Heimskringla - 05.07.1895, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.07.1895, Blaðsíða 2
2 HEIMSKRINGLA 5. JÚLÍ 1895. Heimskringla PUBLISHED BY The Heimskringla Prtg. 4 Publ. Co. •• •• Verð blaðsins í Canda og Bandar.: $2 um árið [fyrirfram borgað] Sent til íslands [fyrirfram borgað af kaupendum bl. hér] $ 1. • ••• IJppsögn ógild að lögum nema kaupandi sé skuldlaus við blaðið. •••• Peningar sendist í P. O. Money Order, Registered Letter eða Ex- press Money Order. Bankaávis- anir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. •• •• EGGERT JOHANNSSON EDITOH. EINAR OLAFSSON BUSINESS MANAGER. • • •• Office : Comer Ross Ave & Nena Str. P. O. Kox »05. Þj óðhátíða-hald. Það er hvorttveggja, að það er eng- in þjóðhátið til í Canada, í sama skiln- ingi og hún er til og helg haldin í Banda- ríkjunum, enda verður að líkum langt tii þess, að al islenzk bygð í Manitoba tekst í fang að halda þjóðhátíð Canada — sem til er að nafninu einu 1. Júlí — á þann hátt, sem íslendingar í Dakota halda þjóðhátíð Bandaríkja (4. Júlí) ár eftir ár. Dakota-íslendingum ferst þetta meira en myndarlega, og ár frá ári fer hátíðahald þeirra batnandi, verður æ fullkomnara og betra. Hátíð þeirra, sem fram fór i gær að Mountain, hefir að vonum skarað fram úr þeim á und- anförnum árum, enda var svo til ætlast. Eftir svo miklu var vonast, að blaðið “Democrat,” í Bathgate (25 mílur norð- austur frá Mountain) segir að fjöldi manna þaðan muni fara uppeftir, ef veð- ur verði gott, til að taka þátt í hátíða- haldinu, sérstaklega þó til að heyra hinn viðurkenda íslenzka mælskusnilling 1 Barða G. Skúlason, tala, sem þá var ný- útskrifaður af Grand Forks háskólan- um. í ritstjóra-dálki sínum segir svo sama blaðið : “Margir vorra innfæddu borgara gætu lært þjóðrækni af vorum íslenzku borgurum, sem sýna að þeir kunna að meta landið sem þeir lifa í, með því að efna til stórkostlegs hátíðahalds á afmælisdegi lands vors. Það er ekki góður borgari, hvort sem hann er inn- fæddur eða útlendur, sem ekki verður hrifinn, þegar hinn gamli fáni er dreginn upp að morgni hins 4. Júlí. Sá sem ekki verður hrifinn þá, ætti ekki að verða aðnjótandi þeirra hlunninda, er þegnréttindi hafa í íör með sér. Ekki svo að skilja, að hinn útlendi borgari eigi á nokkurn hátt að gera lítið úr föðurlandi sínu. Sá sem gerir lítið úr því, úr landi feðra sinna og heimkýnni æskudaga sinna, sá hinn sami verður aldrei góður borgari í nokkru landi. — En jafnframt og þeir virða og elska sitt gamla föðurland, ber þeim fyrst og fremst að hugsa um sitt viðtekna fósturland og stæra sig af fána þess.” 0 Þetta er vel sagt' en þó ekkert um- fram það sem verðskuldað er, því þessi hátíðahöld íslendinga hafa í engu verið eftirbátar sams konar hátíðahalds hjá innfæddu borgurunum, og það enda þó stærri staðir og mannfleiri séu teknir til samanburðar. Fyrir þessu hátíðahaldi stóðu : Dr. M. Halldórsson, Park River, Stígur Thorvaldsson, Akra, P. J. Skjöld, Hall- son, G. Goodman, Crystal, Elis Thor- waldson, Mountajn, Thorst. Thorlack- son, Milton, Jón S. Bergmann, Garðar, Sveinn Guðmundsson, Canton, Loftur Guðmundsson, Mountain, Haraldur Thorlackson, Mountain. Nefndarfor- maður var Björn Halldórsson, Moun- tain, og nefndarritari M. B. Halldórsson Mountain. Forseti dagsins var Hon. E. H. Bergmann, Garðar. Ræðumenn (á prógramminu) voru : Rev. N. S. Thorlackson, Park River, Rev. F. J. Bergman, Garðar, Barði G. Skúlason, B. A., Mountain, og lögmenn- irnir Magnús Brynjólfsson og Daníel J. Laxdal, frá Cavalier. í þessu, eins og sumu öðru, eru Dakota-íslendingar á undan oss í Mani- toba, og hvað þetta snertir, þennan ytri vott um þjóðrækni, þá er þaðekkinema eðlilegt. “Það læra börn, sem í bæ er títt.” í Bandaríkjunum er þjóðhátíðin merkasta hátíðin á árinu, og hvert smá- kauptúnið keppir við annað að hafa sem mest að bjóða og bestar ræður, landinu og þjóðinni til dýrðar. Til að sjá og heyra þyrpist þá útsveitafólkið inn í bæ- ina og verða aðnjótandi allskonar skemt- ana, auk þess sem það altaf lærir ein- hverja nýja leksiu í þjóðrækni og sögu þjóðarinnar — mentast altaf meir og meir. Þennan sið hlutu íslendingar að taka upp í sinni sérstöku bygð, og hafa líka gert það heiðarlega. Hér í Canada er ekki um neitt slikt að gera, þó þjóðhátíðardagurinn (1. Júli) sé að sínu leyti alt eins merkur dagur í sögu Canada, eins og 4. Júlí er í sögu Bandaríkja. 4. Júli urðu Bandaríkin til sem lýðveldi, árið 1776; 1. Júlí 1867 varð Canadaríki til með bandalagi allra austurfylkjanna og umráðum yfir öllum vesturhluta landsins. Frá þeim degi er að telja allar þær framfarir, sem. hafa átt sér stað í Canada á seinni árum, og þær eru miklar, þegar athugað er, við hve ramman reip er að draga, þar sem eru hin nafnfrægu, >'oldugu Bandaríki. Þessa merkisdags i sögu Canada er einskis getið, nema hvað hann er lög- helgidagur. í stað þess að draga út- sveitamenn saman í bæina til að hlusta á mælskustu mennina, og læra eitthvað í sögu landsins og þjóðarjnnar, í stað þess þyrpast allir sem vetlingi valda burt úr bæjunum út á land, út í skóg og á skemtistaði til að horfa á knattleiki veðreiðar, kappróður, og þ.v.l. Þegar á alt þetta er litið þá er ekki að undra þó Dakota-íslendingar séu lengra á veg komnir sem þegnar rikisins. Þeir allir þekkja sögu sinnar þjóðar meira og minna, þekkja svo mikið til hennar, að þeir hafa fengið löngun til að verða jafn- snjallir einhverjum þeim, sem sagan hef- iríhávegum. Hér í Manitoba þekkja ekki nema sárfáir íslendingar sögu síns ríkis og sinnar þjóðar, að undanskyld- um unglingunum, sem eru að læra hana í þeim molum, sem fáanlegir eru á al- þýðuskólunum. Þessi mismunur verkar mikið, hvað mikið er ómögulegt að segja. Það væri máske of sagt, að segja Dakota-íslend- inga komna á undan Manitoba-íslend. í mentun fyrir þetta þjóðhátíðarhald. Það sýnist enda máske hlægilegt, að láta sér detta slíkt í hug. En það er nærri ómögulegt að gera sér grein fyrir’ hvað mikla þýðingu það hefir í því efni, að taka þannig þátt, ár eftir ári í aðal hátíðarhaldi þjóðarinnar. Þar lærist mönnum að skoða sig óaðgreinilegan hluta af þjóðinni og því fylgir löngun til að vera sro framarlega í röðinni, sem unt er. Þar aftur á móti, sem engin slik hluttaka er möguleg og á sér því alls eigi stað, þar er hættara við, að útlend- ingurinn haldi lengur áfram að skoða sig sem útlending og blandi sér sem minst inn í þjóðlífið og málefni sam- þegna sinna. Hver helzt sem orsökin er, þá er það víst, að Dakota-íslendingar eiga fleiri unga menn, sem sæxja áfram æðri mentaveginn, heldur en Manitoba-ísl. Þeir eru altaf að fjölga Islendingarnir i Dakota sem ganga á æðri skólana og há- skólann í Grand Forks. En þeir fjölga litið Manitoba-íslendingarnir, sem ganga á æðri skólana, að undanteknum þeim, sem ganga á norsku eða sænsku guðfræðisskólana í Bandaríkjunum. Ef Manitoba-íslendingar ekki fara að sækja sig þvi fyrri, verða þeir fyr en þá varir eins langt á eftir þeim í Dakota, hvað æðri mentun snertir, eins og Nýja ísL er nú, í búnaðarlegu tilliti, langt á eftir héruðum sléttubændanna íslenzku. Sunnudaga-vagnar. Þess var getið með fáum orðum í síðasta blaði, að fylkisþingið hefði á miðvikudag samþykkt lög, sem bönn- uðu Winnipeg-mönnum aðútkljásunnu dagsvagnamálið með almennri atkv.- greiðslu. Það var ekki nákvæmlega rétt. Við aðra umræðu frumvarpsins um breytingu á sveitalögunum, að því er Winnipeg sérstaklega við kemur. stóð bóndi einn á þingi, A. M. Camp- bell frá Souris, á fætur og stakk upp á að greinin í frumvarpinu um rafmagns- vagnagang á sunnudögum væri útstrik uð, en önnur sett í staðinn, sem ger- samlega fyrirbyði öllum sveitum í fylk- inu að leyfa slíkan vagnagang á sunnu- dögum. Stuðningsmaður uppástung- unnar var J. Hettle frá Turtle Mount- ain. Var þegar gengið til atkv. um uppástunguna, og hún sögð samþykkt en með eins atkv. mun einungis. Að þessu búnu samdi Sifton dómsmála- stjóri greinina, samkvæmt uppástungu Campbells. Eftir nokkrar umræður gerði A. F. Martin þá uppástgungu, að þar sem bænum hafi einu sinni verið gefið vald til að viðhafa vagnagang á sunnudögum, sé rétt aðeftirláta bæjar- mönnum sjálfum dómsvaldið. Eftir litl- ar þrætur var þessi uppástunga borin upp og feld með 14 atkv. gegn 13. Grein- in sem Sifton reit i stað þeirrar, er burt var feld, var þá samþykkt með sömu atkv. og neitað höfðu breytingaruppá- stungu Martins. Tveir af meðráðend- um Greenwaystjórnarinnar stóðu og féllu með bæjarmönnum í þessu máli, þeir McMillan og Cameron. Daginn eftir, á fimtudag, var svo frumvarp þetta rætt í þriðja skiftið og var þá almennt vonað, að umhverft yrði samþyktunum daginn áður, en það fór á annan veg. Það kom engin mótspyrna fram og frumvarpið sam- þykkt mótmælalaust. Kom það til af því, að andvigismenn greinarinnar voru svo liðfáir á þingi, að mótspyrna var þýðingarlaus. Þannig eru þessi þvingunarlög við- tekin fyrir tilstilli bónda vestan úr Souris-hérRði. “Liberalismus” Green- waystjórnarinnar er svo mikill, að Win- nipegmenn mega ekki úrskurða með al- mennri atkvæðagreiðslu hvort viðhöfð slculi þau þægindi á sunnudögum, sem fjöldi þeirra krefzt. Það er enginn aftur kominn til að segja hver úrslitin hefðu orðið, ef bæj- menn hefðu fengið vilja sínum fram- gengt. Það er alls ekki óhugsandi að hinir fanatisku klerkar, sem ærðust þegar á sunnudagsvagnana var minnst, hefðu borið sigur úr býtum á kjörþing- unum og fengið tillöguna felda. En þá voru það samt bæjarmenn sjálfir, sem höfnuðu nýbreytninni, og því ekki áfell- is verf. En það er áfellisverð fram- hleypni af þingmönnunum að taka þannig fram fyrir hendurnar á bæjar- mönnum, að taka af þeim öll ráð í þessu efni í framtíðinni um leið og þeir svifta þá valdinu sem stjórn bæjarins hafði áður, valdi, en sem hún auðvitað beitti ekki þegar til kom. I málum, eins og þessu, sem ekki snerta nema eina sérstaka sveit í fylkinu, sýnist eðíilegt að sveitarmenn sjálfir hafi úr- skurðarvald og engir aðrir. Það mundi þykja lítið réttlæti, litið vit, ef Winni- pegmenn æsktu eftir lögum,' er bönnuðu eða biðu mönnum í sveitum úti að haga búnaði sínum svo og svo, að hafa ákveð- inn ekrufjölda af hveiti og ekkert meira o. þvl. Þó væri það eins sanngjarnt eins og þetta, að taka sjálídæmið frá Winnipegmönnum og segja þeim, að þeir megi ekki láta strætisvagn ganga nema samkvæmt reglum er útsveita- menn gefa. Með þessu hefir Campbell þessi og stuðningsmenn allir að líkindum ætlað að þóknast Methodista og Presbyteri- ana prestunum, sem mest hefir verið æðið á, og vinna þeim og þeirra hjörð- um gagn. En það eru miklu meiri líkur til, að aldrei hafi þeim veriðmeira ógagn unnið. Það éru margir menn hér í bæn- um, sem upphaflega voru mótfallnir sunnudagavagnagangi og sem eflaust hefðu greitt atkvæði sitt mótí þeirri ný- breytni, en sem nú eru manna reiðastir yfir þessari kúgunartilraun, yfir þessari framhleypni útsveitamanna, að sletta sér þannig fram í þeim alveg óviðkom- andi bæjarmál. Að því, er séð verður nú af almennu tali manna í bænum, verður mál þetta sótt hálfu harðara framvegis en gert hefði verið, ef þingið hefði leyft bæjarmönnum sjálfum að út- kljá það. Meðal annars, sem þessi þving- unarlög hafa hleypt af stað, er umtal al- ment um algerða sjálfstjórn fyrir Winni- pegbæ. Eins og nú er, gilda ein og sömu sveitalög fyrir alt fylkið, allar útsveitir og bæji, og þarf bærinn þess vegna sífelt að biðja um sérstaka löggjöf og leyfi, til að gjöra þetta og hitt, öldungis eins og smásveit væri út á jaðri fylkisins. Hefði bærinn sérstakan lagabálk sér tilstjórn- ar, væri hann undanþeginn þessu eilífa bónastagli um leyfi til að gera þetta og hitt, og væri þá um leið að miklu leyti óháður útsveitaþingmönnum, sem nú hafa sýnt, hve ósegjanlega skammsýnir og þröngsýnir þeir geta verið. Nú er það líka ofarlega í mörgum, að krefjast þessara stjómarbóta. Hvort sem nokk- uð verður af því eða ekki, þá verður þetta mál að vændum vakið upp aftur þegar þingið kemur saman næst. Það er stjórnarandstæðingunum til heiðurs, að af þeim, sem við voru, var einungis einn—J. F. Frame, frá Dennis- kjördæmi í suðvestur Manitoba — sem greiddi atkvæði með þessum þvingunar- lögum. Það er þeim ráðherrunum D. H. McMillan og J. D. Cameron öldungis eins til heiðurs, að þeir greiddu atkvæði á móti þeim. U ppskeru-horfur. í Evrópu eru ekki sem vænlegastar og því meiri von til að hveiti og korn hald- ist í sæmilegu verði hér vestra. Aðal- innihald uppskeru áætlana úr Evrópu- löndum er á þessa leið : Á Bretlandseyjum hafagengiðþurk- ar miklir og ganga enn. TJppskeruvon- in er því alt anaað en vænleg, en gras- spretta þó sögð tiltölulega lélegust. Á Frakklandi gengu óvanalegir kuldar allan Maí-mán. út og fram 1 Júní. Þó er vænt eftir meðal-uppskeru af korntegundum.öllum, en þó talsvert minni að vöxtum en í fyrra, af því sáð var í miklu minna land en að undan- förnu. Á Þýzkalandi er búizt við meðal- uppskeru að því er hveiti snertir, en lé- legri að því er snertir flestar aðrar korn- tegundir. Þar hefir vorið einnig verið kalt og heldur votviðrasamt. I Austurriki og á Ungverjalandi hefir tíðin verið óvenjuköld og votviðra- söm. Frost hafa þar gert stóran skaða og yfir höfuð tafið mjög fyrir kornvexti öllum, og ekki útlit fyrir meðal-upp- skeru. I Rúmeníu eru kornuppskeru-horf- ur vænlegar og búizt við meðal-upp- skeru eða meir. Tiðin hefir þar verið hentug í vor. I Rússlandi er ekki búizt við meðal- uppskeru í sumar. Vorið var seint, umhleypingasamt og kalt og sáning seint um garð gengin. í stöku héruð- um eru horfurnar vænlegar, einkupi austur-héruðunum, í grend við Kákas- us-fjöllin sérstaklega. Á Póllands-slétt- unum hafa flóð í ám og straumvötnum ollað miklu tjóni og sumstaðar gjöreytt útsæði og á Svartahafs-sléttunni miklu — hveiti-héraðinu nafnfræga,hafaþurk- ar og frost hjálfast að aðgerauppskeru- vonina að engu. I Svíaríki og Noregi hefir vorið ver- ið frámunalega kalt og umhleypinga samt. Uppskeru von þvi léleg. f Belgíu og Hollandi hefir tíðin ver- ið óstöðug, en þó búizt við meðal-upp- skeru af korntegundum. Á ítalíu hefir tíðin verið góð og því vænt éftir góðri meðal-uppskeru. Á Spáni hafa gengið ómunalegir kuldar í alt vor, sem tafið hafa vöxt alls jarðárgróða. Þó er búizt við meðal- uppskeru. Af þessu sézt að í stærstu kornrækt- arlöndunum, Austuiríki og Rússlandi er útlit fyrir uppskeru þurð og þaraf- leiðandi von á tiltölulega litlu hveiti þaðan í ár. Þó smá-ríkin standi betur, að því er uppskeru vonir snertir, hefir það litla þýðingu á heimsmarkaðinum( því fæst af þeim framleiða nóg til heim- ilisþarfa enda þó uppskeran sé framúr- skarandi góð. Bretar í Afríku. Þeir fara hægt, en siga þar þeim mun betur á. ítalir og Frakkar eru sínir í hvoru lagi, sífelt að nálgast tak- mörk brezkra landeigna í Nílárdalnum efri og vilja jafnvel svifta Breta umráð- um þeirra yfir þessari og hinni spild- unni, Vegur upp þangað frá Miðjarð- arhafi—um Egyftaland—er ógreiður og engu betri að suðaustan—frá Indlands hafi. Bretum gengur þess vegna illa að verjast ágangi þessara nágranna og ern svo alt af á nálum af kvíða fyrir að þangað megi þeir til með að senda her- flokka, en sem ekki yrði ókostbærari ferð en sú síðasta til Kartúm. Það er langt síðan talað var um [að leggja járnbraut frá Mombassa fá suðaustur- strönd Afríku norður til stöðuvatnsins mikla Lake Victoria. Það var eitt hlutverk hins brezka Austur-Afríku- félags, en sem það hætti við vegna þess hve brautarlagningin er miklum ervið- leikum undirorpin. Vegaleugdin milli Mombassa og Victoriu-vatns er 500 mílur enskar beina leið, en svo er veg- urinn ógreiður, að járnbraut þar á milli yrði að líkum um eða yfir 700 mílur á lengd. Þrátt fyrir torfærurnar og þar af leiðandi kostnað við að byggja þessa járnbraut og þrátt fyrir litla von um nokkurn verulegan fliituing fyrir hér- aðsbúa í grendinni, fyrst um sinn að minnsta kosti, hefir nú stjórn Breta ákveðíð að byggja þessa járnbraut. ínn- an skamms standa því Bretar vel að vígi að verjast áhlaupum Frakka og Itala, því frá endastöðinni við vatnið má senda vopnaða gufubáta niður um Nil til Kartúm og enda lengra norður. Til þess er líka ætlast. Þessijárnbrauthefir stórmikla þýð- ingu fyrir alla Austur-Afríku. Sá flokk- ur svertingja, sem byggir héruðin i grend við brautina og vatnið, Uganda- héraðið sérstnklega, er talinn efnileg- astur allra Afríku-þjóðflokka og hafa Afríku-farar flestir verið samdóma í því að Ugandamenn séu eins langt fyrir framan aðra Afríkuflokka í allri atgervi og námsfýsn,eins og Japanítareru langt á undan öðrum Asíu þjóðum. Þá er og vænt eftir að þessi járnbraut eyði að mestu þrælasölunni á þessum stöðvum öllum, og er mest í það varið, ef sönn reynist tilgátan. Fyrst er það, að þrælakaupmenn eiga ekki eins hægt með að fela sig þegar járnbraut er komin og eftirlitsmenn geta á svip- stundu farið frá ströndinni upp í mið- jarðarlínuhéruðin. Svo er það og víst, að margir, sem nú kaupa þræla, gera þaðeinkum til að nota þá sem áburðar- dýr niður að ströndinni. En sú þörf mundi hverfa undireins og járnbraut er komin. Orða-belgurinn. Nýja ísland. Mig hefir lengi langað til að sjá Nýja Island með eigin augum, og nú þegar alt stendur með sínum bezta blóma, þá auðnaðist mér loksins að geta komið þar og ferðast um mestan part nýlend- unnar. Eða sem sagt alla leið fra Gimli og norður í efri og neðri Fljótsbygð. Og þó ég skrifi línur þessar, þá er ekki tilgangur minn að benda á nein undur eða stórmerki eða auglýsa neitt annað en það, sem flestum mun vera fullkunn- ugt áður. Einungis að gamni mínu ætla ég að lýsa Nýja Islandi eins og það kemur fyrir mína sjón, og þó Það standi nokkuð öðruvísi, eða á öðru stigi en Dakota og Argyle, þá ættu menn ekki að hneykslast mjög mikið á þvi, því orsakir eru. ákaflega miklar og margar til þess, að Nýja ísland getur aldrei staðið þeim nýlendum jafnfætis með akuryrkju og þar af leiðandi fleira af þessari flughröðu ameríkönsku menn- ingardrift, sem á aðal rót sína í feitum og frjófum löndum. Ég hefi verið í Dakota, einnig dvalið lítinn tíma í Ar- gyle, ferðastum Þingvalla og Lögbergs nýl., og eftir að hafa komið til Nýja Islands, finnst mér að ég hafi komið í dálítinn nýjan heim. ,Að mörgu leyti rólegann og sælan fyrir flesta—sem ekki verða fyrir andlegum skammaskrugg- um—, heim, sem hefir marga góða kosti af náttúrunnar hendi til að fram- leiða og viðhalda lífl fátækra manna, en verður allatíð, eða mjög lengi, heim- ur út af fyrir sig, of takmarkaður og innibyrgður af náttúrunnar hendi, til að geta hrifist með útheiminum og skrif að sína landnámsbók með eins söguleg- um stórvirkjum og landar þeirra í öðr- um nýl. hér. En að mínu áliti er það ekki mönnunum að kenna í Nýja ís- landi, það er landið sjálft, sem einlægt verður slæmt, og aldrei borgar erviði í ríkum mæli að minnsta kosti. Ég fór keyrandi héðan frá Winni- peg og voru ljómandi akrablettir og garðrækt að sjá hér ofan með ánni. Til Selkirk kom óg í fyrsta skifti. Þar var að sjá mikla og fallega garðrækt víða; fjölda af kúm sem röltu um götur og grasfleti bæjarins áhyggjulaust. Ann- ars var þar atvinnuleysi og deyfð yfir öllu. Þar fann ég þá ógleymanlegu ísfirzku gestrisni, sem ég efast um að eigi sinn líka í viðri veröld, þar sem ég hitti fyrir og gisti hjá hr. Kr. H. Kristjánssyni, enda er hann ekta ís- firðingur í húð og hár og bæði þau hjón Hann ekki einungis klappaði mér og strauk mig upp og niður, heldur líka teygði mig úr leiðinda-hrukkunum, og hefði gert mig tíu árum yngri að útliti, hefði ég haft ástæður til að vera hjá honum lengur en dag um kyrt. Svo fór ég með hr. Kr. Paulson að Gimli á allgóðum seglbát sem hann á og gekk ferðin vel. Hús hr. Paulsson er alt steypt undir þak og er mjög snoturt utan og innan; kyrkjan líka af sömu gerð og ég held fleiri. og dálagleg hús voru þar sum; plássið í sjálfu sér frem- ur fallegt. Vatnið fyrir framan, en bæjarstæðið slétt og hátt. Þar hefir verið gert æði-mikið í vor að garðrækt. En að eins var að koma upp í görðum, og svo var allstaðar sem ég sá í Nýja Jslandi, bæði með akrabletti og garða, kendi það kulda um. En að kaldara hafi verið þar í vor, en i Selkirk og Winnipeg, get ég varla skilið. En að jörð væri þar magrari og kraftminni sá óg glöggt. Nú fannst mér stráx ég koma í ofurlítinn undraheim, sem ég ekki þekkti, en fanst þó að ég kannað- ist við alt. Ég sá æði-marga karla og konur; allir voru sælir að sjá, engin kvíði, engaræðrur; allir ráfuðu í helgri ró fram og aftur. Engan sá ég neitt starfa, nema skreppa fram með net um kvöldið og morguninn, sem ég var á Gimli. Þá fór ég að ranka við mér. Þetta hlýtur að vera Vatnsleysuströnd- iu, sem ég er kominn að; dálitlir græn- ir túnblettir og vik inn í hér og þar með ströndinni, grár poplar-skógurinn, eins og brunahraunin alt í kring, en grænn að ofan, eins og þegar lingið á sumrin kastaði grænum lit ýfir gráan mosann og hraunklappirnar. Gimli eins og salt-“anlegg” eða smá veiðistöð sem nú um langan tíma hefði verið sára fisklaust og menn því áhuga- lausir fyrir róðrinum, færu bara fram á hroknkelsanetin kveld og morgna til að fá góða saðningu upp á diskinn, svo er ekki hægt að gera annað en fara þá í bændaglímu eða lesa sögur. Þeir sem eru yngri í anda fella sig þá betur við ritstjóraskammir og syngja þá að gamni sínu froskadrápur og skonka- kvæði. Enn hvergi sá ég saltfisks stakkana eða harðfisks hjallana sem gætu jafnast við á Fróni þegar þolan- lega araði og saknaði ég þeirra mikið. Enda væri Ný-ísl. sældarinnar lieimur ef vor og haustafla væri hægt að gera að verulegri vöru, sem um munaði í verzlunarskiftum. Eftir góða gisting á Glmli tók ég reiðskjóta postulanna og þrammaði eins og gamall ferðalangur eftir aðal- braut nýlendunnar norður og niður. Það er sagt að fylkisstjórnin sé búin að leggja ógrynnis ósköp af fé þar til vega- bóta og það er líklega satt, og hitt líka sannleikurinn, að þar er mjög slæmt að gera færa vegi, enda er þar svo sem hvergi upphækkaður vegur að nokkru gagni, alt of lágt og skurðirnir of grunnir með veginum, vegurinn líka allur jafn ófær nema eftir langvinna þurka. En orsökin er aðallega þessi, að fyrst er ákaflega mikið verk að ryðja skóginn, og nýlendu lífsspursmál að koma hverjum spottunum sem lengst, en hugsa minna um ending og vand- virkni. Samt má ákaflega mikið gera í Ný-Isl. fyrir hverja 1000 dollara, ef vel er stjórnað, því þar virtist mér pening- ar vera í háu gildi en vinna lá. Ég sagði við einn greindan og for- sjálan bónda: Hefði ekki orðið meira úr þessu vegabótafé ef ykkur hér hefði • verið falið á hendur, sem ég efast alls ekki um að hefðnð getað leizt það eins velafhendi. Jú, góðurinn minn sann- leikurinn er að litið meir en helmingur hefir oft bókstaflega gengið í vegabót- ina; hitt hefir gengið í ýmislegt bölvað vés og ráðsályktanir sem enginn nema kóngurinn hefir leyfi til að rannsaka. I nokkrum stöðum í Ámesbygð sá ég akurbletti undir byggi mest. Það má vera að nokkur not verði að en víð- ast sem hátt eða hærra liggur er grjót- hræringurinn upp úr þegar farið er að plægja, en þar sem lágt er eða lægraeru allar líkur til að alt kafni af vatni, og flóa sufldin sem ég sá í skógnum sund- urétin af vatnsaga grá og frjófgunarlitil vatn hefir hvergi að heita má framrás, og mundi kosta víða ákaflega erfiðis- muni að veita því, skógarlauf og annað sem af náttúrunnar hendi er ætlað til að funa niður og frjóvga jörðina flýtur í hauga og beðjur og verður að engum notum, því get óg aldrei búist við að Ný-Island eigi eftir að verða akuryrkju land. Það er landið sjálft sem er mjög illa fallið ef ekki næstum óbrúkanlegt til þess eða svo virtist mér með vatninu og efri bygðinni alt fram að Fljóti; með Fljótinu þótti mér fallegra, og undan- tekningar geta líklega verið sérdeilis að þar sé öllu betri jörð. Þegar ég kom norður í endann á Arnesbygðinni fanst mér fólk öllu líflegra; ég held ég verði að það þakka það bryggjunni. Þá sá ég líka margar grjóthrúgur og trjábunka sem ætlað var til hennar; flestra vonir munu líka vera að hún eigi eftinaðvera Þýðingarmikið atriði fyrir framför og yellíðan Ný-ísl. í Breiðuvíkinni þótti mér fallegra en i Arnesbyggðinni og í Bræðrahöfn er dáfallegt líka, prýðisfall- eg hús hjá þeim Sigurðsson bræðrum. Hr. St. Sigurðsson tók ágætlega á móti mór, var kátur og fjörugur og mesta snyrtimenni í allri framkomu, hann ber það með sér að vera duglegur og ákafur og kýs heldur að vera á vindborða en til hlés í kappsiglingunni, og kærir sig kollóttan þó ásletti, ef hann nær strik- inu á undan hinum. Mér datt í hug )egar ég sá að verið var að byggja bryggjuna þar niðurundan. Þú hefir brotið þig duglega niður úr ísnum og áfreðanum Stefán minn, fyrir það hefir iú nú góða jörð, en það er líka fjöldi sem gengur á kröfsin sem annars hefðu staðið hagleysu, og væru margir jafn harðfengnir og ötulir, stæðu færri á hjarni. Mitt fyrsta var að sjá bryggj- una, þar unnu þá 22 menn við þann dag. 100 fet voru bygð jafnt vatns- borði og gat það ekki heitið nema und- irstöður að einum þriðjapartinum, og það þeim sem hægast er að byggja. bryggjan verður 300 fet á lengd 20 f. á breidd (ég man ekki fyrir víst hvað há fyrir ofan vatnsborð) hún er að utan úr söguðu timbri 12 þuml. á kant, beint upp blaðið líkt og bjálkahús en hvert lag hornbundið og langs og þvers bund- ið með ákaflega sverum trjám og síðan alt fylt með grjóti, mér virtist verkið ganga seint og silalega, og hlýtur að standa lengi yfir og engin atkvæðamað- ur held ég þessi contractor sé til að hafa stórvirki á hendi, en að efni og frágangi á því sem komið var gat ég ekki betur séð en alt væri vandað. Einungis hefði ég viljað að halli hefði veriðútaf bryggj- unni svo is hefði getað runnið yfir hana ]iegar á hefði þyngt, og þá hefði hún mátt til að standa til dómsdags eftir mínum reikningi. Hvaðá svo þetta bryggjubákn að gera Nýja Islandi gott, ætti að vera spurt um áður en rifist er um hvar hún var bygð. Og af því mér verður fyrst (Niðurl. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.