Heimskringla - 10.05.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.05.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKKINGLA 10. MAÍ 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The íleimskringla Prtg. & Publ. Co. •® •• Verð blaðsina í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hérj $1. •••• Uppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. • • •• EGGERTJOHANNSSON KDITOIt. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGEK. • • •• Oi'PICE : Corner Ross Ave & Xena Str. P. O. ito\ 303. Yerzlunar-skýrslur Canadastjórnar fyrir síðastl. fjárhags- ár sýna, að þó hart hafi verið í ári og verzlun öll dauf, hefir þó viðskiftahrun- ið ekki verið nærri eins niikið eins og margur hefir gert sér hugmynd um, af skýrslum þeim, sem út hafa komið í lok hvers mánaðar. Til samanburðar á því hvort Bandaríkin eða Canada hafa þolað harðæriskaflann betur er fróðlegt að lita á verzlunarskýrslur beggja ríkjanna, að því er snertir út- fluttar vörur. I þeirri skýrslu sinni sagði fjármálastjóri Bandaríkja að á fjárhagsárinu síðasta (1894) hefðu Bandaríkjamenn selt erlendum þjóðum 150 milj. dollars virði minna af vörum heldur en á fjárhagsárinu 1891. Nú sýna verzlunarskýrslur Canada, að þrátt fyrir harðærið hafa Canadamenn á síðastl. fjárhagsári selt erlendum þjóðum yfir 22 milj. dollars virði meira af vörum heldur en á fjárhagsárinu 1891. Þetta sýnir æði-mikinn mun á ástæðum. Þessi skýrsla sýnir líka greinilega, hve jafnt og stöðugt toll-gjaldið fer lækkandi. Stefnuleysingja-blöðin hafa haldið því fast fram, að öll toflniður- færsla Conservatíva só nafnið tómt og ekkert annað, að tollurinn jafnvel hafi hækkað, en ekki lækkað. En tölurnar í verzlunarskýrslunum segja aðra sögu og mun flestum verða að trúa þeim fyrr en ofsafullum flokksblöðum. Fjdgj- andi skýrsiur sýna viðskiftin og toll- gjaldið á síðastl. 5 árum : Útfluttar Aðfluttar vörur vörur 1894 $117,524,949 $123,474,940 1893 118.564,352 129.074,268 1892 113,968,375 [27,406,063 1891 98,417,296 119,967,638 1890 96,749.149 121,853,241 Tollur á aðfluttum varningi á sama áratíma var samtals: 1894 $19.370,822 1893 21,161,710 1892 20.550,581 1891 23,481,069 1890 24,013,908 Þannig sýnir skýrslan að á fimm ár unum síðustu hefir meðalverð aðflutn- ingstollsins fallið úr rúmlega 19% ofan í 15J%; með öðrum orðum, sem næst fimtahluta verðs. Samtímis hefir gjald ið á hverjum íbúa ríkisins fallið úr rúm- lega $5 árið 1890 í $ö,78?t árið 1894. Þessi upphæc) er sem næst gjaldimj á stjórnarárum “liberala”, þegar Sir Richard Cartwright stýrði fjármálum landsins. Gjaldið á mann var hjáhon- um 1874 $3,77; 1875 83,55; 1876 3.25; 1877 $3.12. Þegar litið er á fjárveitýig- ar þjóðinni til hagsmuna siðan 1878 verður ekki annað sagt en vel só að ver- ið, að svona nálægt er nú gengið tak- marki “liberala”, sem gerðu svo óvenju litið alþjóðlegum fyrirtækjum til stuðn- ings á meðan þeir sátu að völdum. Tekjuhalli var auðvitað töluverður á síðastl. fjárhagsári og verður enn meiri á yfirstandandi ári (til Júní loka), á báðum árunum samtals um $5,700000. Á næsta fjárhagsári er tekjuhallinn á- ætlaður $1.800.000, en þeim halla ætlar stjórnin að mæta með því að leggja \ cents toll á sykurpundið, hækka verk- stæðatollinn á áfengisdrykkjum öllum, að öli og sætvini undanskildu, úr $1,50 í $1,70 og auka aðflutningstoll á vín- föngum úr $2,12J í $2,25 á galónunni. Sykurkaup í Canada nema um 300 miljónum punda á ári hverju og gefur því J cents tollurinn stjórninni ?1 js milj. tekjur, eða nálægt þvi. Yínfanga-toll aukinn gefur af sér $5—600,000. Toll- aukinn til samans því um $2 milj. eða meira en nóg til að mæta tekjuhallan- um. sem búizt er við, og sem getur orð- ið minni en gert er ráð fyrir, ef verzlun ðll tekur framförum á árinu og sem út- lit er fyrir að hún geri, því alt bendir á að harðærið sé á enda. Það verður sjálfsagt mörgum fyrir að segja að betra hefði verið og heppilegra fyrir alla, að ekki hefði verið lagðar einn eyr- ir á sykur, en að álögurnar á vínföng hefðu gjarnan mátt vera þeim mun meiri, að flllur hinn væntanlegi tekju- halli hefði orðið afnuminn meðvínfanga tollinum. Það hefði orðið, eða því sem næst, ef aðflutningstollur á víni hefði verið færður upp í $2.50 og verkstæða- tollurinn upp i $2 á galónunni. En eins og er, er það aðgætandi, að sykur- tollurinn nýi er ígildi að eins helmings þess tolls, er nú hvilir á sykri í Banda- rikjunum. Að öðru leyti verða gjöld alþýðu ekki aukin, sem er því að þakka, að gjöld stjórnarinnar á næsta fjárhags- ári eru rýrð svo ]nemur $2,387,638. Er þetta gert með því að fækka skrifstofu- þjónum eins og framast verður, fækka varðliðinu í Norðvestur-héruðunum, rýra ýms smágjöld og—veita helzt eng- an nýjan styrk til járnbrautarfélaga. Skipaskurðina verður auðvitað að halda áfram að breikka og dýpka og kosta þær umbætur að því er séð verður nú, um $6 milj. Þá er og stjórnin skyldug að efna gefin loforð um styrk til járn- brauta, og er hann alls um eða yfir $4 milj. Þetta eru óhjákvæmileg gjöld, en svo ætlar stjórnin engu, eða litlu sem engu, við þau að bæta að svo stöddu. Sparsemi sýnist þess vegna möguleg um hrið, enda er það efst á dagskrá stjórnarinnar nú, að lækka en auka ekki gjöldin og halda sem framast verður jafnvæginu á tekjum og gjöld- um. Vínsölu-bannið. Nefndni, sem Canadastjórn, sam- kvæmt marg-ítrekuðum áskorunum, skipaði fyrir 2 árum eða svo, til að rannsaka það mál alt og athuga hvort ríkisheildin væri meðtækileg fyrir al- gert vinsölubann, eða ekki, hefir nú skilað af sér starfi sínu. Nefndin ferð- aðist ekki einungis um alt Canadaríki og hélt rannsóknarrétti í öllum helztu bæjum, heldur ferðaðist hún líka um fjölda af Bandaríkjunum og leitaði eftir upplýsingum í málinu, í þeim rikjunum að sjálfsögðu, sem eru að bisa við að halda vínsölubanni í gildi og í þeim öðr um, sem eru að reyna Gothenberg-sys- temið svo kallaða, þ. e., það fyrirkomu- lag, að ríkis- eða bæjarstjómirnar hafi hönd í bagga með vínsölunni og njóti mesta ágóðans af verzluninni. Eins og auðvitað var komst nefnd- in að þeirri niðurstöðu að allur fjöldi manna i Canada væri ekki meðtækileg- ur fyrir almennt vínsölubann. Þetta var nokkiið það, sem öllum fjöldanum var ósköp vel Ijóst, en til þess að þókn- ast fanatiskum bÍDdindismönnum, sem ekkert vilja nýta nema ofbeldislög, var nefndÍD skipuð og eru nú laun nefndar- manna og Jerðakostnaður samtals um $100,000. Fyrir upplýsingar um það, sem allir vissu áður, verða menn þann- ig að borga $100,000, að vísu ekki ægi- leg upphæð í sjálfu sér, en alt of rnikil fyrir þetta þýðingarlausa starf og sér- stakloga tilfinnanleg nú, þegar stjórn- argjöldin eru miklu moiri en tekjurnar og sparsemi er nauðsynleg í öllum stjórnardeildum. Fyrir þetta má þakka bindindisfélögunum og eugum öðrum, Það voru 5 menn í nefndinni og voru 4 þeirra samdóma í því, að vín- sölubann stæðist ekki að svo komnu, en einn nefndarmaðurinn, prestur og fana- tiskur bindindismaður, andæfði því, og hefir nú lagt fyrir stjórnina álit frá minnihluta nefndarinnar. þ. e., frá sjálfum sér. I þessu minnihluta áliti reynir hann helzt hvergi til að hrekja álit meirihlutans, en flytur í þess stað liina gömlu, handhægu, og vitanlega sönnu sögu, um það, hvílíkt skaðvæni vínnautnin er og þess vegna svo nauð- synlegt að banna hana með lögum, Hann sem sagt sneiðir að mestu hjá að segja nokkuð um möguleikann að fj-rir- byggja vínnautnina, en heimtar afdrátt- arlaast að það sé gert án þess að litið sé á vilja manna eða nokkrar kringum- stæður. Það er gamla sagan, sem of- stækismenn í því efni æfinlega hafa við hendina. En staða hans sem nefndar- manns hefir gefið honum tækifæri til að búa málið í nýrri búning, en venjaer til og þess vegna ekki ófróðlegt að líta yfir þetta niinnililuta álit, því enginn neitar því sem hann segir, i heild sinni, þó menn greini á um það hvernig voð- anum verði afstýrt. Hann ætlast á að tjónið sem ríkið bíður af vínnautninni á ári hverju nemi sem næst 135 milj. dollars. Þá áætlun sína gerir hann úr garði sem fylgir : Vínkaup alþýðu alls...... $89,879,854 Verð kornsins, sem varið er til víngerðar............. 1,889,765 Viðhaldskostnaður öreiga, sjúklinga, og glæpamanna sem vínið hefir þannig far ið með ...................... 3,149,097 Vinnutap vegna drykkju- sliapar..................... 76,288,000 Tap landsins við dauðsföll sem vin er orsök í....... 14,304,000 Tap sem sprettur af störf- um manna, sem vfnsins vegna ganga í öfuga átt $7,748,000 Alls $143,258,716 Tekjur sem vinverzlunin gefur af sér : — Sambandsstjórnin ....... $ 7,101,557 Fylkisstjórnir ......... 912,652 Bæja-og sveitastjórnir.. 429,107 $ 8,473,316 Tap ríkisins á ári því $134,785,400. Þetta er beint tap, en svo hyggur hann að óbeinlínis sé það jafnvel meir en annað eins og hér er sýnt, en það tap segist hann ekki reyna að sýna, af því svo ervitt sé að meta það til verðs. Til sönnunur ummælum sínum um áhrif vínsins á heilsuna getur hann þess, að af 1355 læknum i Cauada, sem á -síðast- liðnu ári rannsökuðu menn fyrir hönd opinberralífsábyrgðarfélaga, hefðu 1068 borið það, að heilsa manna yfir höfuð yrði betri, ef engin vínnautn ætti sér stað. Upp á þá spurningu, hvort hóf- samlegasta nautn víns væri á nokkurn hátt skaðleg, svöruðu 901 læknar þvi, að það væri virkilega svo, að vínið skaðaði heilsuna í hvað smáum skömt- um sem meun neyttu þess. Vinsölulögin sem nú eru í gildi seg- ir hann algerlega gagnslaus og óhæf og sama og ekki betra er álit hans á Goth- enberg fyrirkomulaginu. Þá lizt hon- um ekki bezt á tillöguna að herma eftir Þjóðverjum og Frökkum,útbolabrenni- víni og sterkum drykkjum eins og verð- ur en auka öl og sæt-víns drykkju. Hann segir reynslu þeirra þjóða ekki eftirbreytnisverða. Aftur á móti lízt honum sérlega vel á vínsölubannið í Maine og öðrum ríkjum Bandaríkja — að þvi er séð verður að eins af því þar er vinsölubann að nafninu. En hann gengur fram hjá þeim sannleika, að i Portland, Maine, og öðrum bæjum eru vínsöluknæpur galopnar daga og nætur og það i hópum saman á sumum stræt- unum.. Hallærið á enda. Nær og fjær bendir alt til þess, að hag- sældaár só fyrir hendi, hagsældarár að minnsta kosti í samanburði við 2 síð- astliðin ár. Veðrið hér vestra er hver- vetna hið ákjósanlegasta og jarðargróði allur komin eins vel á veg nú og alment er í lok Maímánaðar. Kornsáning er afstaðin alt að því mánuði fyrr en venjulegt er. Uppskeruvonin er því hin glæsilegasta í öllu vesturlandinu. Fyrra árs hveiti er nú almennt í meira verði en það nokkurntíma hefir náð á 2 síðastliðnum árum og er þess getið til dæmis, að í Toronto fæst nú Mani- toba hard hveiti ekki fyrir minna en 93-4 cents bush. Hveitimjölið er stigið upp að sama skapi, um 50 cents 200 punda tunnan á síðastliðnum 2 vilcum eða svo. Því miður eru þeir líklega fá- ir bændurnir hér vestra, sem eiga óselt hveiti nú, til þess að verða aðnjótandi þessa háa verðs. F.n sé þessi almenna verðhækkun að kenna virkilegri hveiti- þurð á Evrópu markaði, þá er ekki á- stæðulaust að vona eftir miklu betra betra verði fyrir hveiti í haust er kem- ur, en fengist hefir að undanförnu. Nautgripir til slátrunar eru í miklu hærra verði nri en í fyrra og mundu hcekka enn moir hér í Manitoba, ef sönn reynist fregnin, að Bandaríkjastjórn sé um það, eða búin að afhema 90 daga sóttvörðinn á canadiskum nautgripum, sem fluttir eru suður í Bandaríki. Að öðru leyti verður ekki séð að hænda- varan hafi stigið upp, en þessar 2 vöru- tegundir,hveiti ogsláturfé, eru líkaþær sem bóndinn hefir mest af. Eftir skýrsl- um Bandaríkjastjórnar að dæma er ekki ólíklegt aðnautpeningsverðiðhald- ist hátt nokkuð að minstakosti árlangt. En þær skýrslur sýna stórvægilega nautgripa fækkun í Bandaríkjunum síð an 1892. Það ár yoru í Bandaríkjum 37,651,239 nautgripir í ríkjunum öllum. eða 576 á hvert 1000 íbúanna, en 1895 var nautgripatalan 34,364,217, eða 493 gripir á hverja 1000 ibúa. Gripastóln- um verður ekki hleypt upp svo fljótt, að verð á sláturfé ekki haldist sæmilega hátt, að minsta kosti árlangt. Alt viðskiftalif í landinu bendir líka til þess, að betra sé fyrir hendi. Járnbrautirnar eru óneitanlega einn ná kvæmasti mælikvarðinn, til að sýna hvort versluninni fer fram eða aftur. Haldi tekjur járnbrautafélaganna á- fram að ganga saman, minni altaf þessa vikuna, heldur en sömu viku í fyrra o. s. frv., þá þarf ekki lengra til að sjá afturförina. Um síðastl. 2 ár hefir sú verið raunin, að járnbrauta- tekjurnar fara stöðugt minkandi—þang að til um og eftir síðastl. áramót, Þá tók fyrir tekju-rýrnunina, sumstaðar fyr, sumstaðar seinna. Um stund hélduþær jafnvæginu á móti þeim árið á undan. en smámsaman fóru þær að mega betur, verða þyngri á metunum. I Marz mánaðar lok sást það fyrst greinilega, að þrautin var unnin fyrir járnbrautunum og betra ár byrjað, þó ekki væri munurinn mikill. I þeim mánuði voru samanlagðar tekjur allra stórbrautanna í öllum Bandarikjunum rúmlega 6%meirien í Marzmánuði 1894. Það er ekki mikill munur, en verður þó óbeinlínis ekki svo lítill, þegar athugað er, að í Marzmán. 1894 voru tekjur brautanna allra 15% minni en í Marz 1893. t>egar á þetta er litið, þá verður framförin, þó lítil sé, ekki svo lítils virði, Um hinar einstöku gi-einir iðnaðar og verzlunar er síður hægt að segja, þar eð engar skýrslur eru ril sem sýna á- standið eins nákvæmlega eins og járn- brautaskýrslurnar gera. En víst er það að flest, ef ekki öll iðnaðar og verzl- unarfélög, líta alt öðrum augum á til- veruna nú, heldur en í fyrra um sama leyti. Þá bjóst enginn við aukinni sölu á einni eða annari vörutegund, en allir kappkostuðu að hafa sem minnst um sig og verjaet öllum hjákvæmilegum út gjöldum. Nú þvert á móti er almennt talað urn ný fyrirtæki, verkstæðafélög- in hafa fjTÍrliggjandi svo miklar pant- anir, að þau ýmist hafa lengt og eru að lengja vinnutímann, eða bæta nýjum mönnum við. Það liggur óneitanlega í loftinu, þó ekki sé það vel sýnilegt enn, að hardæriskaflinn sé á enda. Óskandi að það reynist meira en táldræg von. Monroe-reglan. Það virðist vera nokkuð einkenni- leg hugmynd, sem æði-mörg af Banda- ríkja blöðum hafa um þessa merku reglu, sem Monroe forseti fyrir löngu samdi sem mælikvarða fjrrir Bandarík- in. Það eru ósköpin öll sem sum þeirra hafa blásið um þá gömlu, góðu reglu síð an hófst þræta Engiendinga og Nicara- gua-manna. Það litur út eins og þau ætlist, til og telji bara sjálfsagt, að Bandaríkjastjórn eigi að vera brynja og skjöldur stjórnleysingjanna allra í SÚð- ur-Ameríku, sem kalla sig lýðveldi, en sem alt of margir hafa ekki greinilegri hugmyad um sanna lýðstjórn, en kött- urinn um sjöstjörnuna. Rati eitthvert þessara litlu “lýðvelda” í raunir fyrir eigin ofstojia, heimta þessi ofstækisblöð eins og nú, að gripið sétil Monroe-regl- unnar og Evrópu-þjóðum bannað að ná rétti sínum. Þau líta síður á það, sem þó er það eina rétta að ætli Bandarikja stjórn að breiða verndarvængi sína út yfir allan Mið- og Suður-Ameríku-skríl- inn og hindra Evrópu-þjóðir frá að loita réttar sms, þá -eru þau siðferðislega skj-ldug til að jafna misfellurnar og sjá um að Evrópuþjóðuin sé goldið það sem þeim ber, með öðrum orðum, að þau beri alla ábyrgðina eða ekkert af henni. í þetta skifti lét Bandaríkjastjórn ekki undan þessum blæstri í blöðum og mönnurn, og fyrir það fær Cleveland forseti ósviknar ákúrur, Stjórnin sá að ástæðurnar í þetta sinn voru mikið áþekkar þeim um árið, þegar Banda- ríkjastjórn sjálf krafðist skaðabóta af Chili-stjórn og heimtaði þær jafn rösk- lega og Englendingar gera nú. í upp- lrlaupi í Valparaiso, sem stjórnin ekki réði við í svipinn, voru nokkrir Banda- ríkja sjómenn barðir til ólífis, aðrir smánaðir og flæmiir úr landi fram á skip sín. Fyrir þetta neyddist Chili- stjórn til að borga skaðabætur, þó hún ekki beinlínis væri völd að því, í fyrra sumar lét Nicaraguastjórn afskiftalaust þó brezkir þegnar í ríkinu væru hraktir og gert ómögulegt að hafast þar við' og svo, til að bæta gráu ofan á svart, gerði stjórnin erindreka Breta landræk- ann, án þess nokkur gild ástæða væri framborin. Fyrir þetta kröfðust Bret- ar skaðabóta, en Nicaragua-menn fóru undan með flækjum, þangað til Bretar sendu hermenn á land til að taka við stjórn tollbúðanna á aðalliafnstaðnum og veita tekjum stjórnarinnar móttöku þangað til skuldin yrði greidd. Þegar þannig var komið og Monroe-reglan gerði ekki vart við sig, sáu Nicaragua- menn vænst að lofa bót og betrun. Það virðist Svo, að þeir sem mest ropa um þessa reglu hafi aldrei lært i hverju skyni hún varð til að nafninu— hún er ekki annað en nafnið tómt á meðan engin erlend þjóð viðurkennir hana—. Höfundur hennar hefir sjálf- sagt aldrei ætlast til að henni yrði heitt sem Jilífiskildi fyrir Mið- ogSuður-Ame- ríku-rikin, þegar ekki er um annað að gera en innheimtu réttmætrar skuldar. Og hann hefir líklega aldrei ætlast til að henni væri beitt gegn Bretum nema brýn nauðsj-n krcfði, þeirrar ástæðu vegna, þó aldrei væri annað, að það var Englendingur, sem kom með tillöguna, er Monroe forseti síðan framsetti í boð- skap sínum til þjóðþingsins. Að dómi allra sannsýnna manna og blaða í Bandarikjum var tilgangur Monroes engin annar en sá, að gefa Evrópuþjóð- unum, sem þá voru að hugsa um að rétta Spánverjum og Portugisum hjálp- arhönd við að endurreisa samskonar harðstjórn á meginlandinu eins og við- helzt enn á Cuba, það var tilgangurinn að sýna þeim, að Bandaríkjastjórn liði engar slíkar aðfarir, en að þau væri tilbúin að hjálpa lýðveldunum, sem þá voru að brölta og reyna að koma fyrir sig fótunum. Þessi löngun til að forða meginlandsríkjunum frá sömu örlögum og Cuba, var sprottin af þeirri von og trú, að ibúar rikjanna mundu innan skamms læra að stjórna sér sjálfir. En þetta hafa þeir ekki lært enn. I raun og veru er ekkert lýðveldi til enn í þess orðs réttu merkingu í Mið- og Suður- Ameríku, ekkert nema byltingamanna stjórnir, ein fram af annari. Sprettur það af því, að minnihlutinn hefir. enn ekki lært að lúta vilja meirihlutans, en án þess getur ekkert virkilegt 1 ýðveldi átt sér stað, fremur en nokkur félags- skapur manna. Silfur-þrætan. Hún er óðum að ágerast í Banda- ríkjum, er nú um langan tíma aðal-um- ræðuefni blaðanna, hvaða flokki sem þau tilheyra. Yestur-ríkin eru einlæg í þvi að fá silfur-þrætuna viðurkenda aðal-kappsmálið við kosningarnar i Nóvember 1896. Þau heimta afdráttar- laust og röggsamlega að hlutfallsverð silfurs verði löglega viðurkent 16 á móti 1. I mörgum mið-ríkjunum, sérstak- lega Illinois, Indiana og Ohio, hafa vestanmenn marga styrktarmenn, þó ekki séu þeir í öllum greinum tilbúnir að ganga nógu langt. Suðurríkja menn eru og flestir með vestanmönnum í anda, þó hálfvolgir séu þeir þegar til framkvæmda kemur. En svo vona nú vestan menn, að það lágist þegar fram- líða stundir og hinn pólitiski dómsdag- ur nálgast. Eigendur silfurnámanna eru vitanlega frumkvöðlarnir, en bændalýðurinn á vesturríkja sléttun- um, jsem meira og minna eru kafnir skuldum, gefa þeim lítið eftir hvað frekjuna snertir og er það skiljanlegt þegar athugað er að gullsjóðurinu er lítill, en silfrið meir en nóg. Áhrifamesta meðalið, sem silfurítar hafa á boðstólum í seinni tið, er bók ein litil, sem nefnd er “Coins Financial School.” Hún er vel rituð að því er framsetning málefnisins snertir og sézt bezt á því hvernig hún flýgur út hve ómetanleg áhrif hún hefir. Á tveggja mán. tíma var búið að selja um 400,000 eintök af þessum bæklingi og enn held- ur eftirsóknin úfram að sama skapi. Andvígismenn silfur ítanna hafa ekki enn komið út með neitt rit, sem getur jafnast á við þetta og óvíst þeim takist það, því allflestir hafa viðbjóð á “gold bugs” og “Coins Fin. School” styður röggsamlega að því að sá yiðbjóður aukist en rýrni ekki. Allur ’fjöldi blað- anna andmælir bæklingnum, en þau hrökkva ekki til og eru nú austurríkja- menn farnir að gefa út bæklinga, sem eiga að sýna allar vitleysurnar i silfur- íta ritinu. Síðasti bæklingurinn, sem út er kominn í þeim tilgangi heitlr : “Coins Financial Fool,” og þykir hann einna skarpastur enn sem komið er. Alt þetta hendii til þoss að silfur- jrrætan verði aðal-málið yið næstu for- seta-kosningar. Játning tiarbarkns. Það virðist nokkurn vegin greinileg viðurkenning um ósigur, þegar maður ræðst á andvígismann sinn í opinberu veitingahúsi, eys hann ærumeiðandi ill- yrðum og ræðst enda á hann með bar- efli, þó ekki sé það öflugra en alment Woodbine ball-tró. Á sama hútt er það greinilegur vott- ur þess, að Lögberg viðurkennir sig mátað, að því er spár þess og óskir snertir, áhrærandi Hnausabryggjuna, þegar það finnur ekki annað umtals- efni í þvi sambandi, en Stefán kaup- mann Sigurðsson. Á meðan það hafði minstu vod um að ósk sín rættist og bryggjan yrði engin, bar það sig hreysti- lega, og fullyrti, að öll bryggjuloforð- in yæru gabb. Nú þegar það tjáir ekki lengur, veltir það sér yfir Stephán Sig- urðsson með ástæðulausum getsökum og illyrðum. Þetta auk annara grein- legra ummerkja, sýnir bráðþroskun blaðsins niður á við. Viturt blað hefði sem minst sagt, eftir að svona var kom- ið, og eftir að hafa verið svo marg- sinnis rekið í sneipu-krókinn, að síð- ustu til æfilangrar setu i honum, fyrir aðgerðir sínar í bryggjumúlinu. Ævarandi dekkja. Það er sórstakur svartur litblær, sem kvenfólk sækist eftir að fá á dúka, sem það litar heima hjá sér. Þessi sterki og óbreytilegi dökki litblær, fæst að eins með því að brúka Diamond Dye. Það eru til þrenp konar dökkir Diamondlitir: fyrir ullardúka, fyrir silki og fjaðrir og fyrir bómullardúka, sem allir eru seldir fyrir 10 c. pakkinn. Forskriftirnar, sem fylgja, eru svo ijósar, að hvert barnið getur nú litað betur en æfðir litarar fyr- ir nokkrum árum síðan. Hinn sérstaki tilbúningur á þessum svörtu Diamond- litum gerir þá öllum öðrum litum betri. Þegar þú kaupir liti, þá gáðu að þvi að taka hinn ágæta svarta Diamond lit. — Munið eftir, að víða eru seldar ýmsar lé- legar eftirstælingar af honum. Frá löndum. MINNEOTA, MINN. 29. APr. 1895. [Erá fréttaritara Hkr.J Tíðarfar. Állan þennan mánuð hefir veður mátt heita hið æskilegasta, nægi- legt regn fyrir allan jarðargróða, gripa- gróður allgóður kominn, og akrar í góðu útliti. Gifting. Nýgift eru Þorvaldur Guð- mundsson frá Elögu í Skriðdal og M. Árnadóttir frá Breiðumýri í Vopnafirði. Manndauði. Seint í vetur dó Guð- rún Jónasdóttir, ekkja Árna Sigurðsson- ar, er lengi bjó að Breiðumýri í Vopna- firði. — 19. þ. m. dó María Guðmunds- dóttir, kona Guðmundar Eyjólfssonar af Jökuldal; hún var dóttir Guðmundar bónda á Hafrastöðum í Fáskrúðsfirði ; hún dó á 68. aldursári. í vor hefir ver- ið fremur kviflasamt. í Minneota geng- ur nú harnaveiki. Kvef og gigt; hefir þjáð ýmsa. Janus9 E. Nicholaon. Nærri ótrúlegt. Mr. Jos. E. Nicholson, Florenceville, N. B., þjáðist í sjö ár af krabbameini í vörinni og batnaði af AYFR’Q Sarsa- t\ I Ln O parilla. Mr. Nicholson segir : “Ég fór til lækna, sem gáfu mér meðul, en það hafði enga þýðingu, krabbinn fór að grafa um sig' og færðíst út á kinnina, og þannig þjáðist ég í heil sjö ár. Loks fór óg að brúka Ayers Sarsaparilla. Innan viku fann óg á mér töluverðan bata Við þetta óx mér kjarkur svo ég hólt áfram, og eftir mánaðar tíma var sárið á kinninni á mér farið að batna. Eftir þrjá mánuði fór vör- in að gróa, og eftir 6 mánuði voru öll einkenni sjúkdómsins horfin. iYIR’S X SiRSÁPARILLA Á SÝNINGUNNI. Ayer’s Pills lækna innýflin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.