá engar ósvífnar spurniug-
ar”, svaraði Friðrik gikkslega.
Valdimar krefti luiefana, blóðið hljóp fram
í andlit haus og liann liálf-réttist upp í stólnum
áður en hann náði sér, svo reiður varð liann ó-
svífni Friðriks. “Sjáðu nú til”, sagði hann und-
ireins og honum var runntn reiðin. “Væri ég
þess ekki fullviss að þú getnr svsrað spurningu
minni, skyldi ég ekki vera að spyrja þig þannig.
Einuslnni enn spyr ög þig livort þú viit ekki
gefa mér hugmynd um hvar Rúrik Nevel er nið-
urkominn ?”
“Og enn einusinni vil ég svara: Ég veit
ekkert um hann ! Þú þarft ekki að ímynda þér
að þetta draegfflega herbergi og þessir svart-
172 Valdimar munkur.
“Vertu varkár ! Hugsaðu þig vel nm áður
en þú svarar”.
“Ef þú, herra minn”, svaraði Lesko, “átt
við manninn, sem háði einvígið við Damanoff
greifa, þá tiefi ég heyrt hans getið. en séð heíi eg
hann ekki, svo mér sé kunnugt”.
“Þú ert vis8 um þetta ?”
“Já, það er ég sannarlega”.
“Friðrik Viska /”
Að vörmu spori var hinn fanginn leiddur
fram. Hann var yngrí maður en Lesko. en ívið
stærri og auðsælega einarðari. Um leið og hann
var leiddur fram, var Lesko leiddur burtu úr her-
berginu.
“Þú hefir líka verið með þessum presti, Sa-
votnno ; er ekki svo ?” spurðí Valdimar.
“Ég þekki hann”, svaraði Friðrik og var á
málróm hans að heyra að hann gjarnan vildi
mana munkinn til að fara út í þá sálma. Hann
hefir sjálfsagt ekki litið í kringum sig og séð
hin ýmsu kynlegu áhöld ; ef svo hefði verið
mundi málrómur hans hafa verið mýkri.
“Og þú hefir verið með honum nokkrum
sinnum ?”
“Það má vel vera”.
“Gott erþað. Þekkirþú ekKÍ Rúrik Nevel
fremur en félagi þiun ?”
“Jií, ég hefi séð liann”.
“Ja. geturðu þá sagt mér hvar hann er nú
niðurkominn?”
“Nei”, svaraði Friörik stutt og sneglnlega.
Valdimar munkur. 169
ekki væri það áfast við hana. Húsið var vegg-
lágt, breytt mjög.flatreft og gluggalaust, og var
yfirborð þaksins úr tígulsteini. í einu her-
berginu í þessu húsi—herbergi langt niðri í
jöröu, þar sem ljós dagsins náði aldrei inn, sátu
6 menn. Herbergið var í meðallagi stórt og var
alt umhverfis. mænirinn, veggirnir og gólfið sem
ein hella, úr dökkleitum steini. Bekkir nokkrir
úr plönkum voru 1 lierberginu og að auki ýms
önnur áhöld—einkennilegur húsbúnaðuraf ýmsri
gerð. En meira um það síðar. Ilerbergið var
lýst með stórum hengilampa og var ljósaflið
mátulega mikið til að gera allan svip herbergis-
ins ófrýnilegan, en ekki nógu mikið til að lýsa
það. Þessir 6 menn sátu umhverfis borð, sem
hafði að geyma bók Gina og sverð. Merkasti
maðurinn á þessum fundi var Valdimar munkur.
Og munkurinn vareini maðurinn á fundin-
um, sem sýndi audlit sitt bert. Hinir allir voru
með grímur, svartar grímur og voru að auki allir
huldir í svartri kápu. Allir sátu þeir þögul-
ir eins og nóttin. Valdimar starði fram á borðið
en hinir 5 störðu á munkinn. Þeir voru allir
stórir menn og sterklegir að sjá, en báru sig til
áþekt því, er auðmjúkir þjónar bera sig til
frammi fyrir drembilátum húsbónda og herra.
“Það er orðið framorðið”, sagði Valdimar
um síðir og leitupp frá borðinu. Var rödd hans
að heyra sem dimmur ómur í grafhvolfi, enda
varð félögum hans svo hverft við, að þeir hrukku
saman.